Miklir fjármunir lífeyrissjóða undir í lífsbaráttu Fáfnis Offshore

Fyrir rúmu ári keyptu nokkrir íslenskir lífeyrissjóðir hlut í Fáfni Offshore í gegnum sjóði fyrir háar fjárhæðir. Um mikla áhættufjárfestingu var að ræða. Síðan þá hefur markaðurinn sem Fáfnir starfar á hrunið og eini samningur fyrirtækisins er í uppnámi.

Polarsyssel
Auglýsing

Það gustar um Fáfni Offs­hore, íslenskt fyr­ir­tæki sem ­sér­hæfir sig í þjón­ustu við olíu- og gas­bor­p­alla á norð­lægum slóð­um. Fyrir rúmu ári síðan keppt­ust íslenskir fjár­fest­ar, aðal­lega líf­eyr­is­sjóð­ir, um að fjár­festa fyrir millj­arða króna í fyr­ir­tæk­inu. Síðan þá hefur verð­hrun á ol­íu­mörk­uðum orsakað að eft­ir­spurn eftir þeirri þjón­ustu sem Fáfnir Offs­hor­e veitir er nán­ast engin og tugum skipa sem sinna henni hefur verið lagt. Fáfn­ir hefur tví­vegis frestað afhend­ingu á öðru skipi sínu og það fyrra, Pol­ar­sys­sel, er ein­ungis með eitt verk­efni, birgða­flutn­inga og örygg­is­eft­ir­lit fyrir sýslu­mann­inn á Sval­barða í níu mán­uði á ári. Og ­sam­kvæmt nýj­ustu fregnum virð­ist það verk­efni vera í upp­námi.

Stjórn Fáfnis Offs­hore brást við ástand­inu í des­em­ber með­ því að reka Stein­grím Erlings­son, for­stjóra og stofn­anda Fáfnis Offs­hore, úr ­starfi. Sú ákvörðun hefur mælst mis­vel fyr­ir.

Auglýsing

En staðan er hins vegar sú að ástandið á mörk­uðum og óvissa um eina tekju­ber­andi verk­efni Fáfnis Offs­hore, samn­ing­inn við sýslu­mann­inn á Sval­barða, hefur sett til­urð fyr­ir­tæk­is­ins í upp­nám. Og millj­arða króna fjár­fest­ingu íslenskra líf­eyr­is­sjóða í mjög áhættu­sömu verk­efni í raun­veru­lega hættu.

Dýrasta skip Ís­lands­sög­unnar

Fáfnir Offs­hore á skipið Pol­ar­sys­sel, sem kost­aði yfir fimm millj­arða króna og er dýrasta skip Íslands­sög­unn­ar. Það skip var afhent haustið 2014 og er með­ ­þjón­ustu­samn­ing við sýslu­emb­ættið á Sval­barða um birgða­flutn­inga og ­ör­ygg­is­eft­ir­lit. Upp­haf­lega gekk sá samn­ingur út á að sýslu­manns­emb­ættið hefð­i ­skipið til umráða að lág­marki í 180 daga á ári, eða sex mán­uði. Hina sex mán­uð­i árs­ins stóð til að nota skipið í verk­efni tengdum olíu- og gas­iðn­að­inum í Norð­ur­sjó. Þau verk­efni hafa hins vegar horfið und­an­farið ár, sam­hliða mik­illi ­lækkun á heims­mark­aðs­verði á olíu. Í júní 2014 var heims­mark­aðs­verð á tunnu af Brent-olíu 115,9 dal­ir. Nú ­kostar hún um 37 dali og hefur því lækkað um 68 pró­sent á tæpu einu og hálf­u ári.

Í októ­ber síð­ast­liðnum var gerður nýr samn­ingur við sýslu­manns­emb­ættið á Sval­barða. Hann tryggir Pol­ar­sys­sel verk­efni í níu mán­uði á ári. Þessi ­samn­ingur er eina verk­efni Fáfnis Offs­hore sem stendur og því gríð­ar­lega ­mik­il­væg­ur.

