Bjarni mun ekki leggja aftur til að Bankasýslan verði lögð niður

Bjarni Benediktsson lagði fram frumvarp í apríl sem gerði ráð fyrir þvi að Bankasýsla ríkisins yrði lögð niður. Hann hefur nú staðfest að ekki standi lengur til að gera það. Þess í stað mun hún sjá um stærstu einkavæðingu Íslandssögunnar.

Bjarni Benediktsson
Auglýsing

Bjarni Bene­dikts­son, fjár­mála- og efna­hags­ráð­herra, hefur ekki upp­i­ á­form að svo komnu máli að leggja frum­varp um nið­ur­lagn­ingu Banka­sýslu rík­is­ins fram að nýju. Bjarni lagði frum­varp sem fól slíka nið­ur­lagn­ingu í sér 1. apríl 2015 og sam­kvæmt frum­varpi til fjár­laga þessa árs sem lagt var fram í sept­em­ber í fyrra var ekki gert ráð fyrir neinum fjár­munum í rekstur Banka­sýsl­unn­ar. Þeg­ar fjár­lög voru afgreidd í des­em­ber var hins vegar búið að þre­falda þá upp­hæð ­stofnun fær á í ár frá því sem rann til hennar úr rík­is­sjóði árið 2015. Í stað þess að loka Banka­sýsl­unni verður hún ein áhrifa­mesta stofnun lands­ins í nán­ustu fram­tíð. Hún heldur á hlutum rík­is­ins í fjár­mála­fyr­ir­tækj­um, er að und­ir­búa sölu á 30 pró­sent hlut í Lands­bank­anum sem fyr­ir­huguð er í ár, og mun ­taka á móti Íslands­banka þegar kröfu­hafar Glitnis afhenda rík­inu hann á næst­u miss­er­um.

Var að fylgja eftir til­lögum hag­ræð­ing­ar­hóps

Ljóst er að áætl­anir fjár­mála- og efna­hags­ráð­herra um fram­tíð­ar­fyr­ir­komu­lag á stjórn­sýslu á sviði eigna­um­sýslu í fjár­mála­fyr­ir­tækj­u­m hafa kúvenst á nokkrum mán­uð­um.

Auglýsing

Kjarn­inn beindi því fyr­ir­spurn til Bjarna Bene­dikts­sonar um málið og ­spurði hvað hefði breyst frá því í apr­íl, þegar leggja átti Banka­sýsl­una nið­ur­, og fram í des­em­ber þegar fram­lög hennar voru þre­földuð og hlut­verk henn­ar stór­auk­ið?

Í svari Teits Björns Ein­ars­son­ar, aðstoð­ar­manns fjár­mála- og efna­hags­ráð­herra, segir að það hafi verið ein af til­lögum hag­ræð­ing­ar­hóps ­rík­is­stjórn­ar­inn­ar, sem skil­aði til­lögum sínum í nóv­em­ber 2013 að leggja ­Banka­sýslu rík­is­ins niður og flytja verk­efni hennar til fjár­mála- og efna­hags­ráðu­neyt­is­ins. Í lok jan­úar 2014 hafi rík­is­stjórnin sam­þykkt ­fyr­ir­komu­lag um fram­kvæmd og eft­ir­fylgni á til­lögum hag­ræð­ing­ar­hóps­ins sem í fólst að hver ráð­herra bæri ábyrgð á eft­ir­fylgni til­laga á sínu sviði. Bjarn­i Bene­dikts­son bæri því ábyrgð á fram­kvæmd og eft­ir­fylgni þess að leggja ­Banka­sýslu rík­is­ins niður ef það yrði nið­ur­staða hans að gera það.Ásmundur Einar Daðason, þingmaður Framsóknarflokksins, var formaður hagræðingarhóps ríkisstjórnarinnar sem lagði m.a. til að Bankasýsla ríkisins yrði lögð niður.

