Donald Trump segir Hillary Clinton vera lygara og bera ábyrgð á ISIS

Donald Trump mun hljóta útnefningu repúblikana sem forsetaefni á landsþingi flokksins sem hófst í gær. Öfl á landsþinginu vilja velta Trump úr sessi.

Donald Trump og Melania Trump eftir að hún hafði lokið við að flytja ræðuna sem svipar svo mjög til ræðu Michelle Obama frá 2008.
Donald Trump og Melania Trump eftir að hún hafði lokið við að flytja ræðuna sem svipar svo mjög til ræðu Michelle Obama frá 2008.
Auglýsing

Don­ald Trump gekk óvænt á svið á lands­þingi Repúblikana­flokks­ins í Banda­ríkj­unum sem hófst í Cleveland í Ohi­o-­ríki í gær. Trump verð­ur, ef hand­rit lands­þings­ins held­ur, form­lega val­inn sem for­seta­efni repúblik­ana fyrir for­seta­kosn­ing­arnar í Banda­ríkj­unum í nóv­em­ber.

Fyrst birt­ist aðeins skugga­mynd af Trump og sviðs­myndin var böðuð í ljós­bláu ljósi. Queen-lag­inu We are the champ­ions var þru­mað í hátal­ara­kerf­inu. Svo steig Trump fáein skref fram að púlt­inu þar sem hann ávarp­aði lands­þings­full­trú­ana sem fögn­uðu honum ákaft. Ræðan var stutt. „Við ætlum að vinna. Við ætlum að vinna svo stórt. Takk fyrir all­ir,“ sagði Trump áður en hann kynnti eig­in­konu sína, Mel­aniu Trump á svið.

Mel­ania Trump flutti svo ræðu af lít­illi inn­lifun um gildin sem hún og mað­ur­inn hennar standa fyr­ir. Ræðan var ótrú­lega lík ræðu Michelle Obama, eig­in­konu Baracks Obama, sem hún flutti á lands­þingi demókrata árið 2008 þegar Obama var val­inn for­seta­efni í fyrsta sinn. Fjöl­miðlar hafa keppst við það í dag að bera saman ræður Mel­aniu og Michelle og benda á að for­seta­frú­ar­efnið hafi raun­veru­lega stolið köflum úr ræðu Michelle Obama.

Auglýsing

Mel­ania Trump sagði í við­tali á NBC-­sjón­varp­stöð­inni í Banda­ríkj­unum áður en hún flutti ræð­una að hún hefði skrifað hana. „[…]­með eins lít­illi hjálp og var mögu­leg­t.“ Tals­maður kosn­inga­bar­áttu Trump sagði ræðu­höf­unda hennar hugs­an­lega, og fyrir mis­tök, hafa fengið að láni ræðu­búta.

Á lands­þing­inu eru 2.472 full­trúar frá öllum ríkj­um. Don­ald Trump þarf að fá ein­faldan meiri­hluta atkvæða, 1.237 tals­ins, til þess að hljóta útnefn­ingu flokks­ins. Margir lands­fund­ar­full­trú­anna eru bundnir af for­vali flokks­ins sem þegar hafa farið fram meðal flokks­manna í hverju ríki fyrir sig. Það er hins vegar ekki algild regla enda eru flokks­reglur ólíkar milli ein­stakra ríkja.

Á lands­þing­inu hafa and­stæð­ingar og stuðn­ings­menn Trumps hafið deilur um reglur lands­þings­ins, jafn­vel þó aðeins einn dagur fjórum sé lið­inn af ráð­stefn­unni. Nokkur ríki hafa þegar tekið höndum saman um að leyfa flokks­full­trúum þeirra að kjósa eftir eigin sam­visku og hundsa nið­ur­stöðu for­vals­ins í hverju ríki fyrir sig. Don­ald Trump er ótví­ræður sig­ur­veg­ari for­vals repúblikana­flokks­ins sem haldið hefur verið í öllum ríkjum Banda­ríkj­anna.

Munn­leg atkvæða­greiðsla fór fram um reglur flokks­þings­ins, svo nið­ur­staða feng­ist um það hvort það væri leyfi­legt að hundsa for­val ríkj­anna. Stuðn­ings­menn Trump stilltu atkvæða­greiðsl­unni hins vegar þannig upp að ekki var kosið um frelsi full­trúa ríkj­anna til að kjósa sam­kvæmt eigin sann­fær­ingu. Það end­aði í öskur­keppni milli fylk­inga á ráð­stefn­unni. Þessum leik lauk með ósigri and­stæð­inga Trump.

