Refurinn og vínberin

Hildur Björnsdóttir, oddviti Sjálfstæðisflokksins í Reykjavík, fjallar um vendingar í borgarstjórnmálum á árinu en hún segir að vonandi hugsi kjósendur sig nú tvisvar um áður en innihaldslausum lýsingarorðum um ábyrgan rekstur borgarsjóðs sé fleygt fram.

Auglýsing

Dag nokkurn lædd­ist hungr­aður refur inn í vín­garð til að leita sér ætis. Vín­berin voru full­þroskuð og héngu í fögrum, purp­ura­litum klösum á vín­við­ar­grein­um. En þær höfðu verið látnar vaxa upp­eftir háu grind­verki. Og hvernig sem ref­ur­inn teygði sig og stökk náði hann jafn­vel ekki til neðstu grein­anna. Um síðir gafst hann upp, sneri ólund­ar­legur til baka og taut­aði: „Hvern gæti langað í önnur eins ber og þessi? Það sjá allir að þau eru súr eins og grænar sítrón­ur.“

Óbreytt ástand

Á vor­dögum gengu borg­ar­búar til borg­ar­stjórn­ar­kosn­inga. Á und­an­liðnum kjör­tíma­bilum hafði borgin orðið undir í sam­keppni um fólk og fyr­ir­tæki. Hús­næð­is­vand­inn hafði vax­ið, tafa­tími í umferð­inni aukist, þjón­usta Strætó versnað og biðlista­vandi leik­skól­anna auk­ist. Inn­viðir lágu undir skemmdum sökum við­halds­skorts og skulda­söfnun borg­ar­innar virt­ist hömlu­laus. Fyr­ir­tæki flúðu borg­ina vegna lóða­skorts og ósam­keppn­is­hæfra skatta. Við stjórn voru öfl sem létu sér nægja að tala um hlut­ina – en höfðu minni áhuga á að fram­kvæma. Nú þótti kom­inn tími á breyt­ing­ar.

Um þetta var kos­ið. Breyt­ing­ar. Meiri­hlut­inn var felldur enn eina ferð­ina og Fram­sókn­ar­flokk­ur­inn, sem boð­aði fyrst og fremst breyt­ing­ar, náði góðum árangri. Það skaut því fremur skökku við þegar Fram­sókn ákvað að ganga inní hinn fallna meiri­hluta og við­halda óbreyttu ástandi, þvert á gefin lof­orð.

Auglýsing

Brotin lof­orð alls staðar

Þeir flokkar sem nú fara með völd í borg­inni fóru óspar­lega með lof­orðin á vor­dög­um. Þau lof­uðu öllum börnum leik­skóla­plássi frá 12 mán­aða aldri strax í haust. Þau sögðu rekstur borg­ar­innar sterkan og gefa góð fyr­ir­heit fyrir miss­erin framund­an. Þau gáfu borg­ar­búum til­efni til að horfa von­góðum augum á purp­ura­lit­uðu vín­ber­in, en létu hjá líða að nefna hve ómögu­legt myndi reyn­ast að nálg­ast þau.

Þessu tókst ekki að gera kjós­endum grein fyrir í lið­inni bar­áttu. Það var því ákveð­inn vendi­punktur á haust­dögum þegar for­eldrar leik­skóla­barna, sem þegar höfðu fengið lof­orð um leik­skóla­pláss fyrir börn sín, átt­uðu sig á að þau voru höfð að fífli í lið­inni kosn­inga­bar­áttu. For­eldrar flykkt­ust með börn sín í ráð­húsið og mót­mæltu sviknum lof­orð­um. Þegar meiri­hluta­flokk­arnir þurftu að skýra hvers vegna purp­ura­lit­uðu vín­berin voru ekki aðgengi­leg for­eldrum líkt og lofað var, reyndu þeir að sann­færa for­eldra um að málið byggði allt á mis­skiln­ingi.

Það varð sams­konar vendi­punkt­ur, eftir ára­löng hróp sjálf­stæð­is­manna í eyði­mörk­inni um rauð flögg í rekstri borg­ar­inn­ar, þegar útkomu­spá fyrir árið 2022 var birt. Í ljós kom fyr­ir­séður rekstr­ar­halli borg­ar­sjóðs sem nemur 15,3 millj­örðum árið 2022. Það er sexfaldur halli miðað við fyrri áætl­an­ir. Í aðdrag­anda kosn­inga sagði borg­ar­stjóri rekstur borg­ar­innar traustan – en þegar keis­ar­inn stóð nak­inn var málið auð­vitað allt ein­hverjum öðrum að kenna. Rík­inu, stríðs­rekstri í Evr­ópu, mála­flokki fatl­aðs fólks, mót­töku flótta­fólks og áfram mátti telja.

Að teygja sig í vín­berin

Von­andi urðu stærstu vendi­punktar lið­ins árs, hvað varðar borg­ar­mál­in, þeir að kjós­endur hugsa sig nú tvisvar um áður en lofað er fögrum purp­ura­lit­uðum vín­berjaklös­um. Von­andi hugsa kjós­endur sig nú tvisvar um áður en inni­halds­lausum lýs­ing­ar­orðum um ábyrgan rekstur borg­ar­sjóðs er fleygt fram. Von­andi hefur orðið sá vendi­punktur að fólk geri kröfur um skýr­ingar á því – hvernig stjórn­mála­menn hyggj­ast teygja sig upp í vín­við­ar­grein­arnar sem vaxa á háa grind­verk­inu.

