Fylgi við Sjálfstæðisflokkinn eykst nær stöðugt

Sjálfstæðisflokkurinn hefur sótt í sig veðrið eftir uppljóstranir úr Panamaskjölunum og mælist nú með 29,1 prósent fylgi. Vinstri græn eru eini stjórnarandstöðuflokkurinn sem hefur vaxið síðastliðinn mánuð.

Bjarni Benediktsson hefur verið formaður Sjálfstæðisflokksins síðan árið 2009.
Bjarni Benediktsson hefur verið formaður Sjálfstæðisflokksins síðan árið 2009.
Auglýsing

Sjálf­stæð­is­flokk­ur­inn er sem fyrr stærsti stjórn­mála­flokkur á Íslandi sam­kvæmt nýj­ustu kosn­inga­spánni sem gerð var í morg­un. Píratar halda áfram að tapa fylgi eftir að hafa mælst stærsti flokkur lands­ins frá ára­mótum þar til um miðjan síð­asta mán­uð. Stuðn­ingur við Sjálf­stæðs­flokk­inn mælist nú 29,1 pró­sent og stuðn­ingur við Pírata 27,5 pró­sent. Mest hefur stuðn­ingur við Pírata mælst 36,7 pró­sent í kosn­inga­spánni frá ára­mót­um.

Stuðn­ingur við Sjálf­stæð­is­flokk­inn nú er á pari við síð­ustu kosn­inga­spár en síðan 7. apr­íl, þegar fylgið var í mestri lægð í 22 pró­sent­um, hefur fylgi flokks­ins auk­ist nær stöðugt. Til sam­an­burðar hefur stuðn­ingur við Fram­sókn­ar­flokk­inn, sam­starfs­flokk Sjálf­stæð­is­flokks­ins í rík­is­stjórn, minnkað og hefur ekki mælst yfir 10,1 pró­sent í kosn­inga­spánni síðan 1. apr­íl. Fram­sókn­ar­flokk­ur­inn er fjórða stærsta fram­boðið í nýj­ustu kosn­inga­spánni með 9 pró­sent fylgi. Sam­an­lagt mæl­ast stjórn­ar­flokk­arnir með 38,1 pró­sent kjós­enda.

Auglýsing

Vinstri græn eru sem fyrr þriðja stærsta fram­boðið í kosn­igna­spánni og hlyti 17,6 pró­sent atkvæða ef gengið yrði til kosn­inga nú. Flokk­ur­inn er sá stjórn­ar­and­stöðu­flokkur sem kjós­endur hafa helst leitað til eftir upp­ljóstr­anir úr Panama­skjöl­unum og eflaust sótt aukið fylgi til þeirra sem áður sögð­ust ætla að kjósa Pírata eða Fram­sókn­ar­flokk­inn.

Sam­fylk­ingin minnkar enn og nýtur nú stuðn­ings 7,6 pró­sent kjós­enda. Fylgi við Sam­fylk­ing­una hefur ekki verið meira en 10 pró­sent síðan í jan­ú­ar. Um kom­andi helgi mun flokk­ur­inn kjósa sér nýja for­ystu. Árni Páll Árna­son, sitj­andi for­mað­ur, ætlar ekki að gefa kost á sér til for­ystu­starfa í flokknum áfram en hann tók við af Jóhönnu Sig­urð­ar­dóttur árið 2013 um það leiti sem Jóhanna var að láta af emb­ætti for­sæt­is­ráð­herra.

Við­reisn mælist nú í fyrsta sinn stærri en Björt fram­tíð. Í síð­ustu kosn­inga­spám hefur dregið mikið saman með þessum fram­boðum og þau mælst svipað stór. Stuðn­ingur við Við­reisn mælist nú 4,1 pró­sent en Björt fram­tíð fengi 3,8 pró­sent atkvæða ef kosið yrði nú. Þessi tvö fram­boð eru eins og stendur á mörkum þess að hafa nægj­an­legt fylgi til að ná manni á þing. Ætla má að flokkur þurfi að fá um fimm pró­sent atkvæða á lands­vísu til að ná kjöri. Erfitt er hins vegar að fjöl­yrða um slíkt því eitt fram­boð gæti verið að sækja meiri stuðn­ing í eitt kjör­dæmi umfram önn­ur. Enn er ekki farið að kanna stuðn­ing innan hvers kjör­dæmis fyrir sig.

