Vinnuþjarkurinn með mjúka skotið

Helsta stjarna NBA-deildarinnar, Stephen Curry, er í huga margra einhver mesta skytta sem komið hefur fram í deildina. En á skömmum tíma hefur hann breyst í afburðaleikmann á öllum sviðum leiksins.

Stephen Curry
Auglýsing

Þegar War­dell Stephen Curry II kom inn í NBA-­deild­ina, árið 2009, voru miklar vonir bundnar við hann, en fáir höfðu þó trú á því að hann ­gæti orðið að leið­andi leik­mann í deild­inni, leið­toga, sig­ur­veg­ara og fram­úr­skar­and­i ­leik­manni. Hann er fæddur 1988 í Akron Ohio, en alinn upp að mestu í Charlotte, og var því lið­lega tví­tugur þeg­ar ­fyrstu skrefin í deild­inni voru stig­in.

Frá fyrsta tíma­bili hefur hann fengið að bera mikla ábyrgð. Hann spil­aði 36,1 mín­útu í leik, af 48 mín­útna heild­ar­tíma, á fyrsta tíma­bili 2009/2010, skor­aði 17,5 stig, 46,5 pró­sent hittni í stökk­skotum innan þriggja stiga lín­unnar (FG) og fyrir utan þriggja ­stiga lín­una var hann með 43,7 pró­sent hittni. Lið Golden State Warri­ors (GSW), sem Curry hefur leikið með allan sinn fer­il, var frekar slakt í upp­hafi, vann aðeins 23 leiki af 82. ­Fyrir leik­mann á fyrsta tíma­bili, í slöku liði, þá eru þetta af­burða­töl­ur, og ekki síst til marks um að þarna sé óvenju­lega góð skytta á ferð. Í fyrra­vor tryggði liðið sér svo tit­il­inn, í fyrsta skipti í fjöru­tíu ár, með Curry fremstan meðal jafn­ingja. Á sex árum hefur liðið orðið betra og betra, sam­hliða upp­gangi þessa magn­aða leik­manns.

Frá­bær frammi­staða

Á þessu tíma­bili, þar sem engin bönd hafa haldið Curry, ­spilar hann 34 mín­útur að með­al­tali í leik en skorar að með­al­tali tæp­lega þrjá­tíu stig í leik, eða 29,7 stig, og hittir áfram í tæp­lega öðru hverju skoti; 51,1 ­pró­sent hittni í stökk­skotum innan þriggja stiga lín­unnar og 44 pró­sent hittni í þriggja stiga skot­um. Allan ­fer­il­inn, sex tíma­bil í röð, hefur hann verið með hittni vel yfir 40 pró­sent ­fyrir utan og innan þriggja stiga lín­una, þrátt fyrir að vera yfir­leitt að glíma við stranga gæslu ýmissa varn­araf­brigða liða í deild­inni. Það má ein­fald­lega ekki gefa honum opið skot.

Auglýsing

Miklar fram­farir

Óhætt er að segja að Curry hafi sannað að hann er eng­inn venju­legur leik­mað­ur, nokkuð fljótt. En fram­farir hans hafa verið með miklu­m ó­lík­ind­um, og þá sér­stak­lega á síð­ustu tveimur tíma­bil­um. Sjálfur segir hann að lyk­ill­inn að árangri hans sé agi, agi og aftur agi. Hann æfir meira en aðr­ir hjá Golden State, að sögn for­svars­manna liðs­ins. Hann ein­fald­lega leggur meira á sig.

Sjálfur talar hann mikið um að trúin á Jesú krist og Guð al­mátt­ugan hjálpi honum að halda æfing­unum góð­um, auk þess sem hann hafi mik­inn stuðn­ing frá eig­in­konu sinni og stór­fjöl­skyldu. Allir legg­ist á eitt við að ­gera honum mögu­legt að æfa mikið svo hann geti stans­laust bætt sig. „Ég á þér­ allt að þakka, þú ert mín stoð og stytta,“ sagði hann við eig­in­konu sína, tár­vot­ur, í ræðu þegar hann tók við verð­launum sem mik­il­væg­asti leik­mað­ur­ ­deild­ar­inn­ar.



