Wintris skilaði ekki CFC-framtali

Aflandsfélag sem var í eigu Sigmundar Davíðs Gunnlaugssonar, og er í eigu eiginkonu hans, skilaði ekki svokölluðu CFC-framtali líkt og aflandsfélög eiga að gera. Átta vikur eru síðan að Kjarninn spurði fyrst um CFC-skil félagsins.

Sigmundur Davíð Gunnlaugsson, formaður Framsóknarflokksins og fyrrverandi forsætisráðherra.
Sigmundur Davíð Gunnlaugsson, formaður Framsóknarflokksins og fyrrverandi forsætisráðherra.
Auglýsing

Sigmundur Davíð Gunnlaugsson, fyrrverandi forsætisráðherra, og Anna Sigurlaug Pálsdóttir, eiginkona hans, töldu aflandsfélagið Wintris, sem skráð er á Bresku Jómfrúareyjunum, ekki fram í samræmi við CFC-löggjöfina. Í bloggfærslu sem Sigmundur Davíð birti í dag kemur fram að við framtalsgerð þeirra hjóna hafi „verið horft í gegnum félagið eins og það hafi aldrei verið til og eignir þess skráðar sem bein eign Önnu frá því ári áður en svo kallaðar CFC-reglur tóku gildi. Sú varfærna leið að greiða skatta af öllum eignum, hverri fyrir sig, í stað þess að nýta félagið og líta á það sem fyrirtæki í atvinnurekstri (og skila CFC-framtali) hefur skilað sér í hærri skattgreiðslum til ríkisins en ef stuðst hefði verið við atvinnurekstrar-/CFC-leiðina.

Í færslu Sigmundar Davíðs segir einnig að skattayfirvöld hafi aldrei gert athugasemdir við með hvaða hætti talið var fram. Kjarninn hefur ítrekað beint fyrirspurnum til Sigmundar Davíðs um hvort Wintris hafi staðið að skattskilum í samræmi við CFC-reglur. Fyrsta fyrirspurn þess efnis var send 21. mars, eða fyrir rúmum átta vikum síðan. Þrátt fyrir fjölmargar ítrekanir hafa ekki fengist svör við því hvort að skattskil hafi verið í samræmi við þá löggjöf fyrr en nú, þegar fyrrverandi forsætisráðherra staðfestir í bloggfærslu að skattskil hafi ekki verið í samræmi við CFC-reglur.

CFC tekur ekki bara til rekstrarfélaga

Auglýsing

CFC lög­gjöfin tók gildi í byrjun árs 2010. CFC stendur fyrir Controlled For­eign Cor­poration, erlend fyr­ir­tæki, félög eða sjóði í lág­skatta­ríkjum í eigu, eða undir stjórn íslensks eig­anda, hvort sem sá eig­andi er félag eða ein­stak­ling­ur. Lögin kveða meðal ann­ars á um að greiða skuli tekju­skatt hér á landi af hagn­aði félags sem íslenskur skatt­að­ili á en er í lág­skatta­rík­i. Íslend­ingar sem eiga félög á lág­skatta­­svæðum eiga að skila sér­­­stöku fram­tali með skatt­fram­tal­inu sínu vegna þessa, skýrslu ásamt grein­­ar­­gerð þar sem meðal ann­­ars eru sund­­ur­lið­aðar tekj­­ur, skatta­­legar leið­rétt­ing­­ar, arðsút­­hlutun og útreikn­ingur á hlut­­deild í hagn­aði eða tapi á grund­velli árs­­reikn­inga, sem eiga að fylgja. Ef það er ekki gert brýtur það í bága við lög um tekju­skatt

Í kjölfar þess að tilvist aflandsfélagsins Wintris varð opinber leituðu fjölmiðlar eftir svörum við því hvort Sig­mundur Davíð og eig­in­kona hans, Anna Sig­ur­laug Páls­dótt­ir, hafi talið fram félagið Wintris í sam­ræmi við CFC regl­urn­ar. Í Kastljósþætti sem sýndur 3. apríl var greint frá því að Sigmundur Davíð hefði selt sinn hlut í Wintris 31. desember 2009, daginn áður en CFC-löggjöfin tók gildi.

Kjarn­inn hefur ítrekað leitað svara við þessu frá því skömmu eftir að Anna Sig­ur­laug greindi frá til­vist fyr­ir­tæk­is­ins, en fyr­ir­spurnum hefur ekki verið svar­að. Fyrsta fyrirspurn Kjarnans um málið var send til aðstoðarmanns Sigmundar Davíðs 21. mars, fyrir rúmum átta vikum síðan. Fleiri fjöl­miðlar hafa einnig spurst fyrir um mál­ið. Í við­tali við Morg­un­blaðið í apríl sagði Sig­mundur Davíð að CFC lög­gjöfin taki bara til rekstr­ar­fé­laga. Félagið Wintris hafi hins vegar ekki verið rekstr­ar­fé­lag. 

