Þegar steypa er mótuð sem staðreynd

Auglýsing

Víglundur Þor­steins­son steig nýverið fram í þriðja sinn á rúmum þremur árum og sagði fyr­ir­tæki og heim­ili lands­ins hafa verið rænd um 300-400 millj­arða króna þegar samið var við kröfu­hafa Glitn­is, Kaup­þings og Lands­bank­ans um end­ur­reisn íslenska banka­kerf­is­ins. Í þetta sinn voru settar fram ásak­anir um stór­felld brot á hegn­ing­ar­lögum og stjórn­ar­skrá, án þess að ásak­an­irnar væru reyndar studdar neinu öðru en gíf­ur­yrð­um.

Víglundur sagði að stjórn­mála­menn, emb­ætt­is­menn í ráðu­neytum og starfs­menn eft­ir­lits­stofn­ana hafi tekið sig saman í þessu sam­særi gegn þegnum lands­ins. „Stofnúr­skurð­ir“ Fjár­mála­eft­ir­lits­ins (FME) um stofnun nýju bank­anna þriggja, sem „nýr lít­ill síma­mað­ur“ lak til hans, stað­festi þetta.

Hvað er til í ásök­unum Víg­lund­ar?

Í stuttu máli þá eru þessar ásak­anir algjör steypa.

Auglýsing

Íslenska banka­kerfið hrundi í októ­ber 2008 og sett voru neyð­ar­lög. Þau gerðu eignir allra hlut­hafa í bönk­unum þremur sem FME tók yfir að engu. Þeir töp­uðu þús­undum millj­arða króna. Þau breyttu líka kröfu­röð til að tryggja að allar íslenskar inni­stæður nytu for­gangs og loks voru tekn­ar, með rík­is­handafli, eignir úr þrota­búum þess­ara banka og færðar inn í nýja með inni­stæð­un­um. Þeir sem höfðu lánað íslensku bönk­unum pen­ing, að mestu þýskir bankar, töp­uðu nokkur þús­und millj­örðum króna en áttu að geta fengið brot af þeirri upp­hæð til baka þegar þrota­búin yrðu gerð upp.

Haustið 2008 var ómögu­legt að átta sig á hvert virði þeirra eigna (að­al­lega lána til íslenskra fyr­ir­tækja og heim­ila) sem færðar voru yfir til nýju bank­anna var. Um 70 pró­sent af íslensku atvinnu­lífi var þá í miklum fjár­hags­vanda og þurfti á end­ur­skipu­lagn­ingu að halda.

Í neyð­ar­lög­unum var sér­stak­lega tekið fram að FME væri heim­ilt „að taka í sínar vörslur þær eignir sem mæta eiga skuld­bind­ingum fjár­mála­fyr­ir­tækis og láta meta verð­mæti eigna og ráð­stafa þeim til greiðslu áfall­inna krafna eftir því sem þörf kref­ur“. Það var því ljóst frá byrjun að þær eignir sem teknar voru úr þrota­bú­unum yrðu metnar og síðan yrði greitt fyrir þær.

FME jarðar Víglund

Það sem Víglundur kallar „stofnúr­skurði“ FME, og á að hans mati að vera grunnur allra afskrifta, eru það ekki. Í nýrri til­kynn­ingu eft­ir­lits­ins seg­ir, líkt og hefur reyndar lengi legið fyr­ir, að þau drög að stof­nefna­hags­reikn­ingum nýju bank­anna þriggja sem birtir voru á heima­síðu þess 14. nóv­em­ber 2008, hafi verið einmitt bara verið drög. Einn sem kom að þess­ari vinnu á sínum tíma sagði við grein­ar­höf­und að það að setja saman svona reikn­ing á þessum tíma væri svipað og að reyna að giska á lottó­töl­urnar næsta laug­ar­dag.

