Fréttir af eignum Íslendinga í skattaskjólum birtar í stórmiðlum á næstu vikum

Íslenskt fjölmiðlafyrirtæki vinnur að umfangsmikilli umfjöllun um eignir Íslendinga í erlendum skattaskjólum í samstarfi við nokkra erlenda fjölmiðla. Spurningar voru settar fram vegna félags eiginkonu forsætisráðherra.

Eiginkona Sigmundar Davíðs Gunnlaugssonar forsætisráðherra hefur upplýst um að hún eigi félag sem skráð er á Bresku Jómfrúareyjunum.
Eiginkona Sigmundar Davíðs Gunnlaugssonar forsætisráðherra hefur upplýst um að hún eigi félag sem skráð er á Bresku Jómfrúareyjunum.
Auglýsing

Reykja­vík Media ehf., fjöl­miðla­fyr­ir­tæki í eigu Jóhann­es­ar Kr. Krist­jáns­son­ar, ICIJ, sem eru alþjóð­leg sam­tök rann­sókn­ar­blaða­manna, þýska dag­blaðið Südd­eutsche Zeit­ung og fleiri erlendir fjöl­miðlar hafa unnið saman að fréttaum­fjöllun um eignir Íslend­inga í erlendum skatta­skjólum und­an­farna ­mán­uði. Þær fréttir munu birt­ast þeim miðlum á allra næstu vik­um. Þetta ­stað­festir Jóhannes Kr. í sam­tali við Kjarn­ann.

Í fyrra­dag opin­ber­aði Anna Sig­ur­laug Páls­dóttir, eig­in­kona ­Sig­mundar Dav­íðs Gunn­laugs­sonar for­sæt­is­ráð­herra, í stöðu­upp­færslu á Face­book að hún ætti erlent félag sem héldi utan um miklar eignir henn­ar. Þær eignir eru ­arfur sem hún fékk í kjöl­far þess að fjöl­skyldu­fyr­ir­tæki hennar seldi Toyota á Ís­landi árið til til Smá­eyjar ehf. fyr­ir­tæk­is ­Magn­úsar Krist­ins­son­ar, í des­em­ber 2005 fyrir 5,6 millj­arða króna. Eign­ir ­for­sæt­is­ráð­herra­hjón­anna eru um 1,2 millj­arðar króna sam­kvæmt skatt­fram­tölum og eru þær að langstærstu leyti inni í umræddu félagi. Anna Sig­ur­laug til­tók ­sér­stak­lega að hún hefði staðið skil á öllum sköttum hér­lendis sem hún hefð­i átt að greiða og aðstoð­ar­maður for­sæt­is­ráð­herra sendi stað­fest­ingu á rétt­u­m skatt­skilum hennar á fjöl­miðla í gær.

Opin­berun hennar kom í kjöl­far þess að Jóhannes Kr. setti sig í sam­band við for­sæt­is­ráð­herra vegna þeirrar umfjöll­unar sem birt verður á næstu vik­um, en þar er meðal ann­ars fjallað um félag eig­in­konu hans.

Auglýsing

Kjarn­inn upp­lýsti um það í gær­morgun að umrætt félag, sem heitir Wintris Inc., er skráð á Bresku Jóm­frú­areyj­un­um og að það hafi verið Lands­bank­inn, þáver­andi við­skipta­banki Önnu Sig­ur­laug­ar, ­sem hafi ráð­lagt henni að stofn­setja það með þessum hætti. Eign­irnar sem eru í fé­lag­inu eru lausa­fé, skulda­bréf og ein­hver verð­bréf, þó ekki í íslenskum ­fé­lög­um. Eina fyr­ir­tækja­eign Önnu Sig­ur­laugar á Íslandi er tíu pró­sent hlutur í ný­sköp­un­ar­fyr­ir­tæk­inu Divine Love sem stofnað var árið 2013.

Wintris áttu kröfur í slitabú Glitn­is, Kaup­þings og Lands­bank­ans sem sam­an­lagt eru upp á rúm­lega 500 millj­ónir króna að nafn­virð­i. 

