Hinir ofurríku verða mjög hratt miklu ríkari...líka á Íslandi

peningar
Auglýsing

Í nýrri skýrslu mann­úð­ar­sam­tak­anna Oxfam, sem byggir meðal ann­ars á tölum frá Credit Su­is­se, sem birt var í dag kemur fram að nú sé rík­asta eitt pró­sent fólks í heim­inum orðið rík­ara en öll restin til sam­ans. Á árinu 2015 var staðan þannig að 62 ein­stak­lingar –ein­um ­færri en sitja á Alþingi Íslend­inga – áttu sam­tals jafn mik­inn auð og sá helm­ingur mann­kyns sem á minnst, eða sam­tals 3,6 millj­arðar manna. 

Á Íslandi er þessi þróun einnig að eiga sér stað. Á árinu 2014 fór helm­ingur alls nýs auðs sem varð til á Íslandi til þess fimmt­ungs lands­manna sem hafði hæstar tekj­ur. Þær tölur eru likast til van­metnar og lík­lega hefur auður þess hóps vaxið mun meira en þær gefa til kynna. Ýmis gögn styðja það, til dæmis sú stað­reynd að rík­asta eitt pró­sent lands­manna, alls um 1.890 manns, þén­uðu um helm­ing allra fjár­magnstekna sem urðu til á árinu 2014. 

62 ein­stak­lingar eiga 229 þús­und millj­arða króna

Oxfam hefur um ára­bil gefið úr skýrslu í jan­úar sem sýnir efna­hags­lega mis­skipt­ingu í heim­in­um. Megin stef hennar í þetta skiptið er að mis­skipt­ingin hefur náð nán­ast súr­r­eal­ískum hæð­um, sem end­ur­spegl­aðst í því að nokkrir tugir ein­stak­linga er orðið rík­ara en helm­ingur mann­kyns sam­an­lagt, og að bilið er að aukast hraðar en jafn­vel svart­sýn­ustu menn áttu von á.

Auglýsing

Þessi þröngi hópur ein­stak­linga, alls 62 ein­stak­ling­ar, hefur aukið auð sinn um 44 ­pró­sent síðan á árinu 2010. Hann á nú 1,76 þús­und millj­arða dala, eða 229 ­þús­und millj­arða íslenskra króna. Auður þess­arra 62 ein­stak­linga hefur því ­vaxið um 65 þús­und millj­arða króna á fimm árum. 

Á sama tíma hefur auður þess helm­ings jarð­ar­búa sem á minnst af eignum dreg­ist saman um 41 pró­sent, eða um 130 þús­und millj­arða króna. Þetta eru stjarn­fræði­legar tölur og erfitt fyr­ir­ flesta að setja þær í sam­hengi. Það er þó til að mynda hægt að benda á að lands­fram­leiðsla Íslend­inga árið 2014 nam 1.989 millj­örðum króna, eða 0,8 ­pró­sent af eignum ofan­greindra 62 ein­stak­linga.

Brauð­mola­kenn­ingin virkar ekki

Í skýrslu Oxfam kemur fram að frá ald­ar­mótum hefur sá helm­ingur jarð­ar­búa sem á minnst fengið til sín um eitt pró­sent af þeim auð sem orðið hefur til á síð­ast­liðnum 15 árum. Helm­ingur þess við­bót­ar­auðs hefur ratað til þess eins pró­sents ein­stak­linga í heim­inum sem eru rík­ast­ir.

Brauð­mola­kenn­ing­in, um að aukin auður þeirra rík­ustu hafi já­kvæð áhrif á lífs­gæði og auðs­söfnun allra hinna, virð­ist því ekki eiga sér­ ­stoð í raun­veru­leik­an­um. Skýrslu­höf­undar segja að aukin efna­hags­legur ójöfn­uð­ur­ grafi undan efna­hags­legri og félags­legri sam­heldn­i.Á­hrif þessa sístækk­andi bils ­séu sér­stak­lega alvar­leg hjá fátæk­asta fólki heims. Oxfam bendir á að þótt fjöld­i heims­búa sem sé undir fátækrar­mörkum hafi dreg­ist saman á tíunda ára­tug síðust­u ald­ar, sam­hliða mik­illi aukn­ingu í auð­söfnun þeirra ríkustu, þá sé það ekki rök­stuðn­ing­ur ­fyrir því að brauð­mola­kenn­ingin virki. Sam­tökin benda á að ef mis­skipt­ing hefð­i ekki auk­ist á tíunda ára­tugnum þá hefði um 200 millj­ónir manns til við­bót­ar ekki lent undir fátækrar­mörk­um. Ef meiri­hluti þess hag­vaxtar sem varð í heim­inum á tíma­bil­inu hefði lent í vösum fátækra þá hefði fjöldi þeirra sem hefðu getað náð yfir fátækra­mörk vaxið í um 700 millj­ón­ir.

Málið sé því ein­falt. Stærstu sig­ur­veg­ar­arnir í þeim kapital­íska leik sem leik­inn er í hag­kerfum heims­ins eru ríkust­u þátt­tak­end­urnir í hon­um.

Mis­skipt­ing auðs eykst líka hratt á Íslandi

Það er ekki bara út í hinum stóra heimi sem auður hinna ríku er að vaxa hratt. Þótt dregið hafi saman í launa­mun milli stétta hins íslenska sam­fé­lags þá gleym­ist oft að umtals­verður hluti þjóð­ar­innar er alls ekk­ert launa­fólk, heldur eigna­fólk. Það hefur tekjur sínar af því að ávaxta þær eignir og kaupa nýjar, sem geta mögu­lega ávaxt­ast í fram­tíð­inni. Þegar horft er á þann nýja auð sem verður til á Íslandi árlega, út frá þeim tölum sem aðgengi­legar eru opin­ber­lega hér­lend­is, kemur í ljós að eign­ar­fólkið er að taka til sinn þorra hans.

