Reykjanesbær tekur ekki tilboði Magma í eigið skuldabréf

Ross Beaty er starfandi stjórnarformaður Alterra Power
Ross Beaty er starfandi stjórnarformaður Alterra Power
Auglýsing

Bæj­ar­ráð Reykja­nes­bæjar telur ekki rétt að mæla með til­boði Alt­erra Power, áður Magma Energy, í skulda­bréf sem útgefið var af sænsku dótt­ur­fé­lag­i Magma þegar félagið keypti hlut í HS Orku. Skulda­bréfið er nú í eig­u Fag­fjár­festa­sjóðs­ins ORK en ekki er hægt að selja það án sam­þykk­is Reykja­nes­bæj­ar. Á fundi bæj­ar­ráðs Reykja­nes­bæjar sem hald­inn var 22. des­em­ber síð­ast­lið­inn var til­boðið kynnt fyrir bæj­ar­ráði og var það nið­ur­staða þess að ekki væri rétt að mæla með því að til­boð­inu yrði tek­ið. 

Ekki er til­greint hvers hátt til­boðið er en það er dag­sett 10. des­em­ber síð­ast­lið­inn en sam­kvæmt heim­ildum Kjarn­ans var það lít­il­lega hærra en fyrri til­boð Alt­erra. Til­boðið var lagt fram af fjár­mála­fyr­ir­tæk­inu Arct­ica F­in­ance fyrir hönds Magma Energy Sweden ab., sænsks félags í eigu Alt­erra Power. Þetta er fjarri þvi í fyrsta sinn sem Alt­erra reynir að kaupa skulda­bréfið til baka. Fag­fjár­festa­sjóðnum ORK, sem er rek­inn af Rekstr­ar­fé­lagi Virð­ingar og er fjár­magn­að­ur­ af líf­eyr­is­sjóðum og fag­fjár­festum,  barst einnig til­boð frá í júní síð­ast­liðnum og annað í byrjum nóv­em­ber. Öll til­boð í skulda­bréfið hafa gert ráð fyrir miklu­m af­föllum.

Reykja­nes­bær seldi skulda­bréfið 2012

ORK keypt­i skulda­bréfið af Reykja­nesbæ árið 2012 og var sölu­verðið þá sagt 6,3 millj­arða króna. Sam­kvæmt til­boð­inu sem lagt var fram í nóv­em­ber, og var til­kynnt um til Kaup­hallar Íslands, vildi Alt­erra Power greiða fyr­ir­ skulda­bréfið með nýju skulda­bréfi til tólf ára að verð­mæti 5.350 millj­ón­ir króna.

Auglýsing

Það átti að vera í banda­ríkja­döl­um, vextir þess að vera 5,5 pró­sent og það tryggt með veði í 21,7 ­pró­sent hlut í HS Orku. Alls á Alt­erra 66,6 pró­sent hlut í orku­fyr­ir­tæk­inu á móti félag­inu Jarð­varma slhf., sem er í eigu 14 íslenskra líf­eyr­is­sjóða

Likt og áður sagði var nýja til­boð­ið, sem er dag­sett 10. des­em­ber, lít­il­lega hærra en það sem var lagt fram í nóv­em­ber. Það var þó ekki nógu hátt til að Reykja­nes­bær teldi for­svar­an­legt að breyta afstöðu sinni gagn­vart sölu á bréf­in­u. 

Og ORK-­sjóð­ur­inn getur ekki selt bréfið án þess að óska eftir afstöðu Reykja­nes­bæjar til­ til­boðs­ins áður en því er tek­ið. Ástæðan er sú að skulda­bréfið var upp­haf­lega notað sem gjald fyrir hlut í HS Orku sem rann til Reykja­nes­bæjar þegar hlut­ur sveita­fé­lags­ins var seldur til Geysis Green Energy og síðar Magma Energy (nú Alt­erra Power). Reykja­nes­bær seldi síðan skulda­bréfið til ORK í ágúst 2012. 

Í frétt sem birt­ist á vef sveit­ar­fé­lags­ins vegna þessa árið 2012 var sagt að ­sölu­verð­ið, 6,3 millj­arða króna, myndi skipt­ast þannig að ORK greiddi strax 3,5 millj­arða króna í pen­ingum og um 500 millj­ónir króna í mark­aðs­skulda­bréf­um. Auk þess kom fram í sam­komu­lagi milli kaup­anda og selj­anda að loka­greiðsla ætti að fara fram í októ­ber 2017, þegar skulda­bréfið væri á gjald­daga. 