Wintris er í dag í fjár­stýr­ingu hjá Credit Suisse í Bret­landi. Félagið er í 100 pró­sent eigu Önnu Sig­ur­laugar þrátt fyrir að það hafi um tíma verið skráð í helm­ing­seigu Sig­mundar Dav­íðs hjá bank­an­um. Í stöðu­upp­færsl­unni sem hún birti á Face­book í fyrra­dag sagði:  „Þegar við Sig­mundur ákváðum að gifta okkur fylgdi því að fara yfir ýmis mál, þar á meðal fjár­hags­leg. Bank­inn minn úti hafði gengið út frá því að við værum hjón og ættum félagið til helm­inga. Það leið­réttum við á ein­faldan hátt árið 2009 um leið og við gengum frá því að allt væri í lagi varð­andi skipt­ingu fjár­mála okkar fyrir brúð­kaup­ið. Félagið var því frá upp­hafi rétt skráð á Íslandi og hélt utan um sér­eign mína. Skrán­ingin úti og leið­rétt­ing hennar hafði því engin eig­in­leg áhrif[...]Þar sem ég er ekki sér­fræð­ingur í við­skiptum þá hef ég áfram haft fjöl­skyldu­arf­inn í fjár­stýr­ingu hjá við­skipta­banka mínum í Bret­landi og þar eru gerðar sér­stakar kröfur til mín og þeirra sem mér tengj­ast vegna þess­ara reglna. Frá því að Sig­mundur byrj­aði í stjórn­málum hef ég beðið um að ekki sé fjár­fest í íslenskum fyr­ir­tækjum til að forð­ast árekstra vegna þess.“

ICIJ birti gögn í sam­starfi við stór­miðla í fyrra

Fyrir rúmu ári síðan birtu ICIJ sam­tök­in, sem Reykja­vík Media eru nú hluti af, upp­lýs­ingar um umfangs­mikil skatt­svik sem sviss­neski bank­inn HSBC aðstoð­aði þús­undir manns út um alla heim, þó einkum í gegnum útibú sitt í Bret­landi, við að fremja. Þetta var gert með því að fela pen­inga­legar eignir fyrir skatta­yf­ir­völd­um. Á meðal þeirra gagna sem birt voru voru upp­lýs­ingar um sex aðila tengda Íslandi sem ICIJ sagði að hefðu komið um 1,2 millj­arði króna (9,5 millj­ónum dala) undan skatti. Um hafi verið að ræða þrettán ein­stak­linga­reikn­inga sem opn­aðir voru hjá bank­anum milli áranna 1995 og 2005 og tengd­ust þeir átján banka­reikn­ing­um. Sex aðilar tengdir Íslandi áttu reikn­ing­ana, og hæsta upp­hæð tengd einum þeirra nemur 8 millj­ónum dala. Skatt­rann­sókn­ar­stjóri fékk gögnin afhent til rann­sóknar en komst að þeirri nið­ur­stöðu í maí að þau gæfu ekki til­efni til frek­ari aðgerða..

Á meðal fjöl­miðla sembirtu ítar­legar umfjall­anir úr gögn­unum frá HSBC voru The Guar­dian, Bild, Le Monde og rann­sókn­ar­blaða­mennsku­þátt­ur­inn BBC Panorama. Meðal þess sem fram kom í gögn­unum var að sterk­efnað þekkt fólk, ekki síst sem teng­ist afþrey­ing­ar- og tísku­iðn­aði, For­múlu 1 kappakstri og stjórn­mál­um, hafi kerf­is­bundið svikið undan skatti með leyni­legum reikn­ingum sem HSBC aðstoð­aði við að koma upp og reka. Meðal þeirra sem þetta gerðu voru spænski For­múlu 1 öku­þór­inn Fern­ando Alonso, fyr­ir­sætan Elle McP­her­son, tón­list­ar­mað­ur­inn Phil Coll­ins, leik­ar­inn Christan Sla­ter og Hosnai Mubarak, fyrr­ver­andi ein­ræð­is­herra Egypta­lands, að því er fram kom í Bild. Tug­þús­undir ann­arra við­skipta­vina HSBC í London gerðu slíkt hið sama.

Við þurfum á þínu framlagi að halda

Þú getur tekið beinan þátt í að halda úti öflugum fjölmiðli.

Við sem vinnum á ritstjórn Kjarnans viljum hvetja þig til að vera með okkur í liði og leggja okkar góða fjölmiðli til mánaðarlegt framlag svo við getum haldið áfram að vinna fyrir lesendur, fyrir fólkið í landinu.

Kjarninn varð níu ára í sumar. Þegar hann hóf að taka við frjálsum framlögum þá varð slagorðið „Frjáls fjölmiðill fyrir andvirði kaffibolla“ til og lesendur voru hvattir til að leggja fram í það minnsta upphæð eins kaffibolla á mánuði.

