Þjóðgarður notaður sem skálkaskjól skipulagsofbeldis?

Ólína Gunnlaugsdóttir, Ökrum á Hellnum, skrifar um skipulagsbreytingar sem fela í sér byggingu á hugsanlega þúsund fermetra hóteli og allt að átta ferðaþjónustuhúsum á Hellnum.

Auglýsing

Til stendur að byggja um þús­und fer­metra hótel og allt að átta ferða­þjón­ustu­hús á Hellnum í Snæ­fells­bæ. Um er að ræða jörð­ina Gíslabæ sem var seld nýjum eig­endum haustið 2019. Allt land á Hellnum er í einka­eigu og skipt­ist það niður í svæði fyrir verslun og þjón­ustu, íbúða­byggð, sum­ar­húsa­byggð og land­bún­að­ar­svæði sam­kvæmt gild­andi aðal­skipu­lagi Snæ­fells­bæjar sem var sam­þykkt sum­arið 2018. Til þess að af þessum fram­kvæmdum geti orð­ið, þarf að breyta aðal­skipu­lag­inu og breyta svæði fyrir íbúða­byggð, í svæði fyrir verslun og þjón­ustu. Ákvörðun Snæ­fells­bæjar um að standa að þess­ari upp­bygg­ingu sem að margra mati er þarf­laus og til skaða, byggir m.a. á tengslum við Þjóð­garð­inn Snæ­fells­jök­ul.

Umhverf­is- og skipu­lags­nefnd Snæ­fells­bæjar sam­þykkti á fundi sínum þann 18. júlí 2019, aðeins um ári eftir að gild­andi aðal­skipu­lag var sam­þykkt, að leyfa skipu­lags­breyt­ingar á jörð­inni Gíslabæ ef ákveðnir aðilar keyptu jörð­ina: „Nefndin gefur land­eig­anda leyfi til að fara i deiliskipu­lags­ferli með það í huga að nýt­ing­ar­hlut­fall sé nærri 0,25.” Aðil­inn sem sendi fyr­ir­spurn­ina er félagið N18 með heim­il­is­fang í Reykja­vík en for­svars­maður þess er með lög­heim­ili við Vík í Mýr­dal og rekstur á því svæði í formi þess sem til stendur að reisa á Helln­um. Ekk­ert er athuga­vert við að slíkur aðili sendi inn fyr­ir­spurn um við­horf við hug­myndum sínum en það er flest allt athuga­vert við það hvernig stjórn­endur Snæ­fells­bæjar hafa brugð­ist við, alveg frá því að umhverf­is- og skipu­lags­nefnd bók­aði: „Tekið er jákvætt í fyr­ir­spurn varð­andi notkun sem er í sam­ræmi við grein­ar­gerð með aðal­skipu­lagi í öllum megin drátt­u­m.” Ekki er þó til­tekið hvað er þar und­an­skil­ið. Þegar N18 sendi fyr­ir­spurn­ina til Snæ­fells­bæjar var sér­stak­lega talað um ákveðna lóð sem til­heyrir Gíslabæ og liggur á sjáv­ar­bakk­anum um mið­bik Hellna. Lóðin er til­greind fyrir verslun og þjón­ustu og í grein­ar­gerð með gild­andi aðal­skipu­lagi segir um hana: „Við strönd­ina er heim­ilt að gera upp gam­alt hús og reka þar kaffi­hús, veit­inga­stað eða aðra þjón­ustu sem sam­rým­ist byggð á svæð­inu. Auk þess er heim­ilt að reisa þar starfs­manna­í­búðir vegna ferða­þjón­ust­u.“ (bls. 26). Ekki er heim­ild fyrir gisti­húsi þarna og því er það ein af ástæð­unum fyrir því að farið var í ferli það sem nú stendur yfir.

Regnbogi yfir Gíslabæ. Mynd: Aðsend

Ströndin við Arn­ar­stapa og Hellna var frið­lýst árið 1979 að frum­kvæði heima­fólks og umrædd lóð stendur á bjarg­brún um 12-13 m frá frið­lýstri strönd­inni. Umhverf­is­stofnun hefur umsjón með friðland­inu líkt og Þjóð­garð­inum Snæ­fellsjökli og þannig eru þjóð­garð­ur­inn og plássið Hellnar tengd, auk þess sem á Hellnum er næsta byggð við þjóð­garð­inn að sunn­an­verðu. Gesta­stofa þjóð­garðs­ins var fyrstu árin á Hellnum en er nú á Mal­ar­rifi sem er innan þjóð­garðs. Eins og flestir vita í dag, er til­gangur frið­lýs­inga að „vernda nátt­úru lands­ins á þann hátt að fólki gef­ist kostur á að njóta henn­ar. Með frið­lönd­unum er tekið frá land fyrir eðli­lega fram­vindu nátt­úr­unn­ar, úti­vist og upp­lifun manna á nátt­úr­unni”, eins og segir á vef Umhverf­is­stofn­un­ar. 

