Harlem-hagkerfið

Harlem hverfið í New York hefur tekið miklum breytingum á undanförnum árum, til hins betra. Svipað margir búa þar og á Íslandi.

Harlem
Auglýsing

Harlem hverfið í New York er alræmt hverfi í hugum margra, og ekki af ástæðu­lausu. Í gegnum tíð­ina hefur það orðið að tákn­mynd fátæktar og erf­ið­leika svartra í stór­borgum Banda­ríkj­anna, og hefur þessi mynd oft verið dregin upp í kvik­myndum og öðrum kimum afþrey­ing­ar­iðn­að­ar. 

En staða mála í hverf­inu hef­ur verið að batna veru­lega á und­an­förnum árum, og bendir margt til þess að hverf­ið verði fram­tíð­ar­bú­staður milli­stétt­ar­fólks í New York, sem sífellt fær­ist ofar á Man­hattan eyju. Á henni búa 1,6 millj­ónir manna, en heildar­í­búa­fjöldi í New York var í lok árs í fyrra 8,3 millj­ónir manna, en á síð­ustu þremur árum hef­ur í­búum fjölgað um 164 þús­und.

Íbúa­fjöldi í Harlem er svip­aður og hér á landi, 335 þús­und ­manns á móti tæp­lega 333 þús­und á Íslandi. Hverfið er ekki eitt af fimm lyk­il­hverfum borg­ar­inn­ar, sem eru Staten Island, Brook­lyn, The Bronx, Queens og Man­hatt­an. Heldur telst það hluti af Man­hattan byggð­inni.

Auglýsing

Mikil breyt­ing

Saga Harlem hverf­is­ins er um margt saga bar­áttu, ekki síst þegar kemur að rétt­indum svartra, enda hefur hverfið ávallt verið heima­völl­ur ­svartra Banda­ríkja­manna. Í fyrsta skipti síðan á þriðja ára­tug 20. aldar eru svart­ir nú í minni­hluta í hverf­inu, eða um 40 pró­sent íbúa. Spænsku mæl­andi fólki, einkum frá Suð­ur­-Am­er­íku, hefur fjölgað mikið í hverf­inu á und­an­förnum tveim­ur ára­tug­um, og þá fær­ist það sífellt í aukanna að hvítir Banda­ríkja­menn velji að ­búa í hverf­inu.

Með­al­tekjur íbúa hafa hækkað umtals­vert á síð­ast­liðnum árum. Þær eru þó enn umtals­vert lægri en lands­með­al­talið, eða sem nemur 24 pró­sent­u­m lægra. Með­al­tals­tekjur á heim­ili í Harlem nema um 40 þús­und Banda­ríkja­döl­um, um 5,2 millj­ónum króna. Með­al­talið í New York er rúm­lega 50 þús­und ­Banda­ríkja­dal­ir. Kaup­máttur fólks í Harlem er því minni en gengur og ger­ist að ­með­al­tali ann­ars stað­ar, auk þess sem fastur kostn­aður við búsetur í New York er óvíða jafn hár. Borgin er í dag 7. dýrasta borg heims, en hefur oft verið á toppi list­ans, sem The Economist tekur saman árlega.

Húsin í Harlem eru víða sambærileg í útliti. Langar húsalengjur þar sem þétt er búið. Mynd: EPA.

Atvinnu­leysi lækkar

Í gegnum tíð­ina hefur atvinnu­leysi verið einn versti óvin­ur Harl­me-hverf­is­ins. Það hefur stundum verið þrefalt hærra en lands­með­al­tal, en á und­an­förnum tveimur ára­tugum hefur mark­visst tek­ist að búa til traust­ari vinnu­mark­að, meðal ann­ars með upp­bygg­ingu þjón­ustu innan hverf­is­ins, sem fólk þurfti oft að sækja utan þess á árunum áður. Það á við um verslun og þjón­ust­u, en einnig fram­leiðslu á nauð­synja­vörum, svo sem fatn­aði og gjafa­vöru. Rík­i ­menn­ing er fyrir þess háttar vörum í Harlem og sækja ferða­menn og íbúar ann­arra hverf tölu­vert í sér­versl­anir í hverf­inu. Af heild­ar­fjölda vinnu­mark­að­ar­ins í Harlem vinnur um 15 pró­sent við þjón­ustu­störf í hverf­inu sjálfu, en færst hef­ur í vöxt að fólk sem vinnur sér­fræði­störf á Man­hatt­an, finni sér heim­ili í hverf­inu.

Þá nýtur hverfið góðs af áhrifum frá Col­umbi­a-há­skóla, en að­staða á vegum skól­ans er að miklu leyti byggð upp í Harlem. Ríf­lega þrjá­tíu ­þús­und nem­endur voru skráðir í skól­ann í fyrra, en þegar allir eru með­tald­ir, kenn­ar­ar, stjórn­end­ur, rann­sak­endur og fjöl­skyldur þeirra sem starfa við skól­ann, eru tæp­lega 50 þús­und manns í sam­fé­lagi skól­ans.