Í lok sept­em­ber 2015 ­greindi Kjarn­inn frá því að sá fimmt­ung­ur Ís­lend­inga sem hafði hæstar ­tekjur á árinu 2014, alls tæp­lega 40 þús­und manns, jók hreina eign sína um 142,2 millj­arða króna á því ári. Tæpur helm­ingur aukn­ingar á auði íslenskra heim­ila á því ári féll í skaut þessa hóps.

Tekju­hæsta tíund lands­manna, 19.711 manns, sá auð sinn vaxa um 88,2 millj­arða króna á árin­u 2014. Á sama tíma óx hrein eign þess helm­ings þjóð­ar­innar sem er með lægst­u ­tekj­urn­ar, alls um eitt hund­rað þús­und manns, um 72 millj­arða króna, eða 16,2 millj­arða króna minna en rík­asti hluti þjóð­ar­inn­ar.

Rík­asta eitt pró­sentið þénar helm­ing fjár­magnstekna

Kjarn­inn greindi síðan frá því í nóv­em­ber í fyrra að tekju­hæsta eitt pró­sent lands­manna, alls 1890 manns, þén­aði 42,4 millj­arða króna í fjár­magnstekjur á árinu 2014. Alls námu fjár­magnstekjur sem ein­stak­lingar og sam­skatt­aðir greiddu á því ári 90,5 millj­örðum króna og því fékk þessi litli hópur sam­tals 47 pró­sent þeirra tekna í sinn hlut. Um tvær af hverjum þremur krónum sem rík­asta pró­sent lands­manna þénar er vegna fjár­magnstekna. Þetta má lesa úr stað­tölum skatta vegna árs­ins 2014 sem birtar hafa verið á vef emb­ættis rík­is­skatt­stjóra.

Fjár­magnstekjur eru tekjur sem ein­stak­lingar hafa af fjár­magns­eignum sín­um. Þ.e. ekki laun­um. Þær tekjur geta verið ýmis kon­ar. Til dæmis tekjur af vöxtum af inn­láns­reikn­ingum eða skulda­bréfa­eign, tekjur af útleigu hús­næð­is, arð­greiðsl­ur, hækkun á virði hluta­bréfa eða hagn­aður af sölu fast­eigna eða verð­bréfa.

Ljóst er að auður þessa hóps, sem er allra virkastur á Íslandi á verð­bréfa­mark­aði, hefur auk­ist mjög á árinu 2015. Hluta­bréf hækk­uðu nefni­lega gíf­ur­lega í verði á síð­asta ári.

Á árinu 2015 hækk­aði úrvals­vísi­talan, sem er ­sam­sett af þeim átta félögum sem hafa mestan selj­an­leika á Nas­daq Iceland-hluta­bréfa­mark­aðn­um, um 43 pró­sent. Mark­aðsvirði félaga sem skráð eru á mark­að­inn jókst um 340 millj­arða króna, úr 634 millj­örðum króna í 974 millj­arða króna. Ljóst er að góður hluti þeirrar virð­is­aukn­ingar lenti hjá rík­asta pró­senti Íslend­inga.

Kristbjörn Árnason
Sóun
Leslistinn 19. ágúst 2019
Sigursteinn Másson
Hver á að gera hvað?
Kjarninn 19. ágúst 2019
Skúli segist ekki hafa fengið milljarða greiðslur út úr WOW air
Skúli Mogensen segist aldrei fallast á að hann og hans fólk hafi ekki unnið að heilindum við uppbyggingu WOW air og neitar því að hafa fengið háar greiðslur út úr félaginu en sjálfur hafi hann tapað átta milljörðum.
Kjarninn 19. ágúst 2019
Nýtt biðskýli við Kringlumýrarbraut
Stafræn strætóskýli tekin í gagnið
Vinna við að setja LED skjái í 210 biðskýli Strætó er hafin í Reykjavík. Í nýju skýlunum verður hægt að nálgast rauntímaupplýsingar um komutíma næstu strætóvagna.
Kjarninn 19. ágúst 2019
Boeing 737 MAX vélar Icelandair hafa ekki flogið frá því í mars.
MAX-vélar Icelandair fljúga ekki á þessu ári
Icelandair reiknar ekki lengur með MAX-vélunum í flugáætlun sinni á þessu ári. Þær áttu að fljúga 27 prósent allra ferða sem félagið myndi fljúga 2019. Icelandair tapaði ellefu milljörðum á fyrri hluta árs.
Kjarninn 19. ágúst 2019
Upphafið - Árstíðaljóð
Safnað fyrir fimmtu ljóðarbók Gunnhildar Þórðardóttur.
Kjarninn 18. ágúst 2019
Guðlaugur Þór Þórðarson
Rúmar 16 milljónir í aðkeypta ráðgjöf og álit vegna þriðja orkupakkans
Kostnaður vegna innlendrar ráðgjafar og álita nemur rúmlega 7,6 milljónum króna og erlends tæpum 8,5 milljónum króna.
Kjarninn 18. ágúst 2019
Katrín Jakobsdóttir forsætisráðherra.
Sex ríkisforstjórar með hærri laun en forsætisráðherra
Laun bankastjóra Landsbankans hafa hækkað mest allra ríkisforstjóra, eða um 82 prósent, frá því að bankaráð bankans tók yfir ákvörðun um launakjör hans. Átta ríkisforstjórar eru með hærri laun en flestir ráðherrar.
Kjarninn 18. ágúst 2019
Meira eftir höfundinnÞórður Snær Júlíusson
Meira úr sama flokkiFréttaskýringar
None