Halló. Ég heiti Vinicius og er mjög skrítið lukkudýr

Lukkudýr Ólympíuleikanna í Ríó og er stórfurðuleg fígúra sem minnir helst á Hello Kitty-köttinn eftir þvott með vitlausum litum.

Furðulukkudýrið Vinicius í fangi barns.
Furðulukkudýrið Vinicius í fangi barns.
Auglýsing

Fyrir öll stærstu íþrótta­mót í heimi hefur orðið til sú hefð að mót­staðnum sé gefið líf með ein­hvers­konar lukku­dýrum sem skemmta börnum og setja svip sinn á hátíð­ar­höld­in. Það er engin breyt­ing á þessu á Ólymp­íu­leik­unum í Ríó.

Ólymp­íu­leik­arnir í Ríó hafa átt undir högg að sækja und­an­farna mán­uði vegna ýmissa van­kanta á fram­kvæmd móts­ins. Stjórn­völdum í Bras­ilíu hafa verið gagn­rýnd harð­lega fyrir að tryggja ekki vatns­gæði á keppn­is­stöðum (sér­stak­lega í róðri), fyrir hús­næði íþrótta­fólks­ins og Zík­a-veiru­far­ald­ur­inn sem enn herjar á Bras­il­íu. Vegna allra þess­ara mála, og fleiri, þá hefur nán­ast ekk­ert verið fjallað um lukku­dýr­ið.

Við kynnum til sög­unnar lukku­dýr Ólymp­íu­leik­anna í Ríó. Sá er kall­aður Vin­icius og er í fyrstu sýn álku­legur köttur sem hefur risið á aft­ur­lapp­irnar og fengið ávalan haus. Hann er ekki ósvip­aður Hello Kitt­y-kett­inum eftir nokkrar ferðir í þvotta­vél með vit­lausum lit­um. Á vef lukku­dýr­anna segir að Vin­icius hafi „fæðst í gleði­sprengin­unni sem varð þegar Ríó var valin til að halda leik­ana í ár.“

Auglýsing

En hönn­uðir Vin­ici­us­ar, sem nefndur er eftir brasil­ískum tón­list­ar­manni, virð­ast samt hafa leyst verk­efni sitt því upp­skriftin sem þeir fengu í hend­urnar frá móts­stjórn­inni var eitt­hvað sem margir hefðu klórað sér lengi hausnum yfir. Þeir vildu fá blöndu af alls­konar brasil­ískum dýrum og hönn­unin átti að vera inn­blásin af dæg­ur­menn­ingu, tölvu­leikjum og teikni­mynd­um. Ætli Vin­icius sé ekki eðli­leg nið­ur­staða úr þeirri jöfnu.

Ólymp­íulukku­dýr hafa hins vegar í seinni tíð, með örfáum und­an­tekn­ing­um, nær öll verið stórfurðu­leg. Ólymp­íu­vefur USA Today tók saman eft­ir­far­andi dæmi af Twitt­er.



Þessi hér að ofan var lukku­dýr Ólymp­íu­leik­anna í Atl­anta í Banda­ríkj­unum 1996. Ómögu­legt virð­ist að skýra til­vist þess.



Áströlsku lukku­dýrin tóku líka mið af ástr­al­skri fánu fyrir leik­ana í Sydney árið 2000.



Það eina breska við lukku­dýrin á leik­unum í London árið 2012 sýn­ist manni í fyrstu vera leigu­bíla­skiltin sem báðar týpur bera á hausn­um. Þegar betur er að gáð þá virð­ist hins vegar allt vera breskt við þessar fígúrur enda.



Í Sot­sjí árið 2014 voru lukku­dýrin hins vegar bara nokkuð „kjút“ – svona eins og mark­aðs­fígúrur á Kelloggs-morg­un­korn­s­pakka – þar til maður áttar sig á að þau voru auð­vitað líka í spari­bún­ingnum fyrir leik­ana eins og allt annað í kringum þessa dýr­ustu Ólymp­íu­leika sög­unn­ar.

