Fylgi við Sjálfstæðisflokkinn eykst nær stöðugt

Sjálfstæðisflokkurinn hefur sótt í sig veðrið eftir uppljóstranir úr Panamaskjölunum og mælist nú með 29,1 prósent fylgi. Vinstri græn eru eini stjórnarandstöðuflokkurinn sem hefur vaxið síðastliðinn mánuð.

Bjarni Benediktsson hefur verið formaður Sjálfstæðisflokksins síðan árið 2009.
Bjarni Benediktsson hefur verið formaður Sjálfstæðisflokksins síðan árið 2009.
Auglýsing

Sjálf­stæð­is­flokk­ur­inn er sem fyrr stærsti stjórn­mála­flokkur á Íslandi sam­kvæmt nýj­ustu kosn­inga­spánni sem gerð var í morg­un. Píratar halda áfram að tapa fylgi eftir að hafa mælst stærsti flokkur lands­ins frá ára­mótum þar til um miðjan síð­asta mán­uð. Stuðn­ingur við Sjálf­stæðs­flokk­inn mælist nú 29,1 pró­sent og stuðn­ingur við Pírata 27,5 pró­sent. Mest hefur stuðn­ingur við Pírata mælst 36,7 pró­sent í kosn­inga­spánni frá ára­mót­um.

Stuðn­ingur við Sjálf­stæð­is­flokk­inn nú er á pari við síð­ustu kosn­inga­spár en síðan 7. apr­íl, þegar fylgið var í mestri lægð í 22 pró­sent­um, hefur fylgi flokks­ins auk­ist nær stöðugt. Til sam­an­burðar hefur stuðn­ingur við Fram­sókn­ar­flokk­inn, sam­starfs­flokk Sjálf­stæð­is­flokks­ins í rík­is­stjórn, minnkað og hefur ekki mælst yfir 10,1 pró­sent í kosn­inga­spánni síðan 1. apr­íl. Fram­sókn­ar­flokk­ur­inn er fjórða stærsta fram­boðið í nýj­ustu kosn­inga­spánni með 9 pró­sent fylgi. Sam­an­lagt mæl­ast stjórn­ar­flokk­arnir með 38,1 pró­sent kjós­enda.

Auglýsing

Vinstri græn eru sem fyrr þriðja stærsta fram­boðið í kosn­igna­spánni og hlyti 17,6 pró­sent atkvæða ef gengið yrði til kosn­inga nú. Flokk­ur­inn er sá stjórn­ar­and­stöðu­flokkur sem kjós­endur hafa helst leitað til eftir upp­ljóstr­anir úr Panama­skjöl­unum og eflaust sótt aukið fylgi til þeirra sem áður sögð­ust ætla að kjósa Pírata eða Fram­sókn­ar­flokk­inn.

Sam­fylk­ingin minnkar enn og nýtur nú stuðn­ings 7,6 pró­sent kjós­enda. Fylgi við Sam­fylk­ing­una hefur ekki verið meira en 10 pró­sent síðan í jan­ú­ar. Um kom­andi helgi mun flokk­ur­inn kjósa sér nýja for­ystu. Árni Páll Árna­son, sitj­andi for­mað­ur, ætlar ekki að gefa kost á sér til for­ystu­starfa í flokknum áfram en hann tók við af Jóhönnu Sig­urð­ar­dóttur árið 2013 um það leiti sem Jóhanna var að láta af emb­ætti for­sæt­is­ráð­herra.

Við­reisn mælist nú í fyrsta sinn stærri en Björt fram­tíð. Í síð­ustu kosn­inga­spám hefur dregið mikið saman með þessum fram­boðum og þau mælst svipað stór. Stuðn­ingur við Við­reisn mælist nú 4,1 pró­sent en Björt fram­tíð fengi 3,8 pró­sent atkvæða ef kosið yrði nú. Þessi tvö fram­boð eru eins og stendur á mörkum þess að hafa nægj­an­legt fylgi til að ná manni á þing. Ætla má að flokkur þurfi að fá um fimm pró­sent atkvæða á lands­vísu til að ná kjöri. Erfitt er hins vegar að fjöl­yrða um slíkt því eitt fram­boð gæti verið að sækja meiri stuðn­ing í eitt kjör­dæmi umfram önn­ur. Enn er ekki farið að kanna stuðn­ing innan hvers kjör­dæmis fyrir sig.

