lego
Auglýsing

Það er ekki sama hver það er sem vill kaupa LEGO kubba frá fram­leið­and­an­um. Að minnsta kosti ekki ef marka má við­brögð fyr­ir­tæk­is­ins við ein­hverri stærstu pöntun sem LEGO hefur nokkru sinni feng­ið. LEGO vild­i ekki selja kín­verska lista­mann­inum Ai Weiwei tvær millj­ónir leik­fangakubba sem hann hugð­ist nota í lista­verk.  

Kín­verski lista­mað­ur­inn Ai Weiwei er í hópi þekkt­ust­u núlif­andi mynd­list­ar­manna heims. Á lista breska tíma­rits­ins Artreview yfir­ hund­rað áhrifa­mestu per­sónur sam­tím­ans í mynd­list­ar­heim­inum skipar Ai Weiwei annað sæt­ið.

Ai Weiwei er fæddur í Beijing árið 1957. Faðir hans, skáldið Ai Qing (1910- 1996) var árið 1958, ásamt eig­in­konu sinni og tveimur son­um, sendur í útlegð til norð­austur Kína, sak­aður um hægri áróð­ur. Ári síðar var fjöl­skyldan flutt nauðug til Xinj­in­ang hér­aðs í norð­vest­ur­hluta Kína. Þar vann ­fjöl­skyldu­fað­ir­inn ýmis konar erf­ið­is­vinnu og á árum menn­ing­ar­bylt­ing­ar­inn­ar 1966 – 1976 starf­aði hann við hrein­gern­ing­ar. Árið 1979, þegar aðstæður í Kína voru breytt­ar, var Ai Qing, og fjöl­skyld­an, frjáls ferða sinna og flutti til­ Beijing. Móðir Ai Weiwei lést á útlegð­ar­ár­un­um, faðir hans gift­ist aftur og eign­að­ist t­vær dæt­ur. Á efri árum hlotn­að­ist Ai Qing ýmis heiður og er meðal virtust­u ljóð­skálda Kín­verja. 

Auglýsing

Ai Weiwei hefur gerst sífellt gagnrýnni á kínversk stjórnvöld.

Lærði teikni­mynda­gerð

Árið 1978 inn­rit­að­ist Ai Weiwei í Kín­versku kvik­mynda­aka­dem­í­unaí Beijing og lærði teikn­in­mynda­gerð. Þremur árum ­síð­ar, að námi loknu, lá leið hans til New York þar sem hann bjó og starfað­i til árs­ins 1993 en þá flutti hann til baka til Beijing. Í New York kynnst Ai Weiwei mörgum þekktum lista­mönnum og hafði jafn­framt fengið mik­inn áhuga fyr­ir­ ­arki­tektúr og bygg­inga­list. 

Þegar þarna var komið var Ai Weiwei orð­inn þekkt­ur lista­maður í heima­landi sínu en fékk að starfa óáreittur að list sinni þótt ým­is­legt sem hann lét frá sér fara þókn­að­ist ekki bein­línis kín­verskum ­stjórn­völd­um.

Ólymp­íu­leik­vang­ur­inn

Þegar fram­kvæmdir við Ólymp­íu­leik­vang­inn í Beijing hófust var Ai Weiwei sér­legur ráð­gjafi sviss­nesku arki­tekta­stof­unnar Herzog & de Meuron sem hann­aði leik­vang­inn sem fékk ­nafnið Hreiðr­ið. Þessi arki­tekta­stofa er mjög þekkt og virt og það að þar á bæ ­skyldu menn leita til Ai Weiwei segir meira en mörg orð um þann sess sem hann hafði öðl­ast.

Þegar leið á fyrsta ára­tug ald­ar­innar gerð­ist Ai Weiwei æ gagn­rýnni á stefnu kín­verskra ­stjórn­valda. Eftir jarð­skjálft­ann mikla í Sichuan hér­aði árið 2008 var hann í far­ar­broddi þeirra sem gagn­rýndu yfir­völd og emb­ætt­is­menn fyrir spill­ingu, ekki síst varð­andi bygg­ingu skóla­húsa sem hrundu eins og spila­borg. Eng­inn veit með­ vissu hve margir lét­ust af völdum skjálft­ans en þeir skiptu tugum þús­unda. Millj­ónir misstu heim­ili sín.

