Markaðsvirði tryggingafélaganna sagt vanmetið

Að mati greinenda Capacent er virði tryggingafélaganna þriggja sem skráð eru á markað vanmetið, miðað við markaðsvirði þeirra í síðustu viku. Afkoma fjárfestinga félaganna var góð í fyrra, en ekki er hægt að gera ráð fyrir að viðlíka ávöxtun á næstunni.

tryggingar.jpg
Auglýsing

Grein­ing Capacent á trygg­inga­mark­aðnum íslenska leiðir það í ljós að mark­aðs­verðið á Sjóvá og TM, miðað við stöðu mála 26. febr­ú­ar ­síð­ast­lið­inn, er van­metið en verðið á VÍS er of hátt. 

Heild­ar­mat ­trygg­ing­ar­fé­lag­anna þriggja er um 11 pró­sent hærra en mark­aðsvirði þeirra seg­ir til um, miðað við fyrr­nefndan við­skipta­dag fyrir tæpri viku. Þannig var ­mark­aðsvirði Sjóvá 19,8 millj­arðar en að mati grein­enda Capacent er það 25,6 millj­arð­ar­. ­Mark­aðsvirði TM var 17,1 millj­arður en mat grein­enda Capacent var að TM væri 19,5 millj­arða króna virði. Hjá VÍS var þessu öfugt far­ið, en á með­an ­mark­aðsvirði þess var 22,8 millj­arðar þá var virði félags­ins metið 21,1 millj­arð­ur. Þetta kemur fram í skýrslu Capacent, sem Kjarn­inn hefur undir hönd­um, og var kynnt 29. febr­úar síð­ast­lið­inn.

Lágt metin

Í grein­ing­unni, sem kynnt var 29. febr­úar síð­ast­lið­inn, kemur fram að íslensk trygg­inga­fé­lög séu á hálf­virði, í alþjóð­legum sam­an­burð­i. ­Nefnt er að íslensk Samsett hlutfall tryggingarfélaganna hefur verið um 100 prósent undanfarin ár. Mynd: Capacent.trygg­ing­ar­fé­lög séu nú verð­metin um þessar mundir á 1,2 sinnum eigið fé en í Evr­ópu sé víð­ast hvar horft til mun hærri marg­fald­ara, eða 2,8 sinnum eigið fé. Ástæðan fyrir þessum mun, að mati grein­enda Capacent, er ­sögð vera sú að rekstur trygg­ing­ar­hlut­ans, það er grunn­þátt­ar­ins í starf­sem­inni, skilar betri afkomu hjá sam­an­burð­ar­fé­lög­un­um.

Auglýsing

Horft á skráðu félögin

Sér­stak­lega er vikið að þessum fyrr­nefndu félögum í grein­ing­unni á trygg­inga­mark­aðn­um, þar sem þau eru öll skráð á markað og með­ ­mestu hlut­deild á mark­aði, sé miðað við iðgjöld. VÍS er með mestu hlut­deild­ina, 33,3 pró­sent, TM er með 26,8 pró­sent, Sjóvá 28,3 pró­sent og Vörð­ur, sem er í eigu Arion banka, með 11,6 pró­sent. Þrátt fyrir að vera minsta félagið á mark­aðnum þá hefur mark­aðs­hlut­deild Varðar vaxið nokkuð á und­an­förnum árum, og farið úr 9,2 pró­sentum árið 2010 í 11,6 pró­sent nú, eins og fyrr seg­ir.

Fjár­fest­inga­starf­semi ber uppi góða afkomu

Fjár­fest­ing­ar­starf­semi trygg­ing­ar­fé­lag­anna skil­aði góðri af­komu í fyrra. Hún hefur ekki verið betri í sex ár, en að með­al­tali uxu eign­ir ­trygg­ing­ar­fé­lag­anna um 15 pró­sent í fyrra. Hér má sjá yfirlitsmynd yfir þróun iðgjalda í samanburði við hagvöxt og verðlagsbreytingar. Mynd: Capacent.Ávöxtun verð­bréfa á Íslandi var góð í fyrra, og hækk­uðu til að mynda hluta­bréf félaga sem skráð er í kaup­höll Ís­lands um 43 pró­sent í fyrra. Sé horft til þess­arar ávöxt­unar eigna, í sam­hengi við sam­sett hlut­fall félag­anna, það er hlut­fall iðgjalda sem fer í að greiða tjón og standa undir rekstri, þá telst þetta góð ávöxt­un.

Sam­setta hlut­fallið hefur verið und­an­farið ár í kringum 100 ­pró­sent hjá trygg­ing­ar­fé­lög­un­um, eins og sjá má á með­fylgj­andi.

Krefj­andi tími og háar arð­greiðslur

Í grein­ingu Capacent kemur fram að næstu ár gætu ver­ið krefj­andi fyrir trygg­ing­ar­fé­lög­in, þar sem ekki sé hægt að ganga að því vís­u, að ávöxtun á eigna­mörk­uðum verði jafn góð og hún hefur verið að und­an­förn­u. Verð­bréfa­mark­aðir séu oft aðeins á undan hag­sveifl­unni, eins og erlend­ar ­rann­sóknir sýni. Trygg­ing­ar­fé­lögin gæti þurft að búa sig undir erf­ið­ar­i ­rekstr­ar­skil­yrði en hafa verið fyrir hendi und­an­far­ið.

