Helle Thorning Schmidt
Auglýsing

Þótt það standi fyrr­ver­and­i ­for­sæt­is­ráð­herra Dan­merkur á fer­il­skránni er það ekki endi­lega trygg­ing fyr­ir­ ­mik­ils­metnum emb­ættum á alþjóða­vett­vangi. Það hefur Helle Thorn­ing-Schmid­t ­fengið að reyna. Fyrir nokkrum dögum fékk hún að vita að hún fengi ekki starf ­yf­ir­manns Flótta­manna­stofn­unar Sam­ein­uðu þjóð­anna. Starf sem hún hafði sóst eftir og lýst miklum áhuga á. Þegar gert var opin­bert að hún myndi sækja um þetta starf var það til­kynnt með pomp og pragt á frétta­manna­fundi á Krist­jáns­borg 4. sept­em­ber. Og það var ekki bara hún ein sem var þar mætt til að til­kynna um þessa ákvörð­un, for­sæt­is­ráð­herra Dan­merk­ur, Lars Løkke Rasmus­sen var með Helle T­horn­ing á frétta­manna­fund­in­um. Hann lýst­i ­yfir stuðn­ingi við umsókn for­sæt­is­ráð­herr­ans fyrr­ver­andi fyrir hönd rík­is­stjórn­ar D­an­merk­ur. 

Þau tvö, Lars Løkke og Helle Thorn­ing hafa ­lengi eldað grátt silfur og tek­ist hart á, bæði utan þings og inn­an. En á áð­ur­nefndum frétta­manna­fundi hældi Lars Løkke Helle T­horn­ing á hvert reipi og sagði að hún hefði, að sínu mati, alla þá kosti til­ að bera sem þetta háa emb­ætti krefð­ist. Rík­is­stjórn Dan­merkur stæði ein­huga að baki fram­boði henn­ar.

Fáar gagn­rýn­is­raddir heima fyrir

Danskir fjöl­miðl­ar ­fjöll­uðu ítar­lega um fram­boð Helle Thorn­ing-Schmidt eins og vænta mátti. Það er ekki á hverjum degi sem Dani sæk­ist eftir svo háu alþjóð­legu emb­ætt­i. ­Fjöl­miðl­arnir voru sam­mála um að Helle Thorn­ing- Schmidt yrði verð­ugur full­trú­i D­an­merkur og hún hefði það sem til þyrfti til að gegna þessu starf­i.  Hún væri þekkt mann­eskja, væri með munn­inn ­fyrir neðan nef­ið, tal­aði reiprenn­andi ensku (ekki sjálf­gefið með Dan­i), hún­ væri vel menntuð sem hefði góð sam­bönd víða um lönd. Ekki spillti fyrir að ­bóndi henn­ar, Stephen Kinnock væri orð­inn þing­maður í Bret­landi. Allt mælti með­ Helle Thorn­ing í þetta virðu­lega og mik­ils­metna emb­ætt­i.  Lars Løkke Rasmussen hafði lýst yfir stuðningi við umsókn forsætisráðherrans fyrrverandi fyrir hönd ríkisstjórnar Danmerkur.

Auglýsing

Sumir danskir ­fjöl­miðlar létu að því liggja að hún væri allt að því sjálf­kjörin í emb­ætt­ið. Í fyrstu leit reyndar út fyrir að eng­inn annar yrði í kjöri, umsókn­ar­frest­ur­inn var til 14. sept­em­ber en sú dag­setn­ing var reyndar ekki fast­bund­in. Nokkru áður­ en umsókn­ar­frest­ur­inn var úti til­kynnti Ítal­inn Fil­ippo Grandi um fram­boð sitt. Hann hefur um ára­bil verið starfs­maður Sam­ein­uðu þjóð­anna, að und­an­förn­u fram­kvæmda­stjóri sam­tak­anna varð­andi mál­efni Palest­ínu. Þekkir starf­semi SÞ út og inn, hóf reyndar feril sinn innan sam­tak­anna hjá flótta­manna­stofn­un­inni árið 1988. Svo gerð­ist það að Þjóð­verj­inn Achim Steiner til­kynnti um fram­boð og ­jafn­framt að hann hefði stuðn­ing Ang­elu Merkel kansl­ara. Sá stuðn­ingur var þó ekki opin­ber fyrr en seint og um síðir og fyr­ir­fram var Steiner ekki tal­inn lík­legur til að fá stöð­una. 

