Vistbóndinn: Leið til að ná árangri í loftslagsmálum

Bændur geta spilað stórt hlutverk við endurheimt vistkerfa og að draga úr losun gróðurhúsalofttegunda, skrifar Eyþór Eðvarðsson.

Auglýsing

Óhætt er að mæla með stuttri heim­ild­ar­mynd sem heitir Fools & Drea­mers. Þar segir frá Nýsjá­lend­ingnum Hugh Wil­son sem tók að sér mjög illa farið land­svæði og breytti því í nátt­úru­legan skóg. Nágrannar hans höfðu enga trú á verk­efn­inu og töldu hann kjána og draum­óra­mann en á nokkrum árum sneri hann þessu illa farna landi yfir í heil­brigt vist­kerfi með upp­runa­legum trjám, til­heyr­andi líf­fræði­legri fjöl­breytni í plöntu, fugla-, fiska og dýra­lífi ásamt betri vatns­bú­skap í ám, vötnum og veð­ur­fari.

Þessi fal­lega saga á erindi við okkur Íslend­inga því tvö stærstu verk­efnin okkar í lofts­lags­málum eru af sama toga. Ann­ars vegar er það end­ur­heimt vot­lendis og hins vegar upp­græðsla illa far­ins lands og skóg­rækt. Vot­lendi losar 9.3 millj­ónir tonna af CO2 ígildum og illa farið land er talið losa 4 millj­ónir tonna. Til að átta sig á því hversu mikið þetta er þá losa álverin og stór­iðjan öll til sam­ans tæpar 2 millj­ónir tonna og vega­sam­göngur losa tæp­lega milljón tonna.

Það er nauð­syn­legt að taka stór skref strax þegar kemur að lofts­lags­málum því tím­inn sem við höfum er mjög tak­mark­að­ur. Ein leið til að nálg­ast vanda­málið væri að fylgja for­dæmi nýsjá­lenska frum­kvöð­uls­ins og skapa störf fyrir vist­bændur þ.e. ein­stak­linga sem taka að sér end­ur­heimt vist­kerfa og draga þannig úr losun og auka bind­ingu gróð­ur­húsa­loft­teg­unda.

Auglýsing

Tæki­færi til að breyta for­gangs­röðun

Í dag greiðir hið opin­bera bændum all­nokkra millj­arða fyrir að fram­leiða 9.000 tonn af kinda­kjöti á meðan aðeins er mark­aður fyrir 6.000 tonn inn­an­lands. Ein­falt ætti að vera að breyta kerf­inu þannig að greitt verði fyrir að rækta upp illa farin vist­kerfi í stað þess að fram­leiða kinda­kjöt sem hefur mjög stórt kolefn­is­spor, skaðar vist­kerfin og allt of mikið er fram­leitt af. Þannig gætum við í sam­starfi við fag­stofn­anir snúið vörn í sókn með því að ná aftur gróð­ur­þekju á við­kvæm svæði, rækta upp skóga og end­ur­heimta vot­lendi. Fjöl­mörg dæmi eru nú þegar á Íslandi þar sem fram­sæknir hug­sjóna­menn í land­græðslu­málum hafa stigið stór skref til að end­ur­heimta vist­kerfi.

Áskor­anir sem þarf að takast á við

Verk­efnið er stórt og krefst þess að margir legg­ist á árarn­ar. Ein áskorun er sú að land­eig­endur sem eiga fram­ræst land verða að taka þátt. Þrátt fyrir að vel innan við 15% fram­ræsts lands sé nýtt til rækt­unar í land­bún­aði er veru­leik­inn í dag sá að mjög fáir land­eig­endur hafa end­ur­heimt vot­lendi á sínum jörðum og enn er verið að fram­ræsa vot­lendi. Önnur áskorun er að hluti sauð­fjár­bænda beitir sauðfé á illa farið land sem enga eða litla beit þol­ir.

Leiðir til að takast á við áskor­an­irnar

Lausnin á því að fá land­eig­endur með í slíkt átak gæti verið að meng­un­ar­bóta­reglan svo­kall­aða, gildi fyrir fram­ræst vot­lendi, t.d. frá og með 2026. Hún felur í sér að þeir borgi sem valda meng­un, Þannig verði land­eig­endum fram­ræsts vot­lendis gert að greiða kolefn­is­gjald líkt og þeir sem kaupa jarð­efna­elds­neyti. En land­eig­endur geta komið sér undan gjald­inu með því að taka sjálfir að sér að end­ur­heimta vot­lendið og fá stuðn­ing fyrir fram­kvæmd­ina eða látið það vist­bændum eft­ir, sér að kostn­að­ar­lausu. En vist­bónd­inn myndi taka út landið gera aðgerða­á­ætlun og fram­kvæma hana í sam­starfi við fag­að­ila.

Hin lausnin er að setja tak­mörk á lausa­göngu búfjár og banna strax beit á þeim svæðum sem ekki þola beit.

Marg­faldur ávinn­ingur

Inn­leið­ing vist­bænda gæti haft sér­stak­lega jákvæð áhrif á dreifðar byggðir lands­ins þar sem áskor­anir í end­ur­heimt vist­kerfa eru mikl­ar. Ávinn­ing­ur­inn er marg­fald­ur; meira vatn og líf í ár og læki, líf­fræði­legur fjöl­breyti­leiki, færri sár/­skurðir í lands­lag­inu, stærri skóg­ar, meiri fugla­líf, fleiri fiskar og umfram allt ann­að, marg­falt minni losun gróð­ur­húsa­loft­teg­unda og marg­föld meiri bind­ing í gróðri.

