Blátt flauel eldist vel: súrrealíska veislan þrjátíu ára

Kvikmyndahús út um allan heim hafa sýnt kvikmyndina Blue Velvet í tilefni þrjátíu ára afmælis hennar á árinu. Kjarninn rifjaði upp hvað gerði hana svona sérstaka og af hverju fólk muni eftir henni enn í dag.

Veggspjaldið fyrir þrjátíu ára afmælisútgáfu Blue Velvet.
Veggspjaldið fyrir þrjátíu ára afmælisútgáfu Blue Velvet.
Auglýsing

Kvik­mynda­gerð getur oft verið list­form og upp­lifunin að vera áhorf­andi á það til að hreyfa við fólki og opna augu þess fyrir öðrum hliðum veru­leik­ans. Blue Vel­vet er ein þess­ara mynda sem kemur á óvart og kallar á að áhorf­and­inn vinni sjálfur úr reynsl­unni og túlki sjálf­ur. Hann er ekki mat­aður á hefð­bund­inn hátt, heldur þarf að hann að vinna úr því sem fyrir augu ber á eigin veg­um. 

Blue Vel­vet varð strax mjög umdeild þegar hún kom út og fékk hún ekki góða dóma til að byrja með. Sumir gagn­rýndu mynd­ina og töldu hana spila á lægstu hvatir manns­ins, hvatir kyn­lífs og ofbeld­is. En þegar á leið og fólk fór að átta sig betur á mynd­inni fóru að heyr­ast aðrar raddir sem lofsungu hana og talað var um hana sem meist­ara­stykki. Hún er í dag til að mynda númer átta á lista Amer­ican Film Institute yfir bestu kvik­myndir kenndar við ráð­gát­u. 

En hvað sem fólki finnst um þessa sér­stöku kvik­mynd þá verður ekki deilt um vin­sældir hennar og sjá má á þessu þrjá­tíu ára afmæli að enn er til fólk sem sæk­ist eftir þeirri reynslu sem áhorf hennar er. Ryt­minn og and­rúms­loftið sem leik­stjór­inn, David Lynch, skapar í Blue Vel­vet er ein­stakt og ein­kenn­andi fyrir öll hans síð­ari verk. 

Auglýsing

Hug­myndin að mynd­inni kemur frá lag­inu Blue Vel­vet með Bobby Vinton frá árinu 1963. Lynch sagði að við það að hlusta á lagið hefði hann fengið fjöl­mörg brot hug­mynda sem að lokum púsl­uð­ust saman í eina heild. Ferlið tók langan tíma og gerði hann fjögur upp­köst að hand­riti áður en kvik­myndin fór í fram­leiðslu.





Eyra úti á víða­vangi

Sögu­sviðið er lít­ill bær í Banda­ríkj­unum sem ber nafnið Lum­berton. Jef­frey Beaumont snýr aftur heim til að sinna veikum föður sínum eftir heila­blóð­fall. Dag einn finnur Jef­frey eyra á afskekktri göngu­leið og fer með það til lög­regl­unn­ar. Þá upp­hefst atburða­rás þar sem hann kynn­ist dóttur lög­reglu­for­ingj­ans, Sandy Willi­ams, og byrja þau að rann­saka upp á eigin spýtur þetta und­ar­lega mál. 

Rann­sóknin leiðir þau í væg­ast sagt furðu­lega atburða­rás þar sem Jef­frey brýst inn í íbúð konu að nafni Dorothy Val­lens sem þau telja tengj­ast mál­inu. Hann kemst að því að eig­in­manni hennar og syni hafi verið rænt og að hún sé nú kyn­lífs­fangi ill­menn­is­ins Franks Booth, sem svo eft­ir­minni­lega er leik­inn af Dennis Hopp­er. Þó má segja að sögu­þráð­ur­inn sjálfur skipti ekki höf­uð­máli heldur stemn­ing­in, mynda­takan og ekki síst tón­listin sem er sköpuð fyrir áhorf­and­ann. Myndin endar síðan á ein­hvers konar upp­gjöri milli Jef­freys og Franks. 

Ein einkennismynd Blue Velvet.

