Sjálfstæðisflokkurinn ætlar að vera búinn að endurgreiða styrki upp á 56 milljónir 2018

Framkvæmdastjóri Sjálfstæðisflokksins gefur ekki upp hve stór hluti hefur verið endurgreiddur af styrkjum frá FL Group og Landsbanka. Samfylking ætlar ekki að endurgreiða neitt. Sjálfstæðisflokkur fékk langhæsta styrki árið 2014.

Sjálfstæðisflokkurinn fékk tæpar 50 milljónir í styrki frá sveitarfélögum og lögaðilum árið 2014. Píratar fengu tæpar 1,2 milljónir.
Sjálfstæðisflokkurinn fékk tæpar 50 milljónir í styrki frá sveitarfélögum og lögaðilum árið 2014. Píratar fengu tæpar 1,2 milljónir.
Auglýsing

Sjálf­stæð­is­flokk­ur­inn fékk lang­mesta styrki fyrir sveit­ar­stjórn­ar­kosn­ing­arnar 2014 sam­kvæmt árs­reikn­ingum flokks­ins á vef­svæði Rík­is­end­ur­skoð­un­ar. Flokk­ur­inn ­fékk tæpar 20 millj­ónir frá sveit­ar­fé­lögum og tæpar 30 millj­ónir frá lög­að­il­u­m. P­íratar fengu lang­minnst allra flokka, 970 þús­und frá sveit­ar­fé­lögum og 300 þús­und frá lög­að­il­u­m. 

Vill ekki greina frá end­ur­greiðslu

Ekki fæst upp­gefið hversu háa upp­hæð Sjálf­stæð­is­flokk­ur­inn hefur end­ur­greitt af styrkjum sem flokk­ur­inn fékk árið 2006 frá FL Group og Lands­bank­an­um. Þórður Þór­ar­ins­son, fram­kvæmda­stjóri Sjálf­stæð­is­flokks­ins, segir í skrif­legu svari til Kjarn­ans að ekki verði gefið upp hversu háa upp­hæð flokk­ur­inn hafi end­ur­greitt. Styrkirnir voru veittir í lok árs 2006 og námu sam­tals 56 millj­­ónum króna. Vorið 2009 sagði Bjarni Bene­dikts­­son, þá nýkjör­inn for­­mað­ur, að styrkirnir yrðu end­­ur­greidd­­ir. 

Á lands­fundi flokks­ins árið 2013 sagði Jón­mundur Guð­mars­son, þáver­andi fram­kvæmda­stjóri, að flokk­­ur­inn hefði þegar end­­ur­greitt um 18 millj­­ónir króna. Sam­­kvæmt því stóðu þá 38 millj­­ónir króna eftir árið 2013.

Auglýsing

Sam­fylk­ingin ætlar ekki að end­ur­greiða tugi millj­óna

Þórður bendir á að Sjálf­stæð­is­flokk­ur­inn hafi ákveðið einn flokka að end­ur­greiða styrk­ina. „Sama átti ekki við um annan stjórn­mála­flokk sem ákvað að þiggja háa styrki það sama ár en ákvað að end­ur­greiða ekki.  Sjálf­stæð­is­flokk­ur­inn hefur end­ur­greitt árlega af rekstr­arfé sínu og hafa áætl­anir gengið út á að ljúka end­ur­greiðslum fyrir árið 2018,“ segir hann. Þórður á þar við Sam­fylk­ing­una, en fram kom árið 2009 að meðal þeirra sem styrktu flokk­inn árið 2006 voru Kaup­þing, FL-Group, Glitn­ir, Lands­bank­inn og Baugur upp á rúmar 36 millj­ónir króna. Þau sögð­ust hins vegar aldrei ætla að greiða styrk­ina til bak­a. 

Sjálf­stæð­is­flokk­ur­inn á toppnum og Píratar á botn­inum

Eins og kom fram í umfjöllun Kjarn­ans í gær um fjár­mál stjór­mála­flokka og áætl­anir um fjár­út­lát í kom­andi kosn­inga­bar­áttu vildu fram­kvæmda­stjórar Sjálf­stæð­is­flokks og Bjartrar fram­tíðar ekki gefa upp núver­andi fjár­hags­stöðu. Þeir vís­uðu í birt­ingu árs­reikn­inga á vef­síðu Rík­is­end­ur­skoð­unar og þar eru nýj­ustu árs­reikn­ingar fyrir árið 2014 og þar eru styrkir til stjórn­mála­flokka útli­stað­ir. Hvorki Sam­fylk­ing né Fram­sókn­ar­flokkur svör­uðu fyr­ir­spurn­inni.  

