Þögn og afsagnir eftir Panamaskell gærkvöldsins

Framsóknarflokkurinn hefur ekki tjáð sig um Kastljósþátt gærkvöldsins. Ekki hefur náðst í framkvæmdastjóra flokksins eða framkvæmdastjóra Sameinaða lífeyrissjóðsins í morgun. Vilhjálmur Þorsteinsson sagði af sér aftur vegna Panamaskjalanna.

Hrólfur Ölvisson, Helgi S. Guðmundsson, Finnur Ingólfsson, Kári Arnór Kárason, Kristján Örn Sigurðsson, Vilhjálmur Þorsteinsson, Ólafur Ragnar Grímsson og Dorrit Moussaieff.
Hrólfur Ölvisson, Helgi S. Guðmundsson, Finnur Ingólfsson, Kári Arnór Kárason, Kristján Örn Sigurðsson, Vilhjálmur Þorsteinsson, Ólafur Ragnar Grímsson og Dorrit Moussaieff.
Auglýsing

Þing­flokkur Fram­sókn­ar­flokks­ins hitt­ist í hádeg­inu í dag til að ræða meðal ann­ars umfjöllun Kast­ljóss um við­skiptafléttu Hrólfs Ölv­is­son­ar, fram­kvæmda­stjóra flokks­ins, sem sýnd var á RÚV í gær. Í þætt­inum var einnig fjallað um umfangs­mikil við­skipti Finns Ing­ólfs­son­ar, fyrr­ver­andi Seðla­banka­stjóra og ráð­herra Fram­sókn­ar­flokks­ins, og Helga S. Guð­munds­son­ar, fyrr­ver­andi for­manns banka­ráðs Seðla­bank­ans. 

Fram­sókn þegir

Ráð­herrar Fram­sókn­ar­flokks­ins hafa ekki viljað tjá sig við fjöl­miðla um málið í morg­un, en þau báð­ust öll undan við­tali við RÚV og 365 fyrir rík­is­stjórn­ar­fund. Ekki var að sjá á dag­skrá rík­is­stjórn­ar­innar að málin hafi verið rædd. Kjarn­inn hefur ekki náð í Hrólf Ölv­is­son í morg­un, en þær upp­lýs­ingar feng­ust á skrif­stofu Fram­sókn­ar­flokks­ins að hann yrði upp­tek­inn á fundum í allan dag. 

Sig­urður Ingi Jóhanns­son for­sæt­is­ráð­herra sagði við RÚV í gær­kvöldi að hann meti málið svo að allt hafi verið uppi á borðum varð­andi við­skipta­hætti Hrólfs. Það sé þó eðli­legt að flokk­ur­inn ræði saman um fram­hald­ið. 

Auglýsing

Hætti tvisvar vegna skjal­anna

Aflands­fé­lag Vil­hjálms Þor­steins­son­ar, fyrr­ver­andi gjald­kera Sam­fylk­ing­ar­innar og hlut­hafa í Kjarn­an­um, voru einnig til umfjöll­unar í Kast­ljósi. Vil­hjálmur hafði áður harð­neitað því að eiga aflands­fé­lag og þvertók fyrir að nafn hans væri í Panama­skjöl­un­um. Hann upp­lýsti svo um það, eftir eft­ir­grennslan Kast­ljóss um helg­ina, að hann hafi átt félag sem væri í skjöl­un­um. Hann sagði sig úr stjórn Kjarn­ans í kjöl­farið. Hann hafði áður sagt af sér sem gjald­keri Sam­fylk­ing­ar­innar eftir að umræður fóru af stað um félag hans í Lúx­em­borg. 

Annar hættur - hinn ekki

Stjórn­endur tveggja líf­eyr­is­sjóða fengu líka pláss í Kast­ljósi í gær. Kári Arnór Kára­son, stjórn­andi Stapa líf­eyr­is­sjóðs, átti tvö aflands­fé­lög og hann sagði af sér um helg­ina vegna umfjöll­un­ar­inn­ar. 

Hinn stjórn­and­inn, Krist­ján Örn Sig­urðs­son, starfar enn sem fram­kvæmda­stjóri Sam­ein­aða líf­eyr­is­sjóðs­ins. Hann var líka skráður fyrir tveimur aflands­fé­lögum og er annað þeirra enn starf­andi. Kjarn­inn hefur ekki náð í Krist­ján Örn í morg­un. Mbl.is greinir frá því að lög­fræð­ingur muni fara yfir mál hans á stjórn­ar­fundi á morg­un. 

