Hryllingurinn í Brussel

Hryðjuverk eru veruleiki sem Evrópumenn munu þurfa að búa við næstu árin. Árásirnar á Brussel staðfestu það. Borgin sem var helst þekkt fyrir afburða súkkulaði, gæðabjór er nú einnig þekkt fyrir herskáa múslima og hryðjuverkamenn.

Hryðjuverkin í Brussel staðfesta þann veruleika sem Evrópumenn búa nú við.
Hryðjuverkin í Brussel staðfesta þann veruleika sem Evrópumenn búa nú við.
Auglýsing

Spreng­ing­arnar í Brus­sel stað­festu það sem margir hafa sag­t að und­an­förnu: Hryðju­verk eru veru­leiki sem Evr­ópu­menn munu búa við næstu árin. Manuel Valls, for­sæt­is­ráð­herra Frakk­lands, hefur ítrekað sagt að und­an­förnu að það sé ekki spurn­ing um hvort - heldur ein­ungis hvenær stór hryðju­verka­árás verð­i framin í Evr­ópu. Að þessu sinni var það Brus­sel, 31 lát­inn - 270 særð­ir.

Öll spjót hafa raunar beinst að Brus­sel eftir árás­irnar í Par­ís. Borgin er helst þekkt fyrir afburða súkkulaði, gæða­bjór og nú: her­ská­a múslima og hryðju­verka­menn. 

Molen­beek-hverf­inu í Brus­sel hefur verið lýst sem út­ung­un­ar­stöð hryðju­verka­manna og þar lá Salah Abdasalem í bæli móður sinnar í heila þrjá mán­uði, óáreitt­ur. Þar voru árás­irnar í París und­ir­bún­ar, þaðan komu helstu hryðju­verka­menn­irn­ir, þar vopn­uð­ust Kou­achi-bræður áður en þeir réð­ust á Charlie Hebdo. Um 500 Belgar, all­flestir úr Molen­beek hafa farið til Sýr­lands til þess að berj­ast þar fyrir íslamska rík­ið. Sem er Evr­ópu­met. Margt af þessu ­fólki hefur snúið til baka eftir ára­langa her­þjálfun og hryll­ing.

 Af hverju er ekki ­fyrir löngu búið að fín­kemba þetta hverfi?

Brus­sel er mið­punktur og höf­uð­borg Evr­ópu­sam­band­ins, þaðan er ­stutt til Lund­úna, Par­ís­ar, Amster­dam og Berlín­ar. Árás á Brus­sel er árás á Evr­ópu; árás á vest­ræn gildi um frjálst sam­fé­lag. Það hefur kraumað í Frökkum og öðrum Evr­ópu­búum vegna örygg­is­mála í Belgíu eftir árás­irnar í París 13. nóv­em­ber. Franskir ráða­menn, sér­fræð­ing­ar, lög­reglu­yf­ir­völd og fleiri hafa harð­lega gagn­rýnt belgísku lög­regl­una, mátt­leysi hennar og skipu­lags­leysi. Eftir hand­tök­una á Abdasalem kom François Hollande fram á blaða­manna­fundi og bar lof á sam­starf Frakka við Belga í því máli. Hann ítrek­aði að það væri ­nauð­syn­legt að Evr­ópu­löndin myndu fram­vegis vinna betur saman gegn hryðju­verka­vánni. Hryll­ing­ur­inn í Brus­sel 22. mars var því gíf­ur­leg von­brigð­i, en um leið brýn áminn­ing þess að löndin taki höndum sam­an.

Bræðra­bönd

Tveir þeirra sem tóku þátt í hryðju­verka­árás­unum í Brus­sel voru bræð­ur. Sá  sem spengdi sig á Za­ventem-flug­vell­inum í Brus­sel  hét Ibra­him el-Bakra­oui. Bróðir hans, Kahalid, sprengdi sig á Maal­bek-braut­ar­stöð­inni. Þeir eru fæddir og upp­aldir Belg­ar. Þetta er nýr veru­leiki. Sjálfs­morðsárás­ir. Fólk að ráð­ast á sína eigin landa. El-Bakra­oui bræður voru þekktir glæpa­menn í Belg­íu. Þeir höfðu marg­sinnis verið hand­teknir fyrir ofbeldi og ýmis­konar glæpi en ekki verið bendl­aður við öfga­hópa ísla­mista fyrr en nýlega. Síð­asta sumar var I­bra­him vísað úr landi í Tyrk­landi og sendur með flugi til Hollands. Tyrk­nesk ­yf­ir­völd segj­ast hafa sent við­vörun til hol­lenskra og belgískra yfir­valda um að I­bra­him væri tengdur sýr­lenskum hryðju­verka­sam­tökum en ekki hafi verið brugð­ist við þeim við­vör­un­um. Þetta er enn ein gagn­rýnin á belgísk lög­reglu­yf­ir­völd – en það er fátt um svör.  

