Sigmundur átti Wintris og Tortóla er skattaskjól

Staðreyndavakt Kjarnans skoðar fullyrðingar Sigmundar Davíðs Gunnlaugssonar um Wintris-málið, kosningar og það hvort Tortóla er skattaskjól.

Sigmundur Davíð Gunnlaugsson
Auglýsing

 Sig­mundur Davíð Gunn­laugs­son, for­maður Fram­sókn­ar­flokks­ins og fyrr­ver­andi for­sæt­is­ráð­herra, fór mik­inn í upp­hafi umræðu­þáttar á RÚV á fimmtu­dag­inn, eftir að sýnd hafði verið sam­an­tekt á kjör­tíma­bil­inu og sagt að það væri vegna hans og Wintris-­máls­ins sem væri verið að kjósa snemma. Sig­mundur kann­að­ist ekki við það, og sagði svo að hann hafi aldrei átt aflands­fé­lag og að aflands­fé­lag konu hans hafi ekki verið í skatta­skjóli. 

„Í ­fyrsta lagi verð ég nú að gera athuga­semd við að það sé verið að kjósa snemma vegna þessa máls sem þú rek­ur. [...] Ég á ekki, hef aldrei átt aflands­fé­lag. [...] Ég hef aldrei átt hlut í þessum eign­um. [...] En það er hins vegar til­fellið að eig­in­kona mín átti eignir í á­kveðnu landi sem hefur aldrei verið í skatta­skjóli. Þetta er land sem er með tví­skött­un­ar­samn­inga við Ísland, ­upp­lýs­inga­skipta­samn­inga við Ísland.“

Auglýsing

Kjarn­inn ákvað að kanna hvort þessar þrjár full­yrð­ingar Sig­mundar Dav­íðs eigi við rök að styðj­ast. 

1. Er verið að kjósa snemma vegna Wintris-­máls­ins? 

3. apríl síð­ast­lið­inn var sýndur sér­stakur Kast­ljóss­þáttur þar sem greint var frá tengslum Sig­mundar Dav­íðs, Bjarna Bene­dikts­sonar og Ólafar Nor­dal við aflands­fé­lög í skatta­skjól­um. Dag­inn eft­ir, þann 4. apr­íl, voru haldin mót­mæli sem lög­regla og kann­anir segja að séu stærstu mót­mæli Íslands­sög­unn­ar. Yfir­skrift mót­mæl­anna var krafan um að flýta kosn­ing­um. Flestir sem mættu sögð­ust vera að mót­mæla spill­ingu stjórn­mála og hags­muna­tengslum ráð­herra, til þess að knýja á um kosn­ingar strax og til þess að Sig­mundur Davíð segði af sér. 

Degi síðar fór af stað ótrú­leg atburða­rás. Þá var það Sig­mundur Davíð sjálf­ur, sem greindi frá því á Face­book-­síðu sinni, að hann hefði á fundi með Bjarna Bene­dikts­syni sagt að ef þing­menn Sjálf­stæð­is­flokks­ins „treystu sér ekki til að styðja rík­is­stjórn­ina við að ljúka sam­eig­in­legum verk­efnum okkar myndi ég rjúfa þing og boða til kosn­inga hið fyrsta.“ Að þessu búnu fór hann á Bessa­staði, þar sem honum og Ólafi Ragn­ari Gríms­syni, þáver­andi for­seta, ber ekki saman um hvort Sig­mundur hafi form­lega óskað eftir þing­rofi eða ekki. Að minnsta kosti sagði Ólafur Ragnar að hann hefði hafnað beiðni um þing­rof. Þegar deg­inum lauk hafði verið til­kynnt að Sig­mundur Davíð myndi stíga til hliðar sem for­sæt­is­ráð­herra og Sig­urður Ingi tæki við. Þeir Bjarni Bene­dikts­son kynntu málið fyrir frétta­mönnum degi síð­ar. 