Mán­að­ar­leiga í mið­hluta Harlem er mun lægri en neðar á Man­hatt­an, og munar þar oft tugum pró­senta á fer­metra­verði. Dæmi­gerð tveggja her­bergja íbúð er víða um um 2.000 Banda­ríkja­dali, um 260 þús­und krón­ur, á mán­uði, á meðan verðið neðar á Man­hattan er mun hærra að með­al­tali, eða nærri 4.000 þús­und Banda­ríkja­döl­u­m, eða um 520 þús­und krónum á mán­uði.

Atvinnu­leysi mælist nú 7,7 pró­sent í Harlem, en lands­með­al­talið er tæp­lega fimm pró­sent. Í New York er atvinnu­leysi 6,4 ­pró­sent, mest í Queens og ákveðnum hluta Brook­lyn-hverf­is­ins. Þetta er mik­il breyt­ing frá því sem var áður fyrr, en þá var algengt að árs­með­tal atvinnu­leys­is í Harlem væri á bil­inu fimmtán til tutt­ugu pró­sent. Með til­heyr­andi félags­leg­um ­vanda­málum sem fylgdu. Mikið hefur dregið úr þeim, sam­hliða upp­bygg­ing­u ­sterk­ari inn­viða í hverf­inu.

Ert þú í Kjarnasamfélaginu?

Kjarninn er opinn vefur en líflínan okkar eru frjáls framlög frá lesendum, Kjarnasamfélagið. Sú stoð undir reksturinn er okkur afar mikilvæg.

Með því að skrá þig í Kjarnasamfélagið gerir þú okkur kleift að halda áfram að vinna í þágu almennings og birta vandaðar fréttaskýringar, djúpar greiningar á efnahagsmálum og annað fréttatengt gæðaefni. 

Kjarninn hefur verið til taks fyrir kröfuharða lesendur undanfarin sjö ár og við ætlum okkur að standa vaktina áfram. 

Fyrir þá sem nú þegar eru stoltir styrkjendur Kjarnans þá leyfum við okkur að benda á að hægt er að óska eftir að hækka mánaðarlega framlagið með því að senda póst á takk@kjarninn.is


Já takk, ég vil styrkja Kjarnann!
Donald Trump á blaðamannafundi í vikunni, þar sem hann undirritaði forsetatilskipun sem ætlað er að refsa einkafyrirtækjum fyrir að ritskoða efni á internetinu.
Trump steig á endanum yfir línuna sem Twitter hafði dregið í sandinn
Árið 2018 byrjaði Twitter að þróa lausn til að bregðast við því að stjórnmálamenn töluðu með misvísandi eða meiðandi hætti á miðlinum. Í þessari viku beitti miðilinn þessu meðali sínu gegn Donald Trump í fyrsta sinn. Og sá varð reiður.
Kjarninn 30. maí 2020
Brynjar Níelsson
Villuljós
Kjarninn 30. maí 2020
Sigrún Guðmundsdóttir
Okkar SORPA
Kjarninn 30. maí 2020
Laugavegurinn er ein allra vinsælasta gönguleið landsins en gengið er frá Landmannalaugum.
Landinn óður í útivist
Uppselt er í margar ferðir Ferðafélags Íslands og félagið hefur þurft að bæta við ferðum. Níu af hverjum tíu ætla að ferðast innanlands í sumar samkvæmt könnun Ferðamálastofu.
Kjarninn 30. maí 2020
Þórhildur Sunna Ævarsdóttir, þingmaður Pírata, er á meðal þeirra þingmanna sem skrifaðir eru á álitið.
Vilja viðurlög vegna brota sem varða verulega almannahagsmuni
Stjórnarandstöðuþingmenn vilja að aðstoðarmenn ráðherra þurfi að bíða í sex mánuði eftir að þeir ljúki störfum áður en þeir gerist hagsmunaverðir.
Kjarninn 30. maí 2020
Hoppuðu áfram eftir að heimsfaraldurinn skall á
Nýsköpunarfyrirtækið Kara Connect fékk óvæntan meðbyr þegar heimsfaraldurinn fór að geisa og ætlar að nýta sér aðstæðurnar til þess að vaxa hraðar en áætlað var. Þorbjörg Helga Vigfúsdóttir framkvæmdastjóri Köru Connect ræddi við Kjarnann.
Kjarninn 30. maí 2020
Leiðtogar ríkisstjórnar Íslands.
34 milljarðar króna í að viðhalda störfum en 27 milljarðar króna í að eyða þeim
Hlutabótaleiðin mun líkast til kosta 45 sinnum meira en upphaflega var lagt upp með. Hún hefur, að mati ríkisendurskoðunar, verið misnotuð á margan hátt til að ná út fé úr ríkissjóði. Nú býðst sömu fyrirtækjum sem hana nýttu ríkisstyrkir til að reka fólk.
Kjarninn 30. maí 2020
Stækkuð og lituð mynd af frumu (bleikur litur) sem er verulega sýkt af SARS-CoV-2 veirunni (grænn litur).
„Eins og líkaminn væri vígvöllur“
Það er varla annað hægt en að bera óttablandna virðingu fyrir lífveru sem hefur eignast tugmilljónir afkomenda um allan heim á nokkrum mánuðum, segir mannerfðafræðingurinn Agnar Helgason sem sjálfur smitaðist og hefur teiknað upp ættartré veirunnar.
Kjarninn 29. maí 2020
Meira eftir höfundinnMagnús Halldórsson
Meira úr sama flokkiFréttaskýringar
None