Fáfn­ir Offs­hore ætl­aði sér stóra hluti. Í nóv­em­ber 2014 var Stein­grímur Erlings­son, þá ­for­stjóri og stofn­andi fyr­ir­tæk­is­ins, við­mæl­andi á fræðslu­fundi VÍB, sem er hluti af Íslands­banka. Þar sagði hann meðal ann­ars að Fáfnir Offs­hore stefnd­i að því að vera með 3-4 skip í rekstri á næstu árum. Fund­ur­inn hef­ur verið fjar­lægður af net­inu.

Líf­eyr­is­sjóðir með millj­arða fjár­fest­ingu

Á grunni þess­arrar ­miklu bjart­sýni náði Fáfnir Offs­hore sér í umtals­verða fjár­fest­ingu með sölu á hluta­fé. Í des­em­ber 2014 keypti Akur fjár­fest­ingar, fram­taks­sjóður í rekstri Íslands­sjóða, sjóðs­stýr­ing­ar­fyr­ir­tækis Íslands­banka, 30 ­pró­sent hlut í Fáfni Offs­hore fyrir 1.260 millj­ónir króna. Helstu eig­end­ur ­sjóðs­ins eru þrettán líf­eyr­is­sjóð­ir, Íslands­banki og VÍS. Líf­eyr­is­sjóð­ur­ versl­un­ar­manna er stærsti eig­andi Akurs með 19,9 pró­senta hlut. Þar á eft­ir kemur Gildi – líf­eyr­is­sjóður með 15 pró­sent. Íslands­banki á 14 pró­senta hlut en aðrir hlut­hafar tíu pró­sent eða minna. 

Áður höfðu ýmsir fjár­fest­ar komið að félag­inu, meðal ann­ars stjórn­ar­for­mað­ur­inn Bjarni Ármans­son, fyrrum ­banka­stjóri Glitn­is, í gegnum fjár­fest­inga­fé­lag sitt Sjáv­ar­sýn. Þá á félag tengt Havy­ard ship skipa­smíða­verk­smiðj­unni, sem smíðar bæði skip Fáfn­is Offs­hore, hlut í félag­inu. Það á Horn II, fram­taks­sjóður í rekstri Lands­bréfa, sjóðs­stýr­ing­ar­fyr­ir­tæk­is Lands­bank­ans, líka, en sjóð­ur­inn á 23,1 pró­sent hlut í Fáfni Offs­hore.Horn II, framtakssjóður í rekstri Landsbréfa, sjóðsstýringarfyrirtækis Landsbankans, á 23,1 prósent hlut í Fáfni Offshore.

Upp­lýs­ingar um hverjir eigi í Horni II eru að mestu ekki op­in­ber­ar. Kjarn­inn hefur hins vegar upp­lýs­ingar um að stærstu eig­endur í Horn­i II séu Gildi líf­eyr­is­sjóður (18,17 pró­sent), Líf­eyr­is­sjóður Verzl­un­ar­manna (18,17 pró­sent), Lands­bank­inn (7,66 pró­sent), Vátrygg­ing­ar­fé­lag Íslands (4,68 ­pró­sent) og sjö aðrir líf­eyr­is­sjóðir (sam­tals 32,53 pró­sent). Aðrir eig­end­ur, alls 18 tals­ins, eiga sam­tals 18,26 pró­sent hlut. Kaup­verðið sem Horn II greiddi fyrir sinn hlut í Fáfni var aldrei gefið upp en ef það hefur ver­ið ­svipað því sem Akur greiddi þá nemur það tæpum einum millj­arði króna.

Því er ljóst að þessir tveir sjóð­ir, að mestu í eig­u ­ís­lenskra líf­eyr­is­sjóða, hafa fjár­fest fyrir vel yfir tvo millj­arða króna í Fáfni Offs­hore fyrir rúmu ári síð­an.