Auglýsing

Lögreglan ­leitar enn þriðja manns­ins, Nai­jim Lacchra­oui. Hann er sagður spengju­sér­fræð­ing­ur ­sem hafi gert sprengjur og und­ir­búið hryðju­verkin í París í nóv­em­ber. Hann er tal­inn hafa verið náinn sam­starfs­maður Salah Abdeslam sem var hand­tek­inn í Brus­sel síð­ast­lið­inn föstu­dag. Nú þykir lík­legt að hann hafi verið einn þeirra ­sem fórst í speng­ing­unni á flug­vell­in­um. 

Bræður hafa verið áber­andi hryðju­verka­menn ­síð­ast liðin ár.  Kou­achi-bræður réð­ust á Charlie Hebdo ritstjón­ar­skrif­stof­urnar og bræð­urnir Tamerlan og Dzhokhar Tsarna­ev frömdu hryðju­verkin í Boston-mara­þon­hlaup­in­u  2013. Hryll­ing­ur­inn á þriðju­dag er tengd­ur  við hand­töku Salah Abdeslam. Bróðir hanns, Brahim, er einn þeirra sem tók þátt í þeim árásum og sprengdi sjálfan sig í loft upp. Það er hugs­an­legt að enn stærri árás hafi verið í bígerð.

Fas­ism­inn fitnar eins og púk­inn á fjós­bit­anum 

Er hryðju­verka­mönnum að takast ætl­un­ar­verk sitt, að skapa glund­roða, ótta og spennu? Landamæra­eft­ir­lit hefur verið stór­aukið og fylg­i hægri-öfga­manna rýkur upp. Hryðju­verkin eru árás á vest­ræn gildi, frelsi og um­burð­ar­lyndi. Á meðan á öllu þessu gengur eykst fylgi hægri öfga­manna, bæði í Evr­ópu og Banda­ríkj­un­um. Það er hin raun­veru­lega hætta. Ísla­mist­arnir eru af ­sama anga og hægri öfga­menn­irn­ir, þeir vilja aðskilja ólíka hópa, upp­ræta fjöl­menn­ing­ar­sam­fé­lag­ið og taka upp reglur og siði sem giltu á mið­öld­um. 

Mikil sorg og samstaða ríkir í Brussel í kjölfar hryðjuverkanna.Litlir, her­ská­ir, hryðju­verka­hópar hafa raunar verið til í Evr­ópu síð­ast liðin 200 ár. Í Rúss­landi, Frakk­landi, á Norð­ur­-Ír­landi, Spáni, Ítalíu og víðar hafa litl­ar sellur og hópar ráð­ist á sak­lausa, almenna borg­ara í póli­tískum til­gangi. Þeir eru hluti af sam­fé­lag­inu eins og nauð­gar­ar, morð­ingjar og ölvað fólk á bíl­u­m ­sem veldur slysum og hörm­ung­um. Ísla­mistar í Evr­ópu eru lít­ill hópur – en valda nú miklum glund­roða. Samt er raunin sú að fleiri deyja í bílslysum eða reyk­ing­um. En það eru afleið­ing­arn­ar, upp­vöxtur fasimans sem er mest­a á­hyggju­efn­ið. Auk­inn við­bún­aður og örygg­is­gæsla er hjá lög­reglu um alla Evr­ópu, það gilda enn neyða­lög í Frakk­landi, landamæra­gæsla hefur verið auk­in, njósn­ir og eft­ir­lit með almennum borg­ur­um. Sú opna, frjáls­lynda Evr­ópa sem við þekkj­u­m er kannski óðara að hverfa. Hern­að­ar­að­gerðir í Mið-Aust­ur­löndum virð­ast litl­u­m ár­angri skila og raunar er stefna Vest­ur­landa á þeim heims­hluta síð­ast­lið­in hund­rað ár, hrein hörm­ung.

Hvernig á þá að bregð­ast við hryðju­verk­um? Þetta er hel­sta verk­efni Evr­ópu um þessar mund­ir. Á upp­risu­há­tíð­inni er kannski vert að huga að ­gömlum boð­skap frá stríðs­hrjáðu svæði og gera eins og stendur í Róm­verja­bréf­inu:

„Gjaldið engum illt fyrir illt“.

