Musk brýnir starfsmenn til dáða

Bréf sem Elon Musk sendi starfsmönnum Tesla 29. ágúst síðastliðinn sýnir hversu mikið er í húfi fyrir Tesla, nú þegar mikilvægur tími er framundan.

Elon Musk um borð í Tesla-bíl
Auglýsing

Frum­kvöð­ull­inn Elon Musk hefur átt betri daga á sínum ótrú­lega ferli. Hann berst nú fyrir því að við­halda trausti fjár­festa á háleitum mark­miðum hans um að ­gera heim­inn betri og umhverf­is­vænni í gegnum starf­semi fyr­ir­tækj­anna Space X og Tesla Motors.

Fyr­ir­tækið sem Musk stofn­aði, geim­flauga­fyr­ir­tækið Space X, sem þróar geim­flaugur og tækni til að auð­velda ferðir út í geim og til bak­a, hefur átt í vand­ræðum eftir að flaug fyr­ir­tæk­is­ins, SpaceX Falcon 9,  sprakk og mikið af verð­mætum bún­aði að auki. Spreng­ingin hafði alvar­leg­ar af­leið­ingar þar sem gervi­hnöttur í eigu Spacecom eyði­lagð­ist. Hann kost­aði 200 millj­ónir Banda­ríkja­dala, eða sem nemur um 22 millj­örðum króna. 

Space X er ekki skráð á mark­að, og hefur ekki gefið út hvert tjónið er eða hvort trygg­ingar eru yfir höfuð fyrir hendi vegna þess. 

Auglýsing

Allt að ár án geimskots

Fortune greindi frá því í gær að spreng­ingin gæti þýtt að ­fyr­ir­tækið muni ekki geta skotið flaug á loft aftur næstu 9 til 12 mán­uð­i. Þetta kemur sér illa fyrir stærsta ein­staka við­skipta­vin SpaceX, sem er ­banda­ríski her­inn. Í maí gerði Space X mik­il­vægan samn­ing við her­inn og ­banda­rísk yfir­völd, sem tryggir fyr­ir­tæk­inu stöðugar tekjur og verk­efni. En ­spreng­ingin nú gæti sett strik í reikn­ing­inn og tafið fyr­ir­huguð áform um ­geim­skot og einnig tafið þróun á tækni fyr­ir­tæk­is­ins.

Umfram allt er þetta áfall fyrir Musk, en þetta var annað mis­heppn­aða geimskotið á innan við fjórtán mán­uð­um.



Gwynne Shotwell, sem stýrir SpaceX fyr­ir­tæk­inu við hlið Mu­sk, hefur ekki ennþá gefið út nákvæma skýrslu um hvað fór úrskeiðis hjá Falcon 9 enda rann­sókn á atvik­inu, bæði hjá SpaceX og banda­rískum yfir­völd­um, ­skammt á veg kom­in.

Tesla á sínu mik­il­væg­asta skeiði

Musk er ekki aðeins að glíma við erf­ið­leika og háleit ­mark­mið þegar kemur að geimskotum heldur er raf­bíla­fram­leið­and­inn sem hann ­stofn­aði, Tesla Motors, einnig að sigla inn í sinn mik­il­væg­asta tíma frá því ­fyr­ir­tækið var stofn­að. 

Musk sjálfur árétt­aði þetta með tölvu­pósti til­ ­starfs­manna 29. ágúst síð­ast­lið­inn, sem Bloomberg birti á vef sínum. Í póst­in­um ­segir hann að mik­il­vægt sé fyrir fyr­ir­tækið að ljúka þriðja árs­fjórð­ungi á já­kvæðum nót­um, og ná hagn­aði af starf­sem­inni, áður en fram­leiðsla á Tesla Model 3 kemst á fullt, á næsta ári.

Þetta myndi senda mik­il­væg skila­boð til fjár­festa, seg­ir Musk. Fyrir vikið þurfi allir starfs­menn að leggja á sig allt sem þeir geti, og fram­leiða eins marga bíla og mögu­lega er hægt, en á sama tíma að spara. „Það væri frá­bært að geta hent því í and­litið á þessum nákvæð­is­röddum á Wall Street, ­sem halda áfram að segja að Tesla verði alltaf fyr­ir­tæki sem tapi pen­ing­um,“ ­segir Musk meðal ann­ars í póst­in­um.

