Þrennt sem eykur forskot Íslands

Sigurður Hannesson segir að öflugur iðnaður sé undirstaða velsældar. „Til verða eftirsótt störf um land allt, aukin verðmæti skapast og hagur landsmanna vænkast.“

Auglýsing

Ár áskor­ana er að baki og þær munu fylgja okkur inn í nýtt ár. Röskun aðfanga­keðja, fram­boðs­hlið hag­kerfa og orku­krísa í Evr­ópu hafa leitt til meiri verð­bólgu en Ísland og önnur ríki hafa upp­lifað í árarað­ir. Seðla­bankar hafa hækkað vexti og fjár­magns­kostn­aður hefur auk­ist. Staðan á Íslandi er um margt betri en ann­ars staðar en þó Ísland sé eyja þá erum við ekki eyland og aðstæður erlendis hafa með tím­anum áhrif hér á landi. Þrennt mun skila okkur sem sam­fé­lagi miklum ávinn­ingi á næstu árum, vöxtur hug­verka­iðn­að­ar, græn iðn­bylt­ing og auk­inn stöð­ug­leiki á hús­næð­is­mark­aði.

Hug­verka­iðn­aður verði stærsta stoðin

Hug­verka­iðn­aður hefur vaxið mikið á und­an­förnum árum og framundan er enn meiri vöxtur ef aðstæður verða rétt­ar. Drif­kraftur frum­kvöðla og aðgerðir stjórn­valda í þágu nýsköp­unar und­an­farin ár hefur skilað því að nú hafa orðið til fleiri öflug fyr­ir­tæki sem fram­leiða og flytja verð­mætar vörur og þjón­ustu út. Því til við­bótar eru efni­leg fyr­ir­tæki sem geta vaxið hratt á næstu árum. Eins og fyrsti ára­tugur ald­ar­innar var ára­tugur fjár­mála­þjón­ustu og annar ára­tug­ur­inn var ára­tugur ferða­þjón­ustu verður þriðji ára­tugur ald­ar­innar ára­tugur hug­verka­iðn­að­ar. Í grein­ingu sem Sam­tök iðn­að­ar­ins birtu snemma á árinu 2022 kemur fram að til þess að vaxa og sækja öll þau tæki­færi sem blasa við þarf níu þús­und sér­fræð­inga til starfa á næstu fimm árum í hug­verka­iðn­aði. Það munar um minna. Hug­verka­iðn­aður velti 444 millj­örðum króna á síð­asta ári og er greinin því veltu­hæst af útflutn­ings­stoð­unum fjór­um. Útflutn­ings­tekjur árið 2021 námu 214 millj­örðum króna eða 17% af útflutn­ingi. Á næstu árum mun greinin vaxa enn frekar ef áætl­anir ganga eftir og hefur hún alla mögu­leika á því að verða verð­mætasta atvinnu­greinin í lok ára­tug­ar­ins. Þar með verður hug­vitið orðið verð­mætasta útflutn­ings­vara Íslands.

Græn iðn­bylt­ing bætir heilsu jarðar og efna­hag Íslands

Fólk um heim allan vinnur nú að því að bæta heilsu jarðar með grænni iðn­bylt­ingu sem draga mun úr útblæstri gróð­ur­húsa­loft­teg­unda. Tvennt þarf til að árangur náist. Ann­ars vegar þarf að afla meiri end­ur­nýj­an­legrar orku og ráð­ast í orku­skipti. Hins vegar þarf nýsköpun og inn­leið­ingu nýrrar tækni þar sem fram­leiðslu­að­ferðum er umbylt þannig að losun drag­ist sam­an, útblástur fang­aður og honum fargað eða hann nýttur í verð­mæta­sköp­un. Rík­is­stjórn Íslands hefur sett metn­að­ar­full mark­mið um að Ísland verði kolefn­is­hlut­laust og óháð jarð­efna­elds­neyti árið 2040. Miðað við núver­andi for­sendur þarf að auka raf­orku­orku­öflun hér á landi um 80% til þess að skipta út um milljón tonnum af olíu yfir í hreina orku­gjafa. Þannig yrðu full orku­skipti að veru­leika. Við höfum tæki­færi til þess að vera í far­ar­broddi á heims­vísu í þessu metn­að­ar­fulla verk­efni en þá þarf að hefj­ast handa strax við orku­öflun enda tekur mörg ár að und­ir­búa nýjar virkj­anir og reisa þær. Allar stofn­anir rík­is­ins verða að hreyfa sig í takt ef þetta á að takast. Á vefnum orku­skipt­i.is má finna upp­lýs­ingar á ein­földu máli um orku­mál og orku­skipti og þar er vísað í grein­ingu verk­fræði­stof­unnar Eflu sem sýnir að efna­hags­legur ávinn­ingur orku­skipta geti orðið um 1.400 millj­arðar króna og það þarf fjár­fest­ingar upp á a.m.k. 800 millj­arða. Ef vel tekst til verður til þekk­ing hér­lendis sem hægt er að flytja út og þannig hjálpa öðrum að ná sínum mark­mið­um, rétt eins og gerð­ist þegar Ísland var í far­ar­broddi á heims­vísu í nýt­ingu jarð­varma. Græn­vangur – sam­starfs­vett­vangur stjórn­valda og atvinnu­lífs um orku­þekk­ingu og grænar lausnir – var meðal ann­ars stofn­aður til þess að vinna að útflutn­ingi á þessu sviði auk þess að vinna að mark­miðum stjórn­valda í lofts­lags­mál­um.

