Helle Thorning Schmidt
Auglýsing

Þótt það standi fyrrverandi forsætisráðherra Danmerkur á ferilskránni er það ekki endilega trygging fyrir mikilsmetnum embættum á alþjóðavettvangi. Það hefur Helle Thorning-Schmidt fengið að reyna. Fyrir nokkrum dögum fékk hún að vita að hún fengi ekki starf yfirmanns Flóttamannastofnunar Sameinuðu þjóðanna. Starf sem hún hafði sóst eftir og lýst miklum áhuga á. Þegar gert var opinbert að hún myndi sækja um þetta starf var það tilkynnt með pomp og pragt á fréttamannafundi á Kristjánsborg 4. september. Og það var ekki bara hún ein sem var þar mætt til að tilkynna um þessa ákvörðun, forsætisráðherra Danmerkur, Lars Løkke Rasmussen var með Helle Thorning á fréttamannafundinum. Hann lýsti yfir stuðningi við umsókn forsætisráðherrans fyrrverandi fyrir hönd ríkisstjórnar Danmerkur. 

Þau tvö, Lars Løkke og Helle Thorning hafa lengi eldað grátt silfur og tekist hart á, bæði utan þings og innan. En á áðurnefndum fréttamannafundi hældi Lars Løkke Helle Thorning á hvert reipi og sagði að hún hefði, að sínu mati, alla þá kosti til að bera sem þetta háa embætti krefðist. Ríkisstjórn Danmerkur stæði einhuga að baki framboði hennar.

Fáar gagnrýnisraddir heima fyrir

Danskir fjölmiðlar fjölluðu ítarlega um framboð Helle Thorning-Schmidt eins og vænta mátti. Það er ekki á hverjum degi sem Dani sækist eftir svo háu alþjóðlegu embætti. Fjölmiðlarnir voru sammála um að Helle Thorning- Schmidt yrði verðugur fulltrúi Danmerkur og hún hefði það sem til þyrfti til að gegna þessu starfi.  Hún væri þekkt manneskja, væri með munninn fyrir neðan nefið, talaði reiprennandi ensku (ekki sjálfgefið með Dani), hún væri vel menntuð sem hefði góð sambönd víða um lönd. Ekki spillti fyrir að bóndi hennar, Stephen Kinnock væri orðinn þingmaður í Bretlandi. Allt mælti með Helle Thorning í þetta virðulega og mikilsmetna embætti.  Lars Løkke Rasmussen hafði lýst yfir stuðningi við umsókn forsætisráðherrans fyrrverandi fyrir hönd ríkisstjórnar Danmerkur.

Auglýsing

Sumir danskir fjölmiðlar létu að því liggja að hún væri allt að því sjálfkjörin í embættið. Í fyrstu leit reyndar út fyrir að enginn annar yrði í kjöri, umsóknarfresturinn var til 14. september en sú dagsetning var reyndar ekki fastbundin. Nokkru áður en umsóknarfresturinn var úti tilkynnti Ítalinn Filippo Grandi um framboð sitt. Hann hefur um árabil verið starfsmaður Sameinuðu þjóðanna, að undanförnu framkvæmdastjóri samtakanna varðandi málefni Palestínu. Þekkir starfsemi SÞ út og inn, hóf reyndar feril sinn innan samtakanna hjá flóttamannastofnuninni árið 1988. Svo gerðist það að Þjóðverjinn Achim Steiner tilkynnti um framboð og jafnframt að hann hefði stuðning Angelu Merkel kanslara. Sá stuðningur var þó ekki opinber fyrr en seint og um síðir og fyrirfram var Steiner ekki talinn líklegur til að fá stöðuna. 

Svíar hikuðu en studdu Helle Thorning að lokum

Þegar ljóst var að fleiri en Helle Thorning-Schmidt höfðu augastað á embættinu fór danska ríkisstjórnin af stað. Ráðherrar, með Kristian Jensen utanríkisráðherra í broddi fylkingar ferðuðust til margra landa til að afla stuðnings við Helle Thorning. 

Margir voru hikandi, Bandaríkjamenn töldu sig, þótt ekki væri það sagt opinberlega, tæplega geta stutt hana. Seint og um síðir lýsti forsætisráðherra Svíþjóðar yfir stuðningi og sömu sögu er að segja um forsætisráðherra Noregs.

Ráðning yfirmanns Flóttamannastofnunar SÞ er í höndum Ban Ki-moon framkvæmdastjóra (áður kallaður aðalritari) Sameinuðu þjóðanna. Framkvæmdastjórinn hlustar vissulega á fulltrúa aðildarríkjanna en þegar að ákvörðun kemur er það hann sem ræður. Fyrir nokkrum dögum tilkynnti hann að það yrði Filippo Grandi sem fengi starfið. Grandi tekur við af Portúgalanum António Guterres sem gegnt hefur embættinu um tíu ára skeið.

Af hverju fékk Helle Thorning-Schmidt ekki starfið 

Þessari spurningu hafa danskir fjölmiðlar reynt að svara síðan tilkynnt var að forsætisráðherrann fyrrverandi yrði ekki næsti yfirmaður Flóttamannastofnunar SÞ.

