Þegar Danir ætluðu að gera Bandaríkjamönnum greiða og grípa Snowden

Dularfull flugvél lenti á Kastrup flugvelli í Kaupmannahöfn í júní 2013. Bandaríkjamenn vildu láta handsama Edward Snowden ef hann myndi lenda í Danmörku.

Edward Snowden
Auglýsing

Sunnu­dag­inn 25. júní 2013 lenti lít­il flug­vél á Kastrup flug­velli við Kaup­manna­höfn. Venju­lega þykir slíkt ekki í frá­sögur fær­andi enda fara hund­ruð flug­véla um Kastrup á degi hverj­um. Nokkrir ­blaða­menn, sem voru á flug­vell­inum í allt öðrum erinda­gjörðum veittu vél­inn­i ­at­hygli þegar hún lenti og þótti hálf dul­ar­fullt að henni var, strax eft­ir ­lend­ingu, ekið á sér­stakt svæði á flug­vell­in­um. Þetta svæði er yfir­leitt ekki notað nema í sér­stökum til­vikum og ein­kenni­legt þótti blaða­mönn­unum að bif­reið frá lög­regl­unni ók fast upp að vél­inni þannig að engin leið var að sjá hvort ein­hverj­ir, og þá hverj­ir, færu frá borði. Þótt blaða­menn­irnir spyrð­ust fyr­ir­ ­fengu þeir engin svör. Löngu síðar kom í ljós að ferða­lag þess­arar flug­vél­ar var dul­ar­fullt í meira lagi.

Keypti tíu flug­miða

Þremur dögum fyrr, 22. júní, hafði maður að nafni Edward Snowden verið staddur í Hong Kong og keypt þar tíu flug­miða. Til Ind­lands, Rúss­lands og átta ann­arra áfanga­staða. Edward þessi Snowden var á flótta og til­gang­ur­inn með­ að kaupa svona marga flug­miða var að villa um fyrir banda­rísku leyni­þjón­ust­unn­i ­sem var að elt­ast við hann. Hún vildi nefni­lega hafa hendur í hári hans. Hon­um tókst reynd­ar, óvilj­andi, að villa um fyrir leyni­þjón­ust­unni. Rétt­ara væri kannski að segja að hún hafi villt um fyrir sjálfri sér. Leyni­þjón­ustan hafði, með­ ­full­tingi banda­rískra stjórn­valda, óskað eftir því við stjórn­völd í Hong Kong að maður að nafni Edward JAMES Snowden yrði kyrr­settur og hand­tek­inn. 

Það var þetta milli­nafn, James, sem varð til þess að Edward Snowden, með milli­nafn­ið Jos­eph, var ekki hand­tek­inn í Hong Kong og gat óáreittur farið um borð í flug­vél til Moskvu. Edward Jos­eph Snowden sagði síðar í við­tali að hann hafi vel vitað að hring­ur­inn væri far­inn að þrengj­ast ég reyndi bara að brosa og vera afslapp­aður þegar ég inn­rit­aði mig” Hann vissi ekk­ert um nafna­brenglið hjá ­banda­rísku leyni­þjón­ust­unni. Af mið­unum tíu  sem Snowden hafði keypt í Hong Kong ákvað hann að nota mið­ann til Rúss­lands, nánar til­tekið til Moskvu. Þegar vélin frá Hong ­Kong lenti í Moskvu komst Snowden að því að banda­rísk stjórn­völd höfðu ógilt ­vega­bréf hans, meðan hann sat í flug­vél­inni.

AuglýsingStrand­aður í Moskvu

Það að banda­rísk stjórn­völd höfðu ógilt vega­bréf Snowdens þýddi að hann komst hvergi. Á þessum tíma var ekki sér­lega kært með stjórn­völdum í Moskvu og Banda­ríkj­unum og þess vegna kom það nokkuð á óvart að banda­rísk ­stjórn­völd skyldu, með því að ógilda vega­bréf­ið, neyða rúss­nesk yfir­völd til að ­sitja uppi með Snowden.