Svíar hik­uðu en studdu Helle Thorn­ing að lokum

Þeg­ar ­ljóst var að fleiri en Helle Thorn­ing-Schmidt höfðu auga­stað á emb­ætt­inu fór d­anska rík­is­stjórnin af stað. Ráð­herr­ar, með Krist­ian Jen­sen utan­rík­is­ráð­herra í broddi fylk­ingar ferð­uð­ust til margra landa til að afla stuðn­ings við Helle T­horn­ing. 

Margir voru hikandi, Banda­ríkja­menn töldu sig, þótt ekki væri það ­sagt opin­ber­lega, tæp­lega geta stutt hana. Seint og um síðir lýst­i ­for­sæt­is­ráð­herra Sví­þjóðar yfir stuðn­ingi og sömu sögu er að segja um for­sæt­is­ráð­herra Nor­egs.

Ráðn­ing ­yf­ir­manns Flótta­manna­stofn­unar SÞ er í höndum Ban Ki-moon fram­kvæmda­stjóra (áður kall­aður aðal­rit­ari) Sam­ein­uðu þjóð­anna. Fram­kvæmda­stjór­inn hlust­ar vissu­lega á full­trúa aðild­ar­ríkj­anna en þegar að ákvörðun kemur er það hann sem ræð­ur. Fyrir nokkrum dögum til­kynnti hann að það yrði Fil­ippo Grandi sem feng­i ­starf­ið. Grandi tekur við af Portú­ga­l­anum António Guterres sem gegnt hef­ur emb­ætt­inu um tíu ára skeið.

Af hverju fékk Helle Thorn­ing-Schmid­t ekki starfið 

Þess­ari spurn­ingu hafa danskir ­fjöl­miðlar reynt að svara síðan til­kynnt var að for­sæt­is­ráð­herr­ann fyrr­ver­and­i yrði ekki næsti yfir­maður Flótta­manna­stofn­unar SÞ.

Flestir sem fjöl­miðlar hafa rætt við ­nefna fyrst og fremst tvær ástæð­ur. Í fyrsta lagi að Helle Thorn­ing-Schmid­t hafi sem for­sæt­is­ráð­herra ekki bein­línis verið tals­maður flótta­manna held­ur þvert á móti. Hún hafi marg­sinnis talað um að setja þyrfti hertar reglur um inn­flytj­endur í því skyni að tak­marka fjölda þeirra. Þótt hún hafi, af eðli­legum ástæðum ætíð talað um Dan­mörku í þessu sam­bandi sé aug­ljóst hver ­sjón­ar­mið hennar séu. 

Þau sjón­ar­mið sam­ræm­ist ekki starfi yfir­manns Flótta­manna­stofn­unar SÞ og kannski sé Helle Thorn­ing ekki til þess fallin að ­sam­eina kraft­ana í því erf­iða ástandi sem ríki, einkum í Evr­ópu.  Í öðru lagi að hún hafi ekki staðið sig ­sér­lega vel í við­tölum vegna starfs­ins. Þar hafi hún ekki verið sér­lega vel und­ir­búin og ekki haft nægi­lega skýra sýn á hvernig hún hygð­ist starfa og á­herslu­at­riði í starf­inu.

Þurfti mann sem kann á kerfið

Síð­ast en ekki síst hafi hún átt við erf­iðan and­stæð­ing að etja. Ítal­inn Fil­ippo Grandi þekkir starf­semi Sam­ein­uð­u ­þjóð­anna út og inn og eins og ástandið sé nú um stundir skipti miklu að ­yf­ir­maður Flótta­manna­stofn­un­ar­innar þurfi ekki að byrja á því að kynnast ­starf­sem­inni, en það taki iðu­lega drjúgan tíma. Hlut­irnir þurfi og verði að ­ger­ast hér og nú. 

Þess­vegna sé aug­ljóst að Ítal­inn Fil­ippo Grandi hafi ver­ið betri kostur en Helle Thorn­ing-Schmid­t. 

Við þurfum á þínu framlagi að halda

Þú getur tekið beinan þátt í að halda úti öflugum fjölmiðli.

Við sem vinnum á ritstjórn Kjarnans viljum hvetja þig til að vera með okkur í liði og leggja okkar góða fjölmiðli til mánaðarlegt framlag svo við getum haldið áfram að vinna fyrir lesendur, fyrir fólkið í landinu.

Kjarninn varð níu ára í sumar. Þegar hann hóf að taka við frjálsum framlögum þá varð slagorðið „Frjáls fjölmiðill fyrir andvirði kaffibolla“ til og lesendur voru hvattir til að leggja fram í það minnsta upphæð eins kaffibolla á mánuði.

