Reykjanesbær tekur ekki tilboði Magma í eigið skuldabréf

Ross Beaty er starfandi stjórnarformaður Alterra Power
Ross Beaty er starfandi stjórnarformaður Alterra Power
Auglýsing

Bæj­ar­ráð Reykja­nes­bæjar telur ekki rétt að mæla með til­boði Alt­erra Power, áður Magma Energy, í skulda­bréf sem útgefið var af sænsku dótt­ur­fé­lag­i Magma þegar félagið keypti hlut í HS Orku. Skulda­bréfið er nú í eig­u Fag­fjár­festa­sjóðs­ins ORK en ekki er hægt að selja það án sam­þykk­is Reykja­nes­bæj­ar. Á fundi bæj­ar­ráðs Reykja­nes­bæjar sem hald­inn var 22. des­em­ber síð­ast­lið­inn var til­boðið kynnt fyrir bæj­ar­ráði og var það nið­ur­staða þess að ekki væri rétt að mæla með því að til­boð­inu yrði tek­ið. 

Ekki er til­greint hvers hátt til­boðið er en það er dag­sett 10. des­em­ber síð­ast­lið­inn en sam­kvæmt heim­ildum Kjarn­ans var það lít­il­lega hærra en fyrri til­boð Alt­erra. Til­boðið var lagt fram af fjár­mála­fyr­ir­tæk­inu Arct­ica F­in­ance fyrir hönds Magma Energy Sweden ab., sænsks félags í eigu Alt­erra Power. Þetta er fjarri þvi í fyrsta sinn sem Alt­erra reynir að kaupa skulda­bréfið til baka. Fag­fjár­festa­sjóðnum ORK, sem er rek­inn af Rekstr­ar­fé­lagi Virð­ingar og er fjár­magn­að­ur­ af líf­eyr­is­sjóðum og fag­fjár­festum,  barst einnig til­boð frá í júní síð­ast­liðnum og annað í byrjum nóv­em­ber. Öll til­boð í skulda­bréfið hafa gert ráð fyrir miklu­m af­föllum.

Reykja­nes­bær seldi skulda­bréfið 2012

ORK keypt­i skulda­bréfið af Reykja­nesbæ árið 2012 og var sölu­verðið þá sagt 6,3 millj­arða króna. Sam­kvæmt til­boð­inu sem lagt var fram í nóv­em­ber, og var til­kynnt um til Kaup­hallar Íslands, vildi Alt­erra Power greiða fyr­ir­ skulda­bréfið með nýju skulda­bréfi til tólf ára að verð­mæti 5.350 millj­ón­ir króna.

Auglýsing

Það átti að vera í banda­ríkja­döl­um, vextir þess að vera 5,5 pró­sent og það tryggt með veði í 21,7 ­pró­sent hlut í HS Orku. Alls á Alt­erra 66,6 pró­sent hlut í orku­fyr­ir­tæk­inu á móti félag­inu Jarð­varma slhf., sem er í eigu 14 íslenskra líf­eyr­is­sjóða

Likt og áður sagði var nýja til­boð­ið, sem er dag­sett 10. des­em­ber, lít­il­lega hærra en það sem var lagt fram í nóv­em­ber. Það var þó ekki nógu hátt til að Reykja­nes­bær teldi for­svar­an­legt að breyta afstöðu sinni gagn­vart sölu á bréf­in­u. 

Og ORK-­sjóð­ur­inn getur ekki selt bréfið án þess að óska eftir afstöðu Reykja­nes­bæjar til­ til­boðs­ins áður en því er tek­ið. Ástæðan er sú að skulda­bréfið var upp­haf­lega notað sem gjald fyrir hlut í HS Orku sem rann til Reykja­nes­bæjar þegar hlut­ur sveita­fé­lags­ins var seldur til Geysis Green Energy og síðar Magma Energy (nú Alt­erra Power). Reykja­nes­bær seldi síðan skulda­bréfið til ORK í ágúst 2012. 

Í frétt sem birt­ist á vef sveit­ar­fé­lags­ins vegna þessa árið 2012 var sagt að ­sölu­verð­ið, 6,3 millj­arða króna, myndi skipt­ast þannig að ORK greiddi strax 3,5 millj­arða króna í pen­ingum og um 500 millj­ónir króna í mark­aðs­skulda­bréf­um. Auk þess kom fram í sam­komu­lagi milli kaup­anda og selj­anda að loka­greiðsla ætti að fara fram í októ­ber 2017, þegar skulda­bréfið væri á gjald­daga. 

Alterra Power, sem áður hét Magma Energy, keypti hlut í HS Orku árið 2009 og hefur síðan þá verið kjölfestueigandi í þessu eina orkufyrirtæki landsins sem er í einkaeigu. Ásgeir Margeirsson er forstjóri HS Orku.Virði kröfu hefur hríð­lækkað

Virði þess­arrar kröfu, sem er ein helsta eign Reykja­nes­bæj­ar, hefur hríð­lækkað síðan að þetta sam­komu­lag var gert. 