„Í þess­ari viku hefur með stóru skrefi, sögu­legu, verið brugð­ist við þeim aðstæðum sem skap­ast hafa í íslensku sam­fé­lagi með því að for­sæt­is­ráð­herra hefur stigið til hliðar og í hans stól mun þá setj­ast Sig­urður Ingi, aftur í sam­ræmi við þá verka­skipt­ingu sem verið hefur milli flokk­anna. En við ætlum að stíga við­bót­ar­skref til þess að mæta kröfum um að virkja lýð­ræðið í land­inu, til þess að koma til móts við þá stöðu sem hefur mynd­ast og hyggj­umst stefna að því að halda kosn­ingar í haust, stytta kjör­tíma­bilið um eitt lög­gjaf­ar­þing.“ Þetta sagði Bjarni þegar hann og Sig­urður Ingi kynntu um áfram­hald­andi sam­starf flokk­anna tveggja eftir að Sig­mundur Davíð sagði af sér emb­ætt­in­u. 

Áður en þetta gerð­ist hafði stjórn­ar­and­staðan boðað að hún myndi leggja fram van­traust­s­til­lögu og óska eftir þing­rofi um leið og þing kæmi saman aft­ur. Það var svo gert seinna sömu vik­una. 

2. Átti Sig­mundur aldrei aflands­fé­lag? 

Félagið Wintris Inc. var stofnað utan um arf Önnu Sig­ur­laugar Páls­dótt­ur, eig­in­konu Sig­mundar Dav­íðs, af Mossack Fon­seca fyrir Lands­bank­ann í Lúx­em­borg árið 2007. Félagið var skráð á Bresku Jóm­frúreyj­un­um, á Tortóla. Sig­mundur Davíð og Anna Sig­ur­laug voru bæði skráð eig­endur félags­ins frá upp­hafi, eins og sjá má í skjal­inu hér að neð­an. 

Hlutabréf Sigmundar Davíðs. Frá RME.

Þau voru ekki gift á þeim tíma sem félagið var stofn­að, en hafa gefið þær skýr­ingar að þau hafi verið með sam­eig­in­legan fjár­hag og ekki hugsað út í það að þau hafi bæði verið skráð fyrir félag­inu. Það hafi alltaf verið ljóst að eign­irnar væru Önnu. Það hafi svo verið þegar þau ákváðu að gifta sig sem þau hafi þurft að fara yfir ýmis mál og á sama tíma hafi þau skipt um umsýslu­fyr­ir­tæki. Hið nýja hafi bent þeim á að þau væru bæði eig­endur félags­ins. Þetta var árið 2009, og á gaml­árs­dag, dag­inn áður en ný lög­gjöf tók gildi á Íslandi, seldi Sig­mundur Davíð Önnu Sig­ur­laugu sinn hlut á einn dal, eins og sjá má hér að neð­an. 

Kaupsamningur milli Sigmundar Davíðs og Önnu Sigurlaugar. Mynd frá RME.

3. Er Tortóla skatta­skjól? 

Lág­skatta­svæði sam­kvæmt fjár­mála­ráðu­neyt­inu er: „Ríki eða lög­sagn­ar­um­dæmi telst vera lág­skatta­ríki þegar tekju­skattur af hagn­aði félags, sjóðs eða stofn­un­ar, sem um ræð­ir, er lægri en tveir þriðju hlutar af þeim tekju­skatti sem hefði verið lagður á félag­ið, sjóð­inn eða stofn­un­ina hefði hún verið heim­il­is­föst á Ísland­i.“ 

Bresku Jóm­frúr­eyj­arnar eru lág­skatta­svæði sam­kvæmt lista ráðu­neyt­is­ins, og sá listi byggir á lista OECD. 