Í til­kynn­ingu FME segir að „upp­haf­leg ákvörðun FME gerði bein­línis ráð fyrir að virði eigna sem nýju bank­arnir tóku yfir gæti tekið breyt­ingum í sam­ræmi við mat við­ur­kennds mats­að­ila sem FME skip­að­i.“

Í mjög stuttu máli gerð­ist síðan eft­ir­far­andi: óháðir aðilar voru ráðnir til að meta eign­irn­ar, á grunni þess mats var farið í að semja við kröfu­haf­anna um að taka við eign­ar­hlutum í nýju bönk­unum (enda átti ríkið hvorki pen­ing til að leggja þeim til eigið fé né borga fyrir mis­mun á virði þeirra eigna sem færðar voru með handafli yfir í nýju bank­anna) svo þeir gætu farið að end­ur­skipu­leggja íslenskt atvinnu­líf. Í þeirri end­ur­skipu­lagn­ingu fengu íslensk fyr­ir­tæki og heim­ili mörg hund­ruð millj­arða króna afskriftir af skuldum sem þau gátu ekki borg­að.

Dauða­list­inn?

Víglundur hélt fyrsta blaða­manna­fund sinn í þess­ari kross­ferð sinni síðla árs 2012. Þá sagði hann að harðar hafi verið gengið fram gegn honum en öðrum skuld­urum Arion Banka þar sem hann og BM Vallá hefðu verið á sér­stökum lista innan bank­ans. Lista yfir líf­væn­leg fyr­ir­tæki sem bank­inn hefði ákveð­ið, af óbil­girni, að taka af eig­endum sín­um. Svo­kall­aður „Dauða­list­i“.

Nú er vert að rifja upp að BM Vallá var úrskurðað gjald­þrota í maí 2010. Skuldir þess þá voru um tíu millj­arðar króna og eigið féð nei­kvætt um 2,5 millj­arða króna. Stjórn­endur fyr­ir­tæk­is­ins höfðu lagt fram end­ur­reisn­ar­hug­mynd sem í fólst að lána­stofn­anir ættu að afskrifa 4.725 millj­ónir króna af skuldum félags­ins auk þess sem gefin yrðu út 2,6 millj­arðar króna af nýjum skulda­bréf­um, sem Arion banki og líf­eyr­is­sjóðir áttu að kaupa. Víglundur átti samt sem áður áfram að eiga félag­ið. Þessu var, eðli­lega, hafnað og bank­inn gekk að veð­inu, BM Vallá.

Víglundur var ekki einn um að telja sig hafa verið á dauða­list­an­um. Jón Ásgeir Jóhann­es­son, fyrr­ver­andi aðal­eig­andi 365 miðla og núver­andi eig­in­maður aðal­eig­anda 365 miðla, tók undir með Víglundi

Víglundur var ekki einn um að telja sig hafa verið á dauða­list­an­um. Jón Ásgeir Jóhann­es­son, fyrr­ver­andi aðal­eig­andi 365 miðla og núver­andi eig­in­maður aðal­eig­anda 365 miðla, tók undir með Víglundi í aðsendri grein í Frétta­blað­inu 1. sept­em­ber 2012. Þar sagði hann að fjöl­skylda hans hefði misst smá­söluris­ann Haga vegna þess að þau hafi  verið á list­an­um. Gjald­þrot Baugs, helsta fjár­fest­inga­batt­erís Jóns Ásgeirs, er eitt stærsta gjald­þrot einka­fyr­ir­tækis í Íslands­sög­unni. Lýstar kröfur í búið voru um 400 millj­arðar króna en um 100 millj­arðar voru sam­þykkt­ir. Af þeim er búist við að á bil­inu 1-16 pró­sent, end­ur­heimt­ist. Félagið 1998 ehf., sem átti Haga, skuld­aði á sjötta tug millj­arða króna í lok árs 2010.

Umræddur listi er eng­inn dauða­listi og hann er ekk­ert leynd­ar­mál. Þvert á móti má lesa um hann í skýrslum Alþjóða­gjald­eyr­is­sjóðs­ins um stöðu mála á Íslandi og í efna­hags­reikn­ingum bank­anna. Hjá Arion banka var um að ræða 40 stór lán bank­ans sem voru færð yfir til hans á lágu eða engu verði gegn því að auknar end­ur­heimtir myndu skipt­ast á milli þrota­bús Kaup­þings og nýja bank­ans. Því meira sem myndi koma inn, því meira myndu báðir aðilar græða. Sam­bæri­legt sam­komu­lag var við lýði í báðum hinum nýju bönk­un­um, þótt munur hafi verið á útfærsl­um.

En for­sæt­is­ráð­herra segir það!

