Markaðsvirði tryggingafélaganna sagt vanmetið

Að mati greinenda Capacent er virði tryggingafélaganna þriggja sem skráð eru á markað vanmetið, miðað við markaðsvirði þeirra í síðustu viku. Afkoma fjárfestinga félaganna var góð í fyrra, en ekki er hægt að gera ráð fyrir að viðlíka ávöxtun á næstunni.

tryggingar.jpg
Auglýsing

Grein­ing Capacent á trygg­inga­mark­aðnum íslenska leiðir það í ljós að mark­aðs­verðið á Sjóvá og TM, miðað við stöðu mála 26. febr­ú­ar ­síð­ast­lið­inn, er van­metið en verðið á VÍS er of hátt. 

Heild­ar­mat ­trygg­ing­ar­fé­lag­anna þriggja er um 11 pró­sent hærra en mark­aðsvirði þeirra seg­ir til um, miðað við fyrr­nefndan við­skipta­dag fyrir tæpri viku. Þannig var ­mark­aðsvirði Sjóvá 19,8 millj­arðar en að mati grein­enda Capacent er það 25,6 millj­arð­ar­. ­Mark­aðsvirði TM var 17,1 millj­arður en mat grein­enda Capacent var að TM væri 19,5 millj­arða króna virði. Hjá VÍS var þessu öfugt far­ið, en á með­an ­mark­aðsvirði þess var 22,8 millj­arðar þá var virði félags­ins metið 21,1 millj­arð­ur. Þetta kemur fram í skýrslu Capacent, sem Kjarn­inn hefur undir hönd­um, og var kynnt 29. febr­úar síð­ast­lið­inn.

Lágt metin

Í grein­ing­unni, sem kynnt var 29. febr­úar síð­ast­lið­inn, kemur fram að íslensk trygg­inga­fé­lög séu á hálf­virði, í alþjóð­legum sam­an­burð­i. ­Nefnt er að íslensk Samsett hlutfall tryggingarfélaganna hefur verið um 100 prósent undanfarin ár. Mynd: Capacent.trygg­ing­ar­fé­lög séu nú verð­metin um þessar mundir á 1,2 sinnum eigið fé en í Evr­ópu sé víð­ast hvar horft til mun hærri marg­fald­ara, eða 2,8 sinnum eigið fé. Ástæðan fyrir þessum mun, að mati grein­enda Capacent, er ­sögð vera sú að rekstur trygg­ing­ar­hlut­ans, það er grunn­þátt­ar­ins í starf­sem­inni, skilar betri afkomu hjá sam­an­burð­ar­fé­lög­un­um.

Auglýsing

Horft á skráðu félögin

Sér­stak­lega er vikið að þessum fyrr­nefndu félögum í grein­ing­unni á trygg­inga­mark­aðn­um, þar sem þau eru öll skráð á markað og með­ ­mestu hlut­deild á mark­aði, sé miðað við iðgjöld. VÍS er með mestu hlut­deild­ina, 33,3 pró­sent, TM er með 26,8 pró­sent, Sjóvá 28,3 pró­sent og Vörð­ur, sem er í eigu Arion banka, með 11,6 pró­sent. Þrátt fyrir að vera minsta félagið á mark­aðnum þá hefur mark­aðs­hlut­deild Varðar vaxið nokkuð á und­an­förnum árum, og farið úr 9,2 pró­sentum árið 2010 í 11,6 pró­sent nú, eins og fyrr seg­ir.

Fjár­fest­inga­starf­semi ber uppi góða afkomu

Fjár­fest­ing­ar­starf­semi trygg­ing­ar­fé­lag­anna skil­aði góðri af­komu í fyrra. Hún hefur ekki verið betri í sex ár, en að með­al­tali uxu eign­ir ­trygg­ing­ar­fé­lag­anna um 15 pró­sent í fyrra. Hér má sjá yfirlitsmynd yfir þróun iðgjalda í samanburði við hagvöxt og verðlagsbreytingar. Mynd: Capacent.Ávöxtun verð­bréfa á Íslandi var góð í fyrra, og hækk­uðu til að mynda hluta­bréf félaga sem skráð er í kaup­höll Ís­lands um 43 pró­sent í fyrra. Sé horft til þess­arar ávöxt­unar eigna, í sam­hengi við sam­sett hlut­fall félag­anna, það er hlut­fall iðgjalda sem fer í að greiða tjón og standa undir rekstri, þá telst þetta góð ávöxt­un.

