Atburðir síðustu daga hita undir forsetaframbjóðendum

Atburðarrásin á Bessastöðum í síðustu viku hafa hitað undir mögulegum forsetaframbjóðendum. Margir eru þó enn óákveðnir. Andri Snær Magnason tilkynnir um framboð sitt í dag.

Ákvörðun Ólafs Ragnars Grímssonar um að neita beiðni forsætisráðherra um þingrof og orð hans um hlutverk embættisins vakti mikla athygli í síðustu viku.
Ákvörðun Ólafs Ragnars Grímssonar um að neita beiðni forsætisráðherra um þingrof og orð hans um hlutverk embættisins vakti mikla athygli í síðustu viku.
Auglýsing

Síð­asta vika var ein sú tíð­inda­mesta í íslenskum stjór­málum til þessa. Póli­tíkin ein­skorð­að­ist þó ekki við Alþingi og flokk­ana sem þar sitja, heldur varp­aði hún enn skýr­ara ljósi á hlut­verk for­seta­emb­ætt­is­ins. Svo virð­ist sem frammi­staða Ólafs Ragn­ars Gríms­sonar for­seta og atburð­ar­rásin á Bessa­stöðum hafi ýtt enn frekar við mögu­legum for­seta­fram­bjóð­endum og þeim sem nú þegar hafa til­kynnt um fram­boð. En fram­boðs­frestur rennur ekki út fyrr en 21. maí næst­kom­andi, svo nægur tími er eft­ir.

Þó er þrennt nýtt að frétta eftir helg­ina sem ber að segja frá: 

1. Andri Snær Magna­son til­kynnir fram­boð sitt klukkan 17 í dag. 


2. Guðni Th. Jóhann­es­son sagn­fræð­ingur er kom­inn undir for­seta­feld­inn. 


3. Ólafur Ragnar Gríms­son úti­lok­aði ekki í við­tali að hann mundi bjóða sig fram aft­ur. 


Auglýsing

Berg­þór Páls­son söngv­ari hefur fengið fjölda áskor­ana til að bjóða sig fram og hann seg­ist enn vera að hugsa mál­ið. Hann seg­ist vera algjör­lega „50/50“ í afstöðu sinni en líst vel á Guðna Th. sem for­seta og telur sig mundu styðja hann ef hann ákvæði að fara. 

Bryn­dís Hlöðvers­dóttir rík­is­sátta­semj­ari seg­ist enn vera að íhuga málið af fullri alvöru. Hún ætlar að til­kynna af eða á innan viku. 

Davíð Odds­son, rit­stjóri Morg­un­blaðs­ins og fyrr­ver­andi for­sæt­is­ráð­herra, hefur sterk­lega verið orð­aður við for­seta­fram­boð og hefur Þjóð­ar­púls Gallup meðal ann­ars verið að mæla stuðn­ing við hann. Davíð hefur þó ekk­ert gefið út, en heim­ildir Kjarn­ans herma að hann íhugi nú málið vand­lega.

Davíð Þór Jóns­son, hér­aðs­prestur og rit­höf­und­ur, er staddur í Reykja­vík og ætlar meðal ann­ars að hitta sitt bak­land og ræða for­seta­fram­boð. Hann á enn eftir að ákveða sig og býst við að senda út til­kynn­ingu um ákvörðun öðrum hvoru megin við næstu helg­i. 

Eiríkur Björn Björg­vins­son, bæj­ar­stjóri á Akur­eyri, er enn að hugsa málið mjög alvar­lega. Ætlar að reyna að til­kynna í þess­ari viku eða næst­u. 

Guðni Th. Jóhann­es­son sagn­fræð­ingur fékk mik­inn stuðn­ing til fram­boðs eftir síð­ustu viku, þegar hann stóð í sjón­varps­setti Rík­is­sjón­varpss­ins í beinni útsend­ingu klukku­tímum saman og skýrði atburð­ar­rás­ina fyrir áhorf­end­um. Guðni hefur verið einn helsti álits­gjafi fjöl­miðla þegar kemur að for­seta­emb­ætt­inu og sagn­fræði­hlið­inni á stjórn­mál­u­m. 

Sig­rún Stef­áns­dótt­ir, for­seti félags- og hug­vís­inda­stofn­unar Háskól­ans á Akur­eyri, er enn að hugsa mál­ið. Hún er nú stödd erlendis með nem­endum og ætlar sér að taka sér tíma í að taka ákvörð­un. Und­ir­skrift­ar­söfnun henni til stuðn­ings er haf­in.

Þor­gerður Katrín Gunn­ars­dótt­ir, fram­kvæmda­stjóri hjá Sam­tökum atvinnu­lífs­ins og fyrr­ver­andi mennta­mála­ráð­herra, er enn að hugsa mál­ið.  

Þor­grímur Þrá­ins­son rit­höf­undur er hættur við að bjóða sig fram til for­seta. Hann sagð­ist reyndar aldrei vera alveg ákveð­inn, en í síð­ustu viku gaf hann út að hann ætl­aði sér ekki að taka slag­inn. 

Ólafur Ragnar Gríms­son, for­seti Íslands, til­kynnti í fyrra að hann ætl­aði ekki að bjóða sig fram á ný. Hann vildi hins vegar ekki úti­loka það við frétta­menn í síð­ustu viku þegar hann var spurður út í mögu­legt fram­boð. 

