Messi horfist í augu við alvöru lífsins

Lionel Messi og faðir hans Jorge Messi, tóku sæti fyrir framan dómara í Barcelona. Þeir eru sakaðir um stórfelld skattsvik.

Lionel Messi
Auglýsing

Lionel Messi, besti fót­bolta­maður heims­ins og lyk­il­mað­ur­ Barcelona og argentíska lands­liðs­ins, tók sæti í morgun í vitna­stúku í dóm­sal í Barcelona, þar sem hann og faðir hans Jorge þurftu að svara fyr­ir­ á­sak­anir um skatt­svik upp á rúm­lega fjórar millj­ónir evra, eða sem nemur um 560 millj­ónum króna. Hinn 28 ára gamli Messi segj­ast hvergi hafa komið nærri mál­inu. Sam­tals, með vöxt­um, nemur fjár­hæðin 4,7 millj­ónum evra.

Vissi ekk­ert

„Ég vissi ekk­ert um þetta, ég hugs­aði bara um fót­bolt­ann,“ ­sagði Messi, en vitna­leiðslur yfir honum voru aðeins í gangi í fimmtán mín­út­ur. Jorge faðir hans sagði svip­aða sögu. Nema hvað hann játti því að sjá um fjár­hags­leg mál­efni fyrir son sinn. Hann hefði hins vegar með engum hætti kom­ið að þeim fjár­mála­gjörn­ingum sem málið snýst um, sem eru skattaund­an­skot í gegn­um Belís og Úrug­væ, með hjálpa aflands­fé­laga.

Pen­ing­arnir sem ekki voru gefnir upp til skatts vor­u greiðslur vegna styrkt­ar- og aug­lýs­inga­samn­ingar (image rights) Lionel Messi, á ár­unum 2007 til 2009. Sam­tals námu þær 10,1 millj­ónum evra, um 1,4 millj­örð­u­m króna. Þetta voru meðal ann­ars greiðslur frá Pepsi, Procto & Gamble og A­di­di­as.

Auglýsing

Feðgarnir ábyrgir

Skatta­yf­ir­völd á Spáni telja Messi feðga vera ábyrga fyr­ir­ skattsvik­un­um, en Jorge bauðst árið 2013 til þess að greiða yfir­völd­um sátta­greiðslu upp á fimm millj­ónir evra. Þeir greiddu fjár­hæð­ina að lok­um. Sú greiðsla er ekki til þess fallin að styrkja stöðu þeirra feðga, og hafa ­yf­ir­völd á Spáni frekar litið á það sem stað­fest­ingu á sekt þeirra. Hins veg­ar ­gæti mögu­lega refs­ing verið mild­ari fyrir vik­ið, en miðað við refsiramma lag­anna sem um ræðir getur fang­els­is­vist ekki orðið lengri en tvö ár.

En hvers vegna er þetta mál viða­mikið og jafn­vel talið ­próf­steinn á rétt­ar­kerfi Spán­ar? Hið aug­ljósa er að benda á að spjótin beinist að einum þekktasta íþrótta­manna ver­ald­ar. En það er ekki síður efna­hags­leg­i veru­leiki Spánar sem þarf að horfa til í þessu sam­hengi. Atvinnu­leysi hef­ur verið meira 20 pró­sent í land­inu und­an­farin ár, og hjá ungu fólki hefur það ver­ið ­yfir 40 pró­sent. Skuldir sliga sveit­ar­fé­lög um allt land­ið, og end­ur­skipu­lagn­ing banka­kerf­is­ins, eftir fjár­málakrepp­una á árunum 2007 til 2009 – á sömu árum og Messi feðgar eru sak­aðir um að hafa verið að skjóta und­an­ skatti – hefur verið kostn­að­ar­söm.Alvar­legur und­ir­tónn

Í árferði eins og þessu, er það litið sér­stak­lega alvar­leg­um augum að skjóta undan skatti, og þegar upp­hæð­irnar eru jafn háar og í þessu ­máli, þá gætu hámarks­refs­ingar verið nýtt­ar. Þetta á ekki að líða, segja skatta­yf­ir­völd skýrri röddu.

En hver ber ábyrgð­ina, ef það eru ekki eig­end­ur fjár­magns­ins? Það bein­ist kast­ljósi að lög­fræði­stofu sem Jorge Messi réð til­ þess að aðstoða við skjala­vinnslu og samn­inga­gerð. Þeir sáu enn­fremur um ­eigna­stýr­ingu fyrir Messi. Þetta er lög­fræði­stofan Juárez Veci­ana, sem bræð­urn­ir Angel og Inigo Juárez stýra. Þeir bræður komu báðir fyrir rétt­inn í morg­un, og ­sögðu Lionel Messi ekki hafa haft neina vit­neskju um hvernig gengið var frá­ greiðsl­un­um. Sögðu þeir, að sam­skiptin hafi verið við Jor­ge, en ábyrgðin væri al­farið þeirra. Þeir telja að frá­gang­ur­inn á greiðsl­unum hafi verið í takt við al­þjóða­lög, og að málið sé því ekki á rökum reist. „Ég get ekki talað fyr­ir­ aðra sam­starfs­menn mína, en ég get stað­fest það að Lionel Messi kom ekki nálægt ­neinu af því sem hér um ræð­ir,“ sagði Inigo og lagði áherslu á mál sitt.