Sjálf­stæð­is­flokk­ur­inn fékk 19,7 millj­ónir í styrki frá sveit­ar­fé­lögum og 28,9 millj­ónir frá fyr­ir­tækjum og lög­að­il­um. Eitt fram­lag frá ein­stak­lingum umfram 200 þús­und var lagt fram upp á 300 þús­und krón­ur, frá Jóni Zim­sen. Fram­bjóð­endur Sjálf­stæð­is­flokks­ins í sveit­ar­stjórn­ar­kosn­ingum 2014 eru þeir einu sem hafa sent Rík­is­end­ur­skoðun sund­ur­liðað upp­gjör um styrki og fram­lög

Fram­sókn­ar­flokk­ur­inn þáði 5,8 millj­ónir í styrki frá sveit­ar­fé­lögum og 18 millj­ónir frá fyr­ir­tækjum og lög­að­il­um. Stjórn­mála­menn innan Fram­sókn­ar­flokks­ins styrktu flokk­inn um 1,5 milljón með fram­lögum yfir 200 þús­und. 

Sam­fylk­ingin fékk 4,7 millj­ónir í styrki frá sveit­ar­fé­lögum og 8,4 millj­ónir frá fyr­ir­tækjum og lög­að­il­um. Fram­lög ein­stak­linga umfram 200 þús­und voru 2,8 millj­ón­ir, öll frá stjórn­mála­mönnum í Sam­fylk­ing­unni.  

Vinstri græn fengu 3,6 millj­ónir frá sveit­ar­fé­lögum og 1,3 frá fyr­ir­tækjum og lög­að­il­um. Fram­lög ein­stak­linga umfram 200 þús­und voru 4,2 millj­ón­ir, öll frá stjórn­mála­mönnum í Vinstri græn­um.

Píratar fengu 970 þús­und frá sveit­ar­fé­lögum og 300 þús­und frá fyr­ir­tækjum og lög­að­il­um. Engin fram­lög frá ein­stak­lingum voru yfir 200 þús­und. 

Björt fram­tíð fékk 3,6 millj­ónir frá sveit­ar­fé­lögum og 780 þús­und frá fyr­ir­tækjum og lög­að­il­u­m. 

Í upphafi árs 2020

Við á Kjarnanum göngum bjartsýn og einbeitt inn í nýtt ár og þökkum lesendum fyrir það traust sem þeir sýna með því að styrkja Kjarnann. 

Frjáls framlög frá lesendum hafa vaxið jafnt og þétt síðustu árin og eru mikilvæg tekjustoð undir reksturinn. Þau gera okkur kleift að halda áfram að taka þátt í umræðunni og greina kjarnann frá hisminu. 

Við tökum hlutverk okkar sem fjölmiðill í þjónustu almennings alvarlega. Kjarninn birti 409 fréttaskýringar og 2.367 fréttir á árinu 2019. Kjarninn er vettvangur umræðu og á nýliðnu ári voru 539 skoðanagreinar birtar, stærstur hluti þeirra aðsendar greinar. 

Okkar tryggð er aðeins við lesendur. Við erum skuldbundin ykkur og værum þakklát ef þið vilduð vera með í að gera Kjarnann enn sterkari.

Já takk, ég vil styrkja Kjarnann!
Ragnheiður sat hjá þegar útvarpsstjóri var ráðinn
Ragnheiður Ríkharðsdóttir á sæti í stjórn RÚV en sat hjá í ráðningaferlinu vegna tengsla við fólk sem sóttist eftir starfinu.
Kjarninn 28. janúar 2020
Guðmundur Halldór Björnsson
Samruni eða fjandsamleg yfirtaka – Hvað á sameinað félag að heita?
Kjarninn 28. janúar 2020
Vigdís og Kolbrún gagnrýna ráðningu Stefáns en Dagur óskar RÚV til hamingju
Tveir oddvitar í minnihluta borgarstjórnar segist óttast að ráðning Stefáns Eiríkssonar sem útvarpsstjóra verði til þess að það muni halla á fréttaflutning úr borgarstjórn. Dagur B. Eggertsson gaf Stefáni sín „bestu meðmæli“ og óskar RÚV til hamingju.
Kjarninn 28. janúar 2020
Ingrid Kuhlman
Býður dánaraðstoð heim misnotkun?
Kjarninn 28. janúar 2020
Enginn má undan líta – óviðjafnanleg sögustund í Landnámssetri
Leiklistargagnrýnandi Kjarnans fjallar um Öxina, sögustund í Landnámssetri.
Kjarninn 28. janúar 2020
Stefán Eiríksson nýr útvarpsstjóri RÚV
Stefán Eiríksson, sem hefur undanfarin ár gegnt starfi borgarritara og var þar áður lögreglustjórinn á höfuðborgarsvæðinu, hefur verið ráðinn útvarpsstjóri RÚV.
Kjarninn 28. janúar 2020
Nýr útvarpsstjóri RÚV kynntur í dag
Stjórn RÚV tók ákvörðun um næsta útvarpsstjóra á fundi í gærkvöldi. Fjórir stóðu eftir í síðustu viku. Nýr útvarpsstjóri verður kynntur á næstu klukkutímum.
Kjarninn 28. janúar 2020
Kristbjörn Árnason
Breytt staða í jafnréttisbaráttunni
Leslistinn 28. janúar 2020
Meira eftir höfundinnSunna Valgerðardóttir
Meira úr sama flokkiFréttaskýringar
None