Vik­mörk

Í nýj­ustu kosn­inga­spánni voru vik­mörk reiknuð við fylgi hvers fram­boðs. Þeim mun meira fylgi sem hvert fram­boð mælist með þeim mun hærri eru vik­mörk­in. Skekkju­mörk við fylgi Sjálf­stæð­is­flokks og Pírata eru +/- 1,9 pró­sentu­stig. Vik­mörk við fylgi Vinstri grænna eru +/- 1,6 pró­sentu­stig.

Fram­sókn­ar­flokk­ur­inn nýtur 9 pró­senta fylgis í kosn­inga­spánni með vik­mörk­unum +/- 1,2 pró­sentu­stig. Sam­fylk­ingin mælist með 7,6 pró­sent fylgi með vik­mörk­unum +/- 1,1 pró­sentu­stig. Vik­mörkin við fylgi Við­reisnar og Bjartrar fram­tíðar eru +/- 0,8 pró­sentu­stig.

Dögun og Alþýðu­fylk­ingin myndu hljóta minna en eitt pró­sent atkvæða í kosn­ingum ef kosið yrði nú, sam­kvæmt nýj­ustu kosn­inga­spánni. Dögun mælist með 0,8 pró­sent fylgi og Alþýðu­fylk­ingin með 0,3 pró­sent. Önnur fram­boð mæl­ast með 0,2 pró­sent stuðn­ing. Vik­mörk kosn­inga­spár­innar fyrir þessi fram­boð eru hins vegar jafn stór og þau mæl­ast með. Þannig eru vik­mörk Dög­unnar +/- 0,8 pró­sent og Alþýðu­fylk­ing­ar­innar +/- 0,3 pró­sent.

Um nýj­ustu kosn­inga­spána

Nýjasta kosn­inga­spáin er byggð á fyr­ir­liggj­andi könn­unum á fylgi stjórn­mála­flokka og fram­boða til Alþing­is. Þar eru nið­ur­stöður þriggja nýj­ustu kann­anna vegn­ar. Nýjasti þjóð­ar­púls Gallup vegur þar óvenju þungt og hlýtur meira en helm­ings vægi í spánni. Ástæða þess er hversu fjöl­menn sú könnun var. Alls tóku rúm­lega 4.000 manns afstöðu til spurn­ing­anna sem lagar voru fyrir í könn­un­inni. Þá var könn­unin gerð yfir tveggja vikna tíma­bil. Hægt er að lesa nánar um fram­kvæmd kosn­inga­spár­innar hér. Vægi kann­ana í nýj­ustu kosn­inga­spánni 1. júní er sem hér seg­ir:

  • Þjóð­ar­púls Gallup 14. til 28. apríl (vægi 54,1%)
  • Skoð­ana­könnun Frétta­blaðs­ins 23. til 24. maí (vægi 23,5%)
  • Skoð­ana­könnun Félags­vís­inda­stofn­unar HÍ fyrir Morg­un­blaðið 12. til 13. maí (vægi 22,4%)

Hvað er Kosn­­inga­­spá­in?

Kosn­­inga­­spálíkan Bald­­urs Héð­ins­­sonar miðar að því að setja upp­­lýs­ing­­arnar sem skoð­ana­kann­­anir veita í sam­hengi. Fyr­ir­liggj­andi skoð­ana­kann­­anir eru teknar saman og þeim gefið vægi til þess að spá fyrir um úrslit kosn­­inga. Kjarn­inn birti Kosn­­inga­­spá Bald­­urs fyrir sveit­­ar­­stjórn­­­ar­­kosn­­ing­­arnar og reynd­ist sú til­­raun vel. Á vefnum kosn­­inga­­spá.is má lesa nið­­ur­­stöður þeirrar spár og hvernig vægi kann­ana var í takt við frá­­vik kann­ana miðað við kosn­inga­úr­slit­in.

Áreið­an­­leiki könn­un­­ar­að­ila er reikn­aður út frá sög­u­­legum skoð­ana­könn­unum og kosn­­inga­úr­slit­­um. Einnig hefur það vægi hversu langt er síðan könn­unin var fram­­kvæmd og svo hversu margir svara í könn­un­un­­um.

