Sigmundur Davíð átti Wintris þegar það lýsti kröfum í bú bankanna

Forsætisráðherra átti félagið Wintris til 31. desember 2009. Kröfum Wintris í slitabú föllnu bankanna var lýst fyrir þann tíma. Sigmundur Davíð seldi sinn hluta í félaginu daginn áður en að CFC-löggjöf tók gildi á Íslandi.

sigmundur davíð
Auglýsing

Sig­mundur Davíð Gunn­laugs­son for­sæt­is­ráð­herra var eig­and­i ­fé­lags­ins Wintris Inc. þegar það lýsti kröfum í slitabú föllnu bank­anna ­þriggja. Í sér­stökum Kast­ljós­þætti sem sýndur var í dag kom fram að ­for­sæt­is­ráð­herra hefði selt helm­ings­hlut sinn í félag­inu til eig­in­konu sinnar á einn banda­ríkja­dal 31. des­em­ber 2009. Sam­kvæmt kröfu­skrá Lands­banka Íslands lýst­i Wintris kröfu í bú hans 30. októ­ber 2009, tveimur mán­uðum áður en að Sig­mund­ur Da­víð seldi hlut sinn í félag­inu til eig­in­konu sinn­ar. Frestur til að lýsa ­kröfum í bú Glitnis rann út 26. nóv­em­ber 2009 og í bú Kaup­þings 30. des­em­ber 2009. Þar sem Wintris lýsti kröfum í bú beggja síð­ar­nefndu bank­anna, og fékk þær sam­þykkt­ar, er ljóst að þeirri kröfu var lýst áður en kröfu­lýs­ing­ar­frest­ur í búin rann út. Því var þeim lýst áður en Sig­mundur Davíð seldi sinn hluta í Wintris til Önnu Sig­ur­laugar Páls­dótt­ur, eig­in­konu sinn­ar, á gaml­árs­dag 2009. Svokölluð CFC-lög­gjöf tók gildi hér­lendis dag­inn eft­ir, 1. jan­úar 2010. 

Lögin kveða með­al­ ann­ars á um að greiða skuli tekju­skatt hér á landi af hagn­aði félags sem ­ís­lenskur skatt­að­ili á en er í lág­skatta­ríki. Íslend­ingar sem eiga félög á lág­skatta­svæðum eiga að skila sér­stöku fram­tali með skatt­fram­tal­inu sínu vegna þessa, skýrslu ásamt grein­ar­gerð þar sem meðal ann­ars eru sund­ur­lið­aðar tekj­ur, skatta­leg­ar ­leið­rétt­ing­ar, arðsút­hlutun og útreikn­ingur á hlut­deild í hagn­aði eða tapi á grund­velli árs­reikn­inga, sem eiga að fylgja með. Ef það er ekki gert brýtur það í bága við lög um ­tekju­skatt

For­sæt­is­ráð­herra­hjón­in hafa ekki viljað svara fyr­ir­spurnum Kjarn­ans um hvort Wintris hafi skil­að ­skýrslu ásamt grein­ar­gerð í sam­ræmi við CFC-lög­gjöf­ina. 

Wintris á kröfur upp á rúman hálfan millj­arð

Wintris lýsti sam­tals kröfum upp á 523 millj­ónir króna í bú ­bank­anna þriggja. Miðað við væntar end­ur­heimtir mun félagið fá rúm­lega 120 millj­ónir króna upp í þær kröf­ur. Kröf­urnar eru til­komnar vegna þess að félag­ið keypti skulda­bréf á bank­anna þrjá fyrir hrun.

Sig­mundur Davíð var kjör­inn for­maður Fram­sókn­ar­flokks­ins í upp­hafi árs 2009. Hann hefur setið á þingi frá því í apríl það sama ár. ­Sig­mundur Davíð var því orð­inn þing­maður þegar félag hans lýsti kröfum í bú ­bank­anna. Sig­mundur Davíð varð síðan for­sæt­is­ráð­herra eft­ir al­þing­is­kosn­ing­arnar 2013. Á meðal þeirra mála sem rík­is­stjórn hans stóð frammi ­fyrir að taka á var áætlun um losun hafta og slit búa föllnu bank­anna. Eft­ir margra ára und­ir­bún­ing náð­ist end­an­legt sam­komu­lag við kröfu­hafa fölln­u ­bank­anna síðla árs 2015 sem gerði þeim kleift að slíta búunum gegn greiðslu ­stöð­ug­leika­fram­lags.

Auglýsing

Sig­mundur Davíð kom beint að þeirri vinnu með setu sinni í ráð­herra­nefnd um efna­hags­mál og með setu sinni í rík­is­stjórn. Hann kom þó ekki að vinnu við slit búanna með þeim hætti að nauð­syn­legt hafi þótt að láta ­sér­stakar inn­herja­reglur fjár­mála- og efna­hags­ráðu­neyt­is­ins gilda um hann. Þær ­náðu hins vegar yfir Bjarna Bene­dikts­son, fjár­mála- og efna­hags­ráð­herra, að­stoð­ar­menn hans, starfs­menn ráðu­neyt­is­ins sem komu að vinn­unni og alla ­sér­fræð­inga sem ráðnir voru til verk­efn­is­ins, þar sem þeir gerðu verk­samn­inga við fjár­mála- og efna­hags­ráðu­neyt­ið.

