Sjálfstæðisflokkurinn ætlar að vera búinn að endurgreiða styrki upp á 56 milljónir 2018

Framkvæmdastjóri Sjálfstæðisflokksins gefur ekki upp hve stór hluti hefur verið endurgreiddur af styrkjum frá FL Group og Landsbanka. Samfylking ætlar ekki að endurgreiða neitt. Sjálfstæðisflokkur fékk langhæsta styrki árið 2014.

Sjálfstæðisflokkurinn fékk tæpar 50 milljónir í styrki frá sveitarfélögum og lögaðilum árið 2014. Píratar fengu tæpar 1,2 milljónir.
Sjálfstæðisflokkurinn fékk tæpar 50 milljónir í styrki frá sveitarfélögum og lögaðilum árið 2014. Píratar fengu tæpar 1,2 milljónir.
Auglýsing

Sjálf­stæð­is­flokk­ur­inn fékk lang­mesta styrki fyrir sveit­ar­stjórn­ar­kosn­ing­arnar 2014 sam­kvæmt árs­reikn­ingum flokks­ins á vef­svæði Rík­is­end­ur­skoð­un­ar. Flokk­ur­inn ­fékk tæpar 20 millj­ónir frá sveit­ar­fé­lögum og tæpar 30 millj­ónir frá lög­að­il­u­m. P­íratar fengu lang­minnst allra flokka, 970 þús­und frá sveit­ar­fé­lögum og 300 þús­und frá lög­að­il­u­m. 

Vill ekki greina frá end­ur­greiðslu

Ekki fæst upp­gefið hversu háa upp­hæð Sjálf­stæð­is­flokk­ur­inn hefur end­ur­greitt af styrkjum sem flokk­ur­inn fékk árið 2006 frá FL Group og Lands­bank­an­um. Þórður Þór­ar­ins­son, fram­kvæmda­stjóri Sjálf­stæð­is­flokks­ins, segir í skrif­legu svari til Kjarn­ans að ekki verði gefið upp hversu háa upp­hæð flokk­ur­inn hafi end­ur­greitt. Styrkirnir voru veittir í lok árs 2006 og námu sam­tals 56 millj­­ónum króna. Vorið 2009 sagði Bjarni Bene­dikts­­son, þá nýkjör­inn for­­mað­ur, að styrkirnir yrðu end­­ur­greidd­­ir. 

Á lands­fundi flokks­ins árið 2013 sagði Jón­mundur Guð­mars­son, þáver­andi fram­kvæmda­stjóri, að flokk­­ur­inn hefði þegar end­­ur­greitt um 18 millj­­ónir króna. Sam­­kvæmt því stóðu þá 38 millj­­ónir króna eftir árið 2013.

Auglýsing

Sam­fylk­ingin ætlar ekki að end­ur­greiða tugi millj­óna

Þórður bendir á að Sjálf­stæð­is­flokk­ur­inn hafi ákveðið einn flokka að end­ur­greiða styrk­ina. „Sama átti ekki við um annan stjórn­mála­flokk sem ákvað að þiggja háa styrki það sama ár en ákvað að end­ur­greiða ekki.  Sjálf­stæð­is­flokk­ur­inn hefur end­ur­greitt árlega af rekstr­arfé sínu og hafa áætl­anir gengið út á að ljúka end­ur­greiðslum fyrir árið 2018,“ segir hann. Þórður á þar við Sam­fylk­ing­una, en fram kom árið 2009 að meðal þeirra sem styrktu flokk­inn árið 2006 voru Kaup­þing, FL-Group, Glitn­ir, Lands­bank­inn og Baugur upp á rúmar 36 millj­ónir króna. Þau sögð­ust hins vegar aldrei ætla að greiða styrk­ina til bak­a. 

