Rússar – Ógnin úr austri

NATO þarf að vera við öllu búið vegna mögulegra hernaðaraðgerða Rússa. Svo er ekki í dag. Nýleg skáldsaga eftir fyrrverandi næstæðsta yfirmann herafla NATO er talin sýna hvað geti gerst á mjög skömmum tíma ef rússneski björninn fer að breiða úr sér.

Frá fundi utanríkisráðherra NATO-ríkjanna í maí 2016. Sá fundur var stór liður í undirbúningi fyrir hinn mikilvæga leiðtogafund í Varsjá sem fram fer í sumar.
Frá fundi utanríkisráðherra NATO-ríkjanna í maí 2016. Sá fundur var stór liður í undirbúningi fyrir hinn mikilvæga leiðtogafund í Varsjá sem fram fer í sumar.
Auglýsing

Fyr­ir­ ­skömmu kom út bókin „2017: War With Russi­a”. Höf­undur hennar er Ric­hard Shir­reff ­fyrr­ver­andi yfir­hers­höfð­ingi og næstæðsti yfir­maður her­afla NATO í Evr­ópu. ­Maður sem gjör­þekkir umfjöll­un­ar­efni bók­ar­innar og þótt hún sé skáld­saga byggir hún á þekk­ingu og reynslu höf­und­ar. Í bók­inni lætur höf­undur koma til átaka ungra Rússa og lög­reglu í Ríga, höf­uð­borg Lett­lands. Þrír Rússar falla fyr­ir­ kúlum lög­regl­unn­ar. Kveikt er í ráð­húsi borg­ar­innar og áður en hendi er veifað er ­fjöl­mennt rúss­neskt her­lið mætt í hlað­varpann í Ríga. Þetta er „til að varð­veita frið­inn og rúss­neska minni­hlut­ann í Lett­landi” segir for­set­i Rúss­lands. Mat Rússa er ískalt: Lett­land er NATO land en Banda­ríkja­menn og önnur aðild­ar­ríki banda­lags­ins munu aldrei hætta á stríð til að verja lítið og ­fá­mennt land. Á þremur sól­ar­hringum eru Eist­land, Lett­land og Lit­háen und­ir­ ­stjórn Rússa og heim­ur­inn á suðu­punkti.

NATO sefur á verð­inum

Ef hrollur fer um les­and­ann er til­gangi höf­undar náð. En til­gang­ur­inn er líka að vekja athygli á nauð­syn þess að NATO sé við öllu búið, en því fari fjarri að svo sé í dag. NATO þarf, að mati bók­ar­höf­undar að búa svo um hnút­ana að eng­inn taki áhætt­una af því að ógna einu eða fleirum aðild­ar­ríkjum banda­lags­ins.

Ógnin úr austri

Þótt bók Ric­hards Shir­refs sé skáld­saga er inni­haldið og sú sýn sem þar er dregin upp­ í­skyggi­lega raun­veru­leg mynd af þeirri stöðu sem uppi er á Eystra­salts­svæð­inu.  Þar er ástandið ekki ”business as usu­al” (allt við það sama) einsog Janis Berzins yfir­maður rann­sókna í Lett­neska her­skól­an­um komst að orði. Það eru orð að sönnu. Rússar hafa nýlega komið upp þremur nýj­u­m her­stöðvum við vest­ur­landa­mæri sín og hótað að koma fyrir í Kalín­ingrad við Eystra­salt svo­nefndum Iskander stýriflaugum sem borið geta kjarna­odda. Ummæli ­sænska hers­höfð­ingj­ans And­ers Brann­ström af þessu til­efni vöktu athygli en hann ­sagði að ”Sví­þjóð gæti átt í stríði innan nokk­urra ára.”

Auglýsing

Þrjú þús­und manna her­lið og eld­flauga­varna­kerfi

NATO und­ir­býr nú að senda her­lið, þrjú þús­und manns til Eystra­salts­land­anna þriggja, Eist­lands, Lett­lands og Lit­háen. End­an­leg ákvörðun um þetta verður tekin á leið­toga­fundi NATO í Var­sjá í næsta mán­uði. Eystra­salts­löndin hafa lengi óskað eftir að NATO efli við­búnað sinn á þessu svæði. Löndin þrjú ótt­ast að ris­inn í austri kunni að láta reyna á hina svo­nefndu 5. grein Atl­ants­hafs­sátt­mál­ans sem ­segir að árás á eitt aðild­ar­ríki NATO sé árás á öll ríki banda­lags­ins.