Mikið vatn hefur runnið til sjávar á þeim níu árum sem Kjarninn hefur lifað. Í huga okkar á Kjarnanum hefur þörfin fyrir fjölmiðla sem veita raunverulegt aðhald og taka hlutverk sitt alvarlega aukist til muna.

Við trúum því að Kjarninn skipti máli fyrir samfélagið.

Við trúum því að sjálfstæð og vönduð blaðamennska skipti máli.

Ef þú trúir því sama þá endilega hugsaðu hvort Kjarninn er ekki allavega nokkurra kaffibolla virði á mánuði.

Vertu með okkur í liði. Þitt framlag skiptir máli.

Ritstjórn Kjarnans: Sunna Ósk Logadóttir, Þórður Snær Júlíusson, Erla María Markúsdóttir, Arnar Þór Ingólfsson, Eyrún Magnúsdóttir og Grétar Þór Sigurðsson.


Já takk, ég vil styrkja Kjarnann!
Þorbjörn Guðmundsson
Er íslenska velferðarkerfið ekki lengur griðarstaður þeirra sem minnst hafa?
Kjarninn 11. janúar 2023
Takk fyrir og sjáumst á nýjum miðli á föstudag
Bréf frá ritstjóra Kjarnans vegna sameiningar við Stundina og þess að nýr framsækinn fréttamiðill verður til í lok viku.
Kjarninn 11. janúar 2023
Sverrir Albertsson
Vatn á myllu kölska
Kjarninn 11. janúar 2023
Lögreglumenn standa vörð um gröfurnar í námunni.
Berjast fyrir þorpi á barmi hengiflugs
Lítið þorp í Rínarlöndum Þýskalands er allt komið í eigu kolarisa. Fyrirtækið ætlar sér að mylja niður húsin og stækka kolanámu sína sem þegar þekur um 80 ferkílómetra. Þetta þykir mörgum skjóta skökku við í heimi sem berst við loftslagsbreytingar.
Kjarninn 10. janúar 2023
Arnþrúður Karlsdóttir, útvarpsstjóri Útvarps Sögu.
Útvarp Saga telur fjölmiðlastyrki skapa tortryggni og bjóða upp á frændhygli
Fjögur fjölmiðlafyrirtæki hafa til þessa skilað inn umsögnum um frumvarp Lilju Alfreðsdóttur menningar- og viðskiptaráðherra, sem mun að óbreyttu framlengja núverandi styrkjakerfi til fjölmiðla.
Kjarninn 10. janúar 2023
Sólveig Anna Jónsdóttir formaður Eflingar.
Viðræðum slitið og Efling undirbýr verkfallsaðgerðir
Samtök atvinnulífsins hafa hafnað gagntilboði Eflingar um skammtímakjarasamning, sem kvað á um meiri launahækkanir en SA hefur samið um við aðra hópa á almennum vinnumarkaði til þessa. Efling undirbýr nú verkfallsaðgerðir.
Kjarninn 10. janúar 2023
Palestínski fáninn á lofti í mótmælum í Reykjavík. Ísraelskri lögreglu hefur nú verið fyrirskipað að rífa fánann niður á almannafæri.
Fánabann og refsiaðgerðir í Palestínu í kjölfar niðurstöðu Sameinuðu þjóðanna
Degi eftir að ný ríkisstjórn tók við völdum í Ísrael samþykkti allsherjarþing Sþ að fela Alþjóðadómstólnum í Haag að meta lögmæti hernáms Ísraelsríkis á Vesturbakkanum. Síðan þá hefur stjórnin gripið til refsiaðgerða og nú síðast fánabanns.
Kjarninn 10. janúar 2023
Gríðarlega mikil dæling á sandi á sér stað í Landeyjahöfn á hverju ári. Markarfljótið ber hundruð þúsunda tonna af jarðefnum út í sjó og það á til að safnast upp í mynni hafnarinnar.
Vilja sjúga sand af hafsbotni í stórum stíl og flytja út
Eftirspurn eftir íslenskum jarðefnum er gríðarleg ef marka má framkomin áform erlendra stórfyrirtækja um nýtingu þeirra. Vinsældir hafnarinnar í Þorlákshöfn eru samhliða mjög miklar.
Kjarninn 10. janúar 2023
Meira eftir höfundinnÞórður Snær Júlíusson
Meira úr sama flokkiFréttaskýringar
None