Mis­jafnir dómar

Eins og fyrr segir fékk kvik­myndin ekki góða dóma til að byrja með. Hún var sér­stak­lega gagn­rýnd fyrir eitt atriðið þar sem karakt­er­inn Dorothy Val­les birt­ist nakin og blóðug úti á götu. Ekki þótti það sæma leikkon­unni Isa­bellu Rossell­ini en greini hún sjálf frá því í við­tali að hún hafi kennt sjálfri sér um hvernig fyrstu dómar voru.

En þrátt fyrir harða dóma vest­an­hafs þá virð­ast íslenskir gagn­rýnendur hafa tekið kvik­mynd­inni mun bet­ur. Fjallað var um mynd­ina hér á landi en hún kom ekki til sýn­ingar fyrr en árið 1987 og í umfjöllun um mynd­ina í DV í febr­úar sama ár segir að hand­rit og leik­stjórn gefi mynd­inni sér­stakan blæ sem stundum virð­ist út úr fasa við raun­veru­leik­ann. Þar er farið fögrum orðum um leik­stjór­ann og þessa nýju teg­und af kvik­mynda­gerð.

Í umfjöll­un­inni er tölu­vert gert úr því að Isa­bella Rossell­ini sé dóttir Ingrid Berg­man, kvik­mynda­leikkonu, en myndin opn­aði ýmsar dyr tæki­færa fyrir leikkon­una eftir frammi­stöð­una í Blue Vel­vet. Þetta var ein­ungis þriðja kvik­myndin sem hún lék í og í við­tölum hefur hún sagt frá þeirri van­mátt­ar­kennd sem hún fann fyrir vegna reynslu­leys­is. Hún sagð­ist einnig hafa lært mikið af leik­stjór­an­um, enda átti hún eftir að leika í fjölda kvik­mynda og þátta eftir þetta.



Isabella Rossellini, Kyle MacLachlan, Laura Dern og Dennis Hopper. Myndir: EPA



Byrj­endur verða að stjörnum

Kyle MacLachlan, sem leikur Jef­frey Beaumont, öðl­að­ist frægð fyrir hlut­verkin í kvik­myndum Dav­ids Lynch, Dune og Blue Vel­vet. Ekki má heldur gleyma einu minni­stæð­asta hlut­verki hans sem Dale Cooper í Twin Peaks en fyrir þann leik vann hann til Golden Globe verð­launa árið 1991. Hann hefur einnig leikið í þáttum á borð við Sex and the City, Desperate Hou­sewi­ves og How I Met Your Mother. 

Isa­bella Rossell­ini er hvað þekkt­ust fyrir að vera dóttir leikkon­unnar Ingrid Berg­man og leik­stjór­ans Roberto Rossell­ini. Hún starf­aði sem fyr­ir­sæta og leik­kona en hún vakti fyrst athygli fyrir að leika hlut­verk Dorothy Val­lens í þrátt­nefndri Blue Vel­vet. Hún hefur leikið í mörgum kvik­myndum og þátta­röðum síðan þá, gefið út bækur og gerst aðgerð­ar­sinn­i. 

Dennis Hopper og Isabella Rossellini í Blue Velvet.

Fræg­asti leik­ar­inn í Blue Vel­vet á þessum tíma var Dennis nokkur Hopp­er. Hann vakti fyrst athygli fyrir hlut­verk sitt í Easy Rider árið 1969 og fylgdi hann henni eftir með eft­ir­minni­legu hlut­verki sínu í Apocalypse Now. Frammi­staða hans sem vit­firr­ing­ur­inn Frank Booth í Blue Vel­vet fór ekki fram hjá þeim sem á horfðu og var honum veitt ýmis verð­laun fyrir hana. Hopper sagð­ist hafa verið þakk­látur Lynch fyrir tæki­færið, þar sem hann var nýkom­inn úr með­ferð á þessum tíma og búinn að brenna margar brýr í kvik­mynda­iðn­að­in­um. Blue Vel­vet kom honum aftur á kortið og átti hann eftir að leika í fjöl­mörgum myndum eftir það. Hann lést árið 2010 úr krabba­meini aðeins 74 ára að aldri.