Vik­mörk

Í nýj­ustu kosn­inga­spánni voru vik­mörk reiknuð við fylgi hvers fram­boðs. Þeim mun meira fylgi sem hvert fram­boð mælist með þeim mun hærri eru vik­mörk­in. Skekkju­mörk við fylgi Sjálf­stæð­is­flokks og Pírata eru +/- 1,9 pró­sentu­stig. Vik­mörk við fylgi Vinstri grænna eru +/- 1,6 pró­sentu­stig.

Fram­sókn­ar­flokk­ur­inn nýtur 9 pró­senta fylgis í kosn­inga­spánni með vik­mörk­unum +/- 1,2 pró­sentu­stig. Sam­fylk­ingin mælist með 7,6 pró­sent fylgi með vik­mörk­unum +/- 1,1 pró­sentu­stig. Vik­mörkin við fylgi Við­reisnar og Bjartrar fram­tíðar eru +/- 0,8 pró­sentu­stig.

Dögun og Alþýðu­fylk­ingin myndu hljóta minna en eitt pró­sent atkvæða í kosn­ingum ef kosið yrði nú, sam­kvæmt nýj­ustu kosn­inga­spánni. Dögun mælist með 0,8 pró­sent fylgi og Alþýðu­fylk­ingin með 0,3 pró­sent. Önnur fram­boð mæl­ast með 0,2 pró­sent stuðn­ing. Vik­mörk kosn­inga­spár­innar fyrir þessi fram­boð eru hins vegar jafn stór og þau mæl­ast með. Þannig eru vik­mörk Dög­unnar +/- 0,8 pró­sent og Alþýðu­fylk­ing­ar­innar +/- 0,3 pró­sent.

Um nýj­ustu kosn­inga­spána

Nýjasta kosn­inga­spáin er byggð á fyr­ir­liggj­andi könn­unum á fylgi stjórn­mála­flokka og fram­boða til Alþing­is. Þar eru nið­ur­stöður þriggja nýj­ustu kann­anna vegn­ar. Nýjasti þjóð­ar­púls Gallup vegur þar óvenju þungt og hlýtur meira en helm­ings vægi í spánni. Ástæða þess er hversu fjöl­menn sú könnun var. Alls tóku rúm­lega 4.000 manns afstöðu til spurn­ing­anna sem lagar voru fyrir í könn­un­inni. Þá var könn­unin gerð yfir tveggja vikna tíma­bil. Hægt er að lesa nánar um fram­kvæmd kosn­inga­spár­innar hér. Vægi kann­ana í nýj­ustu kosn­inga­spánni 1. júní er sem hér seg­ir:

  • Þjóð­ar­púls Gallup 14. til 28. apríl (vægi 54,1%)
  • Skoð­ana­könnun Frétta­blaðs­ins 23. til 24. maí (vægi 23,5%)
  • Skoð­ana­könnun Félags­vís­inda­stofn­unar HÍ fyrir Morg­un­blaðið 12. til 13. maí (vægi 22,4%)

Hvað er Kosn­­inga­­spá­in?

Kosn­­inga­­spálíkan Bald­­urs Héð­ins­­sonar miðar að því að setja upp­­lýs­ing­­arnar sem skoð­ana­kann­­anir veita í sam­hengi. Fyr­ir­liggj­andi skoð­ana­kann­­anir eru teknar saman og þeim gefið vægi til þess að spá fyrir um úrslit kosn­­inga. Kjarn­inn birti Kosn­­inga­­spá Bald­­urs fyrir sveit­­ar­­stjórn­­­ar­­kosn­­ing­­arnar og reynd­ist sú til­­raun vel. Á vefnum kosn­­inga­­spá.is má lesa nið­­ur­­stöður þeirrar spár og hvernig vægi kann­ana var í takt við frá­­vik kann­ana miðað við kosn­inga­úr­slit­in.

Áreið­an­­leiki könn­un­­ar­að­ila er reikn­aður út frá sög­u­­legum skoð­ana­könn­unum og kosn­­inga­úr­slit­­um. Einnig hefur það vægi hversu langt er síðan könn­unin var fram­­kvæmd og svo hversu margir svara í könn­un­un­­um.

