Hættir Trump við allt saman á endanum?

Donald Trump átti vonda viku sem leið. Nú meta spálíkön möguleika hans á að verða forseti aðeins um 18 prósent.

Donald Trump hefur komið sér í allskonar klandur undanfarna daga.
Donald Trump hefur komið sér í allskonar klandur undanfarna daga.
Auglýsing

Don­ald Trump, for­seta­fram­bjóð­enda repúblik­ana í Banda­ríkj­un­um, átti slæma viku í vik­unni sem leið. Hann varð upp­vís af röð atvika sem komu honum illa. Honum tókst að kasta grát­andi barni á dyr á kosn­inga­fundi, réðst að for­eldrum banda­rísks her­manns sem féll í bar­daga og lét furðu­leg ummæli falla um átökin í Úkra­ínu sem voru aðeins til þess fallin að sýna van­þekk­ingu Trump á alþjóða­mál­um. Og vara­for­seta­efnið Mike Pence komst í klandur þegar ell­efu ára drengur spurði hann erfðra spurn­inga.

Trump reyndi svo að klóra í bakk­ann í lok viku og sam­þykkti loks að styðja við Paul Ryan, for­seta banda­ríska þings­ins og einn æðsta mann innan Repúblikana­flokks­ins. Áður hafði hann sagst ekki geta stutt við Ryan og John McCain, fyrr­ver­andi for­seta­fram­bjóð­anda flokks­ins. Hér hafa opin­berir atburðir aðeins verið taldir til. Bak við tjöldin virð­ist spila­borgin vera að hrynja í kringum for­seta­fram­bjóð­and­ann einnig. 

Kosn­inga­spálík­önin eru farin að sýna flan Trumps svart á hvítu: Hill­ary Clint­on, fram­bjóð­andi demókrata, er mun lík­legri til að standa uppi sem sig­ur­veg­ari en Don­ald Trump þegar hér er komið við sögu og enn rúm­lega þrír mán­uðir til kosn­inga. Staðan er raun­veru­lega orðin þannig í spá­ritum fyrir kosn­ing­arnar vest­an­hafs að ef Don­ald Trump væri til upp­boðs í kaup­höll­inni á Wall Street væri öllum hlut­höfum ráð­lagt að „selja, selja, selja!“. 

Auglýsing

Á vefnum FiveT­hir­tyEight.com má finna kosn­inga­spá Nate Sil­ver. Hún er ekki ósvipuð því kosn­inga­spálík­ani sem Kjarn­inn birtir hér á landi, enda er kosn­inga­spá Sil­ver fyr­ir­mynd kosn­inga­spár Kjarn­ans og Bald­urs Héð­ins­son­ar. Þegar þetta er skrifað eru 81,5 pró­sent líkur á að Hill­ary Clinton verði for­seti Banda­ríkj­anna eftir kosn­ing­arnar í byrjun nóv­em­ber. Lík­urnar sem kosn­inga­spáin gefur Don­ald Trump eru 18,4 pró­sent. Það skal áréttað að hér eru taldar til lík­urnar á því hver standi uppi sem sig­ur­veg­ari en ekki hversu mikið fylgi hver fram­bjóð­andi mælist með.

Þetta þykir nokkuð mik­ill munur enda hefur hann orðið til á mjög skömmum tíma. Við mán­aða­mótin var mun­ur­inn á Clinton og Trump sára lít­ill: Taldar voru 50,1 pró­sent líkur á að Clinton yrði for­seti og 49,9 pró­sent líkur á að Trump hreppti emb­ætt­ið. Á réttri viku hefur staðan breyst ævin­týra­lega.

Þessi hraða þróun hefur orðið til þess að frétta­skýrendur vest­an­hafs hafa velt upp þeim mögu­leika að Don­ald Trump hætti á end­anum við allt sam­an. Don­ald Trump muni sjá sæng sína upp reidda og draga sig í hlé vegna þess að það muni aðeins kosta hann pen­inga að halda áfram án nokk­urs ávinn­ings.

Æðstu herrar í Repúblikana­flokks­ins eru jafn­vel byrj­aðir að velta fyrir sér mögu­leik­unum ef svo fer að Trump hætti við. Slíkt væri óhugs­andi í venju­legri kosn­inga­bar­áttu en nú eru for­víg­is­menn orðnir pirraðir á óút­reikn­an­legri hegðun fram­bjóð­and­ans.

