Vinir og óvinir í viðskiptum

Ólafur Stephensen, framkvæmdastjóri Félags atvinnurekenda, fer yfir árið sem er að líða. Hann segir að ekki megi missa sjónar á þeirri staðreynd að frjáls viðskipti séu undirstaða hagsældar fólks um allan heim.

Auglýsing

Fyrir fólk sem vinnur við að reyna að efla alþjóða­við­skipti er óhætt að segja að tveir mik­il­vægir vendi­punktar hafi orðið á und­an­förnum miss­erum; heims­far­aldur kór­ónu­veirunnar og inn­rás Rúss­lands í Úkra­ínu. Hvort tveggja hefur breytt umtals­vert því lands­lagi heims­við­skipta sem við höfum þekkt und­an­farna þrjá ára­tugi eða svo.

Sig­ur­för kap­ít­al­ism­ans

Eftir enda­lok kalda stríðs­ins og fall Sov­ét­ríkj­anna í árs­lok 1991 leit um skeið út fyrir að sig­ur­för vest­ræns kap­ít­al­isma og við­skipta­frelsis um heims­byggð­ina yrði vart stöðv­uð. Heims­við­skipti juk­ust hratt, hvort sem litið var á vöru- og þjón­ustu­við­skipti eða alþjóð­legar fjár­fest­ingar og fjár­mála­gern­inga. Frið­sam­legra var á alþjóða­vett­vangi en oft­ast nær öld­ina á undan – og í friði blómstra verzlun og við­skipti.

Bakslag kom vissu­lega í hnatt­væð­ing­una eftir fjár­málakrepp­una 2008-2009 þegar heim­skap­ít­al­ism­inn fór ræki­lega fram úr sjálfum sér. Eftir hana hefur þeim öflum vaxið nokkuð fiskur um hrygg, sem vilja setja hömlur á frjáls við­skipti. Heims­verzl­unin var samt fljót að taka við sér á ný eftir fjár­málakrepp­una og óx hratt fram til 2018, en þá fór að hægja á henni á nýjan leik, meðal ann­ars vegna við­skipta­deilna Banda­ríkj­anna og Kína.

Auglýsing

Flóknar alþjóð­legar aðfanga­keðjur

Á und­an­förnum þrjá­tíu árum hefur orðið til býsna háþróað kerfi þar sem ríki eru háð hvert öðru um aðföng – talið er að um 70% alþjóða­við­skipta bygg­ist á flóknum hnatt­rænum aðfanga­keðjum þar sem hrá­efni, íhlut­ir, tækni­þekk­ing, umbúð­ir, þjón­usta og vinnu­fram­lag við eina vöru getur komið frá tugum ríkja. Í einum iPhone frá Apple eru hlutir frá 43 ríkjum í sex heims­álfum og myndin verður enn flókn­ari ef horft er til þess hvaðan grunn­hrá­efnin koma.

Þessar aðfanga­keðjur hafa verið hann­aðar með það í huga að fyr­ir­tæki þurfi að liggja með sem allra minnstan lager til að draga úr fjár­bind­ingu – og það hefur alla jafna ekki komið að sök; hið alþjóð­lega flutn­inga­net hefur sömu­leiðis verið svo þéttriðið að afhend­ingar­ör­yggið hefur sjaldn­ast verið í hættu. Með þessu hefur sér­hæf­ing og hag­kvæmni í fram­leiðslu vaxið stórum og stuðlað að auk­inni hag­sæld heims­byggð­ar­inn­ar.

Skortur og verð­hækk­anir vegna heims­far­ald­urs

Þessar flóknu keðjur riðl­uð­ust allar í heims­far­aldr­in­um. Við byrj­uðum að finna fyrir áhrif­unum þegar kom fram á árið 2021, en þá fór að bera á skorti og verð­hækk­un­um. Þá þegar fóru fyr­ir­tæki um allan heim að end­ur­skoða aðfanga­keðjur sínar til að tryggja öryggi þeirra. Fjár­bind­ing í birgða­haldi er nú mun meiri hjá mörgum fyr­ir­tækjum en hún var við upp­haf far­ald­urs­ins.