Auglýsing
Nú vinnur bæj­ar­stjórn Snæ­fells­bæjar að því að umræddar hug­myndir um upp­bygg­ingu stór­felldrar ferða­þjón­ustu á Helln­um, sé þrýst í gegn með rökum sem halda ekki vatni og gegn ein­dreg­inni and­stöðu fólks á Hellnum og ann­arra sem láta sig málið varða. Þessar fyr­ir­ætl­anir eru líka í hróp­andi mót­sögn við þá umræðu og hugs­un­ar­hátt sem hefur verið að efl­ast á síð­ustu árum hvað varðar umhverf­is- og nátt­úru­vernd, til­lits­semi við dýra­líf og mann­líf og hóf­legt skipu­lag sem styðja við stað­ar­anda. EIN setn­ing úr grein­ar­gerð með núgild­andi aðal­skipu­lagi Snæ­fells­bæjar er notuð til þess að und­ir­byggja umrædda upp­bygg­ingu þús­und fer­metra hót­els og átta smá­hýsa á Helln­um, í tengslum við Þjóð­garð­inn Snæ­fells­jök­ul: „Vegna fjölg­unar ferða­manna um Snæ­fells­nes er gert ráð fyrir umtals­verðri upp­bygg­ingu á Arn­ar­stapa og Helln­um, en þeir staðir þjóna sem jaðar Þjóð­garðs­ins Snæ­fells­jök­uls á sunn­an­verðu nes­in­u.“ (bls. 25). Þó Hellnar séu sann­ar­lega við jaðar þjóð­garðs­ins, er hvergi að finna eitt ein­asta orð um það að Hellnar eigi að vera ein­hvers konar þjón­ustu­svæði fyrir þjóð­garð­inn, hvorki í skrifum um þjóð­garð­inn sjálfan né í grein­ar­gerð með gild­andi aðal­skipu­lagi sem er jú grunnur þeirrar skipu­lags­vinnu sem nú er hafin á Helln­um. Órök­studdar full­yrð­ingar bæði í ræðu og riti um slíkt og hreinan og kláran upp­spuna er að finna í skipu­lags­til­lög­unum er varða umræddar breyt­ingar á Helln­um, svo sem: „Þjóð­garð­ur­inn Snæ­fells­jök­ull og verndun hans stuðlar að verndun lands­lags­heild­ar. Í aðal­skipu­lagi Snæ­fells­bæjar er mark­visst stefnt að upp­bygg­ingu þjón­ustu á Arn­ar­stapa og Hellnum til að tryggja bak­land þjóð­garðs­ins og til að stuðla þannig að verndun hans.“ Enn fremur segir í skipu­lags­til­lög­un­um: „Vissu­lega njóta Arn­ar­stapi og Hellnar góðs af nálægð við Þjóð­garð­inn Snæ­fells­jökul ... „ Þetta er og hefur ekki verið útskýrt nánar og við spurn­ingum hags­muna­að­ila varð­andi Hellna sem ein­hver konar þjón­ustu­svæðis fyrir þjóð­garð­inn, er klifað á þeirri einu setn­ingu sem kemur fram í grein­ar­gerð með aðal­skipu­lag­inu og teng­ingu Hellna við þjóð­garð­inn; að hann „þjóni“ sem „jað­ar“ hans. Á Hellnum eru engir inn­viðir né almenn­ings­þjón­usta enda um dreif­býli að ræða og land í einka­eigu, öfugt við Arn­ar­stapa sem er í eigu sveit­ar­fé­lags­ins. Eðli­leg­ast er að „jað­ar“ þjóð­garðs sé settur í sam­hengi við nátt­úru­vernd og umhverf­is­mál eins og þjóð­garð­ur­inn stendur fyrir en EKKI auk­inn ágang og gróða­starf­semi einka­að­ila sem eru að ofbjóða hvort tveggja þoli umhverfis og fólks á Helln­um. Í gild­andi aðal­skipu­lagi stendur skýrt og greini­lega varð­andi ferða­þjón­ustu í sveit­ar­fé­lag­inu: „Vexti verði beint að byggða­kjörn­um  sem fyrir eru.“ (bls. 9). Byggða­kjarn­arnir í Snæ­fellsbæ eru Hell­is­sand­ur, Rif og Ólafs­vík.