Flestir sem fjölmiðlar hafa rætt við nefna fyrst og fremst tvær ástæður. Í fyrsta lagi að Helle Thorning-Schmidt hafi sem forsætisráðherra ekki beinlínis verið talsmaður flóttamanna heldur þvert á móti. Hún hafi margsinnis talað um að setja þyrfti hertar reglur um innflytjendur í því skyni að takmarka fjölda þeirra. Þótt hún hafi, af eðlilegum ástæðum ætíð talað um Danmörku í þessu sambandi sé augljóst hver sjónarmið hennar séu. 

Þau sjónarmið samræmist ekki starfi yfirmanns Flóttamannastofnunar SÞ og kannski sé Helle Thorning ekki til þess fallin að sameina kraftana í því erfiða ástandi sem ríki, einkum í Evrópu.  Í öðru lagi að hún hafi ekki staðið sig sérlega vel í viðtölum vegna starfsins. Þar hafi hún ekki verið sérlega vel undirbúin og ekki haft nægilega skýra sýn á hvernig hún hygðist starfa og áhersluatriði í starfinu.

Þurfti mann sem kann á kerfið

Síðast en ekki síst hafi hún átt við erfiðan andstæðing að etja. Ítalinn Filippo Grandi þekkir starfsemi Sameinuðu þjóðanna út og inn og eins og ástandið sé nú um stundir skipti miklu að yfirmaður Flóttamannastofnunarinnar þurfi ekki að byrja á því að kynnast starfseminni, en það taki iðulega drjúgan tíma. Hlutirnir þurfi og verði að gerast hér og nú. 

Þessvegna sé augljóst að Ítalinn Filippo Grandi hafi verið betri kostur en Helle Thorning-Schmidt. 

Styrkir þú Kjarnann?

Kjarninn reiðir sig á framlög lesenda. Með því að styrkja Kjarnann mánaðarlega tekur þú þátt í að halda úti öflugum fjölmiðli.

Kjarninn hefur verið til taks fyrir kröfuharða lesendur í sjö ár og býður almenningi upp á vandaða umfjöllun þar sem áhersla er á gæði og dýpt.  

Ef þú ert nú þegar styrkjandi leyfum við okkur að benda á að hægt er að óska eftir að hækka styrkinn með því að senda póst á takk@kjarninn.is


Já takk, ég vil styrkja Kjarnann!
Örn Bárður Jónsson
Ný stjórnarskrá í 10 ár – Viska almennings og máttur kvenna
Kjarninn 29. júlí 2021
Til að fá að fljúga með flugfélaginu Play verða farþegar að skila inn vottorði um neikvæða niðurstöðu úr PCR-prófi eða hraðprófi.
Hafa þurft að vísa vottorðalausum farþegum frá
Flugfélagið Play hefur fengið jákvæð viðbrögð við þeirri ákvörðun að meina farþegum um flug sem ekki hafa vottorð um neikvætt COVID próf. Fyrirkomulagið verður enn í gildi hjá Play þrátt fyrir að vottorðalausum muni bjóðast sýnataka á landamærunum.
Kjarninn 29. júlí 2021
Kamilla Jósefsdóttir og Alma Möller landlæknir.
Sértæk bóluefni gegn delta-afbrigði „okkar helsta von“
Frá því að fjórða bylgja faraldursins hófst hér á landi hafa sextán sjúklingar legið á Landspítala með COVID-19. Tíu eru inniliggjandi í dag, þar af tveir á gjörgæslu.
Kjarninn 29. júlí 2021
Kort Sóttvarnastofnunar Evrópu sem uppfært var í dag.
Ísland orðið appelsínugult á korti Sóttvarnastofnunar Evrópu
Mikil fjölgun greindra smita hér á landi hefur haft það í för með sér að Ísland er ekki lengur grænt á korti Sóttvarnastofnunar Evrópu. Væru nýjustu upplýsingar um faraldurinn notaðar yrði Ísland rautt á kortinu.
Kjarninn 29. júlí 2021
Jóhann Björn Skúlason, yfirmaður smitrakningateymis almannavarna.
Smitrakningunni „sjálfhætt“ ef fjöldi smita vex gríðarlega úr þessu
Miklar annir eru nú hjá smitrakningarteymi almannavarna. Á bilinu 180-200 þúsund notendur eru með smitrakningarforrit yfirvalda í símum sínum og það gæti reynst vel ef álagið verður svo mikið að rakningarteymið hafi ekki undan. Sem gæti gerst.
Kjarninn 29. júlí 2021
Ari Trausti Guðmundsson
Faraldur er ekki fyrirsjáanlegur
Kjarninn 29. júlí 2021
Áslaug Arna Sigurbjörnsdóttir dómsmálaráðherra.
„Ekki má hringla með marklínuna“
Dómsmálaráðherra vonar að stjórnarandstöðunni „auðnist ekki að slíta í sundur þá einingu sem ríkt hefur meðal landsmanna í baráttunni gegn veirunni“. Samhliða útbreiddri bólusetningu þurfi að slá nýjan takt og „leggja grunn að eðlilegu lífi á ný“.
Kjarninn 29. júlí 2021
Þorsteinn Már Baldvinsson forstjóri Samherja.
Samherji kannar hvernig afsökunarbeiðnir leggjast í landann
Þátttakendur í viðhorfahópi Gallup fengu í vikunni sendar spurningar um Samherja. Fyrirtækið, sem baðst tvívegis afsökunar fyrr í sumar, virðist fylgjast grannt með almenningsálitinu.
Kjarninn 29. júlí 2021
Meira eftir höfundinnBorgþór Arngrímsson
Meira úr sama flokkiFréttaskýringar
None