Styrkir þú Kjarnann?

Kjarninn reiðir sig á framlög lesenda. Með því að styrkja Kjarnann mánaðarlega tekur þú þátt í að halda úti öflugum fjölmiðli.

Kjarninn hefur verið til taks fyrir kröfuharða lesendur í sjö ár og býður almenningi upp á vandaða umfjöllun þar sem áhersla er á gæði og dýpt.  

Ef þú ert nú þegar styrkjandi leyfum við okkur að benda á að hægt er að óska eftir að hækka styrkinn með því að senda póst á takk@kjarninn.is


Já takk, ég vil styrkja Kjarnann!
Orri Páll Jóhannesson er nýr þingflokksformaður Vinstri grænna.
Orri Páll þingflokksformaður Vinstri grænna
Orri Páll Jóhannsson var í dag valinn þingflokksformaður Vinstri grænna. Bjarni Jónsson verður ritari þingflokksins.
Kjarninn 29. nóvember 2021
Katrín Jakobsdóttir forsætisráðherra.
„Umhverfismálin eiga að vera alls staðar“
Katrín Jakobsdóttir segist horfa á boðaða stækkun Vatnajökulsþjóðgarðar sem áfanga í átt að þjóðgarði á borð við hálendisþjóðgarðinn, sem bakkað er með í nýja stjórnarsáttmálanum. Kjarninn ræddi umhverfismál við Katrínu í gær.
Kjarninn 29. nóvember 2021
Bólusetningarvottorð gildi aðeins í níu mánuði
Stjórn Evrópusambandsins hefur lagt til að bólusetningarvottorð gildi í níu mánuði í stað tólf. Örvunarskammtur framlengi svo gildistímann.
Kjarninn 29. nóvember 2021
Samtal við samfélagið
Samtal við samfélagið
Samtal við samfélagið – Íslenska heilbrigðiskerfið: Áskoranir og framtíðin
Kjarninn 29. nóvember 2021
Guðlaugur Þór Þórðarson er nýr ráðherra umhverfis-, loftslags- og orkumála. Landvernd segir að það verði erfitt að gæta hagsmuna náttúrunnar og fara með orkumálin á sama tíma.
Landvernd segir „stríðsyfirlýsingu“ að finna í stjórnarsáttmálanum
Stjórn Landverndar gagnrýnir áform ríkisstjórnarinnar um breytta rammaáætlun, sérstök vindorkulög og flutning orkumála inn í umhverfisráðuneytið, í yfirlýsingu í dag.
Kjarninn 29. nóvember 2021
Róbert Marshall upplýsingafulltrúi ríkisstjórnarinnar.
Innsláttarvilla í Stjórnartíðindum hafði engin lögformleg áhrif
Guðlaugur Þór Þórðarson verður ekki ráðherra lista og menningarmála auk þess að fara með umhverfismál í nýrri ríkisstjórn Katrínar Jakobsdóttur. Innsláttarvilla á vef Stjórnartíðinda gaf ranglega til kynna að svo yrði, en hún hafði engin lögformleg áhrif.
Kjarninn 29. nóvember 2021
Á meðal þeirra geira sem þurfa á mörgum starfsmönnum að halda er byggingageirinn.
18 þúsund störf töpuðust í faraldrinum en 16.700 ný hafa orðið til
Seðlabankinn segir óvíst að hve miklu leyti ráðningarsamböndum sem byggjast á ráðningarstyrkjum verði viðhaldið, en þeir renna flestir út nú undir lok árs. Kannanir bendi þó til þess að störfum muni halda áfram að fjölga.
Kjarninn 29. nóvember 2021
Lilja D. Alfreðsdóttir.
Fjölmiðlar undir atvinnuvegaráðuneyti og þjóðarleikvangar færast til
Miklar tilfærslur eru á málaflokkum milli ráðuneyta í nýrri ríkisstjórn Katrínar Jakobsdóttur. Samkvæmt forsetaúrskurði heyrir fjölmiðlar undir atvinnuvegaráðuneytið og nýtt ráðuneyti fer með málefni þjóðarleikvanga.
Kjarninn 29. nóvember 2021
Meira eftir höfundinnBirgir Þór Harðarson
Meira úr sama flokkiFréttaskýringar
None