Félag eiginkonu forsætisráðherra er skráð á Bresku Jómfrúareyjunum

Félag í eigu Önnu Sigurlaugar Pálsdóttur, eiginkonu Sigmundar Davíðs Gunnlaugssonar forsætisráðherra, er skráð til heimilis á Bresku Jómfrúareyjunum. Félagið heldur utan um miklar eignir hennar sem hún eignaðist eftir söluna á Toyota á Íslandi fyrir hrun.

Sigmundur Davíð
Auglýsing

Félag Önnu Sigurlaugar Pálsdóttur, eiginkonu Sigmundar Davíðs Gunnlaugssonar forsætisráðherra, sem heldur utan um miklar eignir hennar er skráð til heimils á Bresku Jómfrúareyjunum. Þetta staðfestir Jóhannes Þór Skúlason, aðstoðarmaður Sigmundar Davíðs, sem Anna Sigurlaug hefur veitt leyfi til að veita upplýsingar um félagið.

Félagið, sem heitir Wintris Inc., var stofnað utan um fjölskylduarf hennar í kjölfar þess að fjölskyldufyrirtæki hennar, P. Samúelsson hf., seldi Toyota á Íslandi til til Smáeyjar ehf. fyrirtækis Magnúsar Kristinssonar, í desember 2005. Eignir forsætisráðherrahjónanna eru um 1,2 milljarðar króna samkvæmt skattframtölum. Að langmestu leyti er um að ræða eignir sem eru inni í Wintris Inc.

Að sögn Jóhannesar var félagið stofnað eftir leiðsögn frá Landsbanka Íslands fyrir hrun, eða á árinu 2008. Það var nokkurs konar lagerfélag og allir skattar sem greiðast eigi á Íslandi hafi ætið verið greiddir. Eignirnar sem eru í félaginu eru lausafé, skuldabréf og einhver verðbréf, þó ekki í íslenskum félögum. Eina fyrirtækjaeign Önnu Sigurlaugar á Íslandi er tíu prósent hlutur í nýsköpunarfyrirtækinu Divine Love sem stofnað var árið 2013.

Auglýsing

Wintris er í dag í fjárstýringu hjá Credit Suisse í Bretlandi. Félagið er í 100 prósent eigu Önnu Sigurlaugar þrátt fyrir að það hafi um tíma verið skráð í helmingseigu Sigmundar Davíðs hjá bankanum. Í stöðuuppfærslu sem hún birti á Facebook í gær sagði:  „Þegar við Sigmundur ákváðum að gifta okkur fylgdi því að fara yfir ýmis mál, þar á meðal fjárhagsleg. Bankinn minn úti hafði gengið út frá því að við værum hjón og ættum félagið til helminga. Það leiðréttum við á einfaldan hátt árið 2009 um leið og við gengum frá því að allt væri í lagi varðandi skiptingu fjármála okkar fyrir brúðkaupið. Félagið var því frá upphafi rétt skráð á Íslandi og hélt utan um séreign mína. Skráningin úti og leiðrétting hennar hafði því engin eiginleg áhrif[...]Þar sem ég er ekki sérfræðingur í viðskiptum þá hef ég áfram haft fjölskylduarfinn í fjárstýringu hjá viðskiptabanka mínum í Bretlandi og þar eru gerðar sérstakar kröfur til mín og þeirra sem mér tengjast vegna þessara reglna. Frá því að Sigmundur byrjaði í stjórnmálum hef ég beðið um að ekki sé fjárfest í íslenskum fyrirtækjum til að forðast árekstra vegna þess.“

Wintris er ekki að finna í íslenskri fyrirtækjaskrá. Ástæður þess, að sögn Jóhannesar, eru þær að árið 2010 hafi reglum verið breytt með þeim hætti að félagið sjálft er ekki skráð á skattframtal forsætisráðherrahjónanna heldur eignir þess. 

