Sigmundur um sigurinn á „kerfinu“ og tækifærin framundan

Sigmundur Davíð talaði í rúman klukkutíma á miðstjórnarfundi í Framsóknarflokknum í dag. Hann fór um víðan völl, greindi stjórnmálaástandið í heiminum, rakti stefnumálin og líkti sér við Danny Ocean, svo fátt eitt sé nefnt.

Hann lítur nú út eins og hann sé að flytja ræðu á fundi hjá Viðreisn, sagði Sigmundur Davíð þegar hann birti mynd af Paul Singer, stjórnanda vogunarsjóðsins Elliot Management.
Hann lítur nú út eins og hann sé að flytja ræðu á fundi hjá Viðreisn, sagði Sigmundur Davíð þegar hann birti mynd af Paul Singer, stjórnanda vogunarsjóðsins Elliot Management.
Auglýsing

Sig­mundur Davíð Gunn­laugs­son, for­maður Fram­sókn­ar­flokks­ins, fór um víðan völl í ávarpi sínu á haust­fundi mið­stjórnar Fram­sókn­ar­flokks­ins í Hofi á Akur­eyri í dag. Fyr­ir­lest­ur­inn hans stóð í rúman klukku­tíma þar sem hann byrj­aði á því að fara vítt og breitt yfir lands­lagið í stjórn­málum heims­ins og hafði glæru­sýn­ingu til að styðja við mál sitt. 

Hann ræddi um það hvernig stjórn­málin í heim­inum eru að verða óvægn­ari og hvernig jað­ar­hug­sjónir og rót­tæk­lingar eru að ná fót­festu í vest­rænum lönd­um. Nefndi hann for­seta­kosn­ing­arnar í Banda­ríkj­unum sem dæmi og stjórn­mála­á­standið í hinum ýmsu Evr­ópu­lönd­um.

Hann sagði að um alla ver­öld væru breytt valda­hlut­föll og að „eft­ir-­kalda­stríðs­heim­i­ur­inn“ væri að hverfa. „Stjórn­mál á vest­ur­löndum eru að taka stakka­skiptum og stjórn­málin á breytast,“ sagði hann. Ástæður þessa væri vegna margra þátta. Til dæmis væri breytt tækni væri að gera ímynd­ar­stjórn­málin sveiflu­kennd­ari og öfga­kennd­ari þar sem mark­aðs­menn aug­lýsa stjórn­mála­menn. En fyrst og fremst hefði valdið færst frá kjós­endum vegna þess að valdið hefði færst frá kjörnum full­trúum til „kerf­is­ins“. Sig­mundur á þar við hinar ýmsu nefnd­ir, ráð og stofn­anir auk fjár­mála­kerf­is­ins alls.

Auglýsing

Sig­mundur sem Danny Ocean

„Hag­kerfið er hætt að virka eins og það á að virka,“ sagði Sig­mund­ur. Hann segir alþjóða­fjár­mál­kerfið vera að taka völdin um allan heim. Á Íslandi hafi stjórn­völd sigr­ast á alþjóða­fjár­mála­kerf­inu og Íslend­ingar væru eina þjóðin í heim­inum sem hefði gert það. Um leið birti hann mynd af merki Fram­sókn­ar­flokks­ins. „Við Íslend­ingar erum for­dæmi fyrir því að hægt er að sigr­ast á þessu kerf­i,“ sagði hann. Nú hefði Ísland færi á að grípa tæki­færin sem fram undan eru, ólíkt öðrum löndum sem enn berj­ast við gríð­ar­legar skuldir og/eða eru læst í fjötrum alþjóða­sam­starfs.

Sig­mundur Davíð rak þá í löngu máli hvernig stjórn­völd á Íslandi beittu sér til þess að leyfa alþjóða­fjár­mála­kerf­inu ekki að ná tökum hér á landi, eins og „kerf­ið„ hefi gert í öðrum löndum í svip­aðri stöðu og Ísland. Nefndi hann Argent­ínu sem dæmi og birti mynd af Paul Sin­ger, stjórn­anda vog­un­ar­sjóðs­ins Elliot Mana­gement. 



Þá líkti hann bar­áttu íslenskra stjórn­valda við vog­un­ar­sjóð­ina við banda­rísku kvik­mynd­ina Ocean’s Eleven sem kom út árið 2001. Íslensk stjórn­völd undir hans for­sæti voru í hlut­verki Danny Ocean og teymis hans sem rændu pen­ingum af stóru spila­vít­unum í Las Veg­as. Vog­un­ar­sjóð­irnir eru í þessu dæmi spila­vít­in.

Sigmundur Davíð sýndi mynd af peningaseðlum á vörubrettum til að sýna fram á umfang þess fjármagns sem hann segir Ísland hafa áskotnast í baráttu sinni við vogunarsjóði og kröfuhafa.

