Risastór lífstílsbreyting

Auglýsing

Í des­em­ber næst­kom­andi (30. nóv­em­ber til 11. des­em­ber) fer alþjóð­lega lofts­lags­ráð­stefnan í París fram. Miklar vonir eru bundnar við að þjóðir heims­ins skuld­bindi sig til þess að bregð­ast taf­ar­laust við óum­deil­an­legum merkjum um að hlýnun jarðar og mengun af manna­völdum sé að gera jörð­ina ólíf­væn­lega á stórum svæð­um.

Kristín Vala Ragn­ars­dótt­ir, pró­fessor í sjálf­bærni­vís­indum við Háskóla Íslands, segir lofts­lags­ráð­stefn­una lík­lega mik­il­væg­asta fund mann­kyns­sög­un­ar, og hafa ýmsir sér­fræð­ingar og stjórn­mála­menn á erlendum vett­vangi lagt svipað mat á hlut­ina.

Hvers vegna skiptir þessi fundur svona miklu máli? Í stuttu máli þykir nú orðið mögu­legt að ná fram skuld­bind­ingum frá stórum og smáum þjóð­um, um að taka þetta mál­efni eins alvar­lega og það á skil­ið, og sam­þykkja að draga úr losun og ráð­ast í stór­felldar breyt­ingar á innviðum sam­fé­laga, með það að mark­miði að gera þau sjálf­bær­ari þegar kemur að orku.

Auglýsing

Svo dæmi sé nefnt, sem sýnir hversu stórar breyt­ingar gætu verið framundan á næstu árum, þá er nær­tækt að horfa til ramma­á­ætl­unar Evr­ópu­sam­bands­ins (ESB) frá því fyrr á þessu ári. Í jan­úar kynnti ESB ramma­á­ætlun um lofts­lags- og orku­mál til árs­ins 2030 en hún felur í sér að draga úr losun gróð­ur­húsa­loft­teg­unda um fjöru­tíu pró­sent frá því sem los­unin var árið 1990. Jafn­framt er til­greint að 27 pró­sent af orku­notkun skulu koma frá end­ur­nýj­an­legum orku­gjöf­um. Fram­tíð­ar­sýnin er að orku­kerfi ESB verði sjálf­bær­ara, örugg­ara og sam­kepn­is­hæf­ara. Miðað við áætl­un­ina þá skal ESB ná mark­miðum sínum í minnkun á útblæstri og orku­nýtni eftir árið 2020.

Ísland tekur þátt í fund­in­um, og hafa stjórn­völd sagt að þau muni leggja sitt af mörk­um.

Í þessum efnum snýst árang­ur­inn oftar en ekki um sér­tækar lausnir á vanda­mál­um, meðal ann­ars með þróun nýrrar tækni til þess að nýta vist­væna orku en einnig í gegnum lög og regl­ur.

Eins og við blasir dugar ekki að horfa á þetta sem eitt­hvað mál­efni sem getur beð­ið. Vanda­málið er oft stórt til þess. Því miður er staðan á Íslandi þannig að engin heild­stæð áætl­un, með póli­tískri leið­sögn, er til. Ekki liggur fyrir hvað eigi að gera til þess að ná mark­mið­um. Það er það sem þarf þó óhjá­kvæmi­lega að gera.

Þrír punktar verða nefndir hér sér­stak­lega, en aug­ljós­lega mættu þeir vera mun fleiri (Stundum er gott að tala um fáa hluti í ein­u!).

Borg­ar­sam­fé­lögin áhrifa­mikil



1. Borg­ar­sam­fé­lög eru sér­stak­lega áhrifa­mikil í alþjóð­legum mark­miðum eins og þessum sem að er stefnt á Lofslags­ráð­stefn­unni í Par­ís, og mik­ill árangur getur náðst með því að fá þau til þess að breyta innviðum og sam­fé­lags­gerð­inni. Höf­uð­borg­ar­svæðið er aug­ljós­lega það sem nefna má sér­stak­lega á Íslandi, enda búa þar um 70 pró­sent íbúa. Það svæði er skelfi­lega óhag­kvæmt og gam­al­dags bíla­borg­ar­bragur ein­kennir það að mörgu leyti, eins og tölur um bíla­fjölda á íbúa stað­festa, og einnig mikla dreif­ingu byggðar í sam­an­burði við önnur borg­ar­sam­fé­lög erlend­is. Í gegnum lög og reglur mætti draga úr los­un, t.d. með því að ýta undir raf­væð­ingu bíla­flot­ans, setja upp veg­tolla til þess að fólk noti frekar almenn­ings­sam­göng­ur, og með þétt­ingu byggð­ar. Tölu­verð umræða hefur verið um það síð­ast­nefnda og margt jákvætt hefur gerst hvað það varð­ar, eins og fram­tíð­ar­á­form um byggð­ar­þróun í Reykjavík bera með sér. En hlut­irnir ger­ast of hægt hvað hin atriðin varð­ar. Almanna­hags­mun­irnir verða  að ráða för, engir aðrir hags­mun­ir.