Hvorki Krist­ján Örn né Kári Arnór greindu stjórnum þeirra líf­eyr­is­sjóða sem þeir stýrðu frá þessum við­skipta­hags­munum sín­um. Lög gera þó ráð fyrir að fram­­kvæmda­­stjóra líf­eyr­is­­sjóðs sé óheim­ilt að taka þátt í atvinn­u­­rekstri nema að fengnu leyfi stjórn­­­ar. Eign­­ar­hlutur í fyr­ir­tæki telst þátt­­taka í atvinn­u­­rekstri nema um sé að ræða óveru­­legan hlut sem ekki veitir bein áhrif á stjórn þess. Stjórn­ar­for­maður Sam­ein­aða líf­eyr­is­sjóðs­ins, Jón Bjarni Gunn­ars­son, segir við mbl.is að það sé ekki víst að Krist­ján hafi gerst brot­legur með þögn sinni um mál­ið.  

Bessa­staða­teng­ing­in 

Fyrr í gær sögðu Kjarn­inn og Reykja­vik Grapevine frá því að félag tengt Ólafi Ragn­ari Gríms­syni, for­seta Íslands, og eig­in­konu hans, Dor­rit Moussa­eiff, sé að finna í Panama­skjöl­un­um. For­set­inn hafði áður neitað því stað­fast­lega að nokkuð ætti eftir að koma í ljós sem mundi tengja hann við lek­ann eða aflands­fé­lög yfir höf­uð. Félag­ið, Lasca Fin­ance Limited, var ­skráð á Bresku Jóm­frú­­areyj­unum frá árinu 1999 til árs­ins 2005. 

Í svari emb­ætt­is­ins við fyr­ir­spurn Kjarn­ans í gær stóð: „Hvorki for­­seti né Dor­­rit vita neitt um þetta félag né hafa heyrt af því áður. Faðir Dor­­ritar er lát­inn og móðir henn­­ar, sem er 86 ára, man ekki eftir neinu slíku félag­i."

For­set­inn sagði í svari sínu til mbl.is í dag að hann hafi ekki mótað sér afstöðu til þess hvort upp­lýs­ing­arnar komi til með að hafa áhrif á fram­boð hans eða hvort hann ætli að gera upp­lýs­ingar úr skatta­skýrslum sínum og konu sinnar opin­ber­ar. 

Amazon lagði inn pöntun fyrir 100 þúsund rafmagns sendibíla
Nýsköpunarfyrirtækið Rivian sem er með höfuðstöðvar í Michigan er heldur betur að hrista upp í sendibílamarkaðnum.
Kjarninn 19. september 2019
Jón Steindór Valdimarsson, þingmaður Viðreisnar, er fyrsti flutningsmaður frumvarpsins.
Þingmenn fjögurra flokka fara fram á fullan aðskilnað ríkis og kirkju
Lögð hefur verið fram þingsályktunartillaga um að frumvarp um aðskilnað ríkis og kirkju verði lagt fram snemma árs 2021 og að sá aðskilnaður verði gengin í gegn í síðasta lagi 2034.
Kjarninn 19. september 2019
Guðmundur Ingi Guðbrandsson
Hamfarahlýnun – gripið til mikilvægra aðgerða
Kjarninn 19. september 2019
Að jafnaði eru konur líklegri en karlar til að gegna fleiri en einu starfi.
Talsvert fleiri í tveimur eða fleiri störfum hér á landi
Mun hærra hlutfall starfandi fólks gegna tveimur eða fleiri störfum hér á landi en í öðrum Evrópuríkjum. Þá vinna fleiri Íslendingar langar vinnuvikur eða tæp 18 prósent.
Kjarninn 19. september 2019
Árni Pétur Jónsson, forstjóri Skeljungs, stýrði áður Basko.
Skeljungur fær undanþágu vegna kaupa á Basko
Samkeppniseftirlitið hefur heimilað samruna Skeljungs og Basko með skilyrðum. Kaupverðið er 30 milljónir króna og yfirtaka skulda.
Kjarninn 19. september 2019
Sigmundur Davíð Gunnlaugsson, formaður Miðflokksins.
„Við getum ekki brugðist við með því að reyna að lifa eins og í sænskri hippakommúnu“
Formaður Miðflokksins segir að leyfa verði vísindum að leysa loftslagsvandann í stað þess að bregðast við með því að reyna að lifa eins og í sænskri hippakommúnu.
Kjarninn 19. september 2019
Rannveig Sigurðardóttir og Unnur Gunnarsdóttir
Unnur og Rannveig skipaðar varaseðlabankastjórar
Núverandi aðstoðarseðlabankastjóri og forstjóri Fjármálaeftirlitsins hafa nú verið formlega fluttar í starf varaseðlabankastjóra af forsætisráðherra og fjármála- og efnahagsráðherra. Þær hefja störf í janúar á næsta ári.
Kjarninn 19. september 2019
Nonnabiti lokar eftir 27 ár
„Allt á baconbát?“ hefur heyrst í síðasta sinn í Hafnarstrætinu. Nonnabita hefur verið lokað og svangir næturlífsfarar verða að finna sér nýjan stað til að takast á við svengdina í framtíðinni.
Kjarninn 19. september 2019
Meira eftir höfundinnSunna Valgerðardóttir
Meira úr sama flokkiFréttaskýringar
None