Sérfræðingar við Háskóla Íslands segja ólíklegt að Guðni verði ekki forseti

Sérfræðingar við HÍ sammælast um að það sé ólíklegt að Guðni Th. Jóhannesson verði ekki næsti forseti. Ólafur Ragnar Grímsson, kosningabaráttan og framtíð embættisins var rædd á fundi í dag.

Hafsteinn Þ. Hauksson, Ólafur Þ. Harðarson, Þorgerður Einarsdóttir, Guðmundur Hálfdánarson og Valgerður Jóhannsdóttir ræddu um forsetann í dag.
Hafsteinn Þ. Hauksson, Ólafur Þ. Harðarson, Þorgerður Einarsdóttir, Guðmundur Hálfdánarson og Valgerður Jóhannsdóttir ræddu um forsetann í dag.
Auglýsing

Kosn­inga­bar­átta for­seta­fram­bjóð­end­anna var rædd og greind á opnum fundi í Háskóla Íslands í dag. Þá var einnig velt vöngum yfir því við hverju megi búast í þróun emb­ætt­is­ins þegar Ísland fær nýjan for­seta í haust. Sér­fræð­ingar við HÍ rýndu í skoð­ana­kann­anir um gengi fram­bjóð­enda, fjöl­miðlaum­fjöllun og hug­myndir fræði­manna um hlut­verk og völd for­set­ans.

Fund­ur­inn, sem hald­inn var í hádeg­inu, var fámennur og þegar fund­ar­stjór­inn Haf­steinn Þór Hauks­son, dós­ent við laga­deild Háskóla Íslands, bauð gesti vel­komna sagði hann í léttum tón að það væri „gott að ein­hver, í miðju EM-æð­inu, láti sig fram­tíð lýð­veldis okkar varða.“

Núver­andi stjórn­ar­skrá getur valdið óþol­andi upp­lausn og ágrein­ingi

Guð­mundur Hálf­dán­ar­son, pró­fessor við Sagn­fræði- og heim­speki­deild, sagð­ist ætla að gera til­raun til þess að svara þeirri spurn­ingu hvernig emb­ætti for­set­ans verði í fram­tíð­inni. Margt sé mjög óljóst varð­andi emb­ættið og oft háð per­sónu­legri túlkun þeirra sem verma stól­inn að hverju sinn­i. 

Auglýsing

Guð­mundur sagði það gefið í skyn í stjórn­ar­skránni að for­set­inn hafi alls konar völd sem hann í raun og veru hafi ekki, eins og til dæmis að leggja fram frum­vörp. Það sé þó sett í hálf­gert upp­nám í 13. grein­inni, þar sem segir að for­seti láti ráð­herra fram­kvæma vald sitt. Þetta sé arf­leifð frá þeim tíma sem kon­ungar voru álitnir hálf­gerðar guð­legar ver­ur. 

Guð­mundur ræddi líka um 26. grein­ina, máls­skots­rétt­inn, sem hann gant­að­ist með að Íslend­ingar kunni nú á dögum flestir utan að, svo mikið hafi verið rætt um hana. Hann benti á að þáver­andi stjórn­mála­fræð­ing­ur­inn Ólafur Ragnar Gríms­son hafi sagt að 26. greinin væri í raun dauður laga­bók­staf­ur. Hann beitti þó grein­inni sjálfur 2004 þegar hann synj­aði fjöl­miðla­lög­un­um. 

Guð­mundur segir nauð­syn­legt að kveða skýrar á um í hverju vald for­set­ans felist í raun og veru. 

„Það er mjög brýnt að skýra for­seta­emb­ættið bet­ur. Stjórn­ar­skráin er oft þver­sagna­kennd og opin fyrir alls konar túlk­un­um,“ segir Guð­mund­ur. „Það getur valdið óþol­andi upp­lausn og ágrein­ingi. Svo er óheppi­legt ef for­seti ferð­ast um lönd og boðar aðra utan­rík­is­stefnu en Alþingi. Það getur valdið rugl­ingi, sem er ekki æski­legt á alþjóða­vet­vang­i.“

Hann lauk máli sínu með því að hvetja fólk til þess að kjós­a. 