Það er eitt að Víglundur Þor­steins­son og Jón Ásgeir Jóhann­es­son væli eins og stungnir grísir yfir þeirri ósann­girni að þeir missi fyr­ir­tækin sín þegar þau eru búnir að reka þau ofan í jörð­ina. En málið breyt­ist tölu­vert þegar for­sæt­is­ráð­herra tekur undir þessar dæma­lausu ásak­an­ir.

Á sama tíma og stjórn­skip­un­ar- og eft­ir­lits­nefnd var að und­ir­búa opinn fund um for­dæma­lausa nið­ur­stöðu umboðs­manns Alþingis um að Hanna Birna Krist­jáns­dótt­ir, fyrrum inn­an­rík­is­ráð­herra, hafi sýnt af sér stór­fellda vald­níðslu í leka­mál­inu, mætti Sig­mundur Davíð Gunn­laugs­son í útvarps­við­tal í upp­á­halds­út­varps­þátt­inn sinn, Ísland í bít­ið, til að tjá sig um ásak­anir Víg­lund­ar.

Hann var ekki spurður að einni spurn­ingu um nið­ur­stöðu umboðs­manns, sem er með stærstu póli­tísku tíð­indum í íslenskri sam­tíma­stjórn­mála­sögu. Í kvöld­frétta­tíma sjón­varps­stöðvar 365 miðla sama dag var nið­ur­staða umboðs­manns reyndar líka önnur frétt, á eftir ásök­unum Víg­lund­ar, hvað svo sem olli því frétta­mati.

En for­sæt­is­ráð­herra sagði að ásak­anir Víg­lundar væru við fyrstu sýn býsna slá­andi. Það þyrfti að rann­saka þær. Hug­mynd hans um leið­rétt­ingu verð­tryggðra lána ætti einmitt rætur sínar í þessum eigna­til­færslum sem Víglundur væri að fetta fingur út í og þetta sýndi að fé hefði verið tekið af fólki. „Það er verið að gefa kröfu­höfum pen­ing­ana. Það er eitt­hvað sem er ekki hægt að horfa fram­hjá,“ sagði for­sæt­is­ráð­herra íslensku þjóð­ar­inn­ar. Aðspurður hvort það hafi verið ráð­herra og opin­berir starfs­menn sem hafi gert þetta svar­aði Sig­mundur Dav­íð: „Já, það er það sem maður les út úr þessu.“

Rændu stjórn­mála­menn almenn­ing?

For­sæt­is­ráð­herra tók þannig undir ásak­anir um að stjórn­mála­menn, starfs­menn ráðu­neyta og eft­ir­lits­stofn­ana hefðu vís­vit­andi haft mörg hund­ruð millj­arða króna af íslenskum heim­ilum og fyr­ir­tækj­um. Nú skulum við aðeins skoða hverjir það eru sem sitja undir þessum ásök­unum um að hafa brotið gegn hegn­ing­ar­lögum og stjórn­ar­skrá.

Miðað við mál­flutn­ing Víg­lundar hlýtur það í fyrsta lagi að vera rík­is­stjórn Geirs H. Haar­de, fyrrum for­manns Sjálf­stæð­is­flokks­ins. Við­ræður um að kröfu­hafar myndu eign­ast hlut í nýju bönk­unum hófust nefni­lega í tíð henn­ar, mjög fljót­lega eftir banka­hrun­ið. Það var ekk­ert leynd­ar­mál. Um þetta var talað opin­ber­lega.

Björg­vin G. Sig­urðs­son, fyrrum við­skipta­ráð­herra, kom til dæmis í sjón­varps­við­tal á RÚV 3. des­em­ber 2008. Þar sagði hann að rík­is­stjórnin vildi bjóða erlendum kröfu­höfum hlut í nýju bönk­unum og að tveir vinnu­hópar á vegum fjár­mála­ráðu­neytis og skila­nefnda gömlu bank­anna væru að vinna að útfærslu á þessu. Form­legar við­ræður við kröfu­haf­anna myndu hefj­ast 11. des­em­ber 2008. Margt mælti með því að erlendir kröfu­hafar myndu eign­ast hlut í íslensku bönk­un­um. Þáver­andi fjár­mála­ráð­herra var Árni Mathies­en, Sjálf­stæð­is­flokki.

