Sjálfstæðisflokkurinn ætlar að vera búinn að endurgreiða styrki upp á 56 milljónir 2018

Framkvæmdastjóri Sjálfstæðisflokksins gefur ekki upp hve stór hluti hefur verið endurgreiddur af styrkjum frá FL Group og Landsbanka. Samfylking ætlar ekki að endurgreiða neitt. Sjálfstæðisflokkur fékk langhæsta styrki árið 2014.

Sjálfstæðisflokkurinn fékk tæpar 50 milljónir í styrki frá sveitarfélögum og lögaðilum árið 2014. Píratar fengu tæpar 1,2 milljónir.
Sjálfstæðisflokkurinn fékk tæpar 50 milljónir í styrki frá sveitarfélögum og lögaðilum árið 2014. Píratar fengu tæpar 1,2 milljónir.
Auglýsing

Sjálf­stæð­is­flokk­ur­inn fékk lang­mesta styrki fyrir sveit­ar­stjórn­ar­kosn­ing­arnar 2014 sam­kvæmt árs­reikn­ingum flokks­ins á vef­svæði Rík­is­end­ur­skoð­un­ar. Flokk­ur­inn ­fékk tæpar 20 millj­ónir frá sveit­ar­fé­lögum og tæpar 30 millj­ónir frá lög­að­il­u­m. P­íratar fengu lang­minnst allra flokka, 970 þús­und frá sveit­ar­fé­lögum og 300 þús­und frá lög­að­il­u­m. 

Vill ekki greina frá end­ur­greiðslu

Ekki fæst upp­gefið hversu háa upp­hæð Sjálf­stæð­is­flokk­ur­inn hefur end­ur­greitt af styrkjum sem flokk­ur­inn fékk árið 2006 frá FL Group og Lands­bank­an­um. Þórður Þór­ar­ins­son, fram­kvæmda­stjóri Sjálf­stæð­is­flokks­ins, segir í skrif­legu svari til Kjarn­ans að ekki verði gefið upp hversu háa upp­hæð flokk­ur­inn hafi end­ur­greitt. Styrkirnir voru veittir í lok árs 2006 og námu sam­tals 56 millj­­ónum króna. Vorið 2009 sagði Bjarni Bene­dikts­­son, þá nýkjör­inn for­­mað­ur, að styrkirnir yrðu end­­ur­greidd­­ir. 

Á lands­fundi flokks­ins árið 2013 sagði Jón­mundur Guð­mars­son, þáver­andi fram­kvæmda­stjóri, að flokk­­ur­inn hefði þegar end­­ur­greitt um 18 millj­­ónir króna. Sam­­kvæmt því stóðu þá 38 millj­­ónir króna eftir árið 2013.

Auglýsing

Sam­fylk­ingin ætlar ekki að end­ur­greiða tugi millj­óna

Þórður bendir á að Sjálf­stæð­is­flokk­ur­inn hafi ákveðið einn flokka að end­ur­greiða styrk­ina. „Sama átti ekki við um annan stjórn­mála­flokk sem ákvað að þiggja háa styrki það sama ár en ákvað að end­ur­greiða ekki.  Sjálf­stæð­is­flokk­ur­inn hefur end­ur­greitt árlega af rekstr­arfé sínu og hafa áætl­anir gengið út á að ljúka end­ur­greiðslum fyrir árið 2018,“ segir hann. Þórður á þar við Sam­fylk­ing­una, en fram kom árið 2009 að meðal þeirra sem styrktu flokk­inn árið 2006 voru Kaup­þing, FL-Group, Glitn­ir, Lands­bank­inn og Baugur upp á rúmar 36 millj­ónir króna. Þau sögð­ust hins vegar aldrei ætla að greiða styrk­ina til bak­a. 

Sjálf­stæð­is­flokk­ur­inn á toppnum og Píratar á botn­inum

Eins og kom fram í umfjöllun Kjarn­ans í gær um fjár­mál stjór­mála­flokka og áætl­anir um fjár­út­lát í kom­andi kosn­inga­bar­áttu vildu fram­kvæmda­stjórar Sjálf­stæð­is­flokks og Bjartrar fram­tíðar ekki gefa upp núver­andi fjár­hags­stöðu. Þeir vís­uðu í birt­ingu árs­reikn­inga á vef­síðu Rík­is­end­ur­skoð­unar og þar eru nýj­ustu árs­reikn­ingar fyrir árið 2014 og þar eru styrkir til stjórn­mála­flokka útli­stað­ir. Hvorki Sam­fylk­ing né Fram­sókn­ar­flokkur svör­uðu fyr­ir­spurn­inni.  

Sjálf­stæð­is­flokk­ur­inn fékk 19,7 millj­ónir í styrki frá sveit­ar­fé­lögum og 28,9 millj­ónir frá fyr­ir­tækjum og lög­að­il­um. Eitt fram­lag frá ein­stak­lingum umfram 200 þús­und var lagt fram upp á 300 þús­und krón­ur, frá Jóni Zim­sen. Fram­bjóð­endur Sjálf­stæð­is­flokks­ins í sveit­ar­stjórn­ar­kosn­ingum 2014 eru þeir einu sem hafa sent Rík­is­end­ur­skoðun sund­ur­liðað upp­gjör um styrki og fram­lög

Fram­sókn­ar­flokk­ur­inn þáði 5,8 millj­ónir í styrki frá sveit­ar­fé­lögum og 18 millj­ónir frá fyr­ir­tækjum og lög­að­il­um. Stjórn­mála­menn innan Fram­sókn­ar­flokks­ins styrktu flokk­inn um 1,5 milljón með fram­lögum yfir 200 þús­und. 

