Eignir bankanna þriggja hafa aukist um þúsund milljarða frá 2008

Íslensku bankarnir hafa hagnast um hátt í 500 milljarða króna frá hruni. Allir eiga þeir nú eignir sem metnar eru á meira en þúsund milljarða króna, en 65 prósent af fjármögnun þeirra eru innstæður almennings.

Bankar
Auglýsing

Eignir stóru við­skipta­bank­anna þriggja, sem end­ur­reistir voru með handafli rík­is­ins eftir hrun, hafa auk­ist um tæpa þús­und millj­arða króna frá árs­lokum 2008, þegar arð­greiðslur sem greiddar hafa verið út úr þeim eru taldar með. Í fyrra fór eign­ar­safn þeirra allra yfir eitt þús­und millj­arða króna og sam­an­lagt eiga áttu Lands­bank­inn, Íslands­banki og Arion banki eignir sem metnar voru á 3.176 millj­arða króna um síð­ustu ára­mót. Eigið fé þeirra var sam­an­lagt um 669 millj­arðar króna.

Sam­tals hafa bank­arnir þrír hagn­ast um 477,7 millj­arða króna frá því að þeir voru end­ur­reistir í októ­ber 2008. Þeir eru þó enn að langstærstu leyti fjár­magn­aðir með þeim inn­lánum lands­manna sem færð voru inn í bank­anna með neyð­ar­laga­setn­ing­unni í októ­ber 2008. Alls eru inn­lán við­skipta­vina 1.622 millj­arðar króna eða, eða 65 pró­sent af allri fjár­mögnun Lands­bank­ans, Íslands­banka og Arion banka. Þegar inn­lánum frá Seðla­banka Íslands og öðrum fjár­mála­fyr­ir­tækjum er bætt við hækkar það hlut­fall enn frekar, en Seðla­bank­inn og þorri fjár­mála­fyr­ir­tækja á Íslandi eru í eigu íslenska rík­is­ins. 

Þetta er meðal þess sem hægt er að lesa út úr árs­reikn­ingum þeirra fyrir árið 2015 sem birtir voru í síð­ustu viku. Tveir af bönk­unum þremur eru í rík­i­s­eigu, Lands­bank­inn og Íslands­banki. Ríkið á einnig 13 pró­sent hlut í Arion banka á móti fyrrum kröfu­höf­um, og núver­andi hlut­höf­um, í Kaup­þingi.

Auglýsing

Hagn­að­ur­inn nemur hátt í 500 millj­arða króna

Hagn­aður stóru íslensku við­skipta­bank­anna hefur ver­ið ó­heyri­legur sleitu­laust frá því að þeir voru stofn­að­ir. Í fyrra setti Arion banki ­met í hagn­aði hjá sér þegar bank­inn græddi 49,7 millj­arða króna. Þar skipt­i ­mestu máli að hann seldi hlut sinn í í tveimur erlendum fyr­ir­tækj­um, Refresco ­Ger­ber og Bakka­vör. Sam­tals hefur bank­inn hagn­ast um 153,7 millj­arða króna frá­ því að hann var end­ur­reistur á grunni hins fallna Kaup­þings haustið 2008. Hagn­aður síð­ust tveggja ára hefur skorið sig veru­lega úr, enda hefur rúm­lega helm­ing­ur alls hagn­aðar Arion banka komið á þeim árum.  Bank­inn hagn­að­ist því um hærri fjár­hæð árin 2014 og 2015 en hann gerði frá haust­mán­uðum 2008 og fram til loka árs 2013.

Lands­bank­inn hefur líka gert það ansi gott, og raun­ar hagn­ast banka mest frá hruni. Bank­inn græddi 36,5 millj­arða króna í fyrra. Það ­skýrist að mestu vegna auk­ins hagn­aðar af hluta­bréfum og mark­aðs­skulda­bréfum og ­vegna leið­rétt­ingar á sölu­hagn­aði hlut­deild­ar­fé­lags hans. Sam­tals nem­ur hagn­aður Lands­bank­ans frá hruni 178,8 millj­örðum króna. Árið 2015 var, líkt og hjá Arion banka, algjört metár hjá Lands­bank­an­um. Fyrra „met“ átti árið 2013 þegar hagn­að­ur­inn nam 29,8 millj­örðum króna.