Heims­mark­aðs­verð á olíu hefur hrunið

Síðan að þessi fundur var hald­inn hef­ur ­mark­að­ur­inn sem Fáfnir Offs­hore starfar á hrun­ið. Tugum skipa sem gerðu út á þennan mark­að, sem al­þjóð­lega nefn­ist „Offs­hor­e“-­mark­að­ur­inn, hefur verið lagt vegna þess að það eru ekki verk­efni til staðar fyrir þau og oliu­borpöllum í Norð­ur­sjó hef­ur ­fækkað mik­ið. Ástæðan er sú að olíu­verð hefur lækkað svo mikið að það svar­ar ekki kostn­aði að vinna olí­una úr þeim lindum sem þar er að finna.

Offs­hor­e-­borpöllum í Norð­ur­-Am­er­íku hef­ur einnig fækkað skarpt á þessu tíma­bili. Frá nóv­em­ber 2014 og til loka sama ­mán­aðar í ár fækk­aði þeim úr 54 í 30. 

Fáfnir Offs­hore tap­aði 3,4 millj­ón­um norskra króna á árinu 2014, eða um 52 millj­ónum íslenskra króna á gengi dags­ins í dag. Velta félags­ins í fyrra var 33,2 millj­ónir norskra króna, eða rúm­lega hálfur millj­arður íslenskra króna. Þetta kemur fram í árs­reikn­ingi Fáfn­is Offs­hore fyrir árið 2014.

Kjarn­inn greindi frá því í byrjun des­em­ber að afhend­ing á Fáfni Vik­ing, skipi í eigu Fáfnis Offs­hore, hafi verið frestað í annað sinn. Skipið átti að afhend­ast í mars á næsta ári en ­sam­kvæmt nýju sam­komu­lagi milli Fáfnis og norsku skipa­smíða­stöðv­ar­innar Hay­var­d S­hip Technologies AS, sem skrifað var undir í byrjun þessa mán­að­ar, mun af­hend­ing þess frest­ast fram til júní­mán­aðar 2017.

Heim­ild­ir Kjarn­ans herma að ástæða frest­un­ar­innar á afhend­ingu á nýja skip­inu sé ein­föld: á­standið á olíu­mark­aði hefur leitt til þess að engin verk­efni séu til stað­ar­ ­fyrir skip eins og Fáfni Vik­ing.

Nokkrum dögum síðar var ­Stein­grimi Erlings­syni sagt upp störfum sem for­stjóra fyr­ir­tæk­is­ins. Bjarni Ármanns­son, stjórn­ar­maður í Fáfni Offs­hor­e, ­stað­festi það við Frétta­blaðið en vildi að öðru leyti ekki tjá sig um ástæð­u ­upp­sagn­ar­inn­ar. Heim­ildir Kjarn­ans herma að miklir sam­starfs­erf­ið­leikar hafi verið milli stjórnar Fáfnis Offs­hore og Stein­gríms und­an­far­ið. Stein­grím­ur, ­sem á enn 21 pró­sent hlut í fyr­ir­tæk­inu, stofn­aði Fáfni Offs­hore árið 2012.

Sval­barða­samn­ing­ur í upp­námi?

Ket­ill Sig­ur­jóns­son, ­sér­fræð­ingur í orku­mál­um, hefur fylgst vel með Fáfni Offs­hore og þeirri þró­un ­sem átt hefur sér stað á mark­aðnum sem fyr­ir­tækið starfar á. Hann skrif­aði grein í gær um stöð­una sem vakið hefur mikla athygli.

Í grein sinni segir Ket­ill að það hafi verið mikil gæfa ­fyrir Fáfni Offs­hore að hafa náð að landa lang­tíma­samn­ingnum við sýslu­mann­inn á Sval­barða. „ Það má án efa ­fyrst og fremst þakka frum­kvöðl­inum að baki fyr­ir­tæk­inuStein­grími Erlings­syni. Sem tókst að ná þeim samn­ingi þrátt fyrir mikla þekk­ingu Norð­manna sjálfra á þess­ari þjón­ustu og fjöl­mörg norsk fyr­ir­tæki ­sem hana bjóða. Það að Íslend­ing­ur skuli hafa náð þessum samn­ingi á Sval­barða má reyndar telj­ast við­skipta­legt afrek.“

Ket­ill segir að ljóst hafi þó verið að tryggð sex mán­aða vinna á ári væri ekki nóg til að tryggja jákvæð­an ­rekstur á Pol­ar­sys­sel. Það hafi því verið gleði­tíð­indi fyrir hlut­hafa ­fyr­ir­tæk­is­ins þegar Stein­grímur land­aði nýjum samn­ingi við sýslu­mann­inn á Sval­barða í haust sem í fólst að Pol­ar­sys­sel sinnti verk­efnum fyrir hann í níu ­mán­uði á ári í stað sex. Með því hafi verið stígið stórt skref í að kom­a ­rekstri Pol­ar­sys­sel í var.