Sam­fylk­ingin fékk 4,7 millj­ónir í styrki frá sveit­ar­fé­lögum og 8,4 millj­ónir frá fyr­ir­tækjum og lög­að­il­um. Fram­lög ein­stak­linga umfram 200 þús­und voru 2,8 millj­ón­ir, öll frá stjórn­mála­mönnum í Sam­fylk­ing­unni.  

Vinstri græn fengu 3,6 millj­ónir frá sveit­ar­fé­lögum og 1,3 frá fyr­ir­tækjum og lög­að­il­um. Fram­lög ein­stak­linga umfram 200 þús­und voru 4,2 millj­ón­ir, öll frá stjórn­mála­mönnum í Vinstri græn­um.

Píratar fengu 970 þús­und frá sveit­ar­fé­lögum og 300 þús­und frá fyr­ir­tækjum og lög­að­il­um. Engin fram­lög frá ein­stak­lingum voru yfir 200 þús­und. 

Björt fram­tíð fékk 3,6 millj­ónir frá sveit­ar­fé­lögum og 780 þús­und frá fyr­ir­tækjum og lög­að­il­u­m. 

Ert þú í Kjarnasamfélaginu?

Kjarninn er opinn vefur en líflínan okkar eru frjáls framlög frá lesendum, Kjarnasamfélagið. Sú stoð undir reksturinn er okkur afar mikilvæg.

Með því að skrá þig í Kjarnasamfélagið gerir þú okkur kleift að halda áfram að vinna í þágu almennings og birta vandaðar fréttaskýringar, djúpar greiningar á efnahagsmálum og annað fréttatengt gæðaefni. 

Kjarninn hefur verið til taks fyrir kröfuharða lesendur undanfarin sjö ár og við ætlum okkur að standa vaktina áfram. 

Fyrir þá sem nú þegar eru stoltir styrkjendur Kjarnans þá leyfum við okkur að benda á að hægt er að óska eftir að hækka mánaðarlega framlagið með því að senda póst á takk@kjarninn.is


Já takk, ég vil styrkja Kjarnann!
Efsta lagið á Íslandi á nær öll verðbréf í beinni eigu einstaklinga hérlendis
Á sex ára tímabili hefur verðbréfaeign Íslendinga vaxið um 192 milljarða króna, eða um 52 prósent. Af þeirri upphæð hefur 175 milljarðar króna farið til þeirra tíu prósenta landsmanna sem mest eiga, eða 91 prósent.
Kjarninn 27. september 2020
Vörur Gaza Company byggja hvort tveggja á íslenskum og palenstínskum hefðum í saumaskap.
Gjöf frá Gaza
Markmið verkefnisins Gjöf frá Gaza er að hjálpa palestínskum konum að halda fjárhagslegu sjálfstæði sínu svo þær geti framfleytt sér og fjölskyldum sínum. Nú má kaupa vörur Gaza Company á Karolinafund og styðja þannig við verkefnið.
Kjarninn 27. september 2020
Eggert Gunnarsson
Stórihvellur
Kjarninn 27. september 2020
Sólveig Anna Jónsdóttir
Nokkur orð um stöðuna
Kjarninn 27. september 2020
Halldór Benjamín var gestur í Silfrinu í dag.
Segir algjöran skort hafa verið á samtali
Halldór Benjamín Þorbergsson sagði í Silfrinu í morgun að verkalýðshreyfingin hefði hafnað því að eiga í samtali um útfærsluatriði Lífskjarasamnings. Kosning fyrirtækja innan SA um afstöðu til uppsagnar kjarasamninga hefst á morgun.
Kjarninn 27. september 2020
Tuttugu ný smit innanlands – fjölgar á sjúkrahúsi
Fjórir einstaklingar liggja nú á sjúkrahúsi vegna COVID-19 og fjölgar um tvo milli daga. Einn sjúklingur er á gjörgæslu.
Kjarninn 27. september 2020
Framundan er stór krísa en við höfum val
„Okkar lærdómur af heimsfaraldrinum er sá að við höfum gengið of hart fram gagnvart náttúrunni og það er ekki víst að leiðin sem við vorum á sé sú besta,“ segir Stefán Gíslason, umhverfisstjórnunarfræðingur.
Kjarninn 27. september 2020
James Albert Bond er hér til vinstri ásamt Daniel Craig sem hefur farið með hlutverk njósnarans James Bond síðustu ár.
Bond, James Bond
Margir kannast við eina frægustu persónu hvíta tjaldsins, James Bond njósnara hennar hátignar. Sem ætíð sleppur lifandi, þótt stundum standi tæpt. Færri vita að til var breskur njósnari með sama nafni, sá starfaði fyrir Breta í Póllandi.
Kjarninn 27. september 2020
Meira eftir höfundinnSunna Valgerðardóttir
Meira úr sama flokkiFréttaskýringar
None