Hryllingurinn í Brussel

Hryðjuverk eru veruleiki sem Evrópumenn munu þurfa að búa við næstu árin. Árásirnar á Brussel staðfestu það. Borgin sem var helst þekkt fyrir afburða súkkulaði, gæðabjór er nú einnig þekkt fyrir herskáa múslima og hryðjuverkamenn.

Hryðjuverkin í Brussel staðfesta þann veruleika sem Evrópumenn búa nú við.
Hryðjuverkin í Brussel staðfesta þann veruleika sem Evrópumenn búa nú við.
Auglýsing

Spreng­ing­arnar í Brus­sel stað­festu það sem margir hafa sag­t að und­an­förnu: Hryðju­verk eru veru­leiki sem Evr­ópu­menn munu búa við næstu árin. Manuel Valls, for­sæt­is­ráð­herra Frakk­lands, hefur ítrekað sagt að und­an­förnu að það sé ekki spurn­ing um hvort - heldur ein­ungis hvenær stór hryðju­verka­árás verð­i framin í Evr­ópu. Að þessu sinni var það Brus­sel, 31 lát­inn - 270 særð­ir.

Öll spjót hafa raunar beinst að Brus­sel eftir árás­irnar í Par­ís. Borgin er helst þekkt fyrir afburða súkkulaði, gæða­bjór og nú: her­ská­a múslima og hryðju­verka­menn. 

Molen­beek-hverf­inu í Brus­sel hefur verið lýst sem út­ung­un­ar­stöð hryðju­verka­manna og þar lá Salah Abdasalem í bæli móður sinnar í heila þrjá mán­uði, óáreitt­ur. Þar voru árás­irnar í París und­ir­bún­ar, þaðan komu helstu hryðju­verka­menn­irn­ir, þar vopn­uð­ust Kou­achi-bræður áður en þeir réð­ust á Charlie Hebdo. Um 500 Belgar, all­flestir úr Molen­beek hafa farið til Sýr­lands til þess að berj­ast þar fyrir íslamska rík­ið. Sem er Evr­ópu­met. Margt af þessu ­fólki hefur snúið til baka eftir ára­langa her­þjálfun og hryll­ing.

 Af hverju er ekki ­fyrir löngu búið að fín­kemba þetta hverfi?

Brus­sel er mið­punktur og höf­uð­borg Evr­ópu­sam­band­ins, þaðan er ­stutt til Lund­úna, Par­ís­ar, Amster­dam og Berlín­ar. Árás á Brus­sel er árás á Evr­ópu; árás á vest­ræn gildi um frjálst sam­fé­lag. Það hefur kraumað í Frökkum og öðrum Evr­ópu­búum vegna örygg­is­mála í Belgíu eftir árás­irnar í París 13. nóv­em­ber. Franskir ráða­menn, sér­fræð­ing­ar, lög­reglu­yf­ir­völd og fleiri hafa harð­lega gagn­rýnt belgísku lög­regl­una, mátt­leysi hennar og skipu­lags­leysi. Eftir hand­tök­una á Abdasalem kom François Hollande fram á blaða­manna­fundi og bar lof á sam­starf Frakka við Belga í því máli. Hann ítrek­aði að það væri ­nauð­syn­legt að Evr­ópu­löndin myndu fram­vegis vinna betur saman gegn hryðju­verka­vánni. Hryll­ing­ur­inn í Brus­sel 22. mars var því gíf­ur­leg von­brigð­i, en um leið brýn áminn­ing þess að löndin taki höndum sam­an.

Bræðra­bönd

Tveir þeirra sem tóku þátt í hryðju­verka­árás­unum í Brus­sel voru bræð­ur. Sá  sem spengdi sig á Za­ventem-flug­vell­inum í Brus­sel  hét Ibra­him el-Bakra­oui. Bróðir hans, Kahalid, sprengdi sig á Maal­bek-braut­ar­stöð­inni. Þeir eru fæddir og upp­aldir Belg­ar. Þetta er nýr veru­leiki. Sjálfs­morðsárás­ir. Fólk að ráð­ast á sína eigin landa. El-Bakra­oui bræður voru þekktir glæpa­menn í Belg­íu. Þeir höfðu marg­sinnis verið hand­teknir fyrir ofbeldi og ýmis­konar glæpi en ekki verið bendl­aður við öfga­hópa ísla­mista fyrr en nýlega. Síð­asta sumar var I­bra­him vísað úr landi í Tyrk­landi og sendur með flugi til Hollands. Tyrk­nesk ­yf­ir­völd segj­ast hafa sent við­vörun til hol­lenskra og belgískra yfir­valda um að I­bra­him væri tengdur sýr­lenskum hryðju­verka­sam­tökum en ekki hafi verið brugð­ist við þeim við­vör­un­um. Þetta er enn ein gagn­rýnin á belgísk lög­reglu­yf­ir­völd – en það er fátt um svör.  