Hann eyddi flestum orðum í ræð­unni í að hrósa þeim sem höfð­u ­gert honum mögu­legt að æfa mikið og rækta hæfi­leika sína, ekki síst föð­ur­ sín­um, Dell Curry, sem spil­aði í sextán tíma­bil í röð í NBA deild­inni, þar af ell­efu ár með Charlotte Hornets. Dell var góður leik­mað­ur, þegar hann var upp á sitt besta, sem var tíma­bilið 1993 til 1994. Hann skor­aði þá 16,3 stig að ­með­al­tali í leik, og þótt harður af sér og ákveð­inn. Á ferl­inum skor­aði hann ­rúm­lega ell­efu stig í leik, og spil­aði 21 mín­útu að með­al­tali í hverjum þeirra. Það eru tölur sem leik­menn geta verið stoltir af eftir langan feril í deild þeirra bestu.

Feðgarnir ólíkir

Helstu styrk­leikar Dell, ákveðni og harka, voru eig­in­leikar sem ­sonur hans þótti ekki vera með, þegar hann hóf leik í NBA-­deild­inni, en í dag ­þykir stöð­ug­leiki og ein­beit­ing – sem hald­ast oft hendur við ákveðni og hörku, í jákvæðum skiln­ingi – í bland við nátt­úru­lega hæfi­leika, vera hans helstu styrk­leik­ar. Afburða­skytta er hann vissu­lega, og lík­lega ein sú besta í sögu deild­ar­inn­ar, en hann hefur bætt sig mikið á þeim sviðum þar ­sem hann þótti vera með veik­leika í upp­hafi. Það hefur hann gert með­ ­þrot­lausum æfing­um, lík­am­legum og tækni­leg­um.

Á síð­asta tíma­bili var hann besti leik­maður deild­ar­inn­ar, og tók við við­ur­kenn­ingu sem MVP, eða mik­il­væg­asti leik­maður deild­ar­inn­ar. Við­ur­kenn­ingin er að venju veitt þegar úrslita­keppnin stendur sem hæst, en eftir magnað ein­vígi Golde State Warri­ors og Cleveland Cavali­ers, þar sem ­LeBron James er við stýrið í vörn og sókn, þá unnu Curry og félag­ar. Liðs­heild GSW er ógn­ar­sterk en það er Curry sem er með þræð­ina í hendi sér. Það er erfitt að stoppa mann sem getur hitt úr flestum færum, og er að ­upp­lagi óeig­in­gjarn og spilar fyrir lið­ið.



Ethan Sherwood Strauss, einn af föstum pistla­höf­undum ESPN, tók við­tal við aðstoð­ar­þjálf­ara Golden State Warri­ors, Ron Adams, í apríl í fyrra, þegar Curry var að eiga hvern stjörnu­leik­inn á fætur öðr­um. Það héld­u honum engin bönd. Það sem þótti merki­leg­ast, var að hann var far­inn að spila stór­kost­lega vörn, og vera skeinu­hættur við að stela boltum og líka að verja ­stöðu sína.

Aðeins tveimur vikum eftir að Steve Kerr og Ron Adams tóku við sem þjálf­arar Golden State Warri­ors boð­uðu þeir Curry og hádeg­is­fund, og ­sögðu að hann yrði að stíga upp í varn­ar­leik sín­um. Ef hann vildi verða best­ur, ­sem Kerr og Adams töldu að hann bæði gæti og vildi, þá yrði hann að hlýða varn­ar­skip­unum og hlífa sér hvergi. „Þetta var ekki sér­lega erfið sala,“ sagð­i Kerr, og en hann segir Curry þríf­ast á áskor­un­um.