Síðan segir Ket­ill: „Sam­kvæmt heim­ildum Orku­blogg­ar­ans úr norsku stjórn­sýsl­unni er þessi nýi samn­ingur þó ekki alveg skot­heldur enn­þá. Því þó svo kveðið hafi verið á um fjár­fram­lag til­ ­sýslu­manns­emb­ætt­is­ins á Sval­barða í norska fjár­laga­frum­varp­inu, vegna 9 mán­aða ­leigu, virð­ist nú raun­veru­leg hætta á því að samn­ing­ur­inn ­falli nið­ur­. ­Vegna hinnar óvæntu nýlegu ákvörð­unar stjórnar Fáfn­is að segja fram­kvæmda­stjór­anum Stein­grími Erlings­syni, fyr­ir­vara­laust upp störfum og skilja ­fyr­ir­tæk­ið eftir án hæfs leið­toga og með afar óljós mark­mið um fram­tíð­ina.“

Kjarn­inn hafði sam­band­i við Bjarna Ármanns­son, einn stærsta eig­anda Fáfnis Offs­hore og stjórn­ar­mann í fyr­ir­tæk­inu, til að spyrja hann út í mál­ið. Hann er staddur erlendis og benti á Jó­hannes Hauks­son, stjórn­ar­for­mann félags­ins. Jóhannes starfar hjá Íslands­sjóð­u­m og stýrir þar fram­taks­sjóðnum Akri, einum stærsta eig­anda Fáfn­is. Kjarn­inn hefur ekki náð sam­bandi við í Jóhannes í dag.

Í Frétta­blað­inu í morgun sagði Jóhannes að hann vildi ekki tjá sig um mál­efni Fáfnis að öðru leyti en að sagt verði frá nýjum for­stjóra þegar búið verður að ráða hann. Þangað til mun Rúnar Steinn Ragn­ars­son sinn ­starf­inu sam­hliða starfi fjár­mála­stjóra.

Íslands­banki á einnig mikið undir

Ljóst er að staðan hjá Fáfni, og raunar staðan almennt á þjón­ustu­mark­aði fyrir ólíu­iðn­að­inn í Norð­ur­sjó, veldur áhyggjum víðar en hjá líf­eyr­is­sjóðum lands­ins. Íslands­banki á einnig mikið und­ir. Fyrir utan að eiga bein­an fjórtán pró­sent hlut í Akri tók bank­inn þátt í sam­banka­láni upp á 475 millj­ón­ir norskra króna, um sjö millj­arðar króna á gengi dags­ins í dag, til norska ­skipa­fé­lags­ins Havila til að end­ur­fjár­magna fjögur skip félags­ins sem þjón­usta ol­íu­iðn­að­inn þar í landi. Alls á Havila 27 skip og miðað við þá eft­ir­spurn sem er eftir þjón­ustu­skipum í Norð­ur­sjóð –en hún er nán­ast engin – má ljóst vera að Havila gæti lent í vand­ræð­u­m. 

Kim André Uggedal, sér­fræð­ingur hjá Fearnley Scurities, ­sagð­ist til að mynda ekki sjá margt bjart framundan á hinum svo­kall­aða ­spot-­mark­aði fyrir þjón­ustu­skip olíu­iðn­að­ar­ins í Norð­ur­sjó á næsta ári, í ný­legu sam­tali við vef­inn Maritime.no. Hann seg­ist ekki viss um að Havila mun­i lifa af nið­ur­sveifl­una.

Ert þú í Kjarnasamfélaginu?