Banka­sölur áttu að heyra undir ráðu­neytið

Í apríl 2015 lagði Bjarni fram frum­varp til laga um með­ferð og sölu eign­ar­hluta rík­is­ins í fjár­mála­fyr­ir­tækjum. Sam­kvæmt frum­varp­inu átti að ­leggja Banka­sýslu rík­is­ins, sem í dag fer með eign­ar­hluti rík­is­ins í bönk­um, ­niður og færa eign­ar­hluti í fjár­mála­fyr­ir­tækjum undir fjár­mála- og efna­hags­ráð­herra. Hann átti auk þess að setja sér­staka eig­enda­stefnu rík­is­ins ­sem tekur til þeirra fjár­mála­fyr­ir­tækja sem ríkið á eign­ar­hluti í, skipa ­þriggja manna ráð­gjafa­nefnd, án til­nefn­ing­ar, til að veita honum ráð­gjöf um ­með­ferð eign­ar­hluta í fjár­mála­fyr­ir­tækjum og und­ir­búa sölu og sölu­með­ferð þeirra hluta.

Aðstoð­ar­maður Bjarna segir í svari sínu til­ Kjarn­ans að frum­varp­ið, sem hafi ekki verið útrætt á vor­þingi síð­asta árs, hafi ekki falið í sér veiga­mikla breyt­ingu á þeim lag­ara­mma sem í gildi sé og þeim ­meg­in­reglum sem þegar hafi verið settar með núgild­andi lögum um sölu­með­ferð ­eign­ar­hluta rík­is­ins í fjár­mála­fyr­ir­tækj­um.

Í því fólst hins vegar að allt sölu­ferli þeirra banka sem ríkið á hlut í og ætlar sér að selja yrði fært frá Banka­sýslu ­rík­is­ins og yfir til fjár­mála- og efna­hags­ráðu­neyt­is­ins. Ráð­herr­ann sem réð­i því hverju sinni gæti þá, að eigin frum­kvæði, eða að feng­inni til­lögu ráð­gjafa­nefndar sem hann einn skipar, stýrt nýju banka­einka­væð­ing­ar­ferli. Þegar slík ákvörðun liggur fyrir skal lögð á­hersla á, sam­kvæmt frum­varp­inu, „opið sölu­ferli, gagn­sæi, hlut­lægni og hag­kvæmni. Með hag­kvæmni er átt við að leitað sé hæsta verðs eða mark­aðs­verðs ­fyrir eign­ar­hluti. Þess skal gætt að skil­yrði þau sem til­boðs­gjöfum eru sett ­séu sann­gjörn og að þeir njóti jafn­ræð­is. Við sölu skal kapp­kosta að efla virka og eðli­lega sam­keppni á fjár­mála­mark­að­i“.

Hélt áfram eins og ekk­ert hefði í skorist

Það vakti óneit­an­lega mikla athygli að þrátt fyrir þann skýra vilja sem birt­ist í frum­varpi til laga um með­ferð og sölu eign­ar­hluta rík­is­ins í fjár­mála­fyr­ir­tækjum þá hélt Banka­sýsla rík­is­ins áfram að und­ir­búa sig og starfa eins og að hún yrði til á árinu 2016. Hún gerði áfram ráð ­fyrir því að hún myndi sjá um sölu á eign­ar­hlutnum í Lands­bank­anum sem til­ stendur að selja. Það kom m.a. fram í bréfi sem stofn­un­in sendi fjár­mála- og efna­hags­ráð­herra í sept­em­ber, þess efnis að stofn­unin myndi skila af sér­ ­til­lögu til ráð­herr­ans um sölu­með­ferð á 30 pró­senta eign­ar­hlut rík­is­ins í Lands­bank­anum fyrir 31. jan­úar næst­kom­andi. 

