Sjálfstæðisflokkurinn ætlar að vera búinn að endurgreiða styrki upp á 56 milljónir 2018

Framkvæmdastjóri Sjálfstæðisflokksins gefur ekki upp hve stór hluti hefur verið endurgreiddur af styrkjum frá FL Group og Landsbanka. Samfylking ætlar ekki að endurgreiða neitt. Sjálfstæðisflokkur fékk langhæsta styrki árið 2014.

Sjálfstæðisflokkurinn fékk tæpar 50 milljónir í styrki frá sveitarfélögum og lögaðilum árið 2014. Píratar fengu tæpar 1,2 milljónir.
Sjálfstæðisflokkurinn fékk tæpar 50 milljónir í styrki frá sveitarfélögum og lögaðilum árið 2014. Píratar fengu tæpar 1,2 milljónir.
Auglýsing

Sjálf­stæð­is­flokk­ur­inn fékk lang­mesta styrki fyrir sveit­ar­stjórn­ar­kosn­ing­arnar 2014 sam­kvæmt árs­reikn­ingum flokks­ins á vef­svæði Rík­is­end­ur­skoð­un­ar. Flokk­ur­inn ­fékk tæpar 20 millj­ónir frá sveit­ar­fé­lögum og tæpar 30 millj­ónir frá lög­að­il­u­m. P­íratar fengu lang­minnst allra flokka, 970 þús­und frá sveit­ar­fé­lögum og 300 þús­und frá lög­að­il­u­m. 

Vill ekki greina frá end­ur­greiðslu

Ekki fæst upp­gefið hversu háa upp­hæð Sjálf­stæð­is­flokk­ur­inn hefur end­ur­greitt af styrkjum sem flokk­ur­inn fékk árið 2006 frá FL Group og Lands­bank­an­um. Þórður Þór­ar­ins­son, fram­kvæmda­stjóri Sjálf­stæð­is­flokks­ins, segir í skrif­legu svari til Kjarn­ans að ekki verði gefið upp hversu háa upp­hæð flokk­ur­inn hafi end­ur­greitt. Styrkirnir voru veittir í lok árs 2006 og námu sam­tals 56 millj­­ónum króna. Vorið 2009 sagði Bjarni Bene­dikts­­son, þá nýkjör­inn for­­mað­ur, að styrkirnir yrðu end­­ur­greidd­­ir. 

Á lands­fundi flokks­ins árið 2013 sagði Jón­mundur Guð­mars­son, þáver­andi fram­kvæmda­stjóri, að flokk­­ur­inn hefði þegar end­­ur­greitt um 18 millj­­ónir króna. Sam­­kvæmt því stóðu þá 38 millj­­ónir króna eftir árið 2013.

Auglýsing

Sam­fylk­ingin ætlar ekki að end­ur­greiða tugi millj­óna

Þórður bendir á að Sjálf­stæð­is­flokk­ur­inn hafi ákveðið einn flokka að end­ur­greiða styrk­ina. „Sama átti ekki við um annan stjórn­mála­flokk sem ákvað að þiggja háa styrki það sama ár en ákvað að end­ur­greiða ekki.  Sjálf­stæð­is­flokk­ur­inn hefur end­ur­greitt árlega af rekstr­arfé sínu og hafa áætl­anir gengið út á að ljúka end­ur­greiðslum fyrir árið 2018,“ segir hann. Þórður á þar við Sam­fylk­ing­una, en fram kom árið 2009 að meðal þeirra sem styrktu flokk­inn árið 2006 voru Kaup­þing, FL-Group, Glitn­ir, Lands­bank­inn og Baugur upp á rúmar 36 millj­ónir króna. Þau sögð­ust hins vegar aldrei ætla að greiða styrk­ina til bak­a. 

Sjálf­stæð­is­flokk­ur­inn á toppnum og Píratar á botn­inum

Eins og kom fram í umfjöllun Kjarn­ans í gær um fjár­mál stjór­mála­flokka og áætl­anir um fjár­út­lát í kom­andi kosn­inga­bar­áttu vildu fram­kvæmda­stjórar Sjálf­stæð­is­flokks og Bjartrar fram­tíðar ekki gefa upp núver­andi fjár­hags­stöðu. Þeir vís­uðu í birt­ingu árs­reikn­inga á vef­síðu Rík­is­end­ur­skoð­unar og þar eru nýj­ustu árs­reikn­ingar fyrir árið 2014 og þar eru styrkir til stjórn­mála­flokka útli­stað­ir. Hvorki Sam­fylk­ing né Fram­sókn­ar­flokkur svör­uðu fyr­ir­spurn­inni.  

