Var Luke Skywalker hryðjuverkamaður?

Pólitíkin í vetrarbrautinni langt langt í burtu er að mörgu leyti flókin. Það hefur ekki komið í veg fyrir að fjölmargir fræðingar hafi reynt að ráða í hana. Gæti verið að hið góða sé í raun hið vonda? Er Star Wars kannski hryðjuverkaáróður?

Star Wars
Auglýsing

Kyn­slóð­irnar sem sáu fyrstu Star Wars mynd­irnar í bíó sem ­börn und­ir­búa sig nú til að fara með börnin sín, eða jafn­vel barna­börn­in, í kvik­mynda­hús í dag eða á næstu dögum til að berja nýj­ustu mynd­ina í þessum vin­sælasta geimæv­in­týra­bálki sög­unnar aug­um. Flestir bera barns­lega von í brjósti að myndin verði aft­ur­hvarf til gömlu mynd­anna þriggja og eins fjarri Jar Jar Binks-lit­uðu von­brigð­unum sem George Lucas, hug­mynda­smiður Star War­s, bar á borð fyrir áhan­gend­urna á árunum 1999 til 2005.

Þær vonir hafa fengið byr undir báða vengi með þeim stiklu­m ­sem sýndar hafa verið úr mynd­inni, og þeim dómum sem þegar hafa verið birt­ir. ­Ljóst er að Dis­ney, sem keypti rétt­inn að Star Wars af Lucas­film árið 2012, ætlar sér sann­ar­lega að spila á þá for­tíð­ar­þrár­strengi til að ná til bak­a fjár­fest­ingu sinni í verk­efn­inu. Fregnir herma raunar að von sé á einni mynd á ári næstu sex árin ásamt breið­ustu vöru­línu af leik­föngum sem nokkru sinn­i hefur verið gefin út.

Póli­tík í vetr­ar­braut langt langt í burtu

Vegna þess að Star Wars nær til svo margra, og hefur náð að verða aðdrátt­ar­afl fyrir nýjar og nýjar kyn­slóðir ára­tugum sam­an, þá er auð­vitað búið að greina ­mynd­irnar niður í öreind­ir. Ein af skemmti­legri umræðum sem hægt er að finna um þennan gervi­-­geim­heim snýst um póli­tík­ina í vetr­ar­braut­inni langt, langt í burt­u. ­Seinni trílogí­an, sem átti að ger­ast á undan fyrri trílog­í­unni, snérist að stóru leyti um þessar póli­tísku átaka­línur sem áttu sér stað inn­an­ Vetr­ar­braut­ar­lýð­veld­is­ins (e. Galactic Repu­blic) sem varð til þess að það breytt­ist í í Vetr­ar­braut­ar­heims­veldið (e. Galactic Emp­ire) og leiddi til þess að and­spyrnu­banda­lagið (e. Rebel Alli­ance) var myndað sem mótafl.

Auglýsing

Stjórn­skipan innan þess­ara bákna hefur þótt nokk­uð óskilj­an­leg og Seth Masket, aðstoð­ar­pró­fessor í stjórn­mála­fræði við háskól­ann í Den­ver sagði við npr-út­varps­stöð­ina í vik­unni að hann efað­ist um að Geor­ge Lucas skildi hana sjálf­ur. Masket, sem hefur skrifað um stjórn­mál Star War­s árum sam­an, segir að það sé erfitt að ímynda sér að það stjórn­kerfi sem kynnt er til leiks í mynd­unum myndi end­ast í þús­und daga, og hvað þá þús­undir ára eins og lagt er upp með í mynd­un­um.

En í mjög stuttu máli snérist þessi fyrsti kafli, sem sýnd­ur var við mjög mis­jafnar vin­sældir um síð­ustu ald­ar­mót, um hvern­ig öld­ung­ar­deild­ar­þing­mað­ur­inn Palpatine sölsar undir sig völd lög­gjafa­valds­ins og breytir lýð­veld­inu í ein­ræð­is­herra­rekið heims­veldi og sjálfan sig að keis­ara þess. Í geimn­um.

Er góða liðið vonda lið­ið?

