Panama-skjölin: Hörð viðbrögð stjórnvalda í Frakklandi

Francois Hollande
Auglýsing

Franskir ráða­menn hafa lýst Pana­ma-skjöl­unum sem einu stærsta og ­mik­il­væg­asta máli síð­ari tíma. Skatta­svik eru talin eitt alvar­leg­asta efna­hags­vanda­mál Frakk­lands og Evr­ópu og nú verði að beita öllum vopnum til að reyna upp­ræta slíkt. Nóg sé til að auð­æfum og fjár­munum í álf­unni – þeir eru bara geymd­ir ann­ars staðar og ekki nýtt­ir.

Frönsk stjórn­völd eru komin í hart og hafa skorað á Efna­hags- og fram­fara­stofn­un­ina OECD að flokka Panama með­ skatta­skjól­um. Michel Sap­in, fjár­mála­ráð­herra, hefur lýst því yfir að Pana­ma verði sett á lista franskra stjórn­valda yfir ósam­vinnu­þýð ríki í bar­átt­unni við skattsvik­ara. Ísland og mál fyrrum for­sæt­is­ráð­herr­ans, Sig­mundar Dav­íðs, hef­ur verið mjög áber­andi í frönskum fjöl­miðl­u­m. 

Frakk­land og Pana­ma-skjölin

Það er mikið fjallað um málið í frönskum fjöl­miðl­um. Stór­blaðið Le Monde tók þátt í rann­sókn­ar­vinn­unni ásamt öðrum rann­sókn­ar­blaða­mönnum og leið­ir ­mál­ið. Franska rík­is­sjón­varpið tekur virkan þátt í þess­ari upp­ljóstrun og sýn­ir ­reglu­lega frétta­þætti.

Auglýsing

François Hollande, for­set­i Frakk­lands, segir að leki Panama skjal­anna sé af hinu góða og muni leiða til­ þess að skattsvik­arar verði ákærð­ir. Framundan er  umfangs­mikil rann­sókn á öllum þeim nöfnum og ­fyr­ir­tækjum sem tengj­ast Frakk­landi. Skatta­yf­ir­völd rann­saka nú þessi mál af ­fullum krafti og vísa þeim svo til dóm­stóla. Allir þeir sem koma fram í skjöl­unum verða lög­sótt­ir.

Hollande hefur ítrekað sent þakkir til þeirra sem láku skjöl­un­um; hann seg­ist vera viss um að lek­inn eigi eftir að ­leiða til þess að ríkið end­ur­heimti tap­aðar skatt­tekjur sem eigi eftir að rétta við efna­hags­á­stand­ið. Hann hefur bent á að ein orsök efna­hagslægð­ar­innar séu skatt­svik og aflands­fé­lög. Það sé nóg af auði í Evr­ópu, eða rétt­ara sag­t auð­mönnum sem hafa komið pen­ingum í skatta­skjól. OECD, sem er stað­sett í Par­ís, hefur lengi verið í stríði við þessa starf­semi, og sagt að hún sé ógn við efna­hags­líf­ið og sam­fé­lags­leg gildi.

Ljóst er að frönsk stjórn­völd ætla að nýta þetta tæki­færi til að ráð­ast á skatt­svik og ­starf­semi aflands­fé­laga. Panama er komið á lista franskra stjórn­valda yfir­ ó­sam­vinnu­þýð ríki í bar­átt­unni við skattsvik­ara. Ríkin tóku sig saman fyr­ir­ nokkrum árum og sömdu um að Pana­ma­menn veittu upp­lýs­ingar um fólk og fyr­ir­tæki ­sem reyndu að koma sér undan skatt­greiðslum með því að fela fé í aflands­fé­lög­um. Panama­skjölin sýna að þeir samn­ingar hafa verið margrofn­ir. Þessi aðgerð er talin eiga eftir að hafa mikil áhrif á við­skipti fólks við fjár­mála­stofn­an­ir þar í landi.

Þjóð­fylk­ingin með fé í skatta­skjólum

Hægri öfga­flokk­ur­inn ­Þjóð­fylk­ing­in, Front National, hefur verið í við­skiptum við lög­fræði­fyr­ir­tæk­ið Mossack Fon­seca sem aðstoð­aði við að milli­færa pen­inga til Hong Kong, Singapúr, og Bresku jóm­frú­areyj­anna. Flókið kerfi til þess að fela pen­inga sem end­uðu svo í skúffu­fyr­ir­tæki á Jóm­frú­areyj­u­m. 