Ert þú í Kjarnasamfélaginu?

Kjarninn er opinn vefur en líflínan okkar eru frjáls framlög frá lesendum, Kjarnasamfélagið. Sú stoð undir reksturinn er okkur afar mikilvæg.

Með því að skrá þig í Kjarnasamfélagið gerir þú okkur kleift að halda áfram að vinna í þágu almennings og birta vandaðar fréttaskýringar, djúpar greiningar á efnahagsmálum og annað fréttatengt gæðaefni. 

Kjarninn hefur verið til taks fyrir kröfuharða lesendur undanfarin sjö ár og við ætlum okkur að standa vaktina áfram. 

Fyrir þá sem nú þegar eru stoltir styrkjendur Kjarnans þá leyfum við okkur að benda á að hægt er að óska eftir að hækka mánaðarlega framlagið með því að senda póst á takk@kjarninn.is


Já takk, ég vil styrkja Kjarnann!
Unnur Sverrisdóttir, forstjóri Vinnumálastofnunar.
Fyrirtækin sem ætla að endurgreiða hlutabætur fá reikning í vikunni
Stöndug fyrirtæki sem nýttu sér hlutabótaleiðina, en hafa óskað eftir því að fá að endurgreiða það sem þau fengu úr ríkissjóði í gegnum hana, munu fá send skilaboð í vikunni um hvað þau skulda og hvernig þau eiga að borga.
Kjarninn 1. júní 2020
Landamæri margra landa opna á nýjan leik á næstunni. En ferðamennska sumarsins 2020 verður með öðru sniði en venjulega.
Lokkandi ferðatilboð í skugga hættu á annarri bylgju
Lægri skattar, niðurgreiðslur á ferðum og gistingu, ókeypis gisting og læknisaðstoð ef til veikinda kemur eru meðal þeirra aðferða sem lönd ætla að beita til að lokka ferðamenn til sín. Á sama tíma vara heilbrigðisyfirvöld við hættunni á annarri bylgju.
Kjarninn 1. júní 2020
Samtal við samfélagið
Samtal við samfélagið
Samtal við samfélagið – Glæpur og refsing: Skipta kyn og kynþáttur máli?
Kjarninn 1. júní 2020
Minkar eru ræktaðir á búum víða um heim, m .a. á Íslandi, vegna feldsins.
Menn smituðust af minkum
Fólk er talið hafa borið kórónuveiruna inn í minkabú í Hollandi. Minkarnir sýktust og smituðu svo að minnsta kosti tvo starfsmenn. Engin grunur hefur vaknað um kórónuveirusmit i minkum eða öðrum dýrum hér á landi.
Kjarninn 1. júní 2020
Stóru viðskiptabankarnir þrír tilkynntu allir vaxtalækkanir í vikunni sem leið.
Bankarnir taka aftur forystu í húsnæðislánum
Stýrivaxtalækkanir, lækkun bankaskatts og afnám sveiflujöfnunarauka hafa haft áhrif á vaxtakjör sem og getu bankanna til að lána fé. Með tilliti til verðbólgu verða hagstæðustu vextirnir til húsnæðiskaupa nú hjá bönkum í stað lífeyrissjóða.
Kjarninn 31. maí 2020
Barnabókin „Ævintýri í Bulllandi“
Mæðgin dunduðu sér við að skrifa barnabók á meðan að COVID-faraldurinn hélt samfélaginu í samkomubanni. Þær safna nú fyrir útgáfu hennar á Karolina fund.
Kjarninn 31. maí 2020
Þorri landsmanna greiðir tekjuskatt og útsvar. Hluti greiðir hins vegar fyrst og fremst fjármagnstekjuskatt.
Tekjur vegna arðgreiðslna jukust í fyrra en runnu til færri einstaklinga
Alls voru tekjur vegna arðs 46,1 milljarður króna í fyrra. Þeim einstaklingum sem höfðu slíkar tekjur fækkaði á því ári. Alls eru 75 prósent eigna heimila landsins bundnar í fasteignum.
Kjarninn 31. maí 2020
Maskína leiðrétti framsetningu Moggans á göngugatnakönnun
Maskína, sem vann könnun á viðhorfum til varanlegra göngugatna fyrir hóp kaupmanna sem berst gegn göngugötum í miðborginni, sendi frá sér leiðréttingu á fimmtudag eftir að bjöguð mynd af niðurstöðunum var dregin fram í Morgunblaðinu.
Kjarninn 31. maí 2020
Meira eftir höfundinnFreyr Eyjólfsson
Meira úr sama flokkiFréttaskýringar
None