Panama-skjölin: Hörð viðbrögð stjórnvalda í Frakklandi

Francois Hollande
Auglýsing

Franskir ráðamenn hafa lýst Panama-skjölunum sem einu stærsta og mikilvægasta máli síðari tíma. Skattasvik eru talin eitt alvarlegasta efnahagsvandamál Frakklands og Evrópu og nú verði að beita öllum vopnum til að reyna uppræta slíkt. Nóg sé til að auðæfum og fjármunum í álfunni – þeir eru bara geymdir annars staðar og ekki nýttir.

Frönsk stjórnvöld eru komin í hart og hafa skorað á Efnahags- og framfarastofnunina OECD að flokka Panama með skattaskjólum. Michel Sapin, fjármálaráðherra, hefur lýst því yfir að Panama verði sett á lista franskra stjórnvalda yfir ósamvinnuþýð ríki í baráttunni við skattsvikara. Ísland og mál fyrrum forsætisráðherrans, Sigmundar Davíðs, hefur verið mjög áberandi í frönskum fjölmiðlum. 

Frakkland og Panama-skjölin

Það er mikið fjallað um málið í frönskum fjölmiðlum. Stórblaðið Le Monde tók þátt í rannsóknarvinnunni ásamt öðrum rannsóknarblaðamönnum og leiðir málið. Franska ríkissjónvarpið tekur virkan þátt í þessari uppljóstrun og sýnir reglulega fréttaþætti.

Auglýsing

François Hollande, forseti Frakklands, segir að leki Panama skjalanna sé af hinu góða og muni leiða til þess að skattsvikarar verði ákærðir. Framundan er  umfangsmikil rannsókn á öllum þeim nöfnum og fyrirtækjum sem tengjast Frakklandi. Skattayfirvöld rannsaka nú þessi mál af fullum krafti og vísa þeim svo til dómstóla. Allir þeir sem koma fram í skjölunum verða lögsóttir.

Hollande hefur ítrekað sent þakkir til þeirra sem láku skjölunum; hann segist vera viss um að lekinn eigi eftir að leiða til þess að ríkið endurheimti tapaðar skatttekjur sem eigi eftir að rétta við efnahagsástandið. Hann hefur bent á að ein orsök efnahagslægðarinnar séu skattsvik og aflandsfélög. Það sé nóg af auði í Evrópu, eða réttara sagt auðmönnum sem hafa komið peningum í skattaskjól. OECD, sem er staðsett í París, hefur lengi verið í stríði við þessa starfsemi, og sagt að hún sé ógn við efnahagslífið og samfélagsleg gildi.

Ljóst er að frönsk stjórnvöld ætla að nýta þetta tækifæri til að ráðast á skattsvik og starfsemi aflandsfélaga. Panama er komið á lista franskra stjórnvalda yfir ósamvinnuþýð ríki í baráttunni við skattsvikara. Ríkin tóku sig saman fyrir nokkrum árum og sömdu um að Panamamenn veittu upplýsingar um fólk og fyrirtæki sem reyndu að koma sér undan skattgreiðslum með því að fela fé í aflandsfélögum. Panamaskjölin sýna að þeir samningar hafa verið margrofnir. Þessi aðgerð er talin eiga eftir að hafa mikil áhrif á viðskipti fólks við fjármálastofnanir þar í landi.

Þjóðfylkingin með fé í skattaskjólum

Hægri öfgaflokkurinn Þjóðfylkingin, Front National, hefur verið í viðskiptum við lögfræðifyrirtækið Mossack Fonseca sem aðstoðaði við að millifæra peninga til Hong Kong, Singapúr, og Bresku jómfrúareyjanna. Flókið kerfi til þess að fela peninga sem enduðu svo í skúffufyrirtæki á Jómfrúareyjum. 

Marine Le Pen gæti skaðast vegna Panamaskjalanna. Mynd: EPA Augljóst þykir að þetta sé gert til þess fela fé, komast fram hjá skattayfirvöldum og hugsanlega til þess að hvítþvo peninga. Saksóknarar í Frakklandi rannsaka þetta má sem meint peningaþvætti og skattsvik. Þetta gæti haft áhrif á stöðu Marine Le Pen, formann flokksins, sem stefnir í forsetaframboð á næsta ári.

 Platini og fótbolta-klíkan

Michel Platini, einhver mesta hetja og knattspyrnugoðsögn Frakka fyrr og síðar, er nú varla skugginn af sjálfum sér. Í augum flestra er hann skúrkur og svikari. Þessi fyrrum fyrirliði franska landliðsins og fyrrum forseti knattspyrnusambands Evrópu, UEFA, fékk Mossack Fonseca lögfræðistofuna í Panama til þess að útbúa aflandsreikning þar í landi árið 2007, árið sem hann varð forseti UEFA. Hann fékk prókúru yfir félaginu Balney Enterprises Corporation sem var enn virkt í mars 2016.

