Sagnfræðingur, stjórnmálamaður, rekstrarhagfræðingur og rithöfundur

Að öllum líkindum munu fjórir frambjóðendur berjast um Bessastaði. Stjórnmálamaðurinn Ólafur Ragnar, sagnfræðingurinn Guðni Th., rithöfundurinn Andri Snær og rekstrarhagfræðingurinn Halla mælast með mest fylgi. Guðni tilkynnir framboð sitt í dag.

Andri Snær Magnason, Guðni Th. Jóhannesson, Halla Tómasdóttir og Ólafur Ragnar Grímsson hafa mælst með mest fylgi í könnunum undanfarið.
Andri Snær Magnason, Guðni Th. Jóhannesson, Halla Tómasdóttir og Ólafur Ragnar Grímsson hafa mælst með mest fylgi í könnunum undanfarið.
Auglýsing

Guðni Th. Jóhann­es­son sagn­fræð­ingur ætlar að bjóða sig fram til for­seta Íslands. Hann til­kynnir fram­boð sitt í Salnum í Kópa­vogi í dag, upp­stign­ing­ar­dag. Guðni ætlar að etja kappi við sitj­andi for­seta, þó að hann hafi áður sagt að „sitj­andi for­seti vinni alltaf”. En það var áður en honum datt í hug að hann sjálfur ætti mögu­leika á að fella hann. 

Nú eru þrettán manns í fram­boði til for­seta Íslands, að sitj­andi for­seta, Ólafi Ragn­ari Gríms­syni, með­töld­um. Sam­kvæmt nýj­ustu skoð­ana­könn­unum eru fjórir með mest fylgi: Ólaf­ur, Guðni, Halla Tóm­as­dóttir og Andri Snær Magna­son. Aðrir fram­bjóð­endur mæl­ast með afar lítið eða nán­ast ekk­ert fylg­i. 

En hverjir eru þessir fjórir fram­bjóð­endur sem virð­ast ætla að berj­ast um Bessa­staði? Og hvað voru þeir að gera áður? 

Auglýsing

Umhverf­is­vernd­ar­sinnað skáld

FYRIR 20 ÁRUM. Andri Snær í viðtali við Alþýðublaðið árið 1996 um nýútkomnar bækur sínar, Bónusljóð og Engar smá sögur.

Andri Snær Magna­son er einn af vin­sæl­ustu rit­höf­undum lands­ins. Hann hefur skrifað fjölda verka. Andri er ötull tals­maður umhverf­is­mála og hefur látið sterkt að sér kveða á þeim vett­vangi, bæði inn­an­lands og utan. Nú síð­ast hefur hann í sam­starfi við Björk Guð­munds­dóttur tón­list­ar­konu vakið athygli á stofnun hálend­is­þjóð­garðs á Íslandi. Hann er í þjóð­kirkj­unn­i. 

Andri fædd­ist í Reykja­vík þann 14. júlí 1973 og verður 43 ára í sum­ar.

Fjöl­skyldu­hagir

For­eldrar Andra eru Kristín Björns­dóttir hjúkr­un­ar­fræð­ingur og Magni Jóns­son lækn­ir. Andri kvænt­ist eig­in­konu sinni, Mar­gréti Sjöfn Torp, árið 1999 og eiga þau fjögur börn: Huldu Fil­ipp­íu, Elínu Freyju, Krist­ínu Lovísu og Hlyn Snæ. 

Fjöl­skyldan býr við Karfa­vog í Reykja­vík. Andri er í þjóð­kirkj­unn­i. 

Menntun og störf

Stúd­ents­próf úr MS árið 1993. BA próf í íslensku frá Háskóla Íslands árið 1997. Andri hefur skrifað fjölda bóka; skáld­sög­ur, barna­bæk­ur, leik­rit, ljóð og fræði­rit. Bækur hans hafa komið út í 35 löndum og hlotið alþjóð­leg verð­laun. Leik­rit hans hafa verið sett upp víða um heim. Andri hefur haldið fjölda fyr­ir­lestra víða um heim varð­andi nýsköp­un, efna­hags­mál, menn­ing­ar­mál, frið­ar­mál og umhverf­is­mál. Hann hefur haldið erindi í Col­umbia Uni­versity, Tokyo Tec, MIT, Hum­boldt og víð­ar. Þá hefur hann tekið þátt í sam­keppnum með arki­tektum og arki­tekta­stofum og verið gesta­kenn­ari hjá Lista­há­skóla Íslands. 