Sjálf­stæð­is­flokk­ur­inn fékk 19,7 millj­ónir í styrki frá sveit­ar­fé­lögum og 28,9 millj­ónir frá fyr­ir­tækjum og lög­að­il­um. Eitt fram­lag frá ein­stak­lingum umfram 200 þús­und var lagt fram upp á 300 þús­und krón­ur, frá Jóni Zim­sen. Fram­bjóð­endur Sjálf­stæð­is­flokks­ins í sveit­ar­stjórn­ar­kosn­ingum 2014 eru þeir einu sem hafa sent Rík­is­end­ur­skoðun sund­ur­liðað upp­gjör um styrki og fram­lög

Fram­sókn­ar­flokk­ur­inn þáði 5,8 millj­ónir í styrki frá sveit­ar­fé­lögum og 18 millj­ónir frá fyr­ir­tækjum og lög­að­il­um. Stjórn­mála­menn innan Fram­sókn­ar­flokks­ins styrktu flokk­inn um 1,5 milljón með fram­lögum yfir 200 þús­und. 

Sam­fylk­ingin fékk 4,7 millj­ónir í styrki frá sveit­ar­fé­lögum og 8,4 millj­ónir frá fyr­ir­tækjum og lög­að­il­um. Fram­lög ein­stak­linga umfram 200 þús­und voru 2,8 millj­ón­ir, öll frá stjórn­mála­mönnum í Sam­fylk­ing­unni.  

Vinstri græn fengu 3,6 millj­ónir frá sveit­ar­fé­lögum og 1,3 frá fyr­ir­tækjum og lög­að­il­um. Fram­lög ein­stak­linga umfram 200 þús­und voru 4,2 millj­ón­ir, öll frá stjórn­mála­mönnum í Vinstri græn­um.

Píratar fengu 970 þús­und frá sveit­ar­fé­lögum og 300 þús­und frá fyr­ir­tækjum og lög­að­il­um. Engin fram­lög frá ein­stak­lingum voru yfir 200 þús­und. 

Björt fram­tíð fékk 3,6 millj­ónir frá sveit­ar­fé­lögum og 780 þús­und frá fyr­ir­tækjum og lög­að­il­u­m. 

Íslendingurinn Reynir ætlar að taka upp Flamenco plötu
Reynir Hauksson hefur lært hjá einum helsta gítarkennara Granada. Nú safnar hann fyrir gerð Flamenco plötu á Karolina Fund.
Kjarninn 15. september 2019
Fosfatnáma
Upplýsingaskortur ógnar matvælaöryggi
Samkvæmt nýrri rannsókn íslenskra og erlendra fræðimanna ógnar skortur á fullnægjandi upplýsingum um birgðir fosfórs matvælaöryggi í heiminum.
Kjarninn 15. september 2019
Besta platan með Metallica – Master of Puppets
Gefin út af Elektra þann 3. mars 1986, 8 lög á 54 mínútum og 47 sekúndum.
Kjarninn 15. september 2019
Guðmundur Kristjánsson er stærsti eigandi Útgerðarfélags Reykjavíkur sem er stærsti eigandi Brim.
Útgerðarfélag Reykjavíkur hagnaðist um 1,5 milljarð í fyrra
Stærsti eigandi Brim, sem hét áður HB Grandi, bókfærði eignarhlut sinn í félaginu á rúmlega 15 prósent hærra verði en skráð markaðsverð hlutarins var á reikningsskiladegi. Eignir Brim voru metnar á um 60 milljarða króna um síðustu áramót.
Kjarninn 15. september 2019
Eiríkur Ragnarsson
RÚV á kannski heima á auglýsingamarkaði eftir allt saman
Kjarninn 15. september 2019
Vinningstillaga Henning Larsen arkitektastofunnar að því hvernig Vinge ætti að líta út. Veruleikinn í dag er allt annar.
Danska skýjaborgin Vinge
Það er ekki nóg að fá háleitar hugmyndir, það þarf líka einhvern til að framkvæma þær. Þessu hafa bæjaryfirvöld í Frederikssund á Sjálandi fengið að kynnast, þar sem draumsýn hefur breyst í hálfgerða martröð.
Kjarninn 15. september 2019
Ásaka Glitni um að klippa sjö sentimetra neðan af samningum
Deilumál milli Útgerðarfélags Reykjavíkur og Glitnis vegna afleiðusamninga upp á tvo milljarða króna sem gerðir voru í aðdraganda hrunsins standa enn yfir. Útgerðarfélagið kærði Glitni til lögreglu í fyrra fyrir að klippa neðan af samningunum.
Kjarninn 15. september 2019
Engar áreiðanlegar tölur til um fjölda einstaklinga með heilabilun
Heilabilunarsjúkdómar eru mjög algengir á Íslandi en engar áreiðanlegar tölur eru til um fjölda þeirra einstaklinga sem greinst hafa með heilabilun. Tólf þingmenn kalla eftir því að landlækni sé skylt að halda sérstaka skrá um sjúkdóminn.
Kjarninn 14. september 2019
Meira eftir höfundinnSunna Valgerðardóttir
Meira úr sama flokkiFréttaskýringar
None