Í októ­ber aug­lýst­i ­Banka­sýslan svo eftir starfs­fólki í verk­efni tengd fyr­ir­hug­aðri ­sölu­með­ferð rík­is­ins á eign­ar­hlut í Lands­bank­anum hf. Banka­sýslan óskaði eft­ir ­sér­fræð­ingi í eigna­um­sýslu og lög­fræð­ingi og hyggst ráða tvo til þrjá ein­stak­linga í tíma­bundin verk­efni. Seint í nóv­em­ber voru Hrafn Árna­son og Þórólfur Heiðar Þor­steins­son ráðnir til Banka­sýsl­unnar í verk­efn­ið. Hrafn var áður for­stöðu­maður VÍB, eigna­stýr­ing­ar­sviðs Ís­lands­banka, en Þórólfur Heiðar starf­aði síð­ast sem lög­maður hjá BBA Legal.

Þetta var allt gert áður en breyt­ing­ar­til­laga var lögð fram við fjár­lög árs­ins 2016 sem gerði ráð fyrir því að Banka­sýslan ­myndi fá nokkur fé á fjár­lögum þessa árs. Hún var ekki lögð fram fyrr en snemma í des­em­ber. Sam­kvæmt henni fær Banka­sýslan 97 millj­ónir króna til að reka sig á næsta ári.

Í svari aðstoð­ar­manns Bjarna segir að „Banka­sýsla rík­is­ins mun áfram sinna þeim verk­efnum sem henni ber lögum sam­kvæmt og ekki uppi áform að svo komnu máli að leggja frum­varp um nið­ur­lagn­ingu Banka­sýslu rík­is­ins fram að nýju.“

Banka­sýslan mun sjá um stærstu einka­væð­ingar Íslands­sög­unnar

Banka­sýslan mun því sjá um fram­kvæmd á stærstu einka­væð­ingu Íslands­sög­unn­ar. Eign­ar­hlutir í fjár­mála­fyr­ir­tækjum sem af­hentir verða sem hluti af stöð­ug­leika­fram­lagi verða færðir til­ ­Banka­sýsl­unn­ar. Það þýðir að Íslands­banki mun fara til hennar þegar kröfu­haf­ar af­henda rík­inu hann.

Eign­ar­hlutur rík­is­ins í Lands­bank­an­um, 98 pró­sent, er sem stendur langstærsta eignin sem er í umsjón Banka­sýsl­unn­ar. Í fjár­laga­frum­varp­inu 2016 kemur fram að gert er ráð fyrir að sala á allt að 30 ­pró­senta hlut fari fram á seinni hluta árs­ins, en það verður ein stærsta einka­væð­ing sög­unn­ar. 

Heim­ild til þess að selja hlut af hluta ­rík­is­ins í Lands­bank­anum hefur verið í lögum frá árinu 2011. Í fjar­laga­frum­varpi árs­ins 2016 kemur fram að ríkið geri ráð fyrir því að um 71 millj­arð­ur­ króna fáist fyrir 30 pró­senta hlut og að ágóð­inn verði greidd­ur inn á skulda­bréf sem voru gefin út til að fjár­magna fallnar fjár­mála­stofn­an­ir árið 2008. 

Til við­bótar hef­ur ­Bjarn­i Bene­dikts­son ítrekað sagt að það sé ekki fram­tíð­ar­lausn að ríkið eigi allt hlutafé í Íslands­banka. Því má búast við að ríkið muni selja Íslands­banka þegar það eign­ast hann. Auk þess hefur opin­ber­lega verið greint frá áhuga ­ís­lenskra líf­eyr­is­sjóða og erlendra aðila á því að kaupa Arion banka, en Banka­sýsla ­rík­is­ins heldur á þrettán pró­sent hlut rík­is­ins í hon­um.

Styrkir þú Kjarnann?

Kjarninn reiðir sig á framlög lesenda. Með því að styrkja Kjarnann mánaðarlega tekur þú þátt í að halda úti öflugum fjölmiðli.

Kjarninn hefur verið til taks fyrir kröfuharða lesendur í sjö ár og býður almenningi upp á vandaða umfjöllun þar sem áhersla er á gæði og dýpt.  