Í veð­bönkum er farið að sjá merki þess að Repúblikanar muni eiga erfitt upp­dráttar með Trump í for­sæt­inu. Á vef The New York Times er rýnt í veð­bank­ana og þeir sagðir með áreið­an­leg­ustu krist­alskúlum í þessum efnum því „þegar pen­ingar eru í húfi muni fólk yfir­leitt gefa ósvikið svar við spurn­ing­unum sem lagðar eru fyr­ir“. Hjá Bet­fair er repúblikönum gefnar 25,8 pró­sent líkur á því að kom­ast yfir for­seta­emb­ætt­ið. Don­ald Trump er hins vegar gefnar 24,1 pró­sent líkur á að verða for­seti. Hér er hróp­andi ósam­ræmi í töl­un­um.

Don­ald Trump er eins og allir vita ólík­inda­tól. Hefð­bundnir repúblikanar hafa reynt allt til að hindra leið hans. Þeir mok­uðu pen­ingum í kosn­inga­bar­áttu Jeb Bush í for­vali flokks­ins, réð­ust í aug­lýs­inga­her­ferð þar sem þeir sögðu hann ekki vera raun­veru­legan íhalds­mann og þeir bjuggu til hashtagg á sam­fé­lags­miðl­um. Ekk­ert hefur virk­að. En nú eygja þeir mögu­leika enn á ný.

Hug­myndin er auð­vitað lang­sótt og, í allri hrein­skilni, ólík­legt að spilin rað­ist þannig á hendur íhalds­samra repúblik­ana. En sé mögu­leik­inn skoð­aður gaum­gæfi­lega þarf að athuga ýmis­legt áður: Nokkuð í lík­ingu við þetta hefur aldrei skeð áður, Trump myndi með því að hætta við­ur­kenna ósigur og sé litið til fylgiskann­anna þá virð­ist Trump ekki vera svo mörgum pró­sentu­stigum á eftir Clinton í kapp­hlaup­inu.

Það má einnig ímynda sér ástæður fyrir því að Trump vilji gef­ast upp. Hann hefur aldrei áður verið eins mikið undir smá­sjá fjöl­miðla. Hann gæti hugsað sér að þetta væri ekki þess virði ef hann er að fara að tapa á annað borð og kasta sér af lest­inni. Slík hefur hann auð­vitað gert áður; Fréttir af gjald­þrotum fyr­ir­tækja hans eru þekkt­ar. 

Hann gæti einnig talið sér trú um að nú væri hans verk­efni lok­ið. Hann, besti við­skipta­maður í heimi, væri búinn að kynna sig í bestu kosn­inga­her­ferð í sögu Banda­ríkj­anna og nú væri komið að öðrum að taka við. Svo gæti hann auð­vitað spunnið sögu um að hann hafi verið svik­inn af óvinum sínum í flokkn­um.

Ef Trump ákveður að hætta er hins vegar næsta víst að Hill­ary Clinton verði kjör­inn for­seti. Í reglum Repúblikana­flokks­ins segir að ef fram­bjóð­andi sem lands­þing hefur valið hættir við fram­boðið þá sé það kjör­manna úr öllum ríkjum að kjósa nýjan fram­bjóð­anda. Slíkt hljómar auð­velt í fram­kvæmd en ringul­reiðin sem mundi skap­ast fyrir utan þennan fund kjör­mann­anna yrði eflaust óyf­ir­stíg­an­leg. Hver ætti að taka þetta verk­efni að sér? Paul Ryan mun eflaust ekki láta sér detta það í hug. Mike Pence, vara­for­seta­efn­ið, verður að öllum lík­indum sjálf­gef­inn kost­ur.

Það er mik­il­vægt að árétta að Trump hefur ekki gefið neitt upp um það hvort hann ætli að hætta við fram­boð­ið. Hann hugsar eflaust enn að hann geti unn­ið. En það má víst ekki úti­loka neitt þegar Don­ald Trump er ann­ars veg­ar. Það er ekki eins og hann hafi verið að gera hlut­ina eftir bók­inni.

Við þurfum á þínu framlagi að halda

Þú getur tekið beinan þátt í að halda úti öflugum fjölmiðli.

Við sem vinnum á ritstjórn Kjarnans viljum hvetja þig til að vera með okkur í liði og leggja okkar góða fjölmiðli til mánaðarlegt framlag svo við getum haldið áfram að vinna fyrir lesendur, fyrir fólkið í landinu.

Kjarninn varð níu ára í sumar. Þegar hann hóf að taka við frjálsum framlögum þá varð slagorðið „Frjáls fjölmiðill fyrir andvirði kaffibolla“ til og lesendur voru hvattir til að leggja fram í það minnsta upphæð eins kaffibolla á mánuði.

