Helle Thorning Schmidt
Auglýsing

Þótt það standi fyrr­ver­and­i ­for­sæt­is­ráð­herra Dan­merkur á fer­il­skránni er það ekki endi­lega trygg­ing fyr­ir­ ­mik­ils­metnum emb­ættum á alþjóða­vett­vangi. Það hefur Helle Thorn­ing-Schmid­t ­fengið að reyna. Fyrir nokkrum dögum fékk hún að vita að hún fengi ekki starf ­yf­ir­manns Flótta­manna­stofn­unar Sam­ein­uðu þjóð­anna. Starf sem hún hafði sóst eftir og lýst miklum áhuga á. Þegar gert var opin­bert að hún myndi sækja um þetta starf var það til­kynnt með pomp og pragt á frétta­manna­fundi á Krist­jáns­borg 4. sept­em­ber. Og það var ekki bara hún ein sem var þar mætt til að til­kynna um þessa ákvörð­un, for­sæt­is­ráð­herra Dan­merk­ur, Lars Løkke Rasmus­sen var með Helle T­horn­ing á frétta­manna­fund­in­um. Hann lýst­i ­yfir stuðn­ingi við umsókn for­sæt­is­ráð­herr­ans fyrr­ver­andi fyrir hönd rík­is­stjórn­ar D­an­merk­ur. 

Þau tvö, Lars Løkke og Helle Thorn­ing hafa ­lengi eldað grátt silfur og tek­ist hart á, bæði utan þings og inn­an. En á áð­ur­nefndum frétta­manna­fundi hældi Lars Løkke Helle T­horn­ing á hvert reipi og sagði að hún hefði, að sínu mati, alla þá kosti til­ að bera sem þetta háa emb­ætti krefð­ist. Rík­is­stjórn Dan­merkur stæði ein­huga að baki fram­boði henn­ar.

Fáar gagn­rýn­is­raddir heima fyrir

Danskir fjöl­miðl­ar ­fjöll­uðu ítar­lega um fram­boð Helle Thorn­ing-Schmidt eins og vænta mátti. Það er ekki á hverjum degi sem Dani sæk­ist eftir svo háu alþjóð­legu emb­ætt­i. ­Fjöl­miðl­arnir voru sam­mála um að Helle Thorn­ing- Schmidt yrði verð­ugur full­trú­i D­an­merkur og hún hefði það sem til þyrfti til að gegna þessu starf­i.  Hún væri þekkt mann­eskja, væri með munn­inn ­fyrir neðan nef­ið, tal­aði reiprenn­andi ensku (ekki sjálf­gefið með Dan­i), hún­ væri vel menntuð sem hefði góð sam­bönd víða um lönd. Ekki spillti fyrir að ­bóndi henn­ar, Stephen Kinnock væri orð­inn þing­maður í Bret­landi. Allt mælti með­ Helle Thorn­ing í þetta virðu­lega og mik­ils­metna emb­ætt­i.  Lars Løkke Rasmussen hafði lýst yfir stuðningi við umsókn forsætisráðherrans fyrrverandi fyrir hönd ríkisstjórnar Danmerkur.

Auglýsing

Sumir danskir ­fjöl­miðlar létu að því liggja að hún væri allt að því sjálf­kjörin í emb­ætt­ið. Í fyrstu leit reyndar út fyrir að eng­inn annar yrði í kjöri, umsókn­ar­frest­ur­inn var til 14. sept­em­ber en sú dag­setn­ing var reyndar ekki fast­bund­in. Nokkru áður­ en umsókn­ar­frest­ur­inn var úti til­kynnti Ítal­inn Fil­ippo Grandi um fram­boð sitt. Hann hefur um ára­bil verið starfs­maður Sam­ein­uðu þjóð­anna, að und­an­förn­u fram­kvæmda­stjóri sam­tak­anna varð­andi mál­efni Palest­ínu. Þekkir starf­semi SÞ út og inn, hóf reyndar feril sinn innan sam­tak­anna hjá flótta­manna­stofn­un­inni árið 1988. Svo gerð­ist það að Þjóð­verj­inn Achim Steiner til­kynnti um fram­boð og ­jafn­framt að hann hefði stuðn­ing Ang­elu Merkel kansl­ara. Sá stuðn­ingur var þó ekki opin­ber fyrr en seint og um síðir og fyr­ir­fram var Steiner ekki tal­inn lík­legur til að fá stöð­una. 

Svíar hik­uðu en studdu Helle Thorn­ing að lokum

Þeg­ar ­ljóst var að fleiri en Helle Thorn­ing-Schmidt höfðu auga­stað á emb­ætt­inu fór d­anska rík­is­stjórnin af stað. Ráð­herr­ar, með Krist­ian Jen­sen utan­rík­is­ráð­herra í broddi fylk­ingar ferð­uð­ust til margra landa til að afla stuðn­ings við Helle T­horn­ing. 

Margir voru hikandi, Banda­ríkja­menn töldu sig, þótt ekki væri það ­sagt opin­ber­lega, tæp­lega geta stutt hana. Seint og um síðir lýst­i ­for­sæt­is­ráð­herra Sví­þjóðar yfir stuðn­ingi og sömu sögu er að segja um for­sæt­is­ráð­herra Nor­egs.

Ráðn­ing ­yf­ir­manns Flótta­manna­stofn­unar SÞ er í höndum Ban Ki-moon fram­kvæmda­stjóra (áður kall­aður aðal­rit­ari) Sam­ein­uðu þjóð­anna. Fram­kvæmda­stjór­inn hlust­ar vissu­lega á full­trúa aðild­ar­ríkj­anna en þegar að ákvörðun kemur er það hann sem ræð­ur. Fyrir nokkrum dögum til­kynnti hann að það yrði Fil­ippo Grandi sem feng­i ­starf­ið. Grandi tekur við af Portú­ga­l­anum António Guterres sem gegnt hef­ur emb­ætt­inu um tíu ára skeið.