Kröfu­hafar fá meira en ef skatt­ur­inn hefði verið lagður á

Í grein­ar­gerð Seðla­banka Ís­lands um mat á upp­gjöri föllnu fall­inna fjár­mála­fyr­ir­tækja á grund­velli ­stöð­ug­leika­fram­laga, sem birt var í lok októ­ber 2015, kom fram að ­stöð­ug­leika­fram­lög myndu nema tæp­lega 379 millj­örðum króna. Sú upp­hæð miðar við að hægt verði að selja Íslands­banka á háu verði, og því gæti fram­lagið mögu­lega orðið umtals­vert lægra.

Í áætlun stjórn­valda sem kynnt var í júní 2015 kom fram að tekjur af 39 pró­sent stöð­ug­leika­skatti mynd­i skila rík­is­sjóði 682 millj­örðum króna. Það munar því að minnsta kosti 300 millj­örðum krónum á stöð­ug­leika­fram­lags­leið­inni og stöð­ug­leika­skatts­leið­inn­i. Því er ljóst að meira var til skipt­anna fyrir kröfu­hafa föllnu bank­anna, með­al­ ann­ars Wintris, vegna ákvörð­unar um að láta búin greiða stöð­ug­leika­fram­lag en ­stöð­ug­leika­skattur hefði verið lagður á þau.

Vildi gefa Gróu á leiti frí

Eig­in­kona for­sæt­is­ráð­herra greindi frá til­urð Wintris í stöðu­upp­færslu á Face­book 15. mars síð­ast­lið­inn. Fjórum dögum áður hafð­i til­vist félags­ins verið borin upp á for­sæt­is­ráð­herra í við­tali í ráð­herra­bú­staðnum í Reykja­vík. Við­talið tók frétta­maður frá sænska ­rík­is­sjón­varp­inu ásamt Jóhann­esi Kr. Krist­jáns­syni, hjá Reykja­vík Medi­a. ­Sig­mundur Davíð gekk út úr við­tal­inu eftir að spurn­ingar um Wintris voru lagð­ar­ ­fyrir hann. Við­talið var hluti af Kast­ljós­þætti sem sýndur var fyrr í dag. Hann er hluti af viða­miklu sam­starfi fjöl­miðla á alþjóða­vísu með alþjóð­leg­u ­rann­sókn­ar­blaða­manna­sam­tök­unum ICIJ, sem hafa und­an­farna mán­uði unnið úr gríð­ar­miklum gagna­leka frá lög­manns­stofu í Pana­ma, sem heitir Mossack Fon­seca & Co. Sú stofa stofn­aði meðal ann­ars þús­undir félaga á aflandseyjum fyr­ir­ ­ís­lenska aðila. Eitt þeirra félaga var Wintr­is.

Í stöðu­upp­færslu sinni sagði eig­in­kona for­sæt­is­ráð­herra að op­in­ber­unin væri meðal ann­ars til­komin vegna þess að gefa ætti Gróu á leit­i frí. Þar var ekki minnst á spurn­ingar ofan­greindra blaða­manna um Wintris né við­talið sem for­sæt­is­ráð­herra gekk út úr.

Sig­mundur Davíð birti spurn­ingar og svör sín og eig­in­kon­u ­sinnar vegna Wintris-­máls­ins á blogg­síðu sinni 27. mars. Þar víkur hann m.a. að ­skrán­ingu félags­ins og segir að það hafi verið skrá á þau bæði vegna þess að þau hafi verið með sam­eig­in­legan banka­reikn­ing. Anna hafi hins vegar ver­ið ­eig­andi allra eigna Wintr­is. „Þegar við ákváðum að gifta okkur fylgdi því að fara yfir ýmis mál, þar á meðal fjár­hags­leg. Um svip­að ­leyti, síðla árs 2009, var skipt um umsýslu­fyr­ir­tæki og þegar starfs­menn þess ­fóru yfir gögn félags­ins bentu þeir okkur á að við værum bæði skráð hlut­hafar í fé­lag­inu. Við höfðum fram að því ekki hugsað sér­stak­lega út í fyr­ir­komu­lag­ið ­sem lagt var upp með af bank­anum í upp­hafi. Það hafði alla tíð verið ljóst í huga okkar beggja að Anna væri eig­andi þess­ara eigna og það hafði ekki breyst ­þrátt fyrir fyr­ir­hugað brúð­kaup. Þá voru eignir félags­ins og tekjur af þeim ­færðar Önnu til tekna á skatt­fram­tali henn­ar. Við sendum því strax svar til­ baka um að svona ætti þetta ekki að vera og létum breyta því.“

Sig­mundur Davíð og Anna Sig­ur­laug gift­u ­sig í októ­ber 2010, tíu mán­uðum eftir að hlutur Sig­mundar Dav­íðs í Wintris var ­seldur til eig­in­konu hans.