Alterra Power, sem áður hét Magma Energy, keypti hlut í HS Orku árið 2009 og hefur síðan þá verið kjölfestueigandi í þessu eina orkufyrirtæki landsins sem er í einkaeigu. Ásgeir Margeirsson er forstjóri HS Orku.Virði kröfu hefur hríð­lækkað

Virði þess­arrar kröfu, sem er ein helsta eign Reykja­nes­bæj­ar, hefur hríð­lækkað síðan að þetta sam­komu­lag var gert. 

Í árs­reikn­ing­i sveit­ar­fé­lags­ins vegna árs­ins 2014 vekur end­ur­skoð­andi þess athygli á að óvissa sé um virði þeirrar lang­tíma­kröfu. Í skýr­ingum reikn­ings­ins segir að áætl­að­ar eft­ir­stöðvar stölu­verðs­ins hafi verið 1.970 millj­ónir króna um síð­ustu ára­mót. Þar kemur hins vegar fram að mikil óvissa ríki um hvert end­an­legt virð­i ­kröf­unnar sé, m.a. vegna álverðs­þró­un­ar. Því var krafan færð niður um 637 millj­ónir króna og eft­ir­stöðvar hennar bók­færðar á 1.333 millj­ónir króna. Í lang­tíma­á­ætlun Reykja­nes­bæj­ar er gert ráð fyrir að bók­fært virði kröf­unnar fáist greitt á gjald­daga þann 1. októ­ber 2017

Í grein­ingu sem KPMG gerði fyrir rúmu ári á fjár­hags­stöðu Reykja­nes­bæjar sagði að lík­lega væri erfitt að selja kröf­una nema með miklum afföllum „vegna þeirr­ar ó­vissu sem er um verð­mæti þess, enda hefur skulda­bréfið sjálft verði selt til­ ORK og eftir stendur krafa sem tekur mið af end­an­legu upp­gjöri skulda­bréfs­ins“.

Skelfi­leg skulda­staða Reykja­nes­bæjar

Reykja­nes­bær er eitt skuld­settasta sveit­ar­fé­lag lands­ins og rekstur þess und­an­farin ár hefur verið afleit­ur. Á ­tíma­bil­inu 2003 til 2014 var A-hluti Reykja­nes­bæjar rek­inn í tapi öll árin utan­ eins, það var árið 2010.

Í lok síð­asta árs skuld­aði það 41 millj­arð króna og skuld­irnar voru rúm­lega 250 pró­sent af reglu­legum tekj­u­m sveit­ar­fé­lags­ins en sam­kvæmt sveit­ar­stjórn­ar­lögum sem tóku gildi árið 2012 þá er leyfi­legt skulda­hlut­fall að hámarki 150 pró­sent. Skulda­staða Reykja­nes­bæj­ar er því bein­línis í and­stöðu við lög.

Í októ­ber síð­ast­liðnum send­i sveit­ar­fé­lag­ið til­kynn­ingu til­ ­Kaup­hallar Íslands þar sem sagði að nauð­syn­legt væri að það næði sam­komu­lagi við „helstu kröfu­hafa um veru­lega nið­ur­fell­ing­u skulda[...]­Ná­ist ekki samn­ingar við kröfu­hafa um fjár­hags­lega end­ur­skipu­lagn­ingu bæj­ar­fé­lags­ins og stofn­ana þess verður sam­kvæmt sveita­stjórn­ar­lögum óskað eftir því að bæj­ar­fé­lag­inu verði skip­uð fjár­hags­stjórn“.

Skelfi­leg skulda­staða Reykja­nes­bæjar

Reykja­nes­bær er eitt skuld­settasta sveit­ar­fé­lag lands­ins og ­rekstur þess und­an­farin ár hefur verið afleit­ur. Á tíma­bil­inu 2003 til 2014 var A-hlut­i Reykja­nes­bæjar rek­inn í tapi öll árin utan eins, það var árið 2010.