Sam­setta hlut­fallið hefur verið und­an­farið ár í kringum 100 ­pró­sent hjá trygg­ing­ar­fé­lög­un­um, eins og sjá má á með­fylgj­andi.

Krefj­andi tími og háar arð­greiðslur

Í grein­ingu Capacent kemur fram að næstu ár gætu ver­ið krefj­andi fyrir trygg­ing­ar­fé­lög­in, þar sem ekki sé hægt að ganga að því vís­u, að ávöxtun á eigna­mörk­uðum verði jafn góð og hún hefur verið að und­an­förn­u. Verð­bréfa­mark­aðir séu oft aðeins á undan hag­sveifl­unni, eins og erlend­ar ­rann­sóknir sýni. Trygg­ing­ar­fé­lögin gæti þurft að búa sig undir erf­ið­ar­i ­rekstr­ar­skil­yrði en hafa verið fyrir hendi und­an­far­ið.

Hlut­hafar trygg­ing­ar­fél­ganna hafa notið góðs af góðu geng­i ­trygg­ing­ar­fé­lag­anna, og má vísa til til­lagna sem liggja fyrir til sam­þykktar á að­al­fundum félag­anna sem fara fram á næst­unni. Til­lög­ur, sem bornar verða und­ir­ að­al­fundi, gera ráð fyrir arð­greiðslum tölu­vert umfram árlegan hagn­að. Mest­a arð­greiðslan er fyr­ir­huguð hjá VÍS, um fimm millj­arðar króna, en hagn­að­ur­inn í fyrra var rúm­lega  tveir millj­arð­ar.Sam­tals er gera til­lög­urnar ráð fyrir 8,5 millj­arða arð­greiðslu frá VÍS, TM og ­Sjó­vá, vegna rekst­urs­ins í fyrra.

Libra skjálfti hjá seðlabönkum
Áform Facebook um að setja í loftið Libra rafmyntina á næsta ári hafa valdið miklum titringi hjá seðlabönkum. Hver verða áhrifin? Þegar stórt er spurt, er fátt um svör og óvissan virðist valda áhyggjum hjá seðlabönkum heimsins.
Kjarninn 24. júní 2019
Lögfræðikostnaður vegna orkupakkans rúmlega 16 milljónir
Lögfræðiráðgjafar var aflað frá sex aðilum.
Kjarninn 24. júní 2019
Helga Dögg Sverrisdóttir
Þörf á rannsóknum á ofbeldi í garð kennara hér á landi
Kjarninn 24. júní 2019
Stuðningur við þriðja orkupakkan eykst mest meðal kjósenda Vinstri grænna
90 prósent kjósenda Miðflokksins eru mjög eða frekar andvíg innleiðingu þriðja orkupakkans.
Kjarninn 24. júní 2019
Vilja koma böndum á óhóflega sykurneyslu landsmanna
Skipaður hefur starfshópur til að innleiða aðgerðaáætlun Embættis landlæknis til að draga úr sykurneyslu landsmanna. Landlæknir telur að vörugjöld og skattlagning á sykruð matvæli sé sú aðgerð sem beri hvað mestan árangur þegar draga á úr sykurneyslu.
Kjarninn 24. júní 2019
Kjósendur Miðflokks, Flokks fólksins og Framsóknar helst á móti Borgarlínu
Kjósendur Samfylkingar, Viðreisnar og Pírata eru hlynntastir Borgarlínu.
Kjarninn 24. júní 2019
Snæbjörn Guðmundsson
Hvalárvirkjun í óþökk landeigenda
Leslistinn 24. júní 2019
Borgarlínan
Stuðningur við Borgarlínu aldrei mælst meiri
54 prósent Íslendinga eru hlynnt Borgarlínunni en um 22 prósent andvíg.
Kjarninn 24. júní 2019
Meira eftir höfundinnMagnús Halldórsson
Meira úr sama flokkiFréttaskýringar
None