Andri Snær er einn af stofn­endum Topp­stöðv­ar­inn­ar, sem rekur aðstöðu fyrir sprota­fyr­ir­tæki í Elliða­ár­dal, og bóka­fé­lags­ins Nyk­urs. Hann er einn af stofn­fé­lögum Fram­tíð­ar­lands­ins og setið í stjórn Land­vernd­ar.

Sagn­fræð­ingur með for­seta­emb­ætt­is­blæti

FYRIR 20 ÁRUM. Guðni tekur við námsstyrk í sagnfræðinámi sínu og Morgunblaðið greinir skilmerkilega frá. Á þessum tíma var hann líka að læra Rússnesku.

Guðni Thor­lacius Jóhann­es­son sagn­fræð­ingur hefur verið einn helsti álits­gjafi fjöl­miðla þegar kemur að umfjöll­unum um störf for­seta Íslands og emb­ættið sem slíkt. Hann hefur náð að halda sig utan flokks­bund­innar póli­tíkur allan sinn feril og virð­ist sækja fylgi bæði til vinstri og hægri. Guðni stendur utan trú­fé­laga, en hann sagði sig úr kaþ­ólsku kirkj­unni í kjöl­far fregna af kyn­ferð­is­brotum innan henn­ar.

Guðni fædd­ist í Reykja­vík þann 26. júní 1968 og verður því 48 ára dag­inn eftir for­seta­kosn­ing­arnar í sum­ar. 

Fjöl­skyldu­hagir

For­eldrar Guðna eru Mar­grét Thor­laci­us, kenn­ari og blaða­mað­ur, og Jóhannes Sæmunds­son, íþrótta­kenn­ari og íþrótta­full­trú­i. 

Guðni kvænt­ist fyrri eig­in­konu sinni, Elínu Har­alds­dótt­ur, árið 1995 og eiga þau eina dótt­ur, Rut. Guðni og núver­andi eig­in­kona hans, Eliza Reid, sem er frá Kana­da, giftu sig 2004 og eiga þau saman börnin Duncan Tind, Don­ald Gunn­ar, Sæþór Peter og Eddu Mar­gréti. Fjöl­skyldan býr við Tjarn­ar­stíg á Sel­tjarn­ar­nesi.  

Menntun og störf

Stúd­ents­próf úr MR árið 1987. Sagn­fræði­próf frá Warwick háskóla í Englandi. Meistara­gráða í sagn­fræði frá Háskóla Íslands 1997, MSt gráða í sögu frá Oxford 1999 og doktor í sagn­fræði 2003 frá Uni­versity of London. Guðni hefur verið kenn­ari við Há­­skóla Íslands, Há­­skól­ann í Reykja­vík, Há­­skól­ann á Bif­­röst og Uni­versity of London. Í dag starfar Guðni sem dós­ent í sagn­fræði við Há­­skóla Íslands. Hann hefur skrifað fjölda fræði­rita og greina, meðal ann­ars með sér­staka áherslu á þorska­­stríðin og emb­ætti for­seta Íslands. Þá hefur hann einnig skrifað ævi­sögu Gunn­­ars Thorodd­­sens, fyrr­ver­andi for­­sæt­is­ráð­herra, og fræði­bók um for­seta­tíð Krist­jáns Eld­­járns.

Reynslu­bolti úr við­skipta­líf­inu

FYRIR 16 ÁRUM. Halla í stóru viðtali við Frjálsa verslun árið 2000 vegna Auðar Capital.

Halla Tóm­as­dóttir er rekstr­ar­hag­fræð­ingur og hefur fjöl­breyttan starfs­feril að baki á sviði við­skipta. Hún starfar í dag sem fyr­ir­les­ari og ráð­gjafi á alþjóða­vett­vangi. Hún hefur aldrei verið virk á sviði stjórn­mála og er ekki flokks­bund­in. Halla er eina konan í for­seta­fram­boði sem hefur mælst með yfir tveimur pró­sentum í skoð­ana­könn­un­um. Hún er í þjóð­kirkj­unni.  

Halla fædd­ist í Reykja­vík þann 11. októ­ber 1968 og verður 48 ára í haust. 

