Þegar heimsmyndin fer að skýrast á ný

Pútín mun hvorki ná Úkraínu allri né halda stórum hluta hennar til langframa. Það var heldur ekki markmiðið, heldur að koma í veg fyrir að til yrði fyrirmynd fyrir rússneskan almenning um opið, lýðræðislegt og blómstrandi samfélag.

Auglýsing

Í fram­tíð­inni verður litið til stríð­ins í Úkra­ínu sem hluta af hnatt­rænum átökum tutt­ug­ustu og fyrstu ald­ar­inn­ar. Þegar á það er horft í því ljósi verður sumt skilj­an­legra þótt það dragi ekki úr þeim við­bjóði sem við finnum til­.  

Stríðið stendur á milli tveggja ríkja en líkt og með hern­að­ar­á­tök kalda stríðs­ins er það hluti af stærri heild. Víg­línur skera ekki aðeins á milli ríkja og stór­velda heims­ins heldur líka á milli and­stæðra afla í stjórn­málum innan ríkja. Sam­lík­ingar við kalda stríðið eru vara­samar því aðstæður í heim­inum eru allar aðrar nú en þá. Bar­áttan snýst líka um aðra hluti. En líkt og í kalda stríðið eru þetta þó átök sem hanga saman og ná til alls heims­ins í senn. Vest­ur­lönd unnu kalda stríðið en núver­andi átök gætu orðið þeim erf­ið­ari. Það er við fleiri að eiga, heim­ur­inn er miklu sam­tengd­ari, fleiri ríki eru að verða firna öflug og Vest­ur­lönd eru ekki eins og þau voru. Átökin nú eru líka miklu flókn­ari.    

Það sem skýrist á næstu vikum

Við vitum ekki hvernig stríðið fer en vitum að hrak­farir rúss­neska hers­ins hafa verið slíkar að Pútín þarf nú að glíma við reiði og spennu innan hers­ins og valda­klíkunnar í Kreml. Almenn­ingur trúir þó enn áróð­urs­vélum vald­hafa og því á Pútín enn ekki í vand­ræðum með almenn­ings­á­lit­ið. 

Þeir miklu bar­dagar um aust­an­verða Úkra­ínu sem nú eru í aðsigi munu ráða miklu um fram­hald­ið, bæði hvað varðar mögu­leika til að skapa lýð­ræð­is­legt og blóm­legt þjóð­fé­lag í Úkra­ínu og eins hvað varðar áhrif stríðs­ins á valda­kerfi Rúss­lands að ekki sé nefnd staða Rúss­lands í alþjóða­kerf­inu sem gæti styrkst með sigri en stór­lega veikst með áfram­hald­andi hrak­för­u­m. 

Auglýsing
Árangur eða árang­urs­leysi Rússa mun líka hafa mikil áhrif á stjórn­ina í Pek­ing. Þótt Kína taki engan þátt í stríð­inu og reyni að leiða það hjá sér í bili ræður Kína mjög miklu um hver áhrif stríðs­ins verða á alþjóða­kerf­ið. Bið hentar þeim í bili. Valda­menn þar eystra glíma líka við versn­andi stöðu í efna­hags­málum sem er við­kvæmt mál í aðdrag­anda flokks­þings í haust þar sem valda­kerfi lands­ins mun taka breyt­ing­um.   