Fjöl­breyttir eins og nátt­úran

Vin­icius er hins vegar ekki eina lukku­dýrið í Ríó því í seinni tíð hefur það tíðkast að hafa tvær týp­ur. Vin­icius á að hafa „eig­in­leika allra brasil­ískra dýra“ en frændi hans Tom verður lukku­dýr Ólymp­íu­leika fatl­aðra. Tom er sam­kurl af fjöl­breyttum plöntum og gróðri sem þrífst í Bras­il­íu.

Í anda leik­anna þá eiga þessi lukku­dýr að vera til þess að fagna nátt­úruperlunni Bras­ilíu og fjöl­breyttri nátt­úr­unni. En það er einnig önnur leið til að túlka hlut­verk þess­ara fígúra, eins og sumir net­miðlar hafa kosið að gera. Vin­icius og Tom eru sam­blanda af þekkt­ustu teg­und­unum þar í landi en þeir eru einnig áminn­ing um þær fórnir sem færðar eru til þess að halda íþrótta­mót á borð við þetta.

Vegna óhrein­lætis verður róðr­ar­mótið haldið í ein­hvers­konar drullupytti sem Guana­bara-­flói var orð­inn. Hrylli­legar myndir bár­ust stuttu fyrir leik­ana af svæð­inu þar sem mótið átti að fara fram og leik­maður velti fyrir sér hvernig það ætti að verða hægt að halda Ólymp­íu­mót innan um ruslið sem fyllti fló­ann. Nú hefur verið hreinsað til þannig að ásætt­an­legt er að keppa í vatn­inu. Ástandið er enn svo slæmt að fólki er ráð­lagt að baða sig ekki í sjón­um.

Nokkrum dögum áður en leik­arnir hófust kom í ljós að loft­gæðin í borg­inni Rio de Jan­eiro voru mun verri en ráð­lagt er af Alþjóða­heil­brigð­is­stofn­un­inni. Og þetta hefur ekki aðeins áhrif á mann­fólkið sem býr í borg­inni eða sækir leik­ana því dýr­in, öll þau sem eru fyr­ir­mynd Vin­ici­usar líða einnig fyrir þennan subbu­skap.

Til þess að Brasilía geti haldið öll þessi mót hafa stjórn­völd sagst þurfa að fella skóga og upp­ræta heim­kynni villtra dýra. Fyrir Ólymp­íu­leik­ana var til dæmis byggður nýr golf­völlur á svæði sem fyrir var ósnert nátt­úra og heim­kynni villtra dýra og plantna. Fyrir heims­meist­ara­mótið í fót­bolta árið 2014 sem haldið var í Bras­ilíu voru margir fer­kíló­metrar af regn­skóg­inum felldir til að reisa risa­stóran fót­bolta­völl. Inn í miðjum Amazon-frum­skóg­in­um.

Vin­icius og Tom eru þess vegna ágætis áminn­ing um fjöl­breyti­leika Bras­ilíu og mik­il­vægi þess að hugsa um umhverf­ið. Nátt­úran er ekki bara vist­ar­verur allra dýra­teg­unda og plantna í heim­inum heldur einnig manns­ins. Án nátt­úr­unnar erum við ekk­ert.

Við þurfum á þínu framlagi að halda

Þú getur tekið beinan þátt í að halda úti öflugum fjölmiðli.

Við sem vinnum á ritstjórn Kjarnans viljum hvetja þig til að vera með okkur í liði og leggja okkar góða fjölmiðli til mánaðarlegt framlag svo við getum haldið áfram að vinna fyrir lesendur, fyrir fólkið í landinu.

Kjarninn varð níu ára í sumar. Þegar hann hóf að taka við frjálsum framlögum þá varð slagorðið „Frjáls fjölmiðill fyrir andvirði kaffibolla“ til og lesendur voru hvattir til að leggja fram í það minnsta upphæð eins kaffibolla á mánuði.

Mikið vatn hefur runnið til sjávar á þeim níu árum sem Kjarninn hefur lifað. Í huga okkar á Kjarnanum hefur þörfin fyrir fjölmiðla sem veita raunverulegt aðhald og taka hlutverk sitt alvarlega aukist til muna.