Ai Weiwei hand­tek­inn

Auk­inn­ar ó­þol­in­mæði í garð Ai Weiwei gætti nú meðal kín­verskra stjórn­valda. Í sept­em­ber árið 2009 gekkst hann undir aðgerð vegna æða­gúlps í heila en skömmu áður hafði hann ­sætt bar­smíðum lög­reglu við yfir­heyrslur vegna skýrslu sem hann og margir aðr­ir ­gerðu um Sichuan jarð­skjálft­ann.

Í nóv­em­ber árið 2010 var Ai Weiwei hand­tek­inn og settur í stofu­fang­elsi. Yfir­völd lét­u ­jafn­framt tveimur mán­uðum síðar rífa vinnu­stofu sem hann hafði byggt í S­hang­hai, á þeirri for­sendu að hann hefði ekki haft til­skilin leyfi. Allt þetta vakti athygli víða um heim og kín­versk stjórn­völd sættu mik­illi gagn­rýni. Dag­inn eftir að vinnu­stofan var rifin var Ai Weiwei sleppt úr fang­elsi. Afskiptum kín­verskra yfir­valda var þó ekki lok­ið. Vorið 2011 var hann aftur hand­tek­inn og haldið í ein­angrun í þrjá mán­uði, að sögn ­yf­ir­valda vegna óreiðu í skatta­mál­um. Þegar honum var sleppt var honum jafn­framt bannað að fara úr landi, og vega­bréf sitt og frelsi til að ferð­ast úr landi fékk hann ekki fyrr en í júlí síð­ast­liðn­um. Kín­versk skatta­yf­ir­völd töldu að hann skuld­aði mikla skatta en á örfáum vikum hafði, víða um heim, safn­ast fé til að greiða þá skuld sem jafn­gilti um það bil 240 millj­ónum íslenskra króna. Í milli­tíð­inni hafði hann fengið stöð­u ­gesta­pró­fess­ors við Lista­há­skól­ann í Berlín og býr nú til skiptis þar og í Beijing.

LEGO kub­b­arnir

Í fyrra var sett upp á Alcatr­az eyj­unni við San Frans­isco sýn­ing á 176 and­lits­myndum af póli­tískum föngum og and­ófs­mönn­um. Mynd­irnar voru gerðar úr meira en milljón legokubbum sem lista­mað­ur­inn hafði keypt, með milli­göngu dansks lista­verka­sala, beint frá LEGO ­fyr­ir­tæk­inu sem var full­kunn­ugt um til hvers kub­b­arnir voru ætl­að­ir.

Söfnun er hafin á kubbum fyrir Ai Weiwei.

Sýn­ingin var sett upp af ­banda­rísku sam­starfs­fólki Ai Weiwei sem þá sat enn vega­bréfs­laus í Kína. Hún­ vakti mikla athygli og stjórn­endur Þjóð­lista­safns­ins í Mel­bo­urne í buðu Ai Weiwei að setja upp hlið­stæða sýn­ingu, myndefnið ástr­alskt bar­áttu­fólk fyr­ir­ tján­ing­ar­frelsi og mann­rétt­ind­um. Danski milli­göngu­mað­ur­inn, sem áður er get­ið, hafði sam­band við LEGO og fékk þau svör að hann gæti keypt eins margar millj­ón­ir kubba og hann þyrfti.

Babb í bát­inn

Þegar til átti að taka og fara að huga að pöntun á kubb­unum var skyndi­lega annað hljóð í LEGO strokkn­um. LEGO til­kynnti að fyr­ir­tækið gæti ekki styrkt verk­efni sem bæru póli­tískt yfir­bragð. D­anski milli­göngu­mað­ur­inn svar­aði að verið væri að panta kubba, sem yrð­u ­borg­að­ir, ekki væri verið að biðja um að fá þá ókeyp­is. En LEGO hefur end­ur­tekið fyrri svör en jafn­fram­t ­sagt að hver sem er geti keypt kubba og gert við þá hvað sem við­kom­andi sýn­ist. 

