Nýsköpunarmiðstöð hefur fengið 875 milljónir frá opinberum samkeppnissjóðum frá 2007

Nýsköpunarmiðstöð Íslands, sem er ríkisstofnun, hefur fengið 875 milljónir króna í styrki úr opinberum samkeppnissjóðum frá árinu 2007. Það er um 38 prósent af þeirri upphæð sem sjóðurinn hefur sóst eftir.

Ragnheiður Elín Árnadóttir er iðnaðar- og viðskiptaráðherra. Nýsköpunarmiðstöð Íslands heyrir undir hana. Það gera styrktarsjóðirnir líka.
Ragnheiður Elín Árnadóttir er iðnaðar- og viðskiptaráðherra. Nýsköpunarmiðstöð Íslands heyrir undir hana. Það gera styrktarsjóðirnir líka.
Auglýsing

Af þeim 2,3 millj­örðum króna Nýsköp­un­ar­mið­stöð Íslands sótti um úr úr ­Rann­sókn­ar­sjóði og Tækni­þró­un­ar­sjóði, sam­keppn­is­sjóðum sem fjár­magn­aðir eru með­ op­in­beru fé, á árunum 2007 til loka árs 2015 hefur hún fengið 875 millj­ónir króna. Mið­stöðin hefur alls skilað inn 274 umsóknum á tíma­bil­inu og hlotið 183 styrki.

Nýsköp­un­ar­mið­stöð Íslands er stofnun sem heyrir und­ir­ ­iðn­að­ar- og við­skipta­ráð­herra. Hlut­verk henn­ar, sam­kvæmt lögum um hana,  er „að ­styrkja sam­keppn­is­stöðu íslensks atvinnu­lífs og auka lífs­gæði í land­inu“. Á árin­u 2015 fékk mið­stöðin 537 millj­ónir króna í bein fram­lög úr rík­is­sjóði. Í ár er ­á­ætl­að, sam­kvæmt fjár­lög­um, að hún fá sam­tals 569 millj­ónir króna úr rík­is­sjóð­i og muni auk þess afla sér­tekna upp á 843 millj­ónir króna. 

Auglýsing

Sam­kvæmt lögum um Nýsköp­un­ar­mið­stöð fær hún­ ­tekjur sínar frá fram­lögum úr rík­is­sjóði, þjón­ustu­gjöld­um, fjár­magnstekj­u­m, ­tekjum vegna hlut­deildar í félögum og „öðrum tekj­u­m“.  Aðrar tekjur eru styrkir sem mið­stöðin sækir í, meðal ann­ars hjá sam­keppn­is­sjóðum sem hið opin­ber­a fjár­magn­ar.

Sækir í flestum til­fellum um styrki með öðrum

Helg­i Hrafn Gunn­ars­son, þing­maður Pírata, beindi fyr­ir­spurn til Ragn­heiðar Elín­ar Árna­dótt­ur, iðn­að­ar- og við­skipta­ráð­herra, í lok nóv­em­ber síð­ast­lið­inn og ­spurði hvort Nýsköp­un­ar­mið­stöð Íslands hefði sótt um eða fengið styrki úr ­sam­keppn­is­sjóðum og á hvaða laga­grund­velli það væri gert. Auk þess óskaði hann eftir upp­lýs­ingum um umfang þeirra styrkja sem mið­stöðin hafði feng­ið.

Svar Ragn­heiðar Elínar barst í gær. Þar segir að Nýsköp­un­ar­mið­stöðin geti sótt um ­styrki á grund­velli laga um opin­beran stuðn­ing við tækni­rann­sókn­ir, nýsköpun og at­vinnu­þróun frá árinu 2007. „Nýsköp­un­ar­mið­stöð styður við frum­kvöðla og sprota­fyr­ir­tæki, m.a. með því að veita þeim hús­næði, ráð­gjöf, leið­sögn og upp­lýs­ing­ar[...]Ný­sköp­un­ar­mið­stöð ­sækir í flestum til­fellum um styrki með öðrum, svo sem sprota­fyr­ir­tækjum eða ­fyr­ir­tækjum sem eru í rann­sóknum og þró­un. Því er það aðeins hluti styrks­ins ­sem sótt er um sem rennur til Nýsköp­un­ar­mið­stöðv­ar,“ segir enn fremur í svar­inu.

Þar er ­síðan birt tafla sem sýnir að Nýsköp­un­ar­mið­stöð hefur fengið 38 pró­sent þeirrar upp­hæðar sem hún hefur sóst eftir úr ofan­greindum tveimur sam­keppn­is­sjóðum frá árinu 2007. Alls hefur mið­stöðin fengið 875,3 millj­ónir króna í styrki á tíma­bil­inu en hún sóst eftir 2,3 millj­arða króna í slíka á því. Sá ­fyr­ir­vari er sleg­inn í svari Ragn­heiðar Elínar að hluti umsókna sem skilað var inn árið 2015 sé enn í umsókn­ar­ferli og nið­ur­staða þeirra liggur ekki fyr­ir­. ­Gert er ráð fyrir því í svar­inu að nið­ur­staða þeirra verði jákvæð.

Framlög úr opinberum samkeppnissjóðum 2007-2015.

