Wintris skilaði ekki CFC-framtali

Aflandsfélag sem var í eigu Sigmundar Davíðs Gunnlaugssonar, og er í eigu eiginkonu hans, skilaði ekki svokölluðu CFC-framtali líkt og aflandsfélög eiga að gera. Átta vikur eru síðan að Kjarninn spurði fyrst um CFC-skil félagsins.

Sigmundur Davíð Gunnlaugsson, formaður Framsóknarflokksins og fyrrverandi forsætisráðherra.
Sigmundur Davíð Gunnlaugsson, formaður Framsóknarflokksins og fyrrverandi forsætisráðherra.
Auglýsing

Sig­mund­ur Da­víð Gunn­laugs­son, fyrr­ver­andi for­sæt­is­ráð­herra, og Anna Sig­ur­laug Páls­dótt­ir, eig­in­kona hans, töldu aflands­fé­lagið Wintris, sem skráð er á Bresku Jóm­frú­areyj­un­um, ekki fram í sam­ræmi við CFC-lög­gjöf­ina. Í blogg­færslu sem Sig­mund­ur Da­víð birti í dag kemur fram að við fram­tals­gerð þeirra hjóna hafi „verið horft í gegnum félagið eins og það hafi aldrei verið til og eignir þess skráðar sem bein eign Önnu frá því ári áður en svo kall­aðar CFC-­reglur tóku gildi. Sú var­færna leið að greiða skatta af öll­u­m ­eign­um, hverri fyrir sig, í stað þess að nýta félagið og líta á það sem ­fyr­ir­tæki í atvinnu­rekstri (og skila CFC-fram­tali) hefur skilað sér í hærri skatt­greiðslum til rík­is­ins en ef ­stuðst hefði verið við atvinnu­rekstr­ar­-/CFC-­leið­ina.

Í færslu Sig­mundar Dav­íðs segir einnig að skatta­yf­ir­völd hafi aldrei ­gert athuga­semdir við með hvaða hætti talið var fram. Kjarn­inn hefur ítrek­að beint fyr­ir­spurnum til Sig­mundar Dav­íðs um hvort Wintris hafi staðið að skatt­skilum í sam­ræmi við CFC-­regl­ur. Fyrsta fyr­ir­spurn þess efnis var send 21. mars, eða fyrir rúmum átta vikum síð­an. Þrátt fyrir fjöl­margar ítrek­anir hafa ekki feng­ist svör við því hvort að skatt­skil hafi verið í sam­ræmi við þá lög­gjöf fyrr en nú, þegar fyrr­ver­andi for­sæt­is­ráð­herra stað­festir í blogg­færslu að skatt­skil hafi ekki verið í sam­ræmi við CFC-­regl­ur.

CFC tekur ekki bara til rekstr­ar­fé­laga

Auglýsing

CFC lög­­­gjöfin tók gildi í byrjun árs 2010. CFC stendur fyr­ir­ Controlled For­­eign Cor­poration, erlend fyr­ir­tæki, félög eða sjóði í lág­skatta­­ríkj­u­m í eigu, eða undir stjórn íslensks eig­anda, hvort sem sá eig­andi er félag eða ein­stak­l­ing­­ur. Lögin kveða meðal ann­­ars á um að greiða skuli tekju­skatt hér á landi af hagn­aði félags sem íslenskur skatt­að­ili á en er í lág­skatta­­rík­­i. Íslend­ingar sem eiga félög á lág­skatta­­­svæðum eiga að skila sér­­­­­stöku fram­tali með skatt­fram­tal­in­u sínu vegna þessa, skýrslu ásamt grein­­­ar­­­gerð þar ­sem meðal ann­­­ars eru sund­­­ur­lið­aðar tekj­­­ur, skatta­­­legar leið­rétt­ing­­­ar, arðsút­­­hlutun og útreikn­ingur á hlut­­­deild í hagn­aði eða tapi á grund­velli ár­s­­­reikn­inga, sem eiga að fylgja. Ef það er ekki gert brýtur það í bága við lög um tekju­skatt

Í kjöl­far þess að til­vist aflands­fé­lags­ins Wintris varð opin­ber leit­uðu fjöl­miðlar eftir svörum við því hvort Sig­­mundur Davíð og eig­in­­kona hans, Anna Sig­­ur­laug Páls­dótt­ir, hafi talið fram félagið Wintris í sam­ræmi við CFC regl­­urn­­ar. Í Kast­ljós­þætti sem sýndur 3. apríl var greint frá því að Sig­mundur Davíð hefð­i ­selt sinn hlut í Wintris 31. des­em­ber 2009, dag­inn áður en CFC-lög­gjöfin tók ­gildi.