Hall­dór Þor­geirs­son, fram­kvæmda­stjóri hjá skrif­stofu Ramma­samn­ings Sam­ein­uðu þjóð­anna um lofts­lags­breyt­ing­ar, sagði á fundi Lands­virkj­unar 22. maí, þar sem lofts­lags­mál voru til umræðu, að hann skildi ekki hvers vegna ekki væri búið að raf­væða bíla­flot­ann. „Það á að vera löngu búið að því“ sagði hann, og vís­aði meðal ann­ars til þess að höf­uð­borg­ar­svæðið væri í góðri ­stöðu til þess að gera þetta, meðal ann­ars vegna góðra inn­viða raf­orku­kerfis og vist­vænnar orku­fram­leiðslu í land­inu. „Vilji er allt sem þarf“ sagði Hall­dór.

Hafið - Leys­ist deilan um kvóta­kerf­ið?



2. Miklir hags­munir eru í húfi þegar kemur að skipa­um­ferð í íslenskri lög­sögu, og útgerð­ar­fyr­ir­tækin eiga sér­stak­lega mikið undir því að finna hag­kvæmar lausnir sem draga úr olíu­notkun skipa og minnka þar með útblástur við veiðar á hafi úti. Mikil þróun á sér stað í þessum efn­um, en betur má ef duga skal. Það sem veldur mörgum áhyggjum eru vís­bend­ingar um súrnun sjávar og að hún geti ógnað líf­ríki í sjón­um. Dokt­or Hall­dór Björns­son, veð­ur- og haf­fræð­ingur hjá Veð­ur­stofu Íslands, nefndi þetta atriði sér­stak­lega, á fyrr­nefndum fundi Lands­virkj­un­ar, sem atriði sem nauð­syn­legt væri að rann­saka bet­ur. Það sem hann hefði séð væri virki­lega ógn­væn­legt. „Kannski leys­ast deil­urnar um kvóta­kerfið af sjálfu sér þeg­ar ­fisk­ur­inn er meira og minna horf­inn,“ sagði Hall­dór meðal ann­ars.

Lífstíls­breyt­ing áhrifa­mest



3. Margt smátt gerir eitt stórt, er stundum sagt. Þegar kemur að við­fangs­efn­inu sem teng­ist sjálf­bærni sam­fé­laga og aðgerðir til þess að draga úr meng­un, þá á þetta svo sann­ar­lega við. Fólkið sjálft mun ráða því hversu vel það mun ganga að ýta undir betra og vist­vænna sam­fé­lag. Alveg eins og í fyrsta punkt­inum hér, þá bein­ast spjótin að borg­ar­sam­fé­lög­un­um. Heil­brigður lífstíll, þar sem fólk velur að nota hjól, labba eða hlaupa, frekar en að nota bíl, er lík­lega áhrifa­mest af öllu sem hægt er að gera. Ef það gera það bara nógu margir! Það sama má segja um betri nýt­ingu á mat­vælum og notkun vist­vænna umbúða. Til marks um alþjóð­lega þróun í þessum efnum þá eru Frakkar búnir að banna að henda mat. Stór­mark­aðir og fyr­ir­tæki verða nú að fara með mat sem ekki selst til góð­gerð­ar­sam­taka, eða leggja hann til í dýra­fóð­ur. Mark­miðið er síðan að skylda fólk til þess að gera slíkt hið sama, sem á að ýta undir að fólk nýti mat bet­ur, en ógn­væn­legt er hversu miklum mat fólk hend­ir, í mörgum til­vikum án þess að opna umbúð­irn­ar.

Til þess að eitt­hvað jákvætt ger­ist í þessum efn­um, þá þarf vel útli­staðar áætl­anir með tíma­settum mark­miðum og sér­tækum lausnum á aðkallandi vanda­mál­um. Stjórn­mála­menn, bæði á Alþingi og einnig í sveit­ar­fé­lög­um, skulda almenn­ingi fram­tíð­ar­sýn í þessum efn­um. Það er mikið í húfi og þegar allt er saman tekið þá virð­ist risa­stór lífstíls­breyt­ing handan við hornið sem nauð­syn­legt er að búa sig vel undir og umfram allt; taka virkan þátt í.

 

Við þurfum á þínu framlagi að halda

Þú getur tekið beinan þátt í að halda úti öflugum fjölmiðli.