Dóms­nið­ur­staða í mál­inu mun liggja fyrir í sum­ar, en lög­fræð­ingar Messi klára að leggja fram rök­stuðn­ing í vörn hans á morg­un.

Ert þú í Kjarnasamfélaginu?

Kjarninn er opinn vefur en líflínan okkar eru frjáls framlög frá lesendum, Kjarnasamfélagið. Sú stoð undir reksturinn er okkur afar mikilvæg.

Með því að skrá þig í Kjarnasamfélagið gerir þú okkur kleift að halda áfram að vinna í þágu almennings og birta vandaðar fréttaskýringar, djúpar greiningar á efnahagsmálum og annað fréttatengt gæðaefni. 

Kjarninn hefur verið til taks fyrir kröfuharða lesendur undanfarin sjö ár og við ætlum okkur að standa vaktina áfram. 

Fyrir þá sem nú þegar eru stoltir styrkjendur Kjarnans þá leyfum við okkur að benda á að hægt er að óska eftir að hækka mánaðarlega framlagið með því að senda póst á takk@kjarninn.is


Já takk, ég vil styrkja Kjarnann!
Ingibjörg Sólrún Gísladóttir
Ingibjörg Sólrún lætur af störfum hjá ÖSE – Utanríkisráðherra segir þetta aðför að stofnuninni
Ingibjörg Sólrún Gísladóttir læt­ur af störf­um sem for­stjóri lýðræðis- og mannréttindastofnunar ÖSE en hún hefur sinnt starfinu í þrjú ár.
Kjarninn 13. júlí 2020
Komum á dag- og göngudeildir fækkaði um 30 prósent í faraldrinum
Komum á dag- og göngudeildir fækkaði að meðaltali um 30 prósent á meðan kórónuveirufaraldurinn stóð sem hæst. Þá fækkaði samskiptum við sjálfstætt starfandi sérfræðinga um 25 prósent, samkvæmt upplýsingum frá landlækni.
Kjarninn 13. júlí 2020
Kári Stefánsson, forstjóri ÍE.
Íslensk erfðagreining heldur áfram að skima í viku í viðbót
Til stóð að dagurinn í dag ætti að vera síðasti dagurinn sem Íslensk erfðagreining myndi skima á landamærunum.
Kjarninn 13. júlí 2020
Mótefni minnkar strax á fyrstu mánuðum
Þó að mótefni sem líkaminn myndar gegn veirunni SARS-CoV-2 sem veldur COVID-19 minnki þegar á fyrstu þremur mánuðunum eftir að þau verða þarf það ekki að þýða að ónæmi viðkomandi sé ekki lengur til staðar.
Kjarninn 13. júlí 2020
Veldi Storytel stækkar
Fyrstu tíu daga júlímánaðar keypti Storytel ráðandi hluti í tveimur fyrirtækjum og eitt til viðbótar.
Kjarninn 13. júlí 2020
Icelandair skrifar undir samning við lettneska flugfélagið airBaltic
Um er að ræða samstarfssamning sem felur í sér að bæði flugfélögin geta selt og gefið út flugmiða hvort hjá öðru.
Kjarninn 13. júlí 2020
(F.v.) Richard Curtis, Jerry Greenfield og Abigail Disney eru meðal þeirra milljónamæringa sem skrifa undir bréfið.
Auðmenn vilja að ríkisstjórnir hækki skatta „á fólk eins og okkur“
„Milljónamæringar eins og við gegna lykilhlutverki í því að græða heiminn,“ segir í bréfi 83 auðmanna sem vilja skattahækkanir á ríkt fólk – eins og þá sjálfa – til að draga úr misrétti vegna COVID-19 og flýta fyrir efnahagsbata.
Kjarninn 13. júlí 2020
Dagur B. Eggertsson
Dagur: Nauðsyn­legt að hætta skot­grafa­hernaði varðandi ferðamáta
Borgarstjórinn segir að nauðsyn­legt sé að kom­ast „út úr þeim skot­grafa­hernaði að líta á að ein­hver einn ferðamáti skuli ráða“. Hann vill að Borgarlínunni verði flýtt.
Kjarninn 13. júlí 2020
Meira eftir höfundinnMagnús Halldórsson
Meira úr sama flokkiFréttaskýringar
None