Spilling og valdaskipti í Brasilíu

Stjórnmálamenn í Brasilíu eiga langt í land með að vinna til baka traust almennings. Fyrrverandi forseti, Dilma Rousseff, var vikið úr embætti tímabundið vegna spillingamála og eftirmaður hennar er jafnvell enn óvinsælli en hún var.

Dilma Rousseff, fyrrverandi forseti Brasilíu.
Dilma Rousseff, fyrrverandi forseti Brasilíu.
Auglýsing

Michel Temer, vara­for­seti í síð­ustu rík­is­stjórn Dilma Rouss­eff og stað­geng­ill Rouss­eff sem for­seti eftir að henni var vikið úr emb­ætti tíma­bundið vegna máls­höfð­un­ar­ferlis gegn henni þann 12. maí, var form­lega svar­inn í emb­ættið þann 31. ágúst síð­ast­lið­inn. Það gerð­ist ein­ungis nokkrum klukku­stundum eftir kosn­ingar í öld­ung­ar­deild þings­ins þar sem 61 af 81 þing­manna kusu með ályktun að víkja Dilma Rouss­eff úr emb­ætt­i. Temer, sem er með­limur PMD­B-­flokks­ins sem var í sam­steypu­stjórn með PT-­flokk Rouss­eff þangað til mars í ár, hefur þannig verið falið að skipa emb­ætti for­seta lík­lega fram að lokum núver­andi kjör­tíma­bils síðla árs 2018. 

Þessi valda­skipti eru umdeild ekki ein­göngu fyrir þær sakir að land­inu verður lík­lega stjórnað næstu tvö árin af ókjörnum for­seta. Rík­is­stjórn Temer er sterk­lega bendluð við sömu spill­ing­ar­mál og urðu Dilma Rouss­eff að falli. Þar að auki hef­ur Temer lýst yfir nið­ur­skurð­ar­stefnu til þess að takast á við síversn­andi efna­hags­á­stand í land­inu, en búist er við því að erfitt verði að hrinda henni í gegn vegna skorts á hljóm­grunn­i ­fyrir henni í þing­in­u. 

Ávallt land fram­tíð­ar­inn­ar?

Spill­ing í brasil­ískum stjórn­málum á sér langar rætur en sundrað flokka­kerfi lands­ins - alls eru 22 flokkar á núver­andi þingi - og tengsl alrík­is­ins við smærri stjórn­sýslu­ein­ingar stuðla að fyr­ir­greiðslu­kerfi sem erfitt hefur reynst að upp­ræta. Ákveðnar vonir voru bundnar við að búið væri að brjóta blað í sögu lands­ins - sem hafði sögu­lega ein­kennst af sveiflu­kenndum „boom and bust“-vexti - í kjöl­far valda­tíð hins vin­sæla Luiz Inácio Lula da Silva („Lula“) fyrsta ára­tug þess­arar ald­ar; hag­vöxtur var til­tölu­lega sterkur og ýmsar vel heppn­aðar vel­ferð­ar­stefnur á borð við Bolsa Familia og Fome Zero sáu til þess að stór hluti efna­minni fólks upp­lifði bætt lífs­kjör, og landið bar sigur í fram­boðum sínum til að halda bæði heims­meist­ara­mótið í knatt­spyrnu og sum­ar­ólymp­iu­leik­anaLula út­nefndi Rouss­eff sem arf­taka sinn í PT-­flokknum fyrir for­seta­kosn­ing­arnar 2010 og vann hún auð­veldan sigur í skugga vel­gengni Lula. Hún hafði líkt og Lula tekið þátt í marxískri skæru­liða­hreyf­ingu á tímum her­stjórn­ar­innar í Bras­ilíu á átt­unda og níunda ára­tugnum og búist var við því hún myndi halda stefn­um Lula áfram þegar hún tók við kefl­inu. Raunin varð önn­ur. 