Við trúum því að Kjarninn skipti máli fyrir samfélagið.

Við trúum því að sjálfstæð og vönduð blaðamennska skipti máli.

Ef þú trúir því sama þá endilega hugsaðu hvort Kjarninn er ekki allavega nokkurra kaffibolla virði á mánuði.

Vertu með okkur í liði. Þitt framlag skiptir máli.

Ritstjórn Kjarnans: Sunna Ósk Logadóttir, Þórður Snær Júlíusson, Erla María Markúsdóttir, Arnar Þór Ingólfsson, Eyrún Magnúsdóttir og Grétar Þór Sigurðsson.


Já takk, ég vil styrkja Kjarnann!
Þorbjörn Guðmundsson
Er íslenska velferðarkerfið ekki lengur griðarstaður þeirra sem minnst hafa?
Kjarninn 11. janúar 2023
Takk fyrir og sjáumst á nýjum miðli á föstudag
Bréf frá ritstjóra Kjarnans vegna sameiningar við Stundina og þess að nýr framsækinn fréttamiðill verður til í lok viku.
Kjarninn 11. janúar 2023
Sverrir Albertsson
Vatn á myllu kölska
Kjarninn 11. janúar 2023
Lögreglumenn standa vörð um gröfurnar í námunni.
Berjast fyrir þorpi á barmi hengiflugs
Lítið þorp í Rínarlöndum Þýskalands er allt komið í eigu kolarisa. Fyrirtækið ætlar sér að mylja niður húsin og stækka kolanámu sína sem þegar þekur um 80 ferkílómetra. Þetta þykir mörgum skjóta skökku við í heimi sem berst við loftslagsbreytingar.
Kjarninn 10. janúar 2023
Arnþrúður Karlsdóttir, útvarpsstjóri Útvarps Sögu.
Útvarp Saga telur fjölmiðlastyrki skapa tortryggni og bjóða upp á frændhygli
Fjögur fjölmiðlafyrirtæki hafa til þessa skilað inn umsögnum um frumvarp Lilju Alfreðsdóttur menningar- og viðskiptaráðherra, sem mun að óbreyttu framlengja núverandi styrkjakerfi til fjölmiðla.
Kjarninn 10. janúar 2023
Sólveig Anna Jónsdóttir formaður Eflingar.
Viðræðum slitið og Efling undirbýr verkfallsaðgerðir
Samtök atvinnulífsins hafa hafnað gagntilboði Eflingar um skammtímakjarasamning, sem kvað á um meiri launahækkanir en SA hefur samið um við aðra hópa á almennum vinnumarkaði til þessa. Efling undirbýr nú verkfallsaðgerðir.
Kjarninn 10. janúar 2023
Palestínski fáninn á lofti í mótmælum í Reykjavík. Ísraelskri lögreglu hefur nú verið fyrirskipað að rífa fánann niður á almannafæri.
Fánabann og refsiaðgerðir í Palestínu í kjölfar niðurstöðu Sameinuðu þjóðanna
Degi eftir að ný ríkisstjórn tók við völdum í Ísrael samþykkti allsherjarþing Sþ að fela Alþjóðadómstólnum í Haag að meta lögmæti hernáms Ísraelsríkis á Vesturbakkanum. Síðan þá hefur stjórnin gripið til refsiaðgerða og nú síðast fánabanns.
Kjarninn 10. janúar 2023
Gríðarlega mikil dæling á sandi á sér stað í Landeyjahöfn á hverju ári. Markarfljótið ber hundruð þúsunda tonna af jarðefnum út í sjó og það á til að safnast upp í mynni hafnarinnar.
Vilja sjúga sand af hafsbotni í stórum stíl og flytja út
Eftirspurn eftir íslenskum jarðefnum er gríðarleg ef marka má framkomin áform erlendra stórfyrirtækja um nýtingu þeirra. Vinsældir hafnarinnar í Þorlákshöfn eru samhliða mjög miklar.
Kjarninn 10. janúar 2023
Meira eftir höfundinnBirgir Þór Harðarson
Meira úr sama flokkiFréttaskýringar
None