Markaðsvirði tryggingafélaganna sagt vanmetið

Að mati greinenda Capacent er virði tryggingafélaganna þriggja sem skráð eru á markað vanmetið, miðað við markaðsvirði þeirra í síðustu viku. Afkoma fjárfestinga félaganna var góð í fyrra, en ekki er hægt að gera ráð fyrir að viðlíka ávöxtun á næstunni.

tryggingar.jpg
Auglýsing

Grein­ing Capacent á trygg­inga­mark­aðnum íslenska leiðir það í ljós að mark­aðs­verðið á Sjóvá og TM, miðað við stöðu mála 26. febr­ú­ar ­síð­ast­lið­inn, er van­metið en verðið á VÍS er of hátt. 

Heild­ar­mat ­trygg­ing­ar­fé­lag­anna þriggja er um 11 pró­sent hærra en mark­aðsvirði þeirra seg­ir til um, miðað við fyrr­nefndan við­skipta­dag fyrir tæpri viku. Þannig var ­mark­aðsvirði Sjóvá 19,8 millj­arðar en að mati grein­enda Capacent er það 25,6 millj­arð­ar­. ­Mark­aðsvirði TM var 17,1 millj­arður en mat grein­enda Capacent var að TM væri 19,5 millj­arða króna virði. Hjá VÍS var þessu öfugt far­ið, en á með­an ­mark­aðsvirði þess var 22,8 millj­arðar þá var virði félags­ins metið 21,1 millj­arð­ur. Þetta kemur fram í skýrslu Capacent, sem Kjarn­inn hefur undir hönd­um, og var kynnt 29. febr­úar síð­ast­lið­inn.

Lágt metin

Í grein­ing­unni, sem kynnt var 29. febr­úar síð­ast­lið­inn, kemur fram að íslensk trygg­inga­fé­lög séu á hálf­virði, í alþjóð­legum sam­an­burð­i. ­Nefnt er að íslensk Samsett hlutfall tryggingarfélaganna hefur verið um 100 prósent undanfarin ár. Mynd: Capacent.trygg­ing­ar­fé­lög séu nú verð­metin um þessar mundir á 1,2 sinnum eigið fé en í Evr­ópu sé víð­ast hvar horft til mun hærri marg­fald­ara, eða 2,8 sinnum eigið fé. Ástæðan fyrir þessum mun, að mati grein­enda Capacent, er ­sögð vera sú að rekstur trygg­ing­ar­hlut­ans, það er grunn­þátt­ar­ins í starf­sem­inni, skilar betri afkomu hjá sam­an­burð­ar­fé­lög­un­um.

Auglýsing

Horft á skráðu félögin

Sér­stak­lega er vikið að þessum fyrr­nefndu félögum í grein­ing­unni á trygg­inga­mark­aðn­um, þar sem þau eru öll skráð á markað og með­ ­mestu hlut­deild á mark­aði, sé miðað við iðgjöld. VÍS er með mestu hlut­deild­ina, 33,3 pró­sent, TM er með 26,8 pró­sent, Sjóvá 28,3 pró­sent og Vörð­ur, sem er í eigu Arion banka, með 11,6 pró­sent. Þrátt fyrir að vera minsta félagið á mark­aðnum þá hefur mark­aðs­hlut­deild Varðar vaxið nokkuð á und­an­förnum árum, og farið úr 9,2 pró­sentum árið 2010 í 11,6 pró­sent nú, eins og fyrr seg­ir.

Fjár­fest­inga­starf­semi ber uppi góða afkomu

Fjár­fest­ing­ar­starf­semi trygg­ing­ar­fé­lag­anna skil­aði góðri af­komu í fyrra. Hún hefur ekki verið betri í sex ár, en að með­al­tali uxu eign­ir ­trygg­ing­ar­fé­lag­anna um 15 pró­sent í fyrra. Hér má sjá yfirlitsmynd yfir þróun iðgjalda í samanburði við hagvöxt og verðlagsbreytingar. Mynd: Capacent.Ávöxtun verð­bréfa á Íslandi var góð í fyrra, og hækk­uðu til að mynda hluta­bréf félaga sem skráð er í kaup­höll Ís­lands um 43 pró­sent í fyrra. Sé horft til þess­arar ávöxt­unar eigna, í sam­hengi við sam­sett hlut­fall félag­anna, það er hlut­fall iðgjalda sem fer í að greiða tjón og standa undir rekstri, þá telst þetta góð ávöxt­un.

Sam­setta hlut­fallið hefur verið und­an­farið ár í kringum 100 ­pró­sent hjá trygg­ing­ar­fé­lög­un­um, eins og sjá má á með­fylgj­andi.