Vald hjá Vest­rænum almenn­ingi

Ein allra stærsta spurn­ingin snýr þó að almenn­ingi á Vest­ur­lönd­um. Það er tæp­ast ofmælt að afstaða evr­ópskra kjós­enda getur ráðið mjög miklu um hver meg­in­á­hrif stríðs­ins verða á þróun álf­unnar og alþjóða­kerf­is­ins á næstu árum. Þá er ekki spurt um með hverjum fólk vill standa í hita leiks­ins - því var strax svarað og af festu sem kom á óvart - heldur er spurt um hvaða úthald venju­legir kjós­endur hafa til mjög kostn­að­ar­samra aðgerða gegn stjórn­völdum í Moskvu. Úthaldið gæti reynst minna en nú sýn­ist því fórn­irnar verða raun­veru­legar í mörgum ríkjum ESB, ekki síst í lyk­il­ríki álf­unn­ar, Þýska­landi en einnig í nokkrum verr stæðum ríkjum Evr­ópu. Verð­bólga mun vaxa í álf­unni vegna stríðs­ins, mörg hund­ruð þús­unda munu missa vinn­una og kreppu­á­stand mun skap­ast í sumum iðn­grein­um. Þetta er ekki síst vegna þess að gas er mikið notað í iðn­aði Þýska­lands og fleiri ríkja.  

Sam­heldni en stórar gjár

Inn­rás Putíns fyllti ESB nýjum þrótti, gaf Nató sterk­ari til­finn­ingu um til­gang og stappað stjórn­mála­mönnum í Evr­ópu meira saman en nokkuð annað á síð­ari árum. Gengi Orbans og Le Pen í kosn­ingum að und­an­förnu minnir hins vegar á gjár sem enn eru til staðar í álf­unni. Þær gjár og átökin innan evr­ópskra sam­fé­laga eiga líka sum­part svip­aðar rætur og vax­andi ólga í alþjóða­kerf­in­u.  

Rúss­land, Kína og evr­ópskur almenn­ingur

Kín­verski komm­ún­ista­flokk­ur­inn byggir sína fram­tíð­ar­sýn á heims­málin á kenn­ingum um hraða hnignun og sundr­ungu Vest­ur­landa og þá sér­stak­lega Evr­ópu. Þetta er ekki leynd­ar­mál, Xi, for­seti Kína þreyt­ist ekki á að benda á þetta. Það sama má segja um Pútín og hirð­ina í kringum hann. Til miðju í þessum kenn­ingum er sann­fær­ing um öra póli­tíska hnignun Evr­ópu og Banda­ríkj­anna, vax­andi sundr­ungu innan Evr­ópu­sam­bands­ins og minnk­andi sam­vinnu yfir Atl­ants­haf­ið. Trump og hans lið er sönn­un­ar­gagn númer eitt í þessum umræð­um, sundr­ung í Evr­ópu númer tvö og lítil hern­að­ar­út­gjöld Evr­ópu­ríkja númer þrjú. Hvorki Vest­ur­lönd í heild né Evr­ópu­sam­bandið sér­stak­lega eru þá sagðar raun­veru­legar ein­ingar í alþjóða­málum vegna sundr­ungar á milli ríkja og innan ein­stakra landa.

Við hin spilltu

Önnur hlið þess­ara kenn­inga snýst um menn­ing­ar­lega hnignun Vest­urs­ins. Í þeim hug­mynda­heimi er fólk sagt spillt af eft­ir­læti, óhófi og menn­ing­ar­legri laus­ung sem meðal ann­ars birt­ist í dekri við minni­hluta­hópa, eins og múslima, útlend­inga og sam­kyn­hneigða. Fólk á Vest­ur­löndum er sagt of eig­in­gjarnt og upp­tekið af sjálfu sér til að hafa áhuga á sam­eig­in­legri sýn a hags­muni þjóða sinna. Mús­sól­íni sagði raunar eitt­hvað svipað árin fyrir 1939.  

Auglýsing
Á síð­ustu árum hefur það verið fast stef í ræðum Xi Jin­p­ing að menn­ing­ar­leg upp­lausn og póli­tísk kaos ein­kenni hin hnign­andi Vest­ur­löndum en að í Kína ríki festa, sam­fé­lags­leg ábyrgð og ein­beittur vilji. Hann nefndi þetta síðst nú í vik­unni og þá í sam­hengi við covid far­ald­ur­inn en hann er raunar nú í vexti í Kína. 