Kjarn­inn hefur ítrekað leitað svara við þessu frá því skömmu eftir að Anna Sig­­ur­laug greindi frá til­­vist fyr­ir­tæk­is­ins, en fyr­ir­­spurn­um hefur ekki verið svar­að. Fyrsta fyr­ir­spurn Kjarn­ans um málið var send til­ að­stoð­ar­manns Sig­mundar Dav­íðs 21. mars, fyrir rúmum átta vikum síð­an. Fleiri ­fjöl­miðlar hafa einnig spurst fyrir um mál­ið. Í við­tali við Morg­un­­blaðið í a­príl sagði Sig­­mundur Davíð að CFC lög­­­gjöfin taki bara til rekstr­­ar­­fé­laga. ­Fé­lagið Wintris hafi hins vegar ekki verið rekstr­­ar­­fé­lag. 

Þetta er ekki rétt sam­­kvæmt upp­­lýs­ing­unum sem fram koma um CFC félög á vef rík­­is­skatt­­stjóra. Þar kemur fram að það eigi að skila CFC eyð­u­­blaði ef: 

  • Félag­ið, sjóð­­ur­inn eða stofn­unin er stað­­sett í lág­skatta­­ríki. Þau ríki telj­­ast lág­skatta­­ríki ef sá tekju­skatt­ur sem lagður er á lög­­að­il­ann ytra er lægri en tveir þriðju hlutar af þeim tekju­skatti sem hefði verið lagður á lög­­að­il­ann hefði hann verið heim­il­is­­fast­ur á Íslandi og 
  • Íslenskir skatt­að­il­­ar, einn eða fleiri sam­an, eiga beint eða óbeint minnst helm­ing í CFC-­­fé­lag­inu eða stjórn­­un­­ar­­leg yfir­­ráð þeirra hafa verið til staðar innan tekju­árs. Ekki er litið til eign­­ar­halds hvers ein­staks eig­anda við ákvörðun þess hvort skil­yrði telst upp­­­fyllt, heldur sam­eig­in­­legs eign­­ar­halds eða stjórn­­un­­ar­­legra yfir­­ráða allra íslenskra skatt­að­ila í hinu erlenda félagi.

Í grein­ar­gerð sem fylgdi frum­varp­inu sem inn­leiddi CFC-­regl­urn­ar í íslensk lög er einnig gerð skýr grein fyrir hvers konar félög falli und­ir­ ­regl­urn­ar. Þar seg­ir: Félög, sjóðir og stofn­anir sem hafa aðal­lega tekjur af eignum svo ­sem arð, vexti og sölu­hagn­að, þ.e. óvirkar tekjur (e. passive income), þ.m.t. ­tekjur af óefn­is­legum eign­um, svo sem rétt­indum hvers konar og sæta skatt­lagn­ingu undir þeim mörkum sem sett eru í grein­inni, falla undir ákvæð­i henn­ar."

Kjarn­inn leit­aði um miðjan apríl eftir upp­lýs­ingum hjá emb­ætti rík­is­skatt­stjóra um hversu margir aðilar hefðu skilað CFC-fram­tal­i ­síðan að lögin tóku gildi. Í svari Skúla Egg­erts Þórð­ar­sonar rík­is­skatt­stjóra kom fram að hann hefði ekki upp­lýs­ingar um það.

Skúli Egg­ert sagði að CFC-­eyð­u­­blaðið sé fyrst og fremst verk­­færi til að leiða fram ákveðnar upp­­lýs­ing­­ar, það er „skatt­­stofna þar ­sem félag á lág­skatta­­svæði er skatt­lagt hjá eig­and­­anum eins og ekk­ert ­fé­lag væri fyrir hendi. Skatt­lagn­ing verður þá hin sama og ein­stak­l­ingur í at­vinn­u­­rekstri með þeim reglum sem um slíka skatt­lagn­ingu gilda.“ 

Ind­riði segir ummælin jafn­vel til­raun til blekk­ingar

Engin önnur skil­yrði eru til­­­tek­in. Skúli Egg­ert Þórð­­ar­­son rík­­is­skatt­­stjóri hefur ekki viljað tjá sig um ein­staka ummæli, en for­ver­i hans, Ind­riði H. Þor­láks­­son, hefur sagt að ummæli eins og Sig­­mundar Dav­­íðs, um að lög­gjöfin taki ein­ungis til rekstr­ar­fé­laga, séu jafn­­vel til­­raun til blekk­ing­­ar. 