Í lok síð­asta árs skuld­aði það 41 millj­arð króna og skuld­irn­ar voru rúm­lega 250 pró­sent af reglu­legum tekjum sveit­ar­fé­lags­ins en sam­kvæmt sveit­ar­stjórn­ar­lögum sem tóku gildi árið 2012 þá er leyfi­legt skulda­hlut­fall að há­marki 150 pró­sent. Skulda­staða Reykja­nes­bæjar er því bein­línis í and­stöðu við lög.

Í októ­ber síð­ast­liðnum sendi sveit­ar­fé­lagið til­kynn­ingu til­ ­Kaup­hallar Íslands þar ­sem sagði að nauð­syn­legt væri að það næði sam­komu­lagi við „helstu kröfu­hafa um veru­lega nið­ur­fell­ingu skulda[...]­Ná­ist ekki samn­ingar við kröfu­hafa um fjár­hags­lega end­ur­skipu­lagn­ingu bæj­ar­fé­lags­ins og stofn­ana þess verður sam­kvæmt sveita­stjórn­ar­lögum óskað eftir því að bæj­ar­fé­lag­inu verði skip­uð fjár­hags­stjórn“.

Enn hefur ekki náð­st ­sam­komu­lag við kröfu­hafa Reykja­nes­bæjar og sam­kvæmt frétt RÚV sem birt var 15. des­em­ber er enn langt í land.

Kanntu vel við Kjarnann?

Við á Kjarnanum þökkum lesendum fyrir það traust sem þeir sýna með því að styrkja Kjarnann. 

Frjáls framlög frá lesendum hafa vaxið jafnt og þétt síðustu árin og eru mikilvæg tekjustoð undir reksturinn. Þau gera okkur kleift að halda áfram að taka þátt í umræðunni og greina kjarnann frá hisminu. 

Við tökum hlutverk okkar sem fjölmiðill í þjónustu almennings alvarlega. Kjarninn birti 409 fréttaskýringar og 2.367 fréttir á árinu 2019. Kjarninn er vettvangur umræðu og á nýliðnu ári voru 539 skoðanagreinar birtar, stærstur hluti þeirra aðsendar greinar. 

Okkar tryggð er aðeins við lesendur. Við erum skuldbundin ykkur og værum þakklát ef þið vilduð vera með í að gera Kjarnann enn sterkari.

Já takk, ég vil styrkja Kjarnann!
Kórónaveiran breiðist út - Viðbúnaður aukinn í Bandaríkjunum
Alþjóðaheilbrigðisstofnunin WHO hefur lýst því yfir, að nauðsynlegt sé að auka viðbúnað til að hefta útbreiðslu kórónaveirunnar.
Kjarninn 21. febrúar 2020
Magnús Halldórsson
Ekki gleyma listinni í stjórnmálabröltinu
Kjarninn 21. febrúar 2020
Áslaug Arna Sigurbjörnsdóttir dómsmálaráðherra setti tvo dómara við Landsrétt í dag.
Sandra og Ása settar dómarar við Landsrétt
Dómsmálaráðherra hefur ákveðið að setja tvö af þeim þremur umsækjendum sem metnir voru hæfastir til að gegna embætti dómara við Landsrétt í embætti við réttinn. Niðurstaða dómnefndar tók breytingum frá því að hún lá fyrir í drögum og þar til hún var birt.
Kjarninn 21. febrúar 2020
Pottersen
Pottersen
Pottersen – 30. þáttur: Minning um helkrossa
Kjarninn 21. febrúar 2020
Tæknivarpið
Tæknivarpið
Tæknivarpið – Allt um nýju Samsung símana
Kjarninn 21. febrúar 2020
Sólveig Anna Jónsdóttir, formaður Eflingar.
Greiða atkvæði um samúðarverkföll
Verkföll Eflingarfélaga hjá einkareknum skólum og nágrannasveitarfélögum Reykjavíkurborgar verða sett í atkvæðagreiðslu eftir helgi.
Kjarninn 21. febrúar 2020
Þórður Snær Júlíusson
Stöðu hverra þarf raunverulega að „leiðrétta“?
Kjarninn 21. febrúar 2020
Frosti hættur hjá ORF Líftækni
Forstjóri ORF Líftækni hefur sagt upp störfum hjá fyrirtækinu, en mun sinna starfinu áfram þar til eftirmaður verður ráðinn. Vinna við að finna þann aðila er þegar hafin.
Kjarninn 21. febrúar 2020
Meira eftir höfundinnÞórður Snær Júlíusson
Meira úr sama flokkiFréttaskýringar
None