Þennan mann verður að stöðva

Ísland mætir Portúgal í dag klukkan 19:00 á EM í Frakklandi. Þar er Cristiano Ronaldo fremstur meðal jafningja.

Cristiano Ronaldo
Auglýsing

Maður er nefndur Crist­i­ano Ron­aldo. Þessi 31 árs Portú­gali hefur ásamt Argent­ínu­mann­inum Lionel Messi verið allra besti fót­bolta­maður heims­ins í næst­u­m heilan ára­tug. Sjaldan hafa tveir leik­menn haft jafn mikla yfir­burði yfir aðra ­leik­menn, þegar horft er til marka sér­stak­lega og alþjóð­legra við­ur­kenn­inga.

Ron­aldo hefur í þrí­gang verður knatt­spyrnu­maður árs­ins hjá FIFA, 2008, 2013 og 2014.

En eins ótrú­lega og það hljómar - miðað við mark­sækni hans - þá eru það ekki mörkin sem eru aðal­at­riðið hjá Ron­aldo.

Auglýsing

Hann er óút­reikn­an­legt vopn á vell­in­um. Sem sýnir sig best á því hve illa and­stæð­ingum hans gengur að stöðva hann í hverri viku.

Hann skorar eig­in­lega alltaf. Hægri, vinstri, skalli. Bein­t úr auka­spyrnu. Víti. Lang­skot. Hann er með öll þessi vopn í búr­inu, ofan á gríð­ar­legan hraða, lík­am­legan styrk og tækni.

Stundum er eins og hann sé vél­menni, þegar hann þeys­ist upp­ ­völl­inn og kemur sér í færin þar sem bolt­inn kemur síð­an. 

Markið sem hann skor­aði á Laug­ar­dals­velli, 12. októ­ber 2010, var dæmi­gert fyrir hann. Frá­bær óút­reikn­an­leg auka­spyrna sem Gunn­leifur Gunn­leifs­son réð ekki við.

Töl­urnar segja sitt: Hjá Real Madrid hefur hann skorað 260 ­deild­ar­mörk, í 238 leikj­um. Það er meira en mark að með­al­tali í hverjum einasta ­leik. Þá hefur hann skorað 37 þrennur á ferl­inum hjá Real Madrid, sem verður að telj­ast með ólík­ind­um, en hann kom til félags­ins frá Manchester United árið 2009. Hann er eini leik­mað­ur­inn í sögu spænsku ­deild­ar­keppn­innar sem hefur skorað meira en 30 deild­ar­mörk á tíma­bili, sex tíma­bil í röð.

Hann er þegar orð­inn marka­hæsti leik­maður félags­ins í sög­unni, og stendur öllum öðrum fram­ar, hvert sem litið er. Þá er hann líka marka­hæsti leik­mað­ur­ Portú­gals frá upp­hafi, með 58 mörk í 126 leikj­um.

En eng­inn er óstöðv­andi, eins og Íslend­ingar hafa sýnt. Þeim tókst að halda hinum eldsnögga Arjen Robben í skefj­um, og það sama má segja um marga sterka leik­menn Tyrk­lands og Tékk­lands, í und­ankeppn­inni.

Það er ekki gott að segja hvernig best er að stöðva Ron­aldo, en eitt er alveg öruggt: mikla sam­stöðu þarf að sýna í varn­ar­leikn­um, ef ekki á illa að fara, og ein­beit­ingin verður að vera hjá leik­mönnum allan leik­inn. Hverja ein­ustu sek­úndu. Ef það tekst, þá er allt hægt. Íslenska liðið er sterkt þegar allir verj­ast og sækja sem lið. Eng­inn einn leik­maður getur skákað góðri liðs­heild.

Íslendingurinn Reynir ætlar að taka upp Flamenco plötu
Reynir Hauksson hefur lært hjá einum helsta gítarkennara Granada. Nú safnar hann fyrir gerð Flamenco plötu á Karolina Fund.
Kjarninn 15. september 2019
Fosfatnáma
Upplýsingaskortur ógnar matvælaöryggi
Samkvæmt nýrri rannsókn íslenskra og erlendra fræðimanna ógnar skortur á fullnægjandi upplýsingum um birgðir fosfórs matvælaöryggi í heiminum.
Kjarninn 15. september 2019
Besta platan með Metallica – Master of Puppets
Gefin út af Elektra þann 3. mars 1986, 8 lög á 54 mínútum og 47 sekúndum.
Kjarninn 15. september 2019
Guðmundur Kristjánsson er stærsti eigandi Útgerðarfélags Reykjavíkur sem er stærsti eigandi Brim.
Útgerðarfélag Reykjavíkur hagnaðist um 1,5 milljarð í fyrra
Stærsti eigandi Brim, sem hét áður HB Grandi, bókfærði eignarhlut sinn í félaginu á rúmlega 15 prósent hærra verði en skráð markaðsverð hlutarins var á reikningsskiladegi. Eignir Brim voru metnar á um 60 milljarða króna um síðustu áramót.
Kjarninn 15. september 2019
Eiríkur Ragnarsson
RÚV á kannski heima á auglýsingamarkaði eftir allt saman
Kjarninn 15. september 2019
Vinningstillaga Henning Larsen arkitektastofunnar að því hvernig Vinge ætti að líta út. Veruleikinn í dag er allt annar.
Danska skýjaborgin Vinge
Það er ekki nóg að fá háleitar hugmyndir, það þarf líka einhvern til að framkvæma þær. Þessu hafa bæjaryfirvöld í Frederikssund á Sjálandi fengið að kynnast, þar sem draumsýn hefur breyst í hálfgerða martröð.
Kjarninn 15. september 2019
Ásaka Glitni um að klippa sjö sentimetra neðan af samningum
Deilumál milli Útgerðarfélags Reykjavíkur og Glitnis vegna afleiðusamninga upp á tvo milljarða króna sem gerðir voru í aðdraganda hrunsins standa enn yfir. Útgerðarfélagið kærði Glitni til lögreglu í fyrra fyrir að klippa neðan af samningunum.
Kjarninn 15. september 2019
Engar áreiðanlegar tölur til um fjölda einstaklinga með heilabilun
Heilabilunarsjúkdómar eru mjög algengir á Íslandi en engar áreiðanlegar tölur eru til um fjölda þeirra einstaklinga sem greinst hafa með heilabilun. Tólf þingmenn kalla eftir því að landlækni sé skylt að halda sérstaka skrá um sjúkdóminn.
Kjarninn 14. september 2019
Meira úr sama flokkiFréttaskýringar
None