Marine Le Pen gæti skaðast vegna Panamaskjalanna. Mynd: EPA Aug­ljóst þykir að þetta sé gert til þess ­fela fé, kom­ast fram hjá skatta­yf­ir­völdum og hugs­an­lega til þess að hvít­þvo ­pen­inga. Sak­sókn­arar í Frakk­landi rann­saka þetta má sem meint pen­inga­þvætti og skatt­svik. Þetta gæti haft áhrif á stöðu Mar­ine Le Pen, for­mann flokks­ins, sem ­stefnir í for­seta­fram­boð á næsta ári.

 Plat­ini og fót­bolta-klíkan

Michel Plat­ini, ein­hver mesta hetja og knatt­spyrnu­goð­sögn Frakka fyrr og síð­ar, er nú varla skugg­inn af sjálfum sér. Í augum flestra er hann skúrkur og svik­ari. Þessi fyrrum fyr­ir­liði franska land­liðs­ins og fyrrum for­set­i knatt­spyrnu­sam­bands Evr­ópu, UEFA, fékk Mossack Fon­seca lög­fræði­stof­una í Pana­ma til þess að útbúa aflands­reikn­ing þar í landi árið 2007, árið sem hann varð ­for­seti UEFA. Hann fékk pró­kúru yfir félag­inu Balney Enter­prises Cor­poration ­sem var enn virkt í mars 2016.

Plat­in­i ­full­yrðir hins vegar að hann hafi alltaf greitt opin­ber gjöld af þessum eign­um sín­um, þær væru gefnar upp til skatts í Sviss þar sem hann er búsett­ur. Sviss­nesk yfir­völd hafa verið upp­lýst um alla reikn­inga og við­skipti hans. Fáir ­trúa orðum hans; Plat­ini afplánar um þessar mundir sex ára bann hjá Alþjóða ­kantt­spyrnu­sam­band­inu vegna greiðslu sem hann fékk frá FIFA árið 2011.

Michel Platini er ekki lengur hetja í augum samlanda sinna. Hann er skúrkur og svindlari. Mynd: EPA.Fyrrum rit­ari FIFA, Jer­ome Valcke, er líka í slæmum mál­um. Hann er sömu­leiðis í banni vegna ákæru um spill­ingu. Fyr­ir­tæki tengt Jer­ome, Umbelina SA, er einnig að finna í skjöl­un­um þar sem það er skrá­sett á Bresku Jóm­frúreyj­unum í júlí 2013. Fyr­ir­tækið virð­is­t hafa verið notað til þess að kaupa snekkju. Hann stað­hæfir að fyr­ir­tækið sé ekki lengur til og þar hafi aldrei verið geymt fé eða nein við­skipti stund­uð. Fjár­mála­hneyksli hafa ein­kennt fót­bolta­heim­inn að und­an­förnu og þessar frétt­ir eru síst til að auka virð­ingu fólks á hon­um.

Afsögn ráð­herra

Fyrir þremur árum sagði fjár­laga­ráð­herra Frakk­lands, Jér­ôme Cahuzac, af sér emb­ætti vegna ásak­ana um að hann hafi ekki upp­lýst um sviss­neskan banka­reikn­ing sinn. Hann hélt upp­lýs­ingum leynd­um ­fyrir François Hollande Frakk­lands­for­seta. Þetta var mikið vand­ræða­mál – hann var strax lát­inn taka pok­ann sinn þegar upp komst um mál­ið. Hollande hafð­i lofað því frá byrjun að stjórn sín yrði til fyr­ir­myndar og þar þrif­ist eng­in ­spill­ing. Eitt af bar­áttu­málum hans hefur verið að berj­ast gegn skattsvikum og ­pen­inga­þvætti. Þetta þótti því afar vand­ræða­legt að einn ráð­herra hans hefð­i ­stundað skatt­svik.