2017 er stóra árið

Það er líka mikið í húfi. Á næsta ári kemur Model 3 bíll­inn á göt­una, en hann mun kosta frá 35 þús­und Banda­ríkja­döl­um, eða sem nemur um 4,5 millj­ónum króna. Musk segir að þetta sé bíll­inn sem muni skipta sköpum fyr­ir­ bíla­iðn­að­inn og Tesla Motors. Hann verði full­kom­lega sam­keppn­is­hæfur við alla bíla sem ganga fyrir olíu, og verði ætl­aður almenn­ingi, fyrst og fremst. Á milli 400 og 500 þús­und forp­ant­anir liggja fyrir á bíln­um, og ljóst er að Tesla er að kom­ast inn á stóra sviðið í bíla­iðn­aði með þessum bíl. 

Frá árinu 2012 þá hafa selst meira en 100 þús­und Tesla Model S bíl­ar. 



Jafn­vel þó Musk haf oftar en ekki stolið fyr­ir­sögn­un­um, þá er Tesla óra­fjarri stærstu bíla­fram­leið­endum heims­ins þegar kemur að fram­leiðslu og sölu. En Musk hefur sagt að mark­miðið sé að „breyta leikn­um“ og ­sýna fram á að það sé hægt leiða fram breyt­ingar til góðs fyrir heim­inn, með­ ­tækn­ina að vopni. Og árið 2017 er stóra árið.

Efa­semdir fjár­festa um að Musk sé á réttri leið með sín verk­efni, hafa verið að magn­ast upp und­an­farna mán­uði, að sögn Bloomberg. Á­stæðan er ekki sú, að hann sé ekki tal­inn afburða­snjall og fram­sýnn, held­ur mun frekar að lengri tíma muni fyrir fyr­ir­tæki hans að ná þeirri stöðu sem lag­t var upp með, heldur en áætl­anir fyr­ir­tækj­anna hafa gefið til kynna. Í stað þess að Tesla verði mark­aðs­leið­andi 2020 þá geti það hæg­lega orðið tíu árum seinna.

Fleiri komnir á fullt

Fram­þróun á raf­bílum og innviðum fyrir raf­bíla, hjá öðrum bíla­fram­leið­end­um, eins og Benz, Nissan, Ford og Audi, hafa meðal ann­ars leitt til­ þess­ara efa­semda.

Þrátt fyrir efa­semdir fjár­festa um að Tesla geti orðið sá ­leið­andi bíla­fram­leið­andi sem Musk vill að fyr­ir­tæki verði, þá er ekki hægt að ­segja að hann sé á flæðiskeri stadd­ur. Hann er sjálfur met­inn á 11,4 millj­arða ­Banda­ríkja­dala, eða sem nemur um 1.400 millj­arða króna.



Leggjum meira á okkur

Þessi fimm barna 44 ára gamli faðir frá Suð­ur­-Afr­íku er því fjarri því að vera að baki dott­inn, jafn­vel þá fjár­festar á Wall Street heimti ­meiri og skjót­ari gróða. Skila­boð Musk til starfs­manna hjá Tesla sýna þetta glögg­lega. Hann segir ein­fald­lega: leggjum meira á okk­ur, sýnum úr hverju við erum gerð.

Musk er númer fimmtán í heim­in­um, á lista For­bes yfir rík­asta fólk í tækni­geir­an­um, og númer 38 þegar kemur að áhrifa­mesta fólki heims, á lista sama mið­ils.

Við þurfum á þínu framlagi að halda

Þú getur tekið beinan þátt í að halda úti öflugum fjölmiðli.

Við sem vinnum á ritstjórn Kjarnans viljum hvetja þig til að vera með okkur í liði og leggja okkar góða fjölmiðli til mánaðarlegt framlag svo við getum haldið áfram að vinna fyrir lesendur, fyrir fólkið í landinu.

Kjarninn varð níu ára í sumar. Þegar hann hóf að taka við frjálsum framlögum þá varð slagorðið „Frjáls fjölmiðill fyrir andvirði kaffibolla“ til og lesendur voru hvattir til að leggja fram í það minnsta upphæð eins kaffibolla á mánuði.