Undir stjórn Vladimír Pútín hefur Rússland aftur orðið ógn gagnvart aðildarríkjum NATO.Í við­tali við danska dag­blaðið Berl­ingske sagði Uffe Ellem­ann-J­en­sen, fyrr­ver­and­i ut­an­rík­is­ráð­herra Dana, að stjórn­völd í Eystra­salts­lönd­unum spyrji „hvort NATO ­geti staðið við þessa yfir­lýs­ingu og hvort banda­lagið vilji standa við hana.” ­Banda­ríkin hafa þegar svarað þess­ari spurn­ingu ját­andi og það hafa fleiri NATO lönd einnig gert.

Banda­rík­in tóku sömu­leiðis fyrir nokkrum vikum í notkun fyrsta hluta evr­ópska eld­flauga­varna­kerf­is­ins sem hefur verið í und­ir­bún­ingi um margra ára skeið. Rússar hafa brugð­ist illa við þessum aukna við­bún­aði og Mik­hail Vanin sendi­herra Rússa í Dan­mörku sagði í blaða­við­tali fyrir nokkrum mán­uðum að Dan­mörk gæt­i orðið skot­mark rúss­neskra kjarn­orkuflauga ef danska rík­is­stjórnin yrði aðili að eld­flauga­varna­kerf­inu. Í við­tali við dag­blaðið Politi­ken fyrir nokkrum dög­um ­sagði sendi­herr­ann að auk­inn við­bún­aður NATO í Eystra­salts­lönd­unum krefð­ist við­bragða Rússa. 

Sér­fræð­ingar telja hern­að­ar­að­gerð­ir Rússa ósenni­legar

Margir hern­að­ar­sér­fræð­ingar í aðild­ar­ríkjum NATO telja afar ósenni­legt að Rússar grípi til hern­að­ar­að­gerða. Þeir sýni frekar klærnar með alls kyns hót­un­um, trufl­un­um og skemmdum á orku­flutn­inga­bún­aði. Þeir muni fremur nota ýmsar slíkar aðferð­ir til að rjúfa sam­stöðu NATO ríkj­anna og mynda klofn­ing í þeirra röð­um.

Hvað ger­ist ef Rússar her­taka sænska smá­ey?

„Ef ég væri í sporum Rússa og ætl­aði mér að valda deilum og klofn­ingi innan NATO myndi ég koma fyrir her­liði á lít­illi og óbyggðri sænskri eyju,” sagði Janis Berzins ­sér­fræð­ingur hjá Lett­neska her­skól­anum í við­tali og bætti við „Hvað mynd­i ­ger­ast? Jú, Sví­þjóð myndi kvarta og biðja NATO um hjálp. Í slíku til­viki á 5. ­grein Atl­ants­hafs­sátt­mál­ans (árás á einn er árás á alla) ekki við, Svíar eru ekki í NATO. Og hvað þá?”

Svíar ótt­ast Rússa

Svíum stendur stuggur af ógn Rússa. Fyrir tíu dögum sam­þykkti mik­ill meiri­hluti á sænska þing­inu, Riks­da­gen, að Svíar gætu boðið her­sveitum NATO til lands­ins. Það gildi bæði um æfingar og ef óvissu­á­stand skap­ist. Sænsku borg­ara­flokk­arn­ir ­styðja NATO aðild en rík­is­stjórnin er því mót­fallin og sömu­leiðis meiri­hlut­i ­þing­manna Í nýlegri skoð­ana­könnun studdi meiri­hluti Svía aðild lands­ins að NATO en það hefur ekki gerst áður.

Tauga­stríð

„NATO þarf að búa þannig um hnút­ana að þar á bæ hrökkvi menn ekki í kút og hörfi ef rúss­neski björn­inn rym­ur” sagði Uffe Ellem­ann-J­en­sen í áður­nefndu við­tali við Berl­ingske. „Skynji Rússar að NATO sé tví­stíg­andi og ráða­laust líta þeir á það ­sem sig­ur.”

Luka­sz Ku­lesa hern­að­ar­sér­fræð­ingur og yfir­maður rann­sókna hjá rann­sókna­stofn­un­inn­i E­uropean Leaders­hip Network telur að Rússar láti sitja við hót­an­irnar ein­ar. Helsta hættan stafi af fjöl­mennum her­æf­ing­um, ef þær fari úr bönd­unum geti allt ­gerst. Þá gæti komið til átaka á Eystra­salts­svæð­inu, átaka sem eng­inn kærir sig um en allir ótt­ast. 

Við þurfum á þínu framlagi að halda

Þú getur tekið beinan þátt í að halda úti öflugum fjölmiðli.

Við sem vinnum á ritstjórn Kjarnans viljum hvetja þig til að vera með okkur í liði og leggja okkar góða fjölmiðli til mánaðarlegt framlag svo við getum haldið áfram að vinna fyrir lesendur, fyrir fólkið í landinu.