Kjarninn er opinn vefur en líflínan okkar eru frjáls framlög frá lesendum, Kjarnasamfélagið. Sú stoð undir reksturinn er okkur afar mikilvæg.

Með því að skrá þig í Kjarnasamfélagið gerir þú okkur kleift að halda áfram að vinna í þágu almennings og birta vandaðar fréttaskýringar, djúpar greiningar á efnahagsmálum og annað fréttatengt gæðaefni. 

Kjarninn hefur verið til taks fyrir kröfuharða lesendur undanfarin sjö ár og við ætlum okkur að standa vaktina áfram. 

Fyrir þá sem nú þegar eru stoltir styrkjendur Kjarnans þá leyfum við okkur að benda á að hægt er að óska eftir að hækka mánaðarlega framlagið með því að senda póst á takk@kjarninn.is


Já takk, ég vil styrkja Kjarnann!
Órangútanar eru greindir og hafa hafst við í frumskógunum sem  nú er verið að eyða í þúsundir ára.
Kraftaverkaolía með ýmislegt á samviskunni
Við eldum úr henni, böðum okkur í henni og burstum jafnvel tennurnar með henni. Sérfræðingar telja pálmaolíu vera í um helmingi allra mat- og snyrtivara sem finna má í verslunum á Vesturlöndum.
Kjarninn 25. október 2020
Klezmer-partývél úr látúni
Hljómsveitin Látún safnar fyrir framleiðslu á fyrstu plötu sinni. Það er gert með hópfjármögnun á Karolina Fund.
Kjarninn 25. október 2020
Páll Matthíasson, forstjóri Landspítalans á blaðamannafundi í dag.
Stór hópsýking tengd Landakoti – 77 greinst með COVID-19
Það sem óttast var mest, að veiran kæmist inn í viðkvæma hópa, er orðið að veruleika. Umfangsmikil hópsýking er rakin til Landakots og 49 sjúklingar hafa sýkst af COVID-19.
Kjarninn 25. október 2020
Matthías Aron Ólafsson
Saltnámur, gagnsiðbót og orkudrykkir
Kjarninn 25. október 2020
Heiðrún Lind Marteinsdóttir, framkvæmdastjóri Samtaka fyrirtækja í sjávarútvegi.
Segir málið hafa skaðað samskipti sjómanna og útgerðarmanna
Heiðrún Lind Marteinsdóttir, framkvæmdastjóri Samtaka fyrirtækja í sjávarútvegi, segir í yfirlýsingu að Hraðfrysthúsið-Gunnvör hafi ekki farið að leiðbeiningum um mögulegt smit á sjó. Heiðrún er sögð skráður höfundur skjals sem HG sendi fjölmiðlum í dag.
Kjarninn 25. október 2020
Kristján Þór Júlíusson sjávarútvegsráðhera.
Áhöfnin lokuð „inni í stálkassa“
Sjávarútvegsráðherra segist sleginn yfir því sem gerðist um borð í frystiskipinu Júlíusi Geirmundssyni. Hann segir augljóst að farið hafi verið freklega á svig við þau grundvallaratriði sem snúast um öryggi og velferð áhafnar.
Kjarninn 25. október 2020
Þarf að gera Bandaríkin frábær á ný eða þarf að byggja betur upp aftur?
Atvinnuleysi í Bandaríkjunum er umtalsvert og störfum í landinu hefur fækkað á síðustu árum. Gripið hefur verið til mjög kostnaðarsamra efnahagspakka sem hafa gert það að verkum að hallinn á ríkissjóði landsins er nú meiri en hann hefur verið í áratugi.
Kjarninn 25. október 2020
Júlíus Geirmundsson ÍS 270, er gerður út frá Ísafirði.
Útgerðin biðst „einlæglega afsökunar“
Framkvæmdastjóra Hraðfrystihússins-Gunnvarar, sem gerir út Júlíus Geirmundsson, þykir „þungbært að sitja undir ásökunum um að ekki sé hugað nógu vel að heilsu og öryggi starfsmanna“.
Kjarninn 25. október 2020
Meira eftir höfundinnÞórður Snær Júlíusson
Meira úr sama flokkiFréttaskýringar
None