„Kosn­inga­bar­áttan hefur svo­lítið fallið í skugg­ann af annarri keppni, sem virð­ist skipta fólk meira máli. En þetta er ekki síður mik­il­vægur kapp­leik­ur.“ 

Upp­gjör við stór­kalla­lega emb­ætt­is­tíð

Þor­gerður Ein­ars­dótt­ir, pró­fessor í kynja­fræði við Stjórn­mála­fræði­deild, setti for­seta­emb­ættið í kynja­fræði­legt sam­hengi, hver ímynd eða ásjóna emb­ætt­is­ins væri og hvort þetta hefði eitt­hvað ákveðið kyn­gervi. Hún sagði emb­ættið hafa afhelg­ast í ein­hverjum skiln­ingi með til­komu Ólafs Ragn­ars og benti á að aldrei hafi verið gert grín að Vig­dísi Finn­boga­dóttur í Ára­mótaskaupi, nema árið 1994, þar sem henni bregður fyrir að taka á móti útlend­ing­um. Og það þótti óvið­eig­and­i. 

Þor­gerður ræddi um grein Bald­urs Her­manns­son­ar, árið 1995 í DV, sem bar heitið Nýtt blóð á Bessa­staði, og fjall­aði um „þrá­setu Vig­dís­ar“ eftir 16 ár og nauð­syn fyrir nýtt blóð. Hún sagði Baldur hafa skrifað að réttur maður á Bessa­staði geti hjálpað okkur að skil­greina hvað það þýði að vera Íslend­ing­ur. 

„Honum varð að ósk sinni þegar Ólafur varð for­seti og emb­ættið fékk á sig karllæga ímynd eða kyn­gervi og endar sem stór­kalla­legt valda­emb­ætt­i,“ sagði Þor­gerð­ur. „Og örygg­is­ventill­inn verður hans tæki. Hann færir sig upp á skaftið og fjar­lægist hinn kven­læga arf Vig­dísar og Krist­jáns Eld­járn.“ Hún benti á við­brögð Jens Stol­ten­berg, for­sæt­is­ráð­herra Nor­egs, eftir Útey. Það hafi verið kven­lægt þó að hann sjálfur væri karl. 

Þor­gerður gaf í skyn að Ólafur hefði synjað fjöl­miðla­lög­unum árið 2004 í kjöl­far heima­stjórn­araf­mæl­is­ins, þar sem for­seta­emb­ættið kom ekk­ert að und­ir­bún­ingn­um, og hann hafi móðg­ast. 

„Hann var erlendis á þeim tíma og sendi frá sér yfir­lýs­ingu í kjöl­farið þar sem honum var stór­lega mis­boð­ið,“ sagði hún. „Það er freist­andi að velta fyrir sér hvort þetta hafi haft ein­hver áhrif. Hann reynir á þol­mörk valds­ins og í hrun­inu er hann gagn­rýndur fyrir að hafa verið klapp­stýra og ímynd hans stór­lega löskuð.“

Þor­gerður sagði Ólaf hafa ein­staka hæfi­leika til að end­ur­skapa sjálfan sig með Ices­a­ve, þar sem hann spil­aði á þjóð­ern­is­hyggj­una. Hún ræddi einnig um Pútín Rúss­lands­for­seta, en tók fram að hún væri ekki að bera þá tvo sam­an. En benti á að vin­sældir Pútíns byggi ekki síst á því að hann end­ur­reisti þjóð­arstolt Rússa. Hún lauk máli sínu með því að segja að nú siglum við inn í nýja tíma sem verður að ein­hverju leyti upp­gjör við stór­kalla­lega emb­ætt­is­tíð. 

Meiri nei­kvæðni hjá Davíð og Ást­þóri

Val­gerður Anna Jóhanns­dótt­ir, aðjúnkt í blaða- og frétta­mennsku, ræddi um fjöl­miðlaum­fjöllun í kosn­inga­bar­átt­unni og um emb­ætt­ið, sem hún sagði að væri svo sann­ar­lega ekki létt verk nú á tím­um. 

„Það er óhætt að segja að umfjöllun hafi verið mjög mik­il. Bæði í hefð­bundnum fjöl­miðlum og á sam­fé­lags­miðl­u­m,“ sagði Val­gerð­ur. Áhorf á umræðu­þætti í sjón­varpi hefur verið mjög mikið og fram­bjóð­endur hafa þús­undir fylgj­enda á sam­fé­lags­miðl­u­m. 

„Það má full­yrða það að ef fólk hefur áhuga á að kynna sér fram­bjóð­end­urna, þá eru þær upp­lýs­ingar mjög aðgengi­legar víða. Því hefur verið haldið fram að þessi bar­átta hafi fyrst og fremst verið háð á sam­fé­lags­miðlum og að þeir hafi gjör­breytt eðli kosn­inga­bar­átt­unn­ar. Ég veit ekki alveg hvað er átt við með því og held að það eigi að setja fyr­ir­vara við það,“ sagði hún. 