Þegar blaða­maður Politi­kens sendi tölvu­póst til LEGO og spurði hvort hann gæt­i keypt milljón legokubba, í ýmsum lit­um, var spurt hvað hann hygð­ist gera við þá. "Kemur LEGO það eitt­hvað við?” spurði blaða­maður en hefur ekki fengið svör enn sem komið er. Blaða­mað­ur­inn hafði líka sam­band við danskar ­leik­fanga­versl­anir og spurð­ist fyrir um kaup á milljón kubb­um. Versl­an­irn­ar vís­uðu á LEGO, þær seldu ekki kubba í lausu í millj­ón­a­tali.

Af hverju bregst LEGO svona við?   

Kubba­málið hefur vakið mikla athygli og um það verið fjallað í fjöl­miðlum víða um heim. Danski utan­rík­is­ráð­herrann, Krist­ian Jen­sen, hefur í við­tölum sagt að vita­skuld ráði LEGO því hverjum það ­selji kubba og hverjum ekki. Eng­inn deilir svosem um það. En danskir fjöl­miðl­ar og fjöl­margir aðrir telja að skýr­ingin sé aug­ljós: LEGO sé ein­fald­lega hrætt um að styggja kín­verska ráða­menn enda hafi for­svars­mönnum LEGO verið sagt, und­ir­ illa dul­bú­inni rós, að það muni bitna harka­lega á LEGO selji fyr­ir­tækið þessum póli­tíska and­ófs­manni kubba. 

Mörgum sem hafa tjáð sig um málið þykir þetta afar vand­ræða­legt fyrir LEGO og Ai Weiwei hefur sagt það dap­ur­legt að fyr­ir­tæki eins og LEGO setji við­skipta­sjón­ar­mið ofar mann­rétt­ind­um. LEGO hefur að und­an­förn­u lagt síaukna áherslu á að auka söl­una í Asíu. Í und­ir­bún­ingi er, og leyf­i ­feng­ið, til að opna Legol­and (svipað og er í Billund á Jót­landi) í Shang­hai og ­fyrir skömmu tók LEGO í notkun stóra kubba­verk­smiðju í Jiax­ing.

Hvað með sýn­ing­una í Mel­bo­urne

Tals­maður Ai Weiwei sagði í við­tali við d­anskt dag­blað að sýn­ingin yrði að veru­leika. Óneit­an­lega væri það nokk­uð um­hendis að kaupa kubbana í versl­unum en sagði jafn­framt að nú væru kubba­send­ingar farnar að streyma til Ai Weiwei, bæði á heim­ili hans í Beijing og í Berlín. Mik­ill fjöldi fólks hefur líka haft sam­band við Þjóð­lista­safnið í Mel­bourn til að fá upp­lýs­ingar um hvert það geti sent kubba, eða pen­inga til­ kubba­k­aupa. 

Við þurfum á þínu framlagi að halda

Þú getur tekið beinan þátt í að halda úti öflugum fjölmiðli.

Við sem vinnum á ritstjórn Kjarnans viljum hvetja þig til að vera með okkur í liði og leggja okkar góða fjölmiðli til mánaðarlegt framlag svo við getum haldið áfram að vinna fyrir lesendur, fyrir fólkið í landinu.

Kjarninn varð níu ára í sumar. Þegar hann hóf að taka við frjálsum framlögum þá varð slagorðið „Frjáls fjölmiðill fyrir andvirði kaffibolla“ til og lesendur voru hvattir til að leggja fram í það minnsta upphæð eins kaffibolla á mánuði.

Mikið vatn hefur runnið til sjávar á þeim níu árum sem Kjarninn hefur lifað. Í huga okkar á Kjarnanum hefur þörfin fyrir fjölmiðla sem veita raunverulegt aðhald og taka hlutverk sitt alvarlega aukist til muna.