Rann­sókn ­fjöl­miðla kom upp um mál Cahuzac sem leiddi síðan til afsagnar hans úr ráð­herra­stóli. Hann var þrá­spurður af frétta­fólki en neit­aði ávalt til­vist þessa reikn­ings. Fyrstu fréttir um að ekki væri allt sem sýnd­ist birt­ust í jan­úar 2013 á frétta­vef­síð­unni Medi­ap­art. Þeim var fylgt fram af meiri krafti og meiri rann­sókn­ar­blaða­mennsku en menn eiga að venj­ast í frönskum fjöl­miðl­um, blöðum eða ljós­vaka­miðl­um.

Þegar upp­ komst um málið og það var til­kynnt að skatta­mál hans yrðu rann­sökuð – þá sagð­i hann af sér.

Umfjöllun um Ísland

Það er mikið fjallað um þátt Íslands í Pana­ma-skjöl­un­um. Fyrstu dag­ana mátti sjá Sig­mund Davíð Gunn­laugs­son í hópi með Pútín, Plat­ini og þekkt­u­m ein­ræð­is­herrum um heim all­an. 

Í Le Monde mátti m.a. lesa þetta:

„Þetta eru nöfnin sem vekja hvað mest­a ­at­hygli: Petro Porochen­ko, for­seti Úkra­ínu, Sig­mundur Davíð Gunn­laugs­son, ­for­sæt­is­ráð­herra Íslands og Al-Saud kon­ungur Sádi-­Ar­ab­íu. Hvað eiga þeir ­sam­eig­in­legt? Tengsl við aflands­fé­lög í skattaparadísum í gegnum fyr­ir­tæki í Pana­ma, Mossack Fon­seca“

Menn bjugg­ust  ekki við að sjá ­for­sæt­is­ráð­herra Íslands í hópi sem nýtir sér þjón­ustu fyr­ir­tækis eins og Mossack Fon­seca og því vakti það mikla athygli.

Við­talið fræga hjá sænska rík­is­út­varp­inu var sýnt víða hér í Frakk­land­i. ­Fjöl­margir franskir frétta­menn fóru til Íslands og fylgd­ust með mál­inu í vik­unni og sýndu frá mót­mæl­un­um.

Frétta­skýr­inga- og háðsá­deilu­þátt­ur­inn Le Petit Journal, sem er gríð­ar­lega vin­sæll í Frakk­land­i og sýndur á besta tíma í sjón­varpi, fór til Íslands í vik­unni. Blaða­mað­ur­inn Martin Weill fjall­aði um atburði síð­ustu daga og fylgd­ist með mót­mæl­un­um, aukn­u ­fylgi pírata og tók við­tal við ­Bjarna Bene­dikts­son

Í þætt­inum gagn­rýndi Weill að Bjarn­i ­sæti enn sem fjár­mála­ráð­herra, þrátt fyrir dag­leg mót­mæli og tengsl hans við Panama. Í ljósi póli­tískra afsagna í Frakk­landi þykir kannski ekki skrítið að ­blaða­manni hafi fund­ist sjálf­sagt að Bjarni myndi ekki geta setið áfram. En Bjarn­i þótti vera snubb­óttur í svörum og hlaut því kannski enn verri útreið í þætt­in­um en hann mátti búast við, enda er alls ekki skyn­sam­legt að ögra þessum hár­beitt­u háðs­fugl­um. Þeim þótti greini­lega allt þetta mál vera far­sa­kennt og sorg­lega ­fyndið – eins og kannski svo mörgum öðr­um. 

Við þurfum á þínu framlagi að halda

Þú getur tekið beinan þátt í að halda úti öflugum fjölmiðli.

Við sem vinnum á ritstjórn Kjarnans viljum hvetja þig til að vera með okkur í liði og leggja okkar góða fjölmiðli til mánaðarlegt framlag svo við getum haldið áfram að vinna fyrir lesendur, fyrir fólkið í landinu.

Kjarninn varð níu ára í sumar. Þegar hann hóf að taka við frjálsum framlögum þá varð slagorðið „Frjáls fjölmiðill fyrir andvirði kaffibolla“ til og lesendur voru hvattir til að leggja fram í það minnsta upphæð eins kaffibolla á mánuði.

