Harlem-hagkerfið

Harlem hverfið í New York hefur tekið miklum breytingum á undanförnum árum, til hins betra. Svipað margir búa þar og á Íslandi.

Harlem
Auglýsing

Harlem hverfið í New York er alræmt hverfi í hugum margra, og ekki af ástæðu­lausu. Í gegnum tíð­ina hefur það orðið að tákn­mynd fátæktar og erf­ið­leika svartra í stór­borgum Banda­ríkj­anna, og hefur þessi mynd oft verið dregin upp í kvik­myndum og öðrum kimum afþrey­ing­ar­iðn­að­ar. 

En staða mála í hverf­inu hef­ur verið að batna veru­lega á und­an­förnum árum, og bendir margt til þess að hverf­ið verði fram­tíð­ar­bú­staður milli­stétt­ar­fólks í New York, sem sífellt fær­ist ofar á Man­hattan eyju. Á henni búa 1,6 millj­ónir manna, en heildar­í­búa­fjöldi í New York var í lok árs í fyrra 8,3 millj­ónir manna, en á síð­ustu þremur árum hef­ur í­búum fjölgað um 164 þús­und.

Íbúa­fjöldi í Harlem er svip­aður og hér á landi, 335 þús­und ­manns á móti tæp­lega 333 þús­und á Íslandi. Hverfið er ekki eitt af fimm lyk­il­hverfum borg­ar­inn­ar, sem eru Staten Island, Brook­lyn, The Bronx, Queens og Man­hatt­an. Heldur telst það hluti af Man­hattan byggð­inni.

Auglýsing

Mikil breyt­ing

Saga Harlem hverf­is­ins er um margt saga bar­áttu, ekki síst þegar kemur að rétt­indum svartra, enda hefur hverfið ávallt verið heima­völl­ur ­svartra Banda­ríkja­manna. Í fyrsta skipti síðan á þriðja ára­tug 20. aldar eru svart­ir nú í minni­hluta í hverf­inu, eða um 40 pró­sent íbúa. Spænsku mæl­andi fólki, einkum frá Suð­ur­-Am­er­íku, hefur fjölgað mikið í hverf­inu á und­an­förnum tveim­ur ára­tug­um, og þá fær­ist það sífellt í aukanna að hvítir Banda­ríkja­menn velji að ­búa í hverf­inu.

Með­al­tekjur íbúa hafa hækkað umtals­vert á síð­ast­liðnum árum. Þær eru þó enn umtals­vert lægri en lands­með­al­talið, eða sem nemur 24 pró­sent­u­m lægra. Með­al­tals­tekjur á heim­ili í Harlem nema um 40 þús­und Banda­ríkja­döl­um, um 5,2 millj­ónum króna. Með­al­talið í New York er rúm­lega 50 þús­und ­Banda­ríkja­dal­ir. Kaup­máttur fólks í Harlem er því minni en gengur og ger­ist að ­með­al­tali ann­ars stað­ar, auk þess sem fastur kostn­aður við búsetur í New York er óvíða jafn hár. Borgin er í dag 7. dýrasta borg heims, en hefur oft verið á toppi list­ans, sem The Economist tekur saman árlega.

Húsin í Harlem eru víða sambærileg í útliti. Langar húsalengjur þar sem þétt er búið. Mynd: EPA.

Atvinnu­leysi lækkar

Í gegnum tíð­ina hefur atvinnu­leysi verið einn versti óvin­ur Harl­me-hverf­is­ins. Það hefur stundum verið þrefalt hærra en lands­með­al­tal, en á und­an­förnum tveimur ára­tugum hefur mark­visst tek­ist að búa til traust­ari vinnu­mark­að, meðal ann­ars með upp­bygg­ingu þjón­ustu innan hverf­is­ins, sem fólk þurfti oft að sækja utan þess á árunum áður. Það á við um verslun og þjón­ust­u, en einnig fram­leiðslu á nauð­synja­vörum, svo sem fatn­aði og gjafa­vöru. Rík­i ­menn­ing er fyrir þess háttar vörum í Harlem og sækja ferða­menn og íbúar ann­arra hverf tölu­vert í sér­versl­anir í hverf­inu. Af heild­ar­fjölda vinnu­mark­að­ar­ins í Harlem vinnur um 15 pró­sent við þjón­ustu­störf í hverf­inu sjálfu, en færst hef­ur í vöxt að fólk sem vinnur sér­fræði­störf á Man­hatt­an, finni sér heim­ili í hverf­inu.

Þá nýtur hverfið góðs af áhrifum frá Col­umbi­a-há­skóla, en að­staða á vegum skól­ans er að miklu leyti byggð upp í Harlem. Ríf­lega þrjá­tíu ­þús­und nem­endur voru skráðir í skól­ann í fyrra, en þegar allir eru með­tald­ir, kenn­ar­ar, stjórn­end­ur, rann­sak­endur og fjöl­skyldur þeirra sem starfa við skól­ann, eru tæp­lega 50 þús­und manns í sam­fé­lagi skól­ans.

Mán­að­ar­leiga í mið­hluta Harlem er mun lægri en neðar á Man­hatt­an, og munar þar oft tugum pró­senta á fer­metra­verði. Dæmi­gerð tveggja her­bergja íbúð er víða um um 2.000 Banda­ríkja­dali, um 260 þús­und krón­ur, á mán­uði, á meðan verðið neðar á Man­hattan er mun hærra að með­al­tali, eða nærri 4.000 þús­und Banda­ríkja­döl­u­m, eða um 520 þús­und krónum á mán­uði.