„Eign­­­ar­halds­­­­­fé­lag eða hvað annað félag sem ­starfar í þeim til­­­­­gangi að sýsla með eignir og afla tekna fyrir eig­anda s­inn er með atvinn­u­­­starf­­­sem­i skv. þeim lögum sem hér skipta máli, þ.e. ­tekju­skatts­lag­anna. Hvort sem ­tekj­­­urnar eru afrakstur af sölu á vöru eða ­þjón­ustu, þókn­an­ir, arð­­­ur, tekjur af ­eigna­­­sölu, þ.m.t. fast­­­eignum eða vextir af banka­inn­i­­­stæð­um, skulda­bréf­um o.s.fr. eru það skatt­­­skyldar tekjur af atvinn­u­­­rekstri í skiln­ingi þeirra laga. Það skipt­ir og engu hvort félagið hefur starfs­­­menn á sínum snærum eða kaupi ­þjón­­­ustu af öðr­um,“ skrif­aði hann í grein í Kjarn­­anum í apr­íl.

Einnig kemur fram á vef rík­­is­skatt­­stjóra að CFC ­fé­lög eiga að hafa íslenska kenn­i­­tölu til þess að skila til­­­skildum gögnum til­ ­rík­­is­skatt­­stjóra. „Án íslenskrar kenn­i­­tölu er ekki hægt að skila til­­­skild­um ­gögnum til rík­­is­skatt­­stjóra.“  Félagið Wintris er ekki með íslenska kenn­i­­tölu.

Samtal við samfélagið
Samtal við samfélagið
Samtal við samfélagið – Geta konur stjórnað?
Kjarninn 16. september 2019
Það á ekki lengur að vera hægt að fela hver sé raunverulegur eigandi félaga sem skráð eru á Íslandi.
Raunverulegir eigendur félaga eiga ekki lengur að geta falið sig
Hérlendis hefur verið hægt að komast upp með það að fela raunverulegt eignarhald félaga með ýmsum hætti. Margir nýttu sér það, meðal annars til að komast hjá uppgjöri á kröfum eða skattgreiðslum. Þessi leikur á ekki að vera gerlegur lengur.
Kjarninn 16. september 2019
Þóra Kristín Þórsdóttir
Opið bréf til Ásmundar Einars Daðasonar
Kjarninn 16. september 2019
Drónaárás í Sádí-Arabíu ýtir olíuverðinu upp á við
Aldrei í sögunni hefur olíuverð hækkað jafnt mikið á jafn skömmum tíma, eins og gerðist í kjölfar drónaárásar á olíuframleiðslusvæði Aramco í Sádí-Arabíu.
Kjarninn 16. september 2019
Segir ríkislögreglustjóra bera skyldu til að tilkynna um spillingu
Verðandi formaður stjórnskipunar- og eftirlitsnefndar segir að Haraldur Johannessen eigi að tilkynna um spillingu sem hann viti af. Í viðtali í gær lét hann í það skína að slík væri til staðar.
Kjarninn 15. september 2019
Íslendingurinn Reynir ætlar að taka upp Flamenco plötu
Reynir Hauksson hefur lært hjá einum helsta gítarkennara Granada. Nú safnar hann fyrir gerð Flamenco plötu á Karolina Fund.
Kjarninn 15. september 2019
Fosfatnáma
Upplýsingaskortur ógnar matvælaöryggi
Samkvæmt nýrri rannsókn íslenskra og erlendra fræðimanna ógnar skortur á fullnægjandi upplýsingum um birgðir fosfórs matvælaöryggi í heiminum.
Kjarninn 15. september 2019
Besta platan með Metallica – Master of Puppets
Gefin út af Elektra þann 3. mars 1986, 8 lög á 54 mínútum og 47 sekúndum.
Kjarninn 15. september 2019
Meira eftir höfundinnÞórður Snær Júlíusson
Meira úr sama flokkiFréttaskýringar
None