Mikið vatn hefur runnið til sjávar á þeim níu árum sem Kjarninn hefur lifað. Í huga okkar á Kjarnanum hefur þörfin fyrir fjölmiðla sem veita raunverulegt aðhald og taka hlutverk sitt alvarlega aukist til muna.

Við trúum því að Kjarninn skipti máli fyrir samfélagið.

Við trúum því að sjálfstæð og vönduð blaðamennska skipti máli.

Ef þú trúir því sama þá endilega hugsaðu hvort Kjarninn er ekki allavega nokkurra kaffibolla virði á mánuði.

Vertu með okkur í liði. Þitt framlag skiptir máli.

Ritstjórn Kjarnans: Sunna Ósk Logadóttir, Þórður Snær Júlíusson, Erla María Markúsdóttir, Arnar Þór Ingólfsson, Eyrún Magnúsdóttir og Grétar Þór Sigurðsson.


Já takk, ég vil styrkja Kjarnann!
Þorbjörn Guðmundsson
Er íslenska velferðarkerfið ekki lengur griðarstaður þeirra sem minnst hafa?
Kjarninn 11. janúar 2023
Takk fyrir og sjáumst á nýjum miðli á föstudag
Bréf frá ritstjóra Kjarnans vegna sameiningar við Stundina og þess að nýr framsækinn fréttamiðill verður til í lok viku.
Kjarninn 11. janúar 2023
Sverrir Albertsson
Vatn á myllu kölska
Kjarninn 11. janúar 2023
Lögreglumenn standa vörð um gröfurnar í námunni.
Berjast fyrir þorpi á barmi hengiflugs
Lítið þorp í Rínarlöndum Þýskalands er allt komið í eigu kolarisa. Fyrirtækið ætlar sér að mylja niður húsin og stækka kolanámu sína sem þegar þekur um 80 ferkílómetra. Þetta þykir mörgum skjóta skökku við í heimi sem berst við loftslagsbreytingar.
Kjarninn 10. janúar 2023
Arnþrúður Karlsdóttir, útvarpsstjóri Útvarps Sögu.
Útvarp Saga telur fjölmiðlastyrki skapa tortryggni og bjóða upp á frændhygli
Fjögur fjölmiðlafyrirtæki hafa til þessa skilað inn umsögnum um frumvarp Lilju Alfreðsdóttur menningar- og viðskiptaráðherra, sem mun að óbreyttu framlengja núverandi styrkjakerfi til fjölmiðla.
Kjarninn 10. janúar 2023
Sólveig Anna Jónsdóttir formaður Eflingar.
Viðræðum slitið og Efling undirbýr verkfallsaðgerðir
Samtök atvinnulífsins hafa hafnað gagntilboði Eflingar um skammtímakjarasamning, sem kvað á um meiri launahækkanir en SA hefur samið um við aðra hópa á almennum vinnumarkaði til þessa. Efling undirbýr nú verkfallsaðgerðir.
Kjarninn 10. janúar 2023
Palestínski fáninn á lofti í mótmælum í Reykjavík. Ísraelskri lögreglu hefur nú verið fyrirskipað að rífa fánann niður á almannafæri.
Fánabann og refsiaðgerðir í Palestínu í kjölfar niðurstöðu Sameinuðu þjóðanna
Degi eftir að ný ríkisstjórn tók við völdum í Ísrael samþykkti allsherjarþing Sþ að fela Alþjóðadómstólnum í Haag að meta lögmæti hernáms Ísraelsríkis á Vesturbakkanum. Síðan þá hefur stjórnin gripið til refsiaðgerða og nú síðast fánabanns.
Kjarninn 10. janúar 2023
Gríðarlega mikil dæling á sandi á sér stað í Landeyjahöfn á hverju ári. Markarfljótið ber hundruð þúsunda tonna af jarðefnum út í sjó og það á til að safnast upp í mynni hafnarinnar.
Vilja sjúga sand af hafsbotni í stórum stíl og flytja út
Eftirspurn eftir íslenskum jarðefnum er gríðarleg ef marka má framkomin áform erlendra stórfyrirtækja um nýtingu þeirra. Vinsældir hafnarinnar í Þorlákshöfn eru samhliða mjög miklar.
Kjarninn 10. janúar 2023
Meira eftir höfundinnFreyr Eyjólfsson
Meira úr sama flokkiFréttaskýringar
None