„Hill­ary Clinton er lyg­ari“

Don­ald Trump sat fyrir svörum í banda­ríska frétta­skýr­ing­ar­þætt­inum 60 mín­útur á sunnu­dag ásamt vara­for­seta­efn­inu Mike Pence sem Trump kippti með sér á kosn­inga­vagn­inn í síð­ustu viku. Pence þessi er eitt­hvað íhalds­samasta vara­for­seta­efni sem kynnt hefur verið til sög­unnar í banda­rískum stjórn­mál­um. Í við­tal­inu í 60 mín­útum var aug­ljóst hvernig sam­bandi þeirra Trump og Pence er hátt­að. Trump valt­aði nán­ast yfir Pence og svar­aði spurn­ing­unum sem beindar voru að honum og lagði honum orð í munn. Pence sat vand­ræða­legur hjá og leyfði fast­eigna­mó­gúlnum að njóta sín.

Banda­rískir fjöl­miðlar hafa und­an­farna daga kynnt Pence fyrir les­endum sín­um; hann er rík­is­stjóri í Indi­ana­ríki, mjög trú­aður og veru­lega íhalds­sam­ur. Í Indi­ana hefur Pence til að mynda und­ir­ritað umdeild lög sem leyfa fyr­ir­tækjum að hafna við­skiptum við sam­kyn­heigt fólk, áður en almenn­ingur fór fram á að hann aft­ur­kall­aði lögin sem hann svo gerði. Efna­hagur Indi­ana­ríkis hefur gengið vel undir stjórn Pence, sem hefur lækkað skatta og dregið úr umsvifum stjórn­valda í rík­inu. Trump seg­ist hafa horft sér­stak­lega til þess árang­urs þegar hann valdi sér vara­for­seta­efni.

Don­ald Trump lét þung orð falla um Hill­ary Clinton í við­tal­inu. Hann sagði Clinton „bera ábyrgð á því að ISIS sé til“ og að hún væri ein­fald­lega lyg­ari. „Við þurfum seiglu, við þurfum styrk. Obama er mátt­laus. Hill­ary er mátt­laus,“ sagði Trump þegar hann var spurður hvort þeir Pence væru til­búnir til að takast á við stjórn lands­ins í því árferði sem nú er.

Full­trúar á lands­þing­inu voru hvattir til að ótt­ast Hill­ary Clinton í gær. Úr ræðupúlt­inu var ítrekað farið fram á að Clinton yrði ein­fald­lega hand­tek­in, sem leiddi til þess að fólkið á ráð­stefnu­gólf­inu hróp­aði „lock her up, lock her up“. Margar ræð­urnar fjöll­uðu einmitt um hvað Clint­on, for­seta­efni demókrata, hefði gert rangt sem utan­rík­is­ráð­herra í stjórn Barack Obama.

Það voru ekki aðeins stjórn­mála­menn sem fluttu ræður á fyrsta degi lands­þings­ins í gær. Mæður fórn­ar­lamba skotárása í Banda­ríkj­unum og mæður fall­inna her­manna töl­uðu einnig. The Guar­dian greinir frá ræðu Pat Smith, móður eins fjög­urra banda­rískra her­manna sem féllu í árásinni á Beng­hazi árið 2012, þar sem hún sagð­ist kenna Hill­ary Clinton per­sónu­lega um dauða sonar síns. Fleiri ræður fjöll­uðu um ólög­lega inn­flytj­end­ur.

Lands­þingið stendur í fjóra daga. Það hófst í gær, mánu­dag, og því líkur á fimmtu­dag með útnefn­ingu Don­ald Trump sem for­seta­fram­bjóð­anda repúblikana­flokks­ins. Eftir fyrsta dag­inn var hins vegar ljóst að öfl innan flokks­ins ætla að reyna hvað þau geta til að velta Trump úr sessi á lands­þing­inu.

Við þurfum á þínu framlagi að halda

Þú getur tekið beinan þátt í að halda úti öflugum fjölmiðli.

Við sem vinnum á ritstjórn Kjarnans viljum hvetja þig til að vera með okkur í liði og leggja okkar góða fjölmiðli til mánaðarlegt framlag svo við getum haldið áfram að vinna fyrir lesendur, fyrir fólkið í landinu.

Kjarninn varð níu ára í sumar. Þegar hann hóf að taka við frjálsum framlögum þá varð slagorðið „Frjáls fjölmiðill fyrir andvirði kaffibolla“ til og lesendur voru hvattir til að leggja fram í það minnsta upphæð eins kaffibolla á mánuði.