Í gild­andi aðal­skipu­lagi Snæ­fells­bæjar 2015-2031 kemur fram í umhverf­is­mati, en það umhverf­is­mat fram­kvæmdi skipu­lags­ráð­gjafi Snæ­fells­bæj­ar, Hildigunnur Har­alds­dótt­ir, sem nú sér um umræddar skipu­lags­breyt­ingar og ætti því að þekkja sínar eigin nið­ur­stöð­ur: „Þjóð­garð­ur­inn Snæ­fells­jök­ull hefur mikið aðdrátt­ar­afl og hefur ferða­mönnum fjölgað mikið á síð­ustu árum. Nauð­syn­legt er að bregð­ast við, til að kom­ast hjá of miklum ágangi á við­kvæmum svæð­u­m.“ (bls. 81). Um stöðu Hellna varð­andi byggða- og umhverf­is­mál seg­ir: „Þar má búast við miklum og ófyr­ir­séðum umhverf­is­á­hrifum af þenslu byggðar ef ekki verður haldið vel utan um upp­bygg­ing­ar­á­form.“ (bls. 82). Einnig: „Á Hellnum er allt land í einka­eign. Þar er gert ráð fyrir umfangs­miklum upp­bygg­ing­ar­svæðum og vinnur það gegn sjálf­bærri þró­un“ (bls. 83). Og enn­frem­ur: „Hellnum er til­hneig­ing til að halda í þenslu­hug­myndir í sam­ræmi við gild­andi aðal­skipu­lag og í dreif­býl­inu er stefnan sett á mun meiri upp­bygg­ingu en áður var. Bæj­ar­yf­ir­völd þurfa að vakta þessi svæði sér­stak­lega og gæta þess að stór­brot­inni nátt­úru og umhverf­is­gæðum verði ekki fórnað að óþörfu.“ (bls. 83, feit­letrun er í frum­texta). 

Það er því í full­kominni and­stöðu við mark­mið og nið­ur­stöður sem koma fram í gild­andi aðal­skipu­lagi að á Hellnum sé staðið að frek­ari upp­bygg­ingu í ferða­þjón­ustu, það er varað við þenslu og ósjálf­bærum hug­myndum en sveit­ar­fé­lagið stendur sjálft að því með yfir­gangi og mis­beit­ingu valds gegn íbúum og hags­muna­að­ilum í sveit­ar­fé­lag­inu, að troða slóð­ina fyrir lukku­ridd­ara í enn einum hót­el­rekstr­in­um. 

Á Hellnum ætti fyrst og fremst að gefa svig­rúm fyrir aukna búsetu og lang­tíma dvöl í sátt við svæðið og stað­ar­and­ann, umhverfið og nátt­úr­una og standa gegn „þenslu­hug­mynd­um“ við­skipta­fólks með skamm­tíma hags­muni að leið­ar­ljósi. Þar er einmitt tæki­færi til að huga að vax­andi mann­lífi með umhverfið í huga enda var það til­gangur með sátt­mála þeim sem var gerður árið 2018 í formi gild­andi aðal­skipu­lags sem íbúar og hags­muna­að­ilar komu að en sveit­ar­fé­lagið svíkur nú á svo ómerki­legan hátt, örstuttu síð­ar. Í stefnu bæj­ar­stjórnar í aðal­skipu­lagi stend­ur: „Lögð er áhersla á vit­und­ar­vakn­ingu um lands­lag og verndun þess. Leitað er leiða til að geta tekið á móti vax­andi umferð um svæð­ið, án þess að umhverfið verði fyrir skaða. Tekið verði til­lit til þol­marka íbú­a.“ Það er svo sann­ar­lega ekki verið að gera með þeim upp­bygg­ing­ar­á­formum í massa­ferða­þjón­ustu sem nú eru á borði og í boði Snæ­fells­bæj­ar. Og þessi spjöll eru að hluta unnin í nafni þjóð­garðs­ins Snæ­fells­jök­uls á afmæl­is­ári hans.

Umhverf­is­stofnun á ekki að láta stjórn­völd í Snæ­fells­bæ, skipu­lags­ráð­gjafa Snæ­fells­bæjar né „gull­graf­ara“ sem virða að vettugi vilja íbúa og hags­muna­að­ila á Helln­um, nota Þjóð­garð­inn Snæ­fells­jökul sem skálka­skjól fyrir það sem ég vil kalla skipu­lags­of­beldi, í and­stöðu við sjálft aðal­skipu­lag sveit­ar­fé­lags­ins. 

Höf­undur rekur sam­komu­húsið á Arn­ar­stapa.

Við þurfum á þínu framlagi að halda

Þú getur tekið beinan þátt í að halda úti öflugum fjölmiðli.

Við sem vinnum á ritstjórn Kjarnans viljum hvetja þig til að vera með okkur í liði og leggja okkar góða fjölmiðli til mánaðarlegt framlag svo við getum haldið áfram að vinna fyrir lesendur, fyrir fólkið í landinu.