Mörg ríki fóru sömu­leiðis að velta fyrir sér hvort þau yrðu ekki að gera betur varð­andi t.d. neyð­ar­birgðir lyfja og lækn­inga­tækja, sem harður slagur var um á alþjóð­legum mörk­uðum fyrstu mán­uði far­ald­urs­ins. Ein nið­ur­staðan af þess­ari end­ur­skoðun var að mörg vest­ræn fyr­ir­tæki byrj­uðu að flytja fram­leiðslu, sem hafði verið í Kína og öðrum Asíu­lönd­um, nær heima­mark­að­in­um, t.d. til Aust­ur-­Evr­ópu­ríkja.

End­ur­lit til 4. ára­tugar síð­ustu aldar

Stóri vendi­punkt­ur­inn kom svo þegar Rússar réð­ust inn í Úkra­ínu í febr­ú­ar. Útflutn­ingur Úkra­ínu­manna var þar með í upp­námi, sem olli gíf­ur­legum hækk­unum á hveiti, sól­blóma­olíu og fleiri hrá­vör­um. Vest­ræn ríki beittu Rúss­land við­skipta­þving­unum og Pútín Rúss­lands­for­seti vopn­væddi orku­út­flutn­ing Rúss­lands til Evr­ópu­ríkja, með afleið­ingum sem við þekkjum öll.

Úkra­ínu­stríðið og aðdrag­andi þess eru eins og hroll­vekj­andi end­ur­lit til fjórða ára­tugar síð­ustu ald­ar; með upp­gangi öfga­afla og lít­illa karla með mik­il­mennsku­brjál­æði, skoð­ana­kúgun og heila­þvotti, yfir­gangi hern­að­ar­veldis gagn­vart nágranna­ríki og öllum þeim skelfi­legu hörm­ungum stríðs­rekstrar sem ríki Evr­ópu höfðu svo margoft strengt þess heit að skyldu aldrei end­ur­taka sig í álf­unni.

Á sama tíma og árás­ar­stefna Rúss­lands hefur sett örygg­is­mál í Evr­ópu á annan end­ann fer sam­keppni Kína og Banda­ríkj­anna á alþjóða­vett­vangi vax­andi og margir hafa áhyggjur af harðn­andi tóni ein­ræð­is­stjórn­ar­innar í Pek­ing gagn­vart Taí­v­an. Ein versta hugs­an­lega afleið­ing stríðs­ins í Úkra­ínu væri að kín­versk stjórn­völd teldu að þau kæmust upp með það sama gagn­vart Taí­van og Rússar gagn­vart Úkra­ínu.

Póli­tískt öryggi aðfanga­keðja

Af þess­ari þróun leiðir að ríki og fyr­ir­tæki þurfa jafn­framt að skoða vel póli­tískt öryggi aðfanga­keðja. Ástandið í orku­málum í Evr­ópu hefur þannig fært vest­rænum lýð­ræð­is­ríkjum heim sann­inn um að það er alls ekki skyn­sam­legt að vera háð ein­ræð­is­ríkjum með lyk­il­að­föng. Það er ekki þar með sagt að við eigum að hætta við­skiptum við ríki sem hafa önnur mark­mið en þau sem við aðhyll­umst – að minnsta kosti ekki svo lengi sem þau virða grund­vall­ar­reglur alþjóða­kerf­is­ins – en við verðum í vax­andi mæli að hafa var­ann á í þeim sam­skipt­um.

Æ fleiri sér­fræð­ingar í alþjóða­málum orða það nú svo að und­an­farnir þrír ára­tugir hafi verið und­an­tekn­ing í sögu alþjóða­sam­skipta og nú séum við aftur komin á slóðir kalds stríðs og stór­velda­sam­keppni, sem setja muni mark sitt á heims­við­skiptin á ný. Það þykir eflaust mörgum stór biti að kyngja – þetta tíma­bil sam­svarar til dæmis nokkurn veg­inn starfsævi und­ir­rit­aðs – en það þýðir ekki annað en að horfast í augu við raun­veru­leik­ann. Heims­byggð­inni hefur að mörgu leyti mis­tek­izt að spila úr þeim tæki­færum sem buð­ust við lok kalda stríðs­ins.

