Þennan mann verður að stöðva

Ísland mætir Portúgal í dag klukkan 19:00 á EM í Frakklandi. Þar er Cristiano Ronaldo fremstur meðal jafningja.

Cristiano Ronaldo
Auglýsing

Maður er nefndur Crist­i­ano Ron­aldo. Þessi 31 árs Portú­gali hefur ásamt Argent­ínu­mann­inum Lionel Messi verið allra besti fót­bolta­maður heims­ins í næst­u­m heilan ára­tug. Sjaldan hafa tveir leik­menn haft jafn mikla yfir­burði yfir aðra ­leik­menn, þegar horft er til marka sér­stak­lega og alþjóð­legra við­ur­kenn­inga.

Ron­aldo hefur í þrí­gang verður knatt­spyrnu­maður árs­ins hjá FIFA, 2008, 2013 og 2014.

En eins ótrú­lega og það hljómar - miðað við mark­sækni hans - þá eru það ekki mörkin sem eru aðal­at­riðið hjá Ron­aldo.

Auglýsing

Hann er óút­reikn­an­legt vopn á vell­in­um. Sem sýnir sig best á því hve illa and­stæð­ingum hans gengur að stöðva hann í hverri viku.

Hann skorar eig­in­lega alltaf. Hægri, vinstri, skalli. Bein­t úr auka­spyrnu. Víti. Lang­skot. Hann er með öll þessi vopn í búr­inu, ofan á gríð­ar­legan hraða, lík­am­legan styrk og tækni.

Stundum er eins og hann sé vél­menni, þegar hann þeys­ist upp­ ­völl­inn og kemur sér í færin þar sem bolt­inn kemur síð­an. 

Markið sem hann skor­aði á Laug­ar­dals­velli, 12. októ­ber 2010, var dæmi­gert fyrir hann. Frá­bær óút­reikn­an­leg auka­spyrna sem Gunn­leifur Gunn­leifs­son réð ekki við.

Töl­urnar segja sitt: Hjá Real Madrid hefur hann skorað 260 ­deild­ar­mörk, í 238 leikj­um. Það er meira en mark að með­al­tali í hverjum einasta ­leik. Þá hefur hann skorað 37 þrennur á ferl­inum hjá Real Madrid, sem verður að telj­ast með ólík­ind­um, en hann kom til félags­ins frá Manchester United árið 2009. Hann er eini leik­mað­ur­inn í sögu spænsku ­deild­ar­keppn­innar sem hefur skorað meira en 30 deild­ar­mörk á tíma­bili, sex tíma­bil í röð.

Hann er þegar orð­inn marka­hæsti leik­maður félags­ins í sög­unni, og stendur öllum öðrum fram­ar, hvert sem litið er. Þá er hann líka marka­hæsti leik­mað­ur­ Portú­gals frá upp­hafi, með 58 mörk í 126 leikj­um.

En eng­inn er óstöðv­andi, eins og Íslend­ingar hafa sýnt. Þeim tókst að halda hinum eldsnögga Arjen Robben í skefj­um, og það sama má segja um marga sterka leik­menn Tyrk­lands og Tékk­lands, í und­ankeppn­inni.

Það er ekki gott að segja hvernig best er að stöðva Ron­aldo, en eitt er alveg öruggt: mikla sam­stöðu þarf að sýna í varn­ar­leikn­um, ef ekki á illa að fara, og ein­beit­ingin verður að vera hjá leik­mönnum allan leik­inn. Hverja ein­ustu sek­úndu. Ef það tekst, þá er allt hægt. Íslenska liðið er sterkt þegar allir verj­ast og sækja sem lið. Eng­inn einn leik­maður getur skákað góðri liðs­heild.

Ert þú í Kjarnasamfélaginu?

Kjarninn er opinn vefur en líflínan okkar eru frjáls framlög frá lesendum, Kjarnasamfélagið. Sú stoð undir reksturinn er okkur afar mikilvæg.

Með því að skrá þig í Kjarnasamfélagið gerir þú okkur kleift að halda áfram að vinna í þágu almennings og birta vandaðar fréttaskýringar, djúpar greiningar á efnahagsmálum og annað fréttatengt gæðaefni. 

Kjarninn hefur verið til taks fyrir kröfuharða lesendur undanfarin sjö ár og við ætlum okkur að standa vaktina áfram. 

Fyrir þá sem nú þegar eru stoltir styrkjendur Kjarnans þá leyfum við okkur að benda á að hægt er að óska eftir að hækka mánaðarlega framlagið með því að senda póst á takk@kjarninn.is


Já takk, ég vil styrkja Kjarnann!
Guðmundur Ingi Guðbrandsson, umhverfis- og auðlindaráðherra.
Vill stytta kynningarferli áformaðra friðlýsinga
Umhverfis- og auðlindaráðherra ætlar að stytta þann tíma sem þarf til að kynna áformaðar friðlýsingar og flytja heimild ráðherra til að veita undanþágur frá ákvæðum friðlýsinga til Umhverfisstofnunar.
Kjarninn 4. ágúst 2020
Kristbjörn Árnason
Eigingirni - spilling - vald
Leslistinn 3. ágúst 2020
Guðmundur Hauksson
Jóga er meira en bara teygjur og stellingar
Kjarninn 3. ágúst 2020
Inga Dóra Björnsdóttir
Heimsmaðurinn Halldór Kiljan Laxness, sem aldrei varð frægur og ríkur í Ameríku
Kjarninn 3. ágúst 2020
Tekjur Kjarnans jukust og rekstrarniðurstaða í takti við áætlanir
Rekstur Kjarnans miðla, útgáfufélags Kjarnans, skilaði hóflegu tapi á árinu 2019. Umfang starfseminnar var aukið á því ári og tekjustoðir hafa styrkst verulega síðustu misseri.
Kjarninn 3. ágúst 2020
Þórólfur Guðnason sóttvarnalæknir.
Þórólfur: „Jújú, það er önnur bylgja hafin“
Sóttvarnalæknir segir að það sé hægt að sammælast um að kalla það ástand sem Ísland stendur frammi fyrir nýja bylgju. Það segi sig sjálft að aukning sé á tilfellum. Landlæknir segir tækifærið til að ráða niðurlögum ástandsins vera núna.
Kjarninn 3. ágúst 2020
Til stendur að breyta rukkun fargjalda í strætó með þeim hætti að sala fargjalda verður einungis utan vagna.
Hægt verður að leggja févíti á þá farþega sem borga ekki í strætó
Fyrirhugaðar eru breytingar á fyrirkomulagi fargjalda í Strætó sem mun leiða til þess að sala fargjalda verður ekki lengur í boði í vögnunum sjálfum. Farþegar sem greiða ekki fargjald, eða misnota kerfið með öðrum hætti, verða beittir févíti.
Kjarninn 3. ágúst 2020
Átta ný innanlandssmit og fjölgar um yfir hundrað í sóttkví
Af 291 sýni sem greint var á sýkla- og veirufræðideild Landspítala í gær reyndust átta jákvæð. Alls eru nú 80 í einangrun og 670 í sóttkví.
Kjarninn 3. ágúst 2020
Meira úr sama flokkiFréttaskýringar
None