Hlut­hafar trygg­ing­ar­fél­ganna hafa notið góðs af góðu geng­i ­trygg­ing­ar­fé­lag­anna, og má vísa til til­lagna sem liggja fyrir til sam­þykktar á að­al­fundum félag­anna sem fara fram á næst­unni. Til­lög­ur, sem bornar verða und­ir­ að­al­fundi, gera ráð fyrir arð­greiðslum tölu­vert umfram árlegan hagn­að. Mest­a arð­greiðslan er fyr­ir­huguð hjá VÍS, um fimm millj­arðar króna, en hagn­að­ur­inn í fyrra var rúm­lega  tveir millj­arð­ar.Sam­tals er gera til­lög­urnar ráð fyrir 8,5 millj­arða arð­greiðslu frá VÍS, TM og ­Sjó­vá, vegna rekst­urs­ins í fyrra.

Vilt þú vera með?

Frjálsir, hugrakkir fjölmiðlar eru ómetanlegir en ekki ókeypis. Kjarninn reiðir sig á framlög lesenda og með því að styrkja Kjarnann mánaðarlega tekur þú þátt í að halda úti öflugum fjölmiðli.

Kjarninn hefur verið til taks fyrir kröfuharða lesendur í sjö ár og við ætlum að standa vaktina áfram og bjóða almenningi upp á vandaða umfjöllun þar sem áhersla er á gæði og dýpt.  

Fyrir þá lesendur sem nú þegar eru stoltir styrkjendur Kjarnans þá leyfum við okkur að benda á að hægt er að óska eftir að hækka styrkinn með því að senda póst á takk@kjarninn.is


Já takk, ég vil styrkja Kjarnann!
Ögmundur Jónasson
Segir að allir þurfi aðhald – líka dómarar í Strassborg
Fyrrverandi innanríkisráðherra segir að fjöldi augljósra mannréttindabrota sé látinn sitja á hakanum hjá MDE. Hins vegar sé legið yfir því að koma höggi á íslensk stjórnvöld vegna máls sem sé svo smávægilegt í hinu stærra samhengi að undrum sæti.
Kjarninn 3. desember 2020
Saga Japans
Saga Japans
Saga Japans – 28. þáttur: Hlaupið fyrir Búdda
Kjarninn 3. desember 2020
Þorsteinn Már Baldvinsson, annar forstjóra Samherja.
Samherji segir namibísku lögregluna ekki leita sinna manna
Í yfirlýsingu frá Samherja segir að namibísk yfirvöld hafi ekki reynt að hafa afskipti af núverandi né fyrrverandi starfsmönnum fyrirtækisins. Hvorki fyrrverandi stjórnendur félagsins í Namibíu né aðrir séu á flótta undan réttvísinni.
Kjarninn 3. desember 2020
Halldór Gunnarsson
Mismunun og ranglæti gagnvart lífeyrisþegum
Kjarninn 3. desember 2020
Björn Leví Gunnarsson, þingmaður Pírata.
„Misnotkun á valdi og bolabrögð hafa verið einkenni Sjálfstæðisflokksins í langan tíma“
Þingmaður Pírata segir að koma þurfi í veg fyrir að Sjálfstæðisflokkurinn fái að koma nálægt völdum en hann fjallaði um landsréttarmálið á þingi í morgun. Þingflokksformaður Sjálfstæðisflokksins segir að horfa verði á málið í ákveðnu samhengi.
Kjarninn 3. desember 2020
Þuríður Harpa Sigurðardóttir, formaður Öryrkjabandalags Íslands.
Öryrkjabandalagið fagnar hugmynd Brynjars um rannsókn á bótasvikum
Þingmaður Sjálfstæðisflokks vill láta rannsaka hvor öryrkjar og bótaþegar sigli undir fölsku flaggi. ÖBÍ fagnar þeirri hugmynd en segja rannsókn ekki nauðsynlega til að staðfesta ríkjandi fordóma og andúð gegn fötluðu fólki í samfélaginu.
Kjarninn 3. desember 2020
Svandís Svavarsdóttir heilbrigðisráðherra.
Stjórnvöld vona að hjarðónæmi verði náð á fyrsta ársfjórðungi
Í tilkynningu frá heilbrigðisráðuneytinu segir að vonir standi til þess að markmiðum bólusetningar verði náð á fyrsta ársfjórðungi. Búið er að ná samkomulagi um bóluefni fyrir 200.000 manns, en ólíklegt er að það komi allt til landsins á sama tíma.
Kjarninn 3. desember 2020
Þórólfur: Ekki hægt að ganga að því vísu að bólusetning hefjist fljótlega eftir áramót
Sóttvarnalæknir hvetur til raunhæfrar bjartsýni þegar kemur að tímasetningu bólusetningar við COVID-19 á Íslandi. Það megi ekki láta jákvæðar fréttir leiða til þess að landsmenn passi sig ekki í sóttvörnum.
Kjarninn 3. desember 2020
Meira eftir höfundinnMagnús Halldórsson
Meira úr sama flokkiFréttaskýringar
None