Rússar – Ógnin úr austri

NATO þarf að vera við öllu búið vegna mögulegra hernaðaraðgerða Rússa. Svo er ekki í dag. Nýleg skáldsaga eftir fyrrverandi næstæðsta yfirmann herafla NATO er talin sýna hvað geti gerst á mjög skömmum tíma ef rússneski björninn fer að breiða úr sér.

Frá fundi utanríkisráðherra NATO-ríkjanna í maí 2016. Sá fundur var stór liður í undirbúningi fyrir hinn mikilvæga leiðtogafund í Varsjá sem fram fer í sumar.
Frá fundi utanríkisráðherra NATO-ríkjanna í maí 2016. Sá fundur var stór liður í undirbúningi fyrir hinn mikilvæga leiðtogafund í Varsjá sem fram fer í sumar.
Auglýsing

Fyr­ir­ ­skömmu kom út bókin „2017: War With Russi­a”. Höf­undur hennar er Ric­hard Shir­reff ­fyrr­ver­andi yfir­hers­höfð­ingi og næstæðsti yfir­maður her­afla NATO í Evr­ópu. ­Maður sem gjör­þekkir umfjöll­un­ar­efni bók­ar­innar og þótt hún sé skáld­saga byggir hún á þekk­ingu og reynslu höf­und­ar. Í bók­inni lætur höf­undur koma til átaka ungra Rússa og lög­reglu í Ríga, höf­uð­borg Lett­lands. Þrír Rússar falla fyr­ir­ kúlum lög­regl­unn­ar. Kveikt er í ráð­húsi borg­ar­innar og áður en hendi er veifað er ­fjöl­mennt rúss­neskt her­lið mætt í hlað­varpann í Ríga. Þetta er „til að varð­veita frið­inn og rúss­neska minni­hlut­ann í Lett­landi” segir for­set­i Rúss­lands. Mat Rússa er ískalt: Lett­land er NATO land en Banda­ríkja­menn og önnur aðild­ar­ríki banda­lags­ins munu aldrei hætta á stríð til að verja lítið og ­fá­mennt land. Á þremur sól­ar­hringum eru Eist­land, Lett­land og Lit­háen und­ir­ ­stjórn Rússa og heim­ur­inn á suðu­punkti.

NATO sefur á verð­inum

Ef hrollur fer um les­and­ann er til­gangi höf­undar náð. En til­gang­ur­inn er líka að vekja athygli á nauð­syn þess að NATO sé við öllu búið, en því fari fjarri að svo sé í dag. NATO þarf, að mati bók­ar­höf­undar að búa svo um hnút­ana að eng­inn taki áhætt­una af því að ógna einu eða fleirum aðild­ar­ríkjum banda­lags­ins.

Ógnin úr austri

Þótt bók Ric­hards Shir­refs sé skáld­saga er inni­haldið og sú sýn sem þar er dregin upp­ í­skyggi­lega raun­veru­leg mynd af þeirri stöðu sem uppi er á Eystra­salts­svæð­inu.  Þar er ástandið ekki ”business as usu­al” (allt við það sama) einsog Janis Berzins yfir­maður rann­sókna í Lett­neska her­skól­an­um komst að orði. Það eru orð að sönnu. Rússar hafa nýlega komið upp þremur nýj­u­m her­stöðvum við vest­ur­landa­mæri sín og hótað að koma fyrir í Kalín­ingrad við Eystra­salt svo­nefndum Iskander stýriflaugum sem borið geta kjarna­odda. Ummæli ­sænska hers­höfð­ingj­ans And­ers Brann­ström af þessu til­efni vöktu athygli en hann ­sagði að ”Sví­þjóð gæti átt í stríði innan nokk­urra ára.”

Auglýsing

Þrjú þús­und manna her­lið og eld­flauga­varna­kerfi

NATO und­ir­býr nú að senda her­lið, þrjú þús­und manns til Eystra­salts­land­anna þriggja, Eist­lands, Lett­lands og Lit­háen. End­an­leg ákvörðun um þetta verður tekin á leið­toga­fundi NATO í Var­sjá í næsta mán­uði. Eystra­salts­löndin hafa lengi óskað eftir að NATO efli við­búnað sinn á þessu svæði. Löndin þrjú ótt­ast að ris­inn í austri kunni að láta reyna á hina svo­nefndu 5. grein Atl­ants­hafs­sátt­mál­ans sem ­segir að árás á eitt aðild­ar­ríki NATO sé árás á öll ríki banda­lags­ins.

