Fleiri hafa flutt til Íslands en burt það sem af er ári

Staðreyndavakt Kjarnans skoðar fullyrðingu Bjarna Benediktssonar um að fleiri Íslendingar flytji nú til Íslands en frá landinu.

Bjarni Benediktsson
Auglýsing

 „Við sjáum það nú í fyrsta ­skipti í mörg ár, á árinu 2016, að fleiri Íslend­ingar flytjast aftur til Íslands en frá land­in­u.“ Þetta sagði Bjarn­i Bene­dikts­son, fjár­mála­ráð­herra og for­maður Sjálf­stæð­is­flokks­ins, í ræðu sinni í eld­hús­dags­um­ræð­unum á Alþingi á mánu­dag. Fyrir viku síðan sagði hann svip­aða hluti á Face­book-­síðu sinni, með vísan í ný gögn frá­ Vinnu­mála­stofn­un.  

Stað­reynda­vakt Kjarn­ans ákvað að kanna þetta, ekki síst í ljósi þess að mikil umræða hefur átt ­sér stað um flutn­inga Íslend­inga til og frá land­inu.

40 fleiri til lands­ins en frá því

Hag­stofa Íslands tekur sam­an­ ­mann­fjölda­tölur fyrir hvern árs­fjórð­ung. Á síð­asta árs­fjórð­ungi, öðrum árs­fjórð­ungi þessa árs, fluttu 150 fleiri íslenskir rík­is­borg­arar til lands­ins en frá því. Á fyrsta árs­fjórð­ungi fluttu hins vegar 110 fleiri burt en til­ lands­ins, svo að á fyrri hluta þessa árs fluttu 40 fleiri ­ís­lenskir rík­is­borg­arar til Íslands en fluttu burt. 

Auglýsing

Mun­ur­inn er hins vegar miklu minni en und­an­farin ár. Á sama tíma­bili í fyrra höfðu 490 fleiri Íslend­ingar flutt í burtu frá Íslandi en til Íslands. Árið 2014 voru 190 fleiri Íslend­ingar fluttir burt en til lands­ins, og árið 2013 var staðan þannig um mitt ár að 135 fleiri höfðu til Íslands en í burtu. 2012 voru brott­fluttir 350 fleiri en aðflutt­ir, 630 árið 2011 og 590 árið 2010. 

Ef tekin eru heil ár sést að í fyrra fluttu 1265 fleiri íslenskir rík­is­borg­arar úr landi en til lands­ins. Árið var eitt mesta brott­flutn­ingsár frá því að mæl­ingar á þessu hófust, og aðeins fimm sinnum frá árinu 1961 höfðu mark­tækt fleiri brott­fluttir verið umfram aðflutta, sam­kvæmt gagna­grunni Hag­stof­unn­ar. Það var alltaf í kjöl­far kreppu­ára, eða árin 107, 1995, 2009, 2010 og 2011, en árið 2015 skar sig því tölu­vert úr af því að ekki ríkti kreppa hér á land­i. 

Spár um fram­hald­ið 

Í minn­is­blaði Vinnu­mála­stofn­un­ar, sem Bjarni vísar í, er sett fram spá fyrir árið 2016, líkt og sjá má í færslu Bjarna hér að neð­an. 

Ekki kemur fram í minn­is­blað­inu hvernig sú spá er gerð eða hvaða tölur liggja þar að baki. Kjarn­inn hafði sam­band við Vinnu­mála­stofnun til að fá útskýr­ingar á spánni. Í svari Vinnu­mála­stofn­unar kemur fram að tölur um brott­flutta og aðflutta á fyrri helm­ingi árs­ins hafi verið upp­reikn­aðar til árs­loka út frá reynslu und­an­far­inna ára, það er að um það bil 40 pró­sent búferla­flutn­inga Íslend­inga komi fram á fyrri helm­ingi árs­ins og um 60 pró­sent á þeim síð­ari. Það gildi bæði um brott­flutta og aðflutta. 

Þannig er því spáð að aðfluttir verði 3.365 þegar árinu lýk­ur, á meðan brott­fluttir verði 3.229. Það muni því um það bil 136 fleiri Íslend­ingar flytja til lands­ins en frá því. 