Auglýsing

Þau ánægju­legu tíð­indi urðu á árinu að veg­vísir að vist­vænni mann­virkjum var kynntur eftir mikla sam­vinnu stjórn­valda og atvinnu­lífs en þetta er fyrsta dæmið um að atvinnu­grein setji sér mark­mið og heild­stæða aðgerða­á­ætlun í lofts­lags­mál­um.

Lang­þráður stöð­ug­leiki á hús­næð­is­mark­aði

Ójafn­vægi á hús­næð­is­mark­aði er kostn­að­ar­samt fyrir sam­fé­lagið og er til mik­ils að vinna að auka stöð­ug­leika. Eft­ir­spurn breyt­ist hratt eftir kaup­mætti, vaxta­stigi og atvinnustigi svo dæmi séu tekin en stjórn­völd hafa einnig áhrif með hvötum eða höml­um. Fram­boðs­hliðin breyt­ist hins vegar hægt þar sem það tekur um tvö ár að byggja íbúð frá grunni. Lausnin þarna felst í því að hraða leyf­is­veit­ing­um, bjóða upp á lóðir eins og þarf, auka upp­lýs­inga­gjöf um mark­að­inn og ein­falda reglu­verk. Fjöl­margir aðilar koma að upp­bygg­ingu og þurfa allir að ganga í takt ef árangur á að nást, ríki, sveit­ar­fé­lög og iðn­að­ur­inn.

Stofnun inn­við­a­ráðu­neytis voru góð skila­boð frá stjórn­völdum um að rík­is­stjórnin væri stað­ráðin í því að auka stöð­ug­leika á hús­næð­is­mark­aði. Hjá Hús­næð­is- og mann­virkja­stofnun (HMS) hefur verið unnið frá­bært starf með upp­setn­ingu gagna­grunns um hús­næð­is- og bygg­inga­mál þannig að nú er mögu­legt að fá raun­tíma­upp­lýs­ingar um fjölda íbúða í bygg­ingu. Þau tíma­mót urðu á árinu að síð­asta íbúða­taln­ing Sam­taka iðn­að­ar­ins (SI) fór fram en starfs­maður SI hefur frá árinu 2010 farið um landið og talið íbúðir í bygg­ingu. Hafa það verið áreið­an­leg­ustu upp­lýs­ing­arnar um íbúðir í bygg­ingu sem völ hefur verið á. Við fögnum því mjög að þurfa ekki lengur að telja og fögnum að sama skapi vel unnum störfum HMS.

Yfir­lýs­ing inn­við­a­ráð­herra um bygg­ingu 35 þús­und íbúða á næsta ára­tug brýtur blað en henni hefur verið fylgt eftir með ramma­sam­komu­lagi við sveit­ar­fé­lög og fljót­lega munum við sjá fyrstu samn­inga við sveit­ar­fé­lög um upp­bygg­ingu íbúða næstu árin. Með þessu munu ríki og sveit­ar­fé­lög von­andi ganga í takt og iðn­að­ur­inn mun ekki láta sitt eftir liggja við upp­bygg­ing­una. Þau ánægju­legu tíð­indi urðu líka á árinu að Reykja­vík til­kynnti að upp­bygg­ing Keldna­holts myndi hefj­ast árið 2025 og Mos­fells­bær og Arion banki kynntu hug­myndir um mikla upp­bygg­ingu á Blika­staða­land­inu. Með þessu má því búast við stór­auknu fram­boði lóða í takt við þarfir mark­að­ar­ins.

Ekki skortir á til­lögur um ein­földun reglu­verks í bygg­ing­ar­iðn­aði en benda má á til­lögur átaks­hópa og úttekt OECD á reglu­verki bygg­ing­ar­iðn­að­ar. Þessum til­lögum er verið að fylgja eftir og þarf að halda áfram á þeirri braut. Iðn­að­ur­inn mun sann­ar­lega leggja sitt af mörkum í þeirri vinnu.

Bjart framundan ef rétt er á málum haldið

Þessi þrjú dæmi sýna að með mark­vissum skrefum í rétta átt má byggja upp og ná árangri til fram­tíð­ar. Öfl­ugur iðn­aður er und­ir­staða vel­sæld­ar. Til verða eft­ir­sótt störf um land allt, aukin verð­mæti skap­ast og hagur lands­manna vænkast. Þetta er að sjálf­sögðu háð því að við missum ekki sjónar á tak­mark­inu og höldum upp­bygg­ing­unni áfram. Þannig verður Ísland í fremstu röð.