Ekki sé nóg fyrir fram­bjóð­endur að stóla ein­ungis á sam­fé­lags­miðla, enda sé kosn­inga­bar­áttan í flestum skiln­ingi frekar gam­al­dags. 

„Farið út á meðal fólks, allir ferð­ast um landið og fara á vinnu­staði og leggja hendur á börn, eins og sagt var um páfann,“ sagði hún í léttum tón. Hún und­ir­strik­aði að sam­fé­lags­miðl­arnir væru við­bót og leiddi laus­leg rann­sókn hennar í ljós að Guðni Th. Jóhann­es­son sé með lang­flesta fylgj­end­ur, efni frá honum er skoðað mest og dreift mest og fær flestar athuga­semd­ir. Hjá flestum fram­bjóð­endum séu athuga­semdir frá almenn­ingi mjög almenns eðl­is, nokkur dæmi um spurn­ingar og svör, en minna af nei­kvæðum athuga­semd­um. 

„Þetta er oft­ast „Áfram Halla“ eða „Flottur Guðn­i“,“ tók hún sem dæmi. Það sé aftur meiri nei­kvæðni hjá Davíð Odds­syni og Ást­þóri Magn­ús­syn­i. 

Ofmetin áhrif skoð­ana­kann­anna

Ólafur Þ. Harð­ar­son, pró­fessor við Stjórn­mála­fræði­deild, spurði hvort úrslitin gætu breyst á laug­ar­dag, með einn fram­bjóð­anda með svo afger­andi for­yst­u. 

„Svarið er já, en lík­urnar á tapi eru ákaf­lega litl­ar. Ég kann engin dæmi þess.“ sagði hann. „Kjör­sókn getur haft áhrif. Ef hún verður lít­il, að sumir fram­bjóð­endur með harð­ari stuðn­ings­manna­hóp, getur það breytt hlut­föll­um. En það er mjög ólík­legt að ein­hver fari upp fyrir Guðn­a.“

Varð­andi eðli emb­ætt­is­ins sagði Ólafur að hefðin sé þannig að þing­rofs­réttur sé hjá for­sæt­is­ráð­herra. 

„Það kom í ljós að Ólafur Ragnar var ekki þeirrar skoð­unar og að hann hafi virk völd í því. Hann var greini­lega þeirrar skoð­unar að for­seti tæki sjálf­stæða ákvörðun um það, hvort hann féllist á þing­rof eða ekki. Ólafi mis­lík­aði for­sæt­is­ráð­herra þegar hann kom, þegar átti að leggja fram form­legt plagg, að Sig­mundur Davíð hafi talað eins og hann gæti rofið þing,“ sagði Ólaf­ur. 

Hann sagði einnig að kosn­inga­bar­áttan hafi ekki verið dauf, heldur hefð­bund­in. Hún hafi aug­ljós­lega haft ein­hver áhrif, þar sem Halla Tóm­as­dótt­ir, sem var með tveggja pró­senta fylgi í byrj­un, er nú komin upp í 15 til 20 pró­sent. 

„Það er fróð­legt að bera hana saman við hina sem hafa ekk­ert breyst. Þeir hafa slíkar hug­myndir um eigið ágæti að það sé nátt­úru­legt ástand að þeir fái 20 til 30 pró­sent. Og það séu svo nátt­úru­leg öfl sem koma í veg fyrir það, eins og skoð­ana­kann­anir eða fjöl­miðl­ar. Það kemur ekki til greina að þeir séu bara ekki nógu inter­es­ant.“

Hann und­ir­strikar að fáar rann­sóknir sýni fram á að skoð­ana­kann­anir hafi skoð­ana­mynd­andi áhrif. Þá séu sam­fé­lags­miðl­arnir afar merki­legir í þess­ari bar­áttu fyrir margra hluta sakir, en þó sér­stak­lega vegna eins. 

