Þennan mann verður að stöðva

Ísland mætir Portúgal í dag klukkan 19:00 á EM í Frakklandi. Þar er Cristiano Ronaldo fremstur meðal jafningja.

Cristiano Ronaldo
Auglýsing

Maður er nefndur Crist­i­ano Ron­aldo. Þessi 31 árs Portú­gali hefur ásamt Argent­ínu­mann­inum Lionel Messi verið allra besti fót­bolta­maður heims­ins í næst­u­m heilan ára­tug. Sjaldan hafa tveir leik­menn haft jafn mikla yfir­burði yfir aðra ­leik­menn, þegar horft er til marka sér­stak­lega og alþjóð­legra við­ur­kenn­inga.

Ron­aldo hefur í þrí­gang verður knatt­spyrnu­maður árs­ins hjá FIFA, 2008, 2013 og 2014.

En eins ótrú­lega og það hljómar - miðað við mark­sækni hans - þá eru það ekki mörkin sem eru aðal­at­riðið hjá Ron­aldo.

Auglýsing

Hann er óút­reikn­an­legt vopn á vell­in­um. Sem sýnir sig best á því hve illa and­stæð­ingum hans gengur að stöðva hann í hverri viku.

Hann skorar eig­in­lega alltaf. Hægri, vinstri, skalli. Bein­t úr auka­spyrnu. Víti. Lang­skot. Hann er með öll þessi vopn í búr­inu, ofan á gríð­ar­legan hraða, lík­am­legan styrk og tækni.

Stundum er eins og hann sé vél­menni, þegar hann þeys­ist upp­ ­völl­inn og kemur sér í færin þar sem bolt­inn kemur síð­an. 

Markið sem hann skor­aði á Laug­ar­dals­velli, 12. októ­ber 2010, var dæmi­gert fyrir hann. Frá­bær óút­reikn­an­leg auka­spyrna sem Gunn­leifur Gunn­leifs­son réð ekki við.

Töl­urnar segja sitt: Hjá Real Madrid hefur hann skorað 260 ­deild­ar­mörk, í 238 leikj­um. Það er meira en mark að með­al­tali í hverjum einasta ­leik. Þá hefur hann skorað 37 þrennur á ferl­inum hjá Real Madrid, sem verður að telj­ast með ólík­ind­um, en hann kom til félags­ins frá Manchester United árið 2009. Hann er eini leik­mað­ur­inn í sögu spænsku ­deild­ar­keppn­innar sem hefur skorað meira en 30 deild­ar­mörk á tíma­bili, sex tíma­bil í röð.

Hann er þegar orð­inn marka­hæsti leik­maður félags­ins í sög­unni, og stendur öllum öðrum fram­ar, hvert sem litið er. Þá er hann líka marka­hæsti leik­mað­ur­ Portú­gals frá upp­hafi, með 58 mörk í 126 leikj­um.

En eng­inn er óstöðv­andi, eins og Íslend­ingar hafa sýnt. Þeim tókst að halda hinum eldsnögga Arjen Robben í skefj­um, og það sama má segja um marga sterka leik­menn Tyrk­lands og Tékk­lands, í und­ankeppn­inni.

Það er ekki gott að segja hvernig best er að stöðva Ron­aldo, en eitt er alveg öruggt: mikla sam­stöðu þarf að sýna í varn­ar­leikn­um, ef ekki á illa að fara, og ein­beit­ingin verður að vera hjá leik­mönnum allan leik­inn. Hverja ein­ustu sek­úndu. Ef það tekst, þá er allt hægt. Íslenska liðið er sterkt þegar allir verj­ast og sækja sem lið. Eng­inn einn leik­maður getur skákað góðri liðs­heild.

Kanntu vel við Kjarnann?

Frjáls framlög lesenda eru mikilvægur þáttur í rekstri Kjarnans. Þau gera okkur kleift að halda áfram að taka þátt í umræðunni á vitrænan hátt og greina kjarnann frá hisminu fyrir lesendur. 

Kjarninn er fjölmiðill sem leggur sig fram við að upplýsa og skýra út það sem á sér stað í samfélaginu með áherslu á gæði og dýpt. 

Okkar tryggð er aðeins við lesendur. Við erum skuldbundin ykkur og værum þakklát ef þið vilduð vera með í að gera Kjarnann enn sterkari. 

Ef þú kannt vel við það efni sem þú lest á Kjarnanum viljum við hvetja þig til að styrkja okkur. Þinn styrkur er okkar styrkur.

Já takk, ég vil styrkja Kjarnann!
Íhaldsflokkur Boris Johnson í lykilstöðu samkvæmt útgönguspá
Brexit er líklegt til að verða að veruleika strax í janúar, gangi útgönguspár eftir í Bretlandi, en kjörstaðir lokuðu klukkan 22:00.
Kjarninn 12. desember 2019
Þjóðaröryggisráð ræddi „fordæmalaust ástand“
Fundað var í þjóðaröryggisráði í dag. Ofsaveður hefur leitt til rafmagnsleysis og fjarskiptatruflana víða.
Kjarninn 12. desember 2019
Árni Stefán Árnason
Mítlar og Matvælastofnun – Dýravernd í vanda
Kjarninn 12. desember 2019
Óli Björn Kárason er formaður efnahags- og viðskiptanefndar.
Dugar ekki til að koma Íslandi af gráa listanum
Það að flýta þeim fresti sem íslensk félög hafa til að skrá raunverulega eigendur sína mun ekki eitt og sér duga til að koma Íslandi af gráum lista vegna ónógra peningaþvættisvarna.
Kjarninn 12. desember 2019
Menntaðri Íslendingar lifa lengur
Munur á lífslíkum eftir menntunar- og tekjustigi hefur aukist til muna frá árinu 2011. Þá hafa þeir tekjulægstu þurft að neita sér mun oftar um læknisþjónustu vegna kostnaðar en þeir tekjuhæstu.
Kjarninn 12. desember 2019
Á myndinni sjást fyrirhugaðir fyrstu tveir áfangar Borgarlínu.  Rauð leið Hamraborg – Hlemmur og Græn leið Ártún – Hlemmur.
Skipa hönnunarteymi fyrir fyrstu tvo áfanga Borgarlínu
Verkefnastofa Borgarlínu hefur skipað hönnunarteymi fyrir fyrstu tvo áfanga Borgarlínu. Vinna við hönnun er þegar hafin.
Kjarninn 12. desember 2019
Hjálmar Árnason, Unnur Brá Konráðsdóttir, Ögmundur Jónasson og Össur Skarphéðinsson.
Fyrrverandi þingmenn standa að söfnun fyrir nauðstadda í Namibíu
Fjórir fyrrverandi þingmenn hafa efnt til söfnunar fyrir nauðstadda í Namibíu í samstarfi við Rauða krossinn.
Kjarninn 12. desember 2019
Fjölmiðlafrumvarpið á dagskrá þingsins í dag
Frumvarp um stuðning við einkarekna fjölmiðla er komið aftur á dagskrá Alþingis. Hluti þingflokks Sjálfstæðisflokks hefur barist hart gegn málinu.
Kjarninn 12. desember 2019
Meira úr sama flokkiFréttaskýringar
None