Auglýsing

Bíla­þvotta­stöðin Brasilía

Lækkun á verði olíu og ann­arra útflutn­ings­auð­linda lands­ins gerðu Rouss­eff engan greiða og brátt kom í ljós hversu háður þeim efna­hagur Bras­ilíu var. Hag­vöxtur hrundi og ekki bætti úr skák þegar dóm­ar­inn Sér­gio Moro skip­aði í apríl 2014 lög­reglu­rann­sókn á stór­felldri spill­ingu innan rík­is­rekna olíu­fyri­tæk­is­ins Petr­obras. Rann­sóknin hlaut nafn­ið Oper­ação Lava Jato eða bíla­þvotts­að­gerðin og eftir því sem Rouss­eff var stjórn­ar­for­mað­ur Petr­obras á árunum 2003 til 2010 varð hún sjálf bendluð við spill­ing­arskandal­ann ásamt fjöl­mörgum hátt­settum stjórn­mála­mönnum í PT og PMDB

Michael Temer, forseti Brasilíu.Máls­höfð­un­ar­til­laga gegn Rouss­eff var loks sam­þykkt í des­em­ber 2015 og sner­ist form­lega um brot á fjár­hags­á­ætl­ana­lögum vegna óábyrgra fjár­veit­inga sem veittar voru með for­seta­legum til­skip­unum til að kom­ast hjá þing­með­ferð. Þó er ljóst að bíla­þvotts­málið og síversn­andi efn­hags­staða lands­ins vógu þungt í bak­grunn­in­um. Vörn Rouss­eff sner­ist nefni­lega ekki ein­ungis um að neita sök varð­andi fjár­veit­ing­arnar heldur líka um færa rök fyrir því að eina mark­mið bíla­þvotts­að­gerð­ar­innar væri að steypa henni af stóli. Með öðrum orð­um, sam­kvæmt Rouss­eff var máls­höfð­unin gegn henni ein­fald­lega valda­ránstil­raun hægri­afla sem stefnd­i brasil­ísku lýð­ræði í hættu.

Til­koma Tamer

Þeg­ar Temer varð stað­geng­ill for­seta þann 13. maí síð­ast­lið­inn tók ekki nema tíu daga áður en að bíla­þvotts­málið skaut upp koll­inum aftur þegar dag­blað­ið Folha de São Paulo birti upp­tökur af síma­sam­tali á milli nýút­nefnds skipu­lags­mála­ráð­herra í nýrri rík­is­stjórn TemerRomero Jucá, og fyrr­ver­andi for­manni Tran­spetro sem er dótt­ur­fyr­ir­tæki Petr­obrasSér­gio Machado. Í sam­tal­inu heyr­ist Jucá tala um mik­il­vægi þess að koma rík­is­stjórn Rouss­eff frá völdum til þess að geta „stöðvað blæð­ing­una. Sjálfur vildi Jucá meina að með blæð­ingu ætti hann við versn­andi efna­hags­lega stöðu lands­ins en margir vildu meina að blæð­ingin hafi verið bíla­þvotts­að­gerð­in, og að eina leiðin til að koma í veg fyrir að hún fletti ofan af fleiri skandölum væri að koma á nýrri rík­is­stjórn. Jucá sagði af sér ráð­herra­emb­ætt­inu í kjöl­far­ið. Með svip­uðum hætti ollu upp­tökur af sím­tölum við Machado að þeirri kald­hæðni að gagn­sæ­is­ráð­herraFabi­ano Sil­veira, sagði af sér 30. maí, og rúmum tveim vikum síðar sagði ferða­mála­ráð­herra, Hen­rique Edu­ardo Alves, af sér eftir ásak­anir um að þiggja mútur frá Petr­obras. Til við­bótar við grun­semdir um sam­særi til að steypa Rouss­eff af stóli vakti mikla athygli að allir ráð­herrar í upp­haf­legu rík­is­stjórn Temer voru hvítir karl­menn, en nú á dög­unum bætt­ist fyrsta konan í ráð­herra­hóp Temer, og erfitt hefur reynst að sann­færa almenn­ing um að ný rík­is­stjórn hafi hags­muni allra lands­manna að leið­ar­ljósi.