Verk­efni Fram­sóknar í kosn­ingum

Sig­mundur Davíð lauk ræðu sinni á því að lýsa bar­áttu Fram­sókn­ar­flokks­ins um þessar mundir með myndum af mál­verkum frá orust­unni við Waterloo árið 1815. Þar fundu breskir her­flokkar upp nýtt her­bragð til að mæta sóknum herja Napól­e­ons. Það gerðu þeir með því að raða sér þétt upp á víg­vell­in­um, mynda kassa og vísa byssu­stig­unum út. Það fældi fáka sókn­ar­liðs­ins og gaf Bretum færi á að skjóta á óvini sína. Þannig hafði Well­ington Napól­eon und­ir.

Sig­mundur Davíð ímyndar sér Fram­sókn­ar­flokk­inn í þess­ari stöðu; standi flokks­menn þétt saman og mæti sókn ann­arra flokka í kosn­ing­unum þá muni Fram­sókn standa uppi sem sig­ur­veg­ari. Klofni röðin munu hinir flokk­arnir valta yfir þá.

Herbragð Wellingtons í Napoleonstríðunum var að stilla dátum sínum upp í tvöfalda röð, öxl í öxl og vísa byssustingunum fram. Þannig ímyndar Sigmundur Davíð sér vörn Framsóknarflokksins í komandi kosningum.

Á haust­fundi mið­stjórnar verður boðað til flokks­þings og félags­starf flokks­ins á kom­andi starfs­ári rætt. Sig­mundur Davíð reif­aði einnig þau mál sem hann vildi að Fram­sókn­ar­flokk­ur­inn hefði að leið­ar­ljósi í kosn­ing­unum 29. októ­ber næst­kom­andi. Svo stiklað sé á stóru þá nefndi hann meðal ann­ars lof­orð um að standa við gefin lof­orð, rétta stöðu öryrkja og aldr­aðra, að fram­sókn­ar­flokk­ur­inn verði flokkur fyrir landið allt – hvort sem það er í heil­brigð­is­þjón­ustu, fjar­skiptum eða öðrum innviðum og tryggja að Reykja­vík verði höf­uð­borg fyrir landið allt.

„Svo byggjum við nýjan lands­spít­ala. Við höfum efni á því,“ sagði hann einnig og lýsti þeirri skoðun sinni að starf­semin þurfi ekki öll að vera á sama stað. „Það er frá­leitt að við skulum ekki vera lengra komin með það verk­efni. Það þurfa að vera fleiri heil­brigð­is­stofn­anir vítt og breitt um land­ið,“ sagði hann. Þá vill Sig­mu­dnur Davíð að gert verði stór­á­tak í sam­göngu­málum þar sem lögð verði áhersla á öryggi, við­hald og end­ur­bætur á teng­ingum milli byggða hér á land­i. 

„Ís­lenskur land­bún­aður – Við stöndum með hon­um. Við erum stolt af því að segja það,“ sagði Sig­mund­ur. Hann seg­ist vera þeirrar skoð­unar að um leið og ný öfl verði til sem vilji kerf­is­breyt­ingar í land­bún­að­ar­málum þá verði það sjálf­krafa afstaða Fram­sókn­ar­flokks­ins að standa með kerf­inu eins og það er.

Bar­átta Sig­mundar

Að lok­inni ræð­unni, sem stóð í rúma klukku­stund, stóðu við­staddir á fætur og klöpp­uðu fyrir hon­um. Sig­mundur Davíð mun á næst­unni þurfa að berj­ast fyrir stöðu sinni innan flokks­ins. Borist hafa þrjú mót­fram­boð í odd­vita­sæti flokks­ins í Norð­vest­ur­kjör­dæmi. Þar eru á ferð­inni Þór­unn Egils­dótt­ir, Líneik Anna Sæv­ars­dóttir og Hösk­uldur Þór­halls­son. Sá síð­ast­nefndi hefur ekki farið leynt með gagn­rýni sína á for­mann­inn og er talið að fram­boð hans í odd­vita­sætið sé eina eig­in­lega mót­fram­boð­ið; Fram­boð Þór­unnar og Líneikur séu hugs­an­lega gegn Hös­k­uldi.

Á haust­þing­inu er einnig búist við að ákveðið verði hvenær flokks­þing Fram­sókn­ar­flokks­ins fari fram. Á þeirri sam­kundu er for­ysta flokks­ins val­in. Talið er að Sig­mundur Davíð muni einnig þurfa að berj­ast fyrir for­manns­sæt­inu. Hafa bæði Eygló Harð­ar­dóttir og Sig­urður Ingi Jóhanns­son verið nefnd sem hugs­an­legir mót­fram­bjóð­endur gegn Sig­mundi. Eng­inn hefur hins vegar lýst yfir fram­boði.

Í ræðu sinni nefndi Sig­mundur Davíð ekki upp­ljóstr­an­irnar úr Panama­skjöl­unum og Wintris-­málið sem varð til þess að hann sagði af sér sem for­sæt­is­ráð­herra í byrjun apr­íl.

Hér að neðan má sjá ræð­una alla.



Við þurfum á þínu framlagi að halda

Þú getur tekið beinan þátt í að halda úti öflugum fjölmiðli.