Fjórð­ungur styrkja fór til Nýsköp­un­ar­mið­stöðvar

Úthlut­an­ir ­styrkja til Nýsköp­un­ar­mið­stöðvar Íslands komust síð­ast í fréttir í októ­ber 2015 þegar Frétta­blaðið greindi frá því að mið­stöðin hefði fengið fjórð­ung þeirra ­styrkja sem Orku­sjóður hafði nýverið úthlutað til alls ell­efu verk­efna. Í um­fjöllun blaðs­ins kom fram að for­maður nefnd­ar­innar sem velur hverjir fá styrki, Árni Sig­fús­son, er bróðir for­stjóra Nýsköp­un­ar­mið­stöðvar Íslands, Þor­steins Inga Sig­fús­son­ar. Árni vék ekki sæti þegar fjallað var um styrk­veit­ing­una. Árni kall­að­i um­fjöllun Frétta­blaðs­ins „ljótan leik“ í sam­tali við Stund­ina. Hann hafn­aði því að eitt­hvað væri athuga­vert við úthlut­un­ina, enda væri hún til rík­is­stofn­un­ar, ekki per­sónu­lega til bróður hans.

For­svars­maður fyr­ir­tæk­is­ins Valorku kvart­aði til iðn­að­ar­- og við­skipta­ráðu­neyt­is­ins vegna máls­ins og taldi Árna vera van­hæfan til að kom­a að úthlutun styrka til Nýsköp­un­ar­mið­stöðvar vegna vensla. Hann vildi meina að máls­með­ferð­in hafi getað verið í and­stöðu við stjórn­sýslu­lög. Í öðrum kafla þeirra segir að nefnd­ar­maður sé van­hæfur til með­ferðar máls ef hann „er eða hefur verið maki aðila, skyldur eða mægður aðila í beinan legg eða að öðrum lið til hliðar eða tengdur aðila með sama hætti vegna ætt­leið­ing­ar“ eða ef hann „teng­ist fyr­ir­svars­manni eða umboðs­manni aðila með þeim hætt­i“. Auk þess telj­ast nefnd­ar­menn van­hæfir ef „að öðru leyti eru fyrir hendi þær aðstæður sem eru fallnar til þess að draga óhlut­drægni hans í efa með rétt­u".                                                                        

Frétta­skýr­ingin var upp­færð 11:30 til að leið­rétta rang­færslur sem upp­haf­lega voru í henni. Um er að ræða heild­ar­styrkjaum­sóknir Nýsköp­un­ar­mið­stöðvar en ekki heild­ar­út­hlut­anir sjóð­anna.                          

Ert þú í Kjarnasamfélaginu?

Kjarninn er opinn vefur en líflínan okkar eru frjáls framlög frá lesendum, Kjarnasamfélagið. Sú stoð undir reksturinn er okkur afar mikilvæg.

Með því að skrá þig í Kjarnasamfélagið gerir þú okkur kleift að halda áfram að vinna í þágu almennings og birta vandaðar fréttaskýringar, djúpar greiningar á efnahagsmálum og annað fréttatengt gæðaefni. 

Kjarninn hefur verið til taks fyrir kröfuharða lesendur undanfarin sjö ár og við ætlum okkur að standa vaktina áfram. 

Fyrir þá sem nú þegar eru stoltir styrkjendur Kjarnans þá leyfum við okkur að benda á að hægt er að óska eftir að hækka mánaðarlega framlagið með því að senda póst á takk@kjarninn.is


Já takk, ég vil styrkja Kjarnann!
Þórdís Kolbrún Reykfjörð Gylfadóttir.
Ráðherra segir að pakkaferðafrumvarp hennar hafi ekki meirihluta á þingi
Frumvarp Þórdísar Kolbrúnar Reykfjörð Gylfadóttur um að heimila ferðaskrifstofum að borga neytendum í inneignarnótum í stað peninga mun ekki verða afgreitt á Alþingi. Hluti stjórnarþingmanna styður það ekki.
Kjarninn 4. júní 2020
Jón Baldvin Hannibalsson
Varist hræðsluáróður – Handbók um endurheimt þjóðareignar
Kjarninn 4. júní 2020
Katrín Jakobsdóttir, forsætisráðherra.
Hálfur milljarður í þróun á bóluefni frá Íslandi
Framlag Íslands skiptist þannig að 250 milljónir króna fara til bólusetningarbandalagsins Gavi og sama upphæð til CEPI sem er samstarfsvettvangur fyrirtækja og opinberra aðila um viðbúnað gegn farsóttum.
Kjarninn 4. júní 2020
Jenný Ruth Hrafnsdóttir
Hverjir eru þínir bakverðir?
Kjarninn 4. júní 2020
Fosshótel Hellnar er hluti af Íslandshótelum.
722 samtals sagt upp hjá tveimur hótelum og Bláa lóninu
Samtals var 722 starfsmönnum sagt upp í þremur stærstu hópuppsögnum maímánaðar; hjá Bláa lóninu, Flugleiðahóteli og Íslandshóteli. Vinnumálastofnun bárust 23 tilkynningar um hópuppsagnir í maí.
Kjarninn 4. júní 2020
Reynt að brjótast inn í tölvukerfi Reiknistofu bankanna
Brotist var inn í ysta netlag og eru engar vísbendingar um að komist hafi verið inn í kerfi Reiknistofu bankanna og viðskiptavina.
Kjarninn 4. júní 2020
Kristbjörn Árnason
Núverandi ríkisstjórn er ein alvarlegustu mistök stjórnmálanna hin síðustu ár
Leslistinn 4. júní 2020
Kóralrifið mikla hefur fölnað mikið á undanförnum árum.
Kóralrifið mikla heldur áfram að fölna
Fölnun Kóralrifsins mikla í mars síðastliðnum er sú umfangsmesta hingað til. Febrúar síðastliðinn var heitasti mánuður á svæðinu síðan mælingar hófust.
Kjarninn 4. júní 2020
Meira eftir höfundinnÞórður Snær Júlíusson
Meira úr sama flokkiFréttaskýringar
None