Helstu ein­kenni skatta­skjóla sam­kvæmt OECD eru:

  1. Eng­inn eða mjög lágur tekju­skattur
  2. Skortur á skil­virkum upp­lýs­inga­skiptum
  3. Skortur á gagn­sæi
  4. Engin raun­veru­leg starf­semi fer þar fram
Skatta­skjól gegna þrí­þættu hlut­verki, sam­kvæmt OECD: í fyrsta lagi eru þau aðsetur fyrir svokölluð skúffu­fyr­ir­tæki, það er engin raun­veru­leg starf­semi fer þar fram heldur er þar ein­göngu póst­fang, í öðru lagi útvega þau mögu­leika á að skrá og færa bók­hald eftir smekk við­kom­andi, en ekki við­ur­kenndum bók­halds­regl­um, og síð­ast en ekki síst koma þau í veg fyrir að skatt­yf­ir­völd geti rann­sakað banka­reikn­inga við­kom­andi.

Upp­lýs­inga­skipta­samn­ingur á milli Íslands og Bresku Jóm­frúreyj­anna, var gerður þann 18. maí árið 2009, en sam­kvæmt þessum lista utan­rík­is­ráðu­neyt­is­ins hefur hann ekki verið full­gilt­ur. Hann tók þó gildi sam­kvæmt Stjórn­ar­tíð­indum árið 2011. Tví­skött­un­ar­samn­ingur við Bresku Jóm­frúr­eyjar er líka í gildi, en hann er með tak­mörk­uðu umfangi. Meðal þeirra sem hafa tjáð sig um Bresku Jóm­frúr­eyj­arnar er Bryn­dís Krist­jáns­dóttir skatt­rann­sókn­ar­stjóri, sem sagði til að mynda fyrir tveimur árum að erfitt væri að fá upp­lýs­ingar um skatta­skjól því ýmsar banka- og fjár­hags­upp­lýs­ingar lægju ekki fyr­ir. Hún nefndi sér­stak­lega Bresku Jóm­frúr­eyj­arnar í því sam­hengi. Upp­lýs­ing­arnar séu ekki aðeins erfitt að sækja eða nálgast, þær séu ein­fald­lega ekki til stað­ar. 

Nið­ur­staða Stað­reynda­vakt­ar­innar

Ástæða þess að verið er að kjósa snemma eru Panama­skjöl­in, og stærsta málið þar er Wintris-­mál Sig­mundar Dav­íðs. Skjöl sýna fram á að Sig­mundur Davíð átti Wintris og seldi sinn hlut í lok árs 2009, og Tortóla er skil­greint sem skatta­skjól, hvað sem líður skatt­greiðsl­um. Það er því nið­ur­staða Stað­reynda­vakt­ar­innar að sam­an­dregið séu þessar þrjár full­yrð­ingar hauga­lyg­i. 



Ertu með ábend­ingu fyrir Stað­­­reynda­vakt Kjarn­ans? Sendu hana á sta­d­­reynda­vakt­in@kjarn­inn.­­­is.

*Þessi stað­reynda­vakt hefur verið upp­færð með upp­lýs­ingum um að upp­lýs­inga­skipta­samn­ingur við Bresku Jóm­frúr­eyjar tók gildi árið 2011 sam­kvæmt Stjórn­ar­tíð­ind­um.

Við þurfum á þínu framlagi að halda

Þú getur tekið beinan þátt í að halda úti öflugum fjölmiðli.

Við sem vinnum á ritstjórn Kjarnans viljum hvetja þig til að vera með okkur í liði og leggja okkar góða fjölmiðli til mánaðarlegt framlag svo við getum haldið áfram að vinna fyrir lesendur, fyrir fólkið í landinu.

Kjarninn varð níu ára í sumar. Þegar hann hóf að taka við frjálsum framlögum þá varð slagorðið „Frjáls fjölmiðill fyrir andvirði kaffibolla“ til og lesendur voru hvattir til að leggja fram í það minnsta upphæð eins kaffibolla á mánuði.

Mikið vatn hefur runnið til sjávar á þeim níu árum sem Kjarninn hefur lifað. Í huga okkar á Kjarnanum hefur þörfin fyrir fjölmiðla sem veita raunverulegt aðhald og taka hlutverk sitt alvarlega aukist til muna.

Við trúum því að Kjarninn skipti máli fyrir samfélagið.