Sjálf­stæð­is­flokk­ur­inn á toppnum og Píratar á botn­inum

Eins og kom fram í umfjöllun Kjarn­ans í gær um fjár­mál stjór­mála­flokka og áætl­anir um fjár­út­lát í kom­andi kosn­inga­bar­áttu vildu fram­kvæmda­stjórar Sjálf­stæð­is­flokks og Bjartrar fram­tíðar ekki gefa upp núver­andi fjár­hags­stöðu. Þeir vís­uðu í birt­ingu árs­reikn­inga á vef­síðu Rík­is­end­ur­skoð­unar og þar eru nýj­ustu árs­reikn­ingar fyrir árið 2014 og þar eru styrkir til stjórn­mála­flokka útli­stað­ir. Hvorki Sam­fylk­ing né Fram­sókn­ar­flokkur svör­uðu fyr­ir­spurn­inni.  

Sjálf­stæð­is­flokk­ur­inn fékk 19,7 millj­ónir í styrki frá sveit­ar­fé­lögum og 28,9 millj­ónir frá fyr­ir­tækjum og lög­að­il­um. Eitt fram­lag frá ein­stak­lingum umfram 200 þús­und var lagt fram upp á 300 þús­und krón­ur, frá Jóni Zim­sen. Fram­bjóð­endur Sjálf­stæð­is­flokks­ins í sveit­ar­stjórn­ar­kosn­ingum 2014 eru þeir einu sem hafa sent Rík­is­end­ur­skoðun sund­ur­liðað upp­gjör um styrki og fram­lög

Fram­sókn­ar­flokk­ur­inn þáði 5,8 millj­ónir í styrki frá sveit­ar­fé­lögum og 18 millj­ónir frá fyr­ir­tækjum og lög­að­il­um. Stjórn­mála­menn innan Fram­sókn­ar­flokks­ins styrktu flokk­inn um 1,5 milljón með fram­lögum yfir 200 þús­und. 

Sam­fylk­ingin fékk 4,7 millj­ónir í styrki frá sveit­ar­fé­lögum og 8,4 millj­ónir frá fyr­ir­tækjum og lög­að­il­um. Fram­lög ein­stak­linga umfram 200 þús­und voru 2,8 millj­ón­ir, öll frá stjórn­mála­mönnum í Sam­fylk­ing­unni.  

Vinstri græn fengu 3,6 millj­ónir frá sveit­ar­fé­lögum og 1,3 frá fyr­ir­tækjum og lög­að­il­um. Fram­lög ein­stak­linga umfram 200 þús­und voru 4,2 millj­ón­ir, öll frá stjórn­mála­mönnum í Vinstri græn­um.

Píratar fengu 970 þús­und frá sveit­ar­fé­lögum og 300 þús­und frá fyr­ir­tækjum og lög­að­il­um. Engin fram­lög frá ein­stak­lingum voru yfir 200 þús­und. 

Björt fram­tíð fékk 3,6 millj­ónir frá sveit­ar­fé­lögum og 780 þús­und frá fyr­ir­tækjum og lög­að­il­u­m. 

Við þurfum á þínu framlagi að halda

Þú getur tekið beinan þátt í að halda úti öflugum fjölmiðli.

Við sem vinnum á ritstjórn Kjarnans viljum hvetja þig til að vera með okkur í liði og leggja okkar góða fjölmiðli til mánaðarlegt framlag svo við getum haldið áfram að vinna fyrir lesendur, fyrir fólkið í landinu.

Kjarninn varð níu ára í sumar. Þegar hann hóf að taka við frjálsum framlögum þá varð slagorðið „Frjáls fjölmiðill fyrir andvirði kaffibolla“ til og lesendur voru hvattir til að leggja fram í það minnsta upphæð eins kaffibolla á mánuði.

Mikið vatn hefur runnið til sjávar á þeim níu árum sem Kjarninn hefur lifað. Í huga okkar á Kjarnanum hefur þörfin fyrir fjölmiðla sem veita raunverulegt aðhald og taka hlutverk sitt alvarlega aukist til muna.

Við trúum því að Kjarninn skipti máli fyrir samfélagið.

Við trúum því að sjálfstæð og vönduð blaðamennska skipti máli.

Ef þú trúir því sama þá endilega hugsaðu hvort Kjarninn er ekki allavega nokkurra kaffibolla virði á mánuði.

Vertu með okkur í liði. Þitt framlag skiptir máli.

