Messi horfist í augu við alvöru lífsins

Lionel Messi og faðir hans Jorge Messi, tóku sæti fyrir framan dómara í Barcelona. Þeir eru sakaðir um stórfelld skattsvik.

Lionel Messi
Auglýsing

Lionel Messi, besti fót­bolta­maður heims­ins og lyk­il­mað­ur­ Barcelona og argentíska lands­liðs­ins, tók sæti í morgun í vitna­stúku í dóm­sal í Barcelona, þar sem hann og faðir hans Jorge þurftu að svara fyr­ir­ á­sak­anir um skatt­svik upp á rúm­lega fjórar millj­ónir evra, eða sem nemur um 560 millj­ónum króna. Hinn 28 ára gamli Messi segj­ast hvergi hafa komið nærri mál­inu. Sam­tals, með vöxt­um, nemur fjár­hæðin 4,7 millj­ónum evra.

Vissi ekk­ert

„Ég vissi ekk­ert um þetta, ég hugs­aði bara um fót­bolt­ann,“ ­sagði Messi, en vitna­leiðslur yfir honum voru aðeins í gangi í fimmtán mín­út­ur. Jorge faðir hans sagði svip­aða sögu. Nema hvað hann játti því að sjá um fjár­hags­leg mál­efni fyrir son sinn. Hann hefði hins vegar með engum hætti kom­ið að þeim fjár­mála­gjörn­ingum sem málið snýst um, sem eru skattaund­an­skot í gegn­um Belís og Úrug­væ, með hjálpa aflands­fé­laga.

Pen­ing­arnir sem ekki voru gefnir upp til skatts vor­u greiðslur vegna styrkt­ar- og aug­lýs­inga­samn­ingar (image rights) Lionel Messi, á ár­unum 2007 til 2009. Sam­tals námu þær 10,1 millj­ónum evra, um 1,4 millj­örð­u­m króna. Þetta voru meðal ann­ars greiðslur frá Pepsi, Procto & Gamble og A­di­di­as.

Auglýsing

Feðgarnir ábyrgir

Skatta­yf­ir­völd á Spáni telja Messi feðga vera ábyrga fyr­ir­ skattsvik­un­um, en Jorge bauðst árið 2013 til þess að greiða yfir­völd­um sátta­greiðslu upp á fimm millj­ónir evra. Þeir greiddu fjár­hæð­ina að lok­um. Sú greiðsla er ekki til þess fallin að styrkja stöðu þeirra feðga, og hafa ­yf­ir­völd á Spáni frekar litið á það sem stað­fest­ingu á sekt þeirra. Hins veg­ar ­gæti mögu­lega refs­ing verið mild­ari fyrir vik­ið, en miðað við refsiramma lag­anna sem um ræðir getur fang­els­is­vist ekki orðið lengri en tvö ár.

En hvers vegna er þetta mál viða­mikið og jafn­vel talið ­próf­steinn á rétt­ar­kerfi Spán­ar? Hið aug­ljósa er að benda á að spjótin beinist að einum þekktasta íþrótta­manna ver­ald­ar. En það er ekki síður efna­hags­leg­i veru­leiki Spánar sem þarf að horfa til í þessu sam­hengi. Atvinnu­leysi hef­ur verið meira 20 pró­sent í land­inu und­an­farin ár, og hjá ungu fólki hefur það ver­ið ­yfir 40 pró­sent. Skuldir sliga sveit­ar­fé­lög um allt land­ið, og end­ur­skipu­lagn­ing banka­kerf­is­ins, eftir fjár­málakrepp­una á árunum 2007 til 2009 – á sömu árum og Messi feðgar eru sak­aðir um að hafa verið að skjóta und­an­ skatti – hefur verið kostn­að­ar­söm.Alvar­legur und­ir­tónn

Í árferði eins og þessu, er það litið sér­stak­lega alvar­leg­um augum að skjóta undan skatti, og þegar upp­hæð­irnar eru jafn háar og í þessu ­máli, þá gætu hámarks­refs­ingar verið nýtt­ar. Þetta á ekki að líða, segja skatta­yf­ir­völd skýrri röddu.