Höf­undur er fram­bjóð­andi Við­reisnar í Suð­vest­ur­kjör­dæmi.

Við þurfum á þínu framlagi að halda

Þú getur tekið beinan þátt í að halda úti öflugum fjölmiðli.

Við sem vinnum á ritstjórn Kjarnans viljum hvetja þig til að vera með okkur í liði og leggja okkar góða fjölmiðli til mánaðarlegt framlag svo við getum haldið áfram að vinna fyrir lesendur, fyrir fólkið í landinu.

Kjarninn varð níu ára í sumar. Þegar hann hóf að taka við frjálsum framlögum þá varð slagorðið „Frjáls fjölmiðill fyrir andvirði kaffibolla“ til og lesendur voru hvattir til að leggja fram í það minnsta upphæð eins kaffibolla á mánuði.

Mikið vatn hefur runnið til sjávar á þeim níu árum sem Kjarninn hefur lifað. Í huga okkar á Kjarnanum hefur þörfin fyrir fjölmiðla sem veita raunverulegt aðhald og taka hlutverk sitt alvarlega aukist til muna.

Við trúum því að Kjarninn skipti máli fyrir samfélagið.

Við trúum því að sjálfstæð og vönduð blaðamennska skipti máli.

Ef þú trúir því sama þá endilega hugsaðu hvort Kjarninn er ekki allavega nokkurra kaffibolla virði á mánuði.

Vertu með okkur í liði. Þitt framlag skiptir máli.

Ritstjórn Kjarnans: Sunna Ósk Logadóttir, Þórður Snær Júlíusson, Erla María Markúsdóttir, Arnar Þór Ingólfsson, Eyrún Magnúsdóttir og Grétar Þór Sigurðsson.


Já takk, ég vil styrkja Kjarnann!
Þorbjörn Guðmundsson
Er íslenska velferðarkerfið ekki lengur griðarstaður þeirra sem minnst hafa?
Kjarninn 11. janúar 2023
Takk fyrir og sjáumst á nýjum miðli á föstudag
Bréf frá ritstjóra Kjarnans vegna sameiningar við Stundina og þess að nýr framsækinn fréttamiðill verður til í lok viku.
Kjarninn 11. janúar 2023
Sverrir Albertsson
Vatn á myllu kölska
Kjarninn 11. janúar 2023
Lögreglumenn standa vörð um gröfurnar í námunni.
Berjast fyrir þorpi á barmi hengiflugs
Lítið þorp í Rínarlöndum Þýskalands er allt komið í eigu kolarisa. Fyrirtækið ætlar sér að mylja niður húsin og stækka kolanámu sína sem þegar þekur um 80 ferkílómetra. Þetta þykir mörgum skjóta skökku við í heimi sem berst við loftslagsbreytingar.
Kjarninn 10. janúar 2023
Arnþrúður Karlsdóttir, útvarpsstjóri Útvarps Sögu.
Útvarp Saga telur fjölmiðlastyrki skapa tortryggni og bjóða upp á frændhygli
Fjögur fjölmiðlafyrirtæki hafa til þessa skilað inn umsögnum um frumvarp Lilju Alfreðsdóttur menningar- og viðskiptaráðherra, sem mun að óbreyttu framlengja núverandi styrkjakerfi til fjölmiðla.
Kjarninn 10. janúar 2023
Sólveig Anna Jónsdóttir formaður Eflingar.
Viðræðum slitið og Efling undirbýr verkfallsaðgerðir
Samtök atvinnulífsins hafa hafnað gagntilboði Eflingar um skammtímakjarasamning, sem kvað á um meiri launahækkanir en SA hefur samið um við aðra hópa á almennum vinnumarkaði til þessa. Efling undirbýr nú verkfallsaðgerðir.
Kjarninn 10. janúar 2023
Palestínski fáninn á lofti í mótmælum í Reykjavík. Ísraelskri lögreglu hefur nú verið fyrirskipað að rífa fánann niður á almannafæri.
Fánabann og refsiaðgerðir í Palestínu í kjölfar niðurstöðu Sameinuðu þjóðanna
Degi eftir að ný ríkisstjórn tók við völdum í Ísrael samþykkti allsherjarþing Sþ að fela Alþjóðadómstólnum í Haag að meta lögmæti hernáms Ísraelsríkis á Vesturbakkanum. Síðan þá hefur stjórnin gripið til refsiaðgerða og nú síðast fánabanns.
Kjarninn 10. janúar 2023
Gríðarlega mikil dæling á sandi á sér stað í Landeyjahöfn á hverju ári. Markarfljótið ber hundruð þúsunda tonna af jarðefnum út í sjó og það á til að safnast upp í mynni hafnarinnar.
Vilja sjúga sand af hafsbotni í stórum stíl og flytja út
Eftirspurn eftir íslenskum jarðefnum er gríðarleg ef marka má framkomin áform erlendra stórfyrirtækja um nýtingu þeirra. Vinsældir hafnarinnar í Þorlákshöfn eru samhliða mjög miklar.
Kjarninn 10. janúar 2023
Meira úr sama flokkiAðsendar greinar