Fyrir þá sem ólust upp með myndum 4-6, sem frum­sýndar vor­u öðru hvorum megin við árið 1980, var engin vafi um hver væri hin póli­tíska ­staða í þeim. Ann­ars vegar er and­spyrnu­hreyf­ingin með sína Jed­i-­ridd­ara og góða Mátt­inn (e. the Force) í sínu liði og hins vegar er Vetr­ar­braut­ar­heims­veld­ið ­með þá sem hafa umfaðmað myrkrar­hluta Mátts­ins í aðal­hlut­verki. Þess­ar and­stæður birt­ast auð­vitað skýr­ast í feðg­unum Luke Skywal­ker, hinum bjarta, hár­blásna og góða frels­ara and­spyrnu­hreyf­ing­ar­inn­ar, og Anakin Skywal­ker/D­art­h Vader, svarta hjálm- og skikkju­klædda hálf­mann­inum sem er einn þekktast­i hold­gerv­ingur þess illa sem fyr­ir­finnst í kvik­mynda­sög­unni. Þær birt­ast einnig í leið­togum mann­anna tveggja. Annar er lit­li, græni, skakkta­land­i, krút­t­dverg­ur­inn Yoda á meðan að hinn er hin gul­tennta og hættu­klædda and­styggð keis­ar­inn Palpatine. Báðir bera útlits­lega með sér að vera aug­ljós­lega góð­ir eða vond­ir.

Palpatine keisari er ekkert sérstaklega frýnilegur náungi. Hann ber útlitslega með sér að vera ómenni. En er hann það?En er þetta svona klippt og skorið? Um það er alls ekki ein­ing. Þegar önnur myndin í seinni trílog­í­unni var sýnd árið 2002 skrif­aði Jon­athan V. Last fræga grein í the Weekly Stand­ard þar sem hann færði rök fyr­ir­ því að þessu væri raunar öfugt far­ið: Heims­veldið væru góðu gæj­arnir en and­spyrnu­hreyf­ingin þeir vondu. Hann hélt því meðal ann­ars fram að Palpatine hefði sölsað undir sig völd til þess að við­halda friði og stöð­ug­leika í vetr­ar­braut­inn­i, eftir að lýð­veldið var farið að missa tökin undir stjórn skrif­finna og hinna ­sjálf­um­glöðu Jed­i-­ridd­ara sem fá Mátt sinn í erfðir eins og fínt kon­ungs­borið ­fólk. Mark­mið heims­veld­is­ins væri ekki að gera alla íbúa vetr­ar­braut­ar­innar að ­þrælum sínum eða að breiða út eitt­hvað óskil­greint illt. Það væri að við­halda ­reglu.

Sigur and­spyrnu­hreyf­ing­ar­inn­ar, sem verður að veru­leika eftir stór­kost­lega geimorr­ustu og dauða bæði Palpatine og Svart­höfða, felur hins ­vegar í sér að völdin yfir vetr­ar­braut­inni fær­ast frá hinu mið­stýrða reglu­veld­i ­yfir til svæð­is­bund­inna hér­aðs­stjóra, sem hafa aðgang að her og geim­skip­um, til­ að halda almúg­anum á hverju svæði fyrir sig í skefj­um. Þetta kraðak er síð­an ­með óljós tengsl við end­ur­reist kon­ungs­veldi þar sem Leia prinsessa er tákn­rænn ­leið­togi.

Last líkti ástand­inu í vetr­ar­braut­inni við Sómalíu skömmu eftir ald­ar­mót: landi stjórnað af stað­bundnum stríðs­herrum sem heyra ekki und­ir­ ­neinn og þurfa ekki að svara fyrir verk sín. Í mynd­unum sé aldrei lögð fram ­nein skýr stefna um hvers­konar stjórn­skipun eigi að taka við þegar heims­veld­i Palpatine hefur verið fellt. Þess í stað blasi við stjórn­skip­un­ar­leg r­ingul­reið.

Er Leia prinsessa bara lygari sem sækist eftir völdum?Nið­ur­lagið í grein­inni er svona: „Þetta ger­ir and­spyrnu­menn­ina – hetjur Lucas – að til­komu­litlum hópi stjórn­lausra ­kon­ungs­sinna sem eyði­leggja vetr­ar­braut­ina svo Leia prinsessa geti feng­ið kór­ón­una sína aft­ur“.

Auð­vitað átti að ­sprengja Ald­eraan

Sonny Bunch skrif­aði mjög áhuga­verða fram­halds­grein sem ­byggir á sömu hug­mynda­fræði í The Was­hington Post í októ­ber síð­ast­liðn­um. Þar ­leggur hann út frá því að heims­veldið hafi verið í fullum rétti þegar það ­sprengdi Ald­era­an, heima­plánetu Leiu prinsessu, í fyrstu Star War­s-­mynd­inni sem var sýnd.