Kjarninn hefur fengið í hendur staðfestingu frá KPMG á Íslandi þess efnis að eignarhlutur Önnu Sigurlaugar hafi verið færður til eignar á skattframtölum hennar frá því að hún eignaðist Wintris Inc. árið 2008. Verðbréf, skráð íeigu Wintris Inc.á hverjum tíma, hafa verið færð til eignar á skattframtölum þínum frá og með tekjuárinu 2009. Á skattframtali vegna tekjuársins 2008 var færð til eignar krafa á Wintris Inc. sem nam framlögðu fé þínu til félagsins. Allan eignarhaldstíma þinn á Wintris Inc. hafa skattskyldar tekjur af verðbréfum, skráðum íeigu félagsins, verið færðar þér til tekna á viðkomandi skattframtali eftir því sem tekjurnar hafafallið til," segir í skjalinu.

Wintris var á meðal kröfuhafa í bú Landsbanka Íslands og lýsti í það kröfu upp á 174 milljónir króna. Sú krafa var vegna viðskipta sem félagið var í við bankann fyrir hrun og er flokkuð sem almenn krafa. Wintris mun því fá greitt úr slitabúi Landsbankans í samræmi við aðra almenna kröfuhafa.

Kjarninn spurðist ítrekað fyrir um erlendar eignir ráðherra

Kjarninn hefur ítrekað beint fyrirspurnum til Sigurðar Más Jónssonar, upplýsingafulltrúa ríkisstjórnarinnar, þar sem óskað hefur verið eftir upplýsingum um hvort ráðherrar í ríkisstjórn Íslands, eða fjölskyldur þeirra, eigi eignir erlendis. Hinn 15. mars 2015, fyrir rúmlega ári, voru fyrirspurnir sendar til upplýsingafulltrúa ríkisstjórnarinnar þar sem fyrrnefnd fyrirspurn var borin upp. 

Sá sem svaraði fyrir hönd forsætisráðuneytisins, var Ágúst Geir Ágústsson, skrifstofustjóri. Hann neitaði að svara fyrirspurninni, og sagði það ekki í verkahring forsætisráðuneytsins að gera það, og lög krefðust þess ekki. 
Fyrirspurnin var ítrekuð í nokkur skipti, eftir að eftirgrennslan ritstjórnar benti til þess að ráðherrar í ríkisstjórn Íslands ættu hugsanlega eignir erlendis, sem hvergi hefði verið greint frá. Fyrirspurnir Kjarnans báru ekki árangur. 

Anna Sigurlaug birti hins vegar upplýsingar um félag sitt sem skráð er erlendis í stöðuuppfærslu á Facebook í gær. Það gerði hún að eigin sögn vegna þess að umræða væri farin af stað um erlendar eignir hennar. Hægt er að lesa færslu hennar í heild sinni hér að neðan. 

Íslendingar eiga yfir 30 milljarða á Tortóla

Á útrásarárunum var lenska að geyma eignarhald fyrirtækja, og peninga, á framandi slóðum. Útibú eða dótturfélög íslensku bankanna settu upp allskyns félög fyrir viðskiptavini sína í Lúxemborg, Hollandi, á Kýpur, Mön og eyjunum Jersey og Guernsey þar sem bankaleynd var, og er, rík.

Auk þess var mikið um það að stofnuð væru félög á Bresku Jómrúareyjunum fyrir viðskiptavini þeirra, nánar tiltekið á Tortóla-eyju. Félögin skiptu hundruðum og langflest þeirra voru stofnuð í dótturbönkum íslensku bankanna í Lúxemborg.

Stofnun félaga á Tortóla-eyju hófst um miðjan tíunda áratuginn þegar íslensk fjármálafyrirtæki fóru að bjóða stórum viðskiptavinum sínum að láta söluhagnað af hlutabréfaviðskiptum renna í slík félög. Á þeim tíma voru skattalög á Íslandi þannig að greiddur var tíu prósent skattur af slíkum söluhagnaði upp að 3,2 milljónum króna. Allur annar hagnaður umfram þá upphæð var skattlagður eins og hverjar aðrar tekjur, sem á þeim tíma þýddi 45 prósent skattur.