Arion banki seldi eina af sínum verðmætustu eignum nýverið, hlut í Bakkavör. Lýður Guðmundsson stofnaði Bakkavör á níunda áratugnum ásamt bróður sínum Ágústi. Þeir eru nú orðnir ráðandi í fyrirtækinu á ný.Íslands­banki græddi 20,6 millj­arða króna í fyrra, sem var 2,1 millj­arði krónum minna en árið áður. Alls jókst virði hluta­bréfa og fjár­fest­inga í hlutafé hjá Ís­lands­banka um 74 pró­sent í fyrra. Eign bank­ans undir þeim lið, sem eru ann­ar­s ­vegar bréf skráð á markað og hins vegar óskráð bréf, fór úr 11,2 millj­örð­u­m króna árið 2014 í 18,3 millj­arða króna í fyrra. Hækk­unin er til­komin vegna virð­is­breyt­inga á eignum bank­ans og að mestu vegna hækk­unar á óbeinni eign hans í Visa Europe, í gegnum dótt­ur­fé­lag bank­ans Borg­un. 

Sam­tals hefur Íslands­banki hagn­ast um 145,2 millj­arða króna fá því að hann var end­ur­reistur á rústum Glitn­is. Bank­inn hefur náð þeim hagn­að­ar­ár­angri þrátt fyrir að hafa „að­eins“ grætt 1,9 millj­arð króna árið 2011. Ástæða þess að hagn­aður Íslands­banka var það lít­ill það árið var aðal­lega ­vegna áhrifa geng­is­lána­dóma og nið­ur­færslu á við­skipta­vild sem færð var á reikn­ing bank­ans það árið.

Sam­tals hafa end­ur­reistu við­skipta­bank­arnir þrír því hagn­ast sam­tals um 477,7 millj­arða króna frá því að þeir voru búnir til í kjöl­far hruns­ins.

Allir eiga yfir eitt þús­und millj­arða

Eignir bank­anna hafa einnig vaxið gríð­ar­lega á þessu ­tíma­bili. Íslands­banki átti 658 millj­arða króna í eignum í lok árs 2008. Eigið fé ­bank­ans þá var 68 millj­arðar króna. Um síð­ustu ára­mót átti bank­inn eignir upp á 1.046 millj­arða króna. Eigið fé hans var orðið 202,2 millj­arðar króna og eig­in­fjár­hlut­fallið 30,1 pró­sent.

Lands­bank­inn átti 1.037 millj­arða króna í lok árs 2008 og eigið fé hans þá var 157,6 millj­arðar króna. Eignir hans voru metnar á 1.119 millj­arða króna í lok síð­asta árs og eigið féð nú er 264,5 millj­arðar króna.

Arion banki átti eignir sem metnar voru á 641,2 millj­arða króna í lok árs 2008. Eigið fé bank­ans, sem þá hét Nýi Kaup­þings, var 76,9 millj­arðar króna. Í lok árs 2015 voru eignir Arion banka metnar á 1.011 millj­arða króna og eigið fé bank­ans var 202 millj­arða króna.

Eignir Íslandsbanka fóru í fyrsta sinn yfir eitt þúsund milljarða króna í fyrra frá því að bankinn skipti um kennitölu árið 2008. Birna Einarsdóttir er bankastjóri Íslandsbanka.Árið 2015 var því árið sem eign­ar­safn allra stóru við­skipta­bank­anna fór yfir eitt þús­und millj­arða og sam­an­lagðar eignir þeirra í árs­lok voru 3.176 millj­arðar króna. Eignir bank­anna eru nú 840 millj­örð­u­m krónum meiri en þær voru í árs­lok 2008. Þá á eftir að telja til þann arð sem þeir hafa greitt til hlut­hafa á tíma­bil­inu. Þeir hafa sam­tals greitt út 129,4 millj­arða króna í arð frá lokum hrunsárs­ins. Langstærstur hluti þeirra arð­greiðslna hafa verið greiddar af Lands­bank­an­um, eða 82,6 millj­arðar króna.

Þegar arður sem greiddur hefur verið út úr Lands­bank­an­um, Ís­lands­banka og Arion banka til eig­enda þeirra er lagður saman við hækkun á eign­ar­safni þeirra er ljóst að sam­an­lagt hefur hreinn ágóði þeirra frá lok­um árs 2008, eftir skatta og gjöld, verið 969,4 millj­arðar króna.

Eigið féð rúm­lega tvö­fald­ast þrátt fyrir arð­greiðslur

Eigið fé bank­anna, sá hagn­aður og virð­is­auki sem ekki hef­ur verið greiddur út í arð, hefur líka vaxið gríð­ar­lega á und­an­förnum árum. Sá vöxtur er að stórum hluta til­kom­inn vegna þess sem kallað er „óreglu­legir lið­ir“. Það er til dæmis sala á eignum eða hækkun á virði þeirra milli ára. Ein­hver á­góði sem er til­kom­inn vegna breytu sem eru ekki hluti af grunn­rekstri ­bank­anna.