Þetta er ekki rétt sam­kvæmt upp­lýs­ing­unum sem fram koma um CFC félög á vef rík­is­skatt­stjóra. Þar kemur fram að það eigi að skila CFC eyðu­blaði ef: 

  • Félag­ið, sjóð­ur­inn eða stofn­unin er stað­sett í lág­skatta­ríki. Þau ríki telj­ast lág­skatta­ríki ef sá tekju­skattur sem lagður er á lög­að­il­ann ytra er lægri en tveir þriðju hlutar af þeim tekju­skatti sem hefði verið lagður á lög­að­il­ann hefði hann verið heim­il­is­fastur á Íslandi og 
  • Íslenskir skatt­að­il­ar, einn eða fleiri sam­an, eiga beint eða óbeint minnst helm­ing í CFC-­fé­lag­inu eða stjórn­un­ar­leg yfir­ráð þeirra hafa verið til staðar innan tekju­árs. Ekki er litið til eign­ar­halds hvers ein­staks eig­anda við ákvörðun þess hvort skil­yrði telst upp­fyllt, heldur sam­eig­in­legs eign­ar­halds eða stjórn­un­ar­legra yfir­ráða allra íslenskra skatt­að­ila í hinu erlenda félagi.

Í greinargerð sem fylgdi frumvarpinu sem innleiddi CFC-reglurnar í íslensk lög er einnig gerð skýr grein fyrir hvers konar félög falli undir reglurnar. Þar segir: Félög, sjóðir og stofnanir sem hafa aðallega tekjur af eignum svo sem arð, vexti og söluhagnað, þ.e. óvirkar tekjur (e. passive income), þ.m.t. tekjur af óefnislegum eignum, svo sem réttindum hvers konar og sæta skattlagningu undir þeim mörkum sem sett eru í greininni, falla undir ákvæði hennar."

Kjarninn leitaði um miðjan apríl eftir upplýsingum hjá embætti ríkisskattstjóra um hversu margir aðilar hefðu skilað CFC-framtali síðan að lögin tóku gildi. Í svari Skúla Eggerts Þórðarsonar ríkisskattstjóra kom fram að hann hefði ekki upplýsingar um það.

Skúli Eggert sagði að CFC-­eyðu­blaðið sé fyrst og fremst verk­færi til að leiða fram ákveðnar upp­lýs­ing­ar, það er „skatt­stofna þar sem félag á lág­skatta­svæði er skatt­lagt hjá eig­and­anum eins og ekk­ert félag væri fyrir hendi. Skatt­lagn­ing verður þá hin sama og ein­stak­lingur í atvinnu­rekstri með þeim reglum sem um slíka skatt­lagn­ingu gilda.“ 

Indriði segir ummælin jafnvel tilraun til blekkingar

Engin önnur skil­yrði eru til­tek­in. Skúli Egg­ert Þórð­ar­son rík­is­skatt­stjóri hefur ekki viljað tjá sig um ein­staka ummæli, en for­veri hans, Ind­riði H. Þor­láks­son, hefur sagt að ummæli eins og Sig­mundar Dav­íðs, um að löggjöfin taki einungis til rekstrarfélaga, séu jafn­vel til­raun til blekk­ing­ar. 

„Eign­­ar­halds­­­fé­lag eða hvað annað félag sem starfar í þeim til­­­gangi að sýsla með eignir og afla tekna fyrir eig­anda sinn er með atvinn­u­­starf­­sem­i skv. þeim lögum sem hér skipta máli, þ.e. tekju­skatts­lag­anna. Hvort sem ­tekj­­urnar eru afrakstur af sölu á vöru eða þjón­ustu, þókn­an­ir, arð­­ur, tekjur af ­eigna­­sölu, þ.m.t. fast­­eignum eða vextir af banka­inn­i­­stæð­um, skulda­bréf­um o.s.fr. eru það skatt­­skyldar tekjur af atvinn­u­­rekstri í skiln­ingi þeirra laga. Það skipt­ir og engu hvort félagið hefur starfs­­menn á sínum snærum eða kaupi þjón­­ustu af öðr­um,“ skrif­aði hann í grein í Kjarn­anum í apríl.

Einnig kemur fram á vef rík­is­skatt­stjóra að CFC félög eiga að hafa íslenska kenni­tölu til þess að skila til­skildum gögnum til rík­is­skatt­stjóra. „Án íslenskrar kenni­tölu er ekki hægt að skila til­skildum gögnum til rík­is­skatt­stjóra.“  Félagið Wintris er ekki með íslenska kenni­tölu.

Styrkir þú Kjarnann?

