Ríkisbankar vilja ekki upplýsa um fjárhæðir vegna færslu greiðslukortaviðskipta

Hvorki Íslandsbanki né Landsbankinn vilja svara því hversu miklar fjárhæðir séu undir vegna færslu á viðskiptavinum þeirra til MasterCard annars vegar og VISA hins vegar. Íslandsbanki er stærsti eigandi Borgunar, sem bankinn er í viðskiptum við.

Kredit kort Borgun
Auglýsing

Hvorki Íslands­banki eða Lands­bank­inn, sem báðir eru í eig­u ­ís­lenska rík­is­ins, vilja svara því hversu miklar fjár­hæðir séu undir vegna á­kvörð­unar þeirra að færa alla við­skipta­vini sína í þjón­ustu eins greiðslu­korta­fyr­ir­tæk­is. Allir við­skipta­vinir Íslands­banka hafa annað hvort ver­ið, eða verða, færðir í korta­við­skipti við MasterCard sem íslenska greiðslu­korta­fyr­ir­tæk­ið ­Borgun sér um útgáfu fyrir og allir við­skipta­vinir Lands­bank­ans hafa ann­að hvort ver­ið, eða verða, færðir í korta­við­skipti við VISA sem greiðslu­korta­fyr­ir­tæk­ið Va­litor sér um.

Íslands­banki á 63,47 pró­sent hlut í Borgun og ljóst að ­samn­ingur bank­ans við MasterCard og Borgun mun færa fyr­ir­tæk­inu auknar tekj­ur, enda munu um 40 pró­sent við­skipta­vina bank­ans fær­ast yfir til MasterCard. Hin­ir voru þar fyr­ir. Þær auknu tekjur munu skila Íslands­banka sem eig­anda auk­inn­i arð­semi.

Hjá Lands­bank­anum er færslan mun minni, en undir tvö pró­sent við­skipta­vina hans munu fær­ast úr MasterCard til VISA. Lands­bank­inn á ekki ­lengur hlut í íslensku greiðslu­korta­fyr­ir­tæki eftir að hafa selt hlut sinn í bæði Borgun og Valitor á und­an­förnum árum. Sala hans á hlut sínum í Borg­un hefur verið mjög umdeild, líkt og Kjarn­inn hefur fjallað ítar­lega um.

Auglýsing

Arion banki mun áfram bjóða við­skipta­vinum sínum upp á bæð­i Visa og MasterCard kort. Valitor er að nán­ast öllu leyti í eigu Arion banka.

Þýðir breyt­ingu á tug­þús­undum kortum

Kjarn­inn beindi fyr­ir­spurn til Íslands­banka um hvert umfang þeirra fjár­hæða sem séu undir í samn­ingi bank­ans við MasterCard og Borg­un. Þ.e. hversu miklar fjár­hæðir séu undir á árs­grund­velli. Í svari Íslands­banka seg­ir að það geti ekki upp­lýst um hversu háar fjár­hæðir sé að ræða. Færsla bank­ans al­farið yfir í MasterCar­d-kort þýði breyt­ingu á 34 þús­und kredit­kortum og 90 ­þús­und debet­kortum við­skipta­vina ÍSlands­banka. Þegar sé búið að skipta út 38 ­pró­sent þeirra.

Sam­kvæmt upp­lýs­ingum frá Íslands­banka fór hann í útboð með þjón­ust­una og fór það fram í byrjun árs 2013. Í kjöl­farið samdi bank­inn við alþjóð­lega greiðslu­korta­fyr­ir­tækið MasterCard og íslenska greiðslu­miðl­un­ar­fyr­ir­tæk­ið ­Borgun síðla þess árs. Sú ákvörðun var tekin af bank­anum eftir að end­ur­skoð­un­ar­fyr­ir­tækið KPMG hafði gert úttekt á til­boðum sem bárust, en al­þjóð­lega greiðslu­korta­fyr­ir­tækið VISA og hið íslenska Valitor, sem er hel­sti ­út­gef­andi og þjón­ustu­að­ili VISA á Íslandi, gerðu einnig til­boð. Um er að ræða fimm ára samn­ing og Íslands­banki segir að nýtt útboð á þjón­ust­unni muni fara fram þegar sá samn­ingur rennur út. Við­skipta­vinum Íslands­banka var kynnt þessi breyt­ing í októ­ber 2014.

Íslands­banki segir að tvær meg­in­á­stæður hafi verið fyrir því að hann kjósi að ein­beita sér ein­göngu að MasterCar­d-kort­um. Það ein­fald­i vöru­fram­boð bank­ans og að með MasterCard séu við­skipta­vinir hans og bank­inn ­sjálfir „betur í stakk búinn til þess að taka þátt í þeirri þróun og þeim breyt­ingum sem framundan eru í korta­heim­in­um.“

Í nóv­em­ber 2014 leit­aði Kjarn­inn eftir upp­lýs­ingum hjá Valitor um málið og hversu miklum tekjum fyr­ir­tækið yrði af vegna færslu á allri útgáfu­þjón­ust­u ­vegna greiðslu­korta frá þeim til Borg­un­ar. Fyr­ir­tækið vildi ekki veita nein­ar ­upp­lýs­ingar um mál­ið.

Byrjað var að skipta út öllum debet­kortum hjá við­skipta­vin­um Ís­lands­banka í byrjun árs í fyrra.

Lands­bank­inn segir að um við­skipta­upp­lýs­ingar sé að ræða

Kjarn­inn beindi einnig fyr­ir­spurn til Lands­bank­anst um um­fang þeirri við­skipta sem færð­ust frá MasterCard til VISA, og þar af leið­and­i frá Borgun til Valitor, þegar bank­inn ákvað að allir við­skipta­vinir hans ætt­u að vera með VISA kredit- og debet­kort.