En hver ber ábyrgð­ina, ef það eru ekki eig­end­ur fjár­magns­ins? Það bein­ist kast­ljósi að lög­fræði­stofu sem Jorge Messi réð til­ þess að aðstoða við skjala­vinnslu og samn­inga­gerð. Þeir sáu enn­fremur um ­eigna­stýr­ingu fyrir Messi. Þetta er lög­fræði­stofan Juárez Veci­ana, sem bræð­urn­ir Angel og Inigo Juárez stýra. Þeir bræður komu báðir fyrir rétt­inn í morg­un, og ­sögðu Lionel Messi ekki hafa haft neina vit­neskju um hvernig gengið var frá­ greiðsl­un­um. Sögðu þeir, að sam­skiptin hafi verið við Jor­ge, en ábyrgðin væri al­farið þeirra. Þeir telja að frá­gang­ur­inn á greiðsl­unum hafi verið í takt við al­þjóða­lög, og að málið sé því ekki á rökum reist. „Ég get ekki talað fyr­ir­ aðra sam­starfs­menn mína, en ég get stað­fest það að Lionel Messi kom ekki nálægt ­neinu af því sem hér um ræð­ir,“ sagði Inigo og lagði áherslu á mál sitt.

Dóms­nið­ur­staða í mál­inu mun liggja fyrir í sum­ar, en lög­fræð­ingar Messi klára að leggja fram rök­stuðn­ing í vörn hans á morg­un.

Kanntu vel við Kjarnann?

Frjáls framlög lesenda eru mikilvægur þáttur í rekstri Kjarnans. Þau gera okkur kleift að halda áfram að taka þátt í umræðunni á vitrænan hátt og greina kjarnann frá hisminu fyrir lesendur. 

Kjarninn er fjölmiðill sem leggur sig fram við að upplýsa og skýra út það sem á sér stað í samfélaginu með áherslu á gæði og dýpt. 

Okkar tryggð er aðeins við lesendur. Við erum skuldbundin ykkur og værum þakklát ef þið vilduð vera með í að gera Kjarnann enn sterkari. 

Ef þú kannt vel við það efni sem þú lest á Kjarnanum viljum við hvetja þig til að styrkja okkur. Þinn styrkur er okkar styrkur.

Já takk, ég vil styrkja Kjarnann!
Páll Hermannsson
Sundabraut og Sundahöfn
Kjarninn 22. nóvember 2019
Samruninn bjargaði Hringbraut frá þroti
Hringbraut var á leið í þrot og því bjargaði samnruninn við Torg, útgáfufélags Fréttablaðsins, því sem bjargað varð.
Kjarninn 22. nóvember 2019
Kraumandi óánægja hjá starfsfólki Hafró
Starfsfólk Hafrannsóknarstofnunar hefur miklar áhyggjur af því að hagræðing hjá stofnuninni muni höggva í kjarnastarfsemi stofnunarinnar.
Kjarninn 22. nóvember 2019
Þóra Sveinsdóttir
Eru konur kannski menn?
Kjarninn 22. nóvember 2019
Ilia Shumanov
Hægt að lágmarkað skaðann vegna peningaþvættis með ákveðnum skrefum
Aðstoð­ar­fram­kvæmda­stjóri Rúss­lands­deildar Tran­sparency International mun á umræðufundi í dag fjalla um hvernig alþjóð­legir hringir séu oft­ast einu skrefi á undan yfir­völdum og hvert hlut­verk milli­liða sé í pen­ingaþvætti.
Kjarninn 22. nóvember 2019
Risatogarinn Heineste kyrrsettur
Yfirvöld í Namibíu hafa ákveðið að kyrrsetja risatogarann Heineste sem er í eigu félags í Namibíu sem Samherji á hlut í, samkvæmt RÚV.
Kjarninn 22. nóvember 2019
Miðflokkurinn með 16,8 prósent – Sjálfstæðisflokkur með 18,1 prósent
Sjálfstæðisflokkurinn missir þrjú prósentustig af fylgi milli kannana og hefur aldrei mælst lægra. Miðflokkurinn tekur það fylgistap til sín.
Kjarninn 22. nóvember 2019
Blása til mótmæla – Vilja að Kristján Þór segi tafarlaust af sér
Boðað er til mótmæla á morgun, laugardag, en helstu kröfur mótmælenda eru að sjávarútvegsráðherra segi af sér embætti, Alþingi lögfesti nýja og endurskoðaða stjórnarskrá og að arður af nýtingu sameiginlegra auðlinda landsmanna renni í sjóði almennings.
Kjarninn 22. nóvember 2019
Meira eftir höfundinnMagnús Halldórsson
Meira úr sama flokkiFréttaskýringar
None