Ritstjórn Kjarnans: Sunna Ósk Logadóttir, Þórður Snær Júlíusson, Erla María Markúsdóttir, Arnar Þór Ingólfsson, Eyrún Magnúsdóttir og Grétar Þór Sigurðsson.


Já takk, ég vil styrkja Kjarnann!
Umdeilt leigufélag ratar enn og aftur í fréttir vegna frásagna af okri á leigjendum
Saga Ölmu íbúðafélags teygir sig aftur til ársins 2011 og skýrslu sem meðal annars var unnin af núverandi seðlabankastjóra. Félagið var einu sinni í eigu sjóðs í stýringu hjá hinu sáluga GAMMA og hét um tíma Almenna leigufélagið.
Kjarninn 10. desember 2022
Þorgerður Katrín Gunnarsdóttir
Skyldur okkar í loftslagsbaráttunni
Kjarninn 10. desember 2022
Ríkisstjórn Katrínar Jakobsdóttur hefur setið að völdum síðan seint á árinu 2017. Hlutfall allra ríkustu landsmanna í heildartekjum þjóðarinnar hefur aukist milli allra ára sem hún hefur setið.
Ríkasta 0,1 prósentið hefur ekki tekið til sín stærri hluta af tekjukökunni síðan 2007
Þær 244 fjölskyldur sem höfðu mestar tekjur á síðasta ári þénuðu alls 36 milljarða króna í fjármagnstekjur á árinu 2021. Það voru 20 prósent af öllum slíkum tekjum sem urðu til á því ári. Hópurinn þénaði 4,2 prósent af öllum tekjum sem urðu til í landinu.
Kjarninn 10. desember 2022
Meghan og Harry kynntust á Instagram. Hljómar kannski ekki eins og ævintýri, enda hafa þau sagt skilið við slík, að minnsta kosti konungleg ævintýri.
Sannleikur Harrys og Meghan – frá þeirra eigin sjónarhorni
Harry og Meghan fundu sig knúin til að segja „sinn eigin sannleika“ af samskiptum þeirra við konungsfjölskylduna og ákvörðun þeirra að segja skilið við allar konunglega skyldur. Sannleikurinn er nú aðgengilegur á Netflix en sitt sýnist hverjum.
Kjarninn 9. desember 2022
Ingrid Kuhlman
Sjö tegundir hvíldar
Kjarninn 9. desember 2022
Tillaga Andrésar Inga Jónsson, þingmanns Pírata, um að fresta umræðu um breytingu á lögum um útlendinga fram yfir áramót var felld við upphaf þingfundar. Stjórnarandstaðan sakar meirihlutann um að setja fjölda mála í uppnám með þessu.
Segja stjórnarmeirihlutann stilla öryrkjum upp á móti útlendingum
Tillaga þingmanns Pírata um að taka af dagskrá frumvarp um alþjóðlega vernd var felld á Alþingi. Stjórnarandstöðuþingmenn segja það fáránlegt að afgreiða eigi frumvarpið áður en eingreiðsla til öryrkja verði tekin fyrir á þingi.
Kjarninn 9. desember 2022
Katrín Jakobsdóttir, formaður Vinstri grænna og forsætisráðherra.
Ekki upplýst formlega en leitað til hennar „í krafti vináttu og persónulegra tengsla“
Forsætisráðherra segir að hún hafi ekki verið upplýst formlega um að ráðherra hafi sýnt af sér vanvirðandi framkomu. Þegar leitað sé til hennar sem trúnaðarvinar sé um persónuleg málefni að ræða sem kalli ekki á að hún setji þau í farveg stjórnsýslumála.
Kjarninn 9. desember 2022
Hægt er að horfa á sjónvarp með ýmsum hætti.
Myndlyklum í útleigu fækkað um 25 þúsund á fimm árum
Þeim sem leigja myndlykla fyrir nokkur þúsund krónur á mánuði af fjarskiptafyrirtækjum til að horfa á sjónvarp hefur fækkað um tíu þúsund á einu ári. Fleiri og fleiri kjósa að horfa á sjónvarp í gegnum app.
Kjarninn 9. desember 2022
Meira eftir höfundinnSunna Valgerðardóttir
Meira úr sama flokkiFréttaskýringar
None