Fjöl­skyldu­hagir

Halla er dóttir Krist­jönu Sig­urð­ar­dóttur þroska­þjálfa og Tómasar Björns Þór­halls­sonar pípu­lagn­inga­meist­ara. Halla er gift Birni Skúla­syni og saman eiga þau tvö börn. Þau búa á Kárs­nes­inu í Kópa­vog­i. 

Menntun og störf

Versl­un­ar­próf frá Versl­un­ar­skóla Íslands 1986 og stúd­ents­próf við Fjöl­braut við Ármúla 1989. BSc í við­skipta­fræði frá Auburn Uni­versity í Ala­bama 1993 og útskrif­að­ist sem rekstr­ar­hag­fræð­ingur með áherslu á alþjóð­leg við­skipti, sam­skipti og tungu­mál frá Thund­er­bird í Arizona 1995. Dokt­ors­nám og rann­sóknir við Cran­fi­eld School of Mana­gement í Bret­landi á árunum 2004-2005. 

Halla setti á fót stjórn­enda­skóla og símennt­un­ar­deild Háskól­ans í Reykja­vík og kenndi einnig við skól­ann. Hún var starfs­manna­stjóri hjá Pepsi Cola North Amer­ica og hjá Íslenska útvarps­fé­lag­inu og var fram­kvæmda­stjóri Við­skipta­ráðs Íslands. Halla leiddi verk­efnið Auður í krafti kvenna og var síðar annar stofn­enda Auðar Capi­tal og var einn stofn­enda Maura­þúf­unnar kom Þjóð­fund­inum af stað árið 2009. 

Stór­tækur stjórn­mála­maður

FYRIR 20 ÁRUM. Ólafur Ragnar og Guðrún Katrín á endapunkti kosningabaráttu sinnar 1996 þegar Ólafur var kjörinn forseti í fyrsta sinn. Auglýsingin birtist í Tímanum.

Ólaf Ragnar Gríms­son hefur verið í eld­línu stjórn­mál­anna und­an­farna fjóra til fimm ára­tugi, verið for­maður stjórn­mála­flokks, setið á þingi og síð­ast á Bessa­stöðum síð­ustu 20 ár. Ólafur er í þjóð­kirkj­unn­i. 

Ólafur fædd­ist á Ísa­firði þann 14. maí 1943 og verður 73 ára eftir rúma viku. 

Fjöl­skyldu­hagir

Faðir Ólafs var Grímur Krist­geirs­son hár­skeri og móðir hans Svan­hildur Ólafs­dóttir Hjartar hús­móð­ir. Ólafur kvænt­ist Guð­rúnu Katrínu Þor­bergs­dóttur árið 1974 og eign­að­ist með henni dæt­urnar Guð­rúnu Tinnu og Svan­hildi Döllu. Guð­rún lést úr hvít­blæði árið 1998, tveimur árum eftir að Ólafur var fyrst kjör­inn for­seti. Ólafur kvænt­ist Dor­rit Moussai­eff árið 2003. Ólafur býr á Bessa­stöðum en Dor­rit er skráð í Bret­landi, þó utan lög­heim­ilis og er með heim­il­is­festi í Ísra­el, heima­landi sín­u. 

Menntun og störf

Stúd­ents­próf úr MR árið 1962. Stjórn­mála- og hag­fræði­próf úr háskól­anum í Manchester 1965. Dokt­ors­gráða í stjórn­mála­fræði úr sama skóla árið 1970. Lektor í stjórn­mála­fræði við Háskóla Íslands 1970 og skip­aður fyrsti pró­fessor í fag­inu við skól­ann árið 1973. Kenndi við skól­ann á árunum 1970 til 1988. Ólafur var einnig rit­stjóri Þjóð­vilj­ans og stjórn­aði sjón­varps- og útvarps­þátt­um.  

Stjórn­mála­fer­ill

  • 1967 - 1974 -  Sæti í mið­stjórn Fram­sókn­ar­flokks­ins og fram­kvæmda­stjórn flokks­ins. 
  • 1974 - 1975 - Vara­þing­maður fyrir Sam­tök frjáls­lyndra og vinstri manna og for­maður fram­kvæmda­stjórn­ar.
  • 1980 - 1987 - For­maður þing­flokks Alþýðu­banda­lags­ins.
  • 1978 - 1995 - Þing­maður og vara­þing­maður fyrir Alþýðu­banda­lagið og for­maður flokks­ins frá árinu 1987. Fjár­mála­ráð­herra árin 1988 til 1991.  

