Ríkisbankar vilja ekki upplýsa um fjárhæðir vegna færslu greiðslukortaviðskipta

Hvorki Íslandsbanki né Landsbankinn vilja svara því hversu miklar fjárhæðir séu undir vegna færslu á viðskiptavinum þeirra til MasterCard annars vegar og VISA hins vegar. Íslandsbanki er stærsti eigandi Borgunar, sem bankinn er í viðskiptum við.

Kredit kort Borgun
Auglýsing

Hvorki Íslands­banki eða Lands­bank­inn, sem báðir eru í eig­u ­ís­lenska rík­is­ins, vilja svara því hversu miklar fjár­hæðir séu undir vegna á­kvörð­unar þeirra að færa alla við­skipta­vini sína í þjón­ustu eins greiðslu­korta­fyr­ir­tæk­is. Allir við­skipta­vinir Íslands­banka hafa annað hvort ver­ið, eða verða, færðir í korta­við­skipti við MasterCard sem íslenska greiðslu­korta­fyr­ir­tæk­ið ­Borgun sér um útgáfu fyrir og allir við­skipta­vinir Lands­bank­ans hafa ann­að hvort ver­ið, eða verða, færðir í korta­við­skipti við VISA sem greiðslu­korta­fyr­ir­tæk­ið Va­litor sér um.

Íslands­banki á 63,47 pró­sent hlut í Borgun og ljóst að ­samn­ingur bank­ans við MasterCard og Borgun mun færa fyr­ir­tæk­inu auknar tekj­ur, enda munu um 40 pró­sent við­skipta­vina bank­ans fær­ast yfir til MasterCard. Hin­ir voru þar fyr­ir. Þær auknu tekjur munu skila Íslands­banka sem eig­anda auk­inn­i arð­semi.

Hjá Lands­bank­anum er færslan mun minni, en undir tvö pró­sent við­skipta­vina hans munu fær­ast úr MasterCard til VISA. Lands­bank­inn á ekki ­lengur hlut í íslensku greiðslu­korta­fyr­ir­tæki eftir að hafa selt hlut sinn í bæði Borgun og Valitor á und­an­förnum árum. Sala hans á hlut sínum í Borg­un hefur verið mjög umdeild, líkt og Kjarn­inn hefur fjallað ítar­lega um.

Auglýsing

Arion banki mun áfram bjóða við­skipta­vinum sínum upp á bæð­i Visa og MasterCard kort. Valitor er að nán­ast öllu leyti í eigu Arion banka.

Þýðir breyt­ingu á tug­þús­undum kortum

Kjarn­inn beindi fyr­ir­spurn til Íslands­banka um hvert umfang þeirra fjár­hæða sem séu undir í samn­ingi bank­ans við MasterCard og Borg­un. Þ.e. hversu miklar fjár­hæðir séu undir á árs­grund­velli. Í svari Íslands­banka seg­ir að það geti ekki upp­lýst um hversu háar fjár­hæðir sé að ræða. Færsla bank­ans al­farið yfir í MasterCar­d-kort þýði breyt­ingu á 34 þús­und kredit­kortum og 90 ­þús­und debet­kortum við­skipta­vina ÍSlands­banka. Þegar sé búið að skipta út 38 ­pró­sent þeirra.

Sam­kvæmt upp­lýs­ingum frá Íslands­banka fór hann í útboð með þjón­ust­una og fór það fram í byrjun árs 2013. Í kjöl­farið samdi bank­inn við alþjóð­lega greiðslu­korta­fyr­ir­tækið MasterCard og íslenska greiðslu­miðl­un­ar­fyr­ir­tæk­ið ­Borgun síðla þess árs. Sú ákvörðun var tekin af bank­anum eftir að end­ur­skoð­un­ar­fyr­ir­tækið KPMG hafði gert úttekt á til­boðum sem bárust, en al­þjóð­lega greiðslu­korta­fyr­ir­tækið VISA og hið íslenska Valitor, sem er hel­sti ­út­gef­andi og þjón­ustu­að­ili VISA á Íslandi, gerðu einnig til­boð. Um er að ræða fimm ára samn­ing og Íslands­banki segir að nýtt útboð á þjón­ust­unni muni fara fram þegar sá samn­ingur rennur út. Við­skipta­vinum Íslands­banka var kynnt þessi breyt­ing í októ­ber 2014.

Íslands­banki segir að tvær meg­in­á­stæður hafi verið fyrir því að hann kjósi að ein­beita sér ein­göngu að MasterCar­d-kort­um. Það ein­fald­i vöru­fram­boð bank­ans og að með MasterCard séu við­skipta­vinir hans og bank­inn ­sjálfir „betur í stakk búinn til þess að taka þátt í þeirri þróun og þeim breyt­ingum sem framundan eru í korta­heim­in­um.“

Í nóv­em­ber 2014 leit­aði Kjarn­inn eftir upp­lýs­ingum hjá Valitor um málið og hversu miklum tekjum fyr­ir­tækið yrði af vegna færslu á allri útgáfu­þjón­ust­u ­vegna greiðslu­korta frá þeim til Borg­un­ar. Fyr­ir­tækið vildi ekki veita nein­ar ­upp­lýs­ingar um mál­ið.