Vinnu­mála­stofnun tekur skýrt fram að þetta sé spá, og að hún byggi á því að um það bil 40 pró­sent flytji til og frá land­inu á fyrri hluta árs en um það bil 60 pró­sent á seinni hlut­an­um. 

Und­an­farin sex ár hefur þetta hlut­fall verið á bil­inu 38 pró­sent til tæp­lega 44 pró­sent á fyrri hluta árs hjá aðflutt­um, og sömu sögu má segja hjá brott­flutt­um. Þá gat verið tals­verður munur á hlut­falli brott­fluttra og aðfluttra innan hvers árs. 

Að með­al­tali hefur 41,5% aðfluttra komið til lands­ins á fyrri hluta árs­ins und­an­farin sex ár á meðan 39,8% brott­fluttra hafa farið burt á fyrri hluta árs­ins. Ef upp­reiknað væri miðað við þessar tölur væri spáin öðru­vísi, og myndi sýna örlítið fleiri brott­flutta en aðflutta, eða um 11 manns. Þetta sýnir hversu erfitt er að spá fyrir um flutn­ings­jöfn­uð­inn þegar mun­ur­inn á milli aðfluttra og brott­fluttra er orð­inn svona lít­ill. 

Hag­stofa Íslands hefur spáð því í mann­fjölda­spá sinni fyrir árin 2016 til 2065 að „ís­­lenskir rík­­is­­borg­­arar sem flytja frá land­inu munu halda áfram að vera fleiri en þeir sem flytja til lands­ins.“ Því er spáð að að með­­al­tali verði um 850 íslenskir rík­­is­­borg­­arar brott­­fluttir en aðfluttir á hverju ári. 

Nið­ur­staða Stað­reynda­vakt­ar­inn­ar 

Full­yrð­ing Bjarna um það að fleiri Íslend­ingar séu að flytj­ast aftur til Íslands en frá land­inu á við nokkur rök að styðjast, ef litið er á stöð­una miðað við töl­urnar sem fyrir liggja fyrir árið og stuðst er við spá Vinnu­mála­stofn­un­ar, líkt og hann ger­ir. Hins vegar er mun­ur­inn á þeim sem flytja burt og heim svo lít­ill, jafn­vel miðað við spá Vinnu­mála­stofn­un­ar, að það getur auð­veld­lega brugðið til beggja vona og nið­ur­staðan eftir árið orðið sú að fleiri flytji burt en heim. 

Það er nið­ur­staða Stað­reynda­vaktar Kjarn­ans að í þessu máli sé stað­hæf­ing Bjarna á réttri leið. Ertu með ábend­ingu fyrir Stað­­­­reynda­vakt Kjarn­ans? Sendu hana á sta­d­­­reynda­vakt­in@kjarn­inn.­­­­is.

Við þurfum á þínu framlagi að halda

Þú getur tekið beinan þátt í að halda úti öflugum fjölmiðli.

Við sem vinnum á ritstjórn Kjarnans viljum hvetja þig til að vera með okkur í liði og leggja okkar góða fjölmiðli til mánaðarlegt framlag svo við getum haldið áfram að vinna fyrir lesendur, fyrir fólkið í landinu.

Kjarninn varð níu ára í sumar. Þegar hann hóf að taka við frjálsum framlögum þá varð slagorðið „Frjáls fjölmiðill fyrir andvirði kaffibolla“ til og lesendur voru hvattir til að leggja fram í það minnsta upphæð eins kaffibolla á mánuði.

Mikið vatn hefur runnið til sjávar á þeim níu árum sem Kjarninn hefur lifað. Í huga okkar á Kjarnanum hefur þörfin fyrir fjölmiðla sem veita raunverulegt aðhald og taka hlutverk sitt alvarlega aukist til muna.

Við trúum því að Kjarninn skipti máli fyrir samfélagið.

Við trúum því að sjálfstæð og vönduð blaðamennska skipti máli.

Ef þú trúir því sama þá endilega hugsaðu hvort Kjarninn er ekki allavega nokkurra kaffibolla virði á mánuði.