Við sem vinnum á ritstjórn Kjarnans viljum hvetja þig til að vera með okkur í liði og leggja okkar góða fjölmiðli til mánaðarlegt framlag svo við getum haldið áfram að vinna fyrir lesendur, fyrir fólkið í landinu.

Kjarninn varð níu ára í sumar. Þegar hann hóf að taka við frjálsum framlögum þá varð slagorðið „Frjáls fjölmiðill fyrir andvirði kaffibolla“ til og lesendur voru hvattir til að leggja fram í það minnsta upphæð eins kaffibolla á mánuði.

Mikið vatn hefur runnið til sjávar á þeim níu árum sem Kjarninn hefur lifað. Í huga okkar á Kjarnanum hefur þörfin fyrir fjölmiðla sem veita raunverulegt aðhald og taka hlutverk sitt alvarlega aukist til muna.

Við trúum því að Kjarninn skipti máli fyrir samfélagið.

Við trúum því að sjálfstæð og vönduð blaðamennska skipti máli.

Ef þú trúir því sama þá endilega hugsaðu hvort Kjarninn er ekki allavega nokkurra kaffibolla virði á mánuði.

Vertu með okkur í liði. Þitt framlag skiptir máli.

Ritstjórn Kjarnans: Sunna Ósk Logadóttir, Þórður Snær Júlíusson, Erla María Markúsdóttir, Arnar Þór Ingólfsson, Eyrún Magnúsdóttir og Grétar Þór Sigurðsson.


Já takk, ég vil styrkja Kjarnann!
Þorbjörn Guðmundsson
Er íslenska velferðarkerfið ekki lengur griðarstaður þeirra sem minnst hafa?
Kjarninn 11. janúar 2023
Takk fyrir og sjáumst á nýjum miðli á föstudag
Bréf frá ritstjóra Kjarnans vegna sameiningar við Stundina og þess að nýr framsækinn fréttamiðill verður til í lok viku.
Kjarninn 11. janúar 2023
Sverrir Albertsson
Vatn á myllu kölska
Kjarninn 11. janúar 2023
Lögreglumenn standa vörð um gröfurnar í námunni.
Berjast fyrir þorpi á barmi hengiflugs
Lítið þorp í Rínarlöndum Þýskalands er allt komið í eigu kolarisa. Fyrirtækið ætlar sér að mylja niður húsin og stækka kolanámu sína sem þegar þekur um 80 ferkílómetra. Þetta þykir mörgum skjóta skökku við í heimi sem berst við loftslagsbreytingar.
Kjarninn 10. janúar 2023
Arnþrúður Karlsdóttir, útvarpsstjóri Útvarps Sögu.
Útvarp Saga telur fjölmiðlastyrki skapa tortryggni og bjóða upp á frændhygli
Fjögur fjölmiðlafyrirtæki hafa til þessa skilað inn umsögnum um frumvarp Lilju Alfreðsdóttur menningar- og viðskiptaráðherra, sem mun að óbreyttu framlengja núverandi styrkjakerfi til fjölmiðla.
Kjarninn 10. janúar 2023
Sólveig Anna Jónsdóttir formaður Eflingar.
Viðræðum slitið og Efling undirbýr verkfallsaðgerðir
Samtök atvinnulífsins hafa hafnað gagntilboði Eflingar um skammtímakjarasamning, sem kvað á um meiri launahækkanir en SA hefur samið um við aðra hópa á almennum vinnumarkaði til þessa. Efling undirbýr nú verkfallsaðgerðir.
Kjarninn 10. janúar 2023
Palestínski fáninn á lofti í mótmælum í Reykjavík. Ísraelskri lögreglu hefur nú verið fyrirskipað að rífa fánann niður á almannafæri.
Fánabann og refsiaðgerðir í Palestínu í kjölfar niðurstöðu Sameinuðu þjóðanna
Degi eftir að ný ríkisstjórn tók við völdum í Ísrael samþykkti allsherjarþing Sþ að fela Alþjóðadómstólnum í Haag að meta lögmæti hernáms Ísraelsríkis á Vesturbakkanum. Síðan þá hefur stjórnin gripið til refsiaðgerða og nú síðast fánabanns.
Kjarninn 10. janúar 2023
Gríðarlega mikil dæling á sandi á sér stað í Landeyjahöfn á hverju ári. Markarfljótið ber hundruð þúsunda tonna af jarðefnum út í sjó og það á til að safnast upp í mynni hafnarinnar.
Vilja sjúga sand af hafsbotni í stórum stíl og flytja út
Eftirspurn eftir íslenskum jarðefnum er gríðarleg ef marka má framkomin áform erlendra stórfyrirtækja um nýtingu þeirra. Vinsældir hafnarinnar í Þorlákshöfn eru samhliða mjög miklar.
Kjarninn 10. janúar 2023
Meira úr sama flokkiLeiðari
None