Í svari bank­ans segir að um afar litla breyt­ingu sé að ræða. Um tvö þús­und ein­stak­lingar og um 500 fyr­ir­tæki voru með MasterCar­d-kredit­kort frá­ Lands­bank­an­um, en Borgun sá um um útgáfu á þeim. Hlut­fall þeirra í heild­ar­fjölda kredit­korta hjá bank­anum var undir tvö pró­sent. ­Yfir 98 pró­sent við­skipta­vina Lands­bank­ans voru því þegar með VISA-greiðslu­kort sem Valitor þjón­ustar útgáfu á.

Þegar ákvörð­unin var tekin um það að Lands­bank­inn mynd­i ein­ungis gefa út VISA-kort var farið í verð- og fýsi­leika­könnun hjá þeim aðil­u­m á íslenskum mark­aði sem bjóða upp á slíka útgáfu­þjón­ustu. Bæði Borgun og Valitor skil­uðu inn til­boði og að mati Lands­bank­ans var til­boð Valitor hag­stæð­ara. Því var samið við það fyr­ir­tæki um útgáfu­þjón­ustu. Samn­ing­ur­inn er til fjög­urra ára og Lands­bank­inn segir að þegar honum ljúki verði að nýju leitað til­boða í út­gáfu­þjón­ustu.

Lands­bank­inn vill hins vegar ekki gefa upp hvaða verð hann ­fékk hjá Valitor í tengslum við útboð­ið. Það séu við­skipta­upp­lýs­ingar sem snú­i að sam­keppni milli fyr­ir­tækja sem sinni útgáfu greiðslu­korta á Íslandi.

Vilt þú vera með?

Frjálsir, hugrakkir fjölmiðlar eru ómetanlegir en ekki ókeypis. Kjarninn reiðir sig á framlög lesenda og með því að styrkja Kjarnann mánaðarlega tekur þú þátt í að halda úti öflugum fjölmiðli.

Kjarninn hefur verið til taks fyrir kröfuharða lesendur í sjö ár og við ætlum að standa vaktina áfram og bjóða almenningi upp á vandaða umfjöllun þar sem áhersla er á gæði og dýpt.  

Fyrir þá lesendur sem nú þegar eru stoltir styrkjendur Kjarnans þá leyfum við okkur að benda á að hægt er að óska eftir að hækka styrkinn með því að senda póst á takk@kjarninn.is


Já takk, ég vil styrkja Kjarnann!
Rússneska bóluefnið Spútnik V er á leið í dreifingu. Um helgina geta Moskvubúar í forgangshópum fengið fyrri sprautu sína.
Spútnik sprautað í Rússa: Hefja bólusetningu í stórum stíl eftir helgi
Um helgina hefjast bólusetningar á forgangshópum í Moskvu með bóluefninu Spútnik V. Tvær milljónir skammta eru sagðar til. Reuters-fréttastofan segir suma ríkisstarfsmenn upplifa þrýsting um að taka þátt í klínískum tilraunum á virkni bóluefnisins.
Kjarninn 4. desember 2020
Sigurjón Njarðarson
Fullveldið
Kjarninn 4. desember 2020
Haukur Logi Karlsson
Innansveitarkronikan og evrópska réttarríkið
Kjarninn 4. desember 2020
Notkun reyktóbaks og rafrettna ekki tengd við alvarlegri einkenni COVID-19
Niðurstöður nýrrar rannsóknar á Íslandi sýna ekki fram á aukið algengi eða alvarleika COVID-19 sjúkdóms meðal notenda reyktóbaks eða rafrettna en benda til tengsla lungnasjúkdóma við alvarlegri einkenni.
Kjarninn 4. desember 2020
Konur ættu að hafa rétt til þess að hverfa frá störfum sínum eftir 36 vikna meðgöngu að mati Félags íslenskra fæðinga- og kvensjúkdómalækna.
Læknar ítreka að þeim finnst að konur ættu að geta farið í orlof eftir 36 vikur án skerðinga
Fæðinga- og kvensjúkdómalæknar telja að konur ættu að hafa rétt til að fara í orlof eftir 36 vikna meðgöngu, án þess að orlof eftir fæðingu skerðist. Starfshópur heilbrigðisráðherra um stefnumótun í barneignarþjónustu er einróma á sömu skoðun.
Kjarninn 4. desember 2020
Tólf ný smit – allir í sóttkví
Allir sem greindir voru með kórónuveiruna í gær innanlands voru í sóttkví. Eftir fjölgun smita í síðustu viku hefur þeim fækkað jafnt og þétt síðustu daga.
Kjarninn 4. desember 2020
Ítrustu varúðar gætt við greftrun manneskju sem lést vegna COVID-19 í Indónesíu. Hálf milljón Indónesa hafa greinst með veiruna.
Bóluefnið ekki „töfralausn“ – dauðsföll vegna COVID komin yfir 1,5 milljónir
Brýnt er að allir haldi vöku sinni áfram næstu vikur og mánuði. Bóluefni gegn COVID-19 er væntanlegt en það mun engan veginn útrýma öllum þeim vandamálum sem faraldurinn hefur skapað.
Kjarninn 4. desember 2020
Tæknivarpið
Tæknivarpið
Tæknivarpið – Víst fleiri PS5 á Íslandi á þessu ári
Kjarninn 4. desember 2020
Meira eftir höfundinnÞórður Snær Júlíusson
Meira úr sama flokkiFréttaskýringar
None