Undir stjórn Vladimír Pútín hefur Rússland aftur orðið ógn gagnvart aðildarríkjum NATO.Í við­tali við danska dag­blaðið Berl­ingske sagði Uffe Ellem­ann-J­en­sen, fyrr­ver­and­i ut­an­rík­is­ráð­herra Dana, að stjórn­völd í Eystra­salts­lönd­unum spyrji „hvort NATO ­geti staðið við þessa yfir­lýs­ingu og hvort banda­lagið vilji standa við hana.” ­Banda­ríkin hafa þegar svarað þess­ari spurn­ingu ját­andi og það hafa fleiri NATO lönd einnig gert.

Banda­rík­in tóku sömu­leiðis fyrir nokkrum vikum í notkun fyrsta hluta evr­ópska eld­flauga­varna­kerf­is­ins sem hefur verið í und­ir­bún­ingi um margra ára skeið. Rússar hafa brugð­ist illa við þessum aukna við­bún­aði og Mik­hail Vanin sendi­herra Rússa í Dan­mörku sagði í blaða­við­tali fyrir nokkrum mán­uðum að Dan­mörk gæt­i orðið skot­mark rúss­neskra kjarn­orkuflauga ef danska rík­is­stjórnin yrði aðili að eld­flauga­varna­kerf­inu. Í við­tali við dag­blaðið Politi­ken fyrir nokkrum dög­um ­sagði sendi­herr­ann að auk­inn við­bún­aður NATO í Eystra­salts­lönd­unum krefð­ist við­bragða Rússa. 

Sér­fræð­ingar telja hern­að­ar­að­gerð­ir Rússa ósenni­legar

Margir hern­að­ar­sér­fræð­ingar í aðild­ar­ríkjum NATO telja afar ósenni­legt að Rússar grípi til hern­að­ar­að­gerða. Þeir sýni frekar klærnar með alls kyns hót­un­um, trufl­un­um og skemmdum á orku­flutn­inga­bún­aði. Þeir muni fremur nota ýmsar slíkar aðferð­ir til að rjúfa sam­stöðu NATO ríkj­anna og mynda klofn­ing í þeirra röð­um.

Hvað ger­ist ef Rússar her­taka sænska smá­ey?

„Ef ég væri í sporum Rússa og ætl­aði mér að valda deilum og klofn­ingi innan NATO myndi ég koma fyrir her­liði á lít­illi og óbyggðri sænskri eyju,” sagði Janis Berzins ­sér­fræð­ingur hjá Lett­neska her­skól­anum í við­tali og bætti við „Hvað mynd­i ­ger­ast? Jú, Sví­þjóð myndi kvarta og biðja NATO um hjálp. Í slíku til­viki á 5. ­grein Atl­ants­hafs­sátt­mál­ans (árás á einn er árás á alla) ekki við, Svíar eru ekki í NATO. Og hvað þá?”

Svíar ótt­ast Rússa

Svíum stendur stuggur af ógn Rússa. Fyrir tíu dögum sam­þykkti mik­ill meiri­hluti á sænska þing­inu, Riks­da­gen, að Svíar gætu boðið her­sveitum NATO til lands­ins. Það gildi bæði um æfingar og ef óvissu­á­stand skap­ist. Sænsku borg­ara­flokk­arn­ir ­styðja NATO aðild en rík­is­stjórnin er því mót­fallin og sömu­leiðis meiri­hlut­i ­þing­manna Í nýlegri skoð­ana­könnun studdi meiri­hluti Svía aðild lands­ins að NATO en það hefur ekki gerst áður.

Tauga­stríð

„NATO þarf að búa þannig um hnút­ana að þar á bæ hrökkvi menn ekki í kút og hörfi ef rúss­neski björn­inn rym­ur” sagði Uffe Ellem­ann-J­en­sen í áður­nefndu við­tali við Berl­ingske. „Skynji Rússar að NATO sé tví­stíg­andi og ráða­laust líta þeir á það ­sem sig­ur.”