Við sem vinnum á ritstjórn Kjarnans viljum hvetja þig til að vera með okkur í liði og leggja okkar góða fjölmiðli til mánaðarlegt framlag svo við getum haldið áfram að vinna fyrir lesendur, fyrir fólkið í landinu.

Kjarninn varð níu ára í sumar. Þegar hann hóf að taka við frjálsum framlögum þá varð slagorðið „Frjáls fjölmiðill fyrir andvirði kaffibolla“ til og lesendur voru hvattir til að leggja fram í það minnsta upphæð eins kaffibolla á mánuði.

Mikið vatn hefur runnið til sjávar á þeim níu árum sem Kjarninn hefur lifað. Í huga okkar á Kjarnanum hefur þörfin fyrir fjölmiðla sem veita raunverulegt aðhald og taka hlutverk sitt alvarlega aukist til muna.

Við trúum því að Kjarninn skipti máli fyrir samfélagið.

Við trúum því að sjálfstæð og vönduð blaðamennska skipti máli.

Ef þú trúir því sama þá endilega hugsaðu hvort Kjarninn er ekki allavega nokkurra kaffibolla virði á mánuði.

Vertu með okkur í liði. Þitt framlag skiptir máli.

Ritstjórn Kjarnans: Sunna Ósk Logadóttir, Þórður Snær Júlíusson, Erla María Markúsdóttir, Arnar Þór Ingólfsson, Eyrún Magnúsdóttir og Grétar Þór Sigurðsson.


Já takk, ég vil styrkja Kjarnann!
Þorbjörn Guðmundsson
Er íslenska velferðarkerfið ekki lengur griðarstaður þeirra sem minnst hafa?
Kjarninn 11. janúar 2023
Takk fyrir og sjáumst á nýjum miðli á föstudag
Bréf frá ritstjóra Kjarnans vegna sameiningar við Stundina og þess að nýr framsækinn fréttamiðill verður til í lok viku.
Kjarninn 11. janúar 2023
Sverrir Albertsson
Vatn á myllu kölska
Kjarninn 11. janúar 2023
Lögreglumenn standa vörð um gröfurnar í námunni.
Berjast fyrir þorpi á barmi hengiflugs
Lítið þorp í Rínarlöndum Þýskalands er allt komið í eigu kolarisa. Fyrirtækið ætlar sér að mylja niður húsin og stækka kolanámu sína sem þegar þekur um 80 ferkílómetra. Þetta þykir mörgum skjóta skökku við í heimi sem berst við loftslagsbreytingar.
Kjarninn 10. janúar 2023
Arnþrúður Karlsdóttir, útvarpsstjóri Útvarps Sögu.
Útvarp Saga telur fjölmiðlastyrki skapa tortryggni og bjóða upp á frændhygli
Fjögur fjölmiðlafyrirtæki hafa til þessa skilað inn umsögnum um frumvarp Lilju Alfreðsdóttur menningar- og viðskiptaráðherra, sem mun að óbreyttu framlengja núverandi styrkjakerfi til fjölmiðla.
Kjarninn 10. janúar 2023
Sólveig Anna Jónsdóttir formaður Eflingar.
Viðræðum slitið og Efling undirbýr verkfallsaðgerðir
Samtök atvinnulífsins hafa hafnað gagntilboði Eflingar um skammtímakjarasamning, sem kvað á um meiri launahækkanir en SA hefur samið um við aðra hópa á almennum vinnumarkaði til þessa. Efling undirbýr nú verkfallsaðgerðir.
Kjarninn 10. janúar 2023
Palestínski fáninn á lofti í mótmælum í Reykjavík. Ísraelskri lögreglu hefur nú verið fyrirskipað að rífa fánann niður á almannafæri.
Fánabann og refsiaðgerðir í Palestínu í kjölfar niðurstöðu Sameinuðu þjóðanna
Degi eftir að ný ríkisstjórn tók við völdum í Ísrael samþykkti allsherjarþing Sþ að fela Alþjóðadómstólnum í Haag að meta lögmæti hernáms Ísraelsríkis á Vesturbakkanum. Síðan þá hefur stjórnin gripið til refsiaðgerða og nú síðast fánabanns.
Kjarninn 10. janúar 2023
Gríðarlega mikil dæling á sandi á sér stað í Landeyjahöfn á hverju ári. Markarfljótið ber hundruð þúsunda tonna af jarðefnum út í sjó og það á til að safnast upp í mynni hafnarinnar.
Vilja sjúga sand af hafsbotni í stórum stíl og flytja út
Eftirspurn eftir íslenskum jarðefnum er gríðarleg ef marka má framkomin áform erlendra stórfyrirtækja um nýtingu þeirra. Vinsældir hafnarinnar í Þorlákshöfn eru samhliða mjög miklar.
Kjarninn 10. janúar 2023
Meira eftir höfundinnBirgir Þór Harðarson
Meira úr sama flokkiFréttaskýringar
None