Við trúum því að sjálfstæð og vönduð blaðamennska skipti máli.

Ef þú trúir því sama þá endilega hugsaðu hvort Kjarninn er ekki allavega nokkurra kaffibolla virði á mánuði.

Vertu með okkur í liði. Þitt framlag skiptir máli.

Ritstjórn Kjarnans: Sunna Ósk Logadóttir, Þórður Snær Júlíusson, Erla María Markúsdóttir, Arnar Þór Ingólfsson, Eyrún Magnúsdóttir og Grétar Þór Sigurðsson.


Já takk, ég vil styrkja Kjarnann!
Þorbjörn Guðmundsson
Er íslenska velferðarkerfið ekki lengur griðarstaður þeirra sem minnst hafa?
Kjarninn 11. janúar 2023
Takk fyrir og sjáumst á nýjum miðli á föstudag
Bréf frá ritstjóra Kjarnans vegna sameiningar við Stundina og þess að nýr framsækinn fréttamiðill verður til í lok viku.
Kjarninn 11. janúar 2023
Sverrir Albertsson
Vatn á myllu kölska
Kjarninn 11. janúar 2023
Lögreglumenn standa vörð um gröfurnar í námunni.
Berjast fyrir þorpi á barmi hengiflugs
Lítið þorp í Rínarlöndum Þýskalands er allt komið í eigu kolarisa. Fyrirtækið ætlar sér að mylja niður húsin og stækka kolanámu sína sem þegar þekur um 80 ferkílómetra. Þetta þykir mörgum skjóta skökku við í heimi sem berst við loftslagsbreytingar.
Kjarninn 10. janúar 2023
Arnþrúður Karlsdóttir, útvarpsstjóri Útvarps Sögu.
Útvarp Saga telur fjölmiðlastyrki skapa tortryggni og bjóða upp á frændhygli
Fjögur fjölmiðlafyrirtæki hafa til þessa skilað inn umsögnum um frumvarp Lilju Alfreðsdóttur menningar- og viðskiptaráðherra, sem mun að óbreyttu framlengja núverandi styrkjakerfi til fjölmiðla.
Kjarninn 10. janúar 2023
Sólveig Anna Jónsdóttir formaður Eflingar.
Viðræðum slitið og Efling undirbýr verkfallsaðgerðir
Samtök atvinnulífsins hafa hafnað gagntilboði Eflingar um skammtímakjarasamning, sem kvað á um meiri launahækkanir en SA hefur samið um við aðra hópa á almennum vinnumarkaði til þessa. Efling undirbýr nú verkfallsaðgerðir.
Kjarninn 10. janúar 2023
Palestínski fáninn á lofti í mótmælum í Reykjavík. Ísraelskri lögreglu hefur nú verið fyrirskipað að rífa fánann niður á almannafæri.
Fánabann og refsiaðgerðir í Palestínu í kjölfar niðurstöðu Sameinuðu þjóðanna
Degi eftir að ný ríkisstjórn tók við völdum í Ísrael samþykkti allsherjarþing Sþ að fela Alþjóðadómstólnum í Haag að meta lögmæti hernáms Ísraelsríkis á Vesturbakkanum. Síðan þá hefur stjórnin gripið til refsiaðgerða og nú síðast fánabanns.
Kjarninn 10. janúar 2023
Gríðarlega mikil dæling á sandi á sér stað í Landeyjahöfn á hverju ári. Markarfljótið ber hundruð þúsunda tonna af jarðefnum út í sjó og það á til að safnast upp í mynni hafnarinnar.
Vilja sjúga sand af hafsbotni í stórum stíl og flytja út
Eftirspurn eftir íslenskum jarðefnum er gríðarleg ef marka má framkomin áform erlendra stórfyrirtækja um nýtingu þeirra. Vinsældir hafnarinnar í Þorlákshöfn eru samhliða mjög miklar.
Kjarninn 10. janúar 2023
Meira eftir höfundinnÞórunn Elísabet Bogadóttir
Meira úr sama flokkiStaðreyndavaktin
None