Hvað hafði Snowden gert af sér?

Ástæða þess að Edward Snowden komst í heims­frétt­irnar og varð óvinur Banda­ríkj­anna númer eitt (eins og þar­lend­ir ­fjöl­miðlar köll­uðu hann) var að hann hafði „lek­ið” fjöl­mörgum upp­lýs­ingum um ­starf­semi banda­rísku þjóðar­ör­ygg­is­stofn­un­ar­innar NSA. Meðal ann­ars um að ­stofn­unin hefði fylgst með dag­legu lífi tug­þús­unda banda­rískra borg­ara, án þeirra vit­und­ar. Snowden hafði verið starfs­maður banda­rísku leyni­þjón­ust­unn­ar, CIA og þannig haft aðgang að marg­vís­legum upp­lýs­ingum sem að mati banda­rískra ­stjórn­valda vörð­uðu þjóðar­ör­yggi. Upp­lýs­ing­unum kom Snowden til sam­tak­anna Wiki­Leaks sem birtu þær á vef­síðu sinni.

Sótti um hæli í 21 landi   

Edward Snowden var nú inn­lyksa í flug­stöð­inni í Moskvu. Þótt í sjálfu sér væsti ekki um hann ætl­aði hann ekki að ­gera flug­stöð­ina að heim­ili sínu. Hann sótti því um póli­tískt hæli í að minnsta ­kosti 21 landi, þar á meðal Rúss­landi. Stjórn­völd þar buðu honum hæli gegn því að hann myndi láta rúss­nesku leyni­þjón­ust­unni í té allar þær upp­lýs­ingar sem hann byggi yfir. Þessu til­boði hafn­aði Snowden. Nokkrum dögum síðar til­kynnt­i Vla­dimir Putin for­seti að Snowden væri ekki vel­kom­inn til Rúss­lands­, ­upp­ljóstr­ar­inn dvaldi því áfram í flug­stöð­inni í Moskvu, komst hvergi.

Upp­á­koman með for­seta Bólivíu

Þann 3. júlí 2013 var einka­þota bóli­víska ­for­set­ans Evo Mora­les, sem var á leið frá Moskvu til Bólivíu, neydd til að ­lenda í Vín í Aust­ur­ríki. Banda­rísk stjórn­völd töldu að Snowden væri um borð í vél­inni og Frakk­land, Portú­gal og fleiri lönd neit­uðu um flug­leyf­i (­yf­ir­flugs­leyfi) í loft­rými sínu vegna þrýst­ings frá Banda­ríkja­mönn­um. Snowden var ekki um borð í vél­inni en þessi upp­á­koma hleypti illu blóði í Rússa og Snowden var veitt tíma­bundið hæli í Rúss­landi, síðar var það leyfi fram­leng­t til árs­ins 2017.

Dan­mörk og Snowden

Á meðan Edward Snowden stopp­aði í Hong ­Kong og ekk­ert var vitað um fyr­ir­ætl­anir hans hafði banda­ríska leyni­þjón­ust­an ­sam­band við dönsk lög­reglu­yf­ir­völd. Banda­ríkja­menn töldu lík­legt að Snowden ­myndi ferð­ast til Kaup­manna­hafnar og vildu tryggja að hann yrði kyrr­settur þar og sendur rak­leiðis til Banda­ríkj­anna. Þremur dögum eftir að Snowden kom til­ Moskvu lenti flug­vélin sem getið var í upp­hafi þessa pistils í Kaup­manna­höfn. Þótt blaða­menn veittu henni athygli grun­aði þá ekki að hún ætti, ef til þess kæmi, að flytja Snowden til Banda­ríkj­anna. Vélin stóð á Kastrup í nokkra daga en þegar ljóst var að Snowden væri geng­inn Banda­ríkja­mönnum úr greipum fór hún­ aftur vestur um haf.