Engar for­sendur séu fyrir því að taka orð Leiu, njó­sn­ara and­spyrnu­hreyf­ing­ar­inn­ar og þekkts upp­reisn­ar­leið­toga, um að Ald­eraan hafi verið vopn­laus og frið­söm pláneta og því ekki haft neitt hern­að­ar­legt mik­il­vægi trú­an­leg. Þvert á móti rek­ur Bunch nokkrar lygar hennar í gegnum mynd­irnar og kemst að þeirri nið­ur­stöðu að heims­veldið hafi verið í fullum rétti við að sprengja hern­að­ar­legt skot­mark í loft ­upp. Sú sýn sem Lucas hafi boðið upp á í mynd­inni, að árásin á plánet­una væri hreint illsku­verk, sé fyrst og fremst áróð­urs­bragð.

Er Star War­s hryðju­verka­á­róð­ur?

Ein skemmti­leg­asta grein­ingin á Star Wars sem sett hef­ur verið fram á þessum grunni birt­ist síðan á vefnum Decider fyrir nokkrum dög­um. Þar er því haldið fram að margt í þroska­ferli Luke Skywal­ker í gegnum mynd­irn­ar sé mjög sam­bæri­legt því sem hryðju­verka­menn öfga­trú­arafla í nútím­anum ganga í gegn­um. Fyrsta tríló­gía Star Wars sé í raun saga Luke Skywal­ker frá­ eðli­leg­heitum til öfga­fullrar rót­tækni.

Obi-Wan Kenobi.Þegar Luke er fyrst kynntur til sög­unnar er hann mun­að­ar­laus sveita­strákur sem á varla nokkra vini og býr hjá frænda sínum og frænku en langar í geim­her­inn. Í grein Decider er bent á að Luke hafi ekki orðið geim­hryðju­verka­mað­ur á einni nóttu, en að hann hafi búið yfir öllum þeim kostum sem nýliða­safn­ar­ar hryðju­verka­sam­taka leita að. Ant­hony Sta­helski lýsir þeim kostum ágæt­lega í hand­bók heima­varn­ar­ráðu­neytis Banda­ríkj­anna. Þar segir hann að vænt­an­legir hryðju­verka­menn hafi til­hneig­ingu til að:

  •         Koma frá fjöl­skyldum þar sem fað­ir­inn er ekki til staðar (eins og Luke)

  •         Eigi í vand­ræðum með að mynda sam­bönd utan­ heim­il­is­ins (eins og Luke)

  •         Lað­ast að hópum sem bjóði upp á við­ur­kenn­ingu og bræðra­lag (eins og and­spyrnu­hreyf­ing­in)

Decider ­greinir líka læri­meist­ara Luke, hinn geð­þekka Obi -Wan ­Ken­obi. Í grein­inni er hann sagður trú­ar­of­stæk­is­brjál­æð­ingur sem sé þekkt­ur ­fyrir að taka unga drengi undir sinn vernd­ar­væng til að kenna þeim öfga­kennda túlkun á Mætt­in­um. Bent er á að hryðju­verka­sam­tök leggi oftar en ekki alla á­herslu á að slíta á öll tengsl nýliða sinna við aðra hópa og að ein­angra þá. Það er nákvæm­lega það sem ger­ist þegar Obi –Wan hittir Luke og segir honum að hann verði að yfir­gefa fjöl­skyldu sína til að fylgja hon­um. Til að tryggja þá ­nið­ur­stöðu lýgur hann meira að segja að Luke að keis­ar­inn hafi myrt föður hans, ­sem er auð­vitað ekki rétt. Hann lifði góðu lífi á bak­við svörtu grímuna.

Æfingabúðir hryðjuverkamanna?Að lokum má nefna að sú þjálfun sem Luke fór í hjá Yoda litla, sem var blanda af lík­am­legri her­þjálfun og stækri trú­ar­inn­ræt­ing­u, minnir mjög á þjálf­un­ar­búðir öfga­fullra hryðju­verka­manna. Svo voru bestu vinir hans og sam­starfs­menn lið­hlauparn­arnir og smygl­ar­arnir Han Solo og Chewbacca. 

Því má vel velta fyr­ir­ ­sér, á grund­velli þeirrar grein­ingar sem Decider setur fram hvort Star War­s ­mynd­irnar séu ekk­ert annað en illa dul­bú­inn áróður hryðju­verka­sam­taka. Eða kannski eru menn bara farnir að ofhugsa skemmti­leg­ustu geim­fantasíu allra tíma og reyna að túlka hana sem eitt­hvað allt annað en hún er. 

Við þurfum á þínu framlagi að halda

Þú getur tekið beinan þátt í að halda úti öflugum fjölmiðli.

Við sem vinnum á ritstjórn Kjarnans viljum hvetja þig til að vera með okkur í liði og leggja okkar góða fjölmiðli til mánaðarlegt framlag svo við getum haldið áfram að vinna fyrir lesendur, fyrir fólkið í landinu.