Mikið vatn hefur runnið til sjávar á þeim níu árum sem Kjarninn hefur lifað. Í huga okkar á Kjarnanum hefur þörfin fyrir fjölmiðla sem veita raunverulegt aðhald og taka hlutverk sitt alvarlega aukist til muna.

Við trúum því að Kjarninn skipti máli fyrir samfélagið.

Við trúum því að sjálfstæð og vönduð blaðamennska skipti máli.

Ef þú trúir því sama þá endilega hugsaðu hvort Kjarninn er ekki allavega nokkurra kaffibolla virði á mánuði.

Vertu með okkur í liði. Þitt framlag skiptir máli.

Ritstjórn Kjarnans: Sunna Ósk Logadóttir, Þórður Snær Júlíusson, Erla María Markúsdóttir, Arnar Þór Ingólfsson, Eyrún Magnúsdóttir og Grétar Þór Sigurðsson.


Já takk, ég vil styrkja Kjarnann!
Þorbjörn Guðmundsson
Er íslenska velferðarkerfið ekki lengur griðarstaður þeirra sem minnst hafa?
Kjarninn 11. janúar 2023
Takk fyrir og sjáumst á nýjum miðli á föstudag
Bréf frá ritstjóra Kjarnans vegna sameiningar við Stundina og þess að nýr framsækinn fréttamiðill verður til í lok viku.
Kjarninn 11. janúar 2023
Sverrir Albertsson
Vatn á myllu kölska
Kjarninn 11. janúar 2023
Lögreglumenn standa vörð um gröfurnar í námunni.
Berjast fyrir þorpi á barmi hengiflugs
Lítið þorp í Rínarlöndum Þýskalands er allt komið í eigu kolarisa. Fyrirtækið ætlar sér að mylja niður húsin og stækka kolanámu sína sem þegar þekur um 80 ferkílómetra. Þetta þykir mörgum skjóta skökku við í heimi sem berst við loftslagsbreytingar.
Kjarninn 10. janúar 2023
Arnþrúður Karlsdóttir, útvarpsstjóri Útvarps Sögu.
Útvarp Saga telur fjölmiðlastyrki skapa tortryggni og bjóða upp á frændhygli
Fjögur fjölmiðlafyrirtæki hafa til þessa skilað inn umsögnum um frumvarp Lilju Alfreðsdóttur menningar- og viðskiptaráðherra, sem mun að óbreyttu framlengja núverandi styrkjakerfi til fjölmiðla.
Kjarninn 10. janúar 2023
Sólveig Anna Jónsdóttir formaður Eflingar.
Viðræðum slitið og Efling undirbýr verkfallsaðgerðir
Samtök atvinnulífsins hafa hafnað gagntilboði Eflingar um skammtímakjarasamning, sem kvað á um meiri launahækkanir en SA hefur samið um við aðra hópa á almennum vinnumarkaði til þessa. Efling undirbýr nú verkfallsaðgerðir.
Kjarninn 10. janúar 2023
Palestínski fáninn á lofti í mótmælum í Reykjavík. Ísraelskri lögreglu hefur nú verið fyrirskipað að rífa fánann niður á almannafæri.
Fánabann og refsiaðgerðir í Palestínu í kjölfar niðurstöðu Sameinuðu þjóðanna
Degi eftir að ný ríkisstjórn tók við völdum í Ísrael samþykkti allsherjarþing Sþ að fela Alþjóðadómstólnum í Haag að meta lögmæti hernáms Ísraelsríkis á Vesturbakkanum. Síðan þá hefur stjórnin gripið til refsiaðgerða og nú síðast fánabanns.
Kjarninn 10. janúar 2023
Gríðarlega mikil dæling á sandi á sér stað í Landeyjahöfn á hverju ári. Markarfljótið ber hundruð þúsunda tonna af jarðefnum út í sjó og það á til að safnast upp í mynni hafnarinnar.
Vilja sjúga sand af hafsbotni í stórum stíl og flytja út
Eftirspurn eftir íslenskum jarðefnum er gríðarleg ef marka má framkomin áform erlendra stórfyrirtækja um nýtingu þeirra. Vinsældir hafnarinnar í Þorlákshöfn eru samhliða mjög miklar.
Kjarninn 10. janúar 2023
Meira eftir höfundinnBorgþór Arngrímsson
Meira úr sama flokkiFréttaskýringar
None