Platini fullyrðir hins vegar að hann hafi alltaf greitt opinber gjöld af þessum eignum sínum, þær væru gefnar upp til skatts í Sviss þar sem hann er búsettur. Svissnesk yfirvöld hafa verið upplýst um alla reikninga og viðskipti hans. Fáir trúa orðum hans; Platini afplánar um þessar mundir sex ára bann hjá Alþjóða kanttspyrnusambandinu vegna greiðslu sem hann fékk frá FIFA árið 2011.

Michel Platini er ekki lengur hetja í augum samlanda sinna. Hann er skúrkur og svindlari. Mynd: EPA.Fyrrum ritari FIFA, Jerome Valcke, er líka í slæmum málum. Hann er sömuleiðis í banni vegna ákæru um spillingu. Fyrirtæki tengt Jerome, Umbelina SA, er einnig að finna í skjölunum þar sem það er skrásett á Bresku Jómfrúreyjunum í júlí 2013. Fyrirtækið virðist hafa verið notað til þess að kaupa snekkju. Hann staðhæfir að fyrirtækið sé ekki lengur til og þar hafi aldrei verið geymt fé eða nein viðskipti stunduð. Fjármálahneyksli hafa einkennt fótboltaheiminn að undanförnu og þessar fréttir eru síst til að auka virðingu fólks á honum.

Afsögn ráðherra

Fyrir þremur árum sagði fjárlagaráðherra Frakklands, Jérôme Cahuzac, af sér embætti vegna ásakana um að hann hafi ekki upplýst um svissneskan bankareikning sinn. Hann hélt upplýsingum leyndum fyrir François Hollande Frakklandsforseta. Þetta var mikið vandræðamál – hann var strax látinn taka pokann sinn þegar upp komst um málið. Hollande hafði lofað því frá byrjun að stjórn sín yrði til fyrirmyndar og þar þrifist engin spilling. Eitt af baráttumálum hans hefur verið að berjast gegn skattsvikum og peningaþvætti. Þetta þótti því afar vandræðalegt að einn ráðherra hans hefði stundað skattsvik.

Rannsókn fjölmiðla kom upp um mál Cahuzac sem leiddi síðan til afsagnar hans úr ráðherrastóli. Hann var þráspurður af fréttafólki en neitaði ávalt tilvist þessa reiknings. Fyrstu fréttir um að ekki væri allt sem sýndist birtust í janúar 2013 á fréttavefsíðunni Mediapart. Þeim var fylgt fram af meiri krafti og meiri rannsóknarblaðamennsku en menn eiga að venjast í frönskum fjölmiðlum, blöðum eða ljósvakamiðlum.

Þegar upp komst um málið og það var tilkynnt að skattamál hans yrðu rannsökuð – þá sagði hann af sér.

Umfjöllun um Ísland

Það er mikið fjallað um þátt Íslands í Panama-skjölunum. Fyrstu dagana mátti sjá Sigmund Davíð Gunnlaugsson í hópi með Pútín, Platini og þekktum einræðisherrum um heim allan. 

Í Le Monde mátti m.a. lesa þetta:

„Þetta eru nöfnin sem vekja hvað mesta athygli: Petro Porochenko, forseti Úkraínu, Sigmundur Davíð Gunnlaugsson, forsætisráðherra Íslands og Al-Saud konungur Sádi-Arabíu. Hvað eiga þeir sameiginlegt? Tengsl við aflandsfélög í skattaparadísum í gegnum fyrirtæki í Panama, Mossack Fonseca“

Menn bjuggust  ekki við að sjá forsætisráðherra Íslands í hópi sem nýtir sér þjónustu fyrirtækis eins og Mossack Fonseca og því vakti það mikla athygli.

Viðtalið fræga hjá sænska ríkisútvarpinu var sýnt víða hér í Frakklandi. Fjölmargir franskir fréttamenn fóru til Íslands og fylgdust með málinu í vikunni og sýndu frá mótmælunum.

Fréttaskýringa- og háðsádeiluþátturinn Le Petit Journal, sem er gríðarlega vinsæll í Frakklandi og sýndur á besta tíma í sjónvarpi, fór til Íslands í vikunni. Blaðamaðurinn Martin Weill fjallaði um atburði síðustu daga og fylgdist með mótmælunum, auknu fylgi pírata og tók viðtal við Bjarna Benediktsson

Í þættinum gagnrýndi Weill að Bjarni sæti enn sem fjármálaráðherra, þrátt fyrir dagleg mótmæli og tengsl hans við Panama. Í ljósi pólitískra afsagna í Frakklandi þykir kannski ekki skrítið að blaðamanni hafi fundist sjálfsagt að Bjarni myndi ekki geta setið áfram. En Bjarni þótti vera snubbóttur í svörum og hlaut því kannski enn verri útreið í þættinum en hann mátti búast við, enda er alls ekki skynsamlegt að ögra þessum hárbeittu háðsfuglum. Þeim þótti greinilega allt þetta mál vera farsakennt og sorglega fyndið – eins og kannski svo mörgum öðrum. 