Krefj­andi tími og háar arð­greiðslur

Í grein­ingu Capacent kemur fram að næstu ár gætu ver­ið krefj­andi fyrir trygg­ing­ar­fé­lög­in, þar sem ekki sé hægt að ganga að því vís­u, að ávöxtun á eigna­mörk­uðum verði jafn góð og hún hefur verið að und­an­förn­u. Verð­bréfa­mark­aðir séu oft aðeins á undan hag­sveifl­unni, eins og erlend­ar ­rann­sóknir sýni. Trygg­ing­ar­fé­lögin gæti þurft að búa sig undir erf­ið­ar­i ­rekstr­ar­skil­yrði en hafa verið fyrir hendi und­an­far­ið.

Hlut­hafar trygg­ing­ar­fél­ganna hafa notið góðs af góðu geng­i ­trygg­ing­ar­fé­lag­anna, og má vísa til til­lagna sem liggja fyrir til sam­þykktar á að­al­fundum félag­anna sem fara fram á næst­unni. Til­lög­ur, sem bornar verða und­ir­ að­al­fundi, gera ráð fyrir arð­greiðslum tölu­vert umfram árlegan hagn­að. Mest­a arð­greiðslan er fyr­ir­huguð hjá VÍS, um fimm millj­arðar króna, en hagn­að­ur­inn í fyrra var rúm­lega  tveir millj­arð­ar.Sam­tals er gera til­lög­urnar ráð fyrir 8,5 millj­arða arð­greiðslu frá VÍS, TM og ­Sjó­vá, vegna rekst­urs­ins í fyrra.

Kanntu vel við Kjarnann?

Við á Kjarnanum þökkum lesendum fyrir það traust sem þeir sýna með því að styrkja Kjarnann. 

Frjáls framlög frá lesendum hafa vaxið jafnt og þétt síðustu árin og eru mikilvæg tekjustoð undir reksturinn. Þau gera okkur kleift að halda áfram að taka þátt í umræðunni og greina kjarnann frá hisminu. 

Við tökum hlutverk okkar sem fjölmiðill í þjónustu almennings alvarlega. Kjarninn birti 409 fréttaskýringar og 2.367 fréttir á árinu 2019. Kjarninn er vettvangur umræðu og á nýliðnu ári voru 539 skoðanagreinar birtar, stærstur hluti þeirra aðsendar greinar. 

Okkar tryggð er aðeins við lesendur. Við erum skuldbundin ykkur og værum þakklát ef þið vilduð vera með í að gera Kjarnann enn sterkari.

Já takk, ég vil styrkja Kjarnann!
Kórónaveiran breiðist út - Viðbúnaður aukinn í Bandaríkjunum
Alþjóðaheilbrigðisstofnunin WHO hefur lýst því yfir, að nauðsynlegt sé að auka viðbúnað til að hefta útbreiðslu kórónaveirunnar.
Kjarninn 21. febrúar 2020
Magnús Halldórsson
Ekki gleyma listinni í stjórnmálabröltinu
Kjarninn 21. febrúar 2020
Áslaug Arna Sigurbjörnsdóttir dómsmálaráðherra setti tvo dómara við Landsrétt í dag.
Sandra og Ása settar dómarar við Landsrétt
Dómsmálaráðherra hefur ákveðið að setja tvö af þeim þremur umsækjendum sem metnir voru hæfastir til að gegna embætti dómara við Landsrétt í embætti við réttinn. Niðurstaða dómnefndar tók breytingum frá því að hún lá fyrir í drögum og þar til hún var birt.
Kjarninn 21. febrúar 2020
Pottersen
Pottersen
Pottersen – 30. þáttur: Minning um helkrossa
Kjarninn 21. febrúar 2020
Tæknivarpið
Tæknivarpið
Tæknivarpið – Allt um nýju Samsung símana
Kjarninn 21. febrúar 2020
Sólveig Anna Jónsdóttir, formaður Eflingar.
Greiða atkvæði um samúðarverkföll
Verkföll Eflingarfélaga hjá einkareknum skólum og nágrannasveitarfélögum Reykjavíkurborgar verða sett í atkvæðagreiðslu eftir helgi.
Kjarninn 21. febrúar 2020
Þórður Snær Júlíusson
Stöðu hverra þarf raunverulega að „leiðrétta“?
Kjarninn 21. febrúar 2020
Frosti hættur hjá ORF Líftækni
Forstjóri ORF Líftækni hefur sagt upp störfum hjá fyrirtækinu, en mun sinna starfinu áfram þar til eftirmaður verður ráðinn. Vinna við að finna þann aðila er þegar hafin.
Kjarninn 21. febrúar 2020
Meira eftir höfundinnMagnús Halldórsson
Meira úr sama flokkiFréttaskýringar
None