Við þurfum á þínu framlagi að halda

Þú getur tekið beinan þátt í að halda úti öflugum fjölmiðli.

Við sem vinnum á ritstjórn Kjarnans viljum hvetja þig til að vera með okkur í liði og leggja okkar góða fjölmiðli til mánaðarlegt framlag svo við getum haldið áfram að vinna fyrir lesendur, fyrir fólkið í landinu.

Kjarninn varð níu ára í sumar. Þegar hann hóf að taka við frjálsum framlögum þá varð slagorðið „Frjáls fjölmiðill fyrir andvirði kaffibolla“ til og lesendur voru hvattir til að leggja fram í það minnsta upphæð eins kaffibolla á mánuði.

Mikið vatn hefur runnið til sjávar á þeim níu árum sem Kjarninn hefur lifað. Í huga okkar á Kjarnanum hefur þörfin fyrir fjölmiðla sem veita raunverulegt aðhald og taka hlutverk sitt alvarlega aukist til muna.

Við trúum því að Kjarninn skipti máli fyrir samfélagið.

Við trúum því að sjálfstæð og vönduð blaðamennska skipti máli.

Ef þú trúir því sama þá endilega hugsaðu hvort Kjarninn er ekki allavega nokkurra kaffibolla virði á mánuði.

Vertu með okkur í liði. Þitt framlag skiptir máli.

Ritstjórn Kjarnans: Sunna Ósk Logadóttir, Þórður Snær Júlíusson, Erla María Markúsdóttir, Arnar Þór Ingólfsson, Eyrún Magnúsdóttir og Grétar Þór Sigurðsson.


Já takk, ég vil styrkja Kjarnann!
Þorbjörn Guðmundsson
Er íslenska velferðarkerfið ekki lengur griðarstaður þeirra sem minnst hafa?
Kjarninn 11. janúar 2023
Takk fyrir og sjáumst á nýjum miðli á föstudag
Bréf frá ritstjóra Kjarnans vegna sameiningar við Stundina og þess að nýr framsækinn fréttamiðill verður til í lok viku.
Kjarninn 11. janúar 2023
Sverrir Albertsson
Vatn á myllu kölska
Kjarninn 11. janúar 2023
Lögreglumenn standa vörð um gröfurnar í námunni.
Berjast fyrir þorpi á barmi hengiflugs
Lítið þorp í Rínarlöndum Þýskalands er allt komið í eigu kolarisa. Fyrirtækið ætlar sér að mylja niður húsin og stækka kolanámu sína sem þegar þekur um 80 ferkílómetra. Þetta þykir mörgum skjóta skökku við í heimi sem berst við loftslagsbreytingar.
Kjarninn 10. janúar 2023
Arnþrúður Karlsdóttir, útvarpsstjóri Útvarps Sögu.
Útvarp Saga telur fjölmiðlastyrki skapa tortryggni og bjóða upp á frændhygli
Fjögur fjölmiðlafyrirtæki hafa til þessa skilað inn umsögnum um frumvarp Lilju Alfreðsdóttur menningar- og viðskiptaráðherra, sem mun að óbreyttu framlengja núverandi styrkjakerfi til fjölmiðla.
Kjarninn 10. janúar 2023
Sólveig Anna Jónsdóttir formaður Eflingar.
Viðræðum slitið og Efling undirbýr verkfallsaðgerðir
Samtök atvinnulífsins hafa hafnað gagntilboði Eflingar um skammtímakjarasamning, sem kvað á um meiri launahækkanir en SA hefur samið um við aðra hópa á almennum vinnumarkaði til þessa. Efling undirbýr nú verkfallsaðgerðir.
Kjarninn 10. janúar 2023
Palestínski fáninn á lofti í mótmælum í Reykjavík. Ísraelskri lögreglu hefur nú verið fyrirskipað að rífa fánann niður á almannafæri.
Fánabann og refsiaðgerðir í Palestínu í kjölfar niðurstöðu Sameinuðu þjóðanna
Degi eftir að ný ríkisstjórn tók við völdum í Ísrael samþykkti allsherjarþing Sþ að fela Alþjóðadómstólnum í Haag að meta lögmæti hernáms Ísraelsríkis á Vesturbakkanum. Síðan þá hefur stjórnin gripið til refsiaðgerða og nú síðast fánabanns.
Kjarninn 10. janúar 2023
Gríðarlega mikil dæling á sandi á sér stað í Landeyjahöfn á hverju ári. Markarfljótið ber hundruð þúsunda tonna af jarðefnum út í sjó og það á til að safnast upp í mynni hafnarinnar.
Vilja sjúga sand af hafsbotni í stórum stíl og flytja út
Eftirspurn eftir íslenskum jarðefnum er gríðarleg ef marka má framkomin áform erlendra stórfyrirtækja um nýtingu þeirra. Vinsældir hafnarinnar í Þorlákshöfn eru samhliða mjög miklar.
Kjarninn 10. janúar 2023
Meira eftir höfundinnÞórður Snær Júlíusson
Meira úr sama flokkiFréttaskýringar
None