Svíar kom­ast yfir bréf

Í byrjun des­em­ber á liðnu ári var í frétta­skýr­inga­þætti í sænska sjón­varp­inu, SVT, greint frá bréfi sem frétta­menn ­sjón­varps­ins höfðu kom­ist yfir. Bréfið sem var frá banda­ríska ­dóms­mála­ráðu­neyt­inu og leyni­þjón­ust­unni hafði verið sent til lög­reglu­yf­ir­valda í Dan­mörku, Sví­þjóð, Finn­landi og Nor­egi. Í bréf­inu stóð að banda­rísk yfir­völd krefð­ust þess að Snowden yrði umsvifa­laust hand­tek­inn ef hann kæmi til ein­hvers áð­ur­nefndra landa og Banda­ríkin myndu þá þegar í stað fara fram á fram­sal hans. Áð­ur­nefnd flug­vél átti svo að flytja hann til Banda­ríkj­anna.

Danskir þing­menn krefj­ast svara

Eftir að sænska sjón­varp­ið, og síð­ar­ einnig norska sjón­varp­ið, NRK, greindu frá bréf­inu sem áður var getið kröfðust nokkrir danskir þing­menn þess að fá upp­lýs­ingar um þátt Dana og hvort danska ­stjórnin og lög­reglan hefðu sam­þykkt beiðni Banda­ríkja­manna. Þing­menn­irn­ir bentu á að hefði slík beiðni verið sam­þykkt bryti það í bága við mann­rétt­inda­sátt­mála ­sem Dan­mörk væri aðili að. „Getur það verið að Dan­mörk hafi ætlað sér að brjóta ­mann­rétt­indi til að þókn­ast Banda­ríkja­mönn­um?” spurði Niko­laj Vill­um­sen ­þing­maður Ein­ing­ar­list­ans. Og krafð­ist svara. Fyrr­ver­andi og núver­and­i ráð­herrar svör­uðu engu.

Danskir þing­menn sætta sig ekki við að ráð­herrar þegi, eða svari út og suð­ur, og ætli þannig að humma óþægi­leg mál fram af sér. Þing­menn Ein­gar­list­ans, og einnig þing­menn ann­arra flokka, ­kröfð­ust þess aftur og aftur að fá svör við spurn­ingum um þátt dönsku ­stjórn­ar­innar varð­andi Snowden.

Síð­ast­lið­inn föstu­dag sendi Søren Pind ­dóms­mála­ráð­herra frá sér yfir­lýs­ingu þar sem frá því er greint að dönsk ­dóms­mála­yf­ir­völd hafi á sínum tíma heim­ilað lend­ingu banda­rískrar flug­vélar og að Snowden kæm­ist í hendur Banda­ríkja­manna ef hann kæmi til Dan­merk­ur.

Margir danskir þing­menn eru mjög ósáttir við fram­göng­u d­anskra dóms­mála­yf­ir­valda og krefj­ast þess að fá nán­ari skýr­ingar og umræður um ­málið í þing­inu. Aug­ljóst sé að dönsk stjórn­völd hafi ekki vílað fyrir sér að brjóta grund­vall­ar­mann­rétt­indi til þess að þókn­ast Banda­ríkja­mönn­um, ef Snowden hefði komið til Dan­merk­ur.

Ert þú í Kjarnasamfélaginu?

Kjarninn er opinn vefur en líflínan okkar eru frjáls framlög frá lesendum, Kjarnasamfélagið. Sú stoð undir reksturinn er okkur afar mikilvæg.

Með því að skrá þig í Kjarnasamfélagið gerir þú okkur kleift að halda áfram að vinna í þágu almennings og birta vandaðar fréttaskýringar, djúpar greiningar á efnahagsmálum og annað fréttatengt gæðaefni. 

Kjarninn hefur verið til taks fyrir kröfuharða lesendur undanfarin sjö ár og við ætlum okkur að standa vaktina áfram. 