Við trúum því að Kjarninn skipti máli fyrir samfélagið.

Við trúum því að sjálfstæð og vönduð blaðamennska skipti máli.

Ef þú trúir því sama þá endilega hugsaðu hvort Kjarninn er ekki allavega nokkurra kaffibolla virði á mánuði.

Vertu með okkur í liði. Þitt framlag skiptir máli.

Ritstjórn Kjarnans: Sunna Ósk Logadóttir, Þórður Snær Júlíusson, Erla María Markúsdóttir, Arnar Þór Ingólfsson, Eyrún Magnúsdóttir og Grétar Þór Sigurðsson.


Já takk, ég vil styrkja Kjarnann!
Þorbjörn Guðmundsson
Er íslenska velferðarkerfið ekki lengur griðarstaður þeirra sem minnst hafa?
Kjarninn 11. janúar 2023
Takk fyrir og sjáumst á nýjum miðli á föstudag
Bréf frá ritstjóra Kjarnans vegna sameiningar við Stundina og þess að nýr framsækinn fréttamiðill verður til í lok viku.
Kjarninn 11. janúar 2023
Sverrir Albertsson
Vatn á myllu kölska
Kjarninn 11. janúar 2023
Lögreglumenn standa vörð um gröfurnar í námunni.
Berjast fyrir þorpi á barmi hengiflugs
Lítið þorp í Rínarlöndum Þýskalands er allt komið í eigu kolarisa. Fyrirtækið ætlar sér að mylja niður húsin og stækka kolanámu sína sem þegar þekur um 80 ferkílómetra. Þetta þykir mörgum skjóta skökku við í heimi sem berst við loftslagsbreytingar.
Kjarninn 10. janúar 2023
Arnþrúður Karlsdóttir, útvarpsstjóri Útvarps Sögu.
Útvarp Saga telur fjölmiðlastyrki skapa tortryggni og bjóða upp á frændhygli
Fjögur fjölmiðlafyrirtæki hafa til þessa skilað inn umsögnum um frumvarp Lilju Alfreðsdóttur menningar- og viðskiptaráðherra, sem mun að óbreyttu framlengja núverandi styrkjakerfi til fjölmiðla.
Kjarninn 10. janúar 2023
Sólveig Anna Jónsdóttir formaður Eflingar.
Viðræðum slitið og Efling undirbýr verkfallsaðgerðir
Samtök atvinnulífsins hafa hafnað gagntilboði Eflingar um skammtímakjarasamning, sem kvað á um meiri launahækkanir en SA hefur samið um við aðra hópa á almennum vinnumarkaði til þessa. Efling undirbýr nú verkfallsaðgerðir.
Kjarninn 10. janúar 2023
Palestínski fáninn á lofti í mótmælum í Reykjavík. Ísraelskri lögreglu hefur nú verið fyrirskipað að rífa fánann niður á almannafæri.
Fánabann og refsiaðgerðir í Palestínu í kjölfar niðurstöðu Sameinuðu þjóðanna
Degi eftir að ný ríkisstjórn tók við völdum í Ísrael samþykkti allsherjarþing Sþ að fela Alþjóðadómstólnum í Haag að meta lögmæti hernáms Ísraelsríkis á Vesturbakkanum. Síðan þá hefur stjórnin gripið til refsiaðgerða og nú síðast fánabanns.
Kjarninn 10. janúar 2023
Gríðarlega mikil dæling á sandi á sér stað í Landeyjahöfn á hverju ári. Markarfljótið ber hundruð þúsunda tonna af jarðefnum út í sjó og það á til að safnast upp í mynni hafnarinnar.
Vilja sjúga sand af hafsbotni í stórum stíl og flytja út
Eftirspurn eftir íslenskum jarðefnum er gríðarleg ef marka má framkomin áform erlendra stórfyrirtækja um nýtingu þeirra. Vinsældir hafnarinnar í Þorlákshöfn eru samhliða mjög miklar.
Kjarninn 10. janúar 2023
Meira eftir höfundinnBorgþór Arngrímsson
Meira úr sama flokkiFréttaskýringar
None