Ert þú í Kjarnasamfélaginu?

Kjarninn er opinn vefur en líflínan okkar eru frjáls framlög frá lesendum, Kjarnasamfélagið. Sú stoð undir reksturinn er okkur afar mikilvæg.

Með því að skrá þig í Kjarnasamfélagið gerir þú okkur kleift að halda áfram að vinna í þágu almennings og birta vandaðar fréttaskýringar, djúpar greiningar á efnahagsmálum og annað fréttatengt gæðaefni. 

Kjarninn hefur verið til taks fyrir kröfuharða lesendur undanfarin sjö ár og við ætlum okkur að standa vaktina áfram. 

Fyrir þá sem nú þegar eru stoltir styrkjendur Kjarnans þá leyfum við okkur að benda á að hægt er að óska eftir að hækka mánaðarlega framlagið með því að senda póst á takk@kjarninn.is


Já takk, ég vil styrkja Kjarnann!
Þriðjungsfjölgun í Siðmennt á rúmu einu og hálfu ári
Af trúfélögum bætti Stofnun múslima á Íslandi við sig hlutfallslega flestum meðlimum á síðustu mánuðum. Meðlimum þjóðkirkjunnar heldur áfram að fækka en hlutfallslega var mesta fækkunin hjá Zúistum.
Kjarninn 11. júlí 2020
Aldís Hafsteinsdóttir, formaður Sambands íslenskra sveitarfélaga og bæjarstjóri Hveragerðis.
„Við þurfum fleiri ferðamenn“
Formaður Sambands íslenskra sveitarfélaga telur nauðsynlegt að fleiri ferðamenn komi til Íslands sem fyrst og vill breytingar á fyrirkomulagi skimana á Keflavíkurflugvelli.
Kjarninn 11. júlí 2020
Gunnar Hólmsteinn Ársælsson
Frekju og yfirgangi Ísraels engin takmörk sett
Kjarninn 11. júlí 2020
Sjávarútvegurinn hefur bætt við sig störfum á meðan hart hefur verið í ári hjá ferðaþjónustunni.
Ferðaþjónustan skreppur saman en sjávarútvegurinn er í sókn
Rúmlega helmingi færri störfuðu í ferðaþjónustu á síðasta ársfjórðungi miðað við árið á undan. Störfum í sjávarútvegi hefur hins vegar fjölgað um helming.
Kjarninn 11. júlí 2020
„Þegar dætrum mínum var ógnað, náðu þeir mér“
Þegar Guðrún Jónsdóttir gekk inn í Kvennaathvarfið árið 1988 til að taka sína fyrstu vakt mætti henni kasólétt kona með glóðarauga. Hún hafði gengið inn í heim sem hafði fram til þessa verið henni gjörsamlega hulinn. „Ég grét í heilan sólarhring.“
Kjarninn 11. júlí 2020
Eldishús með Aviary Pro 10 varpkerfi frá Hellmann sambærilegt kerfum sem verða í notkun að Vallá.
Stjörnuegg vill fjölga fuglum í allt að 95 þúsund að Vallá
Fyrirtækið Stjörnuegg hf. áformar breytingar á eldishúsum sínum að Vallá á Kjalarnesi sem yrðu til þess að hægt væri að koma þar fyrir 95 þúsund fuglum í stað 50 þúsund nú. Slíkum fjölda fylgja um 3.500 tonn af hænsnaskít á ári.
Kjarninn 11. júlí 2020
Kristján Þór Júlíusson, sjávarútvegs- og landbúnaðarráðherra.
Kvótaþak óbreytt í tillögum – sem og hvað aðilar þurfi að eiga hvor í öðrum til að teljast tengdir
Lokaskýrsla verkefnastjórnar um bætt eftirlit með fiskveiðiauðlindinni hefur litið dagsins ljós og hefur hún verið afhent Kristjáni Þór Júlíussyni, sjávarútvegsráðherra. Einn stjórnarmeðlimur setur sérstakan fyrirvara við skýrsluna.
Kjarninn 10. júlí 2020
Pottersen
Pottersen
Pottersen – 39. þáttur: Naumlega sloppið!
Kjarninn 10. júlí 2020
Meira eftir höfundinnBirgir Þór Harðarson
Meira úr sama flokkiFréttaskýringar
None