Kjarninn varð níu ára í sumar. Þegar hann hóf að taka við frjálsum framlögum þá varð slagorðið „Frjáls fjölmiðill fyrir andvirði kaffibolla“ til og lesendur voru hvattir til að leggja fram í það minnsta upphæð eins kaffibolla á mánuði.

Mikið vatn hefur runnið til sjávar á þeim níu árum sem Kjarninn hefur lifað. Í huga okkar á Kjarnanum hefur þörfin fyrir fjölmiðla sem veita raunverulegt aðhald og taka hlutverk sitt alvarlega aukist til muna.

Við trúum því að Kjarninn skipti máli fyrir samfélagið.

Við trúum því að sjálfstæð og vönduð blaðamennska skipti máli.

Ef þú trúir því sama þá endilega hugsaðu hvort Kjarninn er ekki allavega nokkurra kaffibolla virði á mánuði.

Vertu með okkur í liði. Þitt framlag skiptir máli.

Ritstjórn Kjarnans: Sunna Ósk Logadóttir, Þórður Snær Júlíusson, Erla María Markúsdóttir, Arnar Þór Ingólfsson, Eyrún Magnúsdóttir og Grétar Þór Sigurðsson.


Já takk, ég vil styrkja Kjarnann!
Þorbjörn Guðmundsson
Er íslenska velferðarkerfið ekki lengur griðarstaður þeirra sem minnst hafa?
Kjarninn 11. janúar 2023
Takk fyrir og sjáumst á nýjum miðli á föstudag
Bréf frá ritstjóra Kjarnans vegna sameiningar við Stundina og þess að nýr framsækinn fréttamiðill verður til í lok viku.
Kjarninn 11. janúar 2023
Sverrir Albertsson
Vatn á myllu kölska
Kjarninn 11. janúar 2023
Lögreglumenn standa vörð um gröfurnar í námunni.
Berjast fyrir þorpi á barmi hengiflugs
Lítið þorp í Rínarlöndum Þýskalands er allt komið í eigu kolarisa. Fyrirtækið ætlar sér að mylja niður húsin og stækka kolanámu sína sem þegar þekur um 80 ferkílómetra. Þetta þykir mörgum skjóta skökku við í heimi sem berst við loftslagsbreytingar.
Kjarninn 10. janúar 2023
Arnþrúður Karlsdóttir, útvarpsstjóri Útvarps Sögu.
Útvarp Saga telur fjölmiðlastyrki skapa tortryggni og bjóða upp á frændhygli
Fjögur fjölmiðlafyrirtæki hafa til þessa skilað inn umsögnum um frumvarp Lilju Alfreðsdóttur menningar- og viðskiptaráðherra, sem mun að óbreyttu framlengja núverandi styrkjakerfi til fjölmiðla.
Kjarninn 10. janúar 2023
Sólveig Anna Jónsdóttir formaður Eflingar.
Viðræðum slitið og Efling undirbýr verkfallsaðgerðir
Samtök atvinnulífsins hafa hafnað gagntilboði Eflingar um skammtímakjarasamning, sem kvað á um meiri launahækkanir en SA hefur samið um við aðra hópa á almennum vinnumarkaði til þessa. Efling undirbýr nú verkfallsaðgerðir.
Kjarninn 10. janúar 2023
Palestínski fáninn á lofti í mótmælum í Reykjavík. Ísraelskri lögreglu hefur nú verið fyrirskipað að rífa fánann niður á almannafæri.
Fánabann og refsiaðgerðir í Palestínu í kjölfar niðurstöðu Sameinuðu þjóðanna
Degi eftir að ný ríkisstjórn tók við völdum í Ísrael samþykkti allsherjarþing Sþ að fela Alþjóðadómstólnum í Haag að meta lögmæti hernáms Ísraelsríkis á Vesturbakkanum. Síðan þá hefur stjórnin gripið til refsiaðgerða og nú síðast fánabanns.
Kjarninn 10. janúar 2023
Gríðarlega mikil dæling á sandi á sér stað í Landeyjahöfn á hverju ári. Markarfljótið ber hundruð þúsunda tonna af jarðefnum út í sjó og það á til að safnast upp í mynni hafnarinnar.
Vilja sjúga sand af hafsbotni í stórum stíl og flytja út
Eftirspurn eftir íslenskum jarðefnum er gríðarleg ef marka má framkomin áform erlendra stórfyrirtækja um nýtingu þeirra. Vinsældir hafnarinnar í Þorlákshöfn eru samhliða mjög miklar.
Kjarninn 10. janúar 2023
Meira úr sama flokkiAðsendar greinar