Kom­inn í hóp þeirra bestu

Á undra­skömmum tíma breytt­ist Curry úr því að ver­a stór­kost­leg skytta og sókn­ar­mað­ur, í að verða afger­andi alhliða varn­ar- og sókn­ar­mað­ur­. Það er meira en að segja það, að ná þeirri stöðu. Fáir leik­menn hafa náð þeim ­gæðum í leik sinn eins og Curry er að sýna þessa dag­ana, og eru menn eins og Mich­ael Jor­dan og Kobe Bryant, þegar þeir voru að spila sem best, nefndir í sömu andrá og þessi frá­bæri leik­mað­ur. LeBron James er síðan hans hel­sti keppi­naut­ur, enda stór­kost­legur alhliða leik­maður sömu­leið­is.

En ólíkt James er Curry með sér­staka eig­in­leika, enda er hann ekki helj­ar­menni að burðum og nær ekki árangri með kraft­miklum troðsl­u­m eða „lát­u­m“, eins og oft fylgja James. Ekki skal þó gert lítið úr mögn­uð­u­m al­hliða hæfi­leikum James, sem fyrir löngu eru búnir að skila honum í allra fremstu röð.

Curry er einna best lýst sem óút­reikn­an­leg­um. Eng­inn veit hvað getur gerst þegar hann kemur með bolt­ann upp völl­inn. Hann er stór­kost­legur einn og móti ein­um, og skilur varn­ar­menn oftar en ekki eftir á rass­inum - algjör­lega ósjálf­bjarga eftir að hafa ekki ráðið við hraða fóta­vinn­u - áður en hann tekur þægi­legt skot. Til þess að lág­marka mögu­leik­ana á því að sú staða skapist, það er að Curry sé að mæta sínum varn­ar­manni einn og móti ein­um, þá beita lið oft varn­araf­brigðum þar sem hann er þving­aður í erfið skot, eða erf­iðar aðstæð­ur. En GSW liðið hefur góða leik­menn til að taka við kefl­in­u þegar Curry getur ekki verið með það, og hann hikar ekki við að laga leik sinn að því þegar aðrir leik­menn liðs­ins þurfa að blómstra.

Eng­inn er galla­laus, en...

Eng­inn er galla­laus, og Curry hefur sína galla eins og aðr­ir. Ef hann væri meiri að burðum og með ógn­ar­kraft­inn frá Lebron James, þá væri hann lík­lega full­kom­lega óstöðv­andi. En það er and­legur styrkur hans sem er kannski það sem skilur hann frá mörgum öðr­um. Hann er vinnu­þjarkur með mjúkt skot, eldsnöggar hreyf­ingar og hug­ar­far sig­ur­veg­ar­ans.

En eins og Curry spil­aði körfu­bolta allt árið í fyrra, þá verður ekki annað séð en að hann sé nú þegar búinn að taka frá margar síður í sögu NBA-­deild­ar­innar sem einn af þeim allra bestu, þökk sé mik­illi vinnu­sem­i, aga, nátt­úru­legum hæfi­leikum og vilja til að takast á við nýjar áskor­an­ir. Hann hefur alltaf bætt sig milli ára, og það ætti ekki að koma neinum á óvart ef hann myndi bæta við fleiri meist­ara­hringjum í sitt safn.

Við þurfum á þínu framlagi að halda

Þú getur tekið beinan þátt í að halda úti öflugum fjölmiðli.

Við sem vinnum á ritstjórn Kjarnans viljum hvetja þig til að vera með okkur í liði og leggja okkar góða fjölmiðli til mánaðarlegt framlag svo við getum haldið áfram að vinna fyrir lesendur, fyrir fólkið í landinu.

Kjarninn varð níu ára í sumar. Þegar hann hóf að taka við frjálsum framlögum þá varð slagorðið „Frjáls fjölmiðill fyrir andvirði kaffibolla“ til og lesendur voru hvattir til að leggja fram í það minnsta upphæð eins kaffibolla á mánuði.

Mikið vatn hefur runnið til sjávar á þeim níu árum sem Kjarninn hefur lifað. Í huga okkar á Kjarnanum hefur þörfin fyrir fjölmiðla sem veita raunverulegt aðhald og taka hlutverk sitt alvarlega aukist til muna.

Við trúum því að Kjarninn skipti máli fyrir samfélagið.