Síð­ast en ekki síst er vert að fjalla aðeins um Lauru Dern en hún túlk­aði Sandy Willi­ams í Blue Vel­vet. Hún hefur leikið í ógrynni kvik­mynda og þátta síð­an, til að mynda Wild at Heart, Jurassic Park, I am Sam og núna síð­ast vakti hún sér­staka athygli fyrir hlut­verk sitt í þátta­röð­inni Enlightened frá árinum 2011-2013. Hún var einnig til­nefnd til Ósk­arsverð­launa fyrir leik sinn í kvik­mynd­inni Rambling Rose. Skemmti­legt er að greina frá því að Dern og Lynch munu enn og aftur leiða saman hesta sína því hún fer með eitt hlut­verkið í þriðju þátta­röð Twin Peaks sem mun koma út á næsta ári. 

Öðru­vísi leik­stjóri

David LynchEkki er hægt að fjalla um Blue Vel­vet án þess að gefa gaum að leik­stjór­anum sjálf­um, David Lynch. Hann fædd­ist í bænum Mis­soula í Mont­ana-­fylki í Banda­ríkj­unum árið 1946. Hann lærði mynd­list sem ungur maður en snéri sér fljót­lega að kvik­mynda­gerð. Hann byrj­aði að fram­leiða stutt­myndir en öðl­að­ist frægð þegar hann leik­stýrði kvik­mynd­inni Elephant Man árið 1980 með Ant­ony Hop­k­ins og John Hurt. 

Ætla má að hann sé einna frægastur á Íslandi fyrir költ-þátta­röð sína, Twin Peaks, sem sýnd var á RÚV á fyrri hluta 10. ára­tugar síð­ustu aldar við miklar vin­sæld­ir, ekki síst fyrir þær sakir að Öxar við ána hljómar svo eft­ir­minni­lega í einum þætt­in­um. Hann hélt áfram að skrifa og leik­stýra súr­r­eal­ískum kvik­myndum á 9. og 10. ára­tugnum á borð við Lost Hig­hway og Mul­hol­land Dri­ve. Hann hefur þrisvar sinnum verið til­nefndur til Ósk­arsverð­launa fyrir leik­stjórn og unnið til verð­launa um allan heim. 

Lynch er þekktur fyrir áhuga sinn á and­legum mál­efnum en hann kom til Íslands árið 2009 til að halda fyr­ir­lestur um inn­hverfa íhugun en hann taldi að slík hug­leiðsla myndi meðal ann­ars hjálpa Íslend­ingum eftir efna­hags­hrunið árið áður.

Mikil eft­ir­vænt­ing ríkir fyrir nýjasta verk­efni Lynch. Til stendur að þriðja þátta­röð Twin Peaks líti dags­ins ljós á næsta ári. Orðrómur hefur verið um gerð nýrra þátta um þó nokkurn tíma en nú er það stað­fest að hún muni koma út. Margir leik­arar snúa aftur í þess­ari þriðju þátta­röð. Sem dæmi má nefna Kyle MacLachlan sem lék lög­reglu­mann­inn Dale Cooper og Sher­ilyn Fenn sem túlk­aði Audrey Horne dóttur hót­el­eig­and­ans. Margir nýir munu bæt­ast í leik­ara­hóp­inn, til að mynda Laura Dern og Ashley Judd.

Hér fyrir neðan er áhuga­verð heim­ilda­mynd um gerð Blue Vel­vet frá árinu 2002, þar sem not­ast er við gömul við­töl við Lynch, auk þess sem tekin eru við­töl við leik­ar­ana og aðra sem komu að gerð mynd­ar­inn­ar.







Við þurfum á þínu framlagi að halda

Þú getur tekið beinan þátt í að halda úti öflugum fjölmiðli.

Við sem vinnum á ritstjórn Kjarnans viljum hvetja þig til að vera með okkur í liði og leggja okkar góða fjölmiðli til mánaðarlegt framlag svo við getum haldið áfram að vinna fyrir lesendur, fyrir fólkið í landinu.

Kjarninn varð níu ára í sumar. Þegar hann hóf að taka við frjálsum framlögum þá varð slagorðið „Frjáls fjölmiðill fyrir andvirði kaffibolla“ til og lesendur voru hvattir til að leggja fram í það minnsta upphæð eins kaffibolla á mánuði.