Höf­undur er fram­kvæmda­stjóri Sam­taka iðn­að­ar­ins.

Við þurfum á þínu framlagi að halda

Þú getur tekið beinan þátt í að halda úti öflugum fjölmiðli.

Við sem vinnum á ritstjórn Kjarnans viljum hvetja þig til að vera með okkur í liði og leggja okkar góða fjölmiðli til mánaðarlegt framlag svo við getum haldið áfram að vinna fyrir lesendur, fyrir fólkið í landinu.

Kjarninn varð níu ára í sumar. Þegar hann hóf að taka við frjálsum framlögum þá varð slagorðið „Frjáls fjölmiðill fyrir andvirði kaffibolla“ til og lesendur voru hvattir til að leggja fram í það minnsta upphæð eins kaffibolla á mánuði.

Mikið vatn hefur runnið til sjávar á þeim níu árum sem Kjarninn hefur lifað. Í huga okkar á Kjarnanum hefur þörfin fyrir fjölmiðla sem veita raunverulegt aðhald og taka hlutverk sitt alvarlega aukist til muna.

Við trúum því að Kjarninn skipti máli fyrir samfélagið.

Við trúum því að sjálfstæð og vönduð blaðamennska skipti máli.

Ef þú trúir því sama þá endilega hugsaðu hvort Kjarninn er ekki allavega nokkurra kaffibolla virði á mánuði.

Vertu með okkur í liði. Þitt framlag skiptir máli.

Ritstjórn Kjarnans: Sunna Ósk Logadóttir, Þórður Snær Júlíusson, Erla María Markúsdóttir, Arnar Þór Ingólfsson, Eyrún Magnúsdóttir og Grétar Þór Sigurðsson.


Já takk, ég vil styrkja Kjarnann!
Þorbjörn Guðmundsson
Er íslenska velferðarkerfið ekki lengur griðarstaður þeirra sem minnst hafa?
Kjarninn 11. janúar 2023
Takk fyrir og sjáumst á nýjum miðli á föstudag
Bréf frá ritstjóra Kjarnans vegna sameiningar við Stundina og þess að nýr framsækinn fréttamiðill verður til í lok viku.
Kjarninn 11. janúar 2023
Sverrir Albertsson
Vatn á myllu kölska
Kjarninn 11. janúar 2023
Lögreglumenn standa vörð um gröfurnar í námunni.
Berjast fyrir þorpi á barmi hengiflugs
Lítið þorp í Rínarlöndum Þýskalands er allt komið í eigu kolarisa. Fyrirtækið ætlar sér að mylja niður húsin og stækka kolanámu sína sem þegar þekur um 80 ferkílómetra. Þetta þykir mörgum skjóta skökku við í heimi sem berst við loftslagsbreytingar.
Kjarninn 10. janúar 2023
Arnþrúður Karlsdóttir, útvarpsstjóri Útvarps Sögu.
Útvarp Saga telur fjölmiðlastyrki skapa tortryggni og bjóða upp á frændhygli
Fjögur fjölmiðlafyrirtæki hafa til þessa skilað inn umsögnum um frumvarp Lilju Alfreðsdóttur menningar- og viðskiptaráðherra, sem mun að óbreyttu framlengja núverandi styrkjakerfi til fjölmiðla.
Kjarninn 10. janúar 2023
Sólveig Anna Jónsdóttir formaður Eflingar.
Viðræðum slitið og Efling undirbýr verkfallsaðgerðir
Samtök atvinnulífsins hafa hafnað gagntilboði Eflingar um skammtímakjarasamning, sem kvað á um meiri launahækkanir en SA hefur samið um við aðra hópa á almennum vinnumarkaði til þessa. Efling undirbýr nú verkfallsaðgerðir.
Kjarninn 10. janúar 2023
Palestínski fáninn á lofti í mótmælum í Reykjavík. Ísraelskri lögreglu hefur nú verið fyrirskipað að rífa fánann niður á almannafæri.
Fánabann og refsiaðgerðir í Palestínu í kjölfar niðurstöðu Sameinuðu þjóðanna
Degi eftir að ný ríkisstjórn tók við völdum í Ísrael samþykkti allsherjarþing Sþ að fela Alþjóðadómstólnum í Haag að meta lögmæti hernáms Ísraelsríkis á Vesturbakkanum. Síðan þá hefur stjórnin gripið til refsiaðgerða og nú síðast fánabanns.
Kjarninn 10. janúar 2023
Gríðarlega mikil dæling á sandi á sér stað í Landeyjahöfn á hverju ári. Markarfljótið ber hundruð þúsunda tonna af jarðefnum út í sjó og það á til að safnast upp í mynni hafnarinnar.
Vilja sjúga sand af hafsbotni í stórum stíl og flytja út
Eftirspurn eftir íslenskum jarðefnum er gríðarleg ef marka má framkomin áform erlendra stórfyrirtækja um nýtingu þeirra. Vinsældir hafnarinnar í Þorlákshöfn eru samhliða mjög miklar.
Kjarninn 10. janúar 2023
Meira úr sama flokkiÁlit