Skiptir Kjarninn þig máli?

Kjarninn reiðir sig á framlög lesenda. Með því að styrkja Kjarnann mánaðarlega tekur þú þátt í að halda úti öflugum fjölmiðli.

Við erum til staðar fyrir lesendur og fjöllum um það sem skiptir máli.

Ef Kjarninn skiptir þig máli þá máttu endilega vera með okkur í liði.

Já takk, ég vil styrkja Kjarnann!
Anna Dóra Antonsdóttir
Rammaáætlun sem sáttargjörð
Kjarninn 17. maí 2022
Tekjur ríkisins af kolefnisgjaldi aldrei verið jafn miklar og í fyrra
Ríkið hefur milljarðatekjur af losun gróðurhúsalofttegunda, bæði frá uppboðum á losunarheimildum og af kolefnisgjaldi. Féð er ekki eyrnamerkt loftslagsaðgerðum en fjármálaráðherra áætlar að framlög til loftslagsmála nemi yfir 15 milljörðum í ár.
Kjarninn 17. maí 2022
Helga Þórðardóttir varaþingmaður Flokks fólksins.
„Stjórnvöld hafa svikið leigjendur“
Leigjendur eru jaðarsettir og algerlega berskjaldaðir fyrir hentistefnu leigusala, segir varaþingmaður Flokks fólksins. Stjórnvöld verði að koma með beinar aðgerðir sem stöðva brjálsemi óhefts markaðar sem stjórnist af græðgi einstaklinga.
Kjarninn 17. maí 2022
Jón Gunnarsson er dómsmálaráðherra.
Ráðherra svarar engu um Samherjamálið þar sem það eigi ekki að lúta „pólitískum afskiptum“
Dómsmálaráðherra segir að embætti sem rannsaki sakamál fái ekki auknar fjárveitingar til að sinna rannsókn tiltekins sakamáls. Á ríkisstjórnarfundi í nóvember 2019 var hugað sérstaklega að fjármögnun rannsóknar héraðssaksóknara á Samherjamálinu.
Kjarninn 17. maí 2022
Sigríður Björk Guðjónsdóttir ríkislögreglustjóri mætti á opinn fund í allsherjar- og menntamálanefnd um fræðslu og menntun lögreglumanna um fjölmenningu og fordóma.
Segir að ekki hafi verið um kynþáttamiðaða löggæslu að ræða
Ríkislögreglustjóri segist harma það að ungur drengur skyldi hafa ítrekað orðið fyrir áreiti við leit lögreglunnar að strokufanga í síðasta mánuði. Þó sé í þessu tilviki ekki um kynþáttamiðaða löggæslu eða afskipti að ræða.
Kjarninn 17. maí 2022
Viðmiðunarverðið á bensínlítra yfir 300 krónur í fyrsta sinn
Hlutur olíufélaga í hverjum seldum bensínlítra er með lægsta móti um þessar mundir þrátt fyrir mjög hátt verð. Það bendir til þess að þau séu ekki að skila hækkunum á heimsmarkaðsverði nema að hluta út í verðlagið.
Kjarninn 17. maí 2022
Bjarni Benediktsson fjármálaráðherra lagði fram fjármálaáætlun fyrir árin 2023-2027 í mars.
Spyrja hvort framlögð fjármálaáætlun sé í samræmi við stjórnarsáttmála
ASÍ bendir á það í umsögn sinni við fjármálaáætlun að mjög takmarkað svigrúm sé til aukinna útgjalda næstu árin sem þó er fyrirséð að muni aukast mikið. Vilja efla tekjustofna ríkisins, meðal annars með komugjaldi og hækkun fjármagnstekjuskatts.
Kjarninn 17. maí 2022
Guðmundur Ingi Kristinsson þingflokksformaður Flokks fólksins.
„Á ekki að skila þessum ólöglega ránsfeng?“
Þingflokksformaður Flokks fólksins segir að álag gangi nærri heilsu fólks sem hefur lent í skerðingum á greiðslum. „Er einhver hissa að kvíði, þunglyndi, streita, svefnleysi sé að hrjá þennan hóp í boði ríkisstjórnarinnar?“ spurði hann á þingi í dag.
Kjarninn 16. maí 2022
Meira eftir höfundinnSunna Valgerðardóttir
Meira úr sama flokkiFréttaskýringar
None