Lögum um skattlagningu fjármagnstekna var hins vegar breytt um aldarmótin og eftir þá breytingu var allur söluhagnaður af hlutabréfum skattlagður um tíu prósent. Við það varð íslenskt skattaumhverfi afar samkeppnishæft og skattahagræðið af því að geyma eignir inni í þessum félögum hvarf. 

Í lok árs 2014, rúmum sex árum eftir bankahrun og setningu gjaldeyrishafta, áttu íslenskir aðilar 31,6 milljarða króna á Bresku Jómfrúareyjunum, nánar tiltekið á Tortóla-eyju klasans. Bein fjármunaeign Íslendinga þar hefur aukist mikið frá því fyrir hrun, en í árslok 2007 áttu Íslendingar 8,6 milljarða króna á eyjunum. Gengisfall krónunnar skýrir aukninguna að einhverju leyti.

Styrkir þú Kjarnann?

Kjarninn reiðir sig á framlög lesenda. Með því að styrkja Kjarnann mánaðarlega tekur þú þátt í að halda úti öflugum fjölmiðli.

Kjarninn hefur verið til taks fyrir kröfuharða lesendur í sjö ár og býður almenningi upp á vandaða umfjöllun þar sem áhersla er á gæði og dýpt.  

Ef þú ert nú þegar styrkjandi leyfum við okkur að benda á að hægt er að óska eftir að hækka styrkinn með því að senda póst á takk@kjarninn.is


Já takk, ég vil styrkja Kjarnann!
Bjarni Benediktsson fjármálaráðherra fékk 82 prósent atkvæða í fyrsta sætið í prófkjörinu, samkvæmt fyrstu tölum.
Bjarni, Jón og Bryndís efst samkvæmt fyrstu tölum
Kjörstöðum hefur nú verið lokað í prófkjöri Sjálfstæðisflokksins í Suðvesturkjördæmi. Bjarni Benediktsson, Jón Gunnarsson og Bryndís Haraldsdóttir skipa þrjú efstu sætin nú þegar tæpur þriðjungur atkvæða hefur verið talinn.
Kjarninn 12. júní 2021
Kári Árnason
Einkareknar forvarnir
Kjarninn 12. júní 2021
AGS býst ekki við að jafnmargir muni ferðast á næstu árum og á árunum fyrir faraldurinn.
Segir hátt vægi ferðaþjónustu og stífa kjarasamningagerð vera áhyggjuefni
Alþjóðagjaldeyrissjóðurinn segir að aukinn sveigjanleiki á vinnumarkaði, til dæmis með því að láta laun fylgja framleiðniþróun í meira mæli, gæti komið í veg fyrir að faraldurinn valdi langtímaskaða í hagkerfinu.
Kjarninn 12. júní 2021
Jón Gnarr
Hugmyndin um Ísland og menn sem giftast náfrænkum sínum
Kjarninn 12. júní 2021
Tæknivarpið
Tæknivarpið
Tæknivarpið – Uppfærslur hjá Apple á öllum stýrikerfum
Kjarninn 12. júní 2021
Ekkert komið fram sem kalli á breytingu á stefnu um hágæða Borgarlínu
Framkvæmdastjóri Betri samgangna svaraði á dögunum erindi sem þrýstihópur sem vill ódýrari Borgarlínu sendi á ýmsa aðila í vor. Í umfjöllun Betri samgangna er meðal annars bent á að það væri dýrast fyrir samfélagið að verja langmestu fé í stofnvegi.
Kjarninn 12. júní 2021
Stefán Ólafsson
Lágtekjuvandi lífeyrisþega
Kjarninn 12. júní 2021
Mona Lisa frímerkjaheimsins og frægasta frímerki Bandaríkjanna saman á uppboði
Á dögunum var mesta fágæti frímerkjaheimsins boðið upp, 165 ára gamalt einstakt frímerki frá Bresku Gvæjana sem seldist á milljarð króna. Á uppboðinu mátti einnig finna þekktasta prentgalla bandarískrar frímerkjasögu – flugvélina Jenny á hvolfi.
Kjarninn 12. júní 2021
Meira eftir höfundinnÞórður Snær Júlíusson
Meira úr sama flokkiFréttaskýringar
None