Í árs­reikn­ing­i sveit­ar­fé­lags­ins vegna árs­ins 2014 vekur end­ur­skoð­andi þess athygli á að óvissa sé um virði þeirrar lang­tíma­kröfu. Í skýr­ingum reikn­ings­ins segir að áætl­að­ar eft­ir­stöðvar stölu­verðs­ins hafi verið 1.970 millj­ónir króna um síð­ustu ára­mót. Þar kemur hins vegar fram að mikil óvissa ríki um hvert end­an­legt virð­i ­kröf­unnar sé, m.a. vegna álverðs­þró­un­ar. Því var krafan færð niður um 637 millj­ónir króna og eft­ir­stöðvar hennar bók­færðar á 1.333 millj­ónir króna. Í lang­tíma­á­ætlun Reykja­nes­bæj­ar er gert ráð fyrir að bók­fært virði kröf­unnar fáist greitt á gjald­daga þann 1. októ­ber 2017

Í grein­ingu sem KPMG gerði fyrir rúmu ári á fjár­hags­stöðu Reykja­nes­bæjar sagði að lík­lega væri erfitt að selja kröf­una nema með miklum afföllum „vegna þeirr­ar ó­vissu sem er um verð­mæti þess, enda hefur skulda­bréfið sjálft verði selt til­ ORK og eftir stendur krafa sem tekur mið af end­an­legu upp­gjöri skulda­bréfs­ins“.

Skelfi­leg skulda­staða Reykja­nes­bæjar

Reykja­nes­bær er eitt skuld­settasta sveit­ar­fé­lag lands­ins og rekstur þess und­an­farin ár hefur verið afleit­ur. Á ­tíma­bil­inu 2003 til 2014 var A-hluti Reykja­nes­bæjar rek­inn í tapi öll árin utan­ eins, það var árið 2010.

Í lok síð­asta árs skuld­aði það 41 millj­arð króna og skuld­irnar voru rúm­lega 250 pró­sent af reglu­legum tekj­u­m sveit­ar­fé­lags­ins en sam­kvæmt sveit­ar­stjórn­ar­lögum sem tóku gildi árið 2012 þá er leyfi­legt skulda­hlut­fall að hámarki 150 pró­sent. Skulda­staða Reykja­nes­bæj­ar er því bein­línis í and­stöðu við lög.

Í októ­ber síð­ast­liðnum send­i sveit­ar­fé­lag­ið til­kynn­ingu til­ ­Kaup­hallar Íslands þar sem sagði að nauð­syn­legt væri að það næði sam­komu­lagi við „helstu kröfu­hafa um veru­lega nið­ur­fell­ing­u skulda[...]­Ná­ist ekki samn­ingar við kröfu­hafa um fjár­hags­lega end­ur­skipu­lagn­ingu bæj­ar­fé­lags­ins og stofn­ana þess verður sam­kvæmt sveita­stjórn­ar­lögum óskað eftir því að bæj­ar­fé­lag­inu verði skip­uð fjár­hags­stjórn“.

Skelfi­leg skulda­staða Reykja­nes­bæjar

Reykja­nes­bær er eitt skuld­settasta sveit­ar­fé­lag lands­ins og ­rekstur þess und­an­farin ár hefur verið afleit­ur. Á tíma­bil­inu 2003 til 2014 var A-hlut­i Reykja­nes­bæjar rek­inn í tapi öll árin utan eins, það var árið 2010.

Í lok síð­asta árs skuld­aði það 41 millj­arð króna og skuld­irn­ar voru rúm­lega 250 pró­sent af reglu­legum tekjum sveit­ar­fé­lags­ins en sam­kvæmt sveit­ar­stjórn­ar­lögum sem tóku gildi árið 2012 þá er leyfi­legt skulda­hlut­fall að há­marki 150 pró­sent. Skulda­staða Reykja­nes­bæjar er því bein­línis í and­stöðu við lög.

Í októ­ber síð­ast­liðnum sendi sveit­ar­fé­lagið til­kynn­ingu til­ ­Kaup­hallar Íslands þar ­sem sagði að nauð­syn­legt væri að það næði sam­komu­lagi við „helstu kröfu­hafa um veru­lega nið­ur­fell­ingu skulda[...]­Ná­ist ekki samn­ingar við kröfu­hafa um fjár­hags­lega end­ur­skipu­lagn­ingu bæj­ar­fé­lags­ins og stofn­ana þess verður sam­kvæmt sveita­stjórn­ar­lögum óskað eftir því að bæj­ar­fé­lag­inu verði skip­uð fjár­hags­stjórn“.

Enn hefur ekki náð­st ­sam­komu­lag við kröfu­hafa Reykja­nes­bæjar og sam­kvæmt frétt RÚV sem birt var 15. des­em­ber er enn langt í land.

Meira eftir höfundinnÞórður Snær Júlíusson
Meira úr sama flokkiFréttaskýringar
None