Kjarninn varð níu ára í sumar. Þegar hann hóf að taka við frjálsum framlögum þá varð slagorðið „Frjáls fjölmiðill fyrir andvirði kaffibolla“ til og lesendur voru hvattir til að leggja fram í það minnsta upphæð eins kaffibolla á mánuði.

Mikið vatn hefur runnið til sjávar á þeim níu árum sem Kjarninn hefur lifað. Í huga okkar á Kjarnanum hefur þörfin fyrir fjölmiðla sem veita raunverulegt aðhald og taka hlutverk sitt alvarlega aukist til muna.

Við trúum því að Kjarninn skipti máli fyrir samfélagið.

Við trúum því að sjálfstæð og vönduð blaðamennska skipti máli.

Ef þú trúir því sama þá endilega hugsaðu hvort Kjarninn er ekki allavega nokkurra kaffibolla virði á mánuði.

Vertu með okkur í liði. Þitt framlag skiptir máli.

Ritstjórn Kjarnans: Sunna Ósk Logadóttir, Þórður Snær Júlíusson, Erla María Markúsdóttir, Arnar Þór Ingólfsson, Eyrún Magnúsdóttir og Grétar Þór Sigurðsson.


Já takk, ég vil styrkja Kjarnann!
Þorbjörn Guðmundsson
Er íslenska velferðarkerfið ekki lengur griðarstaður þeirra sem minnst hafa?
Kjarninn 11. janúar 2023
Takk fyrir og sjáumst á nýjum miðli á föstudag
Bréf frá ritstjóra Kjarnans vegna sameiningar við Stundina og þess að nýr framsækinn fréttamiðill verður til í lok viku.
Kjarninn 11. janúar 2023
Sverrir Albertsson
Vatn á myllu kölska
Kjarninn 11. janúar 2023
Lögreglumenn standa vörð um gröfurnar í námunni.
Berjast fyrir þorpi á barmi hengiflugs
Lítið þorp í Rínarlöndum Þýskalands er allt komið í eigu kolarisa. Fyrirtækið ætlar sér að mylja niður húsin og stækka kolanámu sína sem þegar þekur um 80 ferkílómetra. Þetta þykir mörgum skjóta skökku við í heimi sem berst við loftslagsbreytingar.
Kjarninn 10. janúar 2023
Arnþrúður Karlsdóttir, útvarpsstjóri Útvarps Sögu.
Útvarp Saga telur fjölmiðlastyrki skapa tortryggni og bjóða upp á frændhygli
Fjögur fjölmiðlafyrirtæki hafa til þessa skilað inn umsögnum um frumvarp Lilju Alfreðsdóttur menningar- og viðskiptaráðherra, sem mun að óbreyttu framlengja núverandi styrkjakerfi til fjölmiðla.
Kjarninn 10. janúar 2023
Sólveig Anna Jónsdóttir formaður Eflingar.
Viðræðum slitið og Efling undirbýr verkfallsaðgerðir
Samtök atvinnulífsins hafa hafnað gagntilboði Eflingar um skammtímakjarasamning, sem kvað á um meiri launahækkanir en SA hefur samið um við aðra hópa á almennum vinnumarkaði til þessa. Efling undirbýr nú verkfallsaðgerðir.
Kjarninn 10. janúar 2023
Palestínski fáninn á lofti í mótmælum í Reykjavík. Ísraelskri lögreglu hefur nú verið fyrirskipað að rífa fánann niður á almannafæri.
Fánabann og refsiaðgerðir í Palestínu í kjölfar niðurstöðu Sameinuðu þjóðanna
Degi eftir að ný ríkisstjórn tók við völdum í Ísrael samþykkti allsherjarþing Sþ að fela Alþjóðadómstólnum í Haag að meta lögmæti hernáms Ísraelsríkis á Vesturbakkanum. Síðan þá hefur stjórnin gripið til refsiaðgerða og nú síðast fánabanns.
Kjarninn 10. janúar 2023
Gríðarlega mikil dæling á sandi á sér stað í Landeyjahöfn á hverju ári. Markarfljótið ber hundruð þúsunda tonna af jarðefnum út í sjó og það á til að safnast upp í mynni hafnarinnar.
Vilja sjúga sand af hafsbotni í stórum stíl og flytja út
Eftirspurn eftir íslenskum jarðefnum er gríðarleg ef marka má framkomin áform erlendra stórfyrirtækja um nýtingu þeirra. Vinsældir hafnarinnar í Þorlákshöfn eru samhliða mjög miklar.
Kjarninn 10. janúar 2023
Meira eftir höfundinnÞórður Snær Júlíusson
Meira úr sama flokkiFréttaskýringar
None