Í öðru lagi er það síðan rík­is­stjórn Jóhönnu Sig­urð­ar­dóttur sem tók við 1. febr­úar 2009 og var varin fram að kosn­ingum af Fram­sókn­ar­flokki Sig­mundar Dav­íðs Gunn­laugs­son­ar. Í þriðja lagi hljóta það að vera þeir starfs­menn og ráð­gjafar í fjár­mála­ráðu­neyt­inu sem komu að samn­inga­við­ræðum við kröfu­hafa. Í fjórða lagi eru það síðan allir starfs­menn FME og Seðla­banka Íslands sem komu að þessum við­ræðum frá haustinu 2008. FME var undir stjórn Jónasar Fr. Jóns­son­ar, sem nú situr í umboði Sjálf­stæð­is­flokks­ins sem stjórn­ar­for­maður LÍN, og Seðla­bank­inn undir stjórn Dav­íðs Odds­son­ar, fyrrum for­manns Sjálf­stæð­is­flokks­ins, þegar fyrstu skrefin í þessum samn­inga­við­ræðum voru stig­in.

Orðum fylgja ábyrgð

Mjög athygl­is­vert verður að heyra með hvaða augum Bjarni Bene­dikts­son lítur mála­til­búnað for­sæt­is­ráð­herra um að rík­is­stjórn undir for­sæti fyrrum for­manns flokks hans, emb­ætt­is­menn í ráðu­neyt­inu sem hann stýrir og eft­ir­lits­stofn­anir undir stjórn manna með náin tengsl við Sjálf­stæð­is­flokk­inn sem voru skip­aðir af ráð­herrum hans hafi tekið þátt í risa­vöxnu sam­særi með vondu vinstri­st­jórn­inni um að hafa 300-400 millj­arða króna af íslenskum heim­ilum og fyr­ir­tækj­um. Hann hefur hins vegar enn ekki tjáð sig um orð Sig­mundar Dav­íðs, þótt hann hafi sagst opin­ber­lega efast um full­yrð­ingar Víg­lundar um lög­brot.

Íslend­ingar steiktu útlend­inga með neyð­ar­laga­setn­ing­unni. Hún gekk undir nafn­inu „Oper­ation fuck the for­eigners“ á meðal sumra þeirra sem að henni komu. Útlend­ing­ar, erlendir kröfu­haf­ar, töp­uðu ævin­týra­legum fjár­hæðum á þess­ari aðgerð okkar sem heim­il­aði íslenska rík­inu að taka með valdi eignir af einka­að­il­um. Og við komumst upp með þessa aðgerð og á grunni þess hefur okkur tek­ist að end­ur­reisa íslenskt efna­hags­kerfi og við­halda íslenskri sam­fé­lags­gerð. Allar þær rík­is­stjórnir sem setið hafa frá hruni eiga sinn þátt í þeim árangri, þótt þær hafi allar gert mis­tök á leið­inni. Og lík­lega á eng­inn meira í þeim árangri en rík­is­stjórn Geirs H. Haar­de, sem bar ábyrgð á neyð­ar­laga­setn­ing­unni.

En að ætla stjórn­mála­mönnum og emb­ætt­is­mönnum að hafa rænt íslensku þjóð­ina með hags­muni ein­hverra vog­un­ar­sjóða að leið­ar­ljósi er for­kast­an­leg ásök­un.

Og það hljóta að verða póli­tískar afleið­ingar af henni.

Við þurfum á þínu framlagi að halda

Þú getur tekið beinan þátt í að halda úti öflugum fjölmiðli.

Við sem vinnum á ritstjórn Kjarnans viljum hvetja þig til að vera með okkur í liði og leggja okkar góða fjölmiðli til mánaðarlegt framlag svo við getum haldið áfram að vinna fyrir lesendur, fyrir fólkið í landinu.

Kjarninn varð níu ára í sumar. Þegar hann hóf að taka við frjálsum framlögum þá varð slagorðið „Frjáls fjölmiðill fyrir andvirði kaffibolla“ til og lesendur voru hvattir til að leggja fram í það minnsta upphæð eins kaffibolla á mánuði.