Sam­an­lagt nam eigið fé Lands­bank­ans, Íslands­banka og Arion ­banka 302,5 millj­örðum króna í lok árs 2008. Um síð­ustu ára­mót þá nam það 668,7 millj­örðum króna. Það hefur því rúm­lega tvö­fald­ast á þessu tíma­bili þrátt fyr­ir­ að bank­arnir hafi, líkt og áður sagði, þegar greitt út 129,4 millj­arða króna í arð. Eig­in­fjár­hlut­fall bank­anna allra er afar hátt. Hjá Lands­bank­anum og Íslands­banka er það um 30 pró­sent en rúm­leg 24 pró­sent hjá Arion banka. Sterk rök eru fyr­ir­ því að bank­arnir þurfi að halda því háu til að geta tek­ist á við mögu­leg áföll í fram­tíð­inni og þær svipt­ingar og áskor­anir sem þeir þurfa óum­flýj­an­lega að takast á við þegar höftum verður lyft.

Hið mikla eigið fé gerir það hins vegar líka að verkum að erfitt gæti verið að selja bank­anna, líkt og að minnsta kosti hlut­i ­rík­is­stjórnar Íslands vill gera. Ef miðað er við að greitt verði ein króna ­fyrir hverja krónu sem bank­arnir eiga í eigið fé þyrftu áhuga­samir fjár­fest­ar að greiða um 480 millj­arða króna fyrir þann 28,2 pró­sent hlut sem til stend­ur að selja í Lands­bank­anum og allt hlutafé Íslands­banka og Arion banka. Ljóst er að ekki margir inn­lendir fjár­fest­ar, ef ein­hverj­ir, hafa getu til að kaupa slíka hluti með eigin fé utan líf­eyr­is­sjóð­anna, sem munu nær örugg­lega ekki ­kaupa alla bank­anna.

Fjár­magn­aðir með inn­stæðum okkar

Með neyð­ar­lög­unum sem sett voru 6. októ­ber 2008 var ákveð­ið að gera inn­stæður Íslend­inga að for­gangs­kröfum í þrotabú þeirra banka sem féllu næstu dag­anna á eft­ir. Í fram­kvæmd virk­aði hug­myndin þannig að nýir bankar vor­u end­ur­reistir á grunni þeirra sem féllu og allar inn­lendar inn­stæður Íslend­inga voru færðar inn í þá. Með því var tryggt að þær töp­uð­ust ekki og með þeim var hægt að fjár­magna nýju bank­anna, sem reistir voru á grunni hinna gömlu. Til að ­mæta þessum skuld­um, því inn­stæður eru jú skuldir banka við við­skipta­vini sína, voru ferðar inn eignir úr þrota­bú­unum yfir í nýju bank­anna. Þær eignir hafa ­síðan ávaxt­ast mjög á und­an­förnum árum og umsýsla með þær útskýrir stóran hluta af ofur­hagn­aði bank­anna þriggja frá hruni.

Neyðarlögin, sem Geir H. Haarde kynnti í sjónvarpsávarpi 6. október 2008, gerðu innstæður landsmanna að forgangskröfum í bú banka. Þær eru enn uppistaðan í fjármögnun endurreistu bankanna.Þótt að bönk­unum hafi tek­ist að koma miklu af eignum sínum í verð á þessum tíma þá hefur fjár­mögnun þeirra lítið breyst. Aðgengi þeirra að er­lendum fjár­mála­mörk­uðum er tak­markað og kjörin sem þeim bjóð­ast fyr­ir­ skulda­bréfa­út­gáfu ekk­ert sér­lega beys­in, þótt þau hafi lag­ast á und­an­förn­um miss­er­um. Þess vegna eru bank­arnir enn fjár­magn­aðir að langstærstu leyti af inn­stæðum lands­manna. Sam­an­lagt nema inn­stæður frá við­skipta­vinum þeirra allra 1.622 millj­örðum króna, eða rúm­lega 65 pró­sent af sam­an­lögðum skuldum bank­anna. Þegar inn­stæður Seðla­banka Íslands, sem er hluti af rík­inu, og ann­arra fjár­mála­stofn­anna, sem eru að mestu í rík­i­s­eigu, er bætt við hækkar þetta hlut­fall enn frek­ar. 

Við þurfum á þínu framlagi að halda

Þú getur tekið beinan þátt í að halda úti öflugum fjölmiðli.

Við sem vinnum á ritstjórn Kjarnans viljum hvetja þig til að vera með okkur í liði og leggja okkar góða fjölmiðli til mánaðarlegt framlag svo við getum haldið áfram að vinna fyrir lesendur, fyrir fólkið í landinu.