Vin­sældir Pútíns í Evr­ópu

Xi hefur ekki orðið vin­sæll á Vest­ur­lönd­um, hann er lík­lega of fjar­lægur til þess. Pútín hefur hins vegar orðið það útá svip­aða orð­ræðu. Þótt margir vilji gleyma því nú hefur Pútin verið í mörgum löndum vest­urs­ins einn allra dáð­asti útlendi stjórn­mála­mað­ur­inn. Aðdá­unin hefur ekki síst verið almenn á meðal þeirra sem hat­ast við ESB og vest­rænt frjáls­lyndi en þó hefur líka ólík­leg­asta fólk í lýð­ræð­is­ríkjum Vest­ur­landa mært hann á síð­ustu árum. Kannski er það vegna þreytu á lýð­ræð­inu eða vegna dul­innar andúðar á marg­breyti­leik­anum og bar­áttu minni­hluta­hópa.   

Hinir nið­ur­lægðu rísa upp

Hlusti menn á Pútín kemur í ljós að hann telur stríðið í Úkra­ínu vera stríð hins nið­ur­lægða Rúss­lands gegn vest­rænni ásælni og áhrif­um. Fyrir Xi er Kína nú loks­ins að ná sér eftir alda­langa auð­mýk­ingu og nið­ur­læg­ingu af hendi Vest­ur­landa. Fyrir Modi á Ind­landi eru hindúar nú loks­ins að rísa upp eftir nið­ur­læg­ingu fimm hund­ruð ára, fyrst frá hendi hins útlenda og íslamska Múg­hal ríkis og síðar breska heims­veld­is­ins. Fyrir Erdogan er nið­ur­læg­ingu Tyrkja í kjöl­far sundr­ungar Ottóman­rík­is­ins loks að linna. Og þannig mætti áfram telja allt frá Suð­ur­-Am­er­íku til Mið­aust­ur­landa, Pakistan, Íran, Afghanistan og Suð­austur Asíu. Menn skyldu ekki gleyma því að mikið af þess­ari reiði á sér eðli­legar skýr­ing­ar. Yfir­gangur og ofbeldi Vest­ur­landa, fyrst einkum Spán­ar, Bret­lands og Frakk­lands og síðar Banda­ríkj­anna gegn þjóðum í öðrum heims­hlutum hefur öldum saman verið eitt helsta ein­kenni alþjóða­kerf­is­ins. 

Á alþjóða­vísu snýst popúl­ismi og þjóð­ern­is­hyggja líka mest um upp­reisn hinna nið­ur­lægðu. Um leið verður til afsökun þeirra betur settu fyrir and­stöðu við mann­rétt­indi og efna­hags­legar umbæt­ur. Því spannar upp­reisnin allt róf stjórn­mál­anna og er oft studd af for­rétt­inda­hópum og hentar þeim vel sem hagn­ast á lokun sam­fé­laga og póli­tískri úthlutun gæða.  

Líka á Vest­ur­löndum

Upp­reisn gegn nið­ur­læg­ingu hefur líka ein­kennt stjórn­mál vest­rænna ríkja síð­ustu ár. Þar eru hinir auð­mýktu og nið­ur­lægðu fólkið sem tap­aði á heim­s­væð­ing­unni og end­aði í stað­inn í menn­ing­ar­legri, póli­tískri og efna­hags­legri sam­keppni í sínu eigin landi við millj­ónir útlendra inn­flytj­enda. 

Fólk finnur sig heldur ekki aðeins nið­ur­lægt í efna­hags­legum skiln­ingi á tímum heim­s­væð­ingar og mark­aðs­hyggju. Lík­lega er enn sár­ari sú auð­mýk­ing sem fólk oft sætir frá þeim sem líta niður á það fyrir skoð­anir þess sem eru sagðar lýsa ein­földum og for­dóma­fullum hug­mynda­heimi og skiln­ings­leysi á rétt­læt­is­kröfum margs kyns minni­hluta­hópa. Enda fer því fjarri að fylgi við popúl­isma sé bundið við þá sem hafa tapað í efna­hags­legum skiln­ing­i.  