Mikið vatn hefur runnið til sjávar á þeim níu árum sem Kjarninn hefur lifað. Í huga okkar á Kjarnanum hefur þörfin fyrir fjölmiðla sem veita raunverulegt aðhald og taka hlutverk sitt alvarlega aukist til muna.

Við trúum því að Kjarninn skipti máli fyrir samfélagið.

Við trúum því að sjálfstæð og vönduð blaðamennska skipti máli.

Ef þú trúir því sama þá endilega hugsaðu hvort Kjarninn er ekki allavega nokkurra kaffibolla virði á mánuði.

Vertu með okkur í liði. Þitt framlag skiptir máli.

Ritstjórn Kjarnans: Sunna Ósk Logadóttir, Þórður Snær Júlíusson, Erla María Markúsdóttir, Arnar Þór Ingólfsson, Eyrún Magnúsdóttir og Grétar Þór Sigurðsson.


Já takk, ég vil styrkja Kjarnann!
Þorbjörn Guðmundsson
Er íslenska velferðarkerfið ekki lengur griðarstaður þeirra sem minnst hafa?
Kjarninn 11. janúar 2023
Takk fyrir og sjáumst á nýjum miðli á föstudag
Bréf frá ritstjóra Kjarnans vegna sameiningar við Stundina og þess að nýr framsækinn fréttamiðill verður til í lok viku.
Kjarninn 11. janúar 2023
Sverrir Albertsson
Vatn á myllu kölska
Kjarninn 11. janúar 2023
Lögreglumenn standa vörð um gröfurnar í námunni.
Berjast fyrir þorpi á barmi hengiflugs
Lítið þorp í Rínarlöndum Þýskalands er allt komið í eigu kolarisa. Fyrirtækið ætlar sér að mylja niður húsin og stækka kolanámu sína sem þegar þekur um 80 ferkílómetra. Þetta þykir mörgum skjóta skökku við í heimi sem berst við loftslagsbreytingar.
Kjarninn 10. janúar 2023
Arnþrúður Karlsdóttir, útvarpsstjóri Útvarps Sögu.
Útvarp Saga telur fjölmiðlastyrki skapa tortryggni og bjóða upp á frændhygli
Fjögur fjölmiðlafyrirtæki hafa til þessa skilað inn umsögnum um frumvarp Lilju Alfreðsdóttur menningar- og viðskiptaráðherra, sem mun að óbreyttu framlengja núverandi styrkjakerfi til fjölmiðla.
Kjarninn 10. janúar 2023
Sólveig Anna Jónsdóttir formaður Eflingar.
Viðræðum slitið og Efling undirbýr verkfallsaðgerðir
Samtök atvinnulífsins hafa hafnað gagntilboði Eflingar um skammtímakjarasamning, sem kvað á um meiri launahækkanir en SA hefur samið um við aðra hópa á almennum vinnumarkaði til þessa. Efling undirbýr nú verkfallsaðgerðir.
Kjarninn 10. janúar 2023
Palestínski fáninn á lofti í mótmælum í Reykjavík. Ísraelskri lögreglu hefur nú verið fyrirskipað að rífa fánann niður á almannafæri.
Fánabann og refsiaðgerðir í Palestínu í kjölfar niðurstöðu Sameinuðu þjóðanna
Degi eftir að ný ríkisstjórn tók við völdum í Ísrael samþykkti allsherjarþing Sþ að fela Alþjóðadómstólnum í Haag að meta lögmæti hernáms Ísraelsríkis á Vesturbakkanum. Síðan þá hefur stjórnin gripið til refsiaðgerða og nú síðast fánabanns.
Kjarninn 10. janúar 2023
Gríðarlega mikil dæling á sandi á sér stað í Landeyjahöfn á hverju ári. Markarfljótið ber hundruð þúsunda tonna af jarðefnum út í sjó og það á til að safnast upp í mynni hafnarinnar.
Vilja sjúga sand af hafsbotni í stórum stíl og flytja út
Eftirspurn eftir íslenskum jarðefnum er gríðarleg ef marka má framkomin áform erlendra stórfyrirtækja um nýtingu þeirra. Vinsældir hafnarinnar í Þorlákshöfn eru samhliða mjög miklar.
Kjarninn 10. janúar 2023
Meira úr sama flokkiLeiðari
None