Höf­undur er odd­viti Sjálf­stæð­is­flokks­ins í Reykja­vík.

Við þurfum á þínu framlagi að halda

Þú getur tekið beinan þátt í að halda úti öflugum fjölmiðli.

Við sem vinnum á ritstjórn Kjarnans viljum hvetja þig til að vera með okkur í liði og leggja okkar góða fjölmiðli til mánaðarlegt framlag svo við getum haldið áfram að vinna fyrir lesendur, fyrir fólkið í landinu.

Kjarninn varð níu ára í sumar. Þegar hann hóf að taka við frjálsum framlögum þá varð slagorðið „Frjáls fjölmiðill fyrir andvirði kaffibolla“ til og lesendur voru hvattir til að leggja fram í það minnsta upphæð eins kaffibolla á mánuði.

Mikið vatn hefur runnið til sjávar á þeim níu árum sem Kjarninn hefur lifað. Í huga okkar á Kjarnanum hefur þörfin fyrir fjölmiðla sem veita raunverulegt aðhald og taka hlutverk sitt alvarlega aukist til muna.

Við trúum því að Kjarninn skipti máli fyrir samfélagið.

Við trúum því að sjálfstæð og vönduð blaðamennska skipti máli.

Ef þú trúir því sama þá endilega hugsaðu hvort Kjarninn er ekki allavega nokkurra kaffibolla virði á mánuði.

Vertu með okkur í liði. Þitt framlag skiptir máli.

Ritstjórn Kjarnans: Sunna Ósk Logadóttir, Þórður Snær Júlíusson, Erla María Markúsdóttir, Arnar Þór Ingólfsson, Eyrún Magnúsdóttir og Grétar Þór Sigurðsson.


Já takk, ég vil styrkja Kjarnann!
Þorbjörn Guðmundsson
Er íslenska velferðarkerfið ekki lengur griðarstaður þeirra sem minnst hafa?
Kjarninn 11. janúar 2023
Takk fyrir og sjáumst á nýjum miðli á föstudag
Bréf frá ritstjóra Kjarnans vegna sameiningar við Stundina og þess að nýr framsækinn fréttamiðill verður til í lok viku.
Kjarninn 11. janúar 2023
Sverrir Albertsson
Vatn á myllu kölska
Kjarninn 11. janúar 2023
Lögreglumenn standa vörð um gröfurnar í námunni.
Berjast fyrir þorpi á barmi hengiflugs
Lítið þorp í Rínarlöndum Þýskalands er allt komið í eigu kolarisa. Fyrirtækið ætlar sér að mylja niður húsin og stækka kolanámu sína sem þegar þekur um 80 ferkílómetra. Þetta þykir mörgum skjóta skökku við í heimi sem berst við loftslagsbreytingar.
Kjarninn 10. janúar 2023
Arnþrúður Karlsdóttir, útvarpsstjóri Útvarps Sögu.
Útvarp Saga telur fjölmiðlastyrki skapa tortryggni og bjóða upp á frændhygli
Fjögur fjölmiðlafyrirtæki hafa til þessa skilað inn umsögnum um frumvarp Lilju Alfreðsdóttur menningar- og viðskiptaráðherra, sem mun að óbreyttu framlengja núverandi styrkjakerfi til fjölmiðla.
Kjarninn 10. janúar 2023
Sólveig Anna Jónsdóttir formaður Eflingar.
Viðræðum slitið og Efling undirbýr verkfallsaðgerðir
Samtök atvinnulífsins hafa hafnað gagntilboði Eflingar um skammtímakjarasamning, sem kvað á um meiri launahækkanir en SA hefur samið um við aðra hópa á almennum vinnumarkaði til þessa. Efling undirbýr nú verkfallsaðgerðir.
Kjarninn 10. janúar 2023
Palestínski fáninn á lofti í mótmælum í Reykjavík. Ísraelskri lögreglu hefur nú verið fyrirskipað að rífa fánann niður á almannafæri.
Fánabann og refsiaðgerðir í Palestínu í kjölfar niðurstöðu Sameinuðu þjóðanna
Degi eftir að ný ríkisstjórn tók við völdum í Ísrael samþykkti allsherjarþing Sþ að fela Alþjóðadómstólnum í Haag að meta lögmæti hernáms Ísraelsríkis á Vesturbakkanum. Síðan þá hefur stjórnin gripið til refsiaðgerða og nú síðast fánabanns.
Kjarninn 10. janúar 2023
Gríðarlega mikil dæling á sandi á sér stað í Landeyjahöfn á hverju ári. Markarfljótið ber hundruð þúsunda tonna af jarðefnum út í sjó og það á til að safnast upp í mynni hafnarinnar.
Vilja sjúga sand af hafsbotni í stórum stíl og flytja út
Eftirspurn eftir íslenskum jarðefnum er gríðarleg ef marka má framkomin áform erlendra stórfyrirtækja um nýtingu þeirra. Vinsældir hafnarinnar í Þorlákshöfn eru samhliða mjög miklar.
Kjarninn 10. janúar 2023
Meira úr sama flokkiÁlit