„Það er gömul saga og ný að fram­bjóð­endur og stjórn­mála­menn fari með ósann­indi. Það var ekki auð­velt að leið­rétta gamlar syndir þegar fólk sagði bara eitt­hvað í sjón­varpi eða skrif­aði í blöð, en nú þegar fram­bjóð­andi segir eitt­hvað, þá eru þús­und manns strax farnir að gúgla og hrekja sög­una.“ 

Hann tók þar dæmi um Davíð sem sagði að Guðni hefði sýnt hetjum okkar út Þorska­a­stríð­inu van­virð­ingu í fyr­ir­lestri. Nokkrum tímum síðar hafi komið upp úr krafs­inu á net­inu að Davíð hafði sjálfur skrifað grein sjálfur það sem hann var að gera grín að varð­skip­un­um. „Þetta er aukið aðhald fyrir fram­bjóð­end­ur.“ 

Síð­asti fyr­ir­lest­ur­inn í röð­inni

Um var að ræða síð­asta umræðu­fund fundarrað­ar­innar „For­seti Íslands: Hvers­konar emb­ætti er þetta?“. Fræði­menn hafa greint emb­ættið út frá stjórn­mál­um, lög­fræði og sagn­fræði. Í lýs­ingu fundarrað­ar­innar á vef HÍ kemur fram að löngum hafi verið deilt um hvernig túlka beri ákvæði stjórn­ar­skrár­innar um emb­ætti for­seta Íslands og skiptar skoð­anir hafa verið um hvernig for­set­inn beitir vald­heim­ildum emb­ætt­is­ins.  

„Um­ræðan um hlut­verk og völd for­seta Íslands hefur verið vax­andi á und­an­förnum árum og ýmist er talað um póli­tískan for­seta eða for­seta sem sam­ein­ing­ar­tákn þjóð­ar­inn­ar. Má búast við að umræðan um hlut­verk og vald­svið emb­ætt­is­ins verði enn fyr­ir­ferð­ar­meiri nú í aðdrag­anda for­seta­kosn­ing­anna og að skiptar skoð­anir verði, bæði meðal fram­bjóð­enda sem og þjóð­ar­inn­ar, um hvernig emb­ætti for­seta Íslands eigi að þró­ast á næstu árum,“ segir á vef HÍ. 

Björg Thoraren­sen, pró­fessor við Laga­deild, og Stef­an­ína Óskar­dótt­ir, dós­ent við Stjórn­mála­fræði­deild HÍ, höfðu rætt á öðrum fundi um stjórn­skip­un­ar­lega stöðu for­seta Íslands við lýð­veld­is­stofnun og hvernig hún hefur þró­ast und­an­farin miss­eri. Guðni Th. Jóhann­es­son, for­seta­fram­bjóð­andi og dós­ent við Sagn­fræði- og heim­speki­deild HÍ, ræddi um for­seta­emb­ættið sem sam­ein­ing­ar­tákn ásamt Huldu Þór­is­dótt­ur, lektor við Stjórn­mála­fræði­deild og Haf­stein Þór Hauks­son, dós­ent við Laga­deild. Þá hafa Ragn­heiður Krist­jáns­dóttt­ir, pró­fessor við Sagn­fræði- og heim­speki­deild, og Birgir Her­manns­son, aðjúnkt við Stjórn­mála­fræði­deild HÍ, rætt um vænt­ingar til for­seta­emb­ætt­is­ins, meðal ann­ars út frá lýð­ræð­is­hug­myndum og í alþjóð­legum sam­an­burði.

Við þurfum á þínu framlagi að halda

Þú getur tekið beinan þátt í að halda úti öflugum fjölmiðli.

Við sem vinnum á ritstjórn Kjarnans viljum hvetja þig til að vera með okkur í liði og leggja okkar góða fjölmiðli til mánaðarlegt framlag svo við getum haldið áfram að vinna fyrir lesendur, fyrir fólkið í landinu.

Kjarninn varð níu ára í sumar. Þegar hann hóf að taka við frjálsum framlögum þá varð slagorðið „Frjáls fjölmiðill fyrir andvirði kaffibolla“ til og lesendur voru hvattir til að leggja fram í það minnsta upphæð eins kaffibolla á mánuði.

Mikið vatn hefur runnið til sjávar á þeim níu árum sem Kjarninn hefur lifað. Í huga okkar á Kjarnanum hefur þörfin fyrir fjölmiðla sem veita raunverulegt aðhald og taka hlutverk sitt alvarlega aukist til muna.

Við trúum því að Kjarninn skipti máli fyrir samfélagið.

Við trúum því að sjálfstæð og vönduð blaðamennska skipti máli.

Ef þú trúir því sama þá endilega hugsaðu hvort Kjarninn er ekki allavega nokkurra kaffibolla virði á mánuði.