Við trúum því að sjálfstæð og vönduð blaðamennska skipti máli.

Ef þú trúir því sama þá endilega hugsaðu hvort Kjarninn er ekki allavega nokkurra kaffibolla virði á mánuði.

Vertu með okkur í liði. Þitt framlag skiptir máli.

Ritstjórn Kjarnans: Sunna Ósk Logadóttir, Þórður Snær Júlíusson, Erla María Markúsdóttir, Arnar Þór Ingólfsson, Eyrún Magnúsdóttir og Grétar Þór Sigurðsson.


Já takk, ég vil styrkja Kjarnann!
Þorbjörn Guðmundsson
Er íslenska velferðarkerfið ekki lengur griðarstaður þeirra sem minnst hafa?
Kjarninn 11. janúar 2023
Takk fyrir og sjáumst á nýjum miðli á föstudag
Bréf frá ritstjóra Kjarnans vegna sameiningar við Stundina og þess að nýr framsækinn fréttamiðill verður til í lok viku.
Kjarninn 11. janúar 2023
Sverrir Albertsson
Vatn á myllu kölska
Kjarninn 11. janúar 2023
Lögreglumenn standa vörð um gröfurnar í námunni.
Berjast fyrir þorpi á barmi hengiflugs
Lítið þorp í Rínarlöndum Þýskalands er allt komið í eigu kolarisa. Fyrirtækið ætlar sér að mylja niður húsin og stækka kolanámu sína sem þegar þekur um 80 ferkílómetra. Þetta þykir mörgum skjóta skökku við í heimi sem berst við loftslagsbreytingar.
Kjarninn 10. janúar 2023
Arnþrúður Karlsdóttir, útvarpsstjóri Útvarps Sögu.
Útvarp Saga telur fjölmiðlastyrki skapa tortryggni og bjóða upp á frændhygli
Fjögur fjölmiðlafyrirtæki hafa til þessa skilað inn umsögnum um frumvarp Lilju Alfreðsdóttur menningar- og viðskiptaráðherra, sem mun að óbreyttu framlengja núverandi styrkjakerfi til fjölmiðla.
Kjarninn 10. janúar 2023
Sólveig Anna Jónsdóttir formaður Eflingar.
Viðræðum slitið og Efling undirbýr verkfallsaðgerðir
Samtök atvinnulífsins hafa hafnað gagntilboði Eflingar um skammtímakjarasamning, sem kvað á um meiri launahækkanir en SA hefur samið um við aðra hópa á almennum vinnumarkaði til þessa. Efling undirbýr nú verkfallsaðgerðir.
Kjarninn 10. janúar 2023
Palestínski fáninn á lofti í mótmælum í Reykjavík. Ísraelskri lögreglu hefur nú verið fyrirskipað að rífa fánann niður á almannafæri.
Fánabann og refsiaðgerðir í Palestínu í kjölfar niðurstöðu Sameinuðu þjóðanna
Degi eftir að ný ríkisstjórn tók við völdum í Ísrael samþykkti allsherjarþing Sþ að fela Alþjóðadómstólnum í Haag að meta lögmæti hernáms Ísraelsríkis á Vesturbakkanum. Síðan þá hefur stjórnin gripið til refsiaðgerða og nú síðast fánabanns.
Kjarninn 10. janúar 2023
Gríðarlega mikil dæling á sandi á sér stað í Landeyjahöfn á hverju ári. Markarfljótið ber hundruð þúsunda tonna af jarðefnum út í sjó og það á til að safnast upp í mynni hafnarinnar.
Vilja sjúga sand af hafsbotni í stórum stíl og flytja út
Eftirspurn eftir íslenskum jarðefnum er gríðarleg ef marka má framkomin áform erlendra stórfyrirtækja um nýtingu þeirra. Vinsældir hafnarinnar í Þorlákshöfn eru samhliða mjög miklar.
Kjarninn 10. janúar 2023
Meira eftir höfundinnMagnús Halldórsson
Meira úr sama flokkiFréttaskýringar
None