Af hverju fékk Helle Thorn­ing-Schmid­t ekki starfið 

Þess­ari spurn­ingu hafa danskir ­fjöl­miðlar reynt að svara síðan til­kynnt var að for­sæt­is­ráð­herr­ann fyrr­ver­and­i yrði ekki næsti yfir­maður Flótta­manna­stofn­unar SÞ.

Flestir sem fjöl­miðlar hafa rætt við ­nefna fyrst og fremst tvær ástæð­ur. Í fyrsta lagi að Helle Thorn­ing-Schmid­t hafi sem for­sæt­is­ráð­herra ekki bein­línis verið tals­maður flótta­manna held­ur þvert á móti. Hún hafi marg­sinnis talað um að setja þyrfti hertar reglur um inn­flytj­endur í því skyni að tak­marka fjölda þeirra. Þótt hún hafi, af eðli­legum ástæðum ætíð talað um Dan­mörku í þessu sam­bandi sé aug­ljóst hver ­sjón­ar­mið hennar séu. 

Þau sjón­ar­mið sam­ræm­ist ekki starfi yfir­manns Flótta­manna­stofn­unar SÞ og kannski sé Helle Thorn­ing ekki til þess fallin að ­sam­eina kraft­ana í því erf­iða ástandi sem ríki, einkum í Evr­ópu.  Í öðru lagi að hún hafi ekki staðið sig ­sér­lega vel í við­tölum vegna starfs­ins. Þar hafi hún ekki verið sér­lega vel und­ir­búin og ekki haft nægi­lega skýra sýn á hvernig hún hygð­ist starfa og á­herslu­at­riði í starf­inu.

Þurfti mann sem kann á kerfið

Síð­ast en ekki síst hafi hún átt við erf­iðan and­stæð­ing að etja. Ítal­inn Fil­ippo Grandi þekkir starf­semi Sam­ein­uð­u ­þjóð­anna út og inn og eins og ástandið sé nú um stundir skipti miklu að ­yf­ir­maður Flótta­manna­stofn­un­ar­innar þurfi ekki að byrja á því að kynnast ­starf­sem­inni, en það taki iðu­lega drjúgan tíma. Hlut­irnir þurfi og verði að ­ger­ast hér og nú. 

Þess­vegna sé aug­ljóst að Ítal­inn Fil­ippo Grandi hafi ver­ið betri kostur en Helle Thorn­ing-Schmid­t. 

Kanntu vel við Kjarnann?

Frjáls framlög lesenda eru mikilvægur þáttur í rekstri Kjarnans. Þau gera okkur kleift að halda áfram að taka þátt í umræðunni á vitrænan hátt og greina kjarnann frá hisminu fyrir lesendur. 

Kjarninn er fjölmiðill sem leggur sig fram við að upplýsa og skýra út það sem á sér stað í samfélaginu með áherslu á gæði og dýpt. 

Okkar tryggð er aðeins við lesendur. Við erum skuldbundin ykkur og værum þakklát ef þið vilduð vera með í að gera Kjarnann enn sterkari. 

Ef þú kannt vel við það efni sem þú lest á Kjarnanum viljum við hvetja þig til að styrkja okkur. Þinn styrkur er okkar styrkur.

Já takk, ég vil styrkja Kjarnann!
Bankastjórar Arion banka kaupa hlutabréf fyrir 230 milljónir
Benedikt Gíslason bankastjóri og Ásgeir Helgi Reykfjörð aðstoðarbankastjóri keyptu hlutabréf í bankanum í dag.
Kjarninn 14. nóvember 2019
Þorsteinn Már vonar að tímabundið brotthvarf rói umræðu um Samherja
Þorsteinn Már Baldvinsson segir í viðtali við Vísi að Samherji sé ekki sálarlaust fyrirtæki. Honum blöskrar umræða um fyrirtækið í kjölfar afhjúpandi þáttar Kveiks um starfsemi Samherja í Namibíu.
Kjarninn 14. nóvember 2019
Indriði H. Þorláksson
Samherji í gráum skugga
Kjarninn 14. nóvember 2019
Björgólfur í leyfi frá störfum sem stjórnarformaður Íslandsstofu
Björgólfur Jóhannsson tekur við sem forstjóri Samherja tímabundið.
Kjarninn 14. nóvember 2019
Leifur Gunnarsson
Takmarkanir á tímum tæknibyltinga – Staða fólks með sykursýki 1 í dag
Kjarninn 14. nóvember 2019
Mosfellsbær heldur áfram að stækka
Íbúum Mosfellsbæjar hefur fjölgað gríðarlega á síðasta áratug sem og nýjum íbúðum. Bæjarstjórn Mosfellsbæjar býst við áframhaldandi fjölgun íbúa á næsta ári.
Kjarninn 14. nóvember 2019
Haukur Arnþórsson
Hugleiðingar um tengsl stjórnmála og sjávarútvegs
Kjarninn 14. nóvember 2019
Svæðið sem um ræðir
Steypuvinna vegna Landsbankabyggingarinnar – Reikna með að fara 190 ferðir á einum degi
Botnplata nýju Landsbankabyggingarinnar á Austurbakka 2 verður steypt laugardaginn næstkomandi. Meðan unnið er þarf að loka hægri akrein Kalkofnsvegar í átt að Lækjargötu.
Kjarninn 14. nóvember 2019
Meira eftir höfundinnBorgþór Arngrímsson
Meira úr sama flokkiFréttaskýringar
None