Mikið vatn hefur runnið til sjávar á þeim níu árum sem Kjarninn hefur lifað. Í huga okkar á Kjarnanum hefur þörfin fyrir fjölmiðla sem veita raunverulegt aðhald og taka hlutverk sitt alvarlega aukist til muna.

Við trúum því að Kjarninn skipti máli fyrir samfélagið.

Við trúum því að sjálfstæð og vönduð blaðamennska skipti máli.

Ef þú trúir því sama þá endilega hugsaðu hvort Kjarninn er ekki allavega nokkurra kaffibolla virði á mánuði.

Vertu með okkur í liði. Þitt framlag skiptir máli.

Ritstjórn Kjarnans: Sunna Ósk Logadóttir, Þórður Snær Júlíusson, Erla María Markúsdóttir, Arnar Þór Ingólfsson, Eyrún Magnúsdóttir og Grétar Þór Sigurðsson.


Já takk, ég vil styrkja Kjarnann!
Þorbjörn Guðmundsson
Er íslenska velferðarkerfið ekki lengur griðarstaður þeirra sem minnst hafa?
Kjarninn 11. janúar 2023
Takk fyrir og sjáumst á nýjum miðli á föstudag
Bréf frá ritstjóra Kjarnans vegna sameiningar við Stundina og þess að nýr framsækinn fréttamiðill verður til í lok viku.
Kjarninn 11. janúar 2023
Sverrir Albertsson
Vatn á myllu kölska
Kjarninn 11. janúar 2023
Lögreglumenn standa vörð um gröfurnar í námunni.
Berjast fyrir þorpi á barmi hengiflugs
Lítið þorp í Rínarlöndum Þýskalands er allt komið í eigu kolarisa. Fyrirtækið ætlar sér að mylja niður húsin og stækka kolanámu sína sem þegar þekur um 80 ferkílómetra. Þetta þykir mörgum skjóta skökku við í heimi sem berst við loftslagsbreytingar.
Kjarninn 10. janúar 2023
Arnþrúður Karlsdóttir, útvarpsstjóri Útvarps Sögu.
Útvarp Saga telur fjölmiðlastyrki skapa tortryggni og bjóða upp á frændhygli
Fjögur fjölmiðlafyrirtæki hafa til þessa skilað inn umsögnum um frumvarp Lilju Alfreðsdóttur menningar- og viðskiptaráðherra, sem mun að óbreyttu framlengja núverandi styrkjakerfi til fjölmiðla.
Kjarninn 10. janúar 2023
Sólveig Anna Jónsdóttir formaður Eflingar.
Viðræðum slitið og Efling undirbýr verkfallsaðgerðir
Samtök atvinnulífsins hafa hafnað gagntilboði Eflingar um skammtímakjarasamning, sem kvað á um meiri launahækkanir en SA hefur samið um við aðra hópa á almennum vinnumarkaði til þessa. Efling undirbýr nú verkfallsaðgerðir.
Kjarninn 10. janúar 2023
Palestínski fáninn á lofti í mótmælum í Reykjavík. Ísraelskri lögreglu hefur nú verið fyrirskipað að rífa fánann niður á almannafæri.
Fánabann og refsiaðgerðir í Palestínu í kjölfar niðurstöðu Sameinuðu þjóðanna
Degi eftir að ný ríkisstjórn tók við völdum í Ísrael samþykkti allsherjarþing Sþ að fela Alþjóðadómstólnum í Haag að meta lögmæti hernáms Ísraelsríkis á Vesturbakkanum. Síðan þá hefur stjórnin gripið til refsiaðgerða og nú síðast fánabanns.
Kjarninn 10. janúar 2023
Gríðarlega mikil dæling á sandi á sér stað í Landeyjahöfn á hverju ári. Markarfljótið ber hundruð þúsunda tonna af jarðefnum út í sjó og það á til að safnast upp í mynni hafnarinnar.
Vilja sjúga sand af hafsbotni í stórum stíl og flytja út
Eftirspurn eftir íslenskum jarðefnum er gríðarleg ef marka má framkomin áform erlendra stórfyrirtækja um nýtingu þeirra. Vinsældir hafnarinnar í Þorlákshöfn eru samhliða mjög miklar.
Kjarninn 10. janúar 2023
Meira eftir höfundinnBára Huld Beck
Meira úr sama flokkiFréttaskýringar
None