Ef þú ert nú þegar styrkjandi leyfum við okkur að benda á að hægt er að óska eftir að hækka styrkinn með því að senda póst á takk@kjarninn.is


Já takk, ég vil styrkja Kjarnann!
Kórónuveirufaraldurinn leiddi af sér gríðarlega aukningu á atvinnuleysi.
Um ellefu þúsund manns hafa verið atvinnulaus í hálft ár eða lengur
26.437 manns eru atvinnulaus að öllu leyti eða hluta. Langtímaatvinnuleysi hefur stóraukist og þeir sem hafa verið án atvinnu í eitt ár eða lengur eru nú 156 prósent fleiri en fyrir ári.
Kjarninn 17. janúar 2021
Kjartan Sveinn Guðmundsson
Nýtt ár, ný hugmyndafræði: kynning á veisluhyggju
Kjarninn 17. janúar 2021
Lilja Dögg Alfreðsdóttir mennta- og menningarmálaráðherra.
„Þverpólitísk sátt“ um fjölmiðlafrumvarp í kortunum eftir að Stöð 2 boðaði læstar fréttir
Eftir að Sýn boðaði að fréttum Stöðvar 2 yrði læst virðist hreyfing að komast á frumvarp um styrki til einkarekinna fjölmiðla. Mennta- og menningarmálaráðherra telur að „þverpólitísk sátt“ sé að nást um styrkjakerfi, sem sjálfstæðismenn hafa lagst gegn.
Kjarninn 17. janúar 2021
Sigmundur Davíð Gunnlaugsson formaður Miðflokksins.
Óttast að „tveggja flokka kerfi“ myndist ef flokkar útiloki samstarf við aðra
Sigmundur Davíð Gunnlaugsson og Logi Einarsson eru sammála um að kjósendur eigi að hafa skýra sýn á hverskonar ríkisstjórnir flokkar vilji mynda eftir kosningar. Sigmundur vill þó ekki útiloka samvinnu með neinum og kallar Samfylkingu „útilokunarflokk.“
Kjarninn 17. janúar 2021
Frá dómssalnum á miðvikudaginn
Réttað yfir 355 manns í gömlu símaveri
Nokkuð óvenjuleg réttarhöld hófust á Ítalíu síðastliðinn miðvikudag, en í þeim er stór hluti 'Ndrangheta-mafíunnar, valdamestu glæpasamtaka landsins. Sökum mikils fjölda ákærðra og nýrra sóttvarnarreglna þurfti að sérútbúa dómssal í gömlu símaveri.
Kjarninn 17. janúar 2021
Söngflokkurinn Boney M naut mikilla vinsælda víða um heim undir lok áttunda áratugarins.
Boney M og stolnu lögin
Þegar sönghópurinn Boney M sló í gegn seint á áttunda áratug síðustu aldar með lögunum „Brown Girl in the Ring“ og „Rivers of Babylon“ grunaði engan að í kjölfarið fylgdu málaferli sem stæðu í áratugi.
Kjarninn 17. janúar 2021
Armin Laschet er nýr leiðtogi flokks Kristilegra demókrata, sem hefur tögl og haldir í þýskum stjórnmálum. Kannski tekur hann við af Merkel sem kanslari í haust.
Stormasöm vika í evrópskum stjórnmálum
Mögulegt áframhald „Merkelisma“ í Þýskalandi, barnabótaskandall hjá „teflon Mark“ í Hollandi og stjórnarkreppa af völdum smáflokks á Ítalíu er á meðal þess sem var efst á baugi í evrópskum stjórnmálum í vikunni.
Kjarninn 16. janúar 2021
Birgir Birgisson
Að finna upp hjólið
Kjarninn 16. janúar 2021
Meira eftir höfundinnÞórður Snær Júlíusson
Meira úr sama flokkiFréttaskýringar
None