Washington-ríki, með ríflega sjö milljónir íbúa, er frægtfyrir að vera heimavöllur Seattle-hagkerfsins, sem var til umfjöllunar ádögunum á vef Kjarnans, en í seinni tíð er það reglu- og lagabreyting sem hefur sett ríkið á heimskortið. Lögleiðing kannabisframleiðslu, neylsu og sölu hefur skapað því vafasamt orðspor í hugum sumra, en hjá öðrum er það nú fyrirmyndarríkij.
Óvænt áhrif
Hvað sem veldur skoðanaágreiningi, þegar kemur að lögleiðingu kannabisefna, þá hefur lögleiðingin á kannabisefnum, frá því í nóvember 2012, haft mikil og óvænt efnahagsleg áhrif innan ríkisins á fjórum árum.
Ólíkt þeim ríkjum sem hafa lögleitt neyslu á maríjúana, sem unnið er úr kannabislplöntunni, einkum í lækningaskyni, þá gekk Washinton ríki lengra og lögleiddi alla keðjuna; framleiðslu, sölu og neyslu. Á móti kemur síðan strangt opinbert eftirlit (21 árs aldurstakmark), og krafa um háþróaðan framleiðslubúnað sem stenst heilbrigðisreglugerðir ríkisins, skattskyldu og önnur lágmörk sem hefðbundnir atvinnuvegir þurfa að laga sig að. Eins og hendi væri veifað varð því til umgjörð um risavaxinn iðnað sem hafði verið grasserandi í svarta hagkerfinu með tilheyrandi tengslum við skipulagða glæpastarfsemi og alla þá vafasömu hluti sem henni tilheyra, áratugum saman.
Fjárfestar bíða í röðum
Í júlí á þessu ári fór velta í kannabis-hagkerfinu í Washington ríki yfir einn milljarð Bandaríkjadala, eða sem nemur um 115 milljörðum króna. Þetta hefur skilað ríkinu miklum ávinningi, eða um 250 milljónum Bandaríkjadala, jafnvirði um 30 milljarða króna. Búist er við því að kannabisiðnaðurinn í ríkinu muni margfaldast á næstu árum.
Samkvæmt Samtökum kannabisiðnaðarins í Washington ríki (Cannabis Business Association), þá bíða fjárfestar nú í röðum eftir því að geta komist inn í margvíslega nýsköpunarstarfsemi með cannabisafurðir. Þar eru margar vörur undir, sem þykja spennandi. Bæði fyrir lyfjastarfsemi, vegna kannabisneyslu í lækningaskyni, og svo einnig fyrir fólk almennt sem neytir kannabisefna reglulega.
Eitt af því sem Washington ríki hefur lagt mikla áherslu á, er að upplýsingagjöf um skaðsemi kannabisefna sé sýnileg og komi fram alls staðar þar sem efnin eru seld. Samkvæmt könnunum ríkisins hefur neysla ekki aukist frá því sem var fyrir lögleiðingu en forvarnarstarf hefur stóraukist, þar sem skattféð sem ríkið fær af iðnaðnum fer að stórum hluta í forvarnir og meðferðir fyrir fíkniefnaneytendur.
Markaðsleiðtogi
Það sem fjárfestingar, og ekki síst nýsköpunarfjárfestar, sjá vera að gerast í Washington ríki er að aðstæður þar séu líklega til að búa til markaðsleiðtoga (market leader) á sviði kannabisiðnaðar. Reglulega fara nú fram fundir og ráðstefnur um nýsköpun, fjárfestingamöguleika, framleiðslutækni, lyfjatengda þróun í iðnaðinum, og er Washinton-ríki nú orðið heimasvæði þessa geira að miklu leyti.
Hvað ætli gerist eftir mörg önnur ríki Bandaríkjanna fara sömu leið og Washington? Þá horfa fyrirtæki til Washington eftir þekkingu og fjármagni, verður að teljast líklegt.
Meðal þess sem nú er orðið að stórum iðnaði í Washington er framleiðsla á nútímalegum neyslupípum. Þær eru með USB tengil á endanum og kannabisolíu í plasthylki á hinum endanum. Svo stingur fólk þeim í USB tengi áður en neysla hefst.
Fjármálakerfið lokað
Það eru samt ennþá nokkrir hnökrar í þessum nýtilkomna iðnaði. Fjármálakerfið í Bandaríkjunum getur ekki tekið iðnaðinum opnum örmum, þar sem ólöglegt er í flestum ríkjum Bandaríkjanna að taka á móti fé sem tengist kannabisframleiðslu. Búðirnar sem selja efnin og vörur sem tengjast iðnaðninum eru því margar hverjar ekki með kort, og taka einungis við reiðufé.
Aðeins bankar og sparisjóðir sem eru einungis með starfsemi í Washington ríki geta tekið á móti fjármunum fyrirtækja í iðnaðnum, en það verður þá að vera gulltryggt að fjármagnið fari ekki út fyrir ríkismörkin. Annars þarf Alríkislögreglan FBI að mæta á svæðið og ákæra þá sem að fjármagnsflutningum standa fyrir peningaþvætti og aðild að skipulagðri glæpastarfsemi. Eins og ótrúlegt að það hljómar.
Veðmál þeirra sem tala fyrir því að Washinton ríki geti raunverulega byggt upp risavaxinn kannabisiðnað, er ekki síst undirbyggt þessari stöðu sem nú er komin upp. Það er að nú sé að fara af stað ferli sem að lokum muni leiða til lögleiðingar um öll Bandaríkin, og hugsanlega um heim allan.