Fyrir þá sem nú þegar eru stoltir styrkjendur Kjarnans þá leyfum við okkur að benda á að hægt er að óska eftir að hækka mánaðarlega framlagið með því að senda póst á takk@kjarninn.is


Já takk, ég vil styrkja Kjarnann!
Drífa Snædal er forseti ASÍ.
ASÍ mótmælir lækkun á tryggingagjaldi og vill hækkun atvinnuleysisbóta
ASÍ mótmælir fyrirhugaðri lækkun á tryggingagjaldi og segir að það sé „nánast eini skatturinn sem fyrirtæki greiða“. Sambandið vill að ríkisstjórnin gefi vilyrði um hækkun atvinnuleysisbóta samhliða því að nýjum aðgerðarpakka verði hrint í framkvæmd.
Kjarninn 29. september 2020
Katrín Jakobsdóttir forsætisráðherra kynnti nýja aðgerðarpakkann í dag.
Tryggingagjald lækkað og ráðist í beina styrki til fyrirtækja sem hafa orðið fyrir tekjuhruni
Ríkisstjórnin kynnti nýjan aðgerðarpakka í dag. Hann er metinn á 25 milljarða króna en sá fyrirvari settur að ekki liggi fyrir hversu vel aðgerðirnar, sem eru átta, verði nýttar.
Kjarninn 29. september 2020
Í gær voru tekin yfir 2.300 sýni.
Tveir á gjörgæslu með COVID-19 – 32 ný smit
32 ný smit af kórónuveirunni greindust í gær, mánudag, og eru 525 eru nú með COVID-19 hér á landi og í einangrun. Tveir sjúklingar eru nú á gjörgæslu.
Kjarninn 29. september 2020
Yfirmaður Økokrim hefur lýst sig vanhæfan til að fara með rannsókn á bankanum DNB. Málið verður fært til annars embættis.
Æðsti yfirmaður Økokrim segist vanhæfur til að rannsaka DNB
Nýlega ráðinn yfirmaður hjá norsku efnahagsbrotadeildinni Økokrim hefur lýst sig vanhæfan til þess að koma að rannsókn á bankanum DNB, sem fór af stað eftir umfjöllun um Samherjaskjölin í fyrra. Málið verður fært til annars embættis.
Kjarninn 29. september 2020
Verðbólgan komin upp í 3,5 prósent
Verðbólgan í september er sú hæsta sem mælst hefur á árinu og hefur nú náð svipuðum hæðum og í fyrra.
Kjarninn 29. september 2020
Fjármagnstekjur ríkustu tíundarinnar voru 100 milljarðar í fyrra
Fjármagnstekjur Íslendinga voru tæplega 142 milljarðar króna í fyrra. Skattur af þeim er umtalsvert lægri en af launatekjum. Rúmlega 70 prósent af öllum fjármagnstekjum fóru til ríkustu tíu prósents landsmanna.
Kjarninn 29. september 2020
Framboðslisti Miðflokksins í Múlaþingi. Sigurður er í aftari röð, þriðji frá vinstri, en Þröstur er í fremri röð, þriðji frá hægri..
Ósanngjarnt að „þurfa að svara fyrir fyllerísröfl Gunnars Braga Sveinssonar“
Miðflokksmenn í Múlaþingi, nýju sameinuðu sveitarfélagi á Austurlandi, telja að Klausturmálið hafi spillt fyrir sér í nýafstaðinni kosningabaráttu. Oddvitinn segir vaxandi guðleysi í þjóðfélaginu leiða til aukinnar dómhörku, sem sé að verða stórvandamál.
Kjarninn 29. september 2020
Stærstu stjórnarandstöðuflokkarnir þrír mælast með meira fylgi en ríkisstjórnin
Ný könnun sýnir að Samfylking, Píratar og Viðreisn eru með meira sameiginlegt fylgi en Sjálfstæðisflokkur, Vinstri græn og Framsóknarflokkurinn. Ekki yrði hægt að mynda þriggja flokka stjórn án þess að bæði Sjálfstæðisflokkur og Samfylking sætu í henni.
Kjarninn 29. september 2020
Meira eftir höfundinnBorgþór Arngrímsson
Meira úr sama flokkiFréttaskýringar
None