Nú er komin upp sú for­vitni­lega staða að skoð­ana­kann­anir sýna ekki ein­ungis að Temer er jafn­vel óvin­sælli en hin skandala­þrungna Rouss­eff, heldur líka að meiri­hluti lands­manna er þeirrar skoð­unar að það ætti að draga Temer fyrir dóm fyrir svip­aðar sakir og Rouss­eff. Ljóst er að stjórn­mála­menn Bras­ilíu eiga langt í land með að vinna aftur traust almenn­ings.

Kanntu vel við Kjarnann?

Frjáls framlög lesenda eru mikilvægur þáttur í rekstri Kjarnans. Þau gera okkur kleift að halda áfram að taka þátt í umræðunni á vitrænan hátt og greina kjarnann frá hisminu fyrir lesendur. 

Kjarninn er fjölmiðill sem leggur sig fram við að upplýsa og skýra út það sem á sér stað í samfélaginu með áherslu á gæði og dýpt. 

Okkar tryggð er aðeins við lesendur. Við erum skuldbundin ykkur og værum þakklát ef þið vilduð vera með í að gera Kjarnann enn sterkari. 

Ef þú kannt vel við það efni sem þú lest á Kjarnanum viljum við hvetja þig til að styrkja okkur. Þinn styrkur er okkar styrkur.

Já takk, ég vil styrkja Kjarnann!
Sacky Shanghala var dómsmálaráðherra Namibíu þar til á miðvikudag, þegar hann sagði af sér vegna Samherjamálsins.
Bankareikningar mútuþega í Samherjamálinu í Namibíu frystir
Yfirvöld í Namibíu eru búin að frysta bankareikninga í eigu tveggja lykilmanna í Samherja-málinu. Annar þeirra var dómsmálaráðherra landsins og hinn er tengdasonur fyrrverandi sjávarútvegsráðherra.
Kjarninn 17. nóvember 2019
Mikið velti á áhættudreifingu lífeyrissjóðanna
Breytt aldurssamsetning þjóða og áhrif hennar á lífeyrissjóðakerfið eru á meðal þess sem fjallað er um í nýrri skýrslu framtíðarnefndar forsætisráðherra. Að mati nefndarinnar er mikilvægt að íslenskum lífeyrissjóðum takist vel til í áhættudreifingu.
Kjarninn 17. nóvember 2019
Gefa út bókina „Ekkert að fela“ um Samherjamálið á morgun
Teymið sem vann Kveiks-þáttinn um Samherja og viðskiptahætti fyrirtækisins í Afríku hefur skrifað bók um málið. Hún kemur út á morgun.
Kjarninn 17. nóvember 2019
Talnastuð
Safnað fyrir jólaspilaverkefninu í ár á Karolína fund.
Kjarninn 17. nóvember 2019
Jósep Ó.Blöndal
Uppsagnir – A la Sopranos
Kjarninn 17. nóvember 2019
Flosi Þorgeirsson
Maður er nefndur Jack Parsons
Kjarninn 17. nóvember 2019
Fræða ferðamenn um góða sjúkdómsstöðu íslenskra búfjárstofna
Landbúnaðarráðherra telur mikilvægt að ferðamenn fái fræðslu um góða sjúk­dóma­stöðu íslenskra búfjár­stofna og hversu við­kvæmir þeir eru fyrir nýju smit­i. Því verða sett upp veggspjöld með þeim upplýsingum á helstu komustöðum til landsins.
Kjarninn 17. nóvember 2019
Kristján Þór Júlíusson, sjávarútvegsráðherra.
Sjávarútvegsráðherra boðaður á fund atvinnuveganefndar
Rósa Björk Brynjólfsdóttir, þingmaður Vinstri grænna, hefur óskað eftir því að sjávarútvegsráðherra komi fyrir atvinnuveganefnd og ræði meðal annars afleiðingar Samherjamálsins á önnur íslensk fyrirtæki og greinina í heild sinni.
Kjarninn 17. nóvember 2019
Meira eftir höfundinnOddur Stefánsson
Meira úr sama flokkiFréttaskýringar
None