Stríðið hefur dregið úr þeirri miklu aðdáun sem Pútín hefur notið víða á Vest­ur­löndum enda sér þarna í hina hroða­legu rök­rænu enda­stöð póli­tískrar þjóð­ern­is­hyggju. Hvort fylgi við popúl­isma minnkar á hins vegar eftir að koma í ljós.

Það mun fara eftir því hvernig póli­tík verður boðið uppá í ein­stökum lönd­um. Þörf fólks fyrir sam­fé­lag þar sem það finnur sig heima og þar sem virð­ing er borin fyrir því hefur ekki dvínað og mun ekki gera það. Þetta eru eðli­legar mann­legar þarfir og þær þarf að virða. Menn­ing­ar­leg auð­mýk­ing fólks sem hugsar með hefð­bundn­ari hætti en þeir fram­sæknu á engan rétt á sér frekar en nið­ur­læg­ing minni­hluta­hópa. 

Mark­mið Rúss­lands og Kína

Pútín gæti enn knúið fram ein­hvern hern­að­ar­sigur í Úkra­ínu. Hann mun þó hvorki ná land­inu öllu né halda stórum hlutum þess til lang­frama. Senni­lega var beint her­nám Úkra­ínu heldur aldrei hans mark­mið.

Í huga Pútíns skiptir mestu að Úkra­ína nái ekki að verða að óþol­andi fyr­ir­mynd fyrir rúss­neskan almenn­ing um opið, lýð­ræð­is­legt og blóm­strandi sam­fé­lag. Það mark­mið er enn innan seil­ingar fyrir Pútín sér­stak­lega ef sam­staðan í Evr­ópu brest­ur.  

Nið­ur­staðan sem Kína vildi helst er ein­hvers konar tak­mark­aður sigur Rússa, sem gæti dugað til að nið­ur­lægja Vest­ur­lönd og draga úr sam­stöðu þeirra. Þótt það sé umdeilt má finna rök fyrir því að Kína vilji um leið að stríðið veiki Rúss­land. Mark­mið Kín­verja með Rúss­land til lengri tíma er að það verði nægi­lega sterkt til að veita Vest­ur­löndum við­nám í Evr­ópu en nógu veikt efna­hags­lega og ein­angrað alþjóð­lega til að eiga ekki aðra kosti en að selja sín hrá­efni til Kína og leita þar póli­tísks skjóls.  

Stríðið snýst líka um Rúss­land

Stríðið snýst núna um Úkra­ínu. Þegar til lengri tíma er litið snýst það ekki síður um Rúss­land. Um leið og mark­mið Kína er að Rúss­land verði að horfa til aust­urs og vera stór­lega háð Kína hljóta mark­mið Evr­ópu­ríkja að vera öfug. Þau þurfa að snú­ast um að finna ein­hverja leið fyrir þetta mikla og merki­lega evr­ópska menn­ing­ar­ríki aftur til okkar álfu. Þar á Rúss­land heima og án þess verður Evr­ópa ekki heil.  

Höf­undur er alþjóða­­­stjórn­­­­­mála­fræð­ing­­­ur.

Við þurfum á þínu framlagi að halda

Þú getur tekið beinan þátt í að halda úti öflugum fjölmiðli.

Við sem vinnum á ritstjórn Kjarnans viljum hvetja þig til að vera með okkur í liði og leggja okkar góða fjölmiðli til mánaðarlegt framlag svo við getum haldið áfram að vinna fyrir lesendur, fyrir fólkið í landinu.

Kjarninn varð níu ára í sumar. Þegar hann hóf að taka við frjálsum framlögum þá varð slagorðið „Frjáls fjölmiðill fyrir andvirði kaffibolla“ til og lesendur voru hvattir til að leggja fram í það minnsta upphæð eins kaffibolla á mánuði.

Mikið vatn hefur runnið til sjávar á þeim níu árum sem Kjarninn hefur lifað. Í huga okkar á Kjarnanum hefur þörfin fyrir fjölmiðla sem veita raunverulegt aðhald og taka hlutverk sitt alvarlega aukist til muna.