Mikið vatn hefur runnið til sjávar á þeim níu árum sem Kjarninn hefur lifað. Í huga okkar á Kjarnanum hefur þörfin fyrir fjölmiðla sem veita raunverulegt aðhald og taka hlutverk sitt alvarlega aukist til muna.

Við trúum því að Kjarninn skipti máli fyrir samfélagið.

Við trúum því að sjálfstæð og vönduð blaðamennska skipti máli.

Ef þú trúir því sama þá endilega hugsaðu hvort Kjarninn er ekki allavega nokkurra kaffibolla virði á mánuði.

Vertu með okkur í liði. Þitt framlag skiptir máli.

Ritstjórn Kjarnans: Sunna Ósk Logadóttir, Þórður Snær Júlíusson, Erla María Markúsdóttir, Arnar Þór Ingólfsson, Eyrún Magnúsdóttir og Grétar Þór Sigurðsson.


Já takk, ég vil styrkja Kjarnann!
Þorbjörn Guðmundsson
Er íslenska velferðarkerfið ekki lengur griðarstaður þeirra sem minnst hafa?
Kjarninn 11. janúar 2023
Takk fyrir og sjáumst á nýjum miðli á föstudag
Bréf frá ritstjóra Kjarnans vegna sameiningar við Stundina og þess að nýr framsækinn fréttamiðill verður til í lok viku.
Kjarninn 11. janúar 2023
Sverrir Albertsson
Vatn á myllu kölska
Kjarninn 11. janúar 2023
Lögreglumenn standa vörð um gröfurnar í námunni.
Berjast fyrir þorpi á barmi hengiflugs
Lítið þorp í Rínarlöndum Þýskalands er allt komið í eigu kolarisa. Fyrirtækið ætlar sér að mylja niður húsin og stækka kolanámu sína sem þegar þekur um 80 ferkílómetra. Þetta þykir mörgum skjóta skökku við í heimi sem berst við loftslagsbreytingar.
Kjarninn 10. janúar 2023
Arnþrúður Karlsdóttir, útvarpsstjóri Útvarps Sögu.
Útvarp Saga telur fjölmiðlastyrki skapa tortryggni og bjóða upp á frændhygli
Fjögur fjölmiðlafyrirtæki hafa til þessa skilað inn umsögnum um frumvarp Lilju Alfreðsdóttur menningar- og viðskiptaráðherra, sem mun að óbreyttu framlengja núverandi styrkjakerfi til fjölmiðla.
Kjarninn 10. janúar 2023
Sólveig Anna Jónsdóttir formaður Eflingar.
Viðræðum slitið og Efling undirbýr verkfallsaðgerðir
Samtök atvinnulífsins hafa hafnað gagntilboði Eflingar um skammtímakjarasamning, sem kvað á um meiri launahækkanir en SA hefur samið um við aðra hópa á almennum vinnumarkaði til þessa. Efling undirbýr nú verkfallsaðgerðir.
Kjarninn 10. janúar 2023
Palestínski fáninn á lofti í mótmælum í Reykjavík. Ísraelskri lögreglu hefur nú verið fyrirskipað að rífa fánann niður á almannafæri.
Fánabann og refsiaðgerðir í Palestínu í kjölfar niðurstöðu Sameinuðu þjóðanna
Degi eftir að ný ríkisstjórn tók við völdum í Ísrael samþykkti allsherjarþing Sþ að fela Alþjóðadómstólnum í Haag að meta lögmæti hernáms Ísraelsríkis á Vesturbakkanum. Síðan þá hefur stjórnin gripið til refsiaðgerða og nú síðast fánabanns.
Kjarninn 10. janúar 2023
Gríðarlega mikil dæling á sandi á sér stað í Landeyjahöfn á hverju ári. Markarfljótið ber hundruð þúsunda tonna af jarðefnum út í sjó og það á til að safnast upp í mynni hafnarinnar.
Vilja sjúga sand af hafsbotni í stórum stíl og flytja út
Eftirspurn eftir íslenskum jarðefnum er gríðarleg ef marka má framkomin áform erlendra stórfyrirtækja um nýtingu þeirra. Vinsældir hafnarinnar í Þorlákshöfn eru samhliða mjög miklar.
Kjarninn 10. janúar 2023
Meira eftir höfundinnBirgir Þór Harðarson
Meira úr sama flokkiFréttaskýringar
None