Luka­sz Ku­lesa hern­að­ar­sér­fræð­ingur og yfir­maður rann­sókna hjá rann­sókna­stofn­un­inn­i E­uropean Leaders­hip Network telur að Rússar láti sitja við hót­an­irnar ein­ar. Helsta hættan stafi af fjöl­mennum her­æf­ing­um, ef þær fari úr bönd­unum geti allt ­gerst. Þá gæti komið til átaka á Eystra­salts­svæð­inu, átaka sem eng­inn kærir sig um en allir ótt­ast. 

Kanntu vel við Kjarnann?

Frjáls framlög lesenda eru mikilvægur þáttur í rekstri Kjarnans. Þau gera okkur kleift að halda áfram að taka þátt í umræðunni á vitrænan hátt og greina kjarnann frá hisminu fyrir lesendur. 

Kjarninn er fjölmiðill sem leggur sig fram við að upplýsa og skýra út það sem á sér stað í samfélaginu með áherslu á gæði og dýpt. 

Okkar tryggð er aðeins við lesendur. Við erum skuldbundin ykkur og værum þakklát ef þið vilduð vera með í að gera Kjarnann enn sterkari. 

Ef þú kannt vel við það efni sem þú lest á Kjarnanum viljum við hvetja þig til að styrkja okkur. Þinn styrkur er okkar styrkur.

Já takk, ég vil styrkja Kjarnann!
Ófyrirséður viðbótarkostnaður vegna nýs Herjólfs 790 milljónir
Íslenska ríkið greiðir 532 milljónir króna í viðbótarkostnað vegna lokauppgjörs við pólska skipasmíðastöð og 258 milljónir króna til rekstraraðila Herjólfs til að mæta ófyrirséðum kostnaðarauka vegna seinkunar á afhendingu.
Kjarninn 12. nóvember 2019
Kvikan
Kvikan
Íslenskar valdablokkir, brottvísun þungaðrar konu og Play ... komið til að vera?
Kjarninn 12. nóvember 2019
Katrín Jakobsdóttir, forsætisráðherra og formaður VG.
Markmiðið að stuðla að því að upplýst verði um lögbrot og ámælisverða háttsemi
Forsætisráðherra hefur lagt fram frumvarp á Alþingi um vernd uppljóstrara. Markmið laganna er að stuðla að því að upplýst verði um lögbrot og aðra ámælisverða háttsemi og þannig dregið úr slíku hátterni.
Kjarninn 12. nóvember 2019
Svo virðist sem viðleitni stærstu lífeyrissjóða landsins til að hægja á umferð lántöku vegna húsnæðiskaupa hjá sér sé að virka.
Lífeyrissjóðir hafa lánað 15 prósent minna til húsnæðiskaupa en í fyrra
Stærstu lífeyrissjóðir landsins hafa verið að þrengja lánaskilyrði sín til að reyna að draga úr ásókn í sjóðsfélagslán til húsnæðiskaupa. Það virðist vera að virka. Mun minna hefur fengist lánað hjá lífeyrissjóðum það sem af er ári en á sama tíma í fyrra.
Kjarninn 12. nóvember 2019
Ketill Sigurjónsson
Sífellt ódýrari vindorka í Hörpu
Kjarninn 11. nóvember 2019
Samherji sendir yfirlýsingu vegna yfirvofandi umfjöllunar RÚV
Útgerðarfyrirtækið Samherji hefur sent frá sér yfirlýsingu, vegna yfirvofandi umfjöllunar RÚV.
Kjarninn 11. nóvember 2019
Magnús Halldórsson
Brjálæðið og enn of stór til að falla
Kjarninn 11. nóvember 2019
28 milljónir í launakostnað ólöglegu Landsréttardómaranna
Laun þriggja þeirra fjögurra dómara við Landsrétt, sem mega ekki dæma eftir að Mannréttindadómstóll Evrópu sagði skipan þeirra ólögmæta, kalla á 28 milljón króna viðbótarútgjöld ríkissjóðs.
Kjarninn 11. nóvember 2019
Meira eftir höfundinnBorgþór Arngrímsson
Meira úr sama flokkiFréttaskýringar
None