Auglýsing

Lögreglan ­leitar enn þriðja manns­ins, Nai­jim Lacchra­oui. Hann er sagður spengju­sér­fræð­ing­ur ­sem hafi gert sprengjur og und­ir­búið hryðju­verkin í París í nóv­em­ber. Hann er tal­inn hafa verið náinn sam­starfs­maður Salah Abdeslam sem var hand­tek­inn í Brus­sel síð­ast­lið­inn föstu­dag. Nú þykir lík­legt að hann hafi verið einn þeirra ­sem fórst í speng­ing­unni á flug­vell­in­um. 

Bræður hafa verið áber­andi hryðju­verka­menn ­síð­ast liðin ár.  Kou­achi-bræður réð­ust á Charlie Hebdo ritstjón­ar­skrif­stof­urnar og bræð­urnir Tamerlan og Dzhokhar Tsarna­ev frömdu hryðju­verkin í Boston-mara­þon­hlaup­in­u  2013. Hryll­ing­ur­inn á þriðju­dag er tengd­ur  við hand­töku Salah Abdeslam. Bróðir hanns, Brahim, er einn þeirra sem tók þátt í þeim árásum og sprengdi sjálfan sig í loft upp. Það er hugs­an­legt að enn stærri árás hafi verið í bígerð.

Fas­ism­inn fitnar eins og púk­inn á fjós­bit­anum 

Er hryðju­verka­mönnum að takast ætl­un­ar­verk sitt, að skapa glund­roða, ótta og spennu? Landamæra­eft­ir­lit hefur verið stór­aukið og fylg­i hægri-öfga­manna rýkur upp. Hryðju­verkin eru árás á vest­ræn gildi, frelsi og um­burð­ar­lyndi. Á meðan á öllu þessu gengur eykst fylgi hægri öfga­manna, bæði í Evr­ópu og Banda­ríkj­un­um. Það er hin raun­veru­lega hætta. Ísla­mist­arnir eru af ­sama anga og hægri öfga­menn­irn­ir, þeir vilja aðskilja ólíka hópa, upp­ræta fjöl­menn­ing­ar­sam­fé­lag­ið og taka upp reglur og siði sem giltu á mið­öld­um. 

Mikil sorg og samstaða ríkir í Brussel í kjölfar hryðjuverkanna.Litlir, her­ská­ir, hryðju­verka­hópar hafa raunar verið til í Evr­ópu síð­ast liðin 200 ár. Í Rúss­landi, Frakk­landi, á Norð­ur­-Ír­landi, Spáni, Ítalíu og víðar hafa litl­ar sellur og hópar ráð­ist á sak­lausa, almenna borg­ara í póli­tískum til­gangi. Þeir eru hluti af sam­fé­lag­inu eins og nauð­gar­ar, morð­ingjar og ölvað fólk á bíl­u­m ­sem veldur slysum og hörm­ung­um. Ísla­mistar í Evr­ópu eru lít­ill hópur – en valda nú miklum glund­roða. Samt er raunin sú að fleiri deyja í bílslysum eða reyk­ing­um. En það eru afleið­ing­arn­ar, upp­vöxtur fasimans sem er mest­a á­hyggju­efn­ið. Auk­inn við­bún­aður og örygg­is­gæsla er hjá lög­reglu um alla Evr­ópu, það gilda enn neyða­lög í Frakk­landi, landamæra­gæsla hefur verið auk­in, njósn­ir og eft­ir­lit með almennum borg­ur­um. Sú opna, frjáls­lynda Evr­ópa sem við þekkj­u­m er kannski óðara að hverfa. Hern­að­ar­að­gerðir í Mið-Aust­ur­löndum virð­ast litl­u­m ár­angri skila og raunar er stefna Vest­ur­landa á þeim heims­hluta síð­ast­lið­in hund­rað ár, hrein hörm­ung.

Hvernig á þá að bregð­ast við hryðju­verk­um? Þetta er hel­sta verk­efni Evr­ópu um þessar mund­ir. Á upp­risu­há­tíð­inni er kannski vert að huga að ­gömlum boð­skap frá stríðs­hrjáðu svæði og gera eins og stendur í Róm­verja­bréf­inu:

„Gjaldið engum illt fyrir illt“.

Við þurfum á þínu framlagi að halda

Þú getur tekið beinan þátt í að halda úti öflugum fjölmiðli.

Við sem vinnum á ritstjórn Kjarnans viljum hvetja þig til að vera með okkur í liði og leggja okkar góða fjölmiðli til mánaðarlegt framlag svo við getum haldið áfram að vinna fyrir lesendur, fyrir fólkið í landinu.

