Markaðsvirði tryggingafélaganna sagt vanmetið

Að mati greinenda Capacent er virði tryggingafélaganna þriggja sem skráð eru á markað vanmetið, miðað við markaðsvirði þeirra í síðustu viku. Afkoma fjárfestinga félaganna var góð í fyrra, en ekki er hægt að gera ráð fyrir að viðlíka ávöxtun á næstunni.

tryggingar.jpg
Auglýsing

Grein­ing Capacent á trygg­inga­mark­aðnum íslenska leiðir það í ljós að mark­aðs­verðið á Sjóvá og TM, miðað við stöðu mála 26. febr­ú­ar ­síð­ast­lið­inn, er van­metið en verðið á VÍS er of hátt. 

Heild­ar­mat ­trygg­ing­ar­fé­lag­anna þriggja er um 11 pró­sent hærra en mark­aðsvirði þeirra seg­ir til um, miðað við fyrr­nefndan við­skipta­dag fyrir tæpri viku. Þannig var ­mark­aðsvirði Sjóvá 19,8 millj­arðar en að mati grein­enda Capacent er það 25,6 millj­arð­ar­. ­Mark­aðsvirði TM var 17,1 millj­arður en mat grein­enda Capacent var að TM væri 19,5 millj­arða króna virði. Hjá VÍS var þessu öfugt far­ið, en á með­an ­mark­aðsvirði þess var 22,8 millj­arðar þá var virði félags­ins metið 21,1 millj­arð­ur. Þetta kemur fram í skýrslu Capacent, sem Kjarn­inn hefur undir hönd­um, og var kynnt 29. febr­úar síð­ast­lið­inn.

Lágt metin

Í grein­ing­unni, sem kynnt var 29. febr­úar síð­ast­lið­inn, kemur fram að íslensk trygg­inga­fé­lög séu á hálf­virði, í alþjóð­legum sam­an­burð­i. ­Nefnt er að íslensk Samsett hlutfall tryggingarfélaganna hefur verið um 100 prósent undanfarin ár. Mynd: Capacent.trygg­ing­ar­fé­lög séu nú verð­metin um þessar mundir á 1,2 sinnum eigið fé en í Evr­ópu sé víð­ast hvar horft til mun hærri marg­fald­ara, eða 2,8 sinnum eigið fé. Ástæðan fyrir þessum mun, að mati grein­enda Capacent, er ­sögð vera sú að rekstur trygg­ing­ar­hlut­ans, það er grunn­þátt­ar­ins í starf­sem­inni, skilar betri afkomu hjá sam­an­burð­ar­fé­lög­un­um.

Auglýsing

Horft á skráðu félögin

Sér­stak­lega er vikið að þessum fyrr­nefndu félögum í grein­ing­unni á trygg­inga­mark­aðn­um, þar sem þau eru öll skráð á markað og með­ ­mestu hlut­deild á mark­aði, sé miðað við iðgjöld. VÍS er með mestu hlut­deild­ina, 33,3 pró­sent, TM er með 26,8 pró­sent, Sjóvá 28,3 pró­sent og Vörð­ur, sem er í eigu Arion banka, með 11,6 pró­sent. Þrátt fyrir að vera minsta félagið á mark­aðnum þá hefur mark­aðs­hlut­deild Varðar vaxið nokkuð á und­an­förnum árum, og farið úr 9,2 pró­sentum árið 2010 í 11,6 pró­sent nú, eins og fyrr seg­ir.

Fjár­fest­inga­starf­semi ber uppi góða afkomu

Fjár­fest­ing­ar­starf­semi trygg­ing­ar­fé­lag­anna skil­aði góðri af­komu í fyrra. Hún hefur ekki verið betri í sex ár, en að með­al­tali uxu eign­ir ­trygg­ing­ar­fé­lag­anna um 15 pró­sent í fyrra. Hér má sjá yfirlitsmynd yfir þróun iðgjalda í samanburði við hagvöxt og verðlagsbreytingar. Mynd: Capacent.Ávöxtun verð­bréfa á Íslandi var góð í fyrra, og hækk­uðu til að mynda hluta­bréf félaga sem skráð er í kaup­höll Ís­lands um 43 pró­sent í fyrra. Sé horft til þess­arar ávöxt­unar eigna, í sam­hengi við sam­sett hlut­fall félag­anna, það er hlut­fall iðgjalda sem fer í að greiða tjón og standa undir rekstri, þá telst þetta góð ávöxt­un.

Sam­setta hlut­fallið hefur verið und­an­farið ár í kringum 100 ­pró­sent hjá trygg­ing­ar­fé­lög­un­um, eins og sjá má á með­fylgj­andi.

Krefj­andi tími og háar arð­greiðslur

Í grein­ingu Capacent kemur fram að næstu ár gætu ver­ið krefj­andi fyrir trygg­ing­ar­fé­lög­in, þar sem ekki sé hægt að ganga að því vís­u, að ávöxtun á eigna­mörk­uðum verði jafn góð og hún hefur verið að und­an­förn­u. Verð­bréfa­mark­aðir séu oft aðeins á undan hag­sveifl­unni, eins og erlend­ar ­rann­sóknir sýni. Trygg­ing­ar­fé­lögin gæti þurft að búa sig undir erf­ið­ar­i ­rekstr­ar­skil­yrði en hafa verið fyrir hendi und­an­far­ið.

Hlut­hafar trygg­ing­ar­fél­ganna hafa notið góðs af góðu geng­i ­trygg­ing­ar­fé­lag­anna, og má vísa til til­lagna sem liggja fyrir til sam­þykktar á að­al­fundum félag­anna sem fara fram á næst­unni. Til­lög­ur, sem bornar verða und­ir­ að­al­fundi, gera ráð fyrir arð­greiðslum tölu­vert umfram árlegan hagn­að. Mest­a arð­greiðslan er fyr­ir­huguð hjá VÍS, um fimm millj­arðar króna, en hagn­að­ur­inn í fyrra var rúm­lega  tveir millj­arð­ar.Sam­tals er gera til­lög­urnar ráð fyrir 8,5 millj­arða arð­greiðslu frá VÍS, TM og ­Sjó­vá, vegna rekst­urs­ins í fyrra.

Meira eftir höfundinnMagnús Halldórsson
Meira úr sama flokkiFréttaskýringar
None