End­ur­tökum ekki mis­tök for­tíð­ar­innar

Við getum hins vegar forð­azt að end­ur­taka mis­tök for­tíð­ar­inn­ar. Vernd­ar­stefn­an, sem ein­kenndi árin á milli heims­styrj­ald­anna á síð­ustu öld, er til að mynda skelfi­legt for­dæmi. Nú þegar umræða um fæðu­ör­yggi, lyfja­ör­yggi og neyð­ar­birgðir ýmissa aðfanga er rétti­lega komin á dag­skrá, sjáum við að sumir tals­menn vernd­ar­stefnu í þágu sér­hags­muna þykj­ast hafa himin höndum tekið og fundið nýjar rétt­læt­ingar fyrir því að vernda illa rekna atvinnu­vegi fyrir alþjóð­legri sam­keppni. Einmitt í ljósi þessa þurfum við að horfa til þess að tryggja áfram aukið frelsi í við­skipt­um, en það er lík­legra en áður að það ger­ist aðal­lega með samn­ingum við ríki sem eru okkur vin­veitt og hugsa á svip­uðum nót­um, til dæmis OECD-­rík­in.

Sjálf­bærni er líka gott mark­mið þar sem það er raun­hæft og hag­kvæmt. Ísland hefur t.d. sam­keppn­is­for­skot varð­andi fram­leiðslu sjáv­ar­af­urða og vist­vænnar orku. Á öðrum sviðum verðum við að horfast í augu við þá stað­reynd að við getum aldrei orðið sjálf­bær nema með alltof miklum til­kostn­aði. Alþjóða­við­skipti verða áfram leiðin til að sinna stærstum hluta þarfa íslenzkra neyt­enda.

Aukin frí­verzlun við Evr­ópu­sam­bandið

Auð­vitað eigum við svo á þessum tímum að dýpka enn og efla við­skipta­sam­starf við okkar nán­ustu vina- og banda­lags­ríki. Nú eru í gangi við­ræður Íslands og Evr­ópu­sam­bands­ins um frí­verzl­un, þar sem Ísland fer fram á fulla frí­verzlun með sjáv­ar­af­urð­ir, á sama tíma og hávær þrýsti­hópur krefst þess að undið verði ofan af frí­verzlun með búvör­ur. Það væru stór mis­tök að taka þar skref til baka og hafa af íslenzkum neyt­endum þá stór­auknu fjöl­breytni í úrvali mat­vöru, sem sjá má í verzl­unum lands­ins eftir að síð­asti tolla­samn­ingur við ESB tók gildi.

Það væru líka risa­vaxin mis­tök að leyfa sér­hags­muna­öflum í land­bún­að­inum þannig að hafa neit­un­ar­vald um aukna frí­verzlun með fisk, eins og gerð­ist í frí­verzl­un­ar­samn­ing­unum við Bret­land í fyrra. Þá lá á borð­inu til­boð Breta um að lækka mjög tolla á íslenzkum fisk­út­flutn­ingi, en vegna þess að þeir fóru um leið fram á aukna frí­verzlun með búvör­ur, sögðu hags­muna­að­ilar í land­bún­aði nei. Það væri vond nið­ur­staða fyrir þjóð­ar­hag og íslenzka neyt­endur ef sú saga end­ur­tæki sig.

Við­skipta­frelsið er und­ir­staða hag­sældar

Örygg­is­mál og póli­tísk spenna á alþjóða­vett­vangi munu á næstu árum að öllum lík­indum hafa meiri áhrif á milli­ríkja­við­skipti en und­an­farin ár. Við megum samt ekki missa sjónar á þeirri stað­reynd að frjáls við­skipti eru und­ir­staða hag­sældar fólks um allan heim. Við eigum að hlúa að við­skipta­frels­inu og leit­ast við að efla það með vinum okk­ar, á sama tíma og við gætum þess að verða ekki háð óvinum vest­ræns lýð­ræð­is.

Höf­undur er fram­kvæmda­stjóri Félags atvinnu­rek­enda.

Við þurfum á þínu framlagi að halda

Þú getur tekið beinan þátt í að halda úti öflugum fjölmiðli.

Við sem vinnum á ritstjórn Kjarnans viljum hvetja þig til að vera með okkur í liði og leggja okkar góða fjölmiðli til mánaðarlegt framlag svo við getum haldið áfram að vinna fyrir lesendur, fyrir fólkið í landinu.

Kjarninn varð níu ára í sumar. Þegar hann hóf að taka við frjálsum framlögum þá varð slagorðið „Frjáls fjölmiðill fyrir andvirði kaffibolla“ til og lesendur voru hvattir til að leggja fram í það minnsta upphæð eins kaffibolla á mánuði.