Styrkir þú Kjarnann?

Kjarninn reiðir sig á framlög lesenda. Með því að styrkja Kjarnann mánaðarlega tekur þú þátt í að halda úti öflugum fjölmiðli.

Kjarninn hefur verið til taks fyrir kröfuharða lesendur í sjö ár og býður almenningi upp á vandaða umfjöllun þar sem áhersla er á gæði og dýpt.  

Ef þú ert nú þegar styrkjandi leyfum við okkur að benda á að hægt er að óska eftir að hækka styrkinn með því að senda póst á takk@kjarninn.is


Já takk, ég vil styrkja Kjarnann!
Kolbrún Benediktsdóttir varahéraðssaksóknari í dómsal í dag.
„Hér er ekki um leikaraskap, slysni eða eitthvað grín að ræða“
Það er mat ákæruvaldsins að Marek sé ekki að segja nákvæmlega allt sem hann muni frá deginum sem bruninn á Bræðraborgarstíg varð. Verjandi fer fram á að ef hann verði fundinn sekur og ósakhæfur verði hann ekki dæmdur til öryggisgæslu.
Kjarninn 5. maí 2021
Birna Einarsdóttir bankastjóri segir ljóst að spennandi tímar séu framundan, vegna fyrirhugaðrar sölu ríkisins á hluta af hlut sínum í Íslandsbanka.
Íslandsbanki hagnaðist um 3,6 milljarða á fyrsta ársfjórðungi
Eigið fé Íslandsbanka nam 185 milljörðum króna í lok mars. Bankastjórinn segir spennandi tíma framundan, í ljósi þess að stefnt sé að skráningu bankans á verðbréfamarkað að undangengnu útboði á hluta af hlut ríkisins í honum.
Kjarninn 5. maí 2021
Höfuðstöðvar Arion banka í Borgartúninu
Arion hagnast um 6 milljarða á þremur mánuðum
Þrátt fyrir lága vexti og efnahagssamdrátt var hagnaður Arion banka á fyrsta fjórðungi þessa árs mun meiri en á sama tímabili í fyrra.
Kjarninn 5. maí 2021
Björn Leví Gunnarsson, þingmaður Pírata.
„Þeirra er ævintýralega ósanngjarna lýðræðið sem við búum við“
Björn Leví segir að skipting sæta milli þingflokka sé mjög ójöfn. Auðveldasta lausnin til að leysa vandamálið sé að fjölga jöfnunarsætum – það sé ekki flókið né ósanngjarnt.
Kjarninn 5. maí 2021
Samkvæmt því sem segir í nafnlausum skoðanadálki Morgunblaðsins í dag „gæti orðið bið á því“ að blaðið sendi fulltrúa sinn á fund félaga í BÍ til þess að ræða umdeilda skoðanaauglýsingu Samherja sem beindist gegn fréttamanninum Helga Seljan.
Morgunblaðsmenn ekki spenntir fyrir því að ræða auglýsingu Samherja við félagsmenn BÍ
Í ritstjórnardálki í Morgunblaðinu segir að það „gæti orðið bið á því“ að yfirmenn blaðsins þekkist boð um að mæta á fund félaga í Blaðamannafélaginu til að ræða siðferðileg álitaefni í tengslum við birtingu umdeildrar auglýsingar frá Samherja á mbl.is.
Kjarninn 5. maí 2021
Lilja Rafney Magnúsdóttir, þingmaður VG.
Umræða um málefni innflytjenda gengur fram af þingmanni – Skömm að tala málið niður
Þingmaður Vinstri grænni segir að Íslendingar eigi að sýna þann þroska að geta sinnt útlendingamálum með almennilegum hætti og gera það sem best – „við sem rík þjóð“. Umræða Miðflokksmanna hafi gengið fram af henni í gær.
Kjarninn 5. maí 2021
Þriðjungur fyrstu ferðagjafarinnar fór til tíu fyrirtækja
Nú stendur til að endurnýja ferðagjöf stjórnvalda til að örva eftirspurn innanlands. Rúmur helmingur þeirra sem áttu rétt fyrstu ferðagjöfinni hafa nýtt hana. Á meðal þeirra sem fengu mest í sinn hlut voru eldsneytissalar og skyndibitakeðjur.
Kjarninn 5. maí 2021
Hluti þingliðs Miðflokksins á björtum og fallegum sumardegi fyrr á kjörtímabilinu.
Stillt upp á lista hjá Miðflokknum í öllum kjördæmum
Fimm manna uppstillingarnefndir munu setja saman framboðslista Miðflokksins í öllum kjördæmum landsins fyrir komandi kosningar, en ekki kosið í sæti á lista á félagsfundum. Fylgi flokksins hefur verið í nokkurri lægð að undanförnu.
Kjarninn 5. maí 2021
Meira eftir höfundinnFreyr Eyjólfsson
Meira úr sama flokkiFréttaskýringar
None