Byrjað var að skipta út öllum debet­kortum hjá við­skipta­vin­um Ís­lands­banka í byrjun árs í fyrra.

Lands­bank­inn segir að um við­skipta­upp­lýs­ingar sé að ræða

Kjarn­inn beindi einnig fyr­ir­spurn til Lands­bank­anst um um­fang þeirri við­skipta sem færð­ust frá MasterCard til VISA, og þar af leið­and­i frá Borgun til Valitor, þegar bank­inn ákvað að allir við­skipta­vinir hans ætt­u að vera með VISA kredit- og debet­kort.

Í svari bank­ans segir að um afar litla breyt­ingu sé að ræða. Um tvö þús­und ein­stak­lingar og um 500 fyr­ir­tæki voru með MasterCar­d-kredit­kort frá­ Lands­bank­an­um, en Borgun sá um um útgáfu á þeim. Hlut­fall þeirra í heild­ar­fjölda kredit­korta hjá bank­anum var undir tvö pró­sent. ­Yfir 98 pró­sent við­skipta­vina Lands­bank­ans voru því þegar með VISA-greiðslu­kort sem Valitor þjón­ustar útgáfu á.

Þegar ákvörð­unin var tekin um það að Lands­bank­inn mynd­i ein­ungis gefa út VISA-kort var farið í verð- og fýsi­leika­könnun hjá þeim aðil­u­m á íslenskum mark­aði sem bjóða upp á slíka útgáfu­þjón­ustu. Bæði Borgun og Valitor skil­uðu inn til­boði og að mati Lands­bank­ans var til­boð Valitor hag­stæð­ara. Því var samið við það fyr­ir­tæki um útgáfu­þjón­ustu. Samn­ing­ur­inn er til fjög­urra ára og Lands­bank­inn segir að þegar honum ljúki verði að nýju leitað til­boða í út­gáfu­þjón­ustu.

Lands­bank­inn vill hins vegar ekki gefa upp hvaða verð hann ­fékk hjá Valitor í tengslum við útboð­ið. Það séu við­skipta­upp­lýs­ingar sem snú­i að sam­keppni milli fyr­ir­tækja sem sinni útgáfu greiðslu­korta á Íslandi.

Höskuldur H. Ólafsson hringir bjöllunni frægu við upphaf viðskipta með bréf í Arion banka fyrir einu ári.
Fyrir einu ári síðan: Arion banki skráður á markað
Á þessum degi fyrir einu ári síðan, þann 15. júní 2018, voru bréf í Arion banka tekin til viðskipta í Kauphöll Íslands. Hann varð þar með fyrsti íslenski bankinn til að verða skráður á markað eftir bankahrunið í október 2008.
Kjarninn 15. júní 2019
Sigurður Hlöðversson
Makríll á leið í kvóta – Eftir höfðinu dansa limirnir
Kjarninn 15. júní 2019
Margrét Tryggvadóttir
Hver skapaði skrímslið?
Leslistinn 15. júní 2019
Tíðavörur loks viðurkenndar sem nauðsyn
Alþingi samþykkti á dögunum að lækka virðisaukaskatt á tíðavörum úr efra skattþrepi í neðra. Ákvörðunin kemur í kjölfar þess að konur hafa á síðustu árum vakið athygli á því að það skjóti skökku við að skattleggja ekki tíðavörur sem nauðsynjavörur.
Kjarninn 15. júní 2019
Órói í stjórnmálum haggar varla fylgi stjórnmálablokka
Meirihluti stjórnarandstöðunnar mælist nú með meira fylgi en stjórnarflokkarnir þrír, frjálslyndu miðjuflokkarnir hafa sýnt mikinn stöðugleika í könnunum um langt skeið og fylgi Miðflokksins haggast varla þrátt fyrir mikla fyrirferð.
Kjarninn 15. júní 2019
Wikileaks: Blaðamennska í almannaþágu eða glæpur?
Julian Assange, stofnandi Wikileaks, á í hættu á að vera framseldur til Bandaríkjanna þar sem hann gæti átt yfir höfði sér 175 ár í fangelsi verði hann fundinn sekur.
Kjarninn 15. júní 2019
Segir forystu Sjálfstæðisflokksins vera sama um vilja flokksmanna
Stríð Davíðs Oddssonar og Morgunblaðsins sem hann stýrir við Sjálfstæðisflokkinn heldur áfram á síðum blaðsins í dag. Þar gagnrýnir hann forystu flokksins harkalega og bætir í gagnrýni sína vegna þriðja orkupakkans.
Kjarninn 15. júní 2019
Nýliðunarbrestur veldur Hafró áhyggjum
Hlýnun sjávar í íslenskri lögsögu er einn áhrifaþátturinn sem Hafró fylgist grannt með.
Kjarninn 14. júní 2019
Meira eftir höfundinnÞórður Snær Júlíusson
Meira úr sama flokkiFréttaskýringar
None