Kjarninn reiðir sig á framlög lesenda. Með því að styrkja Kjarnann mánaðarlega tekur þú þátt í að halda úti öflugum fjölmiðli.

Kjarninn hefur verið til taks fyrir kröfuharða lesendur í sjö ár og býður almenningi upp á vandaða umfjöllun þar sem áhersla er á gæði og dýpt.  

Ef þú ert nú þegar styrkjandi leyfum við okkur að benda á að hægt er að óska eftir að hækka styrkinn með því að senda póst á takk@kjarninn.is


Já takk, ég vil styrkja Kjarnann!
Davíð Helgason, einn stofnenda og fyrrum forstjóri Unity.
Segir Ísland geta orðið „einhvers konar tilraunasetur fyrir framtíðina“
Frumkvöðullinn og milljarðamæringurinn Davíð Helgason flytur til Íslands í sumar og ætlar að fjárfesta í fyrirtækjunum sem vinna gegn loftslagsvandanum. Að hans mati er margt sem gerir landið að góðum fjárfestingarkosti.
Kjarninn 18. maí 2021
Palestínumennirnir fimm fyrir utan húsnæði Útlendingastofnunar í Hafnarfirði í dag.
„Við viljum frekar deyja á götunni á Íslandi en að fara aftur til Grikklands“
„Íslensk yfirvöld hlusta ekkert á okkur. Þó að þau viti hvernig ástandið er í okkar heimalandi og þær áhyggjur sem við höfum. Ég meina, húsin sem við bjuggum í hafa sum verið jöfnuð við jörðu.“ Þetta segir Palestínumaður sem er lentur á götunni á Íslandi.
Kjarninn 18. maí 2021
Fasteignaverð hækkar meira með hverjum mánuðinum sem líður, þar sem eftirspurn er mikil og minna er um nýbyggingar.
Ekki meiri hækkun síðan árið 2017
Fasteignaverð á höfuðborgarsvæðinu hækkaði um 13,7 prósent í apríl á ársgrundvelli, miðað við vísitölu Þjóðskrár. Vísitalan hefur ekki hækkað jafnmikið milli ára síðan í desember 2017.
Kjarninn 18. maí 2021
Þröstur Ólafsson
Var þanþolið rofið?
Kjarninn 18. maí 2021
„Þegar mikil eftirspurn er eftir húsnæði getur fyrirvari um ástandsskoðun fasteignar talist kauptilboði til frádráttar,“ segir í greinargerð með þingsályktunartillögunni.
Ástandsskýrslur fylgi öllum seldum fasteignum
Nýsamþykkt þingsályktunartillaga felur ráðherra að móta frumvarp um ástandsskýrslur fasteigna. Slíkum skýrslum er ætlað að auka traust í fasteignaviðskiptum en ábyrgð vegna galla sem ekki koma fram í ástandsskýrslum mun falla á matsaðila.
Kjarninn 18. maí 2021
Allir hljóta að hafa skoðun á vegferð Ísraelsmanna að mati Hönnu Katrínar Friðriksson þingmanns Viðreisnar.
„Við Íslendingar höfum sterka rödd á alþjóðavettvangi“
Íslensk stjórnvöld þurfa að láta í sér heyra og hvetja aðra til að gera slíkt hið sama vegna átaka milli Ísraels og Palestínu að mati þingmanna Viðreisnar og Framsóknarflokks. Þó svo að íslenska þjóðin sé fámenn hafi hún sterka rödd og hana þurfi að nota.
Kjarninn 18. maí 2021
Samkvæmt ASÍ og BSRB er skuldasöfnun ríkisins ekki áhyggjuefni þegar vextir eru lágir
Gagnrýna „afkomubætandi ráðstafanir“ og vilja breyta fjármálareglum
Sérfræðingahópur á vegum ASÍ og BSRB varar stjórnvöld við að beita niðurskurði í yfirstandandi kreppu og segir að fjármálareglur hins opinbera þurfi að vera sveigjanlegri í nýrri skýrslu um efnahagsleg áhrif faraldursins.
Kjarninn 18. maí 2021
Græni miðinn er aftur kominn upp á gafl Hafnarborgar.
Listaverk sem fjarlægt var af bæjaryfirvöldum í Hafnarfirði komið upp á nýjan leik
Listaverk þeirra Libiu Castro og Ólafs Ólafssonar var fjarlægt af gafli Hafnarborgar fyrr í þessum mánuði að beiðni bæjaryfirvalda. Listaverkið er nú aftur komið upp en líklega hafa bæjaryfirvöld látið undan þrýstingi fagfélaga að mati listamannanna.
Kjarninn 18. maí 2021
Meira eftir höfundinnÞórður Snær Júlíusson
Meira úr sama flokkiFréttaskýringar
None