Kjarninn varð níu ára í sumar. Þegar hann hóf að taka við frjálsum framlögum þá varð slagorðið „Frjáls fjölmiðill fyrir andvirði kaffibolla“ til og lesendur voru hvattir til að leggja fram í það minnsta upphæð eins kaffibolla á mánuði.

Mikið vatn hefur runnið til sjávar á þeim níu árum sem Kjarninn hefur lifað. Í huga okkar á Kjarnanum hefur þörfin fyrir fjölmiðla sem veita raunverulegt aðhald og taka hlutverk sitt alvarlega aukist til muna.

Við trúum því að Kjarninn skipti máli fyrir samfélagið.

Við trúum því að sjálfstæð og vönduð blaðamennska skipti máli.

Ef þú trúir því sama þá endilega hugsaðu hvort Kjarninn er ekki allavega nokkurra kaffibolla virði á mánuði.

Vertu með okkur í liði. Þitt framlag skiptir máli.

Ritstjórn Kjarnans: Sunna Ósk Logadóttir, Þórður Snær Júlíusson, Erla María Markúsdóttir, Arnar Þór Ingólfsson, Eyrún Magnúsdóttir og Grétar Þór Sigurðsson.


Já takk, ég vil styrkja Kjarnann!
Þorbjörn Guðmundsson
Er íslenska velferðarkerfið ekki lengur griðarstaður þeirra sem minnst hafa?
Kjarninn 11. janúar 2023
Takk fyrir og sjáumst á nýjum miðli á föstudag
Bréf frá ritstjóra Kjarnans vegna sameiningar við Stundina og þess að nýr framsækinn fréttamiðill verður til í lok viku.
Kjarninn 11. janúar 2023
Sverrir Albertsson
Vatn á myllu kölska
Kjarninn 11. janúar 2023
Lögreglumenn standa vörð um gröfurnar í námunni.
Berjast fyrir þorpi á barmi hengiflugs
Lítið þorp í Rínarlöndum Þýskalands er allt komið í eigu kolarisa. Fyrirtækið ætlar sér að mylja niður húsin og stækka kolanámu sína sem þegar þekur um 80 ferkílómetra. Þetta þykir mörgum skjóta skökku við í heimi sem berst við loftslagsbreytingar.
Kjarninn 10. janúar 2023
Arnþrúður Karlsdóttir, útvarpsstjóri Útvarps Sögu.
Útvarp Saga telur fjölmiðlastyrki skapa tortryggni og bjóða upp á frændhygli
Fjögur fjölmiðlafyrirtæki hafa til þessa skilað inn umsögnum um frumvarp Lilju Alfreðsdóttur menningar- og viðskiptaráðherra, sem mun að óbreyttu framlengja núverandi styrkjakerfi til fjölmiðla.
Kjarninn 10. janúar 2023
Sólveig Anna Jónsdóttir formaður Eflingar.
Viðræðum slitið og Efling undirbýr verkfallsaðgerðir
Samtök atvinnulífsins hafa hafnað gagntilboði Eflingar um skammtímakjarasamning, sem kvað á um meiri launahækkanir en SA hefur samið um við aðra hópa á almennum vinnumarkaði til þessa. Efling undirbýr nú verkfallsaðgerðir.
Kjarninn 10. janúar 2023
Palestínski fáninn á lofti í mótmælum í Reykjavík. Ísraelskri lögreglu hefur nú verið fyrirskipað að rífa fánann niður á almannafæri.
Fánabann og refsiaðgerðir í Palestínu í kjölfar niðurstöðu Sameinuðu þjóðanna
Degi eftir að ný ríkisstjórn tók við völdum í Ísrael samþykkti allsherjarþing Sþ að fela Alþjóðadómstólnum í Haag að meta lögmæti hernáms Ísraelsríkis á Vesturbakkanum. Síðan þá hefur stjórnin gripið til refsiaðgerða og nú síðast fánabanns.
Kjarninn 10. janúar 2023
Gríðarlega mikil dæling á sandi á sér stað í Landeyjahöfn á hverju ári. Markarfljótið ber hundruð þúsunda tonna af jarðefnum út í sjó og það á til að safnast upp í mynni hafnarinnar.
Vilja sjúga sand af hafsbotni í stórum stíl og flytja út
Eftirspurn eftir íslenskum jarðefnum er gríðarleg ef marka má framkomin áform erlendra stórfyrirtækja um nýtingu þeirra. Vinsældir hafnarinnar í Þorlákshöfn eru samhliða mjög miklar.
Kjarninn 10. janúar 2023
Meira eftir höfundinnBorgþór Arngrímsson
Meira úr sama flokkiFréttaskýringar
None