Við trúum því að Kjarninn skipti máli fyrir samfélagið.

Við trúum því að sjálfstæð og vönduð blaðamennska skipti máli.

Ef þú trúir því sama þá endilega hugsaðu hvort Kjarninn er ekki allavega nokkurra kaffibolla virði á mánuði.

Vertu með okkur í liði. Þitt framlag skiptir máli.

Ritstjórn Kjarnans: Sunna Ósk Logadóttir, Þórður Snær Júlíusson, Erla María Markúsdóttir, Arnar Þór Ingólfsson, Eyrún Magnúsdóttir og Grétar Þór Sigurðsson.


Já takk, ég vil styrkja Kjarnann!
Þorbjörn Guðmundsson
Er íslenska velferðarkerfið ekki lengur griðarstaður þeirra sem minnst hafa?
Kjarninn 11. janúar 2023
Takk fyrir og sjáumst á nýjum miðli á föstudag
Bréf frá ritstjóra Kjarnans vegna sameiningar við Stundina og þess að nýr framsækinn fréttamiðill verður til í lok viku.
Kjarninn 11. janúar 2023
Sverrir Albertsson
Vatn á myllu kölska
Kjarninn 11. janúar 2023
Lögreglumenn standa vörð um gröfurnar í námunni.
Berjast fyrir þorpi á barmi hengiflugs
Lítið þorp í Rínarlöndum Þýskalands er allt komið í eigu kolarisa. Fyrirtækið ætlar sér að mylja niður húsin og stækka kolanámu sína sem þegar þekur um 80 ferkílómetra. Þetta þykir mörgum skjóta skökku við í heimi sem berst við loftslagsbreytingar.
Kjarninn 10. janúar 2023
Arnþrúður Karlsdóttir, útvarpsstjóri Útvarps Sögu.
Útvarp Saga telur fjölmiðlastyrki skapa tortryggni og bjóða upp á frændhygli
Fjögur fjölmiðlafyrirtæki hafa til þessa skilað inn umsögnum um frumvarp Lilju Alfreðsdóttur menningar- og viðskiptaráðherra, sem mun að óbreyttu framlengja núverandi styrkjakerfi til fjölmiðla.
Kjarninn 10. janúar 2023
Sólveig Anna Jónsdóttir formaður Eflingar.
Viðræðum slitið og Efling undirbýr verkfallsaðgerðir
Samtök atvinnulífsins hafa hafnað gagntilboði Eflingar um skammtímakjarasamning, sem kvað á um meiri launahækkanir en SA hefur samið um við aðra hópa á almennum vinnumarkaði til þessa. Efling undirbýr nú verkfallsaðgerðir.
Kjarninn 10. janúar 2023
Palestínski fáninn á lofti í mótmælum í Reykjavík. Ísraelskri lögreglu hefur nú verið fyrirskipað að rífa fánann niður á almannafæri.
Fánabann og refsiaðgerðir í Palestínu í kjölfar niðurstöðu Sameinuðu þjóðanna
Degi eftir að ný ríkisstjórn tók við völdum í Ísrael samþykkti allsherjarþing Sþ að fela Alþjóðadómstólnum í Haag að meta lögmæti hernáms Ísraelsríkis á Vesturbakkanum. Síðan þá hefur stjórnin gripið til refsiaðgerða og nú síðast fánabanns.
Kjarninn 10. janúar 2023
Gríðarlega mikil dæling á sandi á sér stað í Landeyjahöfn á hverju ári. Markarfljótið ber hundruð þúsunda tonna af jarðefnum út í sjó og það á til að safnast upp í mynni hafnarinnar.
Vilja sjúga sand af hafsbotni í stórum stíl og flytja út
Eftirspurn eftir íslenskum jarðefnum er gríðarleg ef marka má framkomin áform erlendra stórfyrirtækja um nýtingu þeirra. Vinsældir hafnarinnar í Þorlákshöfn eru samhliða mjög miklar.
Kjarninn 10. janúar 2023
Meira úr sama flokkiÁlit