Kjarninn varð níu ára í sumar. Þegar hann hóf að taka við frjálsum framlögum þá varð slagorðið „Frjáls fjölmiðill fyrir andvirði kaffibolla“ til og lesendur voru hvattir til að leggja fram í það minnsta upphæð eins kaffibolla á mánuði.

Mikið vatn hefur runnið til sjávar á þeim níu árum sem Kjarninn hefur lifað. Í huga okkar á Kjarnanum hefur þörfin fyrir fjölmiðla sem veita raunverulegt aðhald og taka hlutverk sitt alvarlega aukist til muna.

Við trúum því að Kjarninn skipti máli fyrir samfélagið.

Við trúum því að sjálfstæð og vönduð blaðamennska skipti máli.

Ef þú trúir því sama þá endilega hugsaðu hvort Kjarninn er ekki allavega nokkurra kaffibolla virði á mánuði.

Vertu með okkur í liði. Þitt framlag skiptir máli.

Ritstjórn Kjarnans: Sunna Ósk Logadóttir, Þórður Snær Júlíusson, Erla María Markúsdóttir, Arnar Þór Ingólfsson, Eyrún Magnúsdóttir og Grétar Þór Sigurðsson.


Já takk, ég vil styrkja Kjarnann!
Þorbjörn Guðmundsson
Er íslenska velferðarkerfið ekki lengur griðarstaður þeirra sem minnst hafa?
Kjarninn 11. janúar 2023
Takk fyrir og sjáumst á nýjum miðli á föstudag
Bréf frá ritstjóra Kjarnans vegna sameiningar við Stundina og þess að nýr framsækinn fréttamiðill verður til í lok viku.
Kjarninn 11. janúar 2023
Sverrir Albertsson
Vatn á myllu kölska
Kjarninn 11. janúar 2023
Lögreglumenn standa vörð um gröfurnar í námunni.
Berjast fyrir þorpi á barmi hengiflugs
Lítið þorp í Rínarlöndum Þýskalands er allt komið í eigu kolarisa. Fyrirtækið ætlar sér að mylja niður húsin og stækka kolanámu sína sem þegar þekur um 80 ferkílómetra. Þetta þykir mörgum skjóta skökku við í heimi sem berst við loftslagsbreytingar.
Kjarninn 10. janúar 2023
Arnþrúður Karlsdóttir, útvarpsstjóri Útvarps Sögu.
Útvarp Saga telur fjölmiðlastyrki skapa tortryggni og bjóða upp á frændhygli
Fjögur fjölmiðlafyrirtæki hafa til þessa skilað inn umsögnum um frumvarp Lilju Alfreðsdóttur menningar- og viðskiptaráðherra, sem mun að óbreyttu framlengja núverandi styrkjakerfi til fjölmiðla.
Kjarninn 10. janúar 2023
Sólveig Anna Jónsdóttir formaður Eflingar.
Viðræðum slitið og Efling undirbýr verkfallsaðgerðir
Samtök atvinnulífsins hafa hafnað gagntilboði Eflingar um skammtímakjarasamning, sem kvað á um meiri launahækkanir en SA hefur samið um við aðra hópa á almennum vinnumarkaði til þessa. Efling undirbýr nú verkfallsaðgerðir.
Kjarninn 10. janúar 2023
Palestínski fáninn á lofti í mótmælum í Reykjavík. Ísraelskri lögreglu hefur nú verið fyrirskipað að rífa fánann niður á almannafæri.
Fánabann og refsiaðgerðir í Palestínu í kjölfar niðurstöðu Sameinuðu þjóðanna
Degi eftir að ný ríkisstjórn tók við völdum í Ísrael samþykkti allsherjarþing Sþ að fela Alþjóðadómstólnum í Haag að meta lögmæti hernáms Ísraelsríkis á Vesturbakkanum. Síðan þá hefur stjórnin gripið til refsiaðgerða og nú síðast fánabanns.
Kjarninn 10. janúar 2023
Gríðarlega mikil dæling á sandi á sér stað í Landeyjahöfn á hverju ári. Markarfljótið ber hundruð þúsunda tonna af jarðefnum út í sjó og það á til að safnast upp í mynni hafnarinnar.
Vilja sjúga sand af hafsbotni í stórum stíl og flytja út
Eftirspurn eftir íslenskum jarðefnum er gríðarleg ef marka má framkomin áform erlendra stórfyrirtækja um nýtingu þeirra. Vinsældir hafnarinnar í Þorlákshöfn eru samhliða mjög miklar.
Kjarninn 10. janúar 2023
Meira eftir höfundinnÞórður Snær Júlíusson
Meira úr sama flokkiFréttaskýringar
None