Atvinnu­leysi mælist nú 7,7 pró­sent í Harlem, en lands­með­al­talið er tæp­lega fimm pró­sent. Í New York er atvinnu­leysi 6,4 ­pró­sent, mest í Queens og ákveðnum hluta Brook­lyn-hverf­is­ins. Þetta er mik­il breyt­ing frá því sem var áður fyrr, en þá var algengt að árs­með­tal atvinnu­leys­is í Harlem væri á bil­inu fimmtán til tutt­ugu pró­sent. Með til­heyr­andi félags­leg­um ­vanda­málum sem fylgdu. Mikið hefur dregið úr þeim, sam­hliða upp­bygg­ing­u ­sterk­ari inn­viða í hverf­inu.

Ert þú í Kjarnasamfélaginu?

Kjarninn er opinn vefur en líflínan okkar eru frjáls framlög frá lesendum, Kjarnasamfélagið. Sú stoð undir reksturinn er okkur afar mikilvæg.

Með því að skrá þig í Kjarnasamfélagið gerir þú okkur kleift að halda áfram að vinna í þágu almennings og birta vandaðar fréttaskýringar, djúpar greiningar á efnahagsmálum og annað fréttatengt gæðaefni. 

Kjarninn hefur verið til taks fyrir kröfuharða lesendur undanfarin sjö ár og við ætlum okkur að standa vaktina áfram. 

Fyrir þá sem nú þegar eru stoltir styrkjendur Kjarnans þá leyfum við okkur að benda á að hægt er að óska eftir að hækka mánaðarlega framlagið með því að senda póst á takk@kjarninn.is


Já takk, ég vil styrkja Kjarnann!
Benedikt Gíslason, bankastjóri Arion banka.
Arion banki búinn að höfða mál gegn Fjármálaeftirlitinu
Fjármálaeftirlit Seðlabankans sektaði Arion banka um tæpar 88 milljónir króna í sumar. Ástæðan var sú að upplýsingar um fyrirhugaðar fjöldauppsagnir í bankanum birtust í fjölmiðlum. Arion banki vill að ákvörðunin verði ógild.
Kjarninn 31. október 2020
Þorsteinn Már Baldvinsson, annar forstjóri Samherja, er stjórnarformaður Síldarvinnslunnar.
Eigið fé Síldarvinnslunnar nú 50 milljarðar króna
Síldarvinnslan hefur verið dugleg við að kaupa upp aflaheimildir síðust ár. Hún er að uppistöðu í eigu Samherja og fjölskyldufyrirtækis annars forstjóra Samherja. Saman halda útgerðir sem tengjast forstjórum Samherja á um 20 prósent af öllum kvóta.
Kjarninn 31. október 2020
Kristján Þór Júlíusson sjávarútvegs- og landbúnaðarráðherra lét Katrínu Jakobsdóttir forsætisráðherra vita af málinu eftir að ráðuneyti hans fékk ábendingu um það.
Kristján Þór upplýsti Katrínu um samskipti skrifstofustjóra við Stjórnartíðindi
Sjávarútvegsráðherra upplýsti forsætisráðherra um það í júlímánuði síðastliðnum að í júlí í fyrra hefði þáverandi skrifstofustjóri ráðuneytis hans átt samskipti við Stjórnartíðindi og látið fresta birtingu nýrra laga um laxeldi, sem kom fyrirtækjunum vel.
Kjarninn 31. október 2020
Jeff Bezos forstjóri Amazon
Metfjórðungur hjá Amazon
Tekjur Amazon á síðustu þremur mánuðum voru rúmlega fjórum sinnum meiri en landsframleiðsla Íslands í fyrra.
Kjarninn 30. október 2020
Guðni Bergsson er formaður KSÍ.
Íslandsmótið í knattspyrnu flautað af – efstu liðin krýnd Íslandsmeistarar
Valur er Íslandsmeistari í knattspyrnu karla og Breiðablik Íslandsmeistari kvenna.
Kjarninn 30. október 2020
Þríeykið og aðrir sérfróðir viðbragðsaðilar njóta yfirburðatrausts hjá Íslendingum – en á bilinu 94-96 prósenst segjast treysta því að fá áreiðanlegar upplýsingar um veirufjárann þaðan.
Íslendingar treysta sérfróðum yfirvöldum og fjölmiðlum vel í tengslum við COVID-19
Vinnuhópur þjóðaröryggisráðs um upplýsingaóreiðu í tengslum við COVID-19 hefur skilað af sér skýrslu. Þar kemur m.a. fram að traust til þríeykisins og annarra sérfróðra yfirvalda er afgerandi og traust til innlendra fjölmiðla sömuleiðis mjög mikið.
Kjarninn 30. október 2020
Katrín Jakobsdóttir forsætisráðherra kynnti hertar aðgerðir vegna útbreiðslu kórónuveirufaraldursins á blaðamannafundi fyrr í dag. Efnahagsaðgerðirnar eru afleiðing af þeirri stöðu.
Tekjufallsstyrkir útvíkkaðir, viðspyrnustyrkir kynntir og rætt um áframhald hlutabótaleiðar
Ríkisstjórn Íslands boðar enn einn efnahagspakkann. Sá nýjasti er sniðinn að mestu að þeim minni fyrirtækjum og einyrkjum sem þurfa að loka vegna kórónuveirufaraldursins.
Kjarninn 30. október 2020
Höfuðstöðvar Arion banka í Borgartúni
Segir umfram eigið fé ekki hafa tengingu við úrræði stjórnvalda
Bankastjóri Arion banka segir viðskiptavini sína hafið notið góðs af minni álagningum stjórnvalda á bankakerfið og litla tengingu vera á milli þess og umfram eigin fé bankans.
Kjarninn 30. október 2020
Meira eftir höfundinnMagnús Halldórsson
Meira úr sama flokkiFréttaskýringar
None