Vertu með okkur í liði. Þitt framlag skiptir máli.

Ritstjórn Kjarnans: Sunna Ósk Logadóttir, Þórður Snær Júlíusson, Erla María Markúsdóttir, Arnar Þór Ingólfsson, Eyrún Magnúsdóttir og Grétar Þór Sigurðsson.


Já takk, ég vil styrkja Kjarnann!
Stewart Rhodes, stofnandi og leiðtogi öfga- og vígasamtakanna The Oath Keepers.
„Maðurinn með leppinn“ sakfelldur fyrir árásina á bandaríska þinghúsið
Leiðtogi vígasveitarinnar Oath Keepers, maðurinn sem er með lepp af því að hann skaut sjálfan sig í augað, hefur verið sakfelldur fyrir árásina á bandaríska þinghúsið í janúar í fyrra. Hann á yfir höfði sér 20 ára fangelsisdóm.
Kjarninn 30. nóvember 2022
Helstu eigendur Samherja Holding eru Kristján Vilhelmsson og Þorsteinn Már Baldvinsson, forstjóri Samherja.
Samherjasamstæðan átti eigið fé upp á tæpa 160 milljarða króna um síðustu áramót
Endurskoðendur Samherja Holding gera ekki lengur fyrirvara við ársreikningi félagsins vegna óvissu um „mála­rekstur vegna fjár­hags­legra uppgjöra sem tengj­ast rekstr­inum í Namib­íu.“ Félagið hagnaðist um 7,9 milljarða króna í fyrra.
Kjarninn 30. nóvember 2022
Ari Trausti Guðmundsson
Flugaska eða gjóska?
Kjarninn 30. nóvember 2022
Vilhjálmur Birgisson er formaður Starfsgreinasambands Íslands.
Samningar við Starfsgreinasambandið langt komnir – Reynt að fá VR um borð
Verið er að reyna að klára gerð kjarasamninga við Starfsgreinasambandið um 20 til 40 þúsund króna launahækkanir, auknar starfsþrepagreiðslur og flýtingu á útgreiðslu hagvaxtarauka. Samningar eiga að gilda út janúar 2024.
Kjarninn 30. nóvember 2022
Bjarni Bjarnason er forstjóri Orkuveitu Reykjavíkur.
Vindorkuver um land allt yrðu mesta umhverfisslys Íslandssögunnar
Forstjóri Orkuveitunnar segir að ef þúsund vindmyllur yrðu reistar um landið líkt og vindorkufyrirtæki áforma „ættum við engu umhverfisslysi til að jafna úr Íslandssögunni. Hér væri reyndar ekki um slys að ræða því myllurnar yrðu reistar af ásetningi.“
Kjarninn 30. nóvember 2022
Halla Hrund Logadóttir orkumálastjóri.
„Matseðill möguleika“ ef stjórnvöld „vilja raunverulega setja orkuskipti í forgang“
Langtímaorkusamningar um annað en orkuskipti geta tafið þau fram yfir sett loftlagsmarkmið Íslands, segir orkumálastjóri. „Þótt stjórnvöld séu með markmið þá eru það orkufyrirtækin sem í raun og veru ákveða í hvað orkan fer.“
Kjarninn 30. nóvember 2022
Katrín Jakobsdóttir, formaður Vinstri grænna og forsætisráðherra, á fundi stjórnskipunar- og eftirlitsnefndar í morgun.
„Það var mjög óheppilegt að náinn ættingi hafi verið í þessum kaupendahópi“
Forsætisráðherra segir að ekki hafi verið ákveðið hvenær Bankasýsla ríkisins verði lögð niður og hvaða fyrirkomulag taki við þegar selja á hlut í ríkisbanka. Hún hafði ekki séð það fyrir að faðir Bjarna Benediktssonar yrði á meðal kaupenda í ríkisbanka.
Kjarninn 30. nóvember 2022
Á meðal eigna Bríetar er þetta fjölbýlishús á Selfossi.
Leigufélagið Bríet gefur 30 prósent afslátt af leigu í desember
Félag í opinberri eigu sem á um 250 leiguíbúðir um allt land og er ekki rekið með hagnaðarsjónarmið að leiðarljósi ætlar að lækka leigu allra leigutaka frá og með næstu áramótum.
Kjarninn 30. nóvember 2022
Meira eftir höfundinnSunna Valgerðardóttir
Meira úr sama flokkiFréttaskýringar
None