Mikið vatn hefur runnið til sjávar á þeim níu árum sem Kjarninn hefur lifað. Í huga okkar á Kjarnanum hefur þörfin fyrir fjölmiðla sem veita raunverulegt aðhald og taka hlutverk sitt alvarlega aukist til muna.

Við trúum því að Kjarninn skipti máli fyrir samfélagið.

Við trúum því að sjálfstæð og vönduð blaðamennska skipti máli.

Ef þú trúir því sama þá endilega hugsaðu hvort Kjarninn er ekki allavega nokkurra kaffibolla virði á mánuði.

Vertu með okkur í liði. Þitt framlag skiptir máli.

Ritstjórn Kjarnans: Sunna Ósk Logadóttir, Þórður Snær Júlíusson, Erla María Markúsdóttir, Arnar Þór Ingólfsson, Eyrún Magnúsdóttir og Grétar Þór Sigurðsson.


Já takk, ég vil styrkja Kjarnann!
Þorbjörn Guðmundsson
Er íslenska velferðarkerfið ekki lengur griðarstaður þeirra sem minnst hafa?
Kjarninn 11. janúar 2023
Takk fyrir og sjáumst á nýjum miðli á föstudag
Bréf frá ritstjóra Kjarnans vegna sameiningar við Stundina og þess að nýr framsækinn fréttamiðill verður til í lok viku.
Kjarninn 11. janúar 2023
Sverrir Albertsson
Vatn á myllu kölska
Kjarninn 11. janúar 2023
Lögreglumenn standa vörð um gröfurnar í námunni.
Berjast fyrir þorpi á barmi hengiflugs
Lítið þorp í Rínarlöndum Þýskalands er allt komið í eigu kolarisa. Fyrirtækið ætlar sér að mylja niður húsin og stækka kolanámu sína sem þegar þekur um 80 ferkílómetra. Þetta þykir mörgum skjóta skökku við í heimi sem berst við loftslagsbreytingar.
Kjarninn 10. janúar 2023
Arnþrúður Karlsdóttir, útvarpsstjóri Útvarps Sögu.
Útvarp Saga telur fjölmiðlastyrki skapa tortryggni og bjóða upp á frændhygli
Fjögur fjölmiðlafyrirtæki hafa til þessa skilað inn umsögnum um frumvarp Lilju Alfreðsdóttur menningar- og viðskiptaráðherra, sem mun að óbreyttu framlengja núverandi styrkjakerfi til fjölmiðla.
Kjarninn 10. janúar 2023
Sólveig Anna Jónsdóttir formaður Eflingar.
Viðræðum slitið og Efling undirbýr verkfallsaðgerðir
Samtök atvinnulífsins hafa hafnað gagntilboði Eflingar um skammtímakjarasamning, sem kvað á um meiri launahækkanir en SA hefur samið um við aðra hópa á almennum vinnumarkaði til þessa. Efling undirbýr nú verkfallsaðgerðir.
Kjarninn 10. janúar 2023
Palestínski fáninn á lofti í mótmælum í Reykjavík. Ísraelskri lögreglu hefur nú verið fyrirskipað að rífa fánann niður á almannafæri.
Fánabann og refsiaðgerðir í Palestínu í kjölfar niðurstöðu Sameinuðu þjóðanna
Degi eftir að ný ríkisstjórn tók við völdum í Ísrael samþykkti allsherjarþing Sþ að fela Alþjóðadómstólnum í Haag að meta lögmæti hernáms Ísraelsríkis á Vesturbakkanum. Síðan þá hefur stjórnin gripið til refsiaðgerða og nú síðast fánabanns.
Kjarninn 10. janúar 2023
Gríðarlega mikil dæling á sandi á sér stað í Landeyjahöfn á hverju ári. Markarfljótið ber hundruð þúsunda tonna af jarðefnum út í sjó og það á til að safnast upp í mynni hafnarinnar.
Vilja sjúga sand af hafsbotni í stórum stíl og flytja út
Eftirspurn eftir íslenskum jarðefnum er gríðarleg ef marka má framkomin áform erlendra stórfyrirtækja um nýtingu þeirra. Vinsældir hafnarinnar í Þorlákshöfn eru samhliða mjög miklar.
Kjarninn 10. janúar 2023
Meira eftir höfundinnMagnús Halldórsson
Meira úr sama flokkiFréttaskýringar
None