Össur Skarp­héð­ins­son, þing­maður Sam­fylk­ingar og fyrr­ver­andi utan­rík­is­ráð­herra, hefur ekki viljað svara hvort hann ætli að bjóða sig fram. Þar hefur ekki orðið breyt­ing á. Það sama er að segja um Stefán Jón Haf­stein, fyrr­ver­andi borg­ar­full­trúa Reykja­vík­ur­list­ans. 

Fleiri sem hafa verið orð­aðir við for­seta­fram­boð eru Ólafur Jóhann Ólafs­son rit­höf­und­ur, Guð­rún Nor­dal, for­stöðu­maður Árna­stofn­unar og Linda Pét­urs­dóttir athafna­kona. Ekki náð­ist í þau við vinnslu frétt­ar­inn­ar. 

Frá vinstri: Bryndís Hlöðversdóttir, Davíð Oddsson, Eiríkur Björn Björgvinsson, Guðni Th. Jóhannesson, Þorgerður Katrín Gunnarsdóttir, Stefán Jón Hafstein, Andri Snær Magnason, Össur Skarphéðinsson, Bergþór Pálsson, Davíð Þór Jónsson, Sigrún Stefánsdóttir, Ólafur Jóhann Ólafsson, Linda Pétursdóttir og Guðrún Nordal.

Skiptir Kjarninn þig máli?

Kjarninn reiðir sig á framlög lesenda. Með því að styrkja Kjarnann mánaðarlega tekur þú þátt í að halda úti öflugum fjölmiðli.

Við erum til staðar fyrir lesendur og fjöllum um það sem skiptir máli.

Ef Kjarninn skiptir þig máli þá máttu endilega vera með okkur í liði.

Já takk, ég vil styrkja Kjarnann!
Anna Dóra Antonsdóttir
Rammaáætlun sem sáttargjörð
Kjarninn 17. maí 2022
Tekjur ríkisins af kolefnisgjaldi aldrei verið jafn miklar og í fyrra
Ríkið hefur milljarðatekjur af losun gróðurhúsalofttegunda, bæði frá uppboðum á losunarheimildum og af kolefnisgjaldi. Féð er ekki eyrnamerkt loftslagsaðgerðum en fjármálaráðherra áætlar að framlög til loftslagsmála nemi yfir 15 milljörðum í ár.
Kjarninn 17. maí 2022
Helga Þórðardóttir varaþingmaður Flokks fólksins.
„Stjórnvöld hafa svikið leigjendur“
Leigjendur eru jaðarsettir og algerlega berskjaldaðir fyrir hentistefnu leigusala, segir varaþingmaður Flokks fólksins. Stjórnvöld verði að koma með beinar aðgerðir sem stöðva brjálsemi óhefts markaðar sem stjórnist af græðgi einstaklinga.
Kjarninn 17. maí 2022
Jón Gunnarsson er dómsmálaráðherra.
Ráðherra svarar engu um Samherjamálið þar sem það eigi ekki að lúta „pólitískum afskiptum“
Dómsmálaráðherra segir að embætti sem rannsaki sakamál fái ekki auknar fjárveitingar til að sinna rannsókn tiltekins sakamáls. Á ríkisstjórnarfundi í nóvember 2019 var hugað sérstaklega að fjármögnun rannsóknar héraðssaksóknara á Samherjamálinu.
Kjarninn 17. maí 2022
Sigríður Björk Guðjónsdóttir ríkislögreglustjóri mætti á opinn fund í allsherjar- og menntamálanefnd um fræðslu og menntun lögreglumanna um fjölmenningu og fordóma.
Segir að ekki hafi verið um kynþáttamiðaða löggæslu að ræða
Ríkislögreglustjóri segist harma það að ungur drengur skyldi hafa ítrekað orðið fyrir áreiti við leit lögreglunnar að strokufanga í síðasta mánuði. Þó sé í þessu tilviki ekki um kynþáttamiðaða löggæslu eða afskipti að ræða.
Kjarninn 17. maí 2022
Viðmiðunarverðið á bensínlítra yfir 300 krónur í fyrsta sinn
Hlutur olíufélaga í hverjum seldum bensínlítra er með lægsta móti um þessar mundir þrátt fyrir mjög hátt verð. Það bendir til þess að þau séu ekki að skila hækkunum á heimsmarkaðsverði nema að hluta út í verðlagið.
Kjarninn 17. maí 2022
Bjarni Benediktsson fjármálaráðherra lagði fram fjármálaáætlun fyrir árin 2023-2027 í mars.
Spyrja hvort framlögð fjármálaáætlun sé í samræmi við stjórnarsáttmála
ASÍ bendir á það í umsögn sinni við fjármálaáætlun að mjög takmarkað svigrúm sé til aukinna útgjalda næstu árin sem þó er fyrirséð að muni aukast mikið. Vilja efla tekjustofna ríkisins, meðal annars með komugjaldi og hækkun fjármagnstekjuskatts.
Kjarninn 17. maí 2022
Guðmundur Ingi Kristinsson þingflokksformaður Flokks fólksins.
„Á ekki að skila þessum ólöglega ránsfeng?“
Þingflokksformaður Flokks fólksins segir að álag gangi nærri heilsu fólks sem hefur lent í skerðingum á greiðslum. „Er einhver hissa að kvíði, þunglyndi, streita, svefnleysi sé að hrjá þennan hóp í boði ríkisstjórnarinnar?“ spurði hann á þingi í dag.
Kjarninn 16. maí 2022
Meira eftir höfundinnSunna Valgerðardóttir
Meira úr sama flokkiFréttaskýringar
None