Kjarninn varð níu ára í sumar. Þegar hann hóf að taka við frjálsum framlögum þá varð slagorðið „Frjáls fjölmiðill fyrir andvirði kaffibolla“ til og lesendur voru hvattir til að leggja fram í það minnsta upphæð eins kaffibolla á mánuði.

Mikið vatn hefur runnið til sjávar á þeim níu árum sem Kjarninn hefur lifað. Í huga okkar á Kjarnanum hefur þörfin fyrir fjölmiðla sem veita raunverulegt aðhald og taka hlutverk sitt alvarlega aukist til muna.

Við trúum því að Kjarninn skipti máli fyrir samfélagið.

Við trúum því að sjálfstæð og vönduð blaðamennska skipti máli.

Ef þú trúir því sama þá endilega hugsaðu hvort Kjarninn er ekki allavega nokkurra kaffibolla virði á mánuði.

Vertu með okkur í liði. Þitt framlag skiptir máli.

Ritstjórn Kjarnans: Sunna Ósk Logadóttir, Þórður Snær Júlíusson, Erla María Markúsdóttir, Arnar Þór Ingólfsson, Eyrún Magnúsdóttir og Grétar Þór Sigurðsson.


Já takk, ég vil styrkja Kjarnann!
Þorbjörn Guðmundsson
Er íslenska velferðarkerfið ekki lengur griðarstaður þeirra sem minnst hafa?
Kjarninn 11. janúar 2023
Takk fyrir og sjáumst á nýjum miðli á föstudag
Bréf frá ritstjóra Kjarnans vegna sameiningar við Stundina og þess að nýr framsækinn fréttamiðill verður til í lok viku.
Kjarninn 11. janúar 2023
Sverrir Albertsson
Vatn á myllu kölska
Kjarninn 11. janúar 2023
Lögreglumenn standa vörð um gröfurnar í námunni.
Berjast fyrir þorpi á barmi hengiflugs
Lítið þorp í Rínarlöndum Þýskalands er allt komið í eigu kolarisa. Fyrirtækið ætlar sér að mylja niður húsin og stækka kolanámu sína sem þegar þekur um 80 ferkílómetra. Þetta þykir mörgum skjóta skökku við í heimi sem berst við loftslagsbreytingar.
Kjarninn 10. janúar 2023
Arnþrúður Karlsdóttir, útvarpsstjóri Útvarps Sögu.
Útvarp Saga telur fjölmiðlastyrki skapa tortryggni og bjóða upp á frændhygli
Fjögur fjölmiðlafyrirtæki hafa til þessa skilað inn umsögnum um frumvarp Lilju Alfreðsdóttur menningar- og viðskiptaráðherra, sem mun að óbreyttu framlengja núverandi styrkjakerfi til fjölmiðla.
Kjarninn 10. janúar 2023
Sólveig Anna Jónsdóttir formaður Eflingar.
Viðræðum slitið og Efling undirbýr verkfallsaðgerðir
Samtök atvinnulífsins hafa hafnað gagntilboði Eflingar um skammtímakjarasamning, sem kvað á um meiri launahækkanir en SA hefur samið um við aðra hópa á almennum vinnumarkaði til þessa. Efling undirbýr nú verkfallsaðgerðir.
Kjarninn 10. janúar 2023
Palestínski fáninn á lofti í mótmælum í Reykjavík. Ísraelskri lögreglu hefur nú verið fyrirskipað að rífa fánann niður á almannafæri.
Fánabann og refsiaðgerðir í Palestínu í kjölfar niðurstöðu Sameinuðu þjóðanna
Degi eftir að ný ríkisstjórn tók við völdum í Ísrael samþykkti allsherjarþing Sþ að fela Alþjóðadómstólnum í Haag að meta lögmæti hernáms Ísraelsríkis á Vesturbakkanum. Síðan þá hefur stjórnin gripið til refsiaðgerða og nú síðast fánabanns.
Kjarninn 10. janúar 2023
Gríðarlega mikil dæling á sandi á sér stað í Landeyjahöfn á hverju ári. Markarfljótið ber hundruð þúsunda tonna af jarðefnum út í sjó og það á til að safnast upp í mynni hafnarinnar.
Vilja sjúga sand af hafsbotni í stórum stíl og flytja út
Eftirspurn eftir íslenskum jarðefnum er gríðarleg ef marka má framkomin áform erlendra stórfyrirtækja um nýtingu þeirra. Vinsældir hafnarinnar í Þorlákshöfn eru samhliða mjög miklar.
Kjarninn 10. janúar 2023
Meira eftir höfundinnFreyr Eyjólfsson
Meira úr sama flokkiFréttaskýringar
None