Mikið vatn hefur runnið til sjávar á þeim níu árum sem Kjarninn hefur lifað. Í huga okkar á Kjarnanum hefur þörfin fyrir fjölmiðla sem veita raunverulegt aðhald og taka hlutverk sitt alvarlega aukist til muna.

Við trúum því að Kjarninn skipti máli fyrir samfélagið.

Við trúum því að sjálfstæð og vönduð blaðamennska skipti máli.

Ef þú trúir því sama þá endilega hugsaðu hvort Kjarninn er ekki allavega nokkurra kaffibolla virði á mánuði.

Vertu með okkur í liði. Þitt framlag skiptir máli.

Ritstjórn Kjarnans: Sunna Ósk Logadóttir, Þórður Snær Júlíusson, Erla María Markúsdóttir, Arnar Þór Ingólfsson, Eyrún Magnúsdóttir og Grétar Þór Sigurðsson.


Já takk, ég vil styrkja Kjarnann!
Þorbjörn Guðmundsson
Er íslenska velferðarkerfið ekki lengur griðarstaður þeirra sem minnst hafa?
Kjarninn 11. janúar 2023
Takk fyrir og sjáumst á nýjum miðli á föstudag
Bréf frá ritstjóra Kjarnans vegna sameiningar við Stundina og þess að nýr framsækinn fréttamiðill verður til í lok viku.
Kjarninn 11. janúar 2023
Sverrir Albertsson
Vatn á myllu kölska
Kjarninn 11. janúar 2023
Lögreglumenn standa vörð um gröfurnar í námunni.
Berjast fyrir þorpi á barmi hengiflugs
Lítið þorp í Rínarlöndum Þýskalands er allt komið í eigu kolarisa. Fyrirtækið ætlar sér að mylja niður húsin og stækka kolanámu sína sem þegar þekur um 80 ferkílómetra. Þetta þykir mörgum skjóta skökku við í heimi sem berst við loftslagsbreytingar.
Kjarninn 10. janúar 2023
Arnþrúður Karlsdóttir, útvarpsstjóri Útvarps Sögu.
Útvarp Saga telur fjölmiðlastyrki skapa tortryggni og bjóða upp á frændhygli
Fjögur fjölmiðlafyrirtæki hafa til þessa skilað inn umsögnum um frumvarp Lilju Alfreðsdóttur menningar- og viðskiptaráðherra, sem mun að óbreyttu framlengja núverandi styrkjakerfi til fjölmiðla.
Kjarninn 10. janúar 2023
Sólveig Anna Jónsdóttir formaður Eflingar.
Viðræðum slitið og Efling undirbýr verkfallsaðgerðir
Samtök atvinnulífsins hafa hafnað gagntilboði Eflingar um skammtímakjarasamning, sem kvað á um meiri launahækkanir en SA hefur samið um við aðra hópa á almennum vinnumarkaði til þessa. Efling undirbýr nú verkfallsaðgerðir.
Kjarninn 10. janúar 2023
Palestínski fáninn á lofti í mótmælum í Reykjavík. Ísraelskri lögreglu hefur nú verið fyrirskipað að rífa fánann niður á almannafæri.
Fánabann og refsiaðgerðir í Palestínu í kjölfar niðurstöðu Sameinuðu þjóðanna
Degi eftir að ný ríkisstjórn tók við völdum í Ísrael samþykkti allsherjarþing Sþ að fela Alþjóðadómstólnum í Haag að meta lögmæti hernáms Ísraelsríkis á Vesturbakkanum. Síðan þá hefur stjórnin gripið til refsiaðgerða og nú síðast fánabanns.
Kjarninn 10. janúar 2023
Gríðarlega mikil dæling á sandi á sér stað í Landeyjahöfn á hverju ári. Markarfljótið ber hundruð þúsunda tonna af jarðefnum út í sjó og það á til að safnast upp í mynni hafnarinnar.
Vilja sjúga sand af hafsbotni í stórum stíl og flytja út
Eftirspurn eftir íslenskum jarðefnum er gríðarleg ef marka má framkomin áform erlendra stórfyrirtækja um nýtingu þeirra. Vinsældir hafnarinnar í Þorlákshöfn eru samhliða mjög miklar.
Kjarninn 10. janúar 2023
Meira eftir höfundinnBirgir Þór Harðarson
Meira úr sama flokkiFréttaskýringar
None