Vertu með okkur í liði. Þitt framlag skiptir máli.

Ritstjórn Kjarnans: Sunna Ósk Logadóttir, Þórður Snær Júlíusson, Erla María Markúsdóttir, Arnar Þór Ingólfsson, Eyrún Magnúsdóttir og Grétar Þór Sigurðsson.


Já takk, ég vil styrkja Kjarnann!
Ráðast þyrfti í nauðsynlegar styrkingar vega vegna þungaflutninganna til og frá Mýrdalssandi.
Vikurnám á Mýrdalssandi myndi hafa „verulegan kostnað fyrir samfélagið“
Fullhlaðinn sex öxla vörubíll slítur burðarlagi á við 20-30 þúsund fólksbíla, bendir Umhverfisstofnun á varðandi áformaða vikurflutninga frá Mýrdalssandi til Þorlákshafnar. Ráðast þyrfti í mikla uppbyggingu vegakerfis vegna flutninganna.
Kjarninn 6. október 2022
Ólafur Þ. Harðarson prófessor emerítus í stjórnmálafræði.
„Íslendingar eiga langt í land“ með jöfnuð atkvæðavægis eftir búsetu
Frumvarp sem formaður Viðreisnar mælti fyrir á þingi í september myndi eyða misvægi atkvæða milli bæði flokka og kjördæma, eins og kostur er. Ólafur Þ. Harðarson telur að þingið ætti að samþykkja breytingarnar.
Kjarninn 6. október 2022
Fóru inn í tölvupósta Sólveigar Önnu og Viðars
Þá starfandi formaður Eflingar hafði aðgang að tölvupósthólfum fyrirrennara síns, Sólveigar Önnu Jónsdóttur, og fyrrverandi framkvæmdastjóra Eflingar, Viðars Þorsteinssonar, frá því í janúar á þessu ári og fram í apríl.
Kjarninn 6. október 2022
Hallarekstur SÁÁ stefnir í 450 milljónir
Færri innlagnir, færri meðferðir við ópíóðafíkn og sumarlokanir verður staðan hjá SÁÁ á næsta ári miðað við fyrirliggjandi fjárlagafrumvarp. Samtökin áætla að rekstrargrunnur samtakanna verði vanfjármagnaður um 450 milljónir króna á næsta ári.
Kjarninn 6. október 2022
Seðlabankinn hafnar því að aflétta leynd um ESÍ á grundvelli almannahagsmuna
Árið 2019 var ákvæði bætt við lög um Seðlabanka Íslands sem veitir bankanum heimild til að víkja frá þagnarskylduákvæði ef hagsmunir almennings af birtingu gagna vega þyngra en hagsmunir sem mæla með leynd.
Kjarninn 6. október 2022
Í austurvegi
Í austurvegi
Í austurvegi – Komdu í leirkerið 请君入瓮
Kjarninn 6. október 2022
Jón Björnsson, forstjóri Origo.
Eigið fé Origo margfaldast við söluna í Tempo fyrir 28 milljarða króna
Árið 2009 stofnuðu starfsmenn TM Software lítið hugbúnaðarfyrirtæki, sem nefnt var Tempo. Í dag er það metið á 85,4 milljarða króna og Origo var að selja hlut sinn í því á 28 milljarða króna. Við það fer eigið fé Origo úr níu milljörðum í 31 milljarða.
Kjarninn 6. október 2022
Kjartan Magnússon borgarfulltrúi bar tillöguna fram í borgarstjórn.
Borgarhverfi framtíðarinnar eða loftslagsskógur á Geldinganesi?
Tillögu sjálfstæðismanna í borgarstjórn Reykjavíkur um að skipuleggja Geldinganes undir íbúabyggð var hafnað á fundi borgarstjórnar á þriðjudag. Afar mismunandi sjónarmið komu fram um það hvernig skyldi nýta nesið til framtíðar.
Kjarninn 5. október 2022
Meira eftir höfundinnÞórunn Elísabet Bogadóttir
Meira úr sama flokkiStaðreyndavaktin
None