Mikið vatn hefur runnið til sjávar á þeim níu árum sem Kjarninn hefur lifað. Í huga okkar á Kjarnanum hefur þörfin fyrir fjölmiðla sem veita raunverulegt aðhald og taka hlutverk sitt alvarlega aukist til muna.

Við trúum því að Kjarninn skipti máli fyrir samfélagið.

Við trúum því að sjálfstæð og vönduð blaðamennska skipti máli.

Ef þú trúir því sama þá endilega hugsaðu hvort Kjarninn er ekki allavega nokkurra kaffibolla virði á mánuði.

Vertu með okkur í liði. Þitt framlag skiptir máli.

Ritstjórn Kjarnans: Sunna Ósk Logadóttir, Þórður Snær Júlíusson, Erla María Markúsdóttir, Arnar Þór Ingólfsson, Eyrún Magnúsdóttir og Grétar Þór Sigurðsson.


Já takk, ég vil styrkja Kjarnann!
Þorbjörn Guðmundsson
Er íslenska velferðarkerfið ekki lengur griðarstaður þeirra sem minnst hafa?
Kjarninn 11. janúar 2023
Takk fyrir og sjáumst á nýjum miðli á föstudag
Bréf frá ritstjóra Kjarnans vegna sameiningar við Stundina og þess að nýr framsækinn fréttamiðill verður til í lok viku.
Kjarninn 11. janúar 2023
Sverrir Albertsson
Vatn á myllu kölska
Kjarninn 11. janúar 2023
Lögreglumenn standa vörð um gröfurnar í námunni.
Berjast fyrir þorpi á barmi hengiflugs
Lítið þorp í Rínarlöndum Þýskalands er allt komið í eigu kolarisa. Fyrirtækið ætlar sér að mylja niður húsin og stækka kolanámu sína sem þegar þekur um 80 ferkílómetra. Þetta þykir mörgum skjóta skökku við í heimi sem berst við loftslagsbreytingar.
Kjarninn 10. janúar 2023
Arnþrúður Karlsdóttir, útvarpsstjóri Útvarps Sögu.
Útvarp Saga telur fjölmiðlastyrki skapa tortryggni og bjóða upp á frændhygli
Fjögur fjölmiðlafyrirtæki hafa til þessa skilað inn umsögnum um frumvarp Lilju Alfreðsdóttur menningar- og viðskiptaráðherra, sem mun að óbreyttu framlengja núverandi styrkjakerfi til fjölmiðla.
Kjarninn 10. janúar 2023
Sólveig Anna Jónsdóttir formaður Eflingar.
Viðræðum slitið og Efling undirbýr verkfallsaðgerðir
Samtök atvinnulífsins hafa hafnað gagntilboði Eflingar um skammtímakjarasamning, sem kvað á um meiri launahækkanir en SA hefur samið um við aðra hópa á almennum vinnumarkaði til þessa. Efling undirbýr nú verkfallsaðgerðir.
Kjarninn 10. janúar 2023
Palestínski fáninn á lofti í mótmælum í Reykjavík. Ísraelskri lögreglu hefur nú verið fyrirskipað að rífa fánann niður á almannafæri.
Fánabann og refsiaðgerðir í Palestínu í kjölfar niðurstöðu Sameinuðu þjóðanna
Degi eftir að ný ríkisstjórn tók við völdum í Ísrael samþykkti allsherjarþing Sþ að fela Alþjóðadómstólnum í Haag að meta lögmæti hernáms Ísraelsríkis á Vesturbakkanum. Síðan þá hefur stjórnin gripið til refsiaðgerða og nú síðast fánabanns.
Kjarninn 10. janúar 2023
Gríðarlega mikil dæling á sandi á sér stað í Landeyjahöfn á hverju ári. Markarfljótið ber hundruð þúsunda tonna af jarðefnum út í sjó og það á til að safnast upp í mynni hafnarinnar.
Vilja sjúga sand af hafsbotni í stórum stíl og flytja út
Eftirspurn eftir íslenskum jarðefnum er gríðarleg ef marka má framkomin áform erlendra stórfyrirtækja um nýtingu þeirra. Vinsældir hafnarinnar